Lögberg - 05.12.1946, Page 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. DESEMBER, 1946
-----------logberg----------------------
G«fl8 flt hvern fimtudagr af
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
695 Eargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG ,
595 Sargent Ave., Winnipeg, Man.
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The “Lögberg'" is printed and published by
The Columbia Press, Limited, 695 Sargent
Avenue, Winnlpeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail,
Post Office Dept., Ottawa.
PHONE 21 804
Minningabrot úr
Íslandsförinni 1 94t
Bftir EINAR P. JÓNSSON
Mér vefst tunga um tönn, er lýsa
skal þeim áhrifum, sem eg varð fyrir,
er sendifulltrúi íslenzku ríkisstjórnar-
innar á ársþingi Þjóðræknisfélags ís-
lendinga í Vesturheimi, 1946, Ingólfur
læknir Gíslason, gerði mér aðvart um
það, að okkur hjónum, Gretti L. Jó-
hanssyni ræðismanni, ásamt frú, og
Stefáni ritstjóra Einarssyni og frú, væri
boðið til íslands næsta sumar af hálfu
ríkisstjórnar íslands og Þjóðræknis-
félagsins á íslandi; eg ætlaði naumast
að trúa mínum eigin eyrum, en augun-
um varð eg að trúa eftir að mér hafði
verið afhent heimboðsskjalið; en eftir
að eg hafði náð jafnvægi á ný, fyltist sál
mín óumræðilegum fögnuði; fögnuði,
sem sá takmarkaði orðaforði, sem eg
ræð yfir, fær aldrei að fullu lýst; mér
varð það ljósara en jafnvel nokkru sinni
fyr, hve sú taug er röm, er rekka dregur
föðurtúna til, eins og hið forna spak-
mæli ber með sér. Konan mín, sem bor-
in er og barnfædd í Canada, hafði einu
sinni heimsótt ísland, og dvalið í
Reykjavík í nálega tvö ár við kenslu-
störf; hún hafði tekið ástfóstri við land
og þjóð, og eignast fjölmennan vinhóp
heima; hún hlakkaði engu síður til heim-
fararinnar en eg, og í hugum okkar
beggja varð tilhugsunin um heimförina
að draumrænu æfintýri, sem innan
nokkurra mánaða átti að myndbreytast
í ómótmælanlega staðreynd; eg hafði
dvalið fjarvistum við ættland mitt lið-
uga þrjá áratugi, og þótt vel færi um
mig í hinu fagra kjörlandi mínu, var eg
þó ávalt annað veifið með hálfan hug-
ann heima; að minsta kosti ól eg tíðum
þá von í brjósti, að mér mætti auðnast
að líta augum landið, sem eg elska, og
þá ekki sízt í samfylgd við konuna, sem
eg elska; daginn var mikið tekið að
lengja, er boðsskjalið að heiman barst
okkur í hendur; ómótstæðilegt áhrifa-
vald vaknandi vors fór í hönd, með öll-
um þeim gróðrar- og þróunarvonum,
sem slíkri endurfæðingu eru samfara;
við hjónin töldum dagana, og þeir liðu,
að því er okkur fanst, alveg óvenjulega
fljótt.
Eg hafði lengi þráð, að mega enn
iifa upp eina heiðbjarta Jónsmessunótt
á íslandi, og um hríð horfði þannig við,
að slíkt myndi lánast, því fyrst var svo
til ætlast, að við boðsgestirnir að vest-
an yrðum kofúnir heim fyrri hluta júní
mánaðar; en hér fór á annan veg, því
þó kóngur vilji sigla, eins og þar stend-
ur, hlýtur jafnaðarlegast byr að ráða,
því lítt munum við hafa svarið okkur í
ætt við hina fornu Hrafnistumenn, þó
för okkar væri að vísu fyrirhuguð með
nokkuð öðrum hætti en sæfarir þeirra,
því okkur var ætlað að klífa bláloftin
langt ofar skýjum; vegna takmarkaðra
flugsamgangna milli íslands og Banda-
ríkajnna, drógst ferðin á langinn, og það
var ekki fyr en þann 14. júlí, að við rit-
stjórarnir, ásamt konum okkar og
Hjálmari Gíslasyni skáldi, lögðum upp
í förina, til fyrirheitna landsins, að
fenginni tilkynningu frá Gretti ræðis-
manni, en þau hjónin voru þá fyrir
nokkru komin til New York; var þá ráð-
gert, að flogið yrði heim með íslenzkri
flugvél, sem Loftleiðir, h.f., hafði fest
kaup í, og talið var víst að fullbúin yrði
til farþegaflugs heim þann 20. júlí; en
af þessu gat ekki orðið vegna tafsamra
viðgerða og skorts á ýmsu efni, er til
þess þurfti að breyta flugvélinni, sem
var Skymaster, úr hernotkunarvél til
farþegaflutnings. —
Við kvöddum vini okkar í Winnipeg
eins og fyr var getið, að kveldi hins 14.
