Lögberg


Lögberg - 26.06.1947, Qupperneq 5

Lögberg - 26.06.1947, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. JÚNl, 1947 5 !E ÁmjeAMÍL rVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Ferð til sumarbúða Banda- •ags Lúterskra kvenna Um hádegisbil á sunnudag inn safnaðist saman hópur ís- ienzkra kvenna hjá Columbía Press, hér í borginni; stigu þar npp í stórann fólksflutningsbíl og óku af stað í norðurátt; ferð- inni var heitið til hinna nýju sumarbústaða, er Bandalag lút- orskra kvenna hefir reist í Kjalvík við strönd Winnipegs- vatns. Þennan dag átti að setja tuttugasta og þriðja ársþing Bandalagsins, ennfremur átti að vígja samkomuskálann, er þar hefir verið reistur í minn- ingu um íslenzka hermenn, er féllu í heimsstyrjöldunum tveim. í bílnum voru 39 konur — orindrekar á þingið frá Winni- Peg, og frá hinum dreifðu ís- lendingabyggðum, og svo gest- lr, sem viðstaddir vildu vera við athöfn þessa dags. Þótt dynjandi rigningu dembdi niður, svo varla mátti greina landslagið út um glugg- ana, lét þetta ferðafólk slíkt ekki á sig fá, enda var notalegt Jnni í bílnum og konurnar voru 1 sólskinsskapi; þær hlökkuðu auðsjáanlega til 'þess að koma 1 hina friðsælu sumarbúðir sín- ar norður við vatnið. sem þær höfðu lagt huga og hjarta í að stofna, og ennfremur að hitta vinkonur sínar og samverkafólk a ný. Glaðværð og kátína ríktu í hílnum og ekki leið á löngu þar «1 konurnar „tóku lagið“ og var sungið af krafti á báðum niálunum; okkar góðu farar- stjórar, frúrnar, Fjóla Gray og Flora Benson, reyndust og hin- lr prýðilegustu. forsöngvarar. Þegar komið var til Selkirk, slóst annar stór fólksbíll í för- lna og var hann einnig þéttset- lnn- Nú var ekið eins og leið lá þar til komið var fjórar mílur n°rður fyrir Winnipeg Beach; þar var sveigt austur af vegin- um og blasti þá við sjónum naargar reisulegar, hvítmálaðar hyggingar með rauðmáluðum' þökum, er skiptu litum fagur- lega við iðgrænan skóginn er hmkringdi þær. Bíllinn nam staðar við stærstu bygginguna; það var samkomuskálinn, sem Vlgja átti þennan dag; við vor- Uln komin í sumarbúðir Banda- lagsins. Nokkuð stór hópur fólks stóð nti og fagnaði komumönnum, en fleiri voru inni í skólanum, þVl enn draup rigningin úr ]°fti, en nú var hún létt, mjúk °g hlý — gróðravökvi, er jörðin þsrfnaðist eftir langvarandi þurka. ræður þeirra og Lincolns y'fir hermönnum. Var sú binan skamms var skálinn þéttskipaður fólki, og athöfnin °fst með sálmasöng og fagurri eS hjartnæmri bæn, er séra húli Sigurgeirsson flutti. — Þá utti séra Bjarni Bjarnason ít- nrhugsaða prédikun; vitnaði ann meðal annars í hinar "aegu útfarar Poriklesar follnum fyrri flutt fyrir tuttugu og , mur öldum síðan og hafa, Slðan þá, verið fluttar þúsundir Sainskonar prédikanna; er það ^gtegur vottur þess, hve lítið mannkyninu hefir farið fram í Pns^u langa tímabili. — Fólkið ^.°® a fætur og draup höfði í Jnpri, sorgþrunginni þögn ^eSan séra Skúli las nöfn nna ungu, vösku, íslenzku manna, er fórnuðu lífi sínu fyr- J and og þjóð í síðustu tveim '^jöldum. ffinn nýkjörni forseti, lút- erska kirkjufélagsins, séra Egill Fáfnis, vígði minningarskál- ann; æfður söngflokkur frá Ár- borg annaðist um sönginn og Hermann Félsted söng einsöng. öll þessi minningarathöfn var í senn fögur og áhrifamikil. Minningarskálinn, sem enn er ekki fullgerður vegna þess að erfitt hefir verið að fá efni til hans, hefir að mér skilst ver- ið að mestu reistur fyrir fé, er gefið hefir verið í minningu um fallna, íslenzka hermenn; þenn- an dag var skýrt frá mörgum gjöfum er Bandalaginu hafa nýlega borist fyrir skálann: allari og kross frá ungu fólki, undir forustu Mrs. Skúli Sigur- geirsson, er sótt hefir námskeið Bandalagsins á undanförnum árum — smíðað hefir Helgi Helgason á Gimli af miklum hagleik; — fagrir krystals-ljósa- hjálmar í minningu Sigurjóns Einarssonar, frá vinum og ná- grönnum, fyrir atbeina Minerva kvennfélagsins; píanó frá Mrs. H. G. Henrickson, Winnipeg; orgel frá kvennfélaginu „Fjól- an“ að Brown, Manitoba. 