Lögberg - 03.07.1947, Side 2

Lögberg - 03.07.1947, Side 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. JÚLÍ, 1947 Sjötíu ár í hjónabandi Svanfríður Jónsdóttir, Kristján Kristjánsson, Eyford, North Dakota Hinn 7. f. m. áttu merkishjón- in Svanfríður Jónsdóttir og Kristján Kristjánsson, búsett að Eyford, N. Dak., 70 ára gifting- arafmæli. Mun slíkt afar fátítt meðal allra' þjóða og sennilega einsdæmi meðal íslendinga. — Væri vel, að þess yrði minst nánar og fremur en verða mun í þessum fáu línum. Svanfríður og Kristján eru landnemar hér vestan hafs, bæði fædd „heima á íslandi", eins og þau segja. Þau eru af traustum bænda- ættum norðan lands, eyfirskum og þingeyskum, en ólust upp á Syðra-Lóni á Langanesi, norður við íshafið „Þar sem aldrei sól- in sest, sumarlangan daginn“. Og um vorið 1877, hinn 7. júní voru þau gefin saman í hjónaband í kirkjunni að Sauða nesi, einni nyrstu kirkju á Is- landi. i En á þeim tímum var minna um tækifæri á Islandi fyrir ungt og athafnasamt fólk að ryðja sér braut, heldur en nú er. — Erlend verslunaránauð og álög- ur hvíldu á þjóðinni og þar á bættust harðindaárferði og hall- æri «g kom það ekki síst illa niður á afskektustu byggðun- um. Mun þeim hjónum því ekki hafa litist úr vegi að fara út í heiminn, kanna ókunna stigu og freista gæfunnar í öðrum löndum. Er ekki um það að fjöl- yrða, en í júlí 1878 stigu þau á skipsfjöl og létu í haf áleiðis til Ameríku. Fyrsti áfanginn var í Nýja íslandi, og er þau höfðu dvalið þar vikutíma, fæddist þeim dóttir. Má og nærri geta, hversu aðbúnaður og aðstaða öll hefir verið þægileg, þegar jafnframt er haft í huga, hversu ástatt var í Nýja-íslandi um þessar mundir. Kristjáni mun enda ekki hafa þótt als kostar heppilegt að setj ast þar að, því að um miðjan mars næsta vetur taka þau sig upp með barn og búslóð, sem þægilega komst fyrir á litlum eineykissleða, og halda a fstað fótgangandi, norðan frá íslend- ingafljóti til Winnipeg og áfram suður til bæjarins Pembina í Bandaríkjunum. Þar tóku þau land og byggðu sér bjálkakofa. Var haann í tveimur hólfum, sem þá var títt og bæði lítil. Þarna bjuggu þau hjón í 4 ár, en altaf mun þau hafa fýst að ná betra sambandi við land- ana og komast í þeirra byggðar- lög, því að enn taka þau sig upp og halda áfram suður á bóginn til íslenzku nýlend- unnar við Pembinahæðir. — Tóku fyrst land nokkuð austur af Mountain &g voru þar í fáein ár, en fluttu sig síðar um set, suður þar sem heitir Eyford- byggð og eru nú loksins komin mitt á meðal íslendinganna, en það hafði altaf verið takmark- ið. — Og nú er þeirra eiginlega landnámi lokið. Á Eyford keyptu þau land, bjuggu fyrstu tvö árin í litlum moldarkofa, en reistu síðan stórt og mikið hús, er hefir verið heimili þeirra síð- an. — En á þessum hrakningi ólust upp hin myndarelgu börn og lærðu vel til munns og handa af foreldrunum, jafnframt skóla göngu, sem þau öll fengu notið að einhverju leyti. • Svanfríður er fædd 17. okt. 1855 og því 92 ára að aldri. Hún fékk litla mentun í föðurgarði eins og títt var um stúlkubörn á hennar uppvaxtarárum, lærði þó að lesa og draga til stafs, að- allega af sjálfsdáðum. Hugur hennar hneigðist mjög snemma að hverskonar handavinnu og hefir hún sjálf sagt mér, að hún hafi allt frá bernsku haft þann sið að grípa nálina, hvenær sem tækifæri gafst. Auk þess að sauma hverja spjör á fjölskyld- una, svo sem hún gerði öll upp- vaxtarár barnanna, þá hjálpaði hún oft upp á nágrannakonur sínar í þeim efnum. Saumavél fékk hún fljótlega, er efnin fóru að aukast, en áður var hvert spor saumað í höndum. Nú á seinni árum hefir hún að mestu hætt fatasaum, en saumar út meira en nokkru sinni fyrr. Til merkis um dugnað hennar, lang ar mig að geta þess, að fjrrir skemstu gaf hún mér vandaðan kaffidúk of mundlínur með margbreyttum útsaum og þenn- an dúk valdi hún úr tugum dúka, er hún hefir gert á s. 1. tveimur árum. Gleraugu notar hún ekki og handstyrk er hún svo furðu sætir. Heilsan er nokkuð góð að fráskildu bilun í fótum og er henni því oft erfitt um fótavist. Kristján er fæddur 7. júní 1850 og hélt því upp á 97. af- mælisdaginn, jafnframt gift- ingarafmælinu. Hann mun einn ig að mestu hafa farið á mis við fræðslu í bernsku sinni. Honum var ætlað að verða bóndi og til þess var þá ekki álitið að með þyrfti bóklegar menntir, kapp- nóg þótti að vera bænabókar- fær og geta klórað nafnið sitt. En Kristján hlaut í vöggugjöf óþrjótandi fróðleiksfýsn og lestrarþörf. Strax sem ungling- ur drakk hann í sig fornsögurn- ar íslenzku og sögur norrænna konunga og höfðingja, og er ekki ósennilegt, að sá lestur hafi ýtt undir með stórhug hans, er hann ræðst út í óvissuna og siglir til ókunnra landa, mál- laus og félítill. Og hann glataði eigi þessum gjöfum að heldur, er út í heim- inn kom. Strax og hann fékk ráðrúm til. fór hann að brjótast í að fá bækur að heiman og fyr- ir hans atbeina fyrst og fremst var hinn 11. jan. 1897 stofnað lestrarfélag á Eyford, er nefnt var „Austri“. Hin 50 ára saga „Austra“ er bæði oflöng og merkileg til að tóm verði til hér að gera henni skil, en ég vil að- eins fullyrða, að hann, sem önnur lestrar- og menningarfé- lög hér í kring, eigi stóran en vanmetinn þátt í því, hve ís- lenzkan hefir vel og lengi hald- ist hér í byggðunum. Kristján var bókavörður frá 1905 og aðalsafnið geymt hjá hon um síðan. Telur hann það eitt sitt mesta lán af mörgum þó, því að með þessu móti hafi hann fengið ómetanlegt tækifæri að íylgjast með í bókmentum og þjóðmálum íslendinga. Ennþá á 98. aldursári hans; nefnir mað- ur fáa atburði, er úti á íslandi gerast, svo að hann kannist ekki við þá og kunni einhver skil á þeim, hvort sem það er í pólitík, bókmentum eða al- mennu lífi. Hann hefir verið kaupandi „Tímans“ frá byrjun og er sterkur Framsóknarmaður, en les þó öll önnur blöð, sem hann nær í og er mjög sanngjarri í dómum sínum og ályktunum. Nú skyldi enginn halda, að hann Kristján gámli á Eyford sé hálfþurr bókaormur, sem engu sinni nema skruddum sín- um. . Jörðin hans, steinasléttan svo- kallaða, sem breytst hefir í frjósama akra og engi, ber þess gleggstan vottinn, hvert mann- tak er í Kristjáni og börnum hans. Gleðimaður er Kristján hinn mesti, raddmaður góður og sönggefinn með afbrigðum og virðist það aetla að koma fram hjá fjölda af niðjum hans. Seg- ir hann sjálfur að sín eina skóla- ganga hafi verið 4 vikna söng- nám hjá séra Gunnari á Sauða- nesi og hafi sér orðið það ómet- anlegt síðan á lífsleiðinni, létt lundina og stytt stundir, bæði sér og öðrum. Heimili þeirra hjóna hefir fram á seinni ár verið mann- margt og þó aðeins séu tvær dætur eftir heima nú, þá má samt oft sjá þar margt um manninn. Vinsældir þeirra eru afarmiklar í byggðinni og gest- risni heimilisins orðlögð, enda munu margir minnast þaðan skemtilegra stunda og vil ég sérstaklega þakka alla þá á- nægju og alúð, sem ég hefi þar notið. Svanfríður og Kristján hafa átt barnaláni að fagna. Mistu að vísu tvo drengi í æsku en eiga 8 börn á lífi og við sæmi- lega heilsu. Fara nöfn þeirra hér á eftir: Rósa Guðrún, heima hjá for- eldrum sínum, Jón Gunrilaug- ur, bóndi í Wyn. Sask., Hannes, vinnur í Seattle, Kristbjörg, skólastýra á Mountain, heima á sumrin, Soffía, húsfreyja að Garðar, Sigurbjörn, bóndi að Mountain, Kristján og Jóhann Júlíus, bændur að Eyford. Afkomendurnir eru nú orðnir 