Lögberg - 24.10.1946, Blaðsíða 1

Lögberg - 24.10.1946, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 T. \j\W ^ J-p. A Complele Cleaning Inslilulion 59. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 24. OKTÓBER, 1946 PHONE 21 374 , . A *" & A Complele Cleaning Insiitulion NÚMER 42 EKKI UNNIÐ FYRIR GÝG Utanríkisráðhlerra Bandaríkj- anna, Mr. Bymes, sem er nýver- ið kominn til Wadhington af friðarþinginu í París, telur það öldungis rangályktað sem ýms- ir haldi fram, að þingið hafi í raun og verif farið út um þufur; “Allmikið hefir óneitahlega unn- izt í áttina til Norðurálfufriðar, og þá jafnframt heimsfriðar,” sagði Mr. Byrnes við blaðamenn þegar eftir heimkomuna, “þótt vitanlega eigi Iþað enn langt í land, að fullnaðartakmarkinu sé náð.” Mr. Byrnes tjáðist von- góður um, að næsti utanríkis- ráðherraifundur fjórveldanna myndi í höfuðatriðum fallast á þá friðarsamninga, er friðarþing- ið afgreiddi við fyrverandi ó- vináþjóðir. 4 Um þá Mr. Byrnes og Molotov á friðarþinginu má réttilega segja, að þar hafi mætzt stálin stinn, því hvorugur þótti líMeg- ur til tilslakana. SKÆRUHERNAÐUR Nýlegar fregnir frá Aþenuborg láta þess getið, að svo að segja daglegar skærur eigi sér stað nálægt landamærum Grikklands, er stafi frá kommúnista áróðri Júgóslava; hafa grízk stjórnar- völd sent Tito forsætisráðherra í Júgóslavíu hvassyrt mótmæli gegn þessum aðförum, og hóta að lleggja málið fyrir fund sam- einuðu þjóðanna, sem nú er í þann veginn að hefjast í New York. ALT í GRÆNUM SJÓ Síðan að hámarksverð kjöts var afnumið í Bandaríkjunum á dögunum, má svo segja að alt sé í grænum sjó að því er nú- gildandi verðlag áhrærir; dag- inn eftir að ákvæðisverð var af- numið, seldist hamborgar steik í Washington og í Chicago á $1.40 pundið, og flestar aðrar tegundir kjöts, sigldu í svipað kjölfar. VIÐ SAMA HEYGARÐSHORNIÐ Þ e i r forsætisráðherrarnir, Drew frá Ontario og Duplessis frá Quebec, sitja auðsjáanlega enn við sama heygarðshornið varðandi hina efnahagslegu af- stöðu samíbandsstjórnar til hinna einnstöku fylkja; nú sýnast þeir hafa svarist í fóstbræðralag með það fyrir augum. að skella allri skuldinni á Mr. King, vegna þess hvernig til tókst á sam- bandstjómar- og fylkjafundin- um í Ottawa í fyrra, þótt á allra vitorði sé, að það voru einmitt þeir, er með þrákelikni sinni urðu þess valdandi, að sá fundur fór út um þúfur; þetta hefir for- sætisráðhierrann í Manitoba, Mr. Garson, rneðal annars, þráfald- lega sannað; nú úthúða þessir furðulegu fóstbræður, Mr. King, fyrir að hafa ekki kvatt til fram- haldsfundar viðvíkjandi skatta- málum landsins, og reyna að telja almenningi trú um, að þeir séu í raun og veru einu menn- irnir, sem í slíkum efnum viti hvert stefni. KOMINN TIL OTTAWA Hon Stuart Garson, forsætis- ráðherra Manitobafylkis, er staddur í Ottawa um þessar mundir til þess að ræða við sam- bandsstjórnina um væntaniegt samkomulag beggja aðilja varð- andi lausn skattamáladeilunnar. Mr. Garson varð til þess manna fyrstur, að heita því að gera sér- stakan samning við Ottawa á vettvangi skattamálanna, þótt eigi næðist, sem kunnugt er, al- þjóðarsamkomulag á milli fylkj- anna og sambandsstjórnar á fundinum í fyrra, vegna ein- strengingsháttar þeirra Dupless- is og Col. Drew, er töldu allar gerðir fundarins, Quebec og Ontario í