Lögberg - 17.10.1946, Side 8

Lögberg - 17.10.1946, Side 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. OKTÓBER, 1946 i Dr borg og bygð Mr. Ármi Brandson frá Hnaus- um, var staddur í borginni á mið- vikudaginn. ♦ Mr. Sigurður Sigurðsson kaup- maður frá Calgary, er staddur í bonginni þessa dagana ásamt frú sinni; þau hjón eru fyrir nokkru komin 'heim úr íslandsferð. ♦ Mr. og Mrs. John Sigvaldson, sem búsett eru í grend við Den- ver, Colorado, hafa dvalið hér um álóðir um hríð; þau eru bæði ættuð frá Glenboro, og fóru þangað í heimsókn til ættingja og vina. -f Mr. Elías Elíasson kom heim á mánudaginn eftir nokkurra daga dvöl norður í Nýja íslandi. -f Ung hjón frá Reykjavík á Is- landi, þau Svarvar Sigfinnsson og Sigurbjörg Magnúsdóttin, litu inn á skrifstpfu Lögbergs á mið- vikudagsmorguninn; þau fóru frá íslandi flugleiðis til New York þann 17. september s.l., og hafa dvalið þar síðan. Þau brugðu sér norður til Hnausa í heimsókn til Mr. og Mrs. Árni Brandson, en þau Árni og Sigur- björg eru systkinabörn. -f Stúkan Skuld ihéldur hluta- veltu í Goodtemplarahúsinu þann 28. þ. m. Auglýsing í næsta blaði. -f Fimtudaginn 3. október voru gefin saman af presti Selkirk- safnaðar í Fyrstu lútersku kirkj- unni í Winnipeg, Leslie Wilbert Benson, Selkirk, Man., og Glenna Catiherine McCarthy sama stað- ar. Briúðguminn er sonur Mr. og Mrs. R. S. Benson, í Selkirk, en brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. P. J. McCarthy, Selkirk. Veizla var setin á Marl- borough hóteli, að nánustu ást- vinum viðstöddum. Við gifting- una aðstoðuðu Mr. Vernon Ben- son, og Miss L. McLeod. Ungu hjónin flugu til Minneapolis til stuttrar dvalar þar. Þau setjast að í Winnipeg. -f Gefið til Lutheran Sunrise Camp Senior and Junier Ladies Aids of First Lutheran Church, Win- nipeg, arður af Silver Tea í júní, $132.36; Miss Guðrún Bildfell, Winnipeg, $10.00; Mr. and Mrs. M. Gunnlaugson, og Mr. og Mrs. S. Dunning, Winnipeg, í minn- ingu um Mrs. Guðveigu Egilson, Gimli, $5.00. Meðtekið með innilegu þakk- læti, Mrs. Clara Finnsson, 505 Beverley St. -f The Men’s Cluib of the First Lutheran Church are preparing an entertainment to be held in the Church on Tuesday Eve., Oct. 29th. Kindly fceep this date in mind. -f Mr. Guðmundur Jónsson rit- höfundun, fyrrum bóndi ( Vogar pósthéraði, hefir dvalið hér í borginni nokkra undanfama daga, sér til heilsubótar, einkum við sjóndepru; að öðru leyti er Guðmundur vel ern og stálminn- ugur og ræðinn. -f Mr. Gísli Sigmundsson, fyrr- um verzlunarstjóri að Hnausum, en nú búsettur á Gimli, var staddur í borginni seinni part vikunnar, sem leið. -f Athygli skal hérmeð leidd að auglýsingunni. sem nú birtist í þessu blaði, frá Peter D Curry veðbréfasala, sem nú hefir á boð- stólum hin nýju Canada Savings veðbréf. Mr. Curry er íslenzkur í móðurætt, sonur frú Berthu Curry í San Diego, Cal., sem Vestur-íslendingum er að góðu kunn. Mr. Curry hefir skrifstof- MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Valdimar J. Eylands, prestur. Heimili: 776 Victor Street, Sími: 29 017. Harold J. Lupton, organisti og söngstjóri. 308 Niagara Street. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: á ensku kl. 11 f. h., á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12.15 e. h. Söngæfingar: Yngri flokkur- inn—á fimtudögum. Eldri flokk- urinn — á föstudögum. -f Gimli prestakall— Sunnudaginn 20. okt. — Þakk- argjörðar guðsþjónusta í Mikley kl. 2 e. íh. Bæði málin viðhöfð. Skúli Sigurgeirson. -f Arborg-Riverton prestakall— 20. okt. — Framnes, messa kl. 2 e. h.; Arborg, ensk messa kl. 8 e. h. 27. okt.