Lögberg - 26.06.1947, Page 4
4
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 26. JÚNI, 1947
--------logberg----------------------
O«fl0 At tavem fbntud&g &f
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
896 Sargent Ave., Winnipeg, Manirtoba
Utan&skrlft rltatjórans:
BDITOR LÖGBERG
W6 Sargent Ave., Wlnnipeg, Man.
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Ver6 $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The ‘‘USgberg" is printed and published by
The Columbia Prese, Llmited, 695 Sargent
Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as.S x;ond Class Mail,
Post Offiee Dept., Ottawa.
PHONE il »04
Að Iðavelli hinum nýja
Svo traust við ísland mig tengja bönd,
ei trúrri binda son við móður. —
Þannig kvað fyrir endur og löngu
ættjarðarskáldið Steingrímur Thor-
steinsson, og þannig hugsa margir,
enn þann dag í dag, sem rætur rekja
til íslands, þótt lífsbaráttan sé háð í
annari heimsálfu; þetta speglaðist svo
afdráttarlaust, að ekki varð um vilst, í
andlitum þeirra mörgu Birkibeina, er
sóttu Lýðveldishátíðina að Iðavelli við
Winnipegvatn síðastliðinn laugardag;
slíkar stundir eru þeim helgar stundir,
þar, sem brugðið er upp í bundnu máli
og óbundnu, lýsingum fjarða og fjalla,
dala og dagbjartra nátta; á slíkum
stundum sameinast fólkið uppruna sín-
um og rennur í eitt við stofnþjóðina; og
þó þetta sé ekki gert í fjölmenni nema
e. t. v. einu sinni á ári, þá felst í fagur
menningargróði og holl lífssátt.
Vera má, að á undangengnum árum
hafi verið nokkuru mannfleira á hlið-
stæðum útiskemmtunum að Iðavelli;
þó var þarna saman komin álitlegur
hópur manna og kvenna í hátíðarskapi
svo sem vera bar; voru ýmissir komn-
ir þangað um langa vegu úr hinum
og þessum bygðarlögum í Saskat-
chewan.
Fremur var drungalegt umhorfs um
morguninn, og munu ýmissir hafa
borið nokkurn kvíðboga fyrir því, að
veðraguðinn yrði þeim ekki sem hlið-
hollastur; slíkur ótti var þó auðsjáan-
lega ástæðulaus, eða jafnvel tómur hug
arburður, því veður mátti heita ákjós-
anlegt frám undir miðaftan, en þá tók
fyrir alvöru að rigna.
Forseti hátíðarinnar, Böðvar H. Jak-
obsson skáld, bauð gesti velkomna til
Iðavalla með fögrum og drengilegum
orðum; hann þreytti engan með mælgi
eins og tíðum hefir komið fyrir á sam-
komum okkar Vestur-lslendinga, heid-
ur gekk hreint og röggsamlega til
verks með góðri háttlægni unz skemti-
skrá var tæmd; áður en gengið var til
hinnar formbundnu skemtiskrár, fluttu
stutt ávörp þeir Dr. S. O. Thompson
þingm. Gimli-kjördæmis, er bar fram
kveðjur fyrir hönd forsætisráðherrans,
Stuarts S. Garson, séra Albert E.
Kristjánsson frá Blaine og ritstjórar
íslenzku vikublaðanna í Winnipeg; —>
ágætur og vel æfður söngflokkur bland
aðra radda, undir stjórn Jóhannesar
Pálssonar fiðlukennara, skemti með
söng, er vakti almennan fögnuð, en
systir söngstjórans, frú Lilja Martin,
var við hljóðfærið.
Fjallkona hátíðarinnar, frú Hrund
Skúlason, flutti faguryrt ávarp, er hún
bar fram með ágætum. og var hið sama
að segja um ungfrú Frances Finnsson,
er kom fram sem Miss Canada. — Jón
Helgason, kunnur blaðamaður úr
Reykjavík, sem nýkominn var hingað
til lands og sótti hótíðina, hafði orð á
því við ritstjóra Lögbergs, hversu djúpt
það hefði snortið sig, að hlusta á „Ó,
guð vors lands“ í þessari órafjarlægð
frá ættjörðinni, og þá ekki síst með
hliðsjón af því, hve langt væri umliðið
frá stofnun landnámsins við Winnipeg;
og það var líka dálítið einkennilegt að
rifja það upp í huganum, að fyrsti ís-
lendingadagurinn í Milvaukee, þar
sem Dr. Jón Bjarnason flutti hina víð-
frægu ræðu sína, og helgaður var
stjórnarbótinni frá 2. ágúst 1874,
skyldi verða óaðskiljanlegur frá ljóði
Matthíasar og lagi Sveinbjarnar, feg-
ursta þjóðsöngnum í heimi.
