Lögberg - 17.10.1946, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. OKTÓBER, 1946
7
MINNINGARORÐ
Borgel Eyvindur Doll
(1903 — 1945)
Hann var fæddur 14. npvember
1903, á Mikley, Man. Foreldrar
hans voru þau merkishjónin
Márus Jónasson Doll og Ingi-
björg Brynjólfodóttir, sem
bjuggu á Lundi á Mikley, en
nú bæði dáin. Már.us var um
seytján ár í ráði Bifröstsveitar.
Borgel (Boggi) ólst upp í for-
eldrahúsum; 'hann byrjaði á
unglingsskeiði að stunda íiski-
veiðar á Winnipegvatni og varð
snemma mjög framtakssamur í
iðn sinni. Það má telja að hann
hafi verið í fremstu röð elju-
manna, enda var 'hann efnallega
betur stæður en alment gerist.
Þó Boggi hafi aðallega lagt stund
á fis'kiveiðar, nam hann einnig
siglingafræði og var góður sjó-
maður. Hann var um tíma stýri-
maður á fólksflutningasiþipinu
“Keenora” og svo skipstjóri á
vöruflutningaskipi. Það sem
hann lagði sig fram um tókst
honum vel.
Árið 1929, giftist hann eftir-
lifandi konu sinni, Mulvínu Pru-
den, frá Clande'boye, Man. Eftir
stutta dvöl við Clandeboye,
flutti Boggi til Mikleyjar og bjó
þar til dauðadags. Ein dóttir og
tveir synir lifa föður sinn:
Moreen, þriggja ára gömúl, Wes-
ley níu og Jónas fimtán ára.
Hans mannvænlegu börn eru
hjá móður sinni í því reisulega
heimili, sem faðir þeirra hafði
keypt. Þó að heimilis arffengur
fjölskyldunnar bendi ríkulega á
skyldurækni og ötulleik þessa
ástríka eiginmanns og föður,
sýnir heimilisfaðirinn aðeins part
af framtakssemi þessa atgerfis-
manns.
Tveir bræður og sjö systur lifa
bróður sinn: Brynjólfur, giftur
Mabél Rögnvaldson, Gunnar,
kvæntur Rósu Ásmundson, Guð-
rún (Mrs. B. W. Benson,) Katrín
(Mrs. A. Jónasson), Rosie (Mrs.
V. Thompson), öll búsett í Mikl-
ey; Kristbjörg (Mrs. S. W. Sig-
urgeirson) að Riverton; Sigríður
(Mrs. S. J. Sigurgeirson) á
Gimli. Benedi'kta (Mrs.,L. Jeff-
erson), lifir í Winnipeg, og Chris-
tine, sem var fimm ár yfirhjúkr-
unarkona á Fort Alexander spí-
talanum að Pine Falls, Man., er
einnig í Winnipeg.
Ein systir hans og bróðir dóu í
bernsku og Jónas, sem var elztur
bræðranna, dó árið 1917; fáum
dögum eftir 'bróðurmissinn, and-
aðist móðir hans. Mörg voru
þau hjörtu, sem áttu um sárt að
binda á þessu ógleymanlega veik-
indaári.
Boggi var maður fríður sýn-
um, þrekinn og hár vexti, blá-
eygður með bjart, hár; hann var
karlmannilegur í sjón, hvatur í
hreyfingum og tápmikill. Per-
sónuleiki hans minti sterklega á
þann sálræna styrkleik, sem
einkent hefir þjóð vora í eldraun-
um hennar gegnum aldirnar, og
sem fært hefir hana á vængjum
sigursins upp á æðsta tind glæsi-
legustu vona. Boggi var prúð-
menni og hvers manns hugljúfi;
bónþægni hans var heyrinkunn
°g margir voru þeir, sem nutu
góðs af hjálpfýsi hans. Hann
var jafnlyndur maður og það
kom e'kki oft fyrir að hann skifti
skapi; hann var sérstaklega orð-
var og áreiðanllegur í öllum við-
skiftum. Það má kannske segja,
að hann hafi verið frekar dulur,
en hann var glaðlvndur og
skemtilegur að vera samvistum
við. Hógværð' og hófsemi —
þessir heillaríku eiginleikar —
höfðu náð varanlegum þroska í
lífi þessa unga manns.
