Lögberg - 05.12.1946, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. DESEMBER. 1946
7
“Þegar Múspellssynir herja”
Eftir DYSON CARTER
(Lauslegur útdíáttur eftir Jónbjörn Gíslason)
“Því næst slyngr Surtur eldi yjir jörðina ok brennir
allan heim.” (Gyifaginning).
Vér 'höfium öll lesið hina æsandi spádóma um mögulega “atom”
sprengju styrjöld.
Það er nú viðufkent af visindamönnum, að sú sprengja sé í
vaun og veru góðmannlegt áhald, með tiltölulega takmörkuðu dráp-
afli, samanborið við svökölluð líffærafræðisleg styrjaldartæki.
Þau óitrúlega villiimannlegu vopn, sem þar bíða reiðubúin, hafa litla
auglýsingu vakið í opintoerum blöðum og tímaritum, en nægilegar
fregnir haJfa sloppið fram hjá ritskoðun til þess að gefa oss ljósa
hugmynd um hvaða niðurstöðu vísindamenn hafa fundið í þessu
efni. Sé sú niðurstaða flett öllum iðnfræðilegum dularklæðum og
málskrúði, gefur hún oss ljósa hugmynd um hvernig oss er fyrir-
hugað að deyja, ef hið þriðja veraldarstríð verður að veruleika.
Oss toer að rannsaka þessa
hluti — ek'ki með skelfingar-
blandinni forvitni—heldur vegna
hins aðkallandi sannleika um
nauðsyn vaxandi átaka fyrir var-
anlegum friði. Sú þekking gefur
oss yfirburða vopn í friðarbarátt-
unn, ef vér getum gjört þjóðun-
um þessa hluti skiljanlega að
fullu.
Hvaða þjóð sem er, getur hafið
ófrið af þessari tegund; þessi
vopn hafa alla yfirttourði yfir
atóm-sprengjuna, vegna þess hve
þau eru ódýr og auðveld að fram-
leiða'í smáverksmiðjum, með ein-
földum áhöldum og fáum sér-
fræðinguim. Slík framleiðsla get-
ur því farið fram með fullkom-
inni leynd.
Vopnagerð af þessari tegund
verður ekki fyrinbygð með
vopnahléssaimningum eins og
táðkast hefir um önnur dráp-
álhöld hingað til.
Ýms þau efni, sem hér um
ræðir og sem verið er að smíða
úr vopn gegn mannkyninu, eru
þess eðlis að þau auka sinn eiginn
ey ð i'legg i n g a r'kr af t sjálfkrafa eft-
ir að Iþeim er gefinn laus taum-
ur, án allrar tilhLutunar árásar-
mannsins. Eftir vikur og jafn-
vel mánuði frá því árásin fór
fram, brjótast afleiðingamar út
með voðalegu tortámingarafli, án
þess fórnardýrinu sé ljóst hver
árásarmaðurinn er.
Öllum er ljóst að drepsóttir
hafa leikið sinn ákveðna og af-
drifaríka þátt í öllum styrjöld-
um. í fyrra heimsstríðinu var
mannfaMið meira af sjúkdómum
en fyrir vopnum.
Jafnvel eins snemma og 1870,
þegar bákteríufræðin var fálm-
andi að leita fyrir sér i áttina til
undirstöðu þekkingar á sjúkdóm-
um, mælti enski vísindamaðurinn
og hermálaráðanauturinn Blox-
ham með tilraun Breta í fa'llbyssu
kúluní hlöðnum með bólu sótt-
kveikjum.
í fyrra heimsstríðinu upplýsti
Bandaríkja doktorinn Mr. Davis,
að athygii hefði leiðst að bak-
teríu hernaði, sem hann þó for-
dæmdi sem ósamrýmandi sjálfs-
virðingu og réttsýni. Þar átti
hann við tillraunir þýzkra agenta
1915, að sýkja hesta og nautgripi
bandamanna með bráðdrepandi
sjúkdómum. Sú tilraun misihepn-
aðist.