—Víðir, messa kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason. -f Messað að Steep Rook sunnu- daginn þann 27. okt. n. k., kl. 2 e. h. H. E. Johnson. -f Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnudaginn 20. okt.: Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Ensk messa kl. 7, síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. ur á fyrsta gólfi Currybygging- arinnar; er hann vinsæll maður og vel metinn. -f The Junior Ladies Aid of the First Lutheran Church will hold tiheir regular meeting in the churoh parlors on Tuesday, Oct. 22nd, at 2.30 p.m. -f The Junior Ladies Aid of the First Lutheran ohurch, Victor St., will hold their Fall Tea in the T. Eaton Co. Assembly hall on Saturday, Oct. 19th, fram 2.30 p.m. to 4.30 p.m. Guests will be received by Mrs. V. J. Evlands, president. Mrs. F. Thordarson and Mrs. E. F. Stephenson, Conveners. in charge of tea tables will be Mrs. J. Davidson, Mrs. Finnbogason and Mrs. J. Johnson. Home-cooking: Mrs. J. Bils- land, Mrs. W. Hawcroft, Mrs. J. Thordarson. Handicraft: Mrs. A. R. Clarke, Mrs. A. Blöndal, Mrs. G. W. Finnson, Mrs. T. J. Sivertson. White Elephant'. Mrs. Paul Goodman and Mrs. ’J. Bann. -f Jóhann Hjörtur Pálsson, fyrr- um bóndi að Lundar, Man., lézt að heimili sínu í Lundarþorpi síðastliðinn föstudag, 73 ára að aldri; hann var fæddur á Norð- úr Reýkjum í Borgarfirði hinum syðra; hann lætur éftir sig ekkjú, Kristínu Þorsteinsdóttur frá Hús- afelli og 10 mannværdeg börn. Hjörtur var dugnaðarmaður hinn mesti, prýðilega greindur og skáldmæltur. Þrír bræður lifa hann, sem allir eru skáld, þeir Jónas, Páll og Kristján. Útför Hjartar fór fnam á Lund- ar í gær. Séra Valdimar J. Ey- lands jarðsöng. -f Látinn er að Clarkleigh, Man., bændaöldungurinn Daníel Back- man, alkunnur sæmdarmaður og hvers manns hugljúfi. Synir hans eru þeir Dr. Kris. Baokman í Winnipeg og Guðni bóndi við Clarkleigh. Útförin fer fram í dag, fimtudag, undir forstÖðu séra Valdimars J. Eylands. f SOCIAL EVENING Who? The Icélandic Canadian Club. Where? The Federated Church Parlors. When? Monday October 21st, at 8.15 p.m. What for? To give clúb members and their friends the opportunity of having a grand time together. How? Dancing, trying for nov- elty prizes or playing cards. Good music and a snappy floor manager. Intermission — Donna Hope sings; Carl Hallson con- ducts a quiz contest. Then re- freshments. We expect a good turnout of club members and each one may bring a friend. Come and have a hilarious time. Be on the spot on the dot! Canada Savinfi Bonds Kanada Sparnaðarskírteinin nýju, sem þú að sjálfsögðu kaupir sökum þess: * 1 AfS þau eru fyllilega trygð með allri auðs- uppsprettu Kanada. r 2 pú getur skift þeim í bönkum fyrir futt- virði út I hönd hvenær sem þú vilt. 3 Pau gefa af sér 2% % árlega i tíu ár. 4 Pau gefa meiri arð, heldur en nokkur önnur sambærileg eignabréf. 5 Hlutabréf þessi verða skrásett, sem er trygging ef þau týnast. 6 Vextirnir eru greiddir gegn arðmiðum 1. névember ár hvert. 7 pað má borga skírteinin út I hönd, eða með mánaðaborgunum. Talið við, símið eða skrifið til MR. O. G. BJORNSON UMBOÐSMANNS Nesbitt, Thomson & Co. LIMITED 604 ELECTRIC RAILWAY CHAMBERS, WINNIPEG, MAN. PHONE 9-2521 Reykjavík, íslanidi, 8. 10. 1946. Kæra Lögberg! Við undirritaðar óskum eftir að komast í bréfasamband við Vestur-íslenzkan pilt eða stúlku. Og vonum við að þú verðir við bón okkar og komir þessu á framfæri. Með fyrirfram þakklæti. Gu&finna Jóhannesdóttir, (19-21 árs) %Tízkan, Laugarveg 17, Lily Karlsdóttir, (17—19 ára) Hringbraut 50, Reykjavík, Iceland. -f Reykjavík, Islandi, 2. 10. 