Lögberg - 03.07.1947, Blaðsíða 6
(i
1-
(Ensk saga)
HVER VAR
ERFINGINN?
G. E. EYFORD, þýddi
“Það er ekki erfitt að velja kjóla sem
fara þessari ungu stúlku vel,” sagði
búðarstúlkan; “Þessi er svo alveg mátu-
legur og fer henni svo adáanlega vel.“
“Sjáðu þig í speglinum þarna,” sagði
Mrs. Lamonte; Dora sneri sér að stór-
um spegli og varð alveg steinhissa.
Hún sá háa stúlku, klædda í silki og
flos; kjóllinn fór henni eins vel og hann
væri steyptur á hana og á kjólnum var
hældrag, átján þumlunga langt.
Hún gat varla þekt sig sjálfa fyrst
í stað; hún leit alt öðru vísi út.
Hún sneri sér að Mrs. Lamonte, sem
horfði undrandi á hana, og sömuleiðis
búðarstúlkan.
“En — en”, sagði Dora, “þetta er
ekki handa mér?“
“Það máttu ekki segja, mitt kæra
barn; jú, það er handa þér. Netludúks
kjóllinn þinn er mjög laglegur, en hér
í London verður maður að vera í öðru-
vísi kjólum, þú kemur til með að skilja
það.”
Dora var klædd í einn hinna yndis^"
legu kjóla sem lágu fyrir framan hana,
svo sneri hún sér að speglinum, og nú
undraðist hún ekki minna en áður.
Hún gat varla trúað að það væri hún
sjálf, er hún virti fyrir sér í speglinum;
þessa háu og yndislegu mynd, í þess-
um fína búningi. Hún fór með skjálf-,
andi hendi að hneppa hann frá sér, er
gamla konan sagði:
“Þú átt að vera í honum, Dora; netlu
dúkskjólinn þinn sendum við heim, —
með hinum kjólunum.”
Svo var valið handa henni fínt knippl
ingaherða sjal, í staðinn fyrir heima-
tilbúið sjal, sem hún hafði, og stráhatt-
urinn, sem hún hafði að heiman var
nú lagður til hliðar, en í hans stað val-
inn hattur af nýjustu gerð.
Búðarþjónn, sem kom þangað er þær
voru og bar skrautlega öskju í höndum
sér, nálgaðist hana, eins og hún væri
prinsessa, og hefði viljað falla niður að
fótum hennar. Hann virti vandlega
fyrir sér hendur hennar, og valdi svo
hanska úr öskjunni er hann var með.
“Sex er alveg sérstakt, madame,“
sagði hann mjög virðulega við • Mrs.
Lamonte, sem brosti að því sem hann
sagði.
Dora leit á þau með forvitnis aug-
um.
“Hvað er þetta,“ spurði hún loksins.
„Ekkert, kæra barnið mitt. Bara þú
hefur svo litlar hendur” — og hún var
rétt búin að segja — “og svo nettar og
fallegar,” en hún hikaði við.
“Já,” sagði Dora, eins og til afsök-
unar.”
Alt búðarfólkið horfði undrandi á
þessa stúlku en Mrs. Lamonte, sem
ekki kærði sig um að Dora væri veitt
svo mikil eftirtekt, fór strax með hana
út úr búðinni.
Er Dora fór ofan búðartröppurnar,
sá hún sig í speglum sem voru á báðar
hendur er gengið var út úr búðinni,
og hún undraðist hvaða mismun slík-
ur viðhafnarbúningur gæti gert, en
hún sagði ekki eitt einasta orð um það
fyrr en þær voru komnar inn í vagninn
og lagðar af stað. Þá lagði hún hend-
ina á handlegg gömlu konunnar, og
horfði spyrjandi á hana, og sagði:
“Því gerðirðu alt þetta — því hefurðu
keypt þessa skrautlegu búninga og svo
margt annað handa mér? Eg skil alls
ekki í því?”
