Lögberg


Lögberg - 26.06.1947, Qupperneq 7

Lögberg - 26.06.1947, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. JONl, 1947 7 Rannveig K. G. Sigbjörnsson: A vormorgni lífsins Bdærinn andaði blíðlega yfir jörðinni. Sólin skein í heiði. Himinhvolfið var yndislega blátt. Litir jarðarinnar voru svo margir þýðir og fagrir, að gufu- hvolfið var fylt blárauðri móðu. Jörðin var græn og skógarnir þÖktu stórar breiður með blakt- andi, grænu skrúði. Blómin spruttu í knyppum, breiðum eða einstaklingsverum og krýndu sig ósjálfrátt litfegurð loftsins. Blátt, yndislegt smáblóm úraup í djúpu grasi og sveiflaði um sig grænni skykkju svarðar- ms. Það undi sér vel í skjólinu °g brosti við sverðinum en ilm- aði ekki, bara draup; en í skjól- Jnu skapaði það yndismyndir fyrir augað og í smáum, drjúp- andi ilmlausum en fríðum blöð- um sínum, geymdi það endur- skin af ódauðleika geislanum, læknisdómi, sem varð ótal alda leyndarmál. Sólargeislinn hafði falið því að bera kveðjuna í blævæng sín- Urn. Það gerði það þó langt v®ri enn þar til mennirnir kunnu að lesa hana, því blómin höfðu ekki einu sinni verið nefnd með nöfnum enn og samband þeirra Vlð sólargeislann heldur ekki ^esið. Rautt, forkunnar fagurt blóm, °x sterkt og mikið fyrir sér, þrungið af sínu eigin blóði. Það ilmaði sterklega um geiminn, en Þyrnar þess stungu alt lífs, er nálgaðist það. En ilmur þess var SV0 sætur, litur þess svo yndis- iegur, vöxtur þess svo fríður, að 'það dró lífið að sér í stórhópum eða einstaklingsverum, jafnvel þó það vissi af þyrnunum og þó þ^i — aðkomna — blæddi til ólífis við það að nálgast blómið. Hvítt, tignarlegt blóm, auð- najúkt, aðlaðandi og frábærilega agurt, óx mót himni eða draup oöfði í smærri gerð. Loft, láð og lögur og ljósið sjálft, lituðu og mynduðu ótelj- andi útgáfur af þessum höfuð- Úum, er vara munu meðan jörð er til. í morgunmund risu dýrin af lund. Tónar ótal radda svifu 0rn í morgundýrðinni. Fuglar, i®ddir litskrúði himins, hauð- Urs °g lagar, flögruðu um skóg- mn og svifu í loftinu, bygðu sér reiður og sungu dýrðarsöngva nfsins. Ljónið öskraði eftir bráð og !fuðkindin hvarf í gin þess. lgirisdýr komu fram á völlinn, f'Pu hérann á stökki og rendu °num niður. Og þegar tígris- ynð og ljónið höfðu fengið sig Saóda, lögðust þau niður og gáfu i sínum að sjúga og sofn- u 1 allri dýrðinni. ^egar rökkrið féll á skóginn, JUkt, þungt og sefandi, kom Usin á kreik. Kötturinn vakn- 1 af dagsvefninum og hreif usma sér tn saðnings Gaup_ en SÍtt að sækJa Þarna líka. hun var stærri og erfiðari við- afUgs, svo kisi byrjaði bara á urlimunum og hirti því ekki ermg hún emjaði. Adam 0g Eva kon vangmn að morgni 0ru forkunnarfögur. aerri 0g sterklegri. mamýkri og yndisle^ uifUln' ^*au lasu ávex d^Jér tU Ufs viðu ix.rsu\Vat" Úr lind a- -^au undu sér v SVerfið’ blómin, f s annað sem fyrii na, djúpa fegurð J"1® Þeim. Þau skoSu var^ag" •í'31"1* Þeear klörv eta veir>andi ^PPuSu >au saman , alveg exns og þeg, hlupugeUðahrbafnÍnn ga br‘» ^ Þau áttu töluvert af gleði en ekki fullan skilning. Þau syntu í vötnunum, klifruðu í trjánum, hlupu um völlinn, sváfu í hlé við tréin eða úti á bersvæði eftir því sem verkast vildi. Eva hafði sérstaklega gam- an af að skoða skóginn og neyta þess er hún sá þar einkum nýrra ávaxta. Adam hafði mest gaman að hlaupa með dýrunum. Þau gerðu þeim aldrei