Á fjórtándu öld er sagt að
Tartarar hafi í stríði á Krímskag-
anum, fleygt líkamspörtum af
dauðum drepsóttar sjúklingum
inn í fylkingaraðir óvinanna.
Hermenn Pizarro herstjóra
gáfu Indíánum af ásettu ráði
'klæðnað af bóluveikissjúkling-
um, er kom af stað óviðráðanlegu
sjúkdómsflóði; þrj'ár miljónir
dóu í Mexikó og Mið-Ameríku.
Sóttkveikjuhemaður var álit-
inft óhæfur af tvennum mótsett-
um ástæðum. í fyrsta lagi gætu
drepsóttir ofsótt vini og óvini að
jafnu, og ií öðru lagi yrði torvelt
að útbreiða sóttkveikjuna, þeg-
ar menn væru orðnir ómóttæki-
iegir fyrir sjúkdóminn.
Árið 1941 töldu frægir Banda-
ríkja vísindamenn “biological”
hernað óframkvæmanlegan, en
það sama ár sendi The National
Academy heimuglegar upplýs-
ingar til hermiálaráðherrans, er
bygðust á njósnum Bandamanna
gagnvart tilraunum Þjóðverja
og Japana á þessu sviði; þegar til
kom reyndist þetta atiiði ekkert
óttaefni, en sénfræðingar lögðu
til að málið skyldi rannsakað á
skipulagðan máta.
Leyninefnd tók þetta mál
skyndilega tiil meðferðar sumarið
1942 og kallaði visindamenn til
verka víðsvegar að. Niðurstöð-
ur þeirra urðu alveg ákveðnar.
Innan tólf mánaða var the Che-
mical Service of the Army beðin
að skipuleggja framkvæmdir í
stórum stíl. Næsta ár voru bygð-
ar efnarannsóknarstofur fyrir
stórframleiðslu í Maryland, Mis-
sissippi, Utah og Indiana.
Tiltölulega fáir menn — þar
með taldir sérfræðingar — hafa
í raun og veru áttað sig á, hve
framkvæmdir af þessu tagi eru
óhæfilegar, þegar allar hliðar
málsins og tilgangurinn er at-
hugað. Leyndardómar þessir eru
jafnvel enn rækilegar vaktaðir
en atom sprengjan sjálf.
Canada og Bretland hafa að
nokkru lagt lið sitt fram, en
3900 vísindamenn úr Bandaríkj-
unum einum, eru þar önnum
kafnir með öffjár að baki sér. En
þrátt fyrir umfangs víðáttu
verksins, eru það smámunir ein-
ir samanborið við árangurinn.
Vér verðum að átta oss á að
“biological” hernaður er marg-
falt yifirgripsmeiri og áhrifarík-
ari en “germ” hemaður og inni-
heldur nú þrjár megintegundir
vopna: 1. Lifandi sjúkdóms
bakteríur, fungi, viruses og
riekettsias. 2. Toxins, sem dreg-
ið er út úr íáðurnefndum efnum.
3. Samansettar efnafræðislegar
tegundir, banvænar öllu lífi en
á annan máta en venjulegt eitur.
Það eru ýms afbrigði þessa voða
vopns, sem hægt er að nota ýmist
gegn mönnum, dýrum eða jarð-
argróða.
Nokkurt umtal hefir orðið um
þetta eitur, sem nefnt er “toxin”.
í því samtoandi er þýðingarmikið
að bera í minni að þetta er í
fyrsta sinn er efnafræðingar hafa
einangrað hreint og óblandað
það eitur, sem veldur sjúkdóm-
um vorum og dauða. Það er
“toxin.”
Efni þetta er svo ótrúlega mátt-
ugt, að blöð og tímarit hafa talið
þær lýsingar sem af því ganga
svo lýgilegar, að þau hafa lítið
um það sagt.
