Lögberg - 16.01.1947, Blaðsíða 4

Lögberg - 16.01.1947, Blaðsíða 4
4 LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 16. JANÚAR, 1947 Hogberg GefíO út hvera fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 i 'argent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritatjörana: EDITOR LÖGBERG 595 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfrarn The "Lögberg" is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authonzed as Second Class Mail, Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Blindur átrúnaður Til eru menn, og þeir vafalaust marg- ir, sem finst alt bezt. sem fjarst er, og taka blekkjandi hillingar fram yfir þau verðmæti, sem þróast við bæjarvegginn heima; þeir sýnast eiga furðulega erfitt með að koma auga á þá staðreynd, að þó að fjarlægðin geri fjöllin blá, þá geri hún ekki ávalt hlutfallslega þá menn mikla, sem hjúpaðir eru mistri f jarlægð- arinnar; þeir geta verið minni menn og óhollari en hinir, sem nær oss standa og vér þekkjum betur til. Hún stendur enn óhögguð í góðu gildi, setningin gamla: “Þeir tala mest um Ólaf konung, sem hvorki hafa heyrt hann né séð.” Ætli ekki mætti svipað segja um ýmsa Stalin-dýrkendur vor á meðal, og vitaskuld marga fleiri, sem í fjarlægð við oss búa, svo sem prófast- inn af Kantaraborg? Það er vitaskuld sérmál Rússans hvaða stjórnarfar hann velur sér og býr við; það er heldur engu síður vort eigið sérmál, sem Canada byggjum, hvaða stjórnarform vér kjósum oss og búum við. Á Rússlandi ríkir algert, hernaðar- legt einræði; þar verða allir að sitja og standa eins og Stalin vill; að öðrum kosti eiga þeir það á hættu, eins og dæmin hafa sýnt, að verða teknir var- anlega úr umferð; þegar kosningar til málamynda fara fram á Rússlandi, verða allir að kjósa einn flokk — Komm- únistaflokkinn; það getur meira en ver- ið, að áminst hernaðareinræði fullnægi núverandi skapgerð rússnesku þjóðar- innar, þó það heldur sé engan veginn víst; það er enginn að amast við því, að Rússinn búi að sínu; en vér eigum líka fulla heimting á því, að hann láti oss í friði og blandi sér ekki inn í heimamál vor; slíkt hlutleysi lánaðist honum ekki, eins og njósnarmálið, sem enn stendur yfir í þessu landi, ber svo glögg merki um. Rússneska hagkerfið er orðið að blindum átrúnaði hjá sumum mönnum, svo að sjáandi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir hvorki né skilja. Stalin-dýrkendur, svo sem prófast- urinn í Kantaraborg, og þá vitaskuld þeir aðrir, er hliðstæðum augum líta á málin, fyllast helgri vandlætingu yfir því, að Bretar og Bandaríkjamenn skyldi dirfast að leita fyrir sér um bæki- stöðvar á íslandi vegna hernaðarað- gerða; en þeir minnast ekki einu orði á það, þó Rússar séu nú rétt þessa dag- ana önnum kafnir við að þröngva Norð- mönnum til að heimila þeim starfrækslu hernaðarlegra bækistöðva á Svalbarða; yfir því varð um fram alt að þegja. — Minningabrot úr Íslandsförinni 1946 Eftir EINAR P. JÓNSSON Við sváfum vært um nóttina og að loknum morgunverði gengum við hjón- in niður í bæinn; en hvað morgunloftið var hressandi, ofurlítill andblær af suðri, en ilmur trjánna í hinum mörgu skrúð- görðum umhverfis ný og reisuleg heim- ili, var áfengur og lokkandi! Við lögð- um leið okkar upp í Þingholtsstræti í því augnamiði, að líta inn á Alþýðubóka- safnið; bókavörðurinn þar, frú I>ára Pálsdóttir, var alúðarvinur okkar beggja, fögur kona, gáfuð og hið mesta trygðatröll; nú voru liðin freklega þrjá- tíu og tvö ár frá þeim tíma, er fundum okkar áður bar saman; mér fanst hún lítið sem ekkert hafa breyzt, svipurinn samur og hreinn, og sama einlægnislega brosið; árin, sem konan mín dvaldi á ís- landi, hafði tekist með henni og frú Láru djúp vinátta; stundin, sem