mein. Friður, þungur, höfugur, órjúfandi, virt- ist hvíla svo djúpt í sálum þess- ara tveggja mannvera, að ekkert orkaði að hagga honum. Leikir þeirra voru sem barna, er enn eru í óviti um lífið og allan virki- leik tilverunnar. Ekkert risti djúpt í meðvitund þeirra nema yfirborðsyndi umhverfisins og eitthvað af sársauka þeirra sjálfra. Þegar Eva sá dýrin rífa þau smærri í sundur og helkval- ir þeirra særðu og deyjandi, bár- ust henni að eyrum, þá hló hún og klappaði saman höndunum; en fyrir hvern mun vildi hún hlaupa um skóginn. elta fiðrild- in og fuglana, hlaupa um grund- irnar og rjóðrin í kapphlaupi við dýrin. Hún synti árnar og vötnin eins vel og Adam. Hún klifraði trén öllu fimlegar og sat þar uppi studum saman, stundum á þeim greinum sem voru of veikar til að bera hann og hirti ekkert um það, hversu mikið sem hann beiddi hana að koma ofan. „Þú átt að nefna blómin í dag. Eg hefi nefnt dýrin“, sagði hann við hana einn góðan veðurdag. En hún sinti því ekki. Hún undi sér svo vel í blíðviðrinu með dýralíf og jurta umhverfis sig, sem hana langaði ekkert til að skilja frekar en hún gerði né erf- iða við. Hún fann frið og full- nægingu í því sem hún sá. Svo hún bara hljóp í skóginn. Adam undi lífinu á svipaðan hátt og hún nema hann sýndist þrá nærveru hennar meir en hún gerði hans. Hann var einnig minna gefinn fyrir að leita að aldinunum, þó ókunna staði vildi hann kanna. Tímum sman- an undi hann hag sínum í frið og ró, einkum ef hún var hjá honum en einnig þá hún væri á hlaupum um skóg og völlu. Hann neytti tíðum af þeim aldinum sem hún færði heim, át þau liggjandi undir trjánum, alt sem hún kom með eða sem hún í barnslegum gáska henti til hans °fan úr trjánum. Hann undi því líka vel, að aldinin dyttu af trján- um í munn hans. Og fuglamir sungu og blikuðu um skóginn og loftið í öllum regnbogans litum. Blómin sindr- uðu dýrðinni í sólargeislunum, drupu höfgu höfði í dögg eða á nóttu, og ilmuðu, þau er ilmað gátu, í morgundýrðinni. Stjörn- urnar sindruðu á næturhimnin- um og móninn kastaði fölvum töfrageislum á láð og lög. Svo rann dagurinn á ný, fríður, tiginn, með heiða brún og heil- aga þrá í svölu lofti. Alt í aldin- garðinum vaknaði á ný af næt- urdvalanum og tók á sig venju- legar hreyfingar. ,,Þú átt að nefna blómin í dag“, sagði Adam við Evu, en hún sinti því ekki, en hljóp á skóg- inn að vanda. Dagurinn var heitur, er á sótti. Eva fór langt inn í skóginn. — Bæði var það eðlisávísun henn- ar er kallaði hana í svalann, svo langaði hana einnig að vita, hvað hún fyndi þar inni í myrk- viðnum. Hún fór lengra og lengra inn í dimman skóginn. I skjóli þar inni sá hún einkenni- legt dýr, sem hún hafði aldrei séð fyrr. Það var grænt á lit og langt í lögun. Það hafði öðruvísi göngulag en nokkurt hinna, er hún hafði séð út á víðavangi. — Það sveiflaði sér inn á milli trjánna með óskiljanlegum fim- leik, svo brá fyrir grænum skrautlitum á milli kjairsins, er það þaut áfram. Eva horfði hug- fangin á þetta dýr jafnvel þó nú vaknaði hjá henni ótti, sem bæði hún og Adam höfðu fundið glögglega, er þau komu nærri þessum slóðum. Eva hélt áfram að fylgja dýr- inu, hugfangin af hreyfingum þess og litum. Loks vafði það sig utan um eitt feikna mikið tré í miðjum myrkviðnum og hóf sig upp eftir því, með undra hraða og hreyfingum. Loks sá Eva dýrið