Lögberg


Lögberg - 17.10.1946, Qupperneq 6

Lögberg - 17.10.1946, Qupperneq 6
u LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. OKTÓBER, 1946 “Sem stendur læt eg mig einu gilda um heimspekilegar ímyndanir,” sagði hann; “músik, blóm og dans, er mér geðfeldara. Eg held að mér muni aldei leiðast það; stundum — en það er bara þegar eg er alvarlegur aða þreyttur — að mér finst að eg geti ekki hugsað til að verða gamall. Eg get ekki hugsáð mér, að þeir dagar komi, að hiti og feg- urð lífsins breytist í kulda og þung- lyndi.” Einhver lagði léttilega mjúkan hand- legg um mitti hennar, og mild ástúðleg augu horfðu í andlit henijar. Það var Lilian; hún talaði í hvíslandi málróm til systur sinnar, ekki um blóm og músik, ekki um fjör og gleðskap, en um eitt- hvað langtum göfugra, sem kom tárun- um fram í hin mikillátu augu Beatrice. “Lily,” sagði Beatrice, “eg er ekki eins góð og þú, en eg vildi reyna að vera það. Lofaðu mér fyrst að skemta mér ofurlitla stund, og eg skal vera góð, kæra systir mín.” Svo tók hún strax aftur gleði sína, og parlinum fanst hún ennþá meir hríf- andi en áður. “Það er einmitt svona kona, sem eg óska mér,” liugsaði Lewis Dare, og leit á Lilian—“sem getur verið mér leiðarvísir og kennt mér. Hugsa sér ef kvenfólkið skddi hlutverk sitt! Þessi unga stúlka lítur út, eins og eg get hugsað mér að engill líti út, sem verndar okkur — eg vildi óska að hún vildi verða konan mín.” Jarlinn fór nú úr blóma húsinu þar sem voru þúsundir blóma, af öllum hugs- anlegum tegundum; hann var nú meir hrifinn af Beatrice en nokkru sinni áð- ur. Hann sagði við sig sjálfan, að hann ætlaði að bíða þangað til eftir dansinn; þá ætlaði hann að spurja Beatrice Cum- ing, hvort hún vildi verða köpan sín. Ef hún neitaði honum, skyldi hann fara svo langt í burtu, þangað sem enginn þekkti hann; en ef hún segði já, þá vildi hann alla æfi sína vera þræll henn- ar og verja öllu lífi sínu fyrir hana. Hún skyldi vera drottningip hans, og hann riddarinn hennar, ef slík blessun skyldi falla honum ( skaut. Hugsa sér að hann mætti kalla Beatrice sína! 28. Kafli. Jarlinn lét óánægju sína í ljósi, er Lion- el Lawrance kom til Elmwood snemma næsta morgun. “Við getum ekki tekið á móti gestum í dag,” sagði Beatrice, dálítið óþolin- móðlega. Mr. Lawrance hefur líklega gleymt því að við höfum hér dans í kvöld.” Hann hafði ekki gleymt því. Þetta var mjög fagur morgun glaða sólskin og hressandi mild vestan gola. Hann hafði hugsað að ungu stúlkurnar mundu verða úti í ferska loftinu fyrri part dags- iná; og bað um leyfi að fá að vera með þeim. Lafði Edith leizt vel á það; jarlinn hafði orð á að hann væri þreyttur, en hann lét þó tilleiðast að vera með. “Takið ykkur göngutúr í gegnum skóginn,” sagði amma stúlknanna; “og farið þið svo njður að vatninu, svo kem eg seinna til ykkar. Að vera nokkra tíma úti í ferska loftinu, er ykkur góð- ur undirbúningur undir dansinn.” Þau gengu öll út saman. Það leyndi sér ekki að Lawrance hélt sig hjá Bea^ trice, og jarlinn óskaði honum þangað, sem piparinn vex. Þau settust niður í skugga voldugs birkitrés. Lawrance tók uppúr vasa sínum litla bók, og spurði: “Hefurðu lesið ‘Úndína’, Miss Cum- ing?” “Nei,” svaraði hún, “eg nærri því skammast mín fyrir að hafa ekki gert það.” “Það er hin fallegasta og skemtileg- asta saga sem nokkurntíma hefur verið skrifuð,” sagði hann. “Þetta er einmitt morgun til að lesa slíka bók. Má eg lesa hana upphátt?” Já, það samþyktu það allir en jarl- inn hugsaði með sér, að hann vildi nota tækifærið til að láta í Ijósi sína þýsku tilfinningasemi — á þeirra kostnað. Það var mjög yndislegt þarna. Bár- urnar á vatninu þrengdu sér inn í gegn- um hið háa stargresi sem var meðfram vatninu. Laufin á trjánum skrjáfuðu hægt fyrir golunni, og fuglarnir sungu í greinunum. Lionel las vel; hann hafði sterkan og fagran málróm, svo að ekld tapaðist af einu einasta orði af því sem hann las. Beatrice hlustaði á, eins og í draumi. Svipurinn á hennar stoltlega andliti varð mildari, og hennar fögru augu urðu viðkvæmari og vingjarnlegri. Lionel las meir og meir — um hina fögru mær, og hinn unga fríða riddara og ást hans, um vatnabúann og um kofan sem Únd- ína bjó í, um giftingu kongsins og hina stoltu og fríðu Berthu. Báruskvampið á vatninu og fuglasöngurinn var eins og undirspil, sem samsvaraði orðunum, sem voru svo auðug af tilfinningu. Svo kom Lionel að, þar sem ást Berthu á riddaranum er lýst — ferð þeirra á vatn- inu, og þar sem hendi óvættisins teigðist upp og tók demants hringina af hönd- um hennar, meðan riddarinn var kaldur fyrir ást hennar. Það var eins og samhygðar hljómur í öldunum á vatninu og söng fuglanna, er Lionel las um hina indælu sorgmæddu Úndínu, um hennar óhamingjusömu ást, um sigur Berthu og giftingu hennar og riddarans, og hinn síðasta og fegursta þátt sögunnar, er Úndína hefur sig upp úr brunninum og krefst ástar sinnar. “Hversu fagurt,” sagði Beatrice og dró þungt andann; “eg vissi ekki að það væri til slík saga; eg gleymi aldrei Undínu.” Hún leit eins og ósjálfrátt til systur sinnar, og Mr. Dare veitti því nána eft- irtekt. “Eg veit hvað þú ert að hugsa um,” sagði hann — “Miss Lilian er full- komin Úndína. Eg get hugsað mér hana með kreftar hendur og eld í aug- um, standa mlili riddarans og Berthu, eða sem hafandi sig, eins og í þoku blæju, uppúr hinum opna brunni.” “Þetta er fallegur tilbúningur,” sagði Beatrice í mildum róm. “Lilian væri lé- leg Úndína — hún, sem er svo siðkvæm og blíð, svo fögur og saklaus. Eg held eg sé líka Berthu, að mmsta kosti í því að eg reyndi að fara minn veg og beita mínum vilja.” “Þetta væri tilvalin fyrirmynd fyrir góðan málara til að mála eftir,” sagði jarlinn, “sýninguna í bátnum — Úndina, sem hallaði sér útyfir borðstokkinn, með dreymandi svip á sínu fagra and- liti; Bertha sitjandi hjá riddaranum, stolt og fögur og hálf reið. Hugsa ser svo hið gagnsæja vatn — Úndínu, með hendina- ofaní vatninu, og hina stóru fingur sem komu upp úr vatninu og gripu hendi hennar. Eg er bara hissa á að enginn málari skuli hafa málað þessa sýningu.” “Hver mundi þá eiga að vera riddar- inn?” spurði Beatrice. “Við Lilian verð- um aldrei keppinautar um sama riddar- ann.” “Málarinn mundi