Vísindamennirnir Lamanna,
McElroy og Eklund, gáfu nýlega
sannar upplýsingar um vissa
tegund af toxin, í tímaritinu
Science. Þeir segja svo: Eitt
gamma af toxin drepur hálfa
tylft manna. En geta má þess,
að 30 miljón gamma eru í einni
únzu. Ein únza af hreinu toxin
er því meira en nóg til að drepa
hvert mannsbarn á þessu megin-
landi.
Vér vitum að þetta er sann-
leikur, meðal annars ivegna þess
að sambærileg efni með öfugri
verkan, hafa verið notuð til varn-
ar gegn ýmsum sjúkdómum,
t. d. “vaccine” er vörn gegn
fimtíu tegundum lungnasjúk
dóma, ein únza tryggir hálfa
miljón manna.
Til er viss tegund af toxin, svo
banvænu, að aðeins ein únza er
nægileg til að flytja 100 miljónir
manna yfir í annan heim.
í maí síðastliðnum sagði Mr.
Albert Thomas í Bandaríkja-
þinginu, að sjóherinn hefði nú
ráð á vopni er væri banvænna
en atom-sprengjan. Hann hefir
að öllum líkindum átt við hið
óvenjulega fyrirtæki er með
mestri leynd hefir verið fram-
kvæmt og hafði á prjónunum
lungnaveikis drepsótt, sem berst
í loítinu frá manni til manns án
snertingar.
Vér getum ímyndað oss enda-
lok styrjaldar þar sem sækjand-
inn gæti sýkt mótstöðu þjóðina,
án alls fyrirvara á þennan máta,
en haldið öllum sínum liðsafla
sóttfríum.
Það er vel mögulegt að vér sé-
um eina þjóðin, sem höfum þessa
margnefndu atom-sprengju, enn
sem komið er; en vér megum
vera vissir um að aðrar þjóðir
hafa nú þegar hin áðurtöldu
“biological” drápsáhöld. Það er
því rnjög sennilegt að hverri
sprengju frá vorri hendi, yrði
svarað með enn djöfullegri og
banvænni skeytum, ef “imperial-
istum” vorum tekst að hleypa
nýju stríði af stokkunum.
Meiri hluti þjóðar vorrar
mundi farast áður en vísinda-
mönnum gæfist tími til vamar-
láðsta'fana, að því viðbættu að
óvinir vorir mundu að sjálfsögðu
breyta sýkingar og eiturskeytum
sínum, áður en vér gætum rönd
við reist.
Vásindin hafa fundið og fært
oss að gjöf, nýja sjúkdóma, nýj-
ar plágur og nýjar eiturlindir, að
hugviti, hlutföllum og framþró-
un ekki alveg ósambærilegt við
afbrigði af blómum, garðaávöxt-
um og hvei-ti.
Tvær óvinaþjóðir með þessi
vopn til sóknar og varnar, stæðu
nokkurnvegin jafnt að vígi, en
eyðileggingin yrði svo stórbrot-
in, að í stað þess að taka líf ná-
unga síns og bróður, yrði viður-
eignin allsherjar voðalegt múga
sjálfsmorð. ■
Allar þessar rannsóknir gætu
vitanlega verið og ættu að vera
mannkyninu til ómetanlegrar
blessunar, til útrýmingar alvar-
legra sjúkdóma, en einmitt þess
ir hlutir eru vandlega geymdir
innan vélbyssu víggirðinga. Hin
einu gagnlegu not þessara efna,
sem opintoeruð hafa verið að
þessu, eru fyrir alifugla og naut-
pening.