staðnæmast upp undir krónu trésins. Hún var feikna viðamikil og alþakin ávöxtum, slíkum sem hún hafði aldrei séð áður. Snókurinn neytti ávaxt- anna með mikilli fýkn, hringaði sig svo til jarðar aftur. Eva stóð hugfangin enn um stund. Það var eitthvað óttalegt við þennan stað, óttin fór um huga hennar jafnvel gleggra en nokkru sinni fyr. En ávextirnir á þessu tré voru yndislegir og .it- ur og fimleiki dýrsins, sem farið hafði þarna upp, tók öllu fram, að henni fanst, því er hún þekti. Hún gat líka farið þarna upp, ef hún bara þyrði. — Já, ef hún bara þyrði. Eva skimaði í kring- um sig. Alt var þögult hér, alt var kyrt. Aðeins þetta eina, ein- kennilega dýr, sem sveiflað hafði sér á þessum trjám og þessum undirviðum svo sem ekkert væri og sótt sér þenna dýrðlega ávöxt, er þarna var uppi. Nú var þétta dýr beint fyrir framan hana, hálf upprétt og horfði seiðmagns augum á hana. Alt gleymdist ungu kon- unni, nema þessi seiðandi augu, þessi gljáandi. skrautlegi skrokk- ur, sem eins og seiddi hana til þess að gera það sama og hann hafði gert. Eva brá sér upp í myrkvatréð og sótti þar aldinin, fögru og miklu, sem sólin hafði náð að skína á. Þau voru yndis- lega fögur á að líta. Hún las nokkur með sínum náttúrlega fimleik og nevtti. Hún fleygði fáeinum til Adams, sem nú var kominn á eftir henni inn í myrk- viðarskóginn og forvitnaðist um ferðir hennar. Hann tók eplin upp í snatri og neytti þeirra. III. Adam engdist af kvöl. Aldrei hafði hann þekt þetta fyrr. Eva var fárveik láka. Einhver ægileg skelfmg hafði gagntekið sálir og líkami þeirra beggja. „Það er alt henni Evu að kenna“, sagði hann í kvölum sínum. “Hún gaf mér þenna myrkviðarávöxt”. “Höggormurinn sagði mér þetta”, sagði hún með andköfum rauna sinna. Hann var svo fim- ur , og fagur, að alt sem hann gerði fanst mér töfrandi. Hann neytti ávaxtarins með því líkri lyst. Mér fanst ekkert í tilver- unni vera eins yndislegt og þessi myrkviðarávöxtur, hvorki í sjón né bragði”. Eva grét og engdist af margvíslegri kvöl. Líkamir þeirra urðu sjúkir og sárir hið innra og hið ytra. Eitthvað sér- stakt hafði snert sálarmeðvitund þeirra líka, því ekki aðeins sval- inn sem lék um þau, olli þeim sársauka, heldur hafði eitthvað snert sálarmeðvitund þeirra, sem þau þektu ekki fyr. Þau fyrirurðu sig fyrir að vera nak- in. Það höfðu þau aldrei þekt áður. Og nú dundi yfir þau dómur- inn. Jafnvel í laufþyt trjánna heyrðu þau talað til sín ávítunar orðum. Þau höfðu aldrei skilið laufþytinn áður. Þau bjuggu sér til lauf kyrtla til þess að hylja nekt sína. En nú var svo um breytt að kuldi og óviður kom yfir þau þarna og graskyrtlarnir dugðu ekki. — Þá tóku þau til með miklu striti og heilabrotum, sem og líkamlegu erfiði að búa sér til skinn kyrtl- ana. Öllu þessu fylgdu margbrotn- ar hörmungar. Þau heyrðu nú þrumur og eldingar, sem þau höfðu lítinn gaum gefið áður. Hiti, kuldi og öll náttúrunnar fyrirbrigði, bitu svo margfald- lega á þau nú við það sem áður var. Þau hræddust óargadýrin og fundu ekki nærri eins mikið yndi af samverunni við þau meinlausu eins og þau höfðu áð- ur gert. Þeim hálf bauð við þeim. Þau voru sí og æ gagntekin af ótta, veikindum og kvöl af ein- hverri tegund. Loksins skildist þeim það til fulls, hvað um var að vera. Þau voru færð úr aldin- garðinum. „Þó er kvöl mín meiri en þín“, sagði Eva, er hvorugt