Lögberg - 28.11.1946, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. NÓVEMBER, 1946
5
AHUeA/HAL
LVENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
V I Ð T A L
við
frú Guðnýju Frederickson
níræða
Frú Guðný Frederickson
Vesturfarar
Haustið 1873 eða fyrir 73 árum
síðan, safnaðist saman á Akur-
eyri margt manna. úr ýmsum
sveitum Norðurlands, og beið þar
eftir skipsferð. Þetta fólk hafði
kvatt frændur öína, vini og æsku-
stöðvar og var á leiðinni til þess
að freista gæfunnar í Vestur-
heimi. Þetta var fyrsti stórhóp-
urinn, sem fóx frá íslandi til
Ameríku — um 160 manns.
#
Ungu brúðhjónin
Meðal þessa ferðafólks gat að
líta ung brúðhjón; þau höfðu
giftst 10. júlí, daginn áður en þau
lögðu af stað frá fæðingarsveit
sinni, Melraklkasléttu, nyrstu
sveit íslands. Brúðguminn var
prúðmannlegur í framkomu og
bar með sér að hann var til for-
ystu fallinn, enda var hann kos-
inn, þegar til Akureyrar kom,
sem einn af þremur leiðtogum
hópsins. Brúðurin var kornung,
aðeins 17 ára, smá en fallega
vaxin, bláeygð með mikið gló-
bjart hár; brosmild og þýð. Þessi
ungu glæsilegu brúðhjón voru
þau Friðjón Friðriksson og Guð-
niý Sesselja Sigurðardóttir
Steinssonar að Harðbak.
90 ára ung.
Það átti fyrir þessum hjónum
að liggja að koma víða og vel við
sögu Vestur-íslendinga. Sem
kunnugt er tók Friðjón Friðriks-
son mikinn og góðan þátt í félags-
málum þeirra, og var einn mesti
atlhafnamaður Islendinga á land-
nlámsérunum, í samfélagi við sína
ágætu konu. Hann er nú látinn
fyrir allmörgum árum en frú
Guðný átti 90 ára afmæli þann
29. októiber síðastliðinn. í tilefni
af þessum áfanga á langri og
merkri æfi bað eg hana um viðtal
fyrir kvennasíðu Lögbergs.
Frú Guðný er til heimiiis hjá
Theodóru Hermann hjúkrunar-
konu, að 120 Lenore street hér í
borg. Þær tóku mér alúðlega og
fanst mér sérstaklega merkilegt
að sjá hve þessi aldna landnáms-
kona ber aldurinn vel; hún er
enniþá ungleg í vexti, kvik í
hreyfingum, broshýr og kát.
Minnið er ágætt og hugsunin
skýr.
“Eg hefi ekkert gert, sem er
frásöguvert.”
“Æfisaga þín er að mörgu leyti
saga íslenzka landnámsins í
Vesturheimi,” sagði eg við frú
Guðnýju, “þú gætir vafalaust
sagt mér frá mörgu merkilegu.”
“Það er nú hægt að lesa um
landnámið í Sögu Vestur-íslend-
inga eftir Þorstein Þ. Þorsteins-
son. Eg hefi ekki lesið hana alla,
en það sem eg hefi lesið, finst
mér rétt og skilmerkilegt. Jú,
við hjónin vorum í fyrsta hópn-
um, sem kom til Nýja íslands, en
eg ætla að biðja þig að skrifa ekki
mikið um mig, góða mín. Mér
finst að eg hafi ekki áorkað neinu
miklu né merkilegu um æfina —
nokkru, sem í frásögur sé fær-
andi. Eg hélt mig mest að heim-
ilisstörfunum og gafst ekki mik-
ill tími til að sinna störfum utan
heimilisins.”
Þannig svaraði þessi yfirlætis-
lausa og hæverska landnéms-
kona; hún, sem hafði í erfið-
leikum frumbýlingsáranna, skap-
að góð og aðlaðandi heimili; alið
upp mannvænleg börn og verið
manni sínum stoð og stytta gegn-
um Iþrengingar hinna erfiðu
landnámsára, og alla tíð. Það
mun sannast vera að þeir, sem
mestu afreka, láta minst yfir sér.
Atvinnuleit.
“Hvar stofnuðu þið fyrst heim-
ili hér 1 álfu?” spurði eg frú Guð-
nýju.