Margir mundu ætla að allar
þessar upptöldu eyðileggingar
ráðstafanir gegn mannkyninu,
fyltu mœlirinn, en svo er þó
ekki. Gaumgæfilegar rannsóknir
hafa farið fram til eyðileggingar
jarðargróða, með það fytrir aug-
um að geta sett heilar þjóðir í
sveltu, éf á liggur. Eitt af því
er ný og öflug tegund af ryði á
hveiti. Aðrar efnistegundir vinna
þannig að þær eyðileggja með
djöfullegri fundvísi allar góð-
jurtir, en leyfa illgresi að gróa
og vaxa óhindrað. Yfirvöldin
viðurkenna að þau hafi verið
reiðubúin að gjöra eina slíka
prófraun gegn Japan, til að
svelta þá til uppgjafar.
Sé þessu efni stráð yfir sáð-
lönd og önnur ræktuð héruð á
réttum tíma, sjást engin áhrif
að sinni, akbarnir halda áfram að
vaxa alt til uppskerutíma, en þá
skyndilega visnar allur gróður og
skrælnar upp til agna, eins og
helköld dauðans hönd hafi strok-
ið alt llíf út með einu snöggu
táki — ekkert grænt strá eða
gróðurtoppur. Vísindamenn geta
þess í tímariti sínu, Science, að
þessar niðunstöður séu aðeins
byrjun þess er koma muni.
Sem mótsetningu gegn þessu
framantalda, má geta 'þess að
fundist hafa ýmsar tegundir
“hormóna” er valdið geti mjög
róttækri breytingu í búskap. Ein
tegund hefir þau áhrif á kartöflu-
raökt, að grasið visnar rétt fyrir
uppskerutímann og sá kraftur,
sem eyddist í vöxt og viðhald
blaðanna, fellur til ávaxtarins
sjálfs og gjörir hann betri og
þroskameiri.
Látum oss enn líta á allar þess-
ar mótsetningar. Eins og áður er
sagt hafa vísindin fundið efni,
Nóbelsskáldkonan
GABRIELA MISTRÁL
Þann 15. nóvember s. 1. ár voru
fjórir afburðamenn sæmdir
Nóbélsverðlaunum. Eðlisfræði-
verðlaunin féllu í hlut austur-
rísks háskólakennara Wolíang
Pauli að nafni. Eðlisfræðisverð-
launin hlutu finskur háskóla-
kennari, Artturi Virtanen, og
þýziki prófessorinn Otto Hahn.
En toókmentaverðlaunin fóru
ekki til Islands, eins og menn
hafa þó fyrir löngu ysenzt, held-
ur alla leið suður til Chile, eða
réttara sagt til Brasil'íu, og við-
takandinn var skáld'kona nokk-
ur, Gatoriel Mistral að gervina'fni.
Óhætt mun að fullyrða, að
næsta fáir íslendingar hafa áður
heyrt þessa konu nefnda, en vit-
anlega getur hún verið prýðilegt
skáld fyrir því, einkum þegar á
það er litið, að sérgrein hennar
er ljóðagerð, en á því sviði erum
við næsta ófróðir utan íslands.
Hins vegar var Gunnar Gunnars-
son og fleirí íslenzkir höfundar
vel kunnir meðal læsra manna
allar götur austur til Kóreu fyrir
stríð, hyað iþá meðal Norður-
landaþjóða, og verður fróðlegt
að vita, hvenær Sænska aka^
demían minnist Lslendings í sam-
bandi við Nóbelsverðlaunin.
Menn skyldu ætla, að það ágæta
fólk, sem veitt hefir framliðnum
manni (E. A. Karlfeldt) bók-
mentaverklaun Nóbels, mundi
hafa sæmilegt yfirlit um raðir
mestu andans og tækninnar
manna í tölu lifandi skálda og rit-
höfunda. En þetta var nú að-
eins útúrdúr, sem langaði til að
komast á prent.
Það, sem hér fer á eftir, er að
mestu þýtt úr grein um Nóbels-
skáldkonuna Gabrielu Mistra.
eftir Kirsten Schottlander, er
birtist í danska blaðinu Poli-
iken 16. nóv. 1945.