Mrs. Lamonte brosti, og þrýsti sam-
an vörunum.
“Eg veit ekki að það sé nein sérstök
ástæða til þess, mín kæra Dora,” og
bætti svo við eftir litla þögn,” nema
að mér líst svo vel á þig, og — og þú
verður að vera vel búin í fínum kjól. —
George” — og hún þagnaði sem snöggv
ast, eins og hún væri að hugsa um eitt-
hvað með sjálfri sér — “ég held, að
George vilji hafa það þannig.”
Dora horfði sem snöggvast á hana;
svo leit hún ofan fyrir sig og hugsaði
með sér. Hvers vegna skyldi George
Lamonte ekki láta sér vera sama um,
hvort hún væri vel búin eða ekki? Hvað
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. JULÍ, 1947
gerði það honum til, hvort hún væri í
gamla netludúks kjólnum sínum og
með stráhattinn sinn og enga hanska
eða klædd í þennan dýrindis búning,
sem Mrs. Lamonte hafði keypt handa
henni?
“Gat það verið mögulegt, að George
• Lamonte —” hugsaði hún og roðnaði
í andliti.
Sagði hann,” spurði Dora éftir litla
þögn, “að ég ætti að vera í svona dýr-
um búningi?”
“Nei, barnið mitt, nei; en ég held að
hann hafi meint það; og ef hann hef-
ir meint það, þá var það ekki nema
rétt og sjálfsagt af mér að gera það.
Þú verður að taka þátt í samkvæm-
islífinu með mér, skilurðu, og þá hæf-
ir það ekki, að félagsmey mín sé í lé-
legum búningi.”
Ef Dora hefði verið veraldarvanari,
hefði hún efast um gildi þessarar
skýringar; en henni fanst þetta sVo
eðlilegt, að hún brosti og þrýsti hina
þunnu og mögru hendi Mrs. Lamonte
með þakklæti.
“Eg hefi gaman af heldrafólkssög-
um og æfintýrum,” sagði hún, “en ég'
hefi aldrei lesið neina undarlegri og
fallegri en þetta.”
Gamla konan hristi höfuðið; hún
skildi víst ekki hvað Dora sagði.
“Lofaðu mér að sýna þér hvernig þú
átt að láta hanskana á þig, kæra barn-
ið mitt,” sagði Mrs. Lamonte. “Já, þú
hefir smáar og fallegar hendur; það er
altaf ljóst merki um góða ætt og gott
uppeldi.”
Dora brosti, og sagði:
“Kanske ég sé umklædd prinsessa.
Nei, ég er dóttir skógarhöggsmanns,
klædd eins og prinsessa. Það er það
sem ég er.”
Mrs. Lamonte horfði forvitnislega á
hana.
“Þú skammast þín ekki fyrir að
yera dóttir slíks manns, Dora,” sagði
gamla konan; “en kanske — sá tími
komi, að þú gerir —.”
Dora leit stórum augum á hana, svo
hún þagði.
“Skammast mín?” endurtók hún
hálf hissa. “Því ætti ég að skammast
«iín fyrir það?“
“Eg — ég veit ekki, en hugsaðu ekki
um það, barnið mitt,” sagði gamla kon-
an, og vagninn stöðvaðist fyrir fram-
an húsið hennar. “Þú ert kynlegt barn
— og — og þú segir svo kynleg orð, á
svo eðlilegan hátt, að ég veit. — er ekki
viss um, hvernig ég á að tala við þig,”
sagði Mrs. Lamonte.
18. Kafli.
Bráðlega fór Mrs. Lamonte að skilja
hið saklausa, einarða og hreinskilna
lundarfar Dora, sem sonur hennar
hafði á svo einkennilegan og undarleg-
an hátt falið henni til umsjár; hún
lærði að skilja hana og elska hana, og
smátt' og smátt hvarf allur kvíði hjá
gömlu konunni fyrir því, að hafa Dora
í návist sinni.