1946. Berria Ritstjóri! Mig langár að komast í bréfa- samband við pilt eða stúlku á aldrinum 16—20 ára, í Winnipeg eða þar í grend. Bréfin þyrftu helzt að vera rituð á íslenzku ef þess væri nokkur fcostur. Æskilegt að mynd fylgdi bréfi ef hægt væri. Með fyrirfram þafcklæti. Anna Jónsdóttir, Grenimel 23, Reykjavík, Iceland. -f Ársfundur Social Credit sinna í Manitaba verður ihaldinn á Fort Garry Hotel næsta föstudag og laugardag, 18. og 19. október. Framkvæmdarnefnd Social Credit Association of Canada heldur sinn ársfund um sama leyti og á sama stað og þarafleið- andi verða marigir leiðandi menn viðstaddir á þessu þingi, svo sem forsetar Sociál Credit hreyfing- arinnar í öðrum fylkjum, og rit- stjórar bæði “Canadian Social Crediter” og “Vers Demain^” franska Social Credit blaðsins. Á föstudagskveldið kl. 6. verð- ur ihaldin veizla í einum borð- salnum. Aðgangur $1.50. Mr. Solon Low, leiðtogi Social Credit í Canada, verður aðal tölumaður- inn. En kl. 8 sama kveldið verð- ur almennur fundur þar sem tö'lumenn verða, Mr. J. E. Greg- oire, fcennari á McGill háskólan- um og varaforseti Social Credit Association of Canada, og einnig Solon Low. Aðgangur ókeypis, en leitað verður samskota. Fundurinn ætti að verða hinn skemtilegasti. Mr. Gregoire mun eitthvað hafa að segja um hvern- ig þeir unnu kosninguna í Pon- tiac, og Mr. Low mun eftir venju tala með snild um þessi mál. AHir eru iboðnir og velkomnir. S. Halldórson, ritari. -f Þann 28. september voru gef- in saman í hjónaband að heimili móður brúðarinnar, frú Sesselju Oddson, 624 Agnes Street hér 1 borg, Clara Sigrún Oddson og Frank C. Fulfond, Edrins, Man. Rev. C. W. Whitmore gifti. Nán- ustu vinir og vandamenn voru viðstaddir brúðkaups vígsluat- höfnina. -f Mr. Ghris Tómasson frá Hecla var staddur í borginni á mið- vikudaginn. -f Mr. Guðmundur Sigurðsson frá Vogar er nýkominn til borg- arinnar. -f Mr. Halldór Thorkelsson frá Ashern var staddur í borginni í gær. Mr. H. S. Erlendson bíla- og verkfærasali frá Áriborg, hefir dvalið í borginni undanfarna daga. LÆRÐU Photography Lærðu með því að vinna að myndasmíði. Allar greinar myndasmíðar- innar, blaðamanna, nýtízku- fatnaðar, auglýsinga, lyfja og blaðamenska með mynd- um. Sérstök nákvæmni sýnd byrjendum. Nám er nú að hefjast. Kvéldkensla á mánudags- og föstudags- kveldum frá kl. 7.45 til kl. 10 30. — Þrettán kenslu- stundir á brettán vikum. Látið innritast nú þegar. í fcenslugjaldinu er innifalið alt efni, og öll verkfæri, sem nemendur þurfa á að halda, svo ekki þarf að hugsa sér .fyrir myndavél. Reglubundin kensla hefst í þessari viku. Skrifið, simið eða komið til viðtals að kveldinu til. CANADIAN SCHOOL OF PHOTOGRAPHY 2nd Flr. 290 Portage Ave. Næst við Lyceum leifchúsið. Sími 97 107 TILKYNNING BlSomquist Beauty Craft tilkynnir hér með að Miss Edna Mc- Namara, sem áður var hjá Nels Todd, sé gengin I þjónustu þessarar snyrtistofu, og mun fagna þvl, að gamlir vinir og við- skiftavinir hitU hana þar. Fagurt hár verðskuldar góða hirðingu pvl ekki að hringja upp Bloomquist Beauty Craft, 95 904 varðandi hársnyrting fyrir haustið. Hin árlegu vildarkjör í haust ’byrja 16. október OPIÐ ALLA MIÐVIKUDAGA BLOOMQUIST BEAUTY CRAFT SÍMI 95 904 900 BOYD BLDG. KJOSIHDURí P0RTAGE! MANUDAGINN, 21. OKTOBER Kjósið - WOOD CANADA hefir Liberal-Progressive* stjórn. Þessi kosning breytir engu. Þó eigið þér um TVENNT AÐ VELJA: 1. Þér getið kosið mann, “Jaff” Wood, sem á hægt með að túlka málstað yðar við stjórnina — NÚ — í DAG — og MEÐAN NÚ- VERANDI ÞING SITUR VIÐ VÖLD — sennilega í’ þrjú eða fjögur ár. 2. Eða þér kjósið andstöðu þingmann, sem þrátt fyrir beztu viðleitni gæti einungis fylt flokk sem vonast til að taka víð völd- um “einn góðan veðurdag.” Raddir ladbúnaðarins í Vestur- Canada eru veikari en fyrir tuttugu og fimm árum. í Saskatchewan og Alberta eru staðbundnar stjórnir án þess að styrkja í raun hina alþjóðlegu stjcrn í Canada. Aðeins Manitoba getur látið til sín heyra hjá forustumönnum þess flokks, er hrindir málum í framkvæmd. Portage la Prairie, eitt áhrifamesta búnaðarkjördæmið vest- anlands, vill ekki veikja raddir bænda í Vesturlandinu. GREIÐIÐ ÁBYGGILEGA ATKVÆÐI! ÁBYGGILEGA MEÐ WOOD LÁTIÐ RÖDD YÐAR HEYRAST GLÖGT hjá þeim, sem geta framkvæmt hlutina. By Authority of the Portage Liberal-Progressive election committee.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.