Lögberg - 02.01.1947, Blaðsíða 4

Lögberg - 02.01.1947, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. JANÚAR, 1947 ------------logberg--------------------- Crefið út hvern flmtuclag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Largent Ave., Winnipeg, Manirtoba Utanáakrift ritstjórana: EDITOR LÖGBERG <95 Sargent Ave., Wlnnipeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbía Preee, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, \ Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 »04 Viturleg forsjá Þegar horft er um öxl við núverandi áramót, og afkoma þjóðarbúaskaparins í þessu landi athuguð, kemur það brátt í Ijós, hve vel hefir tekist til um forustu mannfélagsmálanna í heild; að vísu hefir nokkuð vantað á, að æskilegur vinnufriður héldist út alt hið nýliðna ár, þótt ekki væri verkföll hér nema smá- < mynd af öllum þeim ósköpum, sem á gengu með nágrannaþjóð vorri sunnan landamæranna, að eigi sé þar fleira til- greint, en linkolaverkfallið síðasta, er komið var á fremsta hlunn með að stofna amerísku þjóðinni í óútreiknan- legan háska. í ýmsum tilfellum eru verkföll eigi ' aðeins réttlætanleg, heldur hvorki meira né minna en óumflýjanleg, ef svo hagar til, að hinum vinnandi stéttum er bein- línis synjað um aðgang að heilsusam- legum lífsskilyrðum og skýlaus sam- takaréttur þeirra kaldhranalega fyrir borð borinn; stjórn þessa lands hefir þráfaldlega leitt það í ljós, að jafnvel hinum alvarlegustu ágreiningsmálum má ráða til happasælla lykta, séu sam- komulags tilraunir grundvallaðar á rétt- lætisvitund og fullri hreinskilni. Það er engin tilviljun, að núverandi forsætisráðherra þessarar þjóðar, Mr. King, hefir fengið það orð á sig, að vera einn hinn réttsýnasti sáttasemjari, er þjóðin fram að þessu hefir eignast; hann var kornungur maður, er hann tók að gefa sig við málefnum verkamanna; hann lagði grundvöll að stofnun verka- málaráðuneytisins í þessu landi, og varð hinn fyrsti verkamálaráðherra í stjórn landsins; hann átti nýverið sjötíu og tveggja ára afmæli, og hefir við vaxandi orðstír gegnt stjórnarforustunni í tutt- ugu ár; hann er enn hinn ernasti og lík- legur til góðra nytjaverka Fjárhagur canadisku þjóðarinnar stendur í miklum blóma; í stað þess að skattar hækki eins og viðgengst svo víða annars staðar, hefir hinn nýi fjár- málaráðherra, Mr. Abbott, tilkynt ný- lega, að bensín-skattur sá, er sam- bandsstjórn lagði á og innheimti meðan á stríðinu stóð, sé nú numinn úr gildi; sá skattur nam þremur af hundraði; þá er það nú og jafnframt víst, að tekju- skattur lækki að mun, einkum á þeim, er lægstra tekna njóta; svo átti það líka að vera. Þá hefir nú og náðst samkomulag milli sambandsstjórnar og ýmissa hinna einstöku fylkja varðandi nýjan skatta- málagrundvöll, hagkvænaari og sann- gjarnari, en áður viðgekst; að þessum nýja sáttmála, hafa þegar gengið stjórnir Manitoba, Saskatchewan, New Brunswick, Prince EJdward Island og British Columbia; hlutaðeigandi skatta- málasáttmáli verður vitanlega að öðlast staðfesting hlutaðeigandi fylkisþinga, áður en hann gengur í gildi, og mun slíkt auðsótt verða; þetta og margt fleira hefir unnist á, og það á einu einasta ári, sem óhjákvæmilega styrkir þjóðarbú- skapinn í heild og skapar honum örugga kjölfestu. I Quebec og Ontario hvílir enn myrk- ur yfir djúpinu varðandi lausn skatta- málanna; þeir sitja þar enn við sama heygarðshorn, hjúpaðir miðaldamyrkri, þeir Mr. Duplessis og Col. Drew. þó farið sé þeim nú að súrna sjáldur í auga; nú krefjst þeir þess óðir og uppvægir, að Mr. King kveðji enn á ný til millifylkja- fundar, þó vitað sé, að það væri einungis þeir,'er ábyrgðina á því bæri, hvernig síðasti Ottawafundur um þessi mál, fór átakanlega út um þúfur. Mr. King hefir ótvírætt gefið í skyn, að