Hún eins og ósjálfrátt fékk meira og
meira traust á Dora, sem með alt sitt
sakleysi og þekkingarleysi á heimin-
um, var svo vingjarnleg, róleg og sjálf-
stðeð, að Mrs. Lamonte fór bæði að
elska hana og virða.
Hún hafði ekki heyrt neitt fra Ge-
orge; hún var vön því að hann skrifaði
henni ekki, og það var eins og hún
kviði fyrir að fá bréf frá honum; það
gat eins vel verið að hann skrifaði
henni, að Dora ætti að fara burt frá
henni. Hún vissi ekki að sonur sinn
væri orðinn herra og erfingi að Wood-
Castle og öllum hinum mikla auð, Art-
hurs Lamonte. Dora vissi ekki að Fred
Hamilton væri kominn til London; og
er hún hugsaði til foreldra sinna úti í
skóginum, var það ávalt með yndislegri
og traustri von um, að þeim liði vel, því
hún var svo viss um, að ef eitthvað
kæmi fyrir þau, léti faðir sinn sig strax
vita um það. Hún hafði enga. hugmynd
um, að litla húsið þeirra væri nú autt
og mannlaust. En henni gafst ekki
mikill tími til að hugsa. Dag eftir dag
fékk hún tækifæri til að sjá og skoða.
alt hið merkilega og skrautlega sem
hægt var að sjá í London. Þær óku um
borgina á hverjum degi í hinum skraut-
lega vagni, og Mrs. Lamonte sýndi
henni svo margt af því merkilega sem
var að sjá í borginni.
Dora varð mjög hrifin af öllu því
sem hún sá, en hún lét ekki í ljós neina
undrun yfir þessum æfintýra-heimi
sem hún var nú komin í. Einn dag er
þær óku um borgina, og vagninn stans-
aði fyrir framan skrautmuna búð, lét
hún í ljós aðdáun sína og undrun.
Dora, sem einungis hafði lesið um
dýra steina, og hugsað sér þá aðeins
sem dæmisögulega hluti, fanst henni
nú, að allir Indlands dýrgripir og hinn
takmarkalausi auður í Aladíns-höll-
inni, væri samankomin í búðarglugg-
anum.
Þær gengu inn í búðina, og Mrs. La-
monte beiddi um að fá að sjá kvenn-
úr; hún valdi eitt úrið, ásamt fínni
festi, og stakk því í lítinn vasa. sem var
á kjól Dora, en festina lét hún um háls
hennar.
Dora fölnaði upp af geðshræringu og
gat ekki sagt eitt einasta orð; til þess
að dylja tárin sem komu í augu henn-
ar, sneri hún sér til hliðar, og lét sem
hún væri að skoða afar fínt veski, sem
sérkennilegt gimsteina-band var í. —
Kaupmaðurinn sá það og opnaði vesk-
ið og tók upp úr því glitrandi *rmband
og lagði í hendi hennar.
“Þetta er virkilega fallegt,” sagði
hann, “og demantarnir eru eins tærir
og vatn.”
Dóra horfði hálf hrædd á þá, og gaf
Mrs. Lamonte merki um að koma og
sjá þá.
“Hér er hálsmen, sem er ennþá
fínna,” sagði gimsteinasalinn,” og tók
það út úr gler hulstri. “Þetta er óvana-
lega fallegt hálsmen; það er selt. Miss
Edith Rusley keypti það.“
Dora leit upp; hún tók eftir nafni
stúlkunnar, sem gat átt svona afar dýr-
an skrautgrip, því þetta þótti henni
fremur æfintýri en raunveruleiki.
“Miss Rusley,” sagði Mrs Lamonte,
“já, hún elskar demanta, er ekki svo?”
“Já, og aðra dýra * gimsteina, mad-
ama; hún hefir svo ágætan smekk og
sjaldgæft skynbragð á slíkum hlutum.