150 stólar frá Selkirk, fyrir atbeina lúterska kvennfélagsins þar, og Soldier’s Welfare Club, skraut- rituð skrá yfir nöfn fallinna, íslenzkra hermanna, er Miss Josephine Ólafsson skrautritaði og gaf. Auk þessa var altarið þakið fögrum minningar-blóma- gjöfum. Að minningarathöfninni lok- inni tók Mrs. Ingibjörg Ólafsson við stjórn og setti tuttugasta og þriðja ársþing Bandalags lút- erskra kvenna. Þvi næst var öll- um viðstöddum boðið í matar- skólann og veittur þar hinn besti beini. Fjórir svefnskálar eru þarna: fyrir starfsfólkið, stúlkurnar, drengina og sá minsti verður notaður sem sjúkrahús, ef þörf gerist. Margar konurnar fóru nú að útbúa svefnstaði sína, og sumar, er langt voru að komn- ar, lögðu sig til hvíldar. Kvöld- samkoman átti að byrja kl. 7.30. Mér varð reikað ofan að vatn- inu; það hefir ávalt eitthvað seiðmagn fyrir þá, er alist hafa upp við strendur þess; þennan dag var niður þess léttur og seiðandi. Eg geng norður með þessari sendnu strönd og tíni skeljar. Hér er aðgrunt, en hve börnin munu hafa gaman af því að vaða hér og baða sig! — Víðines — Willow Point — er næsti tangi fyrir norðan; mig langar að ganga fram á tang- ann, en lendi í leirleðju og sný til baka. Nú fer að rifjast upp fyrir mér saga þessa staðar; hér bar íslenzku landnámsmenniná fyrst að garði í kassabátunum sínum fyrir 72 árum síðan; hér stigu þeir fyrst á land í Nýja Is- landi. Eg sé þá í huganum berj- ast við að róa smábyttum sín- um að landi og koma hinni fá- tæklegu búslóð sinni fyrir á sandinum; hér er heilög jörð. Eg sný aftur til sumarbúð- anna; rétt fyrir sunnan þær gefur að líta frábærilega mynd- arlegt bændabýli; kindur, lömb og hestar eru á beit rétt fyrir sunnan girðinguna. Hér er bú- sældarlegt, hér er fagurt um- hverfi, kyrrð og friður. Þetta er landnámsjörðin, Kjalvík; — þar nam Skapti Arason land, en hann var í fyrsta landnema- hópnum í Nýja íslandi 1875. Þegar hann flutti til Argylebygð ar 1881, tók bróðir hans, Bene- dikt Arason, við jörðinni og þar búa nú synir hans. Bandalag lúterskra kvenna hefir valið sér söguríkann, fagr- an og hentugan stað fyrir sum- arbúðir sínar, en þær hafa ekki, að mínu áliti, verið eins heppn- ar í vali á nafni á þessum stað, þær nefna hann Sunrise Camp. Það nafn er ekki samboðið staðnum eða stofnuninni. Sum- arbúðirnar eru á einum sögu- ríkasta stað Vestur-lslendinga; þær hafa verið reistar fyrir fé, sem gefið hefir verið í minn- ingu um íslenzka frumherja og íslenzka hermenn. Væri það ekki rétt og jafnvel sjálfsagt að þetta væri innifalið í nafni stofnunarinnar. Ef til þess kæmi, sem allir sterkir menn af okkar þjóðarstofni neita að sætta sig við, að Vestur-íslend- ingar tíni tungu og þjóðernis- meðvitund sinni í þessu landi, hver mun þá muna að þessar sumarbúðir íslenzkrar æsku voru reistar af íslendingum í minningu um afrek íslendinga? öll þjóðarbrot í þessu landi, hafa lagt sögunni til nöfn. — Islenzku nöfnin sóma sér eins vel og hin. Gimli, Lundar, Geys- ir, Hecla, Reykjavík og mörg fleiri prýða landabréfið; þau gefa til kynna að þarna hafi ís- lenzkir menn verið á ferð. Eg vakna úr þessum hugleið- ingum við það að tími er kom- inn til þess að fara aftur í sam- komuskálann; ég flýti mér á fund ferðafélaga míns, frú Sig- þóru Tómasson. Eftir