75 talsins og nýskeð fréttist um 5. ættliðinn, sem kom í heiminn 3 dögum fyrir afmælið. Alt er þetta yfirleitt myndarlegt og mannvænlegt fólk og kippir í kynið. Á afmælisdaginn — þennan tvöfalda hátíðisdag, var gest- kvæmt á heimili gömlu ^hjón- anna. Börn þeirra höfðu látið það boð út ganga að allir væru vel- komnir að koma og heilsa upp á þau. Dreif að fjöldi fólks úr öllum áttum, norðan frá Kana- da, vestan frá hafi og sunnan úr ríkjum. Als mun hafa verið þar um 150 manns. öll börn þeirra voru viðstödd og margt af barnabörnum og barnabarna- börnum. Þjóðræknisdeildin „Báran“ stóð fyrir stuttri skemtiskrá sendi þeim skrautritað ávarp og gerði þau að heiðursfélögum í þakklætisskyni fyrir það starf, er þau hafa unnið í þágu þjóð- ræknis- og menningarmála í byggðinni. Forseti „Austra“ flutti þeim kveðjur og gjafir og sömuleiðis fulltrúar frá kvenfélögum Vík- ur og Eyfordsafnaðar. Litlar stúlkur af þriðja ætt- liðnum færðu þeim blóm og gjafir frá börnunum, en séra E. H. Fáfnis ávarpaði þau fyr- ir hönd byggðarinnar og flutti þeim heillaóskir. Hannes, sonur þeirra bar fram kveðjur fjar- staddra ættingja og las skeyti er borist höfðu. Blandaður kór undir stjórn R. H. Ragnars söng nokkur lög og loks þakkaði Kristbjörg, dóttir hjónanna, fyr- ir hönd þeirra alla þá vinsemd og heiður, er þeim hefði verið sýnt. Samsætið var að öllu leyti hið ónægjulegasta, Viðtökur og veitingar voru með rausn og höfðingsskap, en skemtilegast var þó að sjá, hve gömlu hjón- in voru glöð og sómdu sér vel með 70 ára sambúð að baki. Skeyti og bréf bárust að hvaðanæfa, þar á meðal eftir- farandi bréf frá forseta Banda- ríkjanna: The White House, Was- hington, June 5. 1947. My dear Mr. and Mrs. Kristjánsson! I have just learned that you will celebrate your seventieth wedding anniversary on June seventh and want to join in the felicitations coming your way for this joyous special occasion. Yours is indeed an outstand- ing companionship and you certainly must treasure wonder- ful memories. You have my very best wishes Very sincerely yours Harry Truman. Bréf þetta barst því miður ekki í tíma fyrir samsætið, en það skerti ekki undrun og ánægju gömlu hjónanna yfir hinum óvænta heiðri, er þeim veittist. Eg gat þess fyrr, að Svanfríð- ur og Kristján væru landnem- ar, og ég vil bæta við, að þau eru það í fylsta og besta skiln- ingi þess orðs. Sá göfugi arfur feðranna, er þau höfðu að veganesti vestur yfir hafið, trúmennska, dreng- skapur og( heiðarleiki, mörg hin fegurstu íslenzkra þjóðarein- kenna, sá arfur var vandlega varðveittur, gróðursettur hvar sem áð var og vel að honum hlúð. Mér dettur oft í hug, það sem Kristján sagði eitt sinn við mig: „Það þarf engiijin að vera verri Bandaríkjaborgari, þó að hann tali tungu feðra sinna og heiðri uppruna sinn“. Og þetta gætu vel verið eink- unnarorð fyrir æfiferil þeirra hjónanna. Þau hafa ætíð haldið við eldinum, er þau fluttu með sér að heiman, en jafnframt gefið fósturlandinu þol sitt og þrek og helgað því niðja sína, Þökk sé þeim fyrir fordæmið. Sigxíður J. Ragnar. Carl Fimmerman Nýr ölgerðarmeistari Hér getur að líta Mr. Zimmer- man, hins nýja ölgerðarmeist- ara Shea’s Winnipeg Brewery Limited; hann er ættaður frá Minneapolis, og var um hríð forseti ölgerðarmanna samtak- anna í Vestur-Canada. Risasólbletlur. Amerískir stjörnufræðingar hafa uppgötvað sólblett, sem er 120,000 km. að lengd. Hann er ein af þeim alstærstu, sem sjest hafa hin síðari ár, og með því að nota hlífðargler er hægt að sjá hann berum augum. — Æfintýrið i. Hann fæddist þar klettarnir kofunum skýla, og kræklótta björkin er skraut þeirra býla. Þar vögguljóð heiðlóan kveður á