Lögberg - 24.04.1947, Blaðsíða 5
5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. APHÍL, 1947
ÁHUGAMAL
UVENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
ELISABETH RÍKISERFINGI LÖGALDRA
Elizabeth prinsessa
Á mánudaginn 21. apríl náði
Elizabeth prinsessa lögaldri.
Sennilega hefir ekki veri skrif-
að eins mikið um nokkra unga
stúlku eins og þessa á umliðnu
ári, bæði í blöðum og tímaritum;
hún er nú komin á giftingaraldur
og fólk virðist hafa ósegjanlega
mikla ánægju af því að geta upp
á því, hvern þessi fallega og
tígulega prinsessa muni kjósa
sér fyrir eiginrp^nn; kemur flest-
um saman u-m það að hinn glæsi-
legi Philip Mountbatten, prins
frá Grikklandi, muni verða fyrir
valinu. Ekki kemur til mála að
hún giftist öðrum en þeim, er
brezka þjóðin og stjórnarvöldin
gera sig ánægð með' hún á engin
einkamál eins og aðrar stúlkur,
al-t brezka veldið hefir vakandi
auga á því, hvern hún lítur hýru
auga.
ÞJÓÐKUNN FORl
Síðastliðinn laugardag lézt að
heimili dóttur sinnar í bænum
Colbourne í Ontario, ein af víð-
kunnustu og ágætustu dætrum
Manitobafylkis, Mrs. Edith
Rogers. Hún var fædd að Nor-
way House hér í fylkinu, dóttir
D. C. McTavish, er þar stjórnaði
verzlun fyrir Hudson’s Bay, fé-
lagið. Langafi hennar var Sir
George Simpson, umboðsmaður
fyrir Ruperts Land. Faðir henn-
ar lagði grundvöll að margri
þeirri nýbreytni í verzlun og við-
skiftum, sem menning nútímans
getur ekki án verið. Að móður
sinni látinni fluttist Mrs. Rogers
til Austur-Canada til að afla sér
þeirrar mentunar, er faðir henn-
ar vissi að hún átti ekki kost á í
því umhverfi, sem hún fæddist;
'hún var gædd fjölþættum gáf-
um og kom það glögglega fram
í æfistarfi hennar hve vel og
samvizkusamlega hún færði sér
námið eystra í nyt; hún var eins
og þegar hefir verið sagt, dóttir
Manitoba og þar átti það fyrir
henni að liggja að verja mestum
starfskröftum -langrar og gæfu-
samrar æfi.
Mrs. Rogers kom til Manitoba
á ný árið 1897 og giftist árið eftir
R- A. Rogers, miklum dugnaðar
°g athafnamanni, er grundvall-
aði Crescent Creamery, mjólkur-
sölu og smjörgerðarfélagið al-
kunna hér í borginni.
Eins og kunnugt er, er prinsess-
an um þessar mundir á ferðalagi
með foreldrum sínum í Suður-
Afríku og var stödd í Capetown
á afmæli sínu. Eins og vænta
mátti var þar mikið um dýrðir
um land alt og bárust prinsess-
unni afar mikið af dýrmætum
gjöfum. Stjórn Suður-Afríku
gaf henni 87 demanta, sem eru
ta-ldir $100,000 virði
I lok hátíðarinnar flutti Eliza-
beth prinsessa stutta ræðu, er út-
varpað var um alt brezka veldið
og sagði meðal annars. “Eg
kunngeri það ykkur öllum, að
æfi mín, hvort heldur hún verð-
ur skam-mvinn eða löng, skal
verða helguð þjónustu yk-kur,
hvers um sig, og þeirrar voldugu
þjóðakeðju, sem við öll teljumst
til.”
ISTUKONA LÁTIN
Mrs. Ediih Rogers
Eigi leið á löngu þar til Mrs.