Kanske þú hafir séð Shaphira-kerfið
hennar-”
“Nei,” svaraði Mrs. Lamonte á sinn
vanalega stillilega hátt, “ég hefi mætt
Miss Rusley, en ég hefi ekki séð það.”
Gimsteinasalinn opnaði járnskáp og
tók út öskju, sem í var hið aðdáanleg-
asta kerfi af Saphirum og rétti henni.
“Hér eru þeir — hún vill láta gera
dálitla breytingu á innsetningunni. —
Þetta eru þeir hreinustu Saphirar sem
til eru — já, ennþá fínni en Ladyens
Rúbínur, sem allir dáðst að.
Dora sat og horfði á þetta skraut, og
gimsteinasalinn, sem tók eftir því, hve
mikla undrun þetta skraut vakti hjá
henni, tók þá úr öskjunni og rétti henni
Þegar Dora, sem alveg gleymdi sér af
hrifningu af að horfa á þessa dýrgripi,
beygði sig ofan að þeim, til þess *enn
nánara að virða þá fyrir sér, var óvana-
lega skrautlegum vagni ekið upp að
búðardyrunum. Þjónn í skrautlegum
einkennisbúningi opnaði vagnhurðina,
og strax á eftir stóð ung hefðarmær í
búðardyrunum og virti fyrir sér ungu
stúlkuna frá Sylvester skógi. Dora sá
strax hina nýkomnu stúlku og augu
þeirra mættust. Dora horfð> á hana
með einlægri aðdáun, en hin horfði á
Dora hálf forvitnisleg, hálf hissa, en
á sama tíma undrandi.
Gimsteinasalinn leit frá hinni ný-
komnu, fríðu stúlku, á gimsteinana
sem Dora hélt á, og brá lit. Mrs. La-
monte virtist óstyrk og fölnaði í andliti.
Með skjótri og yndislegri hreifingu,
vék hin nýkomna og ríkmannlega búna
stúlka sér að Mrs. Lamonte og hneigði
sig fyrir henni.
“Mrs. —,” sagði hún og hikaði við.
“Lamonte,” sagði gamla konan. “Eg
er glöð að mér veitist sú ánægja að
hitta þig hér, Miss Ruslej(.”
Miss Rusley, sem átti tugi milljóna
og var drottning í öllu fínasta sam-
kvæmislífi borgarinnar, rétti henni
hendina til að heilsa henni, en leit á
sama augnablikinu á Dora, sem horfði
stöðugt á þetta þeldökka, töfrandi and-
lit. —
“Dóttir þín, Mrs. Lamonte?” spurði
hún.
Vesalings gamla konan varð alveg
ráðalaus.
“Nei — nei —hún er ung vinkona
mín, Miss Nichols,” svaraði hún í
óskýrum róm.
Miss Edith gekk til Dora og heilsaði
henni með handabandi, og virti hið
rjóða andlit hennar fyrir sér.
“Hvernig líður þér?” spurði hún á
svo látlausan hátt, sem aðdáendum
hennar fanst svo hrífandi, og sem var
henni svo eðlilegt frá fyrri árum henn-
ar í nýlendunni, þar sem hún ólst upp,
þó öfundsjúkar tungur héldu því fram,
að þessar látlausu venjur hennar væru
hneykslanlegar.
Dora tók vingjarnlega í hennar fínu,
mjúku hendi, og þær horfðu sem snöggv
ast hvor á aðra, án þess að segja neitt.
Var það mögulegt, að það hafi verið.
skáldleg eðliskennd sem hvíslaði því í
hjörtu þeirra, að forlög þeirra ætti eft-
ir að fléttast saman?
Dora mundi nú alt í einu eftir, að de-
mantarnir, sem húp hélt á, tilheyrðu
þessari ungu stúlku, svo hún lagði þá
strax ofan í öskjuna.
“Eg sé að þú hefir verið að skoða
Saphirana mína,” sagði Edith í mál-
róm sem gerði gimsteinasalann rólegri.