Að undanteknu síðasta árinu
hafði Borgel heitinn búið við
góða heilsu, en frá þessum tíma
fór líkamlegur jþróttur hans
fljótlega þverrandi, og síðustu
sex mánuðina var hann alveg
rúmfastur. Veikindi sín bar hann
með þolinmæði og var hress í
anda fram á síðustu stundu.
Þégar (litið er yfir farinn æfi-
veg þessa unga manns og hugs-
að til þess að hann skuli hafa
kivatt þennan heim á því skeiði,
sem geislar lífs hans leiftruðu
sem hæst og lýstu sem lengst
fram á braut glæsilegra vona,
þá koma fram spurningar, sem
innsýni dauðlegs manns getur
ekki svarað.
Boggi var barn náttúrunnar;
^ann e!lskaði víðlendið, skógana-
vötnin og árnar. Einu sinni hafði
hann hugsað sér að verða hár-
skeri (ibarber) og lærði þessa
atvinnugrein, en inniveruna
þoldi hann ekki og hvarf fljót-
lega frá þessu fyrirtæki, því
hans meðfædda frelsisþrá tók
hann aftur till þess umhverfis þar
sem sólin fegrar skógarheima í
frumeðli sínu og niður öldunn-
ar hljómar í eyrum og fuglar á
frjálsum vængjum svéima um
láð og lög.
Ekkja og börn hins framliðna
minnast með þakklæti þeirra
mörgu vina, sem réttu þeim
hjálparhönd á þeirra örðuga og
sorgmædda tímabili. Sérsta'klega
ber að Iþakka Mr. og Mrs. B.
Goodman, Winnipeg, tengda-
bróður og systir ekkjunnar; Mrs.
L. Jefferson, sem hjúkraði bróð-
ur sínum alt gegnum hans þungu
legu og Christinu systir hans,
sem einnig stundaði bi óður sinn.
Fjölskyldan Iþakkar líka S. V.
Sigurdson fyrir hans margvís-
legu hjálpsemi, og öllum syst-
kinum og skyldfólki hins fram-
liðna.
Borgel andaðist á heimili sínu
13. september, 1945. Hann var
jarðaður frá lútersku kirkjunni í
Mikley, þar sem hann hafði feng-
ið kristilega uppfræðslu á ung-
dómsárum og verið fermdur.
Réttilega má segja, að alt bygðar-
fótlk hafi fylgt til grafar hans
jarðnesku leifum; mörg skyld-
menni og vinir komu úr fjar-
lægð til að kveðja frænda og
vin í hinzta sinni. Skipið J. R.
Spear (eign Sigundson Fisheries)
kom sérstaka ferð með þetta
fólk. Hin mörgu og fögru blóm,
sem lögð voru á kistu hans vott-
uðu samhygð og söknuð í hjört-
um allra. Séra Skúli Sigurgeir-
son stjórnaði útförinni.
“Svo gengur alt að guðs vors
ráði,
gleðin og sorgin skiftast á;
þótt vinur hnígi lík að láði,
og logi tár á hreldri brá,
þá huggar eitt, sem aldrei brást:
Vér aftur svðar munum sjást.”
—S. J. S.
Minnist
BETEL
í erfðaskrám yðar
irland og ísland
Barði Guðmundsson þjóðskjala
vörður er farinn fyrir nokkru til
írlands. Með honum fór Kjartan
Sveinsson skjalavörður, til þess
að vera honum til aðstoðár við
afritun skjala o. þessh.
Sem kunnugt er, hefir Barði
lagt stund á rannsóknir á forn-
sþgu Islendinga, uppruna þjóð-
arinnar og menning þeirra, er
námu Island. Nú ætlar hann að
auka við rannsóknir á þeim þætti
þessa máls, er veit að Irlandi.
Er einkennilegt hve íslenzkir
sagnfræðingar hafa lagt litla
ræfct við að rannsaka samband
Íslendinga og Kelta til forna.