hann muni láta þenna nýja goluþyt áminstra aftur- haldspostula sig litlu skifta; en hitt sé þeim vitanlega guðvelkomið. að hefja við sambandsstjórn nær sem vera vilji, sérstakar samkomulagstilraunir, eins og mörg hinna fylkjanna þegar hafi gert, þar sem fult samkomulag hafi náðst; ekki er það óhugsanlegt, að þeir Mr. Duplessis og Col. Drew, verði til þess knúðir, að lækka eitthvað seglin áður en langt um líður. — Vér, sem þetta fagra og ágæta iand byggjum, höfum til þess gilda ástæðu, að fagna vonglaðir hinu nýja ári, sem nú hefir rétt verið hringt inn; þeir, sem land þetta erfa, fá mikið í arf, og von- andi er, að þeir vaki yfir velferð þess; að elska land sitt og vinna að samtíðar- og framtíðar velferð þess, er í sjálfu sér engin dygð, heldur hvorki meira né minna en siðferðisleg skylda. — Við þessi áramót stefnir hugur vor jafnframt til stofnþjóðarinnar í austri, sem vér líka erum tengdir órofaböndum við; hinnar fámennu stórþjóðar, sem ráðið hefir margar flóknar gátur, og nú fæst við mikil verkefni sem alfrjáls þjóð. Canada þjóðin og íslenzka þjóðin eru tengdar böndum blóðs og órjúfandi vináttu; megi hollvættir hvorrar um sig, blessa samstarf þeirra ár eftir ár og öld fram af öld! Að svo mæltu flytur Lögberg íslend- ingum vestan hafs og aust.an, hugheilar óskir um giftusamlegt og gleðilegt ár! Minningabrot úr íslandsförinni 1946 Eftir EINAR P. JÓNSSON Við risum snemma úr rekkju morg- uninn eftir og gengum niður að Tjörn- inni; en sú dýrðarblíða! “Himininn heiður og blár. hafið var skínandi bjart.” Eg veitti því skjótt eftirtekt, hvílík- um feikna stakkaskiftum Reykjavík hafði tekið meðan eg dvaldi erlendis; nú var Ingólfsbær orðinn að nýtízku- borg með nálega fimtíu þúsundum íbúa; eg sá, að nú var komin óslitin bygð alla leið inn að Lauganesi, suður að Öskju- hlíð og Skerjafirði, og fram á Seltjarnar- nes, nú voru öll hús gerð úr steinsteypu, og mörg þeirra geisistór; nánari lýsing á Reykjavík verður að bíða betri tíma; við urðum að hafa hraðan við, því við áttum von á nokkurum blaðamönnum á Stúdentagarðinn, sem höfðu boðið okkur vestangestum til morgunverðar; það var okkur ósegjanlegt ánægjuefni, að hitta þessa kátu kollega; þetta voru flest kornungir menn, nýsveinar í skóla blaðamenskunnar, að undanteknum Vilhjálmi S. Vilhjálmssyni, sem gengur undir nafninu Hannes á hominu í smá- letursdálkum sínum í Alþýðublaðinu; hann er miðaldra maður, sem auk snjallrar blaðamensku, er að ryðja sér braut sem rithöfundur; hann vildi óður og uppvægur skrúfa út úr mér vísu, fyrstu vísuna, sem eg hefði gert, eftir að til landsins kom; eg hafði lítið af þessháttar dóti á hraðbergi, þó honum í rauninni hefði verið guðvelkomið að fá eftirgreinda stöku, sem eg mundi þá ekki í svipinn: Eftir nýjan næturfrið nóg er enn að dreyma: skrítnast þó að vakna við að vera gestur heima. Mér fanst eg kannast undir eins við einn hinna ungu blaðamanna, þótt eigi hefði fundum okkar áður borið saman, en þessi maður var Guðmundur Ás- mundsson, sonur vinar míns og bekkjar- bróður, Ásmundar Guðmundssonar pró- fessors í guðfræði við Háskóla íslands. Biskup íslands kynnti okkur fyrir blaða- mönnunum; marga fleiri blaðamenn hitti eg á ferðalaginu, svo sem hinn að- kvæðamikla ritstjóra Morgunblaðsins, Valtýr Stefánsson, sem mér var að góðu kunnur frá fyrri dögum; hann bauð mér tvisvar heim, og auðsýndi mér mikla vinsemd. Að loknum morgunverðinum á Stú- dentagarðinum, og nokkurt rabb við þenna vingjarnlega og glaðværa blaða- mannahóp, skildu vegir, því áður en langt um liði, áttum við að vera viðbúin til Þingvallafarar. Á tilteknum tíma, var stór og mikill ferðamannabíll kominn að Stúdenta- garðinum, og nú var umsvifalaust lagt af stað; auk okkar boðsgestanna að vestan, tóku þátt í förinni biskup ís- lands og kona hans, frú Guðrún Péturs- dóttir frá Hrólfsskála á Seltjarnarnesi, cand. theol. Pétur Sigur- geirsson, Árni Óla blaða- ínaður, Ófeigur J. Ófeigs- son, læknir og frú hans Ragnhildur Ásgeirsdóttir frá Hvammi í Dölum, Hen- rik Björnsson og frú hans Gígja, systurdóttir Einars Jónssonar frá Galtafelli, og Dr. Helgi P. Briem aðal- ræðismaður frá New York, er dvaldi heima ásamt frú sinni og dóttur nokkrar vik ur af sumrinu; þetta voru hinir ákjósanlegustu ferða- félagar og varð því brátt glatt á hjalla; jafnskjótt og upp úr borginni kom, var byrjað að taka lagið; bisk- upinn, sem er söngvinn með ágætum, lét ekki sinn hlut eftir liggja. Milli Reykjavíkur og Þingvalla, er nú aðeins klukkustundar bílakstur. Nýi Þingvallavegurinn, sem er um alt hinn ágæt- asti, liggur upp Mosfells- dalinn; er þar stórfagurt um að litast, og nýrækt svo víðtæk, að sveitin má telj- ast ein óslitin túnbreiða; þar er allur heyskapur unn- mn með nýtízku búnaðar- vélum; ein klukkustund er ekki lengi að líða þegar alt leikur í lyndi, og áður en varði glampaði á djúpblátt Þingvallavatn, og þarna blasti Skjaldbreiður við; hvílík litbrigði, hvílíkir ör æfatöfrar! Nú var ekið ofan í Al- mannagjá; þar stigum við út úr bílnum og lituðumst um; ljóðlínur úr kvæði Jón- asar' flögruðu um huga minn: “Gat ei nema Guð og eldur gert svo dýrðlegt furðu verk.” Brátt var haldið til Lög- bergs; biskupinn bauð okk- ur með fagurri ræðu, vel komin á hinn heilaga stað, hjartastað íslenzku þjóðar innar, en prófessor Matt- hías Þórðarson, sem þar kom til móts við okkur, flutti vísindalegt og sögu- legt erindi um hinn forna og fágæta þingstað; við skoðuðum því næst Öxarár- foss og Drekkingarhyl, en svo var haldið til Valhallar, þar sem okkur hafði verið fyrirbúin ríkmannleg og vegleg veizla; skipaði bisk- up forsæti í veizlunni; eg hafði oft komið á Þingvöll áður, en ekki minnist eg að hafa orðið jafn djúpsnort- inn fyr; nú sá eg og fann, að alfrjáls þjóð átti þenna undursamlega stað; í hvaða átt, sem litið var, blakti við krossfáni hins íslenzka lýð- ríkis; yfir Valhöll, yfir veizluborðunum og yfir hin- um sífjölgandi sumarbú- stöðum vestur með Þing- vallavatni; mér komu í hug orð Dr. Nordals, þar sem hann á ógleymanlegan hátt lýsir fullkomnun Þingvalla- helginnar, og telur þar ekk- ert á vanta nema ef vera skyldi það, að sjálf Fjall- ræðan var ekki uppruna- lega flutt þar. — Um þær mundir er borð- um var hrundið, var dagur kominn að kveldi og innan stundar haldið heim á leið; Útsýnið yfir Faxaflóa og Kjalarnesþing, er vestur á heiðarbrúnina kom, líður okkur aldrei úr minni; blámi hafsins, tign Esjunn- ar og töfrar Snæfellsjökuls í kveldljómanum, runnu saman í eitt hrífandi mál- verk, málverk, sem Guð einn gat hugsað upp og skapað! Nú staðnæmdist bíllinn við Stúdentagarðinn; Þing- vallaförinni hinni fyrri i heimsókninni til íslands, var lokið. Við kvöddum svo Gamla skólahúsið á Akranesi brann til kaldra kola í gær Bókasafn Akraness, 3500 bindi alls, var geymt í skólahúsinu. Gamla skólalhúsið á Akranesi brann til kaldra kola í gærdag. Kom upp eldur í húsinu um klukkan 12.15 og varð iþegar af því bál mikið, því að innviðir hússins og gafl voru úr tré, en útveggir voru hlaðnii úr grá- grýti. Um hríð stafaði tveim öðr- um húsum mikil hætta af brun- anum, húsunum Vesturgötu 59 og 61. Lá við, að byrjað yrði að flytja fólk úr Vesturgötu 59, en af því varð þó ekki, því að slökkviliðinu tófest að bjarga .húsunum. Veður var vont, hvasst og rigning. Sjö stúlkur og feenslukona þeirra, Elinborg Aðalbjarnar- dóttir, voru í skólahúsinu, þegar eldurinn kom upp. Voru stúlk- urnar að koma úr handavinnu- tíma, er þær urðu eldsins varar, og tókst þedim öllum að komast út, en sumar mistu yfirhafnir sínar og stígvél. í skólahúsinu var