Lögberg - 16.01.1947, Blaðsíða 3

Lögberg - 16.01.1947, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. JANIÍAR, 1947 3 Frá kvöldvökufélaginu “Nemo” á Gimli. Erfiður sólarhnngur ERLENDUR GUÐMUNDSSON þýdái (Framh.) “Góðan dag, Jackson,” svaraði hann og tók í hönd unga manns- ins. Þetta var stéttaribróðir hans við blaðið “Westerner.” “Eg ætla eklcert að fara,” og stakk auglýsingablöðunum í vasann. Eg lofaði að færa Ross þær, þeg- ar eg fór fram hjá. Hvert ætlið þér?” Til Riviera. Eg fer með lest- inni 2:45 frá Gharing Cross,” sagði maðurinn. Börn hamingjunnar,” sagði Carroll. Hvað eruð þér að hafast að hér?” Ekkert, sem stendur, nema að eyða tímanum,” sagði Carroll. Komdu með mér og við sikul- um drekka úr einu staupi,” sagði maðurinn. Freistingin var svo mikil fyrir blaðamanninn, að 'hann varð að beita öllum viljakrafti sínurn til að vinna sigur. Nei, þakka fyrir,” svaraði hann. “Eg hefi nú þegar fengið mér hressingu.” Hann þóttist þurfa að gefa afsökun fyrir neit- uninni. Þeir gengu út á gangstéttina. Þá var klukkan í St. Páls kirkj- unni eitt kortér yfir eitt. Hafið þér borðað morgun- verð?” spurði Jackson. “Nei.” Komið þá með mér upp til Gattis og borðið með mér steik, því nú get eg ekki séð yður í þrjár viikur.” Nei, þökk, gamli vinur, eg hefi enga matarlyst.” Og þetta var satt, því hann þjáðist ekki framar af matar- longun, heldur jafnri óhægð er lagðist á öll innýflin. « Carroll (hafði þjáðst mikið á sal og líkama og nú þráði hann mest að komast eitthvað í burt °g fara að skrifa. Þetta er leiðinlegt,” sagði Jackson, “þér iverðið að jafna yður, annars getið þér ekki notið uxa-steikarinnar og plómu-búð- ingsins og alls annars sælgætis á morgun.” “Það geri eg nú sjálfsagt,” svaraði Carroll innilegur, en — þá mintist hann þess að út af iþví gæti borið, ef hann leitaði að drengnum með þunnleita og föla andlitið, er hann sæti við borðið með silfurbúnaðinn og postulínið og blómin. Jmja, verið þá sælir og gleði- leg jól!” Á sama hátt frá mér,” svar- aði Carroll, “verið sælir, en bíðið ofurlítið.” “Hvað var það?” Charlie Carroll hafði komið auga á litla drenginn, sem hann hafði verið að hugsa um allan daginn, og að hann kom til þeirra. Eg ætla hvorki að borða morg- unverð, drekka né reýkja, en eg ætla að segja yður hvað þér getið gert fyrir mig. Gefið litla drengn- um þarna 2 shillings,” og hann tók í öxlina á piltinum og sneri andlitinu að Jackson. ‘Hvað”, sagði hann hikandi, seildist ofan í vasann og fékk drengnum 2Yz shillings. Dreng- urinn tók mögru hendinni utan um peningana öllu afli, þakkaði i hálfum hljóðum með öndina í hálsinum, laut svo undir hand- legginn á Carroll, og hélt svo þráðbeint yfir strætið, gegnum þvöguna af allskonar vögnum og var horfinn. “Þakka þér fyrir, gamli vinur,” sagði Carroll en þetta eru jólin eins og þér vitið,” bætti hann við. Jaékson stóð kyr og var að undrast yfir að jólin höfðu ekki^ homið Carroll — sem var göfug- ur maður — til að gefa drengn- um úr sjálfs síns vasa. Svo kom ráðaleysis þögn, þar ^il Jackson sagði: “Er það áreið- anlegt að þér ekki viljið borða hiörgunvierð?” “Já, það vil eg ekki, en þakka yður fyrir.” “Verið þá sælir. Og eg borða á gildaskálanum.” Hann ikallaði svo á keyrsluvagn