Rogers fór að vekja almenna at-
hygli á sér fyrir sterkan áhuga
á stjórnmálum og almennum vel-
ferðarmálum, lagði hún sig brátt
í líma um að bæta kjör barna og
bágstaddra kvenna, og þeirra
annara, -er höl-lum fæti stóðu í
lífsbaráttunni. Hún fyl-gdi liberal
stefnunni eindregið að málum
og með það einkum og sér í lagi
fyrir augum að hrinda í fram-
kvæmd þeim viðfangsefnum, er
hú-n heitast bar fyrir brjósti,
mun hún hafa ráðið það af að
bjóða sig fra-m til fylkisþings í
almennu kosningun-um 1920; hún
Féll úr 4,500 metra
hæð fallhlífarlaus
1 marz 1944 gerðist atburður,
sem er lygilegri en versti eldhús-
reyfari. Því að hver fengist til
að trúa, að nokkur maður kæmist
lífs af eftir 4500 metra hrap —
fallhlífarlaust
Það var þetta sem gerðist í
Ruhr-héraði vorið 1944. Djúpur
snjór var enn á jörðu, og það var
hann, sem bjargaði Alkemade
Sersjant frá bráðum bana, er
hann stökk út úr Lancaster-flug-
vél sinni, sem var að brenna.
Alkemade kaus fremur skjótan
dauðdaga én að brenna í hel. En
hann vaknaði til lífsins þremur
tímum síðar.
N. S. Alkemade, sem er garð-
yrkjumaður frá Leicestershire,
var þá 21 árs og skotliði í brezka
flughernum. Þetta var 14. árás-
arferð hans og henni var heitið til
Berlín. Þar var sprengjunum
varpað og síðan haldið heim á
leið. Nóttin var heið en ekki
tunglsljós. Al-t í einu hófst skot-
hríð á flugvélina. Hún hristist
og hallaðist á stjórnborða, rétti
sig aftur en skothríðin hélt á-
fram. — Tvær 20 mm. kúlur hittu
skotturninn og Alkemade særðist
á læri. Skot kom í bensínleiðslu,
svo að eldsneytið spýttist út og
kviknaði í því. Milli blossanna í
skotturninum eygði hann þýzku
árásarvélina. — Hann skaut á
hana úr fimmtíu metra færi án
þess að skeyta um logana, sem
léku um hann. Hitinn varð óþol-
andi og flugvélin fékk slagsíðu,
en nú sá hann hvar logarnir stóðu
út úr vinstri hreyfli þýzku vél-
arinnar. Hann opnaði turninn
og inn & ganginn til að ná í fall-
-hlíf sína, en þá var kominn eldur
í hana.
— Nú er úti um mig! hugsaði
hann. Og svo mintist hann þess,
að hann mundi missa af næsta
orlofinu sínu, en þá hafði hann
ætlað að gifta sig. Jakkinn og
brækurnar voru farin að brenna
og hann var að kafna í reyk. Án
frekari umhugsunar fleygi hann
sér út.
Hann fann ekki til ótta. Vonaði
aðeins að þetta mundi taka fljótt
af. Hann var alveg rólegur, eins
og hann gerði sér ekki -grein fyr-
ir hvað væri að gerast. — Kyn-
, legt að dauðinn skuli vera svona,
-hugsaði hann með sjálfum sér,
— þetta er alls ekkert óttalegt.
Svo sortnaði honum fyrir aug-
um.
Þegar hann opnaði augun aftur
sá hann stjörnur uppi yfir sér.
Þetta var þremur tímu-m síðar.
náði kosningu með miklu afli at-
kvæða og var fyrsta konan, sem
sæti átti í fylkisþin-ginu í Mani-
toba. Hún sat á þin-gi í tólf ár;
inti þar af hendi margvísleg
nytja- og þjóðþri-fastörf, sem
lengi halda minningu hennar á
lofti, og með hinni prúðmann-
legu en jafnframt einarðlegu
framkomu sinni, jók hún mjög á
virðuleik þingsins í heild; í
heimsstyrjöldunum síðustu vann
Mrs. Rogers að því nótt sem nýt-
an dag að bæta kjör heimkom-
inna hermanna og fjölskyldna
þeirra; hún var gædd frábærum
skipulagningar hæfileikum, þar
sem heili og hjartalag. störfuðu
saman í hinu fegursta samræmi.