Með tilstyrk guðs og góðra manna,
verður þjóðsöngur íslands sunginn
með tærum röddum á hreinni íslenzku
að Iðavelli og víðar vestan hafs enn um
mörg ókomin ár, því naumast mun það
í alvöru talið verða til sáluhjálparat-
riða, að afvatna sinn innra mann og
fela sinnuleysinu verndun okkar tignu
tungu í hendur, þó víða tíðkist nú í
þeim efnum hin breiðu spjótin, og upp-
gjöfin sé tekin fram yfir karlmannlega
áreynslu.
Dr. J. P. Pálsson flutti ræðu fyrir
minni landnemanna, eða að minsta
kosti mátti ráða það af skemtiskránni
að svo ætti að vera, en ræðan fjallaði
um langtum fleira en það, jafnvel flest,
ræðumaður kom víða við; hann var
hnyttinn innan um og saman við eins
og hans var von og vísa; ræðan var
langt of löng fyrir útiskemtun með
rigningu í aðsigi og margt fram undan
á skemtiskrá; hún var reiðilestur meira
en nægilega langur fyrir þolinmóða
samkomugesti þar sem ekkert annað
væri á dagskrá; óþarfar dylgjur ræðu-
manns í garð hins endurborna. íslenzka
lýðveldis, sýndist eiga lítið erindi á
samkomu af þessari tegund; langar
ræður, hvort sem þær hitta í mark eða
ekki, eiga ekki við á fjölbreyttum úti-
skemtunum; samkomugestir kjósa
miklu fremur að rabba saman þenna
eina dag á árinu. sem fundum þeirra
margra ber saman.
Árni Bjarnarson blaðamaður og bóka
útgefandi frá Akureyri, mintist íslands;
ræða hans var stutt en skilmerkileg og
mótuð hlýjum þjóðræknisanda.
Kvæði fluttu þeir Dr. Sigurður Júlíus
Jóhannesson og Guðmundur Ó. Ein-
arsson frá Árborg; eru þeir báðir löngu
kunnir fyrir ljóðagerð og þurfa engra
meðmæla við.
Samfagnaðarskeyti frá forseta þjóð-
ræknisfélags íslendinga í Vesturheimi
séna Valdimar J. Eylands, barst forseta
lýðveldishátíðarinnar, er hann las upp
og tekið var með miklu lófataki. — Það
var ánægjulegt að heilsa upp á vini
sína að Iðavelli þenna áminsta þjóð-
minningardag, eins og reyndar svo oft
áður í þessu fagra og friðsama um-
hverfi; en viðkunnanlegra væri, að slík
ar hátíðir yrðu haldnar framvegis
þann 17. júní, á sjálfan stofndag hins
endurborna íslenzka lýðveldis.
Ávarp Fjallkonunnar
flutt á Lýðveldishátíð á Hnausum, 21.
júní 1947, af Hrund Skúlason
íslendingar í Vesturheimi!
Á fjórðu hátíð lýðveldis míns, flyt ég
yður kveðju mína.
Það er bæði gleði og hrygð í hjarta
mínu í dag. Gleði yfir fengnu sjálf-
stæði þjóðar minnar, og velmegun
barna minna austan hafs og vestan.
Gleði yfir því að heimaþjóðin hefir á
þeim þrem árum, er hún hefir búið við
algjört sjálfstæði, sýnt að hún getur
skipað þann sess er henni réttilega ber
á meðal annara Lýðveldisþjóða. Gleði
yfir því að nú er það síðasta af erlend-
um her horfið burt frá ströndum mín-
um. Vér erum þakklát fyrir vernd
hans á styrjaldarárunum, og þakklát
að það loforð um brottflutning hersins
að stríðslokum, var uppfylt.
Heimsókn Karlakórs Reykjavíkur
er söguríkur atburður. Austrið og
vestrið tók saman höndum. Frændur
mættu frændum og vinir vinum. Ekk-
ert hefir gjört meira til að styrkja bönd
in sem tengir yður, börn mín, hvort við
annað. Elkkert hefir gjört Vestur-ís-
lendinga stoltari af stofnþjóð sinni, en
að heyra rödd í tónum tala, tákn og
kraft hins nýja máls. Nú er drottning
fjalla frjáls.