stökk upp í hann og var að fara af stað þegar Carroll stöðvaði hann og sagði: “Hafið þér rit- blý?” “Já, og þó þér þyrftuð 6,” og dró leðurhylki upp úr vestisvas- anum. “Þökk, verið sælir.” “Verið sælir.” Vagninn ók af stað, en Carroll gekk í hægðum sínum upp Lud- gate hæðina, beygði svo inn að St. Páls kiiikjugarðinum, þar nam hann staðar augnablik og horfði á hóp af iðjuleysingjum, sem voru að fleygja brauði fyrir dúf- urnar. Þaðan gekk hann suður fyrir kiikjuna, tók krippluðu auglýsingarnar up úr vasanum og slétti úr brotunum á gráu steinunum, sem stóðu upp úr jarðveginum, og tók að skrifa. Hann hélt iþví áfram til þess að einstöku frostlaus snjókom fóru að falla á pappírinn, þá stóð hann upp og hélt út á strætið. Þar nam hann staðar fyrir fram- an vestur-inngang kirkjunnar. Það ivar ikomið undir rökkur. Það var kveikt á strætaljóskerunum, og ofan alla Ludgate-hæð mynd- uðust síhvikir ljósblettir á verzl- unarhúsunum og úti á votu strætin steinlögðu. Loksins hélt hann þó í norður. Hann vildi um fram alt sneiða hjá þeim stræt- um er hann gat búist við að rek- ast á kunningja sína og stéttar- bræður, sem færu að bjóða hon- um eitthvað af því er hann yrði að neita. Hann gekk inn í völundar- húsa þyrpingar með þröngum strætum, er stefndu út til St. Lúkas. Snjókornin drifu nú þéttara, og voru ekki orðin mjúk eins og áður, heldur hagllkend, og drifu niður viðstöðulaust. Kaf- aldið skall framan í hann í storm- inum og settust fyrir í fötunum. Og enn nam hann staðar við glugga á leikfangabúð, sem skreytt var allavega litum þýzk- 'Um vörum, og skrauti á jólatré, papírsflöggum, japönskum ljós- berum úr pappír, og um 6 ódýrar brúður, sem störðu stóru aug- unium galopnum í kringlóttu andlitunum, eins og þær væru að hugsa: “Þetta er ljóta veðrið.” Fyrir framan búðina stóð hóp- ur af krökkum í rifnum föturn, sem ekki skeyttu veðrinu eður kafaldinu og flöttu nefin á rúð- unum, og döggvuðu þær með anda sínum. “Hverja vildir |þú helzt, Lísa? Marnrna ætlar að kaupa mér eina,” spurði ein stúlkan, sem hefði getað verið fríð unglings- stúlka undir betri kjörum. “Þá með rauðbleika hattinn og í gula kjólnum,” svaraði sú er diæma átti. “Mér liízt bezt á þá litlu svörtu með gúmmí-andlitið,” sagði sú minsta í hópnum, en eg á enga mömmu er getur keypt brúðu hana mér.” Hún sagði þetta í gremjuróm, eins og móðurleysið s'kildi henni eftir engan söknuð, heldur gremju. Carroll stakk hendinni ofan í vasann og það hafði hann gert oft þenna dag, og í hvert sikifti fundið að hann var tómur, en aldrei gat hann sigrast á gamla vananum, og enn varð honum ónotalegt fyrir hjiartanu. Hann sneri sér við og hélt áfram í snjó- hríðinni. Þetta var “gamaldags vetur” sem munaði um. London var orðin að mannlausri borg. Klukk- an var að ganga fjögur þegar fyrstu snjókornin komu, en þeg- ar klukkan var 5, voru strætin illfær og næstum mannlaus. Carnoll gðkk inn í dyraskjól og stóð þar í tvo klukfcutíima eður til kl. 10. Aðeins 2 klukkutímar eft- ir til lausnarinnar, en guð hjálpi þeim, sem verða að halda þetta út í alla nótt, hugsaði hann. Honum var það ekki ljóst hvernig þessir tveir klukkutímar liðu, sieinna hafði hann óljósa endurminningu um, að hann hefði .gengið ofan á uppfylling- una við Thems og starað út á svartan árflötinn. Þegar vart var eftir hálfur kiukkutimi til þess að ætlunar- verki hans væri lokið, var hann enn staddur á horninu á South- hamton 'Street, þá sá hann hvar á móti sér fcom vafrandi konu- mynd. Þetta var þá ung stúlka, klædd skjóllitlum fötum og fá- tæklegum. Yfirhöfnin og hatt- urinn var Ihvítt af drífunni, og hún var niáhvít í framan af kuld- anum. Hún eigraði áfram og barst ýmsa vegu, eftir því sem hún barst til í storminum. Hún riðaði og var nærri dott- in, þegar hún komst þangað sem Carroll beið á strætishorninu. í sama bili var hann kominn að hlið hennar. “Fyrirgefið,” sagði hann, “þér eruð veikar, og —” “Nei.” tók hún fram í, er hún sá hann standa framrni fyrir sér með hattinn í hendinni, og 'hár- ið snjódrifið. “Þetta er ekkert, eg er aðeins þreytt.” “En þér ættuð iekki að vera úti að nóttu til 'í slífcu veðri,” hélt hann áfram er hann leit í andlit hennar og sá að þetta var ung stúlka, sem hlaut að vera ókunn- ug skuggahliðum lífsins. “Og ef þér eigið erindi, get eg leyst það af (hendi fyrir yður.” . “Eg er nú á heimleið,” svaraði hún, “þér eruð mjög stiimamjúk- ur. Eg hefi átt erfiðan dag í dag —” 1 sama bili hné hún niður. Klukkan sló hálftólf, þegar hann stóð með stúlkuna í yfirliði í fanginu, og keyrsluvagn, sem tafist hafði, ók fram hjá. Hann stöðvaði vagninn og lyfti stúlkunni upp í hann. — Skrif- stofa dagblaðsins Fleet Str.,” sagði hann — flýtið þér ferðinni sem yður er mögulegt.” Hestunum gekk afar þungt að hafa sig áfram í ófærðinni og veðrinu. Unga stúlkan var sem liðið lík er Carroll bar hana í fanginu inn í skrifstofuna og setti hana í stól yfinmannsins. Enginn var í skrifstofunni, en í einu hominu gat að líta sjón þá er minti unga manninn á hungr- ið, sem hann því náer hafði gleymt, Iþað var dúkbreitt bveld- verðarborð, steiktur kjúklingur, svínakjöt, tunga, smjör, brauð, ostur og salat. Máltíð, sem hæft hefði prinsi fremur en banhungr- uðum flæking, og sín hvoru megin stóð kampavínsflaska. Það voru þær, sem vöktu framkvæmd ina,'og á augabragði hafði Carröll brotið stútinn af annar með eld- tönginni, og helti í staup og bar að vörum stúlkunnar. “Alt gengur vel,” sagði hann þýðlega. “Þér eruð komnar á skrifstofu mína, sem er skrifstofa “Dag- blaðsins”. Þér munuð vita, að það leið yfir yður í sama mund og við fundumst. Hafið engar áhyggjur, 'bvílið yður ofurlítið, svo ætla eg að senda eftir vagni til að afca yður heim”----- Hún sagði aðeins: “Þökk.” Þá datt Carroll nýtt í hug: “Viljið þér borða?” Hann talaði hratt, eins og hann byggist við að spurningin ætti illa við. “Eg er nærri dáin úr hungri,” svaraði hún blátt áfram, áður en hann hafði tíma til að spyrja sjálfan sig að. hvort hann ekki gerðist óleyfilega djarfur, hafði hann tekið hana úr stólnum og sett við borðið, og stóð nú með (hníf og gaffal í hendinni, og horfði spyrjandi á hana. “Viljið þór kjúkling og sneið af svíns- læri?” “Kjúkling, svínakjöt og tungu. Þökk.” svaraði hún og byrjaði að borða sneiðina. “Þér hljótið að vera ákaflega hungruð,” sagði hann ósjálfrátt. “Eg hefi ekki bragðað mat í 24 klukkutáma,” svaraði hún. “Tuttugu og fjóra klukku- táma,” enidurtók hann með inni- legri