finna, að það væri ekki auðvelt að mála þá mynd,” sagði Lilian. “Hvaða búhing ætti hann að velja fyrir eins fagra hugsjón og Únd- inu? Síður, skrautlegur búningur, og blaktandi fjöður, mundi eiga við fyrir Berthu, en hvernig ætti hann að sýna Úndínu?” “Það erfiðasta er riddarinn,” sagði Mr. Dare, hlæjandi. “Því ættum við ekki að fara núna út á vatnið?” spurði Lionel; “eg skal róa.” “Eg hef einmitt núna verið að óska mér að vera komin út á vatnið,” sagði Beatrice. “Eg er viljug til að stinga hendinni ofan í vatnið, og sjá hvað skeð- ur.” Það tók Lionel ekki lengi að fá listi- bát úr bátahúsinu. Mr. Dare sá um að fá sér sæti nálægt Úndínu sinni, og jarl- innn hjá Beatrice. “Róðu þangað sem vatnsiiljurnar eru,’ sagði Beatrice, “þær líta svo vel út, þar sem þær glansa í sólskininu.” Meðan þau réru fram og aftur um vatnið, hvarflaði hugur Beatrice til baka til maí morgunsins, þegar Lilian sat á steini við sjáfar ströndina, og var að gera uppdrátt af skipi með hvít segl, sem var langt út á sjánum. Hvað henni fanst langt síðan. Þá þráði hún lífið. Nú hafði henni veitzt alt sem hún þráði og sem lífið gat gefið henni, en þrátt fyrir það stundi hún við. er mvndin af Alfred Hankins brá fyrir hugsjónir hennar. Bara að hún gæti gleymt því. Frá hennar sjónarmíði var það ekki annað en villimynd af ást, en það var það sama, hún gat ekki máð þessa mynd úr huga sér. Hún varð alvarleg á svip- inn og stundi við, eins og þreytulega. Jarlinn horfði skelkaður á hana. “Gengur eitthvað að þér, Miss Cum- ing?” spurði hann. “Eg minnist ekki að hata séð þig áður svo alvarlega.” Hún leit sem snöggvast alvarlega framan í hann. Æ, ef nann gæti hjálp- að henni, ef hann gæti komið þessari piágandi endurminningu úr huga henn- ar, ef nokkru sinni kæmi til þess að hún gæti trúað honum fyrir þessu, og beðið Aann að frelsa sig frá Alfred Hankins! i^að var omogulegt. Nærri því eins og svar við hugsunum hennar, fór Lionel að segja frá tilfelli sem hafði haft mikil áhrif á hann. Herramaður, vinur hans, natói tagt allt kapp á að fá sér íyrir konu, stúlku, sem var bæði fríð og gáf- uð, en fór burt frá henni allt í einu og sá hana aldrei framar. Ástæðan til þess var sú, að hann uppgötvaðí að hún nefði táldregið sig með því að ljúga að sér áður en þau giftust. Lionel áleit að það neiði ekKi verið rétt af honum að breyta þannig; en bæði jarlinn og Mr. Dare ntu ööruvísi á það. “Eg er viss um,” sagði jarlinn, “að eg fyrirgæfi allt annaö fremur, en lygi. Alit sem er hraklegt og fyrirlitlegt, i mínum augum, og sem eg hef mestan viðbjóð á, íelst í orðinu ‘tygi.’ Bræði, ástríða, hefnigirni — er auðveldara aö íyrirgefa. Þegar eg kemst að því, að maður eða kona hafa logið að mér, vil eg ekki sjá andlit þeirra framar.” “Eg er sammála þér,” sagði Mr. Dare, “og kannske eg taki enn dýpra í árina. Eg myndi aldrei fyrirgefa minstu tál- drægni; sú sem eg elska, verður að vera heiöarleg og einlæg.” “Slíkur sannleiks þungi gæti valdið því að báturinn sykki.” tók Beatrice fram í kæruleysislega, en orð jarlsins höfðu gengið henni til hjarta. Ef hann bara vissi? En hann fær aldrei