Lögberg - 02.01.1947, Page 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. JANÚAR, 1947
HIROSHIMA
Þýtt úr “The Standard”
af Jónbirni Gíslasyni.
OKKUR biá ekki mjög þegar fyrsta atom-sprengjan féll á
Hirœihima. Við vorurn reiðir við Japani þá og ekkert var
nægiiega bölvað í þeirra garð, ef það aðeins styt’ti ögn
stríðið.
Hunidrað þúsund manna voru dnepnir; en dráp hundrað þús-
unda í tíu þúsund milna fjarlaegð, ve'kur athygli okkar minna en
slys á næsta götuihorni. Þetta voru líka Japanar. Við vorum í
stríði við þá og drápum þá, einn og tvo, eða himdruð þúsunda; það
var/ að minsta kosti áform okkar.
En síðar kom dálítið einkenni-
legt í huga okkar: “Ef við hefð-
um sjálfir orðiö fyrir þessu,”
hvísluðu afleiðingar sprenging-
arinnar að samvizku okkar. Þetta
var nokkuð varasamur hlutur í
íhöndunum á röngum mönnum.
En sem betur fór var hann ekki
í höndum rangra manna. Banda-
ríkin, Bretland og Canada smíð-
uðu gripinn og vissu ein allan
leyndardóminn, að minsta kosti
var gjönt ráð fyrir því
Það var alveg eins og það átti
að vera; það skaðaði ekki að hafa
vopn líkt þessu til vara, en nátt-
úrlega ekki til þess að hræða
neinn með því, það var auðskilið;
heldur bara að eiga það svona í
tilfelli —
Nokkru síðar sögðu sérfieeð-
ingar okkur að aðrar þióðir gætu
mjög hæglega smíðað sínar eig-
in atom-sprengjur innan mjög
ákamms tíma, ef þær ek'ki nú
þegai' hefðu þefað uppi allan
leyndardóminn.
Ja, þetta breytti nú skoðun
okkar dálítið. Það var náttúr-
lega alveg sjáilfsagt að við hefð-
um einkarétt á sprengjunni; það
var óhætt að trúa okkur fyrir
því að nota hana ekki nema til
fnamdráttar góðs málefnis og
guði þóknanlegu, en voru aðrar
þjóðir verðugar sama trausts og
við sjálfir í þessu efni.
Það rifjaðist upp fyrir okkur að
eiturigas var eitt sinn bannað og
fordæmt. Hátíðlegir sáttmálar
gjörðu það útlægt, en það var
notað eigi að síður og einmitt
þessvegna bera þúsundir Canada-
manna æfilöng sár eða eru
dauðir.
Svo leið tíminn og atom-
sprengjan kom og tók sitt sjálf-
sagða sæti á bekk með öðnum
hlutum er urðu alþjóða miskiíð-
arefni. “Látum sérfræðingana
jafna það mál,” sögðu margir.
“Það er þeirra verk að koma mál-
um sem þessum í rétt honf; enda
kemur það okkur ekki við sem
einstaklingum. Við hér erum
heldur ekki í neinni hættu
hvernig sem fer.”
En eftir á að hyggja: slókt get-
ur einmitt komið fyrir hér hjá
okkur.
Rithöfundurinn John Hersey
fór til Hiroshima; hann talaði við
marga þá, sem eftir lifðu ogæftir
samtali við tylft manna og þær
upplýsingar: sem þeir gáfu hon-
um, samdi Mr. Hersey frásögn
þá, sem þetta blað flytur í næstu
viku.
Nokkur hundruð þúsundum
manna, er lifðu sæmilega reglu-
bundnu og ánægjusömu lífi og
þektu lítið til stríðsins af eigin
reynd, var skyndilega breytt í
sjóðandi óskapnað af sundur-
rifnu mannholdi, brotnum og
flakandi iíkömium, yfir og um-
flotnuim af rotnun dauðans og
kvalaópum hinna deyjandi. Borg
með 245,000 íbúum var í einu
andartaki ummynduð í allsherj-
ar sláturhús.