Á dögum fyrri styrjaldarinnar
var Mrs. Rogers kosin forseti
alsherjar Rauða Kross samtak-
anna í Manitoba, auk þess sem
hún g-egndi mikilvægum embætt-
um í öðrum félögum, er að al-
mennings heill unnu.
Lík Mrs. Rogers var flutt til
Winnipeg og jarðsett í St. John
grafreitnum, þar sem rnaður
hennar beir beinin.
Með Mrs. Rogers er gengin
grafarveg mikilhæf og ástúðleg
kona, er fórnaði langri og lit-
brigðaríkri æfi í þjónustu Mani-
tobafy-lkis, þar sem hún fyrst leit
dagsljósið.,
Læknir segir álit sitt
um bænir fyrir sjúkum
Hvert er þitt álit á'að biðja
fyrir sjúkling, sem þjáist af al-
gjörlega ólæknandi sjúkdómi? A
að biðja fyrir áframhaldandi lífi
þess sjúklings, sem alls ekki víll
lifa áfram?
Læknir svarar: Sem læknir vil
ég svara því, að,ég er viss um,
að bænin getur hjálpað bæði ætt-
ingj-um hins sjúka og einnig
þeim, er þjáist. — jafnframt vil
ég taka það fram, að ég lít ekki
á bænina eingöngu sem lækn-
ingameðal. Óteljandi Vísinda-
menn læknifræðinnar hafa ver-
ið sem verkfæri í hendi Guðs, og
vér getu-m nú læknað marga þá
sjúkdóma, sem fyrir fáum árum
voru taldir ólænandi. Slíkar
uppgötvanir sem radium, insulin,
o-g sulphoni lamilles og penicill-
in, hafa breytt örlögum margra
dauðadæmdra sjúklinga. Þar af
leiðandi legg ég ríka áherzlu á
að bæði lyf- og skurðlækningar
séu notaðar til hjálpar út í yztu
æsar. Og þegar þessu til viðbót-
ar kemur trúin og traustið ,sem
■hver kristinn maður á að eiga,
og sem oftast skapast fyrir bæn,
þá er ég viss um, að öld krafta-
verkanna er ekki liðin hjá.
Eigi að síður eru sjúklingar
til, sem ekki er hægt að lækna
með þeirri þekkingu lænisfræð-
innar, sem vér nú höfum yfir að
ráða. Hvert er svarið við slí-ku
ástandi? Eg trúi, að rétt sé, að
biðja samt fvrir bata siúklings-
ins. Það eru dæmi, sem sanna, að
augsýnilega ólæknandi sjúkdóm-
ar hafa læknazt fyrir mátt bæn-
arinnar. En það skyldi ávallt
haft í huga, að ráð Guðs getur
verið æðra en menn gruna)r,
enda þótt það feli ekki í sér bata
sjúklingsins. Vinir hins sjúka og
sjúklingurinn sjálfur eiga að
biðja um nálægð Guðs, þannig
að jafnvel þjáningin geti leitt
Alt var hljótt. — Hvað er þetta?
sagði hann upphátt, eg er þá
lifandi! Og hann furðaði sig ekki
sérlega á því. Hann hafði ekki
haft tíma til að skynja hvað gerst
hafði.
Hann reyndi að hreyfa sig.
Settist upp og reyndi svo að
standa á fætur. En hægra hnéð
vildi ekki bera hann. Hann sett-
ist aftur og skimaði kringum
sig. Snjórinn kringum hann var
rúmur meter á dýpt. Hann
skildi það ekki fyr en síðar, að
það var snjórinn, sem hafði
bjargað honum. Og svo nokkrar
sveigjanlegar furugreinar, sem
fyrst höfðu tekið af honum fall-
ið. Hann hafði fengið sár á höf-
uðið, er hann rakst á greinarnar.
Buxnaskál-marnar voru brunn-
ar af honum. Flugstígvélin horf-
in. Og ekki nema slitur eftir af
björgunarvestinu og leðurjakk-
anum. Hann var brunninn á úln-
liðnum og andliti og blæddi úr.
Hann mjakaði sér áfram
nokkra metra og út úr skógar-
jaðrinum. Þar var aðeins 15 cm.
snjór. Lengra komst hann ekki.
Svo tók hann blístruna sína og
blés og blés þangað til hann
fanst.
Hann var spurður í þaula á
spítalanum og vitanlega vildi
enginn trúa sögu hans. Þjóðverj-
ar heimtuðu að hann segði hvar
hann hefði falið fallhlífina sína.
En Alkemade hélt fast við skýr-
ingu sína og Þjóðverjar héldu að
hann hefði grafið hlífina, og
gerðu leit að henni en fundu
ekkert. Sagan hefir verið stað-
fest af Þjóðverjum og er nú við-
urkend sönn af brezkum hernað-
aryfirvöldum og -hefir verið
skráð í annála brezka flughers-
ins -meðal margra annara stað-
festra atburða, er engir mundu
trúa ef þeir mættu ekki til. Og
Alkemade lifir í bezta gengi og
er nú fyrir löngu búinn að gifta
sig og ræktar kálmeti og ávexti
í gróðrarstöðinni sinni í Leicester
shire. —Fá-lkinn.
til blessunar á einhvern hátt. — sett á stofn árið 1687, eða fyrir
Þjáningin verður oft til þess að 255 árum.
opna manninum nýjan heim,
sem ætíð er hulinn þeim er aldrei
þurfa veg þjáninganna að ganga.
(Kirkjublaðið)
— SMÆLKI —
Um það bil þrír fjórðu hlutar
þeirra óhreininda, sem safnast á
gluggarúður, safnast á þær að
innanverðu.
“Og þér neitið að sverja, að
þessi hlutur, sem kærandinn hef-
ir verið barinn með, sé hests-
skeifa?”
“Hvernig ætti eg að geta vitað,
hvort það er hestsskeifa eða
merarskeifa?”
“Herra/dómari, auðvitað stöðv-
aði eg ekki, þegar lögregluþjónn-
inn veifaði til mín hendinni. Eg
vil að þér skiljið, að eg er ekki
þess konar stúlka.”
-♦■
Elzta verzlunarfyrirtæki í
eigu fjölskyldunnar, er stofnaði
Bandaríkjunum, sem enn er í
það, heitir Perot Malting Com-
pany og er í Fíladelfíu. Það var
ASHPHALT SHINGLES,
INSUL BRIC-SIDING
• A Large Selection of Attractive Colours and Designs
ESTIMATES GIVEN
Chain Link Stucco Netting and Fencing
1 in. mesh and 1% in. mesh 14 and 15% gauge wire
Rolls 36 in. to 72 in. by 100 ft. long
Inquire for Estimates on Asphalt Tile Flooring.
(ANADIAN HOME IMPROVEMENT (0.
347 Notre Dame Ave. Phone 24 403
PLAY SAFE!
Store Your Fur and
Cloth Coats in Perth’s
SCIENTIFIC
STORAGE VAULTS
• SAFE from MOTHS
• SAFE from FIRE
• SAFE from THEFT
• SAFE from HEAT
For Bonded Driver
Phone 37261
Perth’s
888 SARGENT AVE.
The Swan Manufacturing
Company
Manufacturers of
SWAN WEATHER STRIP
Halldor Methusalems Sjwan
Eigandi
281 James St. Phone 22 641
CITY HYDRO
RAFÞJÓNUSTA
• Lágt verð
• Ábyggileg
Leiðið það inn í yðar nýja heimili,
búð eða verksmiðju . .. Símið 848 124
"CITY HYDRO er yðar eign - notið það”
Verzlunarmennlun!
Hin mikla nývirkni, sem viðreisnarstarf-
ið útheimtir á vettvangi iðju og framtaks,
krefst hinnar fullkomnustu sérmentunar sem
völ er á; slíka mentun veita verzlunarskól-
arnir. Eftirspurn eftir verzlunarfróðum mönn-
um og konum fer mjög vaxandi.
Það getur orðið ungu fólki til verulegra
hagsmuna, að spyrjast fyrir hjá oss, munn-
lega eða bréflega, varðandi námskeið við
helztu verzlunarskóla borgarinnar.
THE COLUMBIA PRESS LTD.
COR. SARGENT AND TORONTO ST., WINNIPEG