litla stund erum við setstar í samkomusal- inn. Samkomustjóm erú örugg- um höndum forseta Bandalags- ins, Mrs. Ingibjargar Ólafsson; hún býður fyrst crðið yngsta presti kirkjufélagsins, séra Erik Sigmar. Hann fer nokkrum vel völdum orðum um hið mikil- væga starf Bandalagsins og óskar þeim allra heilla. — Séra Egill Fáfnis, sem áður var sóknarprestur Argyle-bygðar, mælir fögrum minningarorðum um merka landnámskonu úr þeirri bygð, Kristínu Kristop- herson og færir Bandalaginu að gjöf, í minningu hennar, stóra og vandaða biblíu frá Frelsis- söfnuðinum að Grund í Argyle. Mrs. Ólafsson minntist hennar einnig fagurlega. Þá flytur erindi, Miss Marga- ret Nix, frá heilbrigðismála- deild Manitoba-fylkis; mun hún ein sú allra hraðmælskasta kona hér um slóðir og leikari góður; var erindi hennar prýði- legt, sem vænta mátti. Mrs. G. Thorleifsson frá Langruth, flutti vandað erindi um sunnu- dagaskólastarf; hún hefir beitt sér fýrir slíku starfi í fjölda mörg ár og veit því hvað hún er að tala um, enda var erindi hennar vel þegið. Mrs. H. Frank skemti með söng og Mrs. Alli- son Miller með píanóleik; báð- ar frá Gimli. Lítil, glóhærð stúlka, Lorna Stefánsson frá Gimli, er söng yfir útvarpið í vetur og fékk lof fyrir, söng Brynjólfur Þorláksson . . . (Frh. af bls. 4) meðan Brynjólfur var dóm- kirkjuorganisti, hvíldi sönglíf bæjarins aðallega á herðum eins manns, og það var dóm- kirkjuorganistinn. Aðalstarf Brynjólfs fyrir söng lif okkar hér á landi féll meðan hann gegndi þessu embætti og skal nú stuttlega á það minst, í tilefni af áttræðisafmæli hans. Brynjólfur er fæddur 22. maí 1867 í Nýjabæ á Seltjarnarnesi. Faðir hans var söngelskur mað ur, æfði söngflokk og lék á langspil í barnaskólanum í Seltjarnarnesi lærði Brynjólf- ur að þekkja nótur hjá Guð- mundi Einarssyni í Bollagörð- um, síðar bónda á Nesi við Sel- tjörn. Fyrsta hljóðfærið sem Brynjólfur eignaðist, bjó hann sér til sjálfur. Var það einskon- ar zítar með tíu látúnsstrengj- um og gat hann spilað á það tví- raddað. Hann hafði heldur kosið að eignast harmoníum, en fjár- hagurinn leyfði það ekki. Hann lærði þó að leika á harmoníum hjá Jónasi Helgasyni — als tíu tíma — og fékk að æfa sig á stofuorgel hjá Benedikti Árna- syni gullsmið. Benedikt leyfði fleiri piltum að æfa sig á stoíu- orgelið endurgjaldslaust. Seinna lærði hann að leika á píanó hjá frú Önnu Petersen. Var hún á- gætur kennari með menntun frá Kaupmannahöfn. Árið 1897 fékk hann utanfararstyrk hjá Alþingi og dvaldi síðan vetur- inn 1898—1899 í Kaupmanna- höfn og lærði orgelleik hjá próf. Nebelong, organista við St. Jóhannesarkirkjuna, en tón- fræði hjá P. Rasmussen, organ- ista við Garnissonskirkjuna. — Þetta var stuttur námstími, en af honum hafði hann samt mik- ið gagn og ennfremur heyrði hann í Kaupmannahöfn góða þrjú lög og hafði fólk sérstak- lega ánægju af því að heyra hana syngja íslenzka lagið, Erla. Samkoma þessi var skemti leg og fróðleg. Að henni lokinni var okkur aftur boðið í borðsalinn, og enn var þar gnægð matar og drykkj- ar. Við gæddum okkur á þessu og kvöddum síðan vini og kunn- ingja með þakklæti fyrir yndis- legan dag og óskuðum Banda- lagi lúterskra kvenna alls góðs. Ferðin heim til Winnipeg var eekki alveg æfintýrasnauð, en frá henni verður ekki sagt að sinni. Geo. R. Waldern, M. D. Physician and Kurpeon Cavalier, N. D. Offic.e Phone 95. House 108. mu carit tnu/ ' íetfoi FORT Wv t íX íT\ Genuine Pliofilm seals in the rich, fresh flavour of Fort Garry Coffee — combines quality with economy! Enjoy Fort Garry Tea, too. H U D S O N ' S COMPANY PRODUCT tónlist og telur hann dvöl sína úar gifturíka. Er hann var