þeirra gat veitt henni björg. „Og það er þér að kenna“, bætti hún ávalt við. „Eg vil komast í burtu frá þér, Iþangað, sem ég sé þig aldrei aftur“. Rétt fyrir innan garðshliðið, laut Drottinn niður að eyra Evu og hvíslaði einhverju að henni. Svo var garðshliðið opnað og þeim hleypt út. Verðir með blik- andi sverð voru settir þar, en ungu hjónin stauluðust fáklædd hnuggin og sjúk, út. “Mér þykir .sárast um litlu dýr- in, sem þau stóru rifu í sig. Eg hefði viljað vera þar kyr, bara til þess að hjálpa þeim, sem bágt eiga þar — í aldingarðinum okk- ar,” sagði Eva. “Okkur var ekki gefið það fyrri en um seinan, að skilja, hvers við þurfti þar“, sagði hann. “Ó,- Eden — ó, þú yndisfagra Eden”, stundi Eve. Hún grét og barmaði sér. Persónuleg kvöl hennar skygði á alt annað rétt þá. “Það er þér að kenna", sagði hún og kom orðunum varla upp fyrir kvöl. , “Ekki er það”, sagði hann. “Þú gafst mér ávöxtinn“. “Við skulum snúa til baka til garðsins, freista þess að komast •inn”, sagði Adam. “Það er ekki til neins”, stundi hún upp. “Það eru vopnaðir varðenglar við hliðið”. “Svo, er það”, ansaði hann með ólýsanlegri hrygð. “Við erum um eilífð rekin þaðan út. Það er ekkert fyrir framan okkur nema kuldinn, myrkrið —”. “Já, og kvölin — þjáningarnar ólýsanlegu”, tók hún fram í. “Eva“, sagði hann í hikandi róm. “Hvað var það, sem Drottinn hvíslaði að þér fyrir innan garðs- hliðið,” Hún leit snöggvast á hann, en svaraði ekki. Eva fór inn í sk.garlund og ól barn sitt ein sér með harmkvæl- um þeim, er á hana höfðu verið lagðar. Hún lagði barnið á brjóst. Þetta höfðu skógardýrin gert í Eden. Hér var ekkert annað. — Svo sneri hún aftur til manns síns. Þau þreyttu sína þjáningar- fullu göngu. Þyrnarnir stungu þau, skógurinn reif þau. Auðnin synjaði þeim matar og drykkjar. Hitinn brendi þau. Barnið grét og kveinaði. Loks komu þau í skógarlund með nægum gróðri. Þar voru bláu blómin í þykkum knyppum, rauða blómið með sterka ilmin- um óx í þungaviðjum þyrnanna og hvíta blómið andaði að þeim tign og friði aldingarðsins. Það hafði gula, yndislega stjörnu að innri byggingu, sem minti þau á, hve yndislaga stjörnurnar höfðu tindrað í augum þeirra, er þau áttu heima í friðnum og helginni. áva lagði barnið grótandi á bláa blómabeðið. Það virtist friða það, að finna íðilmýktina við höfuð sér. “Þú skalt heita Fjóla”, sagði Eva við blómið. “Þú ert fögur auðmjúk og friðandi. Við þinn yndislega barm hlaut barn mitt huggun.“ Eva gekk beint á þyrnirunn- ann skamt frá þeim. Hún greip það rauða blómið og hirti ekk- ert um, þó þyrnarnir stingju hana til blóðs. Hún plokkaði þyrnana af legg blómsins, fékk svo barni sínu blómið. Barnið brosti, er það fann ilminn fyrir vitum sér. “Þú skalt ‘heita Rós,” sagði Eva um blómið. “Þinn er er.g- inn líki að hrifandi fegurð og ilmi.” Síðar, er þau höfðu lengi hrak- ist um ókunna staði, Eva eignast annað barn og þau höfðu loks sest að í friðsælu haglendi, þá kom dauðinn og tók annað barn- ið þeirra. Þeim varð þetta báðum ólýsanlegur harmur. Er þau höfðu borið hann af banastaðnum og lagt hann til heima fyrir, gekk Eva enn í skógarlund. Hún fann hvíta blómið með gyltu stjörnunrii. — Hún tók það og lagði við enni síns dána barns. “Þú skalt heita Lilja,” sagði hún um blómið. “Sakleysi þitt og tign finst aðeins í Paradís.” “Hvað er þetta, er þú mælir svo