júlí og ferðuðumst með Canadian Paci-
fic járnbrautarlest; ferðin austur gekk
eins og í sögu; svo vorum við í miklu
hátíðaskapi, að áður en okkur í raun-
inni varði, rann lestin inn á Windsor-
járnbrautarstöðina í Montreal, laust
fyrir hádegi á hinum tiltekna degi; það-
an áttum við ekki að leggja af stað til
New York fyr en seint um kveldið, en
með það fyrir augum, njóta nokkurrar
hvíldar og eiga einhversstaðar athvarf
um daginn, leituðum við fyrir okkur, og
fengum stórt herbergi, þótt þröngt væri
um húsakost í Montreal, eins og svo
víða annarsstaðar, svo að segja stein-
snar frá járnbrautarstöðinni, og þar
geymdum við hinar smærri ferðatösk-
ur okkar og annan lauslegan farangur;
við gengum nokkuð um borgina; hún
var hrífandi fögur í sumarskrúðanum,
og mér fanst eg þá geta svo undur vel
skilið ást hinna canadisk-frakknesku
samborgara minna á fjallinu þeirra
helga, Mount Royal, og margvíslegum
öðrum dásemdum Quebec-fylkis í heild.
Við fórum frá Montreal klukkan
að ganga ellefu um kveldið og höfðum
gengið til hvílu áður en við komum að
landamærunum, þar sem borðalagðir
amerískir umboðsmenn innflutnings-
málaráðuneytisins skoðuðu skjöl okkar
og skilríki; þeir voru hinir háttprúðustu
og höfðu ekkert við vegabréf okkar að
athuga, buðu góða nótt, og óskuðu okk-
ur góðrar ferðar til íslands.
Árla morguns næsta dag, eftir vær-
an svefn, komum við inn á Grand
Central járnbrautarstöðina í New York,
og voru þar komin á vettvang til þess að
fagna okkur, Grettir ræðismaður og frú,
Franz Anderson kaupmaður og frú, en
þeir Franz og Stefán ritstjóri, eru svilar,
að ógleymdum Ólafi Björnssyni lög-
fræðingi, attaché við íslenzka sendiráð-
ið í Washington, er þá var settur aðal-
ræðismaður íslands í New York í fjar-
veru Dr. Helga P. Briem, sem hafði á-
samt konu sinni og dóttur, brugðið sér
til íslands; er Ólafur sonur hr. Sveins
Björnssonar forseta íslenzka lýðríkis-
ins, og frúar hans, Georgíu Björnsson;
er hann hinn ástúðlegasti maður, sem
kippir mjög í kyn til sinna tignu for-
eldra.
Okkur hjónunum hafði verið fyrir-
búinn dvalarstaður á Collingwood hótel-
inu, sem er á 35. götu, og þar buðu þau
Grettir ræðismaður og frú okkur, sem
komum frá Winnipeg og þeim, sem komu
til móts við okkur í járnbrautarstöðinni,
til ríkmannlegs morgunverðar.
Það átti fyrir okkur að liggja, að
dvelja á áminstu hóteli í þrjár vikur í
stað þriggja daga, eins og ætlast var til
í fyrstu; það væri synd að segja, að ekki
færi vel um okkur, því allur aðbúnaður
var hinn vingjarnlegasti.
