Lögberg - 05.12.1946, Qupperneq 8
LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 5. DESEMBER, 1946
Ur borg og bygð
Ljóðmæli Jónas A.
Sigurðsson .............$4.00
BJÖRNSSON’S BOOK STORE
702 Sargent Ave., Winnipeg.
-t-
Mrs. B. G. Thorvakison frá Piney
hefir dvalið í borginni undan-
famar tvær vikur.
Mr. B. J. Lifman frá Árborg
var í borginni fyrri part vikunn-
ar.
■f
Heimilisiðnaðarfélagið heldur
næsta fund á miðvikudagskveld-
ið 11. desember, að heimiii Mrs.
E. Breókman, 646 Beverley St.
Fundurinn byrjar kl. 8.
Mr. Jón Freysteinsson frá
Ohurohbridge, Sask., hefir dvalið
í borginni noQckra undanfarna
daga í gistivináttu systur sinnar
og tengdabróður, Mr. og Mrs. J.
J. Thiorvardsson, 768 Victor St.
■f
Mr. Gunnar Tomasson fiski-
kaupmaður frá Hecla, var stadd-
ur 'í borginni um síðustu helgi.
■f
Mr. S. W. Sigurgeirsson frá
Riverton var í borginni í byrjun
yfirstandandi viku.
♦
Mrs. K. J. Aiustmann er suður í
Los Angeles um þessar mundir
að heimsækja dóttur sína Þóru,
og systkini sín, Olöru, Mrs. Bert
Clark, Láru, og Thoru Oddson.
Hún býst við að dvelja nokkra
daga 'í Vancouver á heimleiðinni.
■f
Þann 22. nóv. síðastliðinn, voru
þau Gunnbjörn Stefánsson, og
Mrs. Guðrún Thorsteinsson, bæði
til heimilis í Salmon Arm, B.C.,
gefin saman í hjónaband í Arm-
strong, B.C. Hjónavígsluna
framkvæmdi enskur prestur,
Rev. Th. Rumalls.
■f
Stúkan Skuld heldur fund á
venjulegum stað og tíma, þriðju-
daginn 10. des Fjölmennið!
-f
Dr. Lotta Hitchmanove, for-
stöðukona Unitarian Service
Committee of Canada kemur til
Winnipeg í fyrirlestra erindum
að kvöldi þess 6. des. Hún verð-
ur í Winnipeg og grend til 15.
des. og flytur erindi á ýmsum
stöðum og fundum um ástandið
í Evrópu, eins og hún sá það með
eigin augum á ferð sinni þar í
sumar. Hún hefir látið þá löng-
un í Ijósi að heimsækja Gimli,
í þessari ferð, því Gimli hefir
gefið meir til hjálpar bégstödd-
um í Evrópu en nokkurt eitt
hérað í Ganada. Hún flytur er-
indi við morgun guðsþjónustuna
í Sambandskirkjunn i í Winnipeg
sunnudaginn þann 8. desember.
í sambandi við komu Dr. Hitsch-
manova verður Silver Tea í sam-
komusal Eaton’s félagsins, undir
umsjón Winnipeg deildar Uni-
tarian Service Committee og
verður það 12. desember fró kl.
2 til 5 e. h. Dr. Hitschmanova
talar þar kl. 3 e. h.
-f
Þau Paul Chopek og Móna
Sumarrós Jósephson, bæði frá
Gimli, voru gefin saman í hjóna-
band í lútersku kirkjunni 1. þ. m.
Brúðurin er dóttir Óla Joseph-
sonar hér í bæ; Rósa, móðir
hennar er dáin. Svaramemn voru
Dave, bróðir brúðgumans og
Margaret Johnson. Heimili ungu
hjónanna verður í fyrstunni í
Winnipeg, þar sem brúðguminn
vinnur við smíðar. Séra Skúli
Sigurgeirsson gifti.
•f
Kvenfélög Fyrsta lúterska
safnaðar tilkynna, að hin vin-
sæla matreiðslubók, er þau fyrir
ndkkru gáfu út, sé nú með öllu
útseld.
-f
Mr. og Mrs. Wilfred Brynjólf-
son frá Ohicago, hafa dvalið hér
um hríð ásamt syni sínum, og
eru nú í þann veginn að leggja
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Valdimar J. Eylands, prestur.
Heimili: 776 Victor Street,
Sími: 29 017.
Harold J. Lupton, organisti og
söngstjóri.
308 Niagara Street.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi: á ensku kl. 11 f. h.,
á íslenzku kl. 7 e. h.
Sunnudagaskóli kl. 12.15 e. h.
Söngæfingar: Yngri flokkur-
inn—á fimtudögum. Eldri flokk-
urinn — á föstudögum.
•f
Vancouver —
Guðsþjónustur íslenzka lút-
erska safnaðarins í Vancouver,
fyrstu þrjá sunnudagana af des-
embermánuði.
8. des., íslenzk guðsþjónusta
kl. 7.30 e. h.
15. des. ensk guðsþjónusta kl.
7.30 e. h.
Ungmennakórinn mætir til æf-
inga hvern sunnudag kl. 2 e. h.
og sunnudagaskólinn kl. 3 e. h.
Æfingar til undirbúnings fyrir
jólasamkomu barnanna og ung-
mennanna í sambandi við æfing-
ar ungmennakórsins og sunnu-
dagaskólann.
Alt þetta starf fer fram í
dönsku kirkjunni á horni E. 19th
Ave. and Burns St.
Allir velkomnir,
H. Sigmar, prestur.
•f
Gimli prestakall—
Sunnudaginn 8. des., messa að
Árnesi kl. 2 e. h.; messa að Gimli
kl. 7 e. h.
Al'lir boðnir velkomnir.
Skúli Sigurgeirsson.
•f
Lúterska kirkjan í Selkirk—
Sunnudaginn 8. desember—
Sunudagaskóli kl. 11 árd.
íslenzk messa kl. 7 síðd.
Allir boðnir velkomnir.
S. Ólafsson.
-f
Árborg - Riverton prestakall—
8. des.—Árborg, ensk messa kl.
8 e. h.
15. des.—Hnaiusa, messa kl. 2
eftir hádegi.
B. A. Bjarnason.
af stað vestur til Wynyard í
heimsókn til ættingja og vina.
Dagshríðar
Spor
Ný bók eftir
GUÐRÚN H. FINNSDÓTTUR
KOSTA 1 BANDI
$3.75
EN ÓBUNDIN
$2.75
er til sölu í
Bjornsson's Book Sfore
702 SARGENT AVENUE
WlNNIPEC
Allir, sem keypstu
“Hillingalönd” æ 11 u a ð
eignast þessa bók.
Pantanir afgreiðir einning
GÍSLI JÓNSSON
906 Banning Street,
WINNIPEG, MANITOBA
OPIÐ BRÉF
Herra ritstjóri: —
Til allra þeirra, sem eru að
styrkja dkkar fyrirhugaða gam-
almennahæli hér í Vancouver
viljium við nefndarmenn færa
ökkar innilegt þakklæti. Sér-
stáklega erum við hrifnir af
iþeirri hlutdeild, sem vinir í f jar-
lægum héruðum eru að sýna með
sínum fjárframlögum. Hin síð-
asta gleðifregn er sú, að nokkur
kvenfélög í miðfylkjunum séu
að stofna arðberandi samkomur
sem hielgaðar eru þessiu fyrir-
tæki. Efalaust skygna margir inn
í þá brýnu nauðsyn að létta á
oki ohkar eina og vinsæla gamal-
mennahælis hér í Canada, Betels,
með því að kQma á stofn öðru
hæli á meðal Íslendinga, og þar
með hjálpa til að greiða götu
þeirra margra, sem ekki geta
fengið inngöngu plássleysis
vegna.