mikið um?” spurði maður hennar. “Það er kóróna sonar míns,” svaraði hún. Adam athugaði blómið. Loga- gylt stjarna brosti við honum úr blóminu. “Stjarna. — Paradís. Svona voru stjörnurnar á næturhimni Aldingarðsins Þó virtist mér ein fegurst, en hana sá ég aðeins einu sinni. Og eigi hefi ég séð hana á næturhimninum síðan.” “Hvenær var það?” spurði hún. Hann þagði. Hún varð aftur enn mæðulegri og lagði liljuna á höfði þess dána. “Paradís aðeins? segir þú, — Stjarnan. — Von. Stjarnan brá fyrir augu mín þegar dómsorðin dundu yfir okkur. — Eg sá hana“, hvíslaði hann viknandi. “Eg sá hana, en svo hvarf hún mér.” Eva hélt áfram að handfara höfuð barns síns. “Eg sá hana,” hélt hann áfram í lítið eitt öruggari róm. „Hún tindraði á næturhimninum, ó, svo fagurlega, — Það ljómaði af henni, svo skært, svo bjari, Jíkt og af blómkrónunni þarna, að- eins mikið skærari, sterkari geislarnir. — Nú segir þu mér að í Paradís aðeins finnist tign hennar og helgi.” “Já, og ég er viss um að það er satt ” sagði Eva döpur. “Það þýðir að til er von fyrir okkur Eva, — Eilíf von. Við kom umst aftur í Aldingarðinn — Ald ingarðinn; — Aldingarð sælunn- ar.” “Drag þú ekki sjálfan þig á tálar, Adam.” Eva hristi höfuðið og mótþró- inn skein af andliti hennar. “Þessi von, sem þú talar um, var knýtt við mig og afkomend- ur mína. Nú er hinn ástúðlegi sonurinn liðið lík og út af bróð- urbana sprettur ekki von um viðreisn. Fleiri börn ætla ég nú ekki að eiga, því því fylgja þján- ingar, sem ég stendst ekki að horfa í augu við.” Það dofnaði yfir Adam við að heyra þetta. Hann gekk að drengnum sínum dána, snerti enni hans og sagði: “Konunnar sæði skal höfuð þitt meria. Þann ig var talað til óvinarins.” En þú skalt hæl þess merja.” “Sonur minn. Þú hefir orðið í hælnum. — Getur það verið að þú sért dáinn — Þú — þú, sem áttir að merjh höggormsins höf- uð. — Hún segir að alt það sé búið.” Adam varð litið á liljuna á höfði piltsins enn. — “Sakleysi — Tign — Paradís — Stjarnan. — Eg held að eitthvað sé enn eftir.” Enn ferðuðust ungu hjónin um erfiða og ókunna vegu. Vegu þyrna, þistla, hungurs og kulda. Um eyðimerkur undir steikjandi sólarhita og blindandi sandi. — Eyðimörku er enga næringu hafði að bjóða. Eva varð aðframkomin. “Adam,” hvíslaði hún með vör- um, er dauðafölvinn hafði gagn- tekið: “Eg elska þig betur en lífið. — Það var gjöfin sem mér hlotnaðist fyrir innan Garðs- hliðið.” * k Adam féll á kné og hrópaði til lífsins Herra um náð handa henni. Blóðið streymdi í varir hennar aftur og Eva varð allra kvenna elst og fegurst. t ALVEG SÉRSTÖK KJÖRKAUP! Á fögrum myndum í viðeigandi römmum BYRJAÐI A MANUDAGS MORGUN HJA Little Gallery MEIRA EN 2000 MYNDIR A BOÐSTÓLUM Á meðal þeirra eru myndir sem hafa verið á sýningum i Vestur Canada Hópmyndir, myndir sem skarta í setustofum, borðstofum og svefnherbergj- um. — Margir, nettir, ávalir og kringlóttir rammar, með meistarabrag. ÞESSAR MYNDIR OG RAMMAR SELJAST MEÐ HEILDSÖLUVERÐI OG MINNA FRÁ 1 3 TIL Vi AF VANALEGU VERÐI Verksmiðju verð til kaupenda á speglum, myndum og eftirstælingum í litum 20 prós. AFSLÁTTUR Á MYNDARÖMMUM MEÐAN SALAN STENDUR YFIR Dragið ekki að koma og kaupa á meðan vöruvalið er sem best Little Gallery — 317 Rennedy St. Rétt fyrir norðan Hydro-sýningarsalinn. Sími 94620

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.