“Við eignuðumst ekki strax
heimili er við komum vestur, síð-
ur en svo,” svaraði hún. “Fyrst
var að fá atvinnu. Þegar við
vesturfararnir komum til To-
ronto, skiftist hópurinn. Við
hjónin fórum með þeim hóp, sem
hélt til Muskoka í Ontario. Hitt
fólkið fór suður til Bandaríkj-
anna. Við dvöldum ekki lengi í
Muskoka, því þar var lítið um
atvinnu. Rétt þegar fé okkar
var að ganga til þurðar, fengum
við bréf fré vinum okkar, Islend-
ingunum, sem fóru til Mil-
waukee,, þess efnis, að þar væri
meiri atvinnu að vænta en í
Ontario. Við lögðum þegar af
stað suður og fórum með skipi
til Milwaukee. Þar vorum við á
gistihúsi um nóttina, en um
morguninn, þegar við höfðum
goldið næturgreiðann áttum við
aðeins 15 cent eftir. Nú var úr
vöndu að ráða. Við vissum ekki
hvar Islendingarnir bjuggu, en til
annara var ekki að leita.”
Ullarnœrfötin.
“Segðu henni hvernig mann-
inum þínum tókst að hafa upp á
Íslendingunum,” sagði Miss Her-
mann.
“Það var nú dálítið skringi-
legt,” sagði frú Guðný brosandi.
“Hann bað mig bíða á hótelinu;
hann ætlaði að ganga um borgina
og vita hvort hann yrði þeirra
ekki var. Hann gekk um strætin
alllengi. Ait í einu tekur hann
etftir þvotti, sem er hengdur á
snúru hjá húsi einu; honum finst
eitthvað kunnuglegt við þennan
þvott; hann sér þar heimaunnin
ullar-nærföt. Jú, þarna munu
Islendingar vera! Hann ber nú
að dyrum, og það stóð heima.
Þar voru nokkrir landar. Varð
nú heldur en ekiki fagnaðarfund-
ur. Svo var mál með vexti að á
leiðinni suður höfðu þeir lent í
járnbrautarslysi, og nokkrir
þeirra höfðu orðið fyrir lítils-
háttar meiðslum og voru þarna
undir læknishendi. Stuttu síðar
kom læknirinn; Friðjón var bú-
inn að læra ensku og gat því talað
við hann og sagt honum af hög-
um okkar. Læknirinn bauð okk-
ur hjónunum að vera hjá sér um
veturinn, en ekki gæti hann gold-
ið okkur kaup. Við þáðum samt
boðið. Friðjón hafði ýms störf á
hendi fyrir læknirinn, en eg
hjálpaði frúnni við heimilisstörf-
in og háfði gott af veru minni
þar, iþví þar komst eg nokkuð
niður í málinu og lærði að mat-
reiða á þessa lands vísu.”
Fyrsta heimilið.
“Um vorið f'ékk maðurinn
minn vinnu í búð og allgott kaup.
Nokkru síðar fengum við bréf frá
Áma bróður hans í Toronto þess
efnis að við skyldum koma þang-
að, því þar stæði Friðjóni til boða
ágæt atvinna. Þegar til Toronto
kom stofnuðum við okkar fyrsta
heimili, og bjó Árni hjá okkur.
Ekki dvöldum við þó lengi á
þessum stað. Eftir nokkra mán-
uði fluttum við til Kinmount;
þar tók maðurinn minn við
verzlun fyrir öigtrygg Jónasson.
Þaðan fórum við haustið 1875
með allstórum hópi íslendinga
vestur til Manitoba, í því skyni
að nema lönd og stofna íslenzka
ný’lendu á bökkum Winnipeg-
vatns.”
“Þótti þér ekki leiðinlegt að
breyta um heimilisstað svona
oft?”
“Ekki fann eg mikið til þess,”
svaraði frú Guðný, “eg var ung
og eg var með manninum mín-
um; þar sem hann var, þar var
mitt heimili.”
Þrautir og erfiðleikar.
“Þið landnemamir áttuð í
miklum erfiðléikum fyrstu árin
etftir að þið komuð til Gimli?”
“Já, fólkið gekk í gegnum ægi-
legar eldraunir, en það vil eg
segja, sagði frú Guðný, og lagði
áherzlu á orð sín, “að það sýndi
aðdáanilega hugprýði í "ollum
sínum þrautum og erfiðleikum,
og var frábærlega hjálpsamt og
tók hlutdeild í kjörum hvers
annars. Það var hörmulegt að
hafa enga mjólk handa blessuð-
um bömunum fyrsta veturinn,
enda dóu þá mörg börn. Seinni
part vetrar þjáðist fólkið mjög aí
skyrtojúg vegna þess að það hafði
hvorki nægilegan né nýjan mat.”
Var ekki hægt að notfæra sér
fis'kinn úr vatninu og hérana úr
skógunum?” spurði eg.
“Nei, menn kunnu ekki fyrst
í stað að fiska upp um ísinn, enda
höfðu þeir ekki tæki til þess.
Það bauð mörgum við því að
leggja sér héra til munns; þeim
fanst að það væri eins og að
borða ketti. Eg komst einna
fyrst upp á að matreiða þessi
dýr, og naut þar matreiðslu-
tilsagnarinnar, sem eg hafði
fengið hjá læknisfrúnni í Mil-
waukee. Þetta var í rauninni
ágætur matur.”
Dufferin lávarður.
“Þú munt hafa 'heilsað upp á
Duftferin lávarð, þegar hann
heimsótti Gimli haustið 1877?”
“Nei, því miður gat eg það
ekki; fyrsta barnið mitt, Aurora
dóttir mín, var þá nýfædd. En
eg gat séð úr glugganum á húsi
okkar móttökuathöfnina; ræðu-
pallurinn var skamt fré húsinu
okkar, en það stóð þar sem gatan
liggur nú, upp að listigarðinum
á Gimli. Hús Mr. Taylors um-
boðsmanns var örskamt frá okk-
ar heimili.”
Heimili þeirra Friðíriksson
hjóna var fyrsta húsið, sem reist
var í Nýja íslandi; var 'það bæði
íveruhús og verzlunarbúð. Við
þetta söguríka tækifæri flutti
Dufferin 1 ávarður hina frægu
ræðu sína, sem enn er vitnað í
þegar ritað er um Vestur-íslend-
inga. Friðjón Friðriksson þýddi
ræðuna á ísilenzku jafnóðum og
hún var flutt. Lávarðurinn sagði
meðal annars: “Þótt þér gerist
brezkir þegnar, þá þurfið þér
ekki að gleyma yðar eigin alda-
virtu siðum, né hinum myndríku
fornsögum forfeðranna. Þvert á
móti treysti eg því, að þér um
allan aldur unnið bókmentum
þjóðar yðar hugástum, og kyn-
slóð eftir kynslóð læri böm yðar
áfram að lesa í fornsögum yðar
um, að iðjusemi, dugnaður, hug-
prýði, þrautseigja og ósveigjan-
legt þolgæði, hafi ætíð auðkent
hið göfuga, áslenzka kyn.”
Indíánar.
“Var ekki margt af Indiíánum í
kringum Gimli fyrst eftir að þið
komuð þangað,” spurði eg frú
Guðnýju.
“Jú, þeir voru margir,” svaraði
hún “og þeir fögnuðu alls ekki
komu okkar, vegna þess, að þeim
fanst að þeir ættu þetta land.
Við konurnar vorum otft hrædd-
ar við þá, ef menn okkar voru
fjarverandi. Eg man að eg varð
skelkuð fyrst þegar eg sá þessa
hörundsdökku menn. Eg var ein
heima og var í búðinni, þá komu
inn nokkrir Indíánar. Þeim fanst
víst alveg eins einkennilegt útlit
mitt eins og mér fanst þeirra.
Þeim varð sérstaklega starsýnt
á hárið á mér, sem þá var gló-
bjart. Mér fór ekki að verða um
sel þegar einn þeirra færði sig
nær mér og potaði fingrinum í
gleraugun mín. Hann hafði víst
aldrei séð gleraugu áður. Ekki
gerðu þeir mér mein, né öðrum
konum í nýlendunni. Brátt vönd-
umst við þessu fólki og heim-
sóttum það stundum í tjöldum
þess.
Eg man eftir að einu sinni fór
eg að heimsækja Indíánakonu,
sem átti von á barni. Þegar eg
kom var hún búin að ala barnið.
Eg man hvað eg kendi í brjósti
um huna. Hún lá þarna ein úti
í horni í tjaldinu, án alilra þæg-
inda. Hún var sjélf búin að búa
um bamið á þeirra Vísu. Hún
hatfði búið um það í mjúkum
mosa á fjöl og utan um strang-
ann var reimað eltiskinn. Móð-
urinni og barninu heilsaðist vel
og hún tfór óvenjulega fljótt á
fætur, að mér fanst.