að vita það. Hún óskaði, að hún hefði svaraö hreint og undanfærslulaust, hinum al- varlegu spursmálum föður síns. Sá tími kom, að Lilian minntist orða Mr. Dare, og skildi, að þau voru ekki sögð að ástæðulausu. Beatrice hafði tekið af sér hanskana og hélt hendinni niður í vatninu. Hún hugsaði um söguna um Úndínu, sem hún hafði rétt nýlega heyrt, og vatna óvættina — hún hallaði sér útyfir borð- stokkinn og steyptist ofaní djúpið. Hinn blái himinn og hin hvítu ullnu ský, hin háu grænu tré og hin breiöu lauf, spegl- aði sig allt í vatninu. Það greip alla í bátnum einkennileg undrun og ótti við það seiðmagn sem var í vatninu — hvað skeði í djúpinu? Hvað leyndist undir þessum litlu ójöfnu öldum? Hún kom undireins upp, og rak upp hræðilegt hljóð — hljóð sem skar gegnum hið heiða sumarloft, og sem jarlinn gat aldrei gleymt meðan hann lifði. Hann leit á hana; hún var nábleik í andliti, og varirnar voru hvítar, og í hennar dökku augum var ólýsanlegt og hræðilegt æði. “Hvað er þetta?” spurði hann og stóð á öndinni. Hún áttaði sig brátt og reyndi að brosa. “Hvaða bjáni eg get verið!” sagði hún, “og það sem verra er, að þið hlæið auðvitað öll að mér. Eg veit að þetta var bara bláber ímyndun og bjánaskapur; eg veit það. En eg segi ykkur satt, er eg horfði ofan í vatn- ið, sá eg andlit mitt þar niðri með svo hræðilegt og fyrirlitlegt glott, að það gerði mig hrædda. “Það var einungis endurkast ljósgeisl- anna sem gerði það,” sagði Mr. Dare. “Eg get séð myndina af mér niður í vatninu. Horfðu aftur ofan í vatnið, Miss Cuming.” “Nei,” svaraði hún með hryllingi; “eg veit það er bara heimska, en það gerir mig hrædda. Andlitið virtist að lyftast upp úr djúpinu og brosa —en þvílíkt bros! Hvenær get eg gleymt þessu?” “Það var bara ósléttan á vatninu sem breytti spegilmyndinni,” sagði jarlinn. Beatrice svaraði því engu, en bara vafði þéttara að sér knipplinga sjalið sitt, eins og að það setti hroll að henni. “Mér líkar ekki vatnið, eg hef altaf haft ógeð á því,” sagði hún. “Við skul- um fara í land, Mr. Lionel; eg fer aldrei útá vatnið aftur.” Lionel hló, og Mr. Dare sagði að Miss Cuming hefði heyrt of mikið um Úndinu og vatns óvættina. Jarlinn fann að hendi hennar skalf, er hann hjálpaði henni útúr bátnum. Hann reyndi að fá hana til að gleyma þessu, með því að tala um dansinn. Hann talaði uppörf- andi við hana, en hann veitti því eftir- tekt, að hún skalf, eins og hún væri að frjósa. Er þau gengu inn í húsið, vék hún sér við og sagði í skipandi, fremur en biðj- andi róm: “Það má engin ykkar segja pabba frá því sem fyrir mig kom; honum mundi ekki líka að heyra, að nokkur af Cum- ing fjölskyldunni væri annaðhvort með ímyndunar grillur, eða kveifarskap. Á landi finn eg ekki til hugleysis.” Amma þeirra sagði að hitinn hefði verið of mikill fyrir systurnar, og að þær yrðu að hvíla sig. Hún lét Beatrice leggjast á fínan og mjúkan legubekk, í búningsherbergi hennar, og veitti henni nánar gætur, er hún var sofnuð. En hún svaf mjög órólega. Amma hennar laut ofan að henni, og heyrði að hún stundi þungt og umlaði eitthvað um “djúpa vatnið.” Hún