Óhag. Mr. Douglas, forsætisráðherra í Saskatdhewan, hallaðist mjög á sömu sveif og Mr. Garson, varð- andi lausn skattamálaflækjunn- ar. VINNUR TVENNAR KOSNINGAR Siguríör Karlakórs Reykjavíkur Við tvennar aukaikosningar til sambandsþings, sem fram fóru síðastliðinn mánudag, gengu I Rétt um það leyti, sem Lög- pólitískir jábræður Mr. Brecken berg var að fara í pressuna, barst sigrandi af hólmi; úrslitin í Tor- ritstjóra þess hraðfrétt frá hin- onto-Parkdale kjördæminu komu um árvakra sendiherra íslands engum á,óvart; það kjördæmi í Wasihington, Hon. Thor Thors, var stofnað 1914, og hefir jafnan með blaðaúrklippum úr Times síðan sent íhaldsmenn á þing; | Herald og Evening Star frá 10. um Portage la Prairie, þar sem Mr. Miller náði kosningu, var að vísu nokkuð öðru máli að gegna; í því kjördæmi hafði Mr. Harry Leader verið kosinn af hálfu liberala síðan 1935. Hann sá samt sem áður ekki ávalt auga til auga við flokk sinn og þ. m., varðandi söngför Karla- kórs Reykjavíkur. Söngdómari Herald Times, kemst meðal ann- ars þannig að orði: “Karlakór Reykjavíkur söng í gærkveldi í Constitutional Hall við meiri hrifningu en mann- fjölda; þetta var íhyglisverður greiddi oft og iðulega atkvæði söngflokkur; ekki einungis vegna gegn Liberalstjórninni; hann var hins frábæra samræmis, heldur manna einbeittastur og naut öllu fremur vegna þess, að flokk- mikils persónufylgis í kjördæmi sínU; það var vandamál fyrir Liberala að velja þingmanns- efni í hans stað. TALA KJÓSENDA í WINNIPEG Kjörskrár, sem notaðar verða við bæjarstjórnarkosningar í Winnipeg, sem fram fara í nóv- ember mánuði næstkomandi, bera það með sér, að tala atkvæð- isbærra kjósenda nemur 165,868. Kosningarétt hafa allir brezkir þegnar, sem náð hafa 21 árs aldri, og búsettir hafa verið í borginni síðustu 12 undanfafna mánuði samfleytt. ♦ KAUPHÆKKUN Járnbrautarþjónar hjá Can- adian Pacific félaginu hafa ný- verið fengið 10 centa kauþhækk- un um klukkutímann; verka- mannaráðið í Ottawa, The Na- tional War Labour Board, mælti mleð því, að áminst,kauphækk- un yrði veitt. ♦ FRÆÐSLUVIKA Vikan frá 3. til 9. nóvember næstkomandi, að báðum dögum meðtöldum, verður fræðsluvika í Canada og Bandaríkjimum; eru það menntamálaráðimeyti Mutaðeigandi þjóða, í samstarfi við skólaráðsmenn og kennara, er beita sér fyrir um þessa fræðslustarfsemi, sem fer fram yfir hinar ýmsu útvarpsstöðvar. Hér fer efnisskráin á eftir: Sunnudag, 3. nóv.—Practising Brotherhood. Mánudag, 4. nóv.—Education for World Security. Þriðjudag, 5. nóv.—Education for Canadian Unity. Miðvikudag, 6. nóv.—Education for Better Communities. Fimtudag, 7. nóv.—Education for Better Homes. Föstudag, 8. nóv.—Education for Better Individuals. Laugardag, 9. nóv.—Investing in Education. Hér er um nytsamlega fræðslu að ræða, sem allan almenning varðar. KOSNINGAR í BERLIN Síðastliðinn sunnudag fóru fram bæjarstjórnarkosningar Berlin, og lauk þeim með a'llá kveðnum sigri fyrir Social Dem- oKrata. Kommúnistom varð lítið ágengt, jafnvel í þeim hluta borgarinnar, sem Rússar ráða yfir. ÍSLENDINGUR STOFNAR BLAÐ Nýkomið er á vettvang blað, sem Peace Tower nefnist, og er ritstjóri þess og útgefandi, Major Norton J. Anderson, sonur þeirra Mr. og Mrs. Tlh. Anderson, sem lengi voru búsett í Selkirk. Ma- jor Anderson, þótt enn sé ungur, hefir ihaft mikla