Margir Indíánar komu vel
fram við okkur. Eg man sér-
staklega eftir einum, sem hét
Ramsay. Við kyntumst honum
eftir að við fluttum til Islend-
ingafljóts. Hann og maðurinn
minn urðu vinir. Þar urðum við
fyrir iþeirri sorg að missa lítinn
dreng. Um sama leyti misti
Ramsay ilitla stúlku. Hann kom
til mannsins míns og bað hann
að lofa sér að jarða litlu stúlk-
una við hliðina á drengnum
okkar. Okkur fanst það fallegt.
Annað Htið barn dó stuttu síðar
og var jarðað á sama stað. Þessi
þrjú börn hvíla í landareign
Sveins Thorvaldssonar. Hann lét
girða í kringum þennan litla
grafreit; það fanst mér fallega
gert.”
Mörg heimili.
Þið hjónin stofnuðuð heimili á
fleiri stöðum en þessum?” “Já,
við vorum sex ár á Gimli, og
fluttumst þaðan t'il Íslendinga-
fljóts, þar sem maðurinn minn
kom upp sögunarmylnu í félagi
við Sigtrygg Jónasson, Þaðan
fluttum við til Selkirk og síðan
til Glenboro. Þar rak maðurinn
minn verzlun í 20 ár. Eg eigh-
aðist þar falilegt og stórt heimili;
það kom sér vel að það var stórt,
því mörg skólabörn voru oft hjá
mér á því tímabili. Árið 1906
fluttum við til Winnipeg og þar
hefi eg étt heirna síðan.”
Bezta afmælisgjöfin.
Þegar hér var komið sögu,
bauð Miss Hermann okkur í kaffi.
“Það hetfir verið gestkvæmt
hjé okkur á afmælisdaginn?”
sagði eg, eftir að við vorum
seztar að borði.
“Ekki var það neitt formlegt,”
sagði Miss Hermann, “við létum
það berast út meðal vina og
vandamanna að vjnkona okikar
ætti 90 ára afmælisdag í vænd-
um, og myndi verða heima þann
dag.”
“Jú, margir voru vinirnir, sem
komu og óskuðu mér til ham-
ingju með daginn. Eg er þeim
inn^lega þakklátf fyrir velvild
þeirra og vináttu,” sagði frú
Guðný.
“Segðu Mrs. Jónsson frá beztu
atfmæilisgjöfinni,” sagði Miss
Hermann brosandi.
Nú ljómaði andlitið á afmælis-
barninu. “Nokkrum dögum eftir
atfmælið símaði Elswood Jöhn-
son, dóttursonur minn, og sagði
mér þau ánægjulegu táðindi að
hann væri orðinn afi — að Vir-
FRÉTTIR
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR
Af þingi sameinuðu þjóðanna
í New York, er tiltölulega íátt
að frétta annað en það, að utan-
ríkisráðherra Rússa, Molotov,
bar fram seinni part fyrri viku
kröfu um það, að allar þjóðir
gæfi umsvifalaust skýrslu um
allan sinn heratfla, hvort heldur
vœri í hemumdu löndunum eða
heirna tfyrir. Sir Alexander
Cadogan, einn af erindrekum
Breta, kvaðst hlyntur kröfu hins
rússneska utanríkisráðherra, en
fór samtímis fram á, að Rússar
riði á vaðið í þessu efni, ekki ein-
ungis í orði, heildur einnig á
borði, því enn væri margt á
huldu varðandi fyrirætlanir
þeirra um hervarnir. Senator
Connally kvað Bandaríkin þess
ginia dóttir hans væri búin að
eignast stúlku. Svo nú er eg orð-
in langa-lang amma,” sagði frú
Guðný brosandi, “finst þér það
ekki góð afmælisgjöf?”
Þeim Friðriksson hjónum varð
5 barna auðið; tveir drengir dóu
ungir, en þrjú lifa. Elzt þeirra er
frú Aurora, ekkja Tómasar H.
Johnson, fyrrum dómsmálaráð-
herra í Manitoba. búsett í
Bandaríkjunum; Kári, búsettur
í Toronto og Haraldur hér í borg.
Sólskinsblettur í heiði.
Séra Friðrik Bergmann skrif-
aði grein um Friðjón Friðriksson
í Almanakið 1908. Þar minnist
'hann frú Guðnýjar og segir
meðal annars:
“Heimili þeirra hjóna hefir
verið fyrirmyndar heimili að öllu
sem lengi mun 1 minnum Vestur-
íslendinga, þeirra er þektu. Hafa
þau hjón verið samanvalin að
'héttprýði, snyrtimensku og öðr-
um mannkostum, svo alt það, er
öðru má til gildis telja, er jafn-
satt um hitt, og hefir heimili
þeirra évalt verið eins og sól-
skinsblettur í heiði.”