kvöldin, í hvamminum græna, þá sofin er öldin. Hann ólst upp við lækjanið, hliðar og hóla, og harðleikinn, raungóðan náttúru skóla, að eltast við lambféð um bláskriður, börðin, að bylta til steinum, svo titraði jörðin. Og æskuna dreymdi um dýrlega dága, þá dreyfði sér kvikféð um engi og haga, og algrænt var túnið og engjar á vorin. Það alt var hans kóngsríki, og létt voru sporin. Og mitt yfir þessu kvað lóan sín ljóð en lækirnir sungu umalfrjálsa þjóð. Fossarnir vöktu til atorku og iðju. Áin gaf dæmi hve brjóta skal viðju. Klettarnir, vættir sem verðir að baki, gegn vágestum kúgara og n)ðinga taki. Fjöllin, sá múr er vart fuglinn má klifa. I frjósemi dalsins var indælt að lifa. II. En fljótt líða árin ,og aldurinn hækkar. Æskan á brautu, og leikjunum fækkar. Hver dagur hann fjarlægir ungmennisárin, æskunnar vonir, og barnslegu tárin. Hvert ár falla blómin fró æskunnar dögum. Hvert ár týnast vonir, og breyta svo högum. Hvert ár grípur alvaran harðari höndum, með helkulda slítur þá vináttu böndum. Því minnumst við þess, þegar fullorðin fann hann að fegursta kóngsrikið vantaði sannann, unað, því útþráin vaknaði á vorin. „Það veit þó minn Guð að þung urðu sporin“. En sé nokkur kraftur í karlmannsins barmi. Ef kalt slær ei hjarta í vesölum barmi. Þá rís hann upp öndverður örlögum móti svo eldfjör og kraftarnir, sjálfra sín njóti. III. Nú rifjast upp sögur frá rúmgafli þar í rökkrinu sat hann og amma hans var að segja honum sögur og kvæði. Af kýppum sem þótti svo þröngt upp í dal og þráðu að komast úr hamrasal, og lögðu því leið sína um flæði. Þeir eignuðust kóngsríki á ókunnri strönd með alblómga lundi og fagurgræn lönd, og sumar og sólskin um geima. Þar ríktu þeir alfrjálsir ástvinum hjá Þar aðeins var hamingja og gleði um brá og hörmunum huglétt að gleyma. En hví sat hann heima eins og karlægur karl? sem kættist ef fékk hann á diskinn sinn snarl? með öfund af gjafara gefið? Hvað var það sem hélt honum heima í þeim dal? Hví hóf hann ei flug eftir hvasseygum val? og skildi við skammir og þreifið? Sú hugsun hún sótti á hann ár eftir ár og ávalt hún skildi eftir saknaðartár. , En æskan á örleik í æðum.“ Hann skildi til hafs fyrir blásandi byr. Handan bl’ahjúpin, ókyrru kveikja sinn hyr. Meðal blómanna brosa hjá glæðum. Svo eitt vor þegar ísana leysti af lá, og lækirnir hoppuðu brúnunum frá, hann gat ekki haldist við heima. Hann skundaði á brautu, með kveðjur og köll sem kváðu hann gerði nú landinu spjöll og ættjörðu ætlaði að gleyma“. • Hann sinnti því engu, en hélt út á höf með hraðbyri í skautum og blaktandi tröf, og æskunnar eldmóði í barmi. Því nú var hann alfrjáls í ómælisgeim og arnþrek í taugum, og þráði ekki heim Já, gleðin hún glampaði af hvarmi. Hve lengi var siglt yfir síkvikan mar ei í sögunni er greint, en fleyið hann bar til sóllanda og suðrænna meyja. Þar fann hann sinn ástvin og blómanna beð þar byggði hann höll er ei skuggum var léð. Þar sá hann og sæluna deyja IV. Eg hitti hann þar í skjóli stórra skóga t þeir skýldu ökrum þess er Frónið bar, en sigldi á braut með útþrá ærið nóga og ættarböndin með því sundur skar. / Und skógargreinum mitt á milli blóma, hann mændi þögull út í bláan geim. Já, honum fannst sem fossaraddir óma ' Hann fann til þrár, að mætti hann komast „heim“. En vonlaus þrá hún vekur tár af hvarmi, og værðum hafnar marga dimma nátt. Hann var nú lostinn örlaganna armi. Útlagi ger, sem komist ei gat í sátt. Já, svo fer mörgum mætum íslands sonum, sem mörkuðu spor á fjarlæg óskalönd Því fjöregg þeirra er fjarsýn byggð á vonum, og frumþrá æsku, leiðir æðri hönd. Sr. E. H. Fáfnis.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.