æfingu í blaða mennsku og er prýðilega ritfær; blað þetta fer vel af stað; það er gefið út í Ottawa, og fyrsta eintakið flytur myndir af leið- togum stjórnmá'laflokkanna í þessu landi, þeim Mr. King, Mr. Bracken, Mr. Coldwell, Mr. Low og Mr. Buck. Á forsíðu flytur blaðið ávarps- orð tfrá forsætisráðherranum, sem bezt viðgengst hjá rússnesk- Mr. King. Ium söngvurum." Lögberg árnar Major Ander- son innilega til heilla með hið nýja útgáfufyrirtæki sitt. urinn túlkaði lífræna list, sem filmur og útvarp hafa að miklu leyti útilokað úr lífi okkar. Þessir afkomendur norrænna vlíkinga eru glæsilegir, norrænir, styrklegir og háttprúðir menn. Söngskráin sem söngstj. Sigurð- ur Þórðarson hafði valið, átti að tákna og táknaði, fyrst og fremst þjóðlega, íslenzka list, og skandi- naviska list; má slíkt ti'l nýlundu teljast í sönghöllum okkar; mörg lögin voru undrafögur, og ein- ungis úrvals karlakór gat gert þei-m réttmæt skil. f viðbót við söngstjóra og með spilara, naut flokkurinn aðstoð- ar tveggja ágætra- listamanna, Stefáns Islandi tenórsöngvara, sem hefir yfir að ráða hetjulegri samúðarríkri og hlýrri rödd, og Guðmundar Jónssonar baritón- söngvara, sem er gæddur fágætu raddmagni og tónmýkt. Bassarnir mintu á þær raddir, MERK HJÓN f HEIMSÓKN FLYTUR FYRIRLESTRA Það var fjölmennum hópi ætt- lingja og vina ósegjanlegt fagn- Mr. Sumner Welles, fyrrum | aðarefni> a6 !hitta hér { borg þau aðstoðar-utanríkisráðherra Band séra 0 s Thoriakson og frú hans aríkjanna, er á fyrirlestraför um frá Berkeley) CaL) nýkomin af Canada þessa dagana vegna áraþingi Sameinuðu lútersku minningarsjóðs John W. Dafoe; kirkjunnar í Norður-Ameríku, einn fyrirlestur flutti Mr. Welles |sem nú er rétt afstaðið £ borginni þessari borg fyrir troðfullu Cleveland f Ohioríkimi. husi; ihann taldi bað nauðsyn, að séra 0ctavíus prédikaði við !!!S^®l^..WÓðí..tíCj^á|báðar guðsþjónusturnar í fyrstu lútersku kirkju á sunnudaginn; hendur forustu varðandi fram- gang friðarmálanna, og sagðist ekkert sjá því til fyrirstöðu, að kommúnismi lá Rússlandi og vestrænt lýðveldisfyrirkomulag gæti rúmast í þessari veröld, en hann lagði ríka áherzlu á það, að kommúnisminn ætti að halda sér við Rússland án þess að reynt væri með áróðri að þröngva hon- um upp á aðrar þjóðir voru ræður hans hinar sköruleg- ustu og kirkjan ágætlega sótt Við 'kvöldmessuna talaði séra Octavius á íslenzku, og tókst svo vel til, að almenna hrifningu vak- ti; þetta er þeim mun aðdáanleg ra, sem vitað er að hann dvoldi í aldarfjórðung í Japan, og prédl kaði á öllum hugsanlegum tungu málum öðrum en íslenzku; er séra Valdimar þakkaði hinum aðkomna presti ræðurnar og komuna, lét hann þess að makleik getið, hve sérstætt það væri, að öllum aðstæðum teknum tií greina, hve stálsleginn séra Octavíus væri í íslenzku og benti jafntframt á hversu holt fólki voru væri að taka hann sér til fyrirmyndar. I virðingarskyni við þau séra Octavíus og frú, höfðu þau Mr og Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion St., fjölment og einkar yndislegt heimboð á ^ugardag- inn, þar sem ríkmannlega var HEITIR SAMVINNU í ÞÁGU FRIÐARINS Utanríkis róðherra rússnesku ráðstjórnarrikjanna, Molotov, sem nú er nýkominn til New York til þess að sitja þar þing sameinuðu þjóðanna, lét þess getið í samtali við blaðamenn rétt eftir að hann steig