hluttekningu, og hafði nú gleymt að hann hafði fastað jafn- lengi. Aumingja litla stúlkan,— tuttugu og fjóra (klukkutíma, og þetta er London, og þetta er sið- jnenningin------” Já,” svaraði hún og horfði framan í ihann, það er London, stærsta, ríkasta og grimmasta borg heimsins, hvað hefði orðið af mérí nótt, ef þér hefðuð ekki verið sá góði Samaríti? Eg hefði legið iþar sem eg hneig niður. Þér getið ekki skilið það — hélt hún áfram alvarleg, þér berið ekki í huganum allar þær Skelfingar ^em eg lí mínum huga, þér hafið aldrei verið alvarlega hungrað- ur og kominn að bana af hungri sem eg.” “Eg þekki ofurlítið til þess,” svaraði hann, og gat ekki varist brosi, um leið og hann lagði leif- arnar af kjúklingnum á sinn disk. “Gerið svo vel og byrjið,” bætti hann við og brosti. “Eg er áreið- .anlega mjög svangur, en mér finst að eg verði að sjá fyrir yðar hlut þar sem þér eruð gestur jminn.” “Hún lyfti hnífnum og forkn- um, en lagði Ihvorutveggja niður aftur og stóð upp. “Eg er nú betri og verð að fara,” sagði hún. “Fara,” hafði bar.n upp undr- pindi, starði á hana með djörfu augnaráði, stóð síðan upp með hægð, gékk til hennar og mælti: “Eg leyfi yður það ekki, eg á vini hérna. Hvað mundu þeir (Segja, ef þeir fengju að vita að eg hefði látið yður fara á þenna hátt, eftir tuttugu og fjögra klukkutíma sveltu, síðan skyld' ,uð þér í heimskulegu mikil- læti—?” “Það er ekki af því,” svaraði hún. “Eg þekki ekki nafn yðar, en------ “Eg heiti Carroll,” svaraði hann í styttingi. Hún rétti honum hendina, og hann tók í 'hana með þeim ásetn- ingi að það yrði ekki síðasta kveðjan. “Eg get ekki tekið á móti gest- risni yðar,” sagði 'hún. “Þér ætlið að eg muni vera fátækur ein- staklingur í heiminum, en eg er það efcki. Eg er ein úr útgáfu- félaginu “Morgunspegillinn.” “En hversvegna?—” “Við þurftum að fá grein á morgun: “Einn sólarhringur hæl- isleysingja í London” — og eg —” “Hafið þér sent grein yðar til blaðsins?” “Nei, eg ætlaði-----” “Afhendið mér greinina, og eg skal senda með hana. Hafið þér látið samskotalista til fá- tæklinga” fylgja greinni?” “Nei, eg mundi ekki eftir því.” “Bætið þá einum við svo að í eitt skifti séu “Dagblaðið” og “Morgunspegillinn samtaka.” — Unga stúlkan tók böggul upp ur vasa sínum og skrifaði tvær línur á síðustu ör'kina, rétti svo böggulinn til Carioll og hraðaði hann sér með hann út úr dyrun- um. Þegar hann kom aftur tveimur mínútum seinna, stóð hún í sömu sporum og þegar hann fór, og starði í eldinn. Hún sneri sér við brosandi er hún heyrði hann koma. “Eruð þér svangar?” spurði hann. “Óumræðilega,” svaraði hún. Hann benti henni á kjúkling- inn þolinmóða, svo var þögn í 5 mínútur. Þá segir hann. Eg vona að “Dagblaðið” og “Morg- unspegillinn” — það er að segja þér og eg — getum ætíð verið góðir vinir,” sagði hann. “Mín innilegasta hjartans ósk yæri------” “Gerið svo vel og réttið mer salatið,” tók hún fram í með glettni 'í augnaráðinu. —Ilustreret Familieblad. Business and Professional Cards CHRISTMAS SPECIAL!! * All photos taken on approval with no obligation — 4 Poses To Choose From — SPECIAL PRICES Phone or Write for Appoinlmeni UNIVECSAL STUDICS 292 KENNEDY ST. (Just North of Portage) — Phone 95 653 WEDDING AND BABY PHOTOS — OUH SPECIALTY H. J. STEFANSSON Life, Accident and Hcatth Insurance Representing THE GRKAT-WEST LIFE ASSURANCE COMPANY Winnipeg, Man. Phone 96)144 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDINO Telephone 97 932 Home Telephone 202 39S Talslmi 95 826 HelmiUs 63 893 DR. K. J. AUSTMANN SérfracBlngur { augna, eyma, nef og kverka slúkdðmum. 