“Þykir þér þeir ekki aðdáanlega fal-
legir?”
Dora brosti og sagði:
“Eg kann eekki að dæma um þá; ég
hefi aldrei séð þvílíkt fyr á æfi minni;
en mér þykir þeir fjarska fallegir.”
“Virkilega?” sagði Edith. “Eg er ekki
mjög hrifin af þeim, þeir eiga eiginlega,
ekki við fyrir mig, það er ekki nógur lit-
blær í þeim.”
Hún sneri sér því næst til gimsteina-
salans og sagði rólega, en í skipandi
róm, sem Dora heyrði í fyrsta sinni:
“Gerðu svo vel að láta mig fá Rúbín-
ana mína.”
Maðurinn flýtti sér að rétta henni
öskju út úr járnskápnum, sem hún
lagði í kjöltu 'Dora.
“Ó,” sagði hún brosandi, og aðdáun
og undrun skein úr augum hennar.
“Eg sé að þú hefir sömu meiningu
um þá, eins og ég. En Saphirar mundu
samsvara þér best. Eg vildi óska, að
þú værir konan mín og ég maðurinn
þinn.” •
Dora leit brosandi og full undrunar á
hana, og Edith sneri sér brosandi til
Msr. Lamone.
“Hvað hún lítur undrandi út! Eg
meina,” sagði hún til Dora, „að ef ég
væri maðurinn þinn mundi ég gefa þér
þessa Saphira; en þeir ættu heldur að
koma frá einhverjum elskhuga, mundi
ekki fara bétur á því?”
Edith, sem sá undrunina í hinum
stóru og fögru augum Dora, sagði við
Mrs. Lamonte í lágum rómi:
“Hver er hún, Mrs. Lamonte? — Er
hún nýkomin út úr klaustur-skóla? —
Hún er svo elskuleg, að ég egt ekki ann-
að en stöðugt verið að virða fyrir mér
hennar aðdáanlega fallegu augu —
segðu mér hver hún er?”
Mrs. Lamonte stamaði * og vafðist
tunga um tönn, án þess að segja neitt.
“Ó,” sagði Edith einarðlega, í sama,
lága rómnum. “Þú álítur mig freka og
illa siðaða. Það gerið þið .allar, ef ég
spyr slíkra spurninga, eða læt í ljós á-
huga minn fyrir einhverju.“ — Hún leit
á Dora, eins og hún vænti eftir að fá
svar: “Eg má víst ekki spyrja hana,
býst ég við.”
“Eg — ég — hún er nýkomin til
London,” sagði Mrs. Lamonte. “Þetta
er fyrsti dagurinn sem hún er —.”
“Fyrsti dagurinn hennar!” endurtók
Edith og deplaði augunum. “Meinar þú,
að hún hafi aldrei áður verið í London?
Hvað ég öfunda hana; ég sem er bæði
leið og þreytt á þessari stóru borg! Já,
það svífur einhver yndisleiki yfir henni;
ég sé það í augum hennar, á andliti
hennar. Hún líkist indælum, viltum
fugl, sem hefir setst niður í fyrsta sinn
á bygða eyju og undrast alt það nýstár-
lega og mörgu andlit sem hann sér —
líttu á hana!” Og hún neri við hand-
legg Mrs. Lamonte.
Dora, sem vissi ekkert, hvað þær
voru að tala um, sat og horfði dreym-
andi út á götuna, þar sem skrautlegum
vögnum var ekið uppihaldslaust fram
og til baka, og þar sem skarar af fólki,
var sem óslitin straumur. Ediith hafði
valið ágæta samlíkingu; unga stúlkan
leeit út eins og sjaldgæfur, fagur fugl,
sem var hálf hræddur við alt þetta
ókunnuga og óvanalega sem var á flug
ferð í kringum hana.
Mrs. Lamonte stóð upp, en Edith
fékk hana til að setjast aftur.
“Elkki strax,” sagði hún; