Lögberg - 05.12.1946, Side 5

Lögberg - 05.12.1946, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. DESEMBER, 1946 5 /UiLGAH/iL LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON HEIMILÍSIÐNAÐURIN OG FORUSTUKONA í ÞEIRRI GREIN Þessi véla öld, sem við nú líf- um á, er að mörgu leyti hættuleg fyrir þroska einstaklingsins og þarafleiðandi menningu þjóðar- innar. Hættan liggur í því, að við hættum að reyna að sikapa og framleiða ýms verðmæti sjálf — að við sættum okkur við það, sem vélarnar framleiða. Það er t.d. miklu auðveldara að sjá leik- rit á kvikmynda-húsunum, held- ur en að reyna sjálf að hafa leik- list um hönd; að ihlusta á söng yfir útvarp eða grammaphone heldur en að reyna sjálf að stunda þá list. Þannig mætti lengi telja. þeim munstrum, sem hún hafði upphugsað sjálf. Svo virtist sem að gestirnir hefðu mikla ánægju af því að kynna sér þessa gömlu list, þó ekki væri með öðru en að handfjatla vefnaðinn, því oft- ast var þéttskipað upp á pall- inum hjá frú Sofiu, ekki einungis kvenfólk, heldur og karlmenn. Meðál hinna mörgu ofnu muna, sem þarna gat að líta, voru gluggatjöld, sem friú Sofia hafði ofið fyrir vefstofuglugga sína. Þau voru ofin í norrænum stíl eftir hennar eigin uppdrætti; “sports” yfirhöfn og buxur úr hafa notið tilsagnar kvenna, sem komu fullorðnar að heiman, mintist hún sérstaklega þeirra Guðrúnar Finnsdóttur, Ovldu Sveinsson og Guðrúnar Johnson. Kvað hún leiðbeiningar þessara kvenna hafa verið sér ómetan- legar. Frú Sofia hefir verið skrifari Íslen2)ka Hannyrðafélagsins frá því að það var stofnað 1930. Þeg- ar iðnaðarsýningar hafa verið haldnar hér í borg hefir húnj af hálfu þess félags séð um, að is- lenz'kur iðnaður væri sýndur og úts’kýrður. Hún hefir og í mörg ár verið meðlimur Canadian Women’s Handicraft Guild og tekur virkan þátt í þeim félags- skap og nýtur þar mikils álits, enda verið kosin varaforseti þess félags. Lesendum Lögbergs er frú Sofia að góðu kunn, þar sem hún á stríðsárunum þýddi og skrifaði spumingar og svör fyrir bæði íslenzku blöðin og leið- beindi fólki af ís'lenzkum ættum viðvíkjandi skömtun, verðlög- um o. s. frv. Sofia Wathne er fædd í Litlu- Breiðuvík í Reyðarfirði á íslandi. Þó er manninum eðlilegt að skapa sjlálfur og vilja helzt búa að því, sem hann sjálfur býr til. þetta sér maður í leikjum barn- anna; þau eru sí og æ að búa eitt- hvað til; smíða lítil hús, búa til brúðuföt, móta myndir, hugsa sér upp leiki o. s. frv. Ekkert veitir þeim meiri gleði en þetta, þegar einstaklingurinn tapar þessum áhuga, að skapa eitthvað sjlálfur með huga eða hönd, týnir hann hluta af sjálfum sér; hann nýtur ekki lengur þeirrar gleði, semþví er samfara að hafa sjálf- ur framleitt eitthvað listrænt og nytsamt. Eitt af þvtí, sem vélarnar hafa dregið úr og sumstaðar útrýmt er heimilisiðnaður. Þetta er illa farið, því haindavinnan felur í sér þroskaskilyrði, ekki einungis fyrir höndina, heldur og hugann. Hún þjálfar höndina og skerpir eftirtéktina og dómgreindina; hún styrkir viðleitnina til að skapa listræn verðmæti. Allar tilraunir sem gerðar eru til þess að viðhalda heimilisiðnaði og út- breiða hann eru því nauðsynleg- ar og virðingarverðar. Fyrir þessa ástæðu var reglulega á- nægjulegt og hressandi að skoða hina margbreyttu heimaofnu muni, sem frú Sofáa Wathne hafði til sýnis á “Te” samkomu Junior Ladies’ Aid í lútersku kirkjunni á miðvikudaginn 27. nóvember s.l. Á þessum bluturn var auðsætt að hugur og hönd höfðu verið að verki og skapað fagurlega. Frú Sofia sat sjálf við vefstólinn og sýndi gestum vefnaðaraðferðir. Hún var herra yfir vélinni, en vélin ekki ýfir henni, því á þessari vél hafði hún framleitt marga dúka með tvílitu, b’láu bandi; kjólefni úr ullarbandi, handklæði og dúkar ofnir úr hör; hálsklútar úr silf- urbláum rayon þræði, húsgagna- fóður úr marglitum baðmullar- þræði. Frú Sofia hefir mikinn áhuga fyrir Iþví að kynna sér norræn- an heimilisiðnað og íslenzk vefn- aðar og útsaums munstur. og hafði hún þarna sýnishorn af ís- lenzikum hannyrðum. Þar var spjaldofið letrað styttuband, ofið á íslandi fyrir meir en hundrað árum; telur frú Sofia það mjög dýrmætt, því sagt er að þessi tegund vefnaðar hafi náð mestri fullkomnun á Islandi, og bönd, sem þessi, eru mjög sjaldgæf. Þar var og salúnsofin ábreiða að heiman í sauðarlitum og hand'klæði, sem hún hefir ofið í sama munstri; tvö glitofin á- kllæði og svunta unnin hérlendis með sömu vefnaðar aðferð; ís- lenzkt krossofið sessuborð með mjög fögrum litasamböndum og veggtjald með sama munstri og vefnaðaraðferð, unnið af hér- lendri konu. Frú Sofia reynir ekki einungis á þennan hátt að endurvekja áhuga fyrir þjóðlegum hannyrð- um, hún hefir og flutt mörg erindi og ritað greinar um þessi mál, bæði á íslenzku og ensku, því henni er ant um að íslenzk hannyrða list gleymist ekki alf- komendum íslendinga hér í landi, og henni er ant um að kynna hérlendu þjóðlífi, menn- ingu íslenzku þjóðarinnar á þessu sviði. Felst í þessu lofs- verð þjóðræknisstarfsemi. Að- staða hennar er örðug að því leyti, að erfitt er að fá nokkrar bækur um þetta efni. Segist hún Foreldrar hennar voru þau Eirík- ur Vigfússon og Ingigerður Ríkarðsdóttir. Hún fluttist ung vestur u-m haf og er gift Albert Wahne; hann er ættaður frá Seyðis'firði, sonur Friðriks Wathne. Föðurbróðir hans var Otto Wat'hne. Mr. og Mrs. Albert Watihne búa að 700 Banning St. hér ’í borg. Ungur maður kom til æsku- stöðva sinna, eftir átta ára fjar- veru, og varð hnugginn, þegar hann sá engan að taka á móti sjer. Eftir skamma stund sá hann þó á bryggjunni hafnarvörðinn, sem verið hafði kunningi hans allt frá æsku. Hann gekk til hans og ætlaði að fara að heilsa hon- um hjartanlega, þegar sá síðar- nefndi -leit spyrjandi á ferða tösku hans og sagði: —sæll og bless, Jón, ertu að fara eitthvað? ♦ í síðasta stríði gekk hópur manna í iögreglufylgd eftir göt- um borgar einnar í Belgíu, sem íinnin hafði verið undan Þjóð- verjum. Einhver lét sér um munn fara, að þetta væru Rexist- ar (belgiskir fascistar), og æptu þá nokkrir vegfarendur: “Drepið Rexistana! Til fjandans með þá!” Einn af föngunum nam þá staðar og ávarpaði múginn þess- um orðum: “Þið hafið engan rétt til að svívirða okkur á þennan hátt. Við erum. alls ekki Rex- istar. Við erum heiðarlegir inn- brotsþjófar!” —Úr Marine, London. CLUB NEWS The last general meeting of the Icelandic Canadian Club, held on Wednesday evening, November 27th, in the First Lutheran. Church, came up to our fullest expectations as to attendance and entertainment. About one hundred and twenty- five people turned out to hear the talk given by Mrs. Margaret Stephensen, whose subject was: “Recollections of Pioneer Days in Winnipeg.” This reminiscent sketch, delivered in such a charming, unaffected manner, held our undivided attention as the speaker put before us a veri- table moving picture, a sequence of verbal portraits reflected on the screen of our inner vision. Flashes of historic incidents in the 1 i n e s of the Iceiandic Pioneers, of prominent land- marks in this city, as well as of outstanding leaders in commu- nity affairs, left us with a mental picture of the life