Eg fór til New York 1944, er Sveinn
forseti kom þangað í hina eftirminni-
legu heimsókn sína síðla þá um sumar-
ið, ásamt þáverandi utanríkisráðherra
Vilhjálmi Þór og öðru föruneyti, en
vegna takmarkaðs tíma, veittist mér þá
lítið svigrúm til þess að kynnast borg-
inni; nú stóð alt öðruvísi á; í þetta sinn
áttum við í New York langa viðdvöl, fór-
um víða um, og sáum marga merkilega
hluti, skoðuðum listasöfn, horfðum og
hlustuðum á söngleiki í Radio City og
fórum um hina geysistóru dýragarða,
sem New York borg er fræg fyrir; en
eftir að hafa horft daglega á Empire
State bygginguna, sem er hæsta bygg-
ing í heimi, fan^t mér lítið meira til um
hana en Skólavörðuna gömlu í Reykja-
vík; hugurinn var allur á heimleið, heim
í f aðm íslenzkra öræfa, þar sem eg hafði
slitið barnsskónum. — (Framh.).
Kirkjuþingið í Cleveland
Elftir séra Rúnólf Marteinsson.
Þegar eg minnist á forsétann, finst
mér eiga við, að eg minnist með nokkr-
um orðum á fyrirrennara hans. Þegar
kirkjufélögin þrjú, General Synod, Gen-
eral Council, og United Synod of the
South sameinuðust í eitt félag, árið
1918, og mynduðu United Lutheran
Church, var kosinn forseti prestur frá
New York borg að nafni Frederick Her-
mann Knubel. Hann reyndist svo vin-
sæll og mikils metinn maður í þeirri
stöðu, að hann var stöðugt endurkosinn
þangað til árið 1944, að Dr. Fry var kos-
inn. Samkvæmt reglum félagsskapar-
ins halda embættismenn áfram störfum
sínum til ársloka. Dr. Knubel var því
forseti til 31. des. 1944, alls 26 ár. Hann
var með afbrigðum sanngjarn, velvilj-
aður og hæfur starfsmaður. Fimm sinn-
um fékk hann doktors nafnbót. Hann
hafði einstaklega góð áhrif hvar sem
hann kom fram. Hann sat eitt
sinn á samtalsfundi með okkur
fáeinum íslendingum í Winni-
peg, þegar við vorum að hugsa
um inngöngu í félag hans. Eg
hygg, að okkur haifi sameiginlega
fundist, að betri mann en hann
hefði ekki verið unt að fá til
þess viðtails. Hann lagði haga
hönd á það að gjöra sameining
þessara þriggja kirkjufélaga að
veruleik. Það var hans snildar-
verk. Hann dó 16. okt., 1945.
United Lutheran Church minn-
ist hans með djúpri virðingu og
miklu þakklæti.
Þá er að minnast á næsta em-
bættið, starf skrifarans. Skýrsla
hans var á dagsskrá næst á eftir
kosningu fonseta.Maðurinn, sem
hefir skipað það em'bætti, er Dir.
Walton H. Greever. Hann hefir
verið skrifari félagsins Síðastliðin
14 ár. Hann tilkynti á þessu
þingi, að aldurs vegna, gæti hann
ekki haldið lengur áfram í því
embætti. Hann hefiir haft mjög
fjölhæft starf á æfinni, verið
þjónandi prestur, prestaákóla-
kennari, rithöfundur, og ritstjóri,
au'k skrifarastairifsins. Samverka-
menn hans gáfu honum sterkan
vitnislburð fyrir skyldurækni og
samvinnulþýðleik. 1 seinni tíð
sérstaklega hefir verið hlaðið á
hann störfum, og hefir honum
farist það alt einstaklega vel, er
afar vinsæll maður. Hann hefir
starfað með tveimur gjaldkerum,
þeim, sem nú er, og manni, sem
gegndi þeirri stöðu bæði í þessu
kirkjuifélagi og General Council
mikinn fjölda ára. Dr. E. Clar-
ence. Með fögrum, hjartnæmum
orðurn þakkaði hann þeim sem
hann hafði unnið með, ekki sízt
samverkakoniu á skrifstofunni,
Miss Mabel Groneberg. Hann
sagði að hún hefði bjargað sér
og skrifstofunni frá margum
glappaskotum. Hún hafði unnið
12' ár með fyrirrennara Dr.