Eins og áður hefir yerið aug-
lýst, hefir stjómarnefnd Betels
boðist til að styrkja þetta fyrir-
tæki með heiðarlegri fjárupp-
hæð, þegar nægileg viðbót er
fengin til framkvæmda. Enginn
efi er á því að sumir hika sér við
að leggja fram peningalegan
stuðning á meðan nokkur efi er á
því að fyrirtækið nái sdnum til-
gangi og framkvæmd. Til þeirra
viljum við mælast til að þeir
tilkynni nefndinni þú upphæð
sem þeir finna sig færa um að
láta í té iþegar á þarf að halda.
Eftir að algjör vissa er fengin
fyrir nægilegri upphæð í pen-
ingum og áreiðanlegum loforð-
um, þarf ekki að dragast lengur
stofnun hælisins, og enn stendur
nefndinni til boða hið fyrrum
Ertu hræddur við að borða ?
Áttu við að stríða meltingarleysi,
belging og náblt?
Pað er óþarfl fyrir þig að láta
sllkt kvelja þig. Fáðu þér New
Disoovery “GOLDEN STOMACH
TÖFLUR.” 360 töflur duga I 90
daga og kosta $5.00; 120 duga I
30 daga, $2.00; 55 I 14 daga og
kqgta $1.00; Til reynslu, 10 centa •
dós — fæst I öllum lyfjabúðum.
ORÐSENDING
TIL KAUFENDA LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU A ÍSLANDI:
Munið að senda mér áskriftargjöld aS blöðunum fyrir
júnllok. Athugið, að blöðin kosta nú kr. 25.00 árangur-
inn. Æskilegast er að gjaldið sé sent 1 pðstávlsun.
BJÖRN OUÐMUNDBBON,
Reynlmel 62, Reykjavlk.
The Ideal Chrislmas Gift
//
lceland’s Thousand Y ears/#
A series of popular lectures on the history and literature of
Iceland. 24 illustrations, more than half of them full page.
Printed on finest quality book paper.
PRICE
• Handsomely bound in blue cloih, wiih gold leíiering, $2.50
• In heavy ari paper cover .....*.................. $1.50
25% discount to customers ordering 3 or more copies.
All orders postpaid, and gift cards enclosed with gift orders.
Send orders to:
MRS. H. F. DANIELSON, 869 Garfield Street, Winnipeg, Canada.
Also on Sale at The Columbia Press Limited, 695 Sargent Avenue.
■; Skemtisamkoma
KARLAKÓRS ÍSLENDINCA í WINNIPEC
í GOODTEMPLARHÚSINU
Mánudagskvöldið 9. desember, kl. 8
O Canada
Ó, Guð vors lands.
Ávarp farseta, Guðmundur Stefánsson.
Karlákórinn undir stjórn Sigurbjörns Sigurðssonar.
Búktal, Art Fouler.
Ræða, frú Ingibjölrg Jónsson.
Einsöngur, Elmer Nordal.
Missýningar, Art Fouler,
Karlakórinn, Gunnar Erlendsson við hljóðfærið.
GOD SAVE THE KING
Dans til kl. 1
Inngangur 50c
FUEL SERVICE
• • •
We invite you to visit us ai our new, commodious
premises at the corner of Sargent and Erin and see
the large stocks of coal we have on hand for your
selection.
Our principal fuels are Foolhills, Drumheller,
Greenhill Washed Furnace, Briquetles, Coke and
Saskatchewan Lignite.
We specialize in coals for all types of stokers.
MC fURDY CUPPLY rö.,LTD.
X^BUILDERSkJ SUPPLIES V/ and COAL
Phone 37 251 (Priv, Exch.)
áminsta 'heimili, sem er reiðu-
búið og mjög bentugt til íbúðar.
Vonandi er að allir þeir, sem
hlyntir eru þessu fyrirtæki gefi
sig fram hið allra bráðasta.
Utamáslkrift okkar féhirðir er:
Dr. P. B. Guttormsson, 1457 West
26tlh, Ave., Vancouver, B.C.
Fyrir hönd nefndarinnar,
H. J. Halldorson.
Nýtízku úrræði—
1 Danmöilku ihefir verið ilt að
:£á inni í sumar fyrir iþá, sem
voru í sumarfríi. Verksmiðju-
eigandi í Kaupmannahöfn hafði
einsett sér að eyða sumarfríinu
ásamt f j ölskyldu sinni á ákveðn-
um baðstað á Sjálandi. En þegar
hann ætlaði að fá þar inni, þá
var ekikert rúm í gistihúsinu.
Hann gerði sér þá lítið fyrir og
keypti gistihúsið — og svo var
hann þar í sumarfríinu.
Hugsað (ram!
Látitu hreinsa öll fötin, sem
þú þarft að láta heins í
haust — NÚNA . . .
Ágætisverk
Hagnýttu þér tækifærið til
spamaðar með því að vitja
fata þinna í búðina sem
næst þér er.
Búðir okkar eru nú opnar
frá kl. 8 f. h. til kl. 7 e. h.
Perth’s
888 SARGENT AVE.
25% OFF DIAMONDS!
FROM NOVEMBER 30th to DECEMBER 24th
See Our Complete Line of Xmas Gifts, including Jewellery
of all types, China, Lamps, Appliances
XMAS Pearls .......... $1.95
SPECIALS English China Floral Broaches $1.95
A. E. JONES -- JEWELLERS
689 Sargent Ave. and 303 Donalda Bik.
Phones 28 921 - 96 235
m
iiiniiiiiiiiniimi
ISLENDINGAR . . .
sem flýtja vestur á Kyrrahafsströnd, geta hagnast á
því, að setja sig í samband við HOMEFINDER’S
REALTY LIMITED, sem hefir skrifstofu að 2537 Com-
| mercial Drive, Vancouver, B.C., og finna að máli
Herman Johanson og Len Gudmundson; þeir veita
með glöðu geði upplýsingar varðandi verð fasteigna og
húsalóða á ákjósanlegum stöðum.
ÞESSI FAGRA CHESTERFIELD SAMSTÆÐA
SEND BEINT
TIL STÖÐVAR
YÐAR FYRIR
’ AÐEINS
$118.00
pessir legubekkir eru búmr full-
komnustu fjaðradýnum, ekta baðm-
ullar damask klæðníng i vln- og
grænum lit. Fullrar stærðar legu-
bekkir, 75 þml. langir. Vér borgum
flutningsgjald. Pantið, eða skrifið
eftir verðskrá, er sýnir hagnaðinn
af þvl, að kaupa beint frá húsgagna
verksmiðjunni.
beint 1rá
verksmiðju
vorri
ÖlbatfiTlíiB
JAmiteA
350 CUMBERLAND AVE.
WINNIPEG, MAN.
SAMKOMA >•
Lúterski söfnuðurinn á Gimli, heldur skemtisamkomu í
kirkjunni föstudaginn 6. desember, kl. 8.30 e. h.
SKEMTISKRÁ:
1. Ávarp forseta.
2. Söngur — Double Quartette.
3. Mrs. E. P. Jónsson flytur erinidi um ferð sína til Islands.
4. Einsöngur — Mr. Ó Kárdail.
5. Framsögn — Dr. K. I. Johnson.
6. Söngur — Double Quartette.
7. Einsöngur — Mr. Ó. Kárdal.
Inngangur 35 Cents
NEFNDIN.
FREMST
ií
KRAFTI
HJÁ MATVÖRUBÚÐ-
UM, KEÐJU- og
DEILDABÚÐUM
A HUDSON S BAY COMPANY PR0DUCT