and character of those pioneers who handed on to posterity such qualities as in- dependence of thought, faith, loyalty, courage and love of cul- tural development. This lecture was supplemented by slides of actual photos shown by Capt. .W. Kristpanson. An interesting commentary on these photos of the early pioneers and their children was given by Mrs. Flora Benson. Most of us recog- nized one or more faces of friends or relatives and we were highly intrigued by the old- fashioned clothes of the women and the bearded faces of the men. This first in a series of eight lectures was a most promising beginning. The next lecture will be based on the life of the pioneers of the Argyle district, given by Mr. Tryggvi Oleson of Glenboro, at the next general meeting on January 20th, 1947. A brief business meeting took place before the lecture, with Mr. Carl Hallson, president, in the chair. A resolution, presented by Mrs. Danielson, providing for the establishment of a fund to ye called “The Icelandic Can- adian Club Scholarship Fund,” out of which scholarships may be awarded to worthy students of Icelandic extraction, was passed unanimously. A com- mittee of three was formed to operate this fund and those ap- pointed were: Judge W. J. Lin- dal, Mr. Paul Bardal, and Mrs. H. F. Danielson. A notice of motion in connection w i t h changing the daté of the annual meeting of the club from Febru- ary to June, given by Mr. Bardal, was also passed. Mr. Danielson announced that the next Icelandic language classes would be held in the Dániel Mclntyre Collegiate, in rooms 22 and 24, on Tuesday evening, December 3rd, and on every other Tuesday after that at 8.30 p.m. Adults who wish to learn the spoken language, spell- ing and grammar, or literature, are welcome to attend. New members who joined the club recently are: Miss Inga Bjarnason, Miss Dorothy Daniel- son and Miss Sigga Sigmundson. Lilja M. Guttormsson, Secretary. Fjögra ára gamall snáði var að segja mömmu sinni svakaleg- ar sögur um ræningja, hvítabirni o. fl. “Hvenær lentir þú í öllum þessum ævintýrum, væni minn? spurði móðir hans í því skyni að þagga niður 1 drengnum. “Ó, það var löngu áður en eg kyntist ykkur pabba ” svaraði drengurinn rogginn Kirkjuþingið í Cleveland (Frh. af bls. 4) sta'klega undir hjúkrunarstarf, var á leiðinni til New York og svo til Indlands. Það var unun að hitta hana. Önnur ung kona, sem þetta félag styrkir, starfar í Vestur-Canada. Sérstaklega flyt- ur hún sunnudagaskóla, með pósti, um allar sveitir, þar sem fólk á ekki kost á sunnudaga- skóla með öðru móti. Hún heitir Miss Eleanore Gillstrom. Þetta félag er hjálparvættur margra góðra málefna. Það gefur út á- gætt timarit, sem nefnist Luth- 'eran Woman’s Work. Sameiginleg sálmabók var mál eitt, sem kom fyrir þetta þing, og vildi eg gjarna Skýra fyrir fólki hvað í því felst. Þegar hinir ýmsu lútersku þj óðflokkar í þessari heimsálfu komu skipulagi á kirkjustarf sitt, notuðu þeir fyrst um sinn. þá sálma, sem þeir áttu frá föður- landi sínu. Þegar afkomendur þeirra, skamt eða langt fram í liði, hættu að nota mál feðna sinna, var að sjálfsögðu auðveld- ast að nota'þá sálma, sem fyrir lágu á ensku sálmabókunum um- hverfis þá. 1 þeiim söfnum var mikið a’f dýrðlegum sálmum, og í kristilegu tilliti mátti þetta koma ungu kynslóðinni að fuliu gagni. En ekki er víst, að allir hafi að öllu leyti verið ánægðir með að láta við svo búið standa. Sumum fanst að gullkornin andagiftin, sérkennilegi blærinn, í sumum þessara sálma væri þess eðlis, að það væri ekki fallegt að