Lögberg - 26.06.1947, Side 6

Lögberg - 26.06.1947, Side 6
<5 i= (Ensk saga) HVER VAR ERFINGINN? G. E. EYFORD, þýddi “Hvað hefurðu gert. og hvað hefir komið fyrir þig, minn kæri Fred?” sagði Edward. “Eg datt, eða varð fyrir keyrsluhest- um,” sagði Fred alvarlega. “Þú átt við, að það hafi verið ekið yf- ir þig?” sagði Edward; og hélt nafn- spjaldinu upp að ljósinu. “Hvað er þetta!” sagði hann undr- andi. „Miss Edith Rusley! Hugsaðu þér bara. Það er ein sú ríkasta og nafnkend- asta hefðarmey á Englandi.” „Hvað?” spurði Fred kæruleysislega. “Hvað heitir hún? Hún er sannarlega fullkomin hefðarmey,' ef nokkur slík er til. Eg er svo þreyttur að ég vil helst fara að sofa.” « 17. Kafli. Þetta var fyrstu nóttina sem Dora var í London; þó hún væri þreytt gat hún ekki sofið; hún var óvön skröltinu á götunum, sem hélt vöku fyrir henni þó þeir sem eru vanir því verði þess ekki varir, eða geri þeim ekkert ónæði. út af öllu sem hafði komið fyrir hana Hún hafði líka talsverðan hjartslátt, daginn áður, og þó hún léti aftur aug- un komu óendanlega margar spurning- ar upp í huga hennar í sambandi við þá skjótu og dularfullu breytingu sem orðið hafði á hag hennar Hún gat varla skilið í því, að hún hefði yfirgefið Syl- vester skóg, og að hún væri nú í Lond- on, þessum stað, sem hún af svo mik- illi þrá hafði dreymt um. Og svo, hve merkileg og undarleg atvikin voru sem leitt höfðu til þess! Þangað til Fred Hamilton, hinn ungi ókunni maður, hafði komið til heimiiis hennar í skóginum, hafði hún aldrei heyrt nefnt nafnið Lamonte, og nú átti hún að vera í sama húsi og móðir Ge- orge Lamonte. Með hálf lokuðum augum, framkall- aði hún úr huga sínum allt sem Fred hafði sagt um George Lamonte, og það var henni auðvelt, því hvert orð sem hann hafði sagt var sem skrifað á hjarta hennar, og henni fanst að hann hefði talað um þennan George á fremur óvirðulegan hátt, og gefið til kynna, að hann væri ekki eins góður maður eins og hann væri álitinn vera. Hvað hana áhrærði, gat hún ekki neitað því, að nærvera hans vakti einkennilega tor- trygniskend í hjarta hennar gagnvart honum; það var ekki beinlínis að henni geðjaðist illa að honum heldur að það vakti efa í huga hennar. Hún fann og til einhvers óljóss ótta er hann talaði. Og þrátt fyrir þetta hlaut hann að vera góður og göfugur, því hún átti honum allt þetta að þakka, sem nú var að koma fram við hana. Og hafði ekki hin taugaveiklaða móðir hans, Mrs. Lamonte, sem Dora var þegar farið að þykja vænt um, talað um hann, sem góðan og göfugan son? Æ! það brá veikum roða á andliti hennar, og löng og veik stuna kom yfir varir hennar — æ! Það var hinn — Fred Hamilton, sem var slæmur; það var hann sem hún átti að gæta sín fyrir. Þrátt fyrir þó hún væri nú í sínum eft- irþráða stað, fann hún loksins, er hún sofnaði, til einhverrar hrygðar og kvíða í hjarta sínu. Vagnarnir, sem ekið var á sölutorg- ið svo snemma, vöktu hana, Hún leit undrandi í kringum sig í hinu þægilega herbergi sem hún var í, með hinum dýra húsbúnaði og skrautlegu gluggatjöld- um. Hún hlustaði, eins og hún vonaðist eftir að heyra þytinn í laufi stóru eikar- trjánna, sem voru í kringum húsið hennar, í Sylvester skógi. Breytingin, sem orðin var, stóð henni nú svo átak- anlega fyrir sjónum, svo hún hljóp upp úr rúminu og út að glugganum. Það var eins og allir í nágrenninu væru enn í fasta svefni; það voru bara fáeinir smá- fuglar sem voru fyrir utan gluggan og heilsuðu morgundýrðinni. Hún sá vöru- vagna sem fóru í allar áttir. og þár sem hún heyrði þetta vagnaskrölt, þegar hún sofnaði, varð henni á að hugsa, hvort Lundúna-fólkið hefði engan hvfldartíma. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26-. JÚNÍ, 1947 Hún mundi að Mrs. Lamonte hafði sýnt henni baðherbergi, þangað sem hún gat farið úr gínu herbergi, án þess að ganga í gegn um önnur herbergi, og þar sem henni var eins nauðsynlegt kalt vatn, eins og ferskt loft, fór hún þangað og tók sér kalt bað. Svo klæddi hún sig og fór ofan. Hún varð alveg hissa að verða þess vör að allir í húsinu voru enn í fasta svefni. Heima hafði Mr. Nichols og aðrir verið eins snemma á fótum og fuglarnir, og vinna byrjuð með sólar- uppkomu. Hún gekk hægt inn í dagstofuna og opnaði hlerana, sem útilokuðu dagsbirt- una, svo opnaði hún gluggana til að anda að sér hinu hreina morgunlofti. En henni fanst eins og loftið væri ekki heldur vaknað, eða það kæmist ekki inn í húsið. Hún horfði út, og undraðist hvers konar fólk byggi í öllum þessum hús- um, sem hún sá allt í kring, og hugsaði, eins og hálf dreymandi um, að kanske Fred Hamilton ætti heima í einhverju þeirra. Hún vissi ekki að hann væri kominn frá Wood Castle, því hann mundi vera þar í nágrenni, þar til iarðarförin færi fram. Eins og af einhverri eðlisávísun, gekk hún að borðinu, tók myndabókina, sem hún hafði séð myndina af honum í, og fór út að glugganum. Hún opnaði bókina og fann myndina af honum. Hvað hann var laglegur! Og þó fanst henni að hann hefði verið ennþá fallegri morguninn er hún horfði á hann sofandi við tjörnina. Skömmu síðar kom ein af þjónustustúlkunum inn í stofuna og hljóðaði upp yfir sig, er hún sá þessa hvítklæddu veru við gluggann. “Góðan daginn,” sagði Dora. Hún lét bókina aftur og gekk til hennar með upplyftu andliti til að vera kyst, eins og hún var vön heima að bjóða Mrs. Nichols góðan daginn með kossi. Stúlkan, sem líka var ung og lagleg, glápti á hana og virtist hálf hrædd, roðnaði út að eyrum og stóð þar undr- andi. “Góðan daginn, Miss,” sagði hún hálf skjálfandi, og flýtti sér út úr stofunni. Dora horfði eitt augnablik á eftir, og fór að hugsa um, hvað hefði komið fyr- ir. Eins fögur og fríð eins og hún var, er hún stóð þarna, hefði ekki hinn besti málari getað óskað sér tignarlegri fyr- irmynd fyrir hið dýrðlegasta málverk. Hvernig stóð á því að hún hafði gert þessa laglega stúlku svona hrædda og hvers vegna hafði stúlkan ekki viljað kyssa hana? Hún gat ekki skilið þetta. Hingað til hafði hún veri ðmeð fólki, sem stóð á sama mannfélagsstigi sem hún, og mað- ur getur þess vegna ekki búist við, að hún gæti skilið, að það var brot á við- tekinni háttprýði, að kyssa þjónustu- stúlku. María, en svo hét stúlkan, flýtti sér inn í eldhúsið og settist þar á stól, og gat fyrst í stað ekki sagt eitt einasta orð. “Hvað heldurðu?” sagði hún við mat- reiðslustúlkuna. “Þessi unga stúlka — Dora, eins og Mrs. Lamonte kallar hana — er komin á fætur. Hún var í dagstofunni . — Hún sagði góðan dag- inn við mig, og kom til mín, eins og hún — ætlaði að kyssa mig, eða fremur eins og hún vildi að ég kysti sig.” “Þú ert ekki með öllum mjalla, Mary,” sagði matreiðslustúlkan undrandi. En Mary stóð fast við það sem hún hafði sagt, og þær komust að þeirri nið- urstöðu, að annað hvort væri Miss Dora ekki vel siðuð, eða hún væri engin hefð- armey. “En ég er þó viss um að hún er,” sagði Mary og hinar stúlkurnar héldu það líka. “Ef nokkjur stúlka er sönn hefðarmey, þá er ég viss um að hún er það, hver svo sem hún er. Kanske hún sé nýkom- in út úr klausturskóla.” Matreiðslustúlkan vildi ekki trúa því. “Út úr klausturskóla!” sagði hún, eins og það gæti hreint ekki átt sér stað. “Heldurðu að hún þekkti þá ekki mismuninn á milli heldra fólksins og þjónustufólksins? Það er það fyrsta sem þeim er kent þar.” Dora hafði enga hugmynd um að hún væri neitt sérlegt umræðuefni í eldhús- inu; gekk um í stofunni og skoðaði hina fallegu postulíns-muni^ hin dýru mál- verk og skrautbundnu bækur og hið mikla píanó. Þannig liðu einn eða tveir