Gabriela Mistral heitir réttu
nafni Luvila Body y Alcayaga
Hún er fædd í Vicuna, smábæ í
Norður-Ohile, árið 1889. Faðir
hennar var skólakennari, einka-
systir hennar kenslukona, og
sjálf hóf hún barnakenslu
þorpsskóla einum 15 vetra göm
ul. Uim syipað leyti tók hún að
Skrifa greinar, og birtust þær
blöðunum þar um slóðir undir
réttu nafni. Tæplega tvítug
kyntist hún járnbrautarverka
sem ein únza af getur drepið 100
miljónir manna. Ein handfylli af
öðru efni getur hreinsað alt ill-
gresi af þúsund bændabýlum
Enn önnur efnategund breytir
eðli ba'kteríu, sé efnið útþynnt
400 biljón sinnum.
Hvaða þýðingu hafa allar þess
ar ótrúlegu staðreyndir? Rann-
sóknir eru hafnar til að sann
prófa innstu leyndardóma lifsins
viðgang þess og endalo'k, æxlun
og erfðaskilyirði. Það út af fyrir
sig er ágætt.
Þegar tilgangsins er gætt, er
meiríhluti þessara rannsókna
hæsta máta viðbjóðslegur. Hér
í Norður-Ameríku eru 17 miljón
ir manna veikir af krabba og
munu efalaust deyja ef ekki er að
gjört. Samtímis því eru vísinda-
menn í þjónustu hersins að leita
að vaxtaskilyrða mæli fyrir
krabba í því augnamiði að finna
nýtt efni er sýkt gæti heilar þjóð-
ir óviðráðanlegum krabbasjúk-
dómi, jafn skjótt og markvist og
tiilraunadýr eru sýkt í rannsókn-
arstofum efnafræðinga.
Eg vil enn endurtaka, að aðrar
þjóðir hafa vissulega þessi sömu
voðavopn og vér, eða önnur slík.
Joliot Curie sagði félagi enskra
vísindamanna í febrúar síðast-
liðnum, að atóm leyndarmálið í
Ameríku þvingaði önnur ríki til
að framleiða enn sviksamlegri og
voðalegri vopn.
Afturhaldið og áróðursmenn
þess ættu að faha varlega með
eldinn.
Vér sjáum hér fyrirmyndina
frá Munich endurtekna og aftur-
gengna.
E N D I R
manni, Romelio Ureta að nafni,
og feldi til hans ofurást.' Maður
>essi sneri brátt baki við telp-
unni og stytti sér skömmu seinna
aldur. Þessir atburðir vöktu
skáldgáfuna í brjósti hinnar
ungu kenslukonu. Örvinglun
hennar braust út og leitaði sér
forms í kvæðaflokki, sem hún í
fyrstu rítaði sér til hugarhægð-
ar, en hvorki til lofs né frægðar.
En verða ekki meiri háttar bók-
méntir oft einmitt þannig til?
Óstöðvandi tilfinningar krefjast
lisræns forms, án þess að nokk-
ur tilhugsun um skáldfrægð kom
ist þar að. Hins vegar dylst slík
l'istsköpun, ef hún er á annað
borð einhvers virði, sjaldan mjög
lengi.
Árið 1914 sendi Lucila Gody
sýnishorn þessara kyæða:
“Sonetos de la Muerte” í kvæða-
samkeppni, er fór fram í Santi-
ago, og merkti þau dulnefninu
Gatoriela Mistral, sem nú er
heimsfrægt orðið. Kvæðin hlutu
1. verðlaun í keppninni. Þannig
varð hin unga og óþekta kenslu
kona í skjótri svipan fræg um
gervalt Chile og svo ástsæl í
þokkabót, að ýmsir kölluðu hana
jafnvel Sánkti Gabríelu!
Gabriela Mistral hélt áfram að
yikja, og frægð hennar breidd-
ist út meðal allra spænskumæl-
andi manna í Suður-Ameríku.