Þótt allmikið hafi að sjálfsögðu
verið um það mál ritað, hafa ís-
lenzkir fræðimenn verið sjald-
séðir gestin í Irlandi.
I sama muhd og Barði Guð-
mundsson og Kjartan Sveinsson
lögðu af stað 'héðan að heiman,
kom hinn írski stúdent hingað,
James Conally, til þess að gang-
ast fyrir því, að komið verði á
stúdenta-skiftum milli háskólans
hér og háskólans í Dublin. Svo
vitað er, að frá hendi íra, hefir
vaknað áhugi fyrir því, að hefja
nánari kynni milli írlands og Is-
lands, en hingað til hafa verið.
Þegar Mr. Conally hefir dval-
ið hér um hríð, ætlar hann að
rita grein fyrir Morgunblaðið
um Papana, þessa einkennilegu
menn, sem hurfu úr íslenzkum
heimi'ldum, svo harla lítið er
vitað, hvað um þá varð.
En það sagði Mr. Conally mér,
að svo margt fólk sá hann á
hafnarbakkanum, er hann kom
hingað, sem líktist löndum hans
að ytra útliti, að honum fannst
því lífcast, sem hann væri að
koma áð fósturjarðarströndum.
Þegar hann kom upp í bæinn,
fcvaðst Shann ekki hafa getað
þverfótað fyrir fólki, sem hon-
um fannst rétt sem hann hefði
séð það áður heima á írlandi.
Mr. Conally hefir sagt mér að
í sveitum Irlands hafi haldist
kveðskapur, sem minni að hans
áliti mjög á rímurnar okkar.
Væri fróðlegt að fá meira um
þetta að vita.
Eitt af því sem írarnir þurfa
að sjá hér á landi eru jarðhúsin
og heliarnir austanfjalls, sem
gerðir eru af manna höndum
og Einar Benediktsson ritaði um
á sinni tíð, að vera myndu handa-
verk Papanna. — Hélt hann því
fram með skáldlegu hugarflugi.
Sé tilgáta hans rétt ættu rann-
sóknir að geta leitt fram sann-
anir fyrir því.
Sumum kann að virðast það
skifta all-litlu máli, hvernig
jarðhús þessi eru upprunalega
til orðin. En fleiri munu þeir
vera, sem kunna því illa, að ekki
sé gert það sem hægt er að gera,
til þéss að leysa leyndardóm
hellanna, svo eftirkomendurnir
viti á því gleggri skil en við,
hvort hér er um að ræða elstu
sögulegu fornminjar landsins,
ellegar að hellarnir eru ekki
annað en leifar frá þeim tímum,
er þjóðin var svo fátæk eftir þá
raunverulegu landnámsöld, að
menn höfðu ekki önnur ráð til
þess að fá skjól fyrir sig og kvik-
fénað sinn, en að grafa sig í hóla.
Líklegt verður að teljast að
aukin kynni við írska menningu
og sögu hinna fornu Kelta, geti
orðið til þess, að þessi þáttur í
sögu okkar, og e. t. v. ýms atriði
í þjóðarmenning ofckar, geti
orðið ljósari fyrir okkur en áður.
Auk þess er það ekki nema
íslenzk frændrækni, að leita
kynna við frændþjóð ofckar,
írana.
Morgunbl.
Einhver gáfaður náungi hefir
komist að þeirri niðurstöðu að
eina leiðin til að halda peningum
í umferð, sé að líma þá aftan á
strætisvagna.
SPARIÐ A ÞENNA '
AUÐVELDA HÁTT
»
fyrir þá Kluti, er þér mest þarfnist/
KAUPIÐ CANADA SAVINGS VEÐBRÉF
»50 *100 »500 »1000
Fyrir peninga eða með afborgunum
Trygg eins og Canada
Góðir vextir
Peningar endurgreiddir
að fullu
KAUPIÐ HJÁ BANKA, FESÝSLUMONNUM, HLUTA-
BREFASÖLUM, TRÚNAÐAR - EÐA LÁNFELOGUM