tímar; þá heyrði hún að klukku var hringt; Mary kom inn og sagði hálf ráðaleysislega: “Mrs. Lamonte óskar eftir að þú komir upp í hennar herbergi.” Dora fór upp og gerði vart við sig, svo heyrði hún sagt: “Komdu inn.” May, sem var þjónustumey Mrs. La- monte, hélt áfram að klæða húsmóður sína, og Dora gekk til hinnar vingjarn- legu, gömlu konu og kysti hana. “Kæra barnið mitt,” sagði gamla konan, “hefurðu verið á fötum í alla nótt? Eg sendi Mary inn til þín til að klæða þig.” Dora setti upp hinn mesta undrunar- svip og brosti. “Til að hjálpa mér til að klæða mig?“ endurtók hún. May stóð eins og við- undur og horfði á Dora. “Því ætti hún að gera það? Eg hefi altaf, síðan ég man eftir mér, klætt mig sjálf.” Mrs. Lamonte brá ofurlítið lit. “Eg átti við — að hún gæti hjálpað þér til a ðsnyrta hárið þitt, og binda borðana þína; en það er óþarft úr því þú vilt gera það sjálf.” “Eg vildi ógjarna gera henni það um- stang,” svaraði Dora. Mrs. Lamonte brosti hálf vandræða- lega. “Hve lengi hefurðu verið á fótum, kæra Dora?” “Síðan klukkan fimm,” svaraði hún Gamla konan varð aftur steinhissa, og May var nærri því búin að missa greiðuna úr hendi sér. “Síðan klukkan fimm! Kæra barn! Já, nú skil ég; þú — þú hefir verið vön að f^ra snemma á fætur. Eg er hrædd um að þú venjist brátt af því. Það er ekki venja fólks hér í London, að fara á fætur með sólaruppkomu.” “Þarna úti, sem við vorum, fórum við á fætur, eins og við sögðum, með lævirkjanum; ég er hrædd um, að ég fái ekki að heyra neinn lævirkjasöng í þessari stóru borg.” “Og ég er hrædd um,” sagði Mrs. La- monte, “að þig muni langa til að hverfa aftur til æskustöðva þinna, kæra barnið mitt.” “Nei,” sagði Dora, “þú veist, að mig langar til að sjá og kynnast hinum stóra heimi.” “Jæja, við skulum þá byrja í dag,” sagði gamla konan. Dora sat þegjandi og virti May fyrir sér, sem með æfðum höndum snyrti hár húsmóður sinnar, og lagaði og slétti úr fellingunum á kjólnum hennar. Hún var mest hissa á því, að Mrs. Lamonte gat setið svo hjálparlaus og látið aðra manneskju gera það fyrir sig, sem Dora áleit að hún geti gert sjálf. Loksins var stúlkan búin að klæða húsmóðir sína. Mrs. Lamonte leiddi Dora ofan í borð- stofuna til morgunverðarins. Hið fagurskreytta borð og hinir mörgu og breytilegu smá réttir, vöktu undrun í huga Dora; heima hafði morgunverður hennar altaf verið grjónavellingur og hveitibollur. — EJn hún mundi það sem hún hafði sett sér, og settist við borðið, án þess að láta nokkra undrun í ljós yfir því sem hún sá. Mrs. Lamonte gaf þjónustustúlkunni strax merki um að fara út úr stofunni og sagði, er búið var að láta hurðina af tur: “Dora, kæra Dora, þú veist að þaá er mín innilegasta ósk, að þú sért ánægð hérna hjá mér.” Dora leit upp með þakklætisbros á andlitinu. “Og ég vona, ef það er eitthvað sem þú óskar eftir, þá láttu mig strax vita af því.” “Eitthvað sem ég óska eftir,” endur- tók Dora og brosti. “Gæti það verið mögulegt að nokkur óskaði eftir meiru en sem hér er? Mér virðist allir hlutir vera her. Þegar þú talaðir var ég að hugsa um, hvað faðir minn mundi segja, ef hann sæi þetta borð, með öll- um réttunum sem eru á því, og silfur og glerborðbúnaðinum.” Gamla konan gat ekki varist að brosa. “Kæra barnið mitt.” sagði hún. “Þetta er ekkert; mitt heimili er mjög einfalt og viðhafnarlaust. Ef þú sæir, sem þú gerir, þau heimili, þar sem ríka fólkið og stórhöfðingjarnir búa, þá mundi þér finnast að þetta, sem þér finst vera íburður hér, er ekkert nema vanaleg þægindi, en engin íburður.” “En það var altaf svo þægilegt og viðkunnanlegt á gamla heimilinu mínu,” sagði Dora alvarleg. Mrs. Lamonte setti kaffibollann frá sér og sagði: “Það var af því þú varst ekki vön neinu betra — og — og þú mátt ekki tala svona mikið um það líf sem þú hef- ir hfað; Eg meina, við ókunnuga. Þeir eru svo forvitnir, og George, sonur minn vill ekki að allir viti, hvaöan þú komst, og hversvegna þú ert hér.” “Vill hann ekki?” spurði Dora, og leit stórum augum á gömlu konuna. — “Eg skal þá ekki tala meira um það; en ég skil ekki —” “Eg skil það ekki heldur,” sagði gamla konan viðkvæmt. “Eg er hrædd um að ég skilji hann ekki æfinlega, en ég geri altaf eins og hann segir mér að gera.” Hún leit upp með þjáningarsvip á andlitinu, og Dora hafði veitt því eftir- tekt, að þessi svipur kom æfinlega á andlit hennar, er nafn George var nefnt. — Dora sat þegjandi og hugsandi um stund, svo leit hún upp og sagði: “Eg verð að gera eins og George La- monte óskar. Veistu hvað hann vill að ég geri?” Gamla konan bara hristi höfuðið. “Þú átt að vera mér til skemmtunar, mín kæra Dora,” sagði hún “Er það ekki annað en það?” spurði Dora; „mér virðist það vera mjög auð- velt, það er ekkert endurgjald fyrir svo mikið. Þegar ég var heima hjálpaði ég stundum mömmu til að búa til smjör, og á veturna spann ég.” Mrs. Lamonte hló. Það var gott fyrir hana áð geta hlegið; það var svo sjald- an að nokkur heyrði hana hlæja. ,“Smjör! Eg þori að segja að þú getiu' ekki búið til smjör úr þessu kalkvatni, sem við hér í London köllum mjólk; en hvað því viðvíkur að spinna. verð ég að viðurkenna að ég veit ekki hvað það er! Nei, þú skalt vera mér til skemmtunar í orðsins fylstu merkingu. Nú skaltu koma með mér til að kaupa það sem þig vanhagar mest um.” ' Hún hringdi klukku, og bað um að láta koma með vagninn sinn. “Farðu upp, barnið mitt, og taktu möttul og legðu yfir þig, og svo skaltu fá að sjá London eins og hún 'er.” Dora hljóp upp á loft, og var komin ofan, löngu áður en gamla konan var tilbúin að leggja á stað. Úti fyrir dyrunum stóð fínn vagn, sem beið þeirra; þetta var í fyrsta sinn sem Dora ók í prívat vagni, og hún undraöist hinar mjúku sessur, og fanst ekki að vagninn hristist hið allra minsta- Hingað til hafði hún bara ekið í skóg- arhöggsmanns-kerru. En hún hafði engin orð um þann mismun. Loksins stansaði vagninn við stóra byggingu, sem Dora hélt að væri höll. Framhliðin virtist vera úr gleri, sem geislaði og glampaði í sólarbirtunni, og inni var að sjá hina skrautlegustu dúka í öllum litum. Þær gengu inn í þessa skraulegu byggingu. Alvarlegur og höfðinglegur maður kom móti þeim, og hneigði sig djúpt fyrir þeim, og færði þeim stóla til að sitja á. Fyrst er Dora leit yfir alt það skraut og fáséðu muni er þar voru inni, fanst henni eins og allir skraut- gripir Indlands væru þar fyrir augum sér. Hvílíkur munur frá því í húsinu hennar í Sylvester skógi — hvílík dýrð! En hún var nógu hyggin, að segja ekk- ert orð um það, eða láta bera hið minsta á undrun sinni. Með nákvæmri eftir- tekt og rólegri yfirvegun, virti hún alt það er fyrir augu hennar bar, fyrir sér. Mrs. Lamonte keypti fáséða muni handa sér, og svo gaf hún Dora bend- ingu um, að koma með sér upp á næsta loft. Hér tók skrautbúin kona á móti þeim, og eftir að Mrs. Lamonte hafði sagt eitthvað við hana í lágum róm, kom konan með marga afar fína kjóla, og lagði á borð fyrir framan þær. Mrs. La- monte valdi mismunandi morgunkjóla, og tvo eftirmiðdagskjóla, og Dora undr- aðist yfir hvað Mrs. Lamonte ætlaði að gera með svo marga kjóla, er konan sagði: “Kanske að það sé betra að unga jómfrúin fari í einhvern'þeirra til þess að sjá, hvort þeir eru mátulega stórir, og hvernig þeir fara henni.“ “Eg?” sagði Dora, og hrökk við af undrun. Mrs. Lamonte brosti, og áður en Dora var búin að átta sig, var búið að klæða hana í afar fínan eftirmiðdagskjól, * staðinn fyrir hennar einfalda netludúkS kjól, sem hún var í.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.