Árið 1922 varð hún við eindregn-
um tilmælum menningarstofnun-
arinnar: Instituto de la Espanas
í Bandarfkjunum og leyfði út-
gáfu á úrvali af ritum sínum.
Árangurinn varð glæsileg bók:
“Desolacion”, sem árið eftir kom
einnig út í Ohile og var síðan
endurprentuð. Birtust þar m. a.
kyæði þau, er skáldkonan hafði
ort fyrir 13 — 14 árum í ástar-
hörmum sínum; Barnaljóð, sem
hún hafði ort til nemenda sinna í
barnaskólapum, auk óbundins
máls. “Guð fyrirgefi mér þessa
beizku bó'k,” segir Gabriela Mis-
tral í éftirmála, sem hún nefnir
“Loforð”, “og það fólk, sem
skynjar Mfið sem dásemd, verður
einnig að fyrirgefa mér — 1 þess
um 100 kvæðum blæðir þjáning-
armettaðri fortíð, þar sem kveð
skapurinn varð blóðidrifinn til
þess að veita mér hugsvölun-.”
Hún lofar að snúa sér framvegis
að geðþekkari sviðum mann-
legrar tilveru og laða fram blíð-
ari tóna “mannkyninu til hugg-
unar.” Og í mörgum yngri
kvæða sinna hefir hún í raun
og sannleika leitað annarra yrkis
éfna en þeirra, er hún sótti til
sinna eigin hjartafylgsna. Þar
'hefir hún ort um Chile, fjall-
garða Ameríku, sól hita'beltisins,
hina rniklu nytjajurt, maísinn,
o. m. fl. Hún er nú vel að þvi
komin að bera yirðingareinkunn
ina: Skáld'kona Vesturheims.
Gábriela Mistral hefir ekki gert
skáldskap að aðalefni sínu, síður
en svo. Hún er kennari að köll-
un, og kenslustarfið hefir hún
talið hlutverk sitt í lifinu. Hún
hóf það starf á unga aldri sem
barnakennari, eins og áður er
sagt, gerðist þar næst lýðskóla-
kennari og síðan forstöðukona
kvennaskóla eins í Chile. Þegar
hún leið sem mestar sálarkvalir
sakir vonbirigða sinna í ásta-
málunum og þeirrar þungbæru
tilhugsunar að fá aldrei að eign
ast börn méð manni þeim, er
hún hafði unnað af alhug, leitaði
hún sér huggunar í kenslustarf-
inu og fann þar svölun og all-
mikla uppbót á því, sem hún
taldi sig hafa farið á mis við.
Öll þau mörgu börn, sem hún
veitti fræðslu, lagði hún, ef svo
mætti að orði kveða, að móður
brjósti sér og veitti þeim hlut-
deild í auðlegð anda síns. Fyrir
þau fórnaði hún starfskröftum
sínum, og til þeirra onti hún
barna- og yögguljóð þau, er hún
birti í bókinni “Desolacion” og
seinna voru prentuð sem ljóða-
safn með heitinu “Ternura”.
Brátt fór mikið orð af uppeldis-
| hæfileikum Gabrielu Mistral. Því
var það, að kennslumálaráðu-
neyti Mexico-ríkis kvaddi hana
til aðstoðar við skipulagningu
skólakerfisins þar í landi og bað
hiana jafnframt að flytja erinda-
fllokk um fræðslmál. Þetta varð
upphaf að ferðalögum um Band-
arílki Norður-Ameríku, Mið-Am-
eríku, Spán o. fl. lönd. Enn frem-
ur hefur skáldkonan starfað við
Þjóðabandálagið sæla og dvalizt
langdvölum í Frakklandi og á
ítalíu lí nefnd, er sá um upptöku
fræðslukvikmynda. Hún hefur
flutt fjölda fyríriiestra við amer-
íska háskóla, stofnað skóla um
gervalla Ameríku og verið sæmd
doktorsnafnbót í spænsk-Amer-
ískum bókmenntum af háskóla
eyjarinnar Puerto Rico. Árið
1932 sæmdi Puerto Rico hana
“kjördóttur” - yirðingaiheitinu.
En árið áður hafði C’hile-stjórn
sæmt hana konsúlsnafnbót, og
hefir hún Síðan gegnt konsúls-
störfum fyrir ættland sitt á
Spáni, 1 Portúgal, Frakklandi og
Argentínu. Nú er hún búsett í
Petropolis í Brazilíu.
Gabriela Mistral vekur athygli
manna, hvar sem hún fer. Veldur
því svipmót hennar og virðuleg
framkoma. Hún er þrekvaxin og
hægfara, en fas hennar er tigin-
mannlegt. Andlitsdrættir henn-
ar bera vott um beizka lífs-
reynslu og jafnvel sársauka. Láfi
sínu hefir hún ávalt fórnað öðr-
um, og í kvæðum sínum hefir
hún úthelt hjartablóði sínu. Við
lestur þeirra opinbenast mönn-
um harmleikur mannlegs lífis.
Talið er, að ljóð hennar beri
minjar áhritfa frá hinu mikla
spænsk-ameríska sikáldi Rubén
Dario, er orkað höfir á hugi vel-
flestra amrískra skálda hinnar
yngri kynslóðar. Þó eru kvæði
Gabríelu Mistral ekki með jafn-
mikluim glæsibrag og tízkusniði,
sem ljóð þessa meistara. Kvæði
hennar eru útflúrslaus, orðayalið
látlaust, en kröftugt og tildurs-
laust. Þar er ósvikinn, sterkur
tónn, er ratar beina leið að hjarta
lesandans. Hún yrkir um ástina
og þá skef jalausu örvinglun, sem
hún fær valdið, og í kvæðum
hennar hrópar hin frumstæða
þrá konunnar eftir því að verða
móðir. Myndir þær, sem þar er
brugðið upp, eru einatt mjög
raunhæfar. Skáldkonan talar
máli heilagrar ritningar og þjóð-
kvæðanna. “Noctumo” hennar
hefist á þessa leið:
“Faðir vor, þú sem ert á himn-
um. Hví hefir þú glevmt mér?
Þú mundir ávöxtinn í febrúar,
þegar kjöt hans var rautt eins og
roðasteinn. Síðu minni blæðir
einnig, og þú skeytir því engu.”
I ljóðinu “Poema del Hijo”
yrkir hún þannig í þýðingu
sænska skáldsins Hjalmar Gull-
bergs:
“En son! En son! En son! Jag
bad i vaka
och dröm yiú dina famntag om
en son,
da in i marg och ben du lad mig
skaka
av helig eld fran hjassan och till
tan.”
í sjálfslýsingu hefir þessi
skáldkona játað aðdáun sína á
heilagri ritningu og kenningum
hennar. Þar talar hún um ein-
stæðingsskap sinn og áhrif þau,
er hún hafi orðið fyrir frá þeim
Dante, Tagore og rússneékum
skáldum. Þar biður hún afsök-
unar á skáldverkum sánum, sem
hún hefir aldrei talið neitt aðal-
ta[kmark sitt að skapa. “Lífsstarf
mitt héfÍT verið að kenna og
starf^ meðal barnanna minna. I
tómstundum mínum kýs eg að
dveljaist uppi á sveit við lestur
og ritstörf. Eg er af bændafólki
komin og finn til skyldl'eika við
það. Trúin, jörðin og skáldskap-
urinn er það, sem eg ann af al-
hug,” segir hún.
Gatoriela Mistral er fimta kon-
an, sem hlýtur bókmentaverð-
laun Nóbels. Hinar eru: Selma
Lagerlöf (1909), Grazia Deledda
(1927), Sigrid Undset Í1929) og
Pearl S. Buck (1939).