vaknaði og hljóðaði upp, að hún sæji sitt eigið andlit. Stórir svitadropar komu út á enni hennar. “Hvað hefur þig verið að dreyma, barn?” spurði amma hennar. “Ungar stúlkur eins og þú. eiga að sofa eins ró- lega og blómin.” “Blómin loka aldrei alveg. augunum sínum,” sagði Beatrice brosandi. “Eg lét augun mín aftur, en hugur minn er samt starfandi; lítur það út eins og eg sofi. Mig dreymdi vatnið, lafði Edith. Draumar eru mjög undarlegir; er nokk- uð að marka þá?” “Eg vissi um tilfelli með einn draum sem var að marka,” svaraði amma hennar. “Þegar eg var ung, elskaði eg mjög innilega unga stúlku, Minnie Rus- sell; kafteinn Simmons sóttist mikið eftir henni. Henni líkaði hann vel, vesa- lings Minnie, og hún elskaði hann meir en eg held að margar stúlkur geri. I marga mánuði sýndi hann henni alla mögulega aðdáun, en hann bað hana aldrei að giftast sér — hann sá hana á hverjum degi, sendi henni bækur og blóm, og vann hjarta hennar með fögr- um orðum og gjöfum. Hún hélt hann elskaði sig í alvöru, og liún hélt aldrei að hann væri maður sem aðeins skemti sér við að daðra við stúlkur. Allt í einu fór hann burt úr London, kvaddi hana á vanalegan hátt og sagðist koma aftur eftir fáeinar vikur; en kom aldrei.” Fjær og nær var talað um dansinn á Elmwood. í mörg ár hafði fólk ekki átt kost á að sjá neitt slíkt, þar um slóöir. Ralph lávarður var ánægður með undirbúninginn, er hann leit yfir dans- salinn og sá að allt það skraut af blóm- um, röð eftir röð, var nóg til þess að fólk kæmi langt að, bara til að sjá það. Til og frá milli blómanna, stóðu marm- ara styttur. Litlar marmara skálar með ilmvatni, voru settar til og frá. Hann stansaði við eina fegurstu blómaröðina og hugsaði um Beatrice dóttir sína. “Hversu mikið hún er fyrir allt sem er fjörugt og glæsilegt!” hugsaði hann. “Hún verður drottning dansins í kvöld.” Er lávarðurinn stóð einsamall í lestr- arsalnum þetta kvöld, eftir að hafa tekið sér hálftíma rólega hvíld, var barið hægt á hurðina. “Kom inn,” sagði hann, og undireins stóð fyrir framan hann eitthvað, sem hann hélt að hlyti að vera sýn. “Amma sendi mig,” sagði Beatrice og roðnaði, “til þess að láta þig sjá hvort eg tæki mig nógu ve! út í þessum búning. Þú segir mér, pabbi, hvort þér líkar umgerðin um demantana mína. Er hann horfði á þessa skrautbrúðu, varð hann hrifinn a fundrun. Gat þessi afburða fegurð virkilega verið dóttir Margrétar — Margrét, sem fyrir mörg- um árum síðan, lá á hnjánum og tíndi jarðarber fyrir herragarðinn, sem hann átti nú?” Hann veitti enga eftirtekt búningn- um né stássinu; hann sá einungis hið fríða andlit og hin fögru augu, hið mikla hár, hinn hvíta, knarreista hnakka, og vel lagaða handleggi. Fyrir framan sig sá hann óglöggt ský af bleikrauðu sat- íni, skreytt með svo fínum knippling- um, að það leit út sem kongulóar vefur, og Cuming demanta, sem skinu ekki meir en augu Beatrice. Þeir samsvöruðu henni og búningnum ágætlega vel. “Hvar er Lilian?” spurði hann, og hún skildi af hljómnum í málróm hans, að liann var ánægður með búning hennar.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.