kominn heim tóku við margvísleg störf. Hann hafði um tuttugu ára skeið ver- ið ritari á skrifstofu landshöfð- ingjans og síðar vann hann í stjórnarráðinu. Hann hafði, eins og Þorkell bróðir hans, fal- lega og greinilega rithönd og var þá meira lagt upp úr góðri rithönd en síðar gerðist, þegar ritvélarnar voru teknar í notk- un á skrifstofum. En áður en varði var starf hans í þágu söng listarinnar farið að taka upp starfskrafta hans. Um árslok 1900 tók hann við söngkenslu í Latínuskólanum af Steingrími Johnsen og við andlát Jónasar Helgasonar 1903 tók hann auk þess við söngkenslu í barnaskól alnum og kenslu organleikara- efna og varð jafnframt dóm- kirkjuorganisti. — Ennfremur kendi hann fjölda manns að leika á harmoníum. Öll þessi störf hafði hann á hendi þar til hann fór af landi burt til Kana- da í ársbyrjun 1913 Hann stofnaði karlakórinn „Kátir piltar“, sem starfaði um nokkra ára skeið. Kórinn söng við konungskomuna á ÞingvÖll- um 1907. Þá æfði Brynjólfur og stjórnaði konungskantötu Svein björns Sveinbjörnssonar með stórum blönduðum kór og þótti mönnum mikið koma til kantöt- unnar og söngsins undir hans stjórn. Á þessum árum var ég barn að aldri og er því ekki nægilega kunnugur hinum mörgu sönguppfærslum undir hans stjórn, bæði utan kirkj- unnar og innan, og tek ég þetta hér fram af því að, að þá er ég eitt sinn hafði ritað greinarkorn um Brynjólf og starf hans, þá sögðu margir við mig á eftir, sem með honum höfðu starfað, að miklu hefði ég sleppt og betri skil þyrfti að gera honum, og vænti ég að einhver verði xil (Framh. á bls. 8) Borgið Lögberg You Can’t Beat.. “Double -Actlon” SANITONE CLEANING FOR SUITS men s 3-pc. DRESSES plain 1-pc. PICKED UP & DELIVERED I PHONE 42 361 tC Uj ái CIF.ANERS DVCRS • FURRIFRS Látið ekki undir höfuð leggjast að nota CITY HYDRO RAFLAGNIR í NÝJA HEIMILIÐ YÐAR vegna ábyggilegrar og ódýrrar raforku Simið 848124 CITY HYDRO er yðar eign -- notið það Innköllunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man. ............ B. G. Kjartanson Akra, N. Dak.................. Backoo, N. Dakota. Árborg, Man ........... K. N. S. Fridfinnson Árnes, Man.................... M. Einarsson Baldur, Man.................. O. Anderson Bellingham, Wash. ......... Árni Símonarson Blaine, Wash.............. Árni Símonarson Boston, Mass..........................Palmi Sigurdson 384 Newbury St. Cavalier, N. Dak.............. Cypress River, Man. ........... O. Anderson Churchbridge, Sask .....S. S. Christopherson Edinburg, N. Dak ........... Páll B. Olafson Elfros, Sask....... Mrs. J. H. Goodmundson Garðar, N. Dak. ........... Páll B. Olafson Gerald, Sask. .................. C. Paulson Geysir, Man. K. N. S. Friðfinnson Gimli, Man.................... O. N. Kárdal Glenboro, Man ................ O. Anderson Hallson, N. Dak.............. Páll B. Olafson Hnausa, Man.............K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man................. O. N. Kárdal Langruth, Man. .......... John Valdimarson Leslie, Sask................... Jón ólafsson Lundar, Man. .................. Dan. Lindal Mountain, N. Dak........... Páll B. Olafson Point Roberts, Wash. ......... S. J. Mýrdal Riverton, Man. ......... K. N. S. Friðfinnson Seattle, Wash.................. J. J. Middal 6522 Dibble N.W., Seattle, 7, Wash. Selkirk, Man................Mrs. V. Johnson Tantallon, Sask. J. Kr. Johnson Vancouyer, B.C. ..............F. O. Lyngdal 5975 Sherbrooke St., Vancouver, B.C. Víðir, Man............ K. N. S. Friðfinnson Westbourne, Man........... Jón Valdimarson Winnipeg Beach, Man. O. N. Kárdal

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.