Við þessa heimsókn og tíðari sam-
göngur, skilja menn að vegalengdin er
ekki lengur „þrándur í götu“ og að þið
er frá mér hurfuð eru mér ekki töpuð
að fullu, því „römm er sú taug er rekka
dregur föður túna til“. Nú leita æ fleiri
af yður, börnum mínum, heim til lengri
eða skemmri dvalar. Ástin sem þið
enn berið til mín og bjarmi fornra
æskuminninga, vísar yður veginn. —
„Brennið þið, vitar, Lýsið hverjum
lannda, sem leitar heim — og þráir
höfn“. Verið þið æfinlega hjartanlega
velkomin.
Síðastliðið ár hefir verið gleðiár, en
það hefir líka verið sorgarár. Fyrir að-
eins nokkrum vikum síðan varð þjóð
mín fyrir því ægilegasta flugslysi, er
hana hefir hent. Tuttugu og fimm
manns létu þar lífið. Þjóðin syrgir syni
og dætur. Hluttekning til aðstandenda
fyllir hjarta mitt.
Annar aburður er sært hefir þjóð
mína nær og fjær er sá skuggi er færst
hefir yfir eina blómlegustu sveit lands
míns, af völdum Heklu-gossins. Jarð-
ir hafa eyðilagst og fólk orðið að flýja
heimili sín, og enn er ekki full séð, hvað
stórfelt tjón gosið hefir í för með sér.
ÁTTRÆÐUR
Brynjólfur Thorláksson
organisti
í dag er Bryjólfur oganisti —
svo heyrði eg hann venjulega
nefndan á uppvaxtarárum mín-
um — áttræður. Hann var um
skeið athafnamestur og áhrifa-
mestur að móta sönglíf höfuð-
staðarins.
Frá því að orgel kom fýrst 1
dómkirkjuna hér í Reykjavík ár-
ið 1840 'hafa verið fimm organist-
ar við hana. Fyrst Pétur Guð-
johnsen (1840—1877), þá Jónas
Helgason (1877—1903), þ á
Brynjólfur Þorláksson (1903 til
ársloka 1912), þá próf. Siglús
Einarsson 1913—1939 og síðan
dr. Páll ísðlfsson. Af þessari
upptalningu má sjá, að embætt
ið hefir jafnan verið skipað
hinum færustu mönnum, og
mun .hætt að segja, að dóm-
kirkjuorganirstarnir hafi risið
hæst í sönglífi bæjarins, hver
á sínum tíma, þótt aðrir góðir
liðsmenn sönglistarinnar 'hafi
einnig látið mikið til sín taka,
einkum á síðari árum. Eg vil
nefna Steingrím Johnsen, söng-
kennara við Latínuskólann og
stjórnanda söngflokksins 14.
janúar 1892“, og Helga Helgason
tónskáld, sem elfdi lúðraflokk-
inn, en starfstími þeirra á sviði
sönglistarinnar féll er Jón
as Helgason var dómkirkjuorg-
anisti. í tíð Sigfúsar komu til
sögunnar söngstjórarnir Jón
Halldórsson og Sigurður Þórð-
arson, hvor með sinn söngflokk,
fyrst Jón með karlakórinn
K.F.U.M. — síðar F.stbræður —
og nokkru síðar Sigurður með
„Karlakór Reykjavíkur“ og
hafa þessir kórar jafnan skipað
sinn sess með sóma og hlotið
lof utan lands og innan. — Á
síðari árum hefir Tónlistarfé-
lagið unnið mest að því að gera
sönglifið ifjölbreyttára með
stofnun „Hljómsveitar Reykja-
víkur“. Hefir það beinst inn á
nýjar brautir. Og er það sérstök
saga að segja frá því, sem ekki
verður rakin hér.
Nú eru það marga stoðir, sem
renna undir sönglífið hjá okkur
og koma þá margir góðir menn
við sögu, bæði á sviði hljóðfæra
listarinnar, kórsöngsins, karla-
og samkóra, að ógleymdum
einsöngvurum og einleikurum.
En áður fyrr, og svo var það
(Frh. á hls. 5)
Nyðjar mínir hafa kyn-
slóð eftir kynslóð horft
upp á eyðilegging lands
síns af völdum elds og ísa.
Eki hver kynslóð hefir sýnt
þolgæði og trú á landi sínu
og þjóðin hefir einu sinni
enn staðist eldraunina og
tekið saman höndum til að
létta erfiðleika þeirra, er
mest hafa mist. Þið, börn
mín í Vesturheimi, hafið
látið í ljós samúð yðar með
heimaþjóðinni bæði í orði
og verki.
Meðan slík góðvild og
hluttekning ræður ríkjum
í hjörtum yðar, óttast ég
ekki framtíð barna minna,
hvar sem þau land byggja.
Megi hver gleði og
þraut styrkja það sam-
band og þann góðvilja, er
þið, börn mín, berið hvort
til annars.
„Rás Islandsfáni. Al^ir fylgja
öldum,
og ættir landsins flytja þakkar-
gjörð,
því sjálfstæð þjóð skal sitja hér
að völdum,
anz Surtarlogi orenmr vora
jörð.
Leitum og finnum. Lífið til vor
kallar.
Land var oss gefið, útsær
draumablár.
Vér biðjum þess, að bygðir
vorar allar,
t^Iómgist og vaxi — næstu
þúsund ár.“
NÝJAR BÆKUR FRÁ ISLANDI
SÖGUBÆKUR
Islandsklukkan, H. K. Laxness
Hið ljósa man, H. K. Laxness
Eldur í Kaupinhöfn, H. K. Lexness
Svartir dagar, Sig. Heiðdal
Jón skósmiður, Th. Friðriksson
Níu systur, Friðrik Á. Brekkan
Maður frá Brimarhólmi, Fr. Á. Brekkan
Sópdyngja, ýmsar sagnir
Símon í Norðurhlíð, Elínborg Lárusdóttir
Hvíta höllin, Elínborg Lárusdóttir
Úr dagbók miðilsins, Elínborg Lárusdóttir
Fyrstu árin, Guðrún Jónsdóttii'
Stórviði, Sven Heden
Björn formaður, Davíð Þorvaldsson
Feðgarnir á Breiðabóli, Sven Moren II. ...
Ofan jarðar og neðan, Theodor Friðriksson
Saga Jónmundar í Geirdal, Ármann K. Einarsson
Lausagrjót, Knútur Arngrímsson
Skýjadans, Þóroddur Guðmundsson
I skugga Glæsibæjar, Ragnheiður Jónsdóttir
Á ég að segja þér sögu, Br. Sveinsson
Innan sviga, H. Stefánsson
Sögur Sherlock Holmes
Þuríður formaður og Kambránsmenn
Dagshríðarspor, Guðrún H. Finnsdóttir
Brazilíufararnir, J. M. Bjarnason
í Rauðárdalnum, I.—II., J. M. Bjarnason
Þeir áttu skilið að vera frjálsir, K. Lindeman
Ströndin blá„ Kirstmann Guðmundsson
Þar, sem grasið grær, Sigurjón Friðjónsson
Dagur í Bjarmadal, I., Tryggvi Gulbrandsen
Dagur í BjarmadalJI., Tr. Gulbrandsen
Dagur í Bjarmadal, III. Tr. Gulbrandsen
Stóri Niels, Albert Viksten
1. Noa Noa, Paul Gauguin .....................
2. Birtingur, sami ...........................
3. Jökullinn, sami
4. Að haustnóttum, sami ......................
5. Frá Marta Qulia, sami .....................
6. Blökku stúlkan, sami
7. Mikjáll frá Kolbeinsbrú, sami
8. Simon Boliver, sami
9. Kaupmaðurinn frá Feneyjum, sami
10. Salome, sami
Ath: — Allar þessar 10 bækur eru í einu númeri
Barningsmenn, Guðm. G. Hagalín
Um heljarslóð, J. J. E. Kuld
Á hættusviðinu, sami
Lagt upp í langa ferð, Sigurður Róbertsson
Utan við alfara leið, sami .....................
Meðal manna og dýra, Steindór Sigurðsson
Töframaðurinn, L. Feuchtwanger
Síðasti Víkingurinn, Jóhann Bojer
Don Quixote ....................................
Brimar við bölklett, Vilhjálmur S. Vilhjálmsson
Vítt sé ég land og fagurt, Guðm. Kamban
Brimgnýr, Jóhann Bárðarson .....................
Viðfjarðarundrin, Þórbergur Þórðarson
Nátttröllið glottir, Rristmann Guðmundsson
Sjö töframenn, H. K. Laxness ...........*.......
Tvær sögur, Theódór Friðriksson
íslenzk annálabrot, Gísli Oddson
í ljósaskiptum, F. H. Berg
Þeystu þegar í nótt, Vilhelm Moberg
Álfaslóðir, Svanhildur Þorsteinsdóttir
FRÆÐIBÆKUR o. fl.
í bandi
$ 5.50
6.50
6.00
6.25
5.00
4.00
5.00
2.00
4.50
2.75
3.25
1.25
3.00
2.75
2.75
4.25
4.25
2.25
2.50
3.50
2.00
2.75
2.50
4.25
3.75
4.75
6.00
4.50
2.50
2.00
4.00
3.75
3.75
5.50
3.25
3.25
3.25
3.25
3 25
3.25
3.25
3.25
3.25
3.25
5.50
2.75
2.75
2.25
2.75
3.75
5.00
5.25
5.25
4.50
5.75
'4 00
3.75
4.50
2.75
2.25
2.00
1.75
6.75
4.00
Ibandi
Heiman ég fór — vasaútg. $ 2.75
Heiman ég fór 5.50
Jólavaka, Jóhannes frá Kötlum 6.50
Saga Eyrarbakka, Vigfús Guðmundsson 6.25
Norðmenn héldu heim, Arngr. Kristjánsson 2.50
Bjarni Runólfsson, Hólmi 3.00
Áfangar II., Sigurður Nordal 5.50
Áfangar, I., sami 5.50
Jón Sigurðsson í ræðu og riti, V. Þ. Gíslason ....... 7.00
Vidalíns Postilla — nýja 13.00
Bókin um manninn, Dr. Fritz Kahn, Leðurb. 20.0(f
Heimskringla I. Leðurb. 11.00
Heimskringla, II. Leðurb. 11.00
Heimskringla, I.—II., bundið saman ... Leðurb. 18.00
Þjóðhættir og æfisögur frá 19. öld, F. J. frá Kjörsey 8.25
Ódáðahraun, Ólafur Jónsson I. ...................... 6.00
Ódáðahraun, sami II................................. 6.00
Ódáðahraun, sami III. 6.00
Vettvangur dagsins, H. K. Laxness ................... 6.00
Saga Þingeyinga I. .................................. 3.00
Æfisaga séra Jóns Steingrímssonar.................... 5.25
Sjálfsagður hlutur, H. K. Laxness 5.00
Árbók, 1945 2.25
Austantórur, Jón Pálsson, I.—II. 4.25
Árnesinga saga 6.00
Æskuár mín á Grænlandi, Pétur Freuchen 6 50
Bandaríkin 2.75
Afmælisbókin .. , 3.25
Söguþættir landpóstanna I. ......................... 8.50
Söguþættir landpóstanna II. ......................... 8.50
Á hreindýraslóðum 8.50
Níels Finnssen — æfisaga ............................ 4.75
Minningar úr Mentaskóla. Margar myndir 12.00
Ensk-íslenzk orðabók 7.75
Lýðveldishátíðin, 1944 21.50
Alþingishátíðin, 1930 23.00
Stafsetningaorðabók, Freysteinn Gunnarsson 2.00
Fagurt Mannlíf, Þórbergur Þórðarson 6.00
Passíusálmar, H. Pétursson ............. Leðurb. 7.50
Horft yfir sjónarsviðið, Ingibj. Benediktsd., ób. 1.50
Frá Afdal til aðalstrætis, sami, óbundið 1.75
Ljóðmæli, Páll Ólafsson ............................ 6.00
Ný ljóð, G. Jónsdóttir frá Hömrum 3.25
Ritsafn, Ólöf frá Hlöðum 7.75
Uppstigning — leikrit, — Sig. Nordal 4.00
Eilífðar smáblóm, Jóh. úr Kötlum 3.00
Þingvísur, Jóh. úr Kötlum ........................... 4.00
Þyrnar, Þ. Erlingsson 7.00
Frá nyrstu ströndum, K. Einarsson frá Djúpadal 2.25
Kviðlingar, K. N..................................... 7.75
BJOttlSlSON BOOK STOBE
702 SARGENT AVENUE WINNIPEG, MAN.