ennfremur geymt bókasafn Akraness, 3,500 bindi, og brann það alt inni. Var þetta gamalt safn, sem aðallega átti íslenzkar bækur, og var það vátrygt fyrir 120,000 krónur. Eldsupptök. Eldurinn mun hafa komið upp á þann hátt, að gassprenging varð í olíuofni í einni af þrem kenslustofuim hússins. Segir kenslukonan, Elinborg Aðal- bjarnardóttir svo frá, að 'hún hafi vini okkar og samferða- menn, og buðum þeim á landsvísu góða nótt. Við hjónin gátum ekki undir neinum kringum- stæðum gengið þegar til hvílu; okkur langaði til að njóta sem lengst þessarar óviðjafnanlegu kvelddýrð heyrt dynk rétt áður en hún og stúlkurnar hafi farið út úr stofu sinni, og hafi þá sót lagt út úr feolaofni, sem var í þeirra stofu. Þegar Iþær feomu fram á gang. urðu þær eldsins varar og björg- uðu sér út. Gamla skólahúsið var bygt 1882. Var það ein hæð hlaðin úr grágrýti, en gafl úr timbri, og ris bygt ofan á. í húsinu voru þrjár kenslustofur, tvær handa- vinnustofur og ein smábama- stofa. Auk þess var þarna bóka- safn Akraness, 3,500 bindi, og brann það alt inni, sem áður get- ur. Bókavörður þess var Svein- björn Oddsson. Brunatrygging safnsins hafði nýlega verið nækfeuð nokkuð. í stærstu stofunni, sem var niðri, var geymt barnabókasafn, og tókst slökkviliði og öðrum, sem til hjálpar komu, að bjarga því út úr húsinu, láður en eldur- inn næði til þess Auk bókasafnsins voru í skóla- núsinu bófebandstæki og bursta- gerðartæki, sem notuð voru við kenslu, svo og alt efni skólans til handavinnu í vetur. Stúlkurnar sjö. Það er álit manna á Akra- nesi, að stórslys hefði getað orð- ið, ef olíuofninn hefði sprungið meðan börn voru í stofunni, sem hann var í. Var daglega þrísetið í handavinnustofurnar, og jafnan þarna inni 12—15 piltar. Að þessu sinni voru þarna að- eins stúlkurnar sjö, sem áður gat. Vom þær rétt á leið úr tíma, þegar þær urðu eldloganna varar og þustu þær út, kápulausar og su-mar á sokkunum. Varð sumum stúlkunum allmikið urn þetta, en ekki meiddist nein þeirra. Þetta er hið mesta tjón fyrir barnaskólann á Akranesi. Þrengsli hafa verið svo mikil í skólanum, að leigt hefir verið herbergi úti í bæ til kenslu. Nú missir skólinn handiðnastofur sínar tvær og smábarnastofu, svo að ástandið versnar enn. —Alþbl. 5. des. ar; við gengum niður að höfninni, dáleidd af þeirri undrafegurð, er hvarvetna blasti við, og við komum ekki heim á Stúdentagarð- inn fyr en löngu eftir mið- nætti. Framh. Minnist RETEL í erfðaskrám yðar • Innköllunar menn LÖGBERGS Amaranth, Man. B. G. Kjartanson Akra, N. Dák Joe Northfield Backoo, N. Dakota. Árborg, Man K. N. S. Fridfinnson Árnes, Man M. Einarsson Baldur, Man. O. Anderson Bellingham, Wash. Árni Símonarson Blaine, Wash Árni Símonarson Boston, Mass Palmi Sigurdson 384 Newbury St. Cavalier, N. Dak Joe Northfield Cypress River, Man O. Anderson Churchbridge, Sask S. S. Christopherson Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson Elfros, Sask Mrs. J. H. Goodmundson Garðar, N. Dak. Páll B. Olafson Gerald, Sask C. Paulson Geysir, Man. K. N. S. Friðfinnson Gimli, Man O. N. Kárdal Glenboro, Man O. Anderson Hallson, N. Dak Páll B. Olafson Hnausa, Man .... K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man O. N. Kárdal Langruth, Man. John Valdimarson Leslie, Sask. Jón Ólafsson Lundar, Man Dan. Lindal Mountain, N. Dak. Páll B. Olafson Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal Riverton, Man K. N. S. Friðfinnson Seattle, Wash. J. J. Middal 6522 Dibble N.W., Seattle, 7, Wash. Selkirk, Man. Mrs. V. Johnson Tantallon, Sask J. Kr. Johnson Vancouver, B.C F. O. Lyngdal 5975 Sherbrooke St., Vancouver, B.C. Víðir, Man. K. N. S. Friðfinnson Westbourne, Man Jón Valdimarson Winnipeg Beach, Man. O. N. Kárdal •

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.