Það er ennþá “sólskinsblettur
í heiði” þar sem frú Guðný er.
Eg þakka henni fyrir ánægjulegt
viðtal og óska henni til hamingju
með afmælið.
fýsandi, að spilin yrði lögð á
borðið í sambandi við fastaher
hverrar þjóðar um sig, en taldi
ráðlegra eins og ó stæði, að þetta
mikilvæga mál yrði falið sér-
stakri nefnd, er tæki það til
fullrar ytfirvegunar og legði síð-
an fram nákvæma skýrslu fyrir
aðalþingið; annars verður naum-
ast annað með sanni sagt, en
þungilega horfist á um lausn
þeirra mála, er fyrir þingi sam-
einuðu þjóðanna liggja til örlaga-
riíkra úrslita.
♦ ♦ ♦
FRJÁLS VIÐSKIFTI
I rúman mónuð hefir fundur
staðið yfir í London, er það verk-
etfni hefir haft með höndum, að
athuga skilyrðin fyrir frjálsum
viðskiftum þjóða á milli og vinna
að framkvæmdum í þá átt.
Bandaríkin áttu frumkvæði að
boðun fundarins; beittu erindrek-
ar þekra sér röggsamlega fyrir
því, að leiða fundarmönnum fyr-
ir sjónir hve lífsnauðsynlegt það
væri iheimsfriðnum til trygging-
ar, að rutt yrði úr vegi þeim
viðskitftahömlum, sem leitt hefðu,
og gætu enn leitt til stríðs; full-
trúar Canada tóku 1 sama streng
og hétu málinu eindregnu fylgi.
♦ -f ♦
INDLAND
Nýjustu fregnir þaðan herma,
að Múhameðstrúarmenn hafi nú
formilega neitað að taka þátt í
þingfundum, sem hefjast eiga
þann 9. desember næstkomandi,
í því augnamiði, að semja og af-
greiða stjórnarskrá fyrir þjóðina;
foringi þeirra, Ali Jinnah, kveðst
þeirrar skoðunar, að eins og nú
horfi við, sé samvinna um
stjórnartfarslegan grundvöll milli
skoðanabræðra sinna og Hundúa,
með öllu óhugsanleg;*sjónarmið-
in séu svo gerólík, að ekki sé
við'lit að samræma þau nema
með atfsali sjálfsagðs trúar-
bragðafrelsis, sem ekki komi til
méla. Mohandas K. Gandi hefir
að sögn fengið ógrynnin öll af
nafnlausum hótunarbréfum, þar
sem hann er sakaður um, að
hafa beinlínis og óbeinlínis, verið
valdur að óspektunum, sem ný-
lega urðu í East Bengal.
Innköllunarmenn LÖG6ERGS
Amaranth, Man. B. G. Kjartanson
Akra, N. Dak B. S. Thorvarðson
Árborg, Man K. N. S. Fridfinnson
Árnes, Man M. Einarsson
Baldur, Man O. Anderson
Bellingham, Wash Arni Símonarson
Blaine, Wash Árni Símonarson
Boston, Mass Palmi Sigurdson
384 Newbury St.
Cavalier, N. Dak. B. S. Thorvarðson
Cypress River, Man. . O. Anderson
Churchbridge, Sask ... S. S. Christopherson
Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson
Elfros, Sask. Mrs. J. H. Goodmundson
Garðar, N. Dak Páll B. Olafson
Gerald, Sask C. Paulson
Geysir, Man. K. N. S. Friðfinnson
Gimli, Man O. N. Kárdal
Glenboro, Man O. Anderson
Hallson, N. Dak Páll B. Olafson
Hnausa, Man K. N. S. Fridfinnson
Husavick, Man O. N. Kárdal
Langruth, Man John Valdimarson
Leslie, Sask Jón Ólafsson
Lundar, Man Dan. Lindal
Mountain, N. Dak Páll B. Olafson
Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal
Riverton, Man. K. N. S. Friðfinnson
Seattle, Wash. J. J. Middal
6522 Dibble N.W, Seattle, 7, Wash.
Selkirk, Man. Mrs. V. Johnson
Tantallon, Sask. J. Kr. Johnson
Vancouver, B.C F. O. Lyngdal
5975 Sherbrooke St. , Vancouver, B.C.
Víðir, Man K. N. S. Friðfinnson
Westbourne, Man. Jón Valdimarson
Winnipeg Beach, Man O. N. Kárdal