við dvöldum í bókasafninu verður okkur ó- gleymanleg eins og svo margt annað á dvölinni heima, sem rifiaði upp fagrar minningar frá löngu liðnum árum; við hittum frú Láru nokkrum sinrium aftur, og hún var með þeim síðustji, er kvöddu okkur á Iiótel Borg, er dvölinni heima var lokið. Við notuðum þenna morgunn sem bezt við gátum til þess að skoða Þing- holtin, Laugaveginn og Hverfisgötuna, þar sem margt ber enn sinn fyrri svip; eg fann til þess hve Laugavegurinn var óhæfilega mjór fyrir alla þá miklu þröng farþega og flutningabíla, sem um hann streymir nótt sem nýtan dag; eg var að hugsa um þörfina á breiða veginum, veginum, sem hlyti að koma, hvort sem ýmsum líkaði betur eða ver; það var ný- lunda fyrir mig, að sjá á mótum Banka- strætis og Lækjartorgs, hvítglófaða lögregluþjóna skipa fyrir um umferð; en svona var nú mikill stórborgarbrag- ur kominn á Reykjavík frá því, er vegir skildust. Bftir að heim á Stúdentagaröinn kom, var síminn í sífellu að hringja, og ökkur fengin mörg símanúmer, er við átturn að kalla upp; það er lýgilegt, en engu að síður satt, að eg hafði sjaldan matfrið vegna símans; eigi aðeins úr Reykjavík, heldur utan af landsbygð- inni líka; vissulega þótti mér vænt um þetta, hvað, sem matfriðnum leið! Seinni part dags áttum við vestan- gestir, að heimsækja Bessastaði og sitja þar kaffiboð hjá forseta íslands, herra Sveini Björnssyni og hans ágætu konu, frú Georgíu Björnsson, ásamt nokkrum vinum okkar úr Reykjavík; mikið hlakk- aði eg til að heilsa upp á fornvin minn, Svein forseta heima hjá sjálfum sér; mér verður jafnan minnisstætt, hve ástúðlega hann fagnaði mér í New York 1944. Eg kom til Bessastaða í fyrsta skiftið á ævi minni á aðfangadagskvöld jóla 1904. Þá réðu ríkjum á hinu foma höf- uðbóli miklir höfðingjar. þau Skúli Thor- oddsen, einn hinn merkasti stjórnmála- maður sinnar samtíðar á íslandi, og hin elskuverða og bráðgáfaða kona hans, frú Theodóra Thoroddsen; hún er enn á lífi og fyrir löngu orðin víðkunnur rit- höfundur; sonur þeirra, Skúli, síðar sýslumaður og alþingismaður, sem lézt í blóma lífs, var bekkjarbróðir minn, og vorum við bekkjarbræður hans allir, ásamt nokkrum öðrum skólapiltum, þar á meðal Andrési Björnssyni skáldi, boðnir til Bessastaða áminst aðfanga- dagskvöld; veður var óumræðilega fag- urt heiðskírt að mestu og glaða tungls- ljós; við strákarnir vorum alveg í sjö- unda himni; alúð húsráðenda var óvið- jafnanleg; eg gleymi því aldrei hvað frú Theodóra var móðurleg og nærgætin við okkur, spaugsöm og iðandi af fjöri; þarna var kveðist á og farið í ýmis kon- ar leiki, bæði inni og úti, og sprenghleg- ið að einu og öðru. er fyrir augu og eyru bar; þar flutti Jónas skáld Guðlaugsson ræðu, sem svo var víst háfleyg, að við strákarnir vorum eins og úti á þekju. Jónas var maður skapheitur og ræðan mest um ástir; hann var þó ekki nema rúmlega sextán ára; það var gott að gista Bessastaði 1904, en það var líka engu síður unaðslegt 1946.---- Á tilteknum tíma, alveg á slaginu, var lagt af stað í Bessastaðaförina; auk okkar að vestan, tóku þátt í heimsókn- inni til forsetahjónanna, Sigurgeir bisk- up og frú Guðrún, Henrik Björnsson, og frú hans Gígja, Ófeigur J. Ófeigsson læknir og frú Ragnhildur, cand. theol. Pétur Sigurgeirsson; þetta er ekki löng leið á nútíma mælikvarða eftir að bíll- inn kom til sögunnar, og óðar en okkur varði, var ekið í hlað á Bessastöðum. Forsetahjónin buðu gesti sína hjartan- lega velkomna, og það var ekki um að villast, að allir voru brátt eins og heima hjá sér; forseti sýndi okkur staðinn; hann er manna spaugsamastur. “Það er nú kannske að fara aftan að siðun- um,” sagði hann brosandi, “að sýna ykkur fjósið fyrst, en kirkjuna á eftir, en samt ætla eg að eiga það á hætturtni að gera það.” íslenzka ríkið rekur stórbú á Bessa- stöðum, einkum kúabú; er landrækt þar orðin geisimikil; mjólkin er gerilsneydd og öll seld Landsspítalanum í Reykja- vík. Forseti þekti kýrnar með nafni, og má vel vera að hann hafi gefið þeim nafn sjálfur; hann er engu síður dýra- vinur en mannvinur. íbúðarhúsið, eða forsetabústaður- inn hefir tekið miklum stakkaskiftum á hinum síðari árum; er herbergjaskipun gerbreytt frá því í gamla daga, gólf lögð dýrindis dúkum og veggir allir skreyttir alíslenzkum málverkum. Ljósprentaðar útgáfur Lithoprents Margar fágætar bœkur og falleg listaverk Lithoprent ihefir að undan- förnu ljósprentað margar merki- legar og fágætar bækur, sem ís- lenzkum fræðum og bókmentum er miikill fengur að. Merkastar þeirra foóka, sem Lithoprent hefir ljósprentað og gefið út í ár eru Arbækur Espó- líns, 2. og 3. deild, Passíusálmar Hallgríms Péturssonar, Sálmar Kolbeins Grímssonar, Rubáiyát, o. fl. Passíusálmarnir. Þessa dagana er að koma á markaðinn ein fegursta ljósprent- un, sem gerð hefir verið hér á landi, en það er ljósprentun á eiginlhandar-handriti Hallgríms prests Péturssonar að Passíu- sálmunum. Handrit þetta sendi Ihöfundurinn Ragnheiði Brynj- ólfsdóttur biskups í Skálholti að gjöf Bókin er í stóru broti, prentuð á forkunnar góðan pappir og 'bundin í alskinn. Hefir í engu verið sparað að gera útgáfuna sem fegursta. Árbækur Espólíns. Fyrir þremur árurn hóf Litho- prent útgáfu á hinum stórmerku Árbókum Jóns sýslumanns Espó- líns, rit sem enginn sögu-unnandi maður telur sig geta án verið, en hefir þó verið ófáanlegt um ára- tugi. Að dráttur verð á framhaldi þessarar ljósprentuðu útgáfu Sveinn forseti á afarmik- ið safn erlendra og ís- lenzkra bóka, auk merki- legra handrita; hann sýndi okkur ýmislegt af því, er honum þótti markverðast í safni sínu, og gekk að sér- hverri bók eins og þaulæfð- ur bókavörður; sumsstaðar er það hinn gylti bókakjöl- ur, sem nýtur mestrar virð- ingar; hjá forseta Islands er það innihaldið, sem mestu máli skiptir. Bftir að hafa notið rík- mannlegra veitinga í hinu ástúðlega umhverfi forseta hjónanna, skoðuðum við hina fallegu kirkju staðar- ins, staðnæmdist eg stund- arkorn, ásamt Sveini for- seta við leiði Gríms skálds Thomsen og frú Jakobínu, en þau sátu um langt skeið þenna sögufræga stað. Ljóðlínum Gríms um Fjall- konuna skaut upp í huga mínum: “Enginn falli ærugalli á hana þá, bægjum allir bölvi frá. Eilífra fjalla á offurstalli uni gyðjan há, hýr og björt á brá.” Bg hafði orð á þessu við forsetann, og mig minnir að honum félli orð á þessa leið: “Þannig ættu allir syn- ir íslands að elska landið sitt.” Eg fann að djúp al vara lá orðunum að baki, og eg fann til þess líka, hve íslenzka þjóðin var gæfu- söm, að eiga jafn vitran dréngskaparmann í forseta stól eins og Sveinn Björns- son ómótmælanlega er. Nú var drukkin skilnað- arskál og skiptst á kveðj- um; hinar ástúðlegu við- tökur forsetahjónanna verða okkur ávalt samferða í endurminningunni, sem sólskinsblettur í heiði; ferðin til Reykjavíkur gekk greitt, og um kvöldið sátum við ánægjulega veizlu á heimili þeirra Jónasar út- varpsstjóra Þorbergssonar og hinnar bráðskemtilegu frúar hans, og var þar í anda og sannleika glatt á hjalla. stafaði af því að pappír var ó- fáanlegur þar til nú fyrir skemstu, og er 2. og 3. deild ný- lega komin á markaðinn, en ver- ið er að hefta 4. og 5. deild. A- kveðið er að hinar sjö deildirnar komi út á næsta ári Ljósprentunin er að því leyti sérstaklega merkileg, að foún er gerð af eintaki Jóns Espólíns sjálifs, en í það skrifaði hann ýmsar leiðréttingar og afhuga- semdir eftir að bókin var full- prentuð. Kolbeinskver. Nýlega kom á markaðinn ljós- prentun á sálmum Koibeins Gr ímssonar og var stuðst við tvö handrit, annað úr Landsbóka- safninu, hitt úr Háskólabóka- safninu. Bókin var aðeins gefin út í 300 tölusettum eintökum og er bundin í alskinn. Rubáiyát. Þessu skáldverki hafa ýms höfuðskáld vor og beztu ljóða- þýðarar spreytt sig á, og enn Kemur ný þýðing út, sem Skuggi hefir leyst af hendi. Mörgum ljóðavinum og íslenzkum mönn- um myndi sjálfsagt þýkja gaman að bera þýðingarnar saman og einungis þannig fæst úr því skor' ið fover þýðingin sé skáldlegust eða nákvæmust. Skuggi er mál hagur og skáld gott og hefir leyst prýðilegar þýðingar af hendi. Þessi útgáfa er skrautrituð og skreytt mörgum gullfallegum myndum. Litfooprent hefir sent frá sér tvær afburða skemtilegar og smekklegar barnabækur, sem heita Pétur kirkjumús og Gabriel kirkjuketlingur. Þær eru þýdd- ar úr ensku og skrautritaðar og prýddar mörgum bráðskemtileg- um teikningum. 1 báðum þessum bókum er all- mörgum bráðsmellnum vísum bætt inn í textann og mun Einar Þorgrímsson framkvæmdarstjóri Litfooprent hafa gert þær sjálfur. Hann skrautritaði líka bækurnar og sýnir þetta fjölihæfni foans.— Þessar bækur eiga ábyggilega eftir að njóta mikilla vinsælda meðal bama og unglinga. Litfooprent hefir ljósprentað teikningar eftir 16 íslenzka lista- menn, þ. á m, ýrnsa þektustu teiknara okkar og listmálara. Þessar myndir sem eru prýðilega gerðar, eru til sölu innrammaðar í Veiðimanninum í Austurstræti. Nýlega hefir Lithoprent gefið úr ljósprentun af Grágás, hinni frægu lögbók okkar Islendinga til forna. Af eldri útgáfum má einnig nefna ljósprentun af Fjölni og Grallaranum. 1 vændum er vönduð útgáfa aí Guðforandaribiblíu. Er gert ráð fyrir að hún komi út á næsta ári og verði prentuð á bezta fáan- legan pappírs og bundin í alskinn með gullnum látúnsspenslinn. Þess skal að síðiustu getið, að Einar Þorgrímsson lét svo um- mælt við tíðindamann Vísir fyr- ir skemstu, að Lithoprent myndi halda áfra mað ljósprenta gull- korn úr íslenzkum foókmentum á meðan nokbur fæst til þess að lesa þau. Hann sagði ennfremur að Lithoprent myndi kappkosta að auka vélakost sinn og bæta vinnuskilyrði, þannig að Litfoo- prent jafnaðist fullkomlega á við hvaða ljósprentunarstoíu á Norð- urlöndum, bæði að afköstum og vinnugæðum. —(Vísir 20. des.) Bjartsýnasti maður í heimi er sá, sem keypti sér hlífðargler- augu, í þeirri von, að einfover gæfi sér mótoifojól. Minnist BETEL í erfðaskrám yðar Innköllunarmenn LÖG6ERGS Amaranth, Man B. G. Kjartanson Akra, N. Dak. Joe Northfield Backoo, N. Dakota. Árborg, Man Árnes, Man Baldur, Man Bellingham, Wash Árni Símonarson Blaine, Wash. Árni Símonarson Boston, Mass Palmi Sigurdson 384 Newbury St. Cavalier, N. Dak. Joe Northfield Cypress River, Man. O. Anderson Churchbridge, Sask S. S. Christopherson Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson Elfros, Sask. .. Mrs. J. H. Goodmundson Garðar, N. Dak Páll B. Olafson Gerald, Sask C. Paulson Geysir, Man K.-N. S. Friðfinnson Girnli, Man. O. N. Kárdal Glenboro, Man O. Anderson Hallson, N. Dak Páll B. Olafson Hnausa, Man K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man. O. N. Kárdal Langruth, Man. John Valdimarson Leslie, Sask Jón Ólafsson Lundar, Man! Dan. Lindal Mountain, N. Dak Páll B. Olafson Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal Riverton, Man K. N. S. Friðfinnson Seattle, Wash. 6522 Dibble N.W., Seattle, 7, Wash. Selkirk, Man. Mrs. V. Johnson Tantallon, Sask. J. Kr. Johnson Vancouver, B.C. F. O. Lyngdal 5975 Sherbrooke St., Váncouver, B.C. Víðir, Man K. N. S. Friðfinnson Westbourne, Man. Jón Valdimarson Winnipeg Beach, Man O. N. Kárdal

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.