Greevers. í fyrstu atkvæða-
greiðslu fyirir nýjan skrifara er
sagt, að 50 menn hafi fengið at-
kvæði, því þar er engin útnefn-
ing. Við þriðju atkvæðagreiðslu
var Rev. F. Epping, Reinartz
kosinn með sæmilegum meiri-
hluta. Á þinginu tilkynti hann
það, að hann tæki þessari köllun,
og hefst starf hans 1. jan., 1947.
Sérstök guðræknisstund var hon-
um helguð í sambandi við hinn
nýja verkahring hans.
Þá kom að skýrslu og kosningu
féhirðis. Mr. Henry Beisler var
endurkosinn í það embætti, með
422 atkvæðum af 425. Tók hann
við þeim úrskurði með svofeld-
um orðum: “Eg get aðeins sagt,
að eg mun halda áfram að biðja
Guð um hjálp, leiðsögn og vís-
dóm og með þeim hæfileikum,
sem hann hefir gefið mér vil eg
halda áfram með starf mitt.
Þennan dag kom einnig fram
Skýrsla framkvæmdarnefndar
og var hún mjög löng. Nafnið
gefur nokkuð vel til kynna, hver
Veikalhringur hennar er. í henni
eiga sæti 15 menn alls: aðal-
embættismennirnir þrír, forseti,
skirifari og féhirðir, og í viðbót
6 prestar og 6 leikmenn, kosnir
til fjögra ára. Þegar kosið var í
fyrsta sinn, var heLmingur þess-
ara 12 manna kosnir til tveggja
áira, en síðan ávalt 3 prestar og
3 leikhienn, á hverju þingi til
fjögra ára. Nefnd þessi hefir
aðal leiðsögn .alls starfs kirkju-
félagsins milli þinga.
Á mánudaginn 7. okt., kom
fram, meðal margs annars,
skýrsla frá Board of American
Mission. í kirkjufélagi voru
höfðum vér lengi heimatrúboðs-
nefnd. Nafnið skýrir veikahring-
inn. Það má kalla Board of
Amedcan Missions heimatrú-
boðsnefnd. Það er önnur nefnd,
sem annast erlent trúboð; en á-
stæðan fyrir þessu nafni er sú,
að kirkjufélag þetta hefir trúboð
um alla Vesturálfuna, frá Alaska
í Non-ður Ameríku til Agrentínu
í Suður-Ameríku, og þar með
fylgir sumt af eyjunum, sem
teljast með þessari heimsálfu.
Kirkjufélag vorthefir skift meira
við þessa nefnd en nökkra aðra í
United Lutheran Chuirch, og
þessvegna vil eg segja nokkuð
frá henni Þetta er stór nefnd,
þriðjungur kosinn á hverju þingi.
Dr. J. J. Scherer, stór-merkur
prestur frá Richmond í Virginia-
ríki, er formaður hennar. Starfs-
heimili hennar er ásamt öðrum
st arfsgreinum þessa félagsskap-
ar í New York, í hinu fagra heim-
kynni, sem hann hefir eignast
ekki alls fyirir löngu. Þar vinnur
nokkur hópur manna fyrir nefnd-
ina; en sumir þeirra hafa all-
mikil ferðalög með höndum.
Framkvæmdarstjórn (executive
secretary)' er Dr. Zenan M.