Undir rústum hundraða húsa,
æptu særðir menn og deyjandi
um hjálp.
Skinn á andliiti manna og
höndum, var í lausum brendum
flyksum.
Mánuðum eftir sprenginguna
var fólkið enn að deyja af afleið-
ingum af geislun sprengjunnar,
þeir sem lifðu drógust áfram
þreklausin, lifandi lamaðar vél-
ar, hentu stundum gaman að
vesaldómi sínum, en dæmdir frá
heiibrigðu og eðlilegu lífi til
dauðadags.
Menn, konur, unglingar og
börn, munu bera sárin frá Hiro-
shima alla æfi til grafari.
Frásaga Mr. Hersey er engin
siðferðisprédikun í raun og veru,
en þó er hún öll þess efnis.
Jafnótt * og þú lest, muntu
segja við sjálfan þig: “Þessi
rnaður, hvers skinn flettist af
við snertingu, gæti vel hafa ven
ið eg sjálfur. Þetta litla barn,
með bæði augun brunnin í burtu
við það að horfa gegn geisla-
magni sprengjunnar, gæti vel
hafa verið barnið mitt.”
Ef vandamál atom-sprengjunn-
ar er enn hulið fyrir þér, eftir
að hafa lesið frásögn Mr. Hersey,
þá lestu ihana í annað sinn. Til-
íinningin fyrir því að mannkyn-
ið verði að hefjast handa í þessu
efni og það tafarlaust, verður að
þrengja sór inn í meðvitund
þína.
Hvað á að gjöria? Hvert er
svarið? Okkur er ekki ljóst hvað
mennirnir megna að gjöra á
morgun, til að eyðileggja þenn-
an óvinafagnað.
Hver sem lausnin kann að
verða, þá er hana ekki að finna í
(hátíðlegum sáttmálsgjörðum um
bann sprengjunnar. Mannleg lof-
oið og samningar eru oft ekki
eins mikils virði og pappurinn,
sem slíkt er ritað á. Það vitum
við, okkur til sorgar og ógæfu.
Það er almenn fullyrðing og
auðskilin, að úrlausnin og örygg-
ið verði að eiga uppruna sinn í
hugarfari og hjartalagi mann-
anna. En sú fullyrðing er ekki
hið sama og ná takmarkinu.
Málið er virði okkar innstu
og ýtrustu 'krafta Eina trygging-
anvonin er í þessari einu sam-
einuðu og samvinnandi veröld,
sem okkun var lofað, þegar feður
okkar, bræður og synir vökvuðu
akurlönd heimsins með hjarta-
blóði sínu. En sú skoðun mun
verða fordæmd af mannhötur-
unum sem óákveðið og ófram-
'kvæmanlegt hugsjónaflug, en
það er slagorð er þeir hafa beitt
gegn hverri einustu góðri og
göfugri hugmynd er mannkyn-
inu hefir borist á liðnum öldum.
En þrátt fyrir hróp þeirra og
háðsyrði er einíng og samvinna
eina leiðin.
E N D I R.
Karlakór Reykjavíkur
Það mun nú mega segja, að
það sé að bera í ~"Bakkafullan
lækinn að fara að skrifa um
Karlakór Reykjavíkur, en mér
finst það ekki fjarri sanni, að
þakklætisrödd kæmi frá okkar
bygð til flokksins, því að fjöl-
margir fóru héðan úr bygðinni
til þess að sjá hann og hlýða á
hann í Winnipeg. Það hafa marg-
ir góðir gestir komið frá íslandi
í liðinni tíð og margir af þeim
á fyrri árum hafa komið hér út
1 okkar bygð — en það má nú
heita fyrir bý. Nú stranda þeir
flestir í Winnipeg, svo við á út-
kjálkunum sjáum þá aðeins á-
lengdar, ef við á annað borð
geitum komið á þá auga.