á land, að stjórn Rússlands væri stað ráðin í því, að láta ekkert það ógjört, er verða mætti friðar- málum mannkynsins til öryggis; hann sagðist trúa því fastlega, að takast myndi að jafna þannig Iveitt. ágreiningsmál, að hið nýja þjóða- Þau séra Octavíus og frú bandalag næði að fullu tilgangi leggja af stað heimleiðis sínium. I föstudaginn. Lætur af forsetastarfi Hon. H. A. Bergman Eftir að hafa um langt áraskeið gegnt forsetastarfi í háskólaráði Manitobaiháskólans, hefir Mr. Justice H. A. Bergman, látið af því embætti, hafði hann á þeim vett- vangi eins og annarsstaðar reynst þjóðnýtur áhrifamaður. 3andaríkjamenn veita tveim þjóðum stórlán Bandríkjamenn hafa veitt Hol- endingum 20 miljón og Norð- mönnum 10 miljón dollara lán, til þess að kaupa ýmsar eignir Bandaríkjanna í Evrópu. Þetta var tilkynt fyrir skömmu. Verða hinar fyrnefndu þjóðir að vera búnar að gera kaup sín 1. jan. 1948. Lánin verða greidd Bandarí'kjadollurum með 25 jöfnum afborgunum, og hefjast greiðslur 1. júli 1952. Rentur eru 2%%. — Það var gengið frá lán- tökum þessum á París og rituðu fjármálaráðherrar beggja lán- tökulandanna undir samningana. Ný og falleg útgáfa af • “Plöntunum” “Plönturnar” eftir Stefán Stefánsson, skólameistara, eru nú komnar út í nýrri og fallegri út- gáfu. Undanfarin ár hefir verið hörgull á þessari ágætu bók. Þriðja útgáfan var fyrir nokkru þrotin og rytjur af henni gengu kaupum og sölum milli unglinga, sem stunduðu nám í skókim landsins. Nú er úr þessu bætt. Bókin fæst nú í öllum bókaverzl- unum. En það er full ástæða til þess að benda fleirum en ungl- ingum við nám á þessa bók, því að allir, sem vilja kynna sér gróður landsins, fá þarna svar við flestum spurningum sínum, og svörin eru stutt, glögg og skemtilega rituð. í bókinni eru 269 myndir. —Mbl. 3. sept. GIST Á VÍÐAVANGI Ejtir Jakob Thorarensen Heill, gyðjan vors, með gullin lín, sem gættir mín, lézt alt svo hljótt og undur rótt alla nótt. Eg sala þinna soífið hef við silkivef úr grasi og mosa,—á heiði hátt þá hvílu átt. Já, hjá mér veit eg, virktartfrú, að vaktir þú og brauki stormsins bægðir frá, vart bærðist strá. Rétt ýra á hár mitt agnablögg fékk óttudögg, en nú er hugð mín hress og rökk, svo hafið þökk. Það dylst ei hérna, að hálendið ber hefðarsnið,— og góðan daginn býður blóm í bllíðum róm. það heyrist trautt, en hneiging sést, sem hætfir bezt. “Ó, hverf þú til mín,” hvíslar lind, “—gef koss og mynd.” Nú uppi er sól, — þar ekur hún frá austurbrún. með ljósið, ylinn, heill og hag í heilan dag, og öllu er hennar ítra ris veitt ökeypis, sem glæðir bæði glit og flug og glaðan hug. Hér stillir spói strenginn sinn, hans stef eg finn að lýsa því, hve ljómandi er á landi hér. Hann kveður holtin, mýrar, mó og mosató um frelsi og gaman fullkomnað, eg fellst á það. Yngsti farþeginn bjargaðist Tveggja ára gamall drengur var sá eini, sem af komst af 25 manns, er voru á Douglas flug- vél sem hrapaði nýverið til jarð ar nálægt bænum Cler í Nevada ríkinu. Flugvél þessi var á leið yfir þvera Vesturálfu frá New York til San Francisco. I morgunhug, sem hlær að þraut eg held á braut, með læk í fýlgd, af stalli á stall, sem stekkur snjall. Eg heiminn aftur hitta verð og hraða ferð, unz heimasætum heilsað fæ á heiðarbæ. —Eimreiðin.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.