láta þá gleymast með öllu. Ef til vill báru þeir vott um stríð og sigur, sem að einhverju leyti höfðu myndast atf ástæðum og um- hverfi. Að minsta kosti vildu Þjóðverjarnir í Vesturheimi ekki varpa öllum sálmum sínum í sorpið; en þeir voru svo hepnir að eiga f jölda þýðinga af sálmum sínum á ensku, gjörða af fólki á Englandi, svo sem Mrs. Wink- worth, John Wesley og fleiri. Að efna til enskrar sálmabókar, með þeim ensku sálmum, sem þeir ekki vildu vera án, var því til- töluilega auðvelt. Þegar kom að því að skandinavar stigu sama sporið var það milklu torveldara, því mjög lítið var til af þeirra sálmum á ensku máli. Samt hygg eg, að hjá þeim lifi sú löng- un að afkomendur þeirra m njóta einhvers af gulli forfeðr- anna. I Hyiað er þá að segja um Is- lendingana? Eiga þeir nokkra sálma, sem þeir vilja láta lifa á ensku máli fyrir komandi kyn- silóðir? Margir íslendingar segja, að við eigum dýrðlegustu sálma veraldarinnar. Sýn mér þá trú þína af venkunum. Er í þessu nokkur sú sanntfæring, að menn vilji sýna bana í framkvæmd- um? United Lufheran Ohurch á á- gæta sálmabók með 578 sálmum. Samt hefir þar verið netfnd starf- andi nú ein 2 eða 3 ár, sem hefir það verk með höndum að undir- búa útgáfu nýrrar sálmabókar, og á þessu ári hetfir það komið til orða, að fleiri lútersk kirkju- félög yrðu með í því að eignast sameiginlega sálmabók. Þeir sem lengst hugsa vilja, að géfin verði út sameiginleg sálmabók fyrir allia lúterSka menn í Vesturheimi. Sænska og danska kirkjuféiagið eru þegar með í þessum félags- dkap. Nefndin hefir þegar sam- ið Skrá yfir þá sálma, sem hún vill láta vera í þessari bók. í þvl va'li eru 22 sænskir sálmar og 20 danskir. Vönduð skýrsla um alt þetta var lögð fyrir þingið. Eg mælti ofurlítið á móti því að út- gáfu þessarar bókar væri hraðað um of. Enntfremur átti eg all- langt samtal við formann nefnd- arinnar, og svo fór eg eins fljótt og auðið var að komast í sam- band við presta vora um það að koma að einhverjum af sálmum vorum. Séra Guttormur Gutt- ormsson hefir þegar sent nefnd- inni 4 af þýðingum Dr. Pildhers en við hér norður frá erum sein- ir til framkvæmda. Er noikkur, sem vill rétta þessu máli hjálparhönd. —Framhald. Minnist BETEL í erfðaskrám yðar Innköllunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man. B. G. Kjartanson Akra, N. Dak. , Joe Northfield Backoo, N. Dakota. Árborg, Man K. N. S. Fridfinnson Árnes, Man. M. Einarsson Baldur, Man O. Anderson Bellingham, Wash Árni Símonarson Blaine, Wash Árni Símonarson Boston, Mass Palmi Sigurdson 384 Newbury St. Cavalier, N. Dak. Joe Northfield Cypress River, Man. O. Anderson Churchbridge, Sask S. S. Christopherson Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson Elfros, Sask. Mrs. J. H. Goodmundson Garðar, N. Dak. Páll B. Olafson Gerald, Sask C. Paulson Geysir, Man. K. N. S. Friðfinnson Gimli, Man O. N. Kárdal Glenboro, Man O. Anderson Hallson, N. Dak. Páll B. Olafson Hnausa, Man K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man O. N. Kárdal Langruth, Man John Valdimarson Lesíie, Sask Jón Ólafsson Lundar, Man Dan. Lindal Mountain, N. Dak. Páll B. Olafson Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal Riverton, Man K. N. S. Friðfinnson Seattle. Wash. J. J. Middal 6522 Dibble N.W., Seattle, 7, Wash. Selkirk, Man Mrs. V. Johnson Tantallon, Sask J. Kr. Johnson • Vancouver, B.C F. O. Lyngdal 5975 Sherbrooke St., Vancouver, B.C. Víðir, Man. K. N. S. Friðfinnson Westbourne, Man Jón Valdimarson Winnipeg Beach, Man O. N. Kárdal

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.