Á sviði söngs og lista er okkur
í fersku minni þeir Eggert Stef-
ánsson og Sigurður Skagfeld.
Þeir komu til okkar, og þó árin
líði þá gleymast þeir ekki, rödd
þeirna hljómfögur og sterk ómar
enn í fjarska í gegnum ómælis-
öldur rúms og tíma. Minn gamli
góðvinur, Eggert Stefánsson, er
eg heyrði hann fyrir nær aldar-
fjórðungi, hrieif mig meir en
nokkur hafði áður gjört með
söng sínum. Mér hefir alt af
fundist að mætti heimfæra á
hann vísuna í Alþingisrímunum
um hinn stórskorna íslenzka al-
þingismann, Benedikt Sveinsson:
“Hans var röddin römm og snjöll,
létt sem ofsa veður.
Eða hrynji hæztu fjöll
heljarskriðum meður.”
Röddin hans var meisitaraleg
og tilþrifin í andliti hans voru
svo stórkostieg að maður getur
enn lifað í endurminningunni.
Það var þan endurspeglun stór-
kostlegra íslenzkra náttúru-
undra.
Þá var blessaður karlinn hann
Skagfeld; hugljúfur og hreim-
fagur var söngur hans. Aldriei
gleymi eg þegar hann söng
“Erla” og konan min, sem hefir
nú vit á söng hefir aldrei þreyst
á því að vitna í Sigurð Skagfield.
ísland aískekt og einmana, með
hraun og jökla á bæði eld og ís í
efnislegum og andlegum skiln-
ingi.
Já, eg ætlaði að minnast á
Karlakór Reykjavíkur. Ekkert í
hláa tíð hefir haft eins víðtæk á-
hrif á þjóðræknisstrengi hjart-
ans hér hjá okkur, eins og fregn-
in um komu þessa söngflokks til
Winnipeg. Allir vildu fara en
a-llir gátu ekki sem vildu, en
fjöldamargir fóru og allir luku
upp sama munni, allir voru hrifn-
ir. Fjölda margir af þeim, sem
fóru hafa vit á söng og hljórm
listum — það er meir en eg get
sagt um sjálfan mig — eg get
ekki dæmt um það frá listarinn-
ar sjónarmiði, en eg get sagt
hverit mér þótti það hrífandi eða
ebki. Mér fanst söngsamkoman
frábær. Þar var samræmi og
samstilling undraverð, hljómfeg-
urð dásamleg. Guðleg tign yfir
öllu. Flokkurinn er með afbrigð-
um æfðun, hver maður er sjálfum
sér trúr og flokknum trúr, og
þjóð sinni trúr.
Sigurður Þórðarson, söngstjór-
inn, hefir dásamlegt vald yfir
flokknum; hann er heinosspek-
ingur, hann er svo yfirlætislaus
— og það hreif mig einna mest
— yfirlætisleysið er mannsins
mesta prýði, yfirlætisleysi söng-
stjórans og hvers einasta manns
í flokknum var svo áberandi/ að
það brendi sig inn í hug og sál
aillra. List, agi, einlægni. Ftokk-
urinn var með þessu marki
brendur. Hann hefir auglýst
andlegan mátt hinnar fámennu
íslenzku þjóðar betur en nokk-
uð annað hefir gjörf á liðnum ár-
um, jafnvel betur en Albert
Thorvaldsen. Heill og heiður
Karlakór Reykjavíkur, þökk
fyrir komuna og listina. Vér
óskum þess að hver einasti ís-
lenzkur einstaklinguri og íslenzk
þjóð læri af karlakórnum yfir-
lætisleysi og mannlund, sem þar
kemur fram. Islenzka þjóðin á
framsóknarbrautinni í samkepni
við aðrar sjálfstæðar þjóðir í
menningarbaráttunni er á gelgju-
skeiðinu. Á því skeiði er ein-
staklingum og þjóðum hættast
við að ofmetnast; eg vona að
frægð hennar og velgengni stígi
henni ekki til höfuðs, eg vona og
óska að hún læri af Karlakór
Reykjavíkur list í hugsun og
framsókn. Ef hennar andi verð-
ur eins yfirlætislaus, eins sann-
ur, ein fágaður, þá á þjóðin og
iandið eftir mörg spor frægðar og
frama. Þá á íslenzka þjóðin við
norðurskaut jarðar eftir að leggja
lítinn og vel tilihöggvinn stein í
ayggingu framtíðarinnar — í höll
friðar og réttlætis hinna sam-
einuðu þjóða.