704 McARTHUR BUILDINQ Cor. Portage & Main Stofuttml: 2.00 U1 6.00 e. h. nema á laugardögtxm. DR. ROBERT BLACK BérfrœOingur i augna, ei/ma, nef og hdlssjúkdómum. 416 MEDICAL ARTS BLDQ. Graham and Kennedy St. Skrifstofustmi 93 851 Heimaslmi 42 154 ' EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. islenzkur lyfsaU Fólk getur pantaO meOul og annaO meö póeti. Fljót afgreiCsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur Ukkistur og annast um ðt- farir. Allur fltbönaOur s& beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarOa og legsteina. Skrifstofu talsiml 27 324 HelmlUs talstmi 26 444 Phone 97 291 Eve. 26 002 J. OAVIDSON Real Estate, Financial and Insurance ARGUE BROS. LIMITED Lombard Bldg., Winnipeg PPINCEXÍ MESSENGER SERVICE ViO flytjum kistur og töskur, húsgögn flr smærri tbúOum, og húsmunl af öliu t«el. 68 ALBERT ST. — WINNIPEQ Stml 25 888 C. A. Johnson, Mgr. TELEPHONE 94 358 H. J. PALMASON and Company Chartered Accountants 1101 McARTHUR BUILDINQ Winnipeg, Canada Phone 49 469 Radio Service SpeclaLlste ELECTRONIC LABS. H. THORKBLBON, Prop. Th. most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPHQ Q. F. Jonuaon, Prea. & Man. IMr. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SlMI 95 227 Wholesale Dietributore of FRB8H AND FR02sEN FISH Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Beroovitch, framkv.st]. Verzla I helldsölu meO nýjan og frosinn fisk. SOS OTONA STREET Skrlfstatml 25 356 Heima 66 461 Dr. S. J. Jóhannesson 216 RUBY STREET (Beint suOur af Banning) Talslmi 30 877 VlOtalstími 3—5 eftlr h&degl DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDQ. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and TWEED Tannlœknar H. W. TRUSTS 406 TORONTO GEN. BUILDINQ Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEQ DR. J. A. HILLSMAN Burgeon 308 MEDICAL ARTS BLDQ Phone 97 329 Dr. Charles R. Oke Tannlceknir For Appointmenta Phone 94 901 Office Hours 9—t 404 TORONTO QEN. TRU8TB BUILDINQ 283 PORTAQE AVB. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 34 555 For Quick Reliahle Bervioe J. J. SWANSON & CO. LIMITED » 308 AVENUE BLDQ WPQ. Fasteignasalar. Ledgja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgO. bifreiOaábyrgC, o. s. frv. PHONE 97 588 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LagfrceOingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BQ. Portage og Qarry St. Simi 98 291 GUNDRY PYMORE Limited Britlsh QuaUty FUh Netttng (0 VICTORIA ST., WINNIPEO Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDBOM Your patronage wlll be appreclated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing THrector Wholesale Distributors of fYiah and Frozen Flsh. 311 CHAMBERS STREHT Offlce Ph. 26 328 Ree. Ph. T1 91T H HAGBORG FUEL CO. H Dlal 21 331 (C.F.L No. 11) 21 331

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.