Corbé. Einn aðstoðarmanna hans
er Dr. Ernst A. Tappert, og til-
heyrir trúboðsstarfið í kirkjufé-
lagi voru deild hans. Á þinginu
sagði Dr. Scherer frá nokkrum
dráttum starfsins, og bað svo
Dr. Corbé að bæta við. Þetta var
sú aðferð sem tíðkaðist á þessu
þingi með nefndarskýrslur. Oft
hafði formaður með sér upp á
pallinn 3—4 menn eða færri, eða
fleiri, og sagði hver maður frá
sérstakri grein starfsins. Með
þessu móti fékk þingið skemti-
lega, f jölbreytta frásögn og sæmi-
lega fræðslu um starfið. Á
tveggja ára tímabilinu hafði
nefndin hjálpað 646 söfnuðum,
sem samtals töldu 118,723 með-
limi, hér og þar um alla heims-
álfuna og jafnvel í sumum eyjun-
um 1 Kyrrahafinu. Þetta starf
var unnið í þarfir Bandaríkja-
manna, Canadamanna, Islend-
inga, Þjóðverja, Finna, Slóvaka,
Letta, Spánverja, Itala. Gyðinga,
Ungverja, Japaníta, Blökku-
manna, Ind'íána og fleiri, og að
nokkru leyti, að minsta kosti, var
mál sérhvers flokks notað í starf-
inu. Trúboðsprestar, 477 að tölu,
leystu þetta starf af hendi. Á-
rangurinn kemur ekki nema að
íitlu leyti fram í tölum: 25 nýir
söfnuðir voru stofnir og 95 söfn-
uðir urðu að fullu fjárfiagslega
sjálfstæðir, á þessu tveggja ára
tímabili.
Samkvæmt ákýrslu Trúboðs-
nefndar vorrar, hefir Board of
American Missions, á því 6 ára
timabili, sem vér höfum verið
meðlimir í þessari félagsheild,
veitt kirkjuíélagi voru $25,903.31,
og svo er í skýrslunni bætt við
þessum fallegu orðum: “Þeim er
einnig hugljúft að gjöra alt, sem
í þeirra valdi stenduir til að
styðja að útbreiðslu fagnaðar-
erindisins meðal fólks vors.”
' Fullltrúi AmeríSka Biblíufé-
lagsins, Dr. Charles M. A. Stine,
ávarpaði þingið þennan sama
dag, og gal þess, meðal annars,
að árið 1945 hefði það selt og
gefið meir en 12,000,000 eintök
áf Biiblíunni, og er þar um mik-
ið aukna sölu að ræða.
Þetta sama kvöld fór fram at-
höfn, sem ferðaðist víðsvegar um
heimsálfuna á vegum útvarpsins.
Upp á ræðupallinn kom hópur
herpresta, 29 tailsins. Sumir
þeirra voru nú að vísu komnir
úr hernum og orðnir safnaðar-
prestar, en alliir höfðu þeir starf-
að í styrjöldinni sem herprestar.
Dr. Fry stýrði athöfninni og bað
séra Harold S. Milier að taka til
mláls, en hann er formaður í
nefnd, sem fjallar um þessi mál.
Hann flutti þessum mönnum
þakkir kirkjufélagsins fyrir hið
ágæta starf, sem þeir höfðu leyst
af hendi fyrir þjóð, kirkju og
manngöfgi. Gat hann þess að
nefndin ætlaði sérhverjum her-
presti kirkjufélagsins medalíu,
þó aðeins fáar væru þar við hend-
ina. Herprestar frá þessu félagi í
síðustu styrjöld voru að tölu 335.
Tveir iþeirra voru sérstaklega
sæmdir við þetta tækifæri. Ann-
ar þeirra var Edwaird K. Rogers,
frá landhernum. Hann hpfði
fyrir starf sitt hlotið fleiri heið-
ursviðurfcenningar en nokkur
annar herprestur Bandaríkjanna.
Hinn var Robert E. Lee frá sjó-
liðinu. Hann var fyrsti herprest-
ur mótmælenda á Attu-eyjunni í
Kyrrahafinu og sdðar starfað á
öðrum stöðum í flotanum. Báðir
þessir menn fluttu þinginu fög-
ur, hvetjandi ávarpsorð. Þá tók
til máls. Luther herforingi
(Marjor General) Miller, sem
skipaði æðstu stöðu allra her-
prestanna. Hann mun ti'lheyra
Biskupakirkjunni. Bar hann
sterkan vitnisburð um hugrekki,
trúmensku og kærleiksríka hjálp-
semi herprestanna í heiLd, alla
styrja'ldar tíðina. Allir þing-
menn risu úr sætum til að tjá
þessum mönnum virðingu og
þakklœti.
Þriðjudaginn 8. okt., kom
skýrslan um erlent trúboð. Hóp-
ur þeirra, 30 að tölu, er höfðu
unnið að því starfi, kom upp á
ræðupallinn, konur og menn. 1
þeim hópi voru þau hjónin. séra
OotaVíus og Carólína Thorlaks-
son, sem nærri afdarfjóðung
stöfuðu að trúboði 1 Japan, á
vegum United Lutheran Churtíh
og voirs íslenzka lúterska kirkju-
félags. Formaður þessarar trú-
boðsnefndar, Dr. A, R. Wentz
hafði fyrstur orð fyrir hópnum.
Hann mintist þess, með sorg og
söknuði, að maðurinn, sem fyrir
ákömmu hafði verið ráðinn fram-
kvæmdarstjóri þessa starfs, beið
bana, ásamt konu sinni, í hinum
skelfilega eldi, er La Salle gisti-
húsið í Ohicago brann til kaldra
kola, á síðastliðnu vori. Þessi
maður hafði að baki sér mjög til-
komumikið prestsstarf. Um hríð
hafði hann einnig verið forseti
eins mikla lúterska æðri skól-
ans, Wittemberg College, í
SpringfieLd í Ohio-ríki.
Svo bað Dir. Wentz annan
merkan starfsmann þessa mál-
efnis, Dr. Edwin Moll að taka við
stjórninni. Dr. Moll lýsti með
kröftugum orðum því gullvæga
tækifæri, sem nú stæði opið fyrir
erlendu trúboði. Á stuttum tíma,
sagði hann, ef fé væri fyrir
hendi, væri þessu kirkjufélagi
auðvelt að fá starfssvið handa
100 nýjum trúboðum. Hann bað
Dr. Isaac Cannady að taka til
máls. Sá maður hafði unnið að
trúboði á Indlandi, um 40 ára
skeið. Nú er þar öflugt lúterskt
kirkjufélag, er nefnist Andhra
Lutheran Ohurch, með indversk-
an forseta, Rev. E. Prakasam.
Kirkjufélaginu tilheyra 2072
söfnuðir með 212,968 meðlim-
um. Rev. L. T. Bowman sagði frá
trúboðinu i Libería í Aíríku,
mintist á framfarir þær, sem
hvítir menn eru að hrinda af
stað, og lýsti auknum styrk trú-
boðsins meðal hinna dökku. Miss
Myrlte Wilke talaði um trúboð-
ið í Argentínu. Ráðgjört er nú
að stöfna í því landi lúterskt
kiókjufélag, sem verði í sam-
bandi við United Lutheran
Ohuroh. Dr. Arthur C. Knudten,
sem áður hefir verið trúboði í
Japan og nú er á leið þangað eða
kominn, talaði um hinar opnu
dyr fyrir kristið trúboð í því
landi. Rev. Oharles Reinbrecht,
sem var 3 ár í fangakví í Kína
meðan á strlíðinu stóð, hélt því
fram, að það land myndi taka
opnum örmum ótakmörkuðum
fjölda kristinna trúboða. Mr.
Edgar Menzies frá British Gui-
ana 'í Suður-Ameríku sagði mjög
skemtilega frá trúboðsstarfinu,
sem þar er nú komið vel á lagg-
irnar.
I sambandi við þessa frásögn
um erlent trúboð, finst mér fara
bezt á því að nefna félag, sem
nefnist Women’s Missionary
Society (trú'boðsfélag kvenna)
öf the United Lutheran Church.
Það starfar 1 söfnuðum kirkju-
félagsins, telur 71,014 meðlimi
og styður allar tegundir trúboðs í
félagsskap sínum. Það heldur
þing á þriggja ára fresti, hafði
haldið þing rétt á und'an þing-
inu i Cleveland. Á síðastliðnum
þremur árum safnaði það $1,999,-
000, og fékk 15 ungar konur til
að takast á hendur trúboðsstarf,
meSt á hinu erlenda sviði. Fé-
lagið stendur allan straum af
þeim. Ein þessara kvenna heitir
Elízabeth Hartig, er prestsdótt-
ir frá Winnipeg og gekk í Jóns
Bjarnasonar skóla. Hún var á
þessu þingi, hefir búið sig sér-
(Frh. á hls. 5)