Kærar þakkir til Karlakórs
Iteykjavíkur, og hugheilar ham-
ingjuóskir til hans á frægðar-
braut sinni.
G. J. Oleson,
Glenboro, Man.
Lávarðadeild brezka þingsins
Stjórnskipun Bretlands er
einstök að því er snertir ald-
ur, þróun og fjölhæfni í sam-
rœmi við ástæður á hverj-
um tíma. — Lávarðadeildin,
eða Efri deild hins brezka
þings, hefir verið virk stofn-
un í því nær níu aldir, óslit-
ið. Hana einkennir ýmisleg-
ur sérkennilegur virðuleiki,
forrétindi og afbrigði. Hún
er sístarfandi “ráð” krún-
unnar og æðsti dómstóll
ríkisins.
í þessari ritgerð lýsir
George Christ, þingfrétta-
ritari “London Daily Tele-
graph” valdi og viðfangs•
efnum þessarar sógufrægu
stofnunar.
Lávariðladeild brezka þingsins
getur talið sig elztu löggjafar-
samkundu heimsins (Hér hefir
Borið hefir á afbrýðisemi hjá
Neðri-imálstofunni til Lávarða-
deildarinnar, jafnan síðan er
þinginu var skipað í tvær deild-
irr, fyrir sex öldum. Árekstrar
hafa tíðum orðið á milli deild-
anna og náðu slíkar deilur há-
marki sínu árið 1909, þegar Lá-
varðadeildin hafnaði fjárlaga-
frumvarpi Lloyd George. Neðri
mlálstofan hélt því fram að ó-
kjörin stofnun ætti engan íhlut-
unarrétt um það að hafa, hvernig
fjár til almenningsþarfa væri afl-
að eða því e-ytt. Harðri deilu,
sem út af þessu spannst, lauk
með einum merkisatburðinum í
þróunarsögu hinnar brezku
stjórnarskipunar — Lögunum,
sem þingið samiþykti 1911 og að
því miða að rýra enn nokkuð
valdsvið deildarinnar við stöðv-
unanvald, en um leið ei hún svift
valdi til þess að gera breytingar
á eða hafna nokkrum þeim laga-
höfundurinn gleymt Alþingi
íslendinga) og fjölmennustu
þingdeild, sem til er. Hún er
einstök einnig að því leyti, að 1
henni sameinast hvorttveggja:
löggjafarvald og dómsvald — og
það í landi, þar sem lögð er á-
henzla á að haldið sé skýrum
mörkum á milli lögfræðilegra og
stjórnfræðilegra mála Nokkur-
rar mótsagnar gætir einnig í því
að til Neðrá-málstofunnar er kos-
ið við almennar kosningar, þar
sem allir jafnt karlar sem konur,
fullveðja, hafa kosningarétt, en
þingsætin í Lávarðadeildinni
gaga í erfðir, og er svo stranglega
fyriir mælt, að þar geti konur ekki
átt sæti. Háaðallegar konur, sem
öðlast hafa aðalstign fyrir eigin
verðleika, hafa árangurslaust
gert tilraunir til þess að krefjast
sæta í Lávarðadeildinni, og eru
enn í dag jafnfjariri því að fá
þeirri kröfu fullnægt, og nokkru
sinni áður.
I sérhverju öðru landi, þar sem’
á annað borð væri tekið tillit
til rökvísi í aðalatriðum stjórn-
skipunarinnar, eða landi, sem
hefði stranga, ritaða stjórnar-
skriá, mundi tæplega hafa getað
staðist kerfi með slíkum mót-
sögnum. Þó er það nú svo, eftir
að Lávarðadeild brezka þings-
ins hefir verið við lýði í röskar
átta aldir, iþá er hún enn nauð-
synlegur og þýðingarmikill þátf-
un í hinni brezku stjórnarskipun.
Satt er það að vísu, að vald þess-
arar stofnunar hefir þráfaldlega
verið rýrt, frá því á dögum Nor-
manna, þegar deildin k.om sam-
an sem “ihið mikla ráð” konungs,
en í grundvallaratriðum öllum
er samsetning hennar hin sama
og þá var, og er hún skipuð
biskupum, sem nefndir eru and-
legir lávarðar, og aðalsmönnum,
eða veraldlegum lávörðum. Fyr-
ir siðaskiftin höfðu klenkarnir
meiri hluta í deildinni, en nú
skipa þeir þar lítinn minnihluta
— eða 26 sæti af nær 800. Út-
nefning nýrra manna til aðals-
tignar ihefir aukið þingmanna-
fjöldann í deildinni um 200 á
þessari öld. Sú skipun, sem nú
hefir verið upp tekin. að útnefna
til aðalstignar afburðamenn á
ölum sviðum lífsins, svo sem at-
vinnuretkstri, listum og vísind-
um, iðnaði og verzlun, hermál-
um og stjórnmálum, hefir að
ýmsu leyti orðið til þess að setja
þann svip á Lávarðadeildina,
sem einkennir öldungadeildir eða
Efri-málstofur annara landa. Út-
nefning hérumibil f jórða hluta lá-
varðanna “í dag”, eru gerðar síð-
an árið 1800, en gamlar ættir, svo
sem Howard-arnir, Cecil-arnir
Cavendish-arnir sem verið hafa
lávarðar í margar aldir, taka enn
jafn virikan þátt í starfi stofn-
unarinnari og hinir fyrstu lávarð-
ar þessara ætta.
friumvörpum sem snerta opiriber
fjármál, og kveða svo á, að hver
þau frumvörp sem Neðri-mál-
stofan samþykkir á þremur þing-
um, skuli öðlast gildi innan
tveggja ára, og þá án samþykkis
lávarðanna, ef nauðsyn ber til.
Dómstörf hefir Lávariðadeild-
in haft með höndum jafn lengi
og hún hefir rækt löggjafanstörf-
in. En til hennar kasta kom fyrst
um dómstörf á Miðöldunum þeg-
ar dómarastörf voru framkvæmd
af konungi í “'hinu mikla ráði”
hans (The Kings Great Council).
Jafriframt því, sem kerfi laga og
dómstóla varð umfangsmeira og
flóknara, varð Lávarðaideiidin
æðsti dómstóll til áfrýjunar sem
tekur fyrir jafnt almenn mál sem
sakamál. í orði kveðnu mega all-
ir hinir 800 lávarðar taka þátt í
dómsetu deildarinnar og greiða
atkvæði um dóma. En í fram-
kvæmdinni hefir þetta skipast
svo, að nú eru um hundrað ár
síðan, að aðrir þingdeildarmenn
en þeir, sem haft bafa nauðsyn-
lega lögfræðiþekkingu, hafa ei
tekið þátt 1 þessum störfum. Lá-
varðamir myndu hafa mist úr
höndum sér þetta dómsvald fyr-
ir löngu ef þeir hefðu ekki komið
á hjá sér raimhæfu skipulagi til
þess að mynda dómstól sem nýt-
ur hinnar mestu virðingar. Vikið
hefir verið frá hinni venjulegu
erfðavenju á þann hlátt. að aðals-
tign áfrýjunar-dómaria gildir að-
eins persónulega, æfilangt. Þessir
dómarar, og þeir einir, með for-
seta LávarðadeiLdarinnar í for-
sæti, skipa þá deildina, þegar hún
situr sem áfrýjunarréttur.
SjáLfur forseti Lávarðadeildar-
innar hefir tvískift hlutverk í
deildinni, og er það ljóst dæmi
um snilli Breta í því, að sam-
ræma það, sem virðist vera ó-
samþýðanlegt. Hann er dómari
Hæstaréttar (High Court). Engu
að síður er hann flokksbundinn
stjórnmálamaður og á venjulega
sæti í ráðuneytinu og aðal-lög-
fiœðiráðunautur þess. — í fram-
kvæmdinni koma aldrei fyrir á-
reikstrar á milli lögfræðilegrar og
stjórnmáialegrar hollustu hans.
Að því Leyti er em'bætti hans ó-
bundnaia en forseta Neðri-mál-
stofunnar, að hann þarf ekki að
standa utan fiokka í stjórnmái-
um. Honum er heimilt að taka
þátt í umræðum, og gerir það
venjulega, og atkvæðisrétt hefir
hann eins og allir hinir lávarð-
arnir. Starf 'hans sem forseta er
ékki erfitt, því að lávarðarnir
halda sjálffir uppi reglu við um-
ræður í deildinni. Þá sjaldan, að
það vill til, að nauðsynlegt þykir
að “halda aftur af” einhverjum
lávarðinum, í umræðum, er bor-
in fram tillaga um, að “á hann sé
ekki hlýtt lengur (“he be no
longer heard”).
Lávarðadeildin getur enn sem
fyrrurn, verið rannsóknarréttur.
Samikvæmt fornup fyrirmælum
getur hún ein rannsakað og dæmt
mál Lávarðar, sem kærður hefir
verið ffyrir landráð eða ódæðis-
verknað. Tivö slík mál hefir deild-
in háft til meðferðar á síðastliðn-
um 40 árum. Þetta voru líka á-
berandi mál. Sérhverjum aðals-
manni er heimilt að vera við-
staddur, og þeir eru jaffnvel
hvattir til þess. Og í öllum em-
bættisskrúða eiga þeir að koma.
Að lokinni yfirheyrslu beri þeim
að rísa ún sætum sínum, hverj-
um á fætur öðrum, og fyrst sá
yngsti, og kveða upp hver sinn
úrslkurð.
Annað dómsstarf Lávarða-
deildarinnar er opinber ákæra.
Til þess er tekið í málum út af
afibrotum við ríkisvaldið, sem
venjuleg lög ná ekki yfir. Nú
orðið er það ákaflega sjaldgæft
að slík mál komi fyrir, og hefir
ekki gerst í nærfelt 150 ár. Það
er þá Neðri-málstofan, sem hefst
fyrst handa og samþykkir laga-
frumvarp (Iþingsályktunartil-
lögu) um að ákæran skuli gerð.
Síðan flytur sú deild málið til
LávarðadeiLdarinnar og er þar
ákærandinn. Lávarðarnir taka
þar til meðferðar sem er hvort-
tveggja í senn rannsókn og dóm-
ur. — Fálkinn.
NÝ JARÐYRKJUVERKFÆRI
Borgið fyrir þau með
JARÐABÓTALANI
sem endurgreiðist með þægilegum afborgunum
Jarðabótaián, sem notast geta til margra nytsamiegra
hluta, eru fáanleg hjá Royai bankanum og öilum úti-
búum hans. Notið tækifærið sem þessi ágætu lánskjör
bjóða til þess að hressa upp á eignir yðar og auka á
lífsánægju yðar. Umbætur á og viðauki við nýjar
byggingar má einnig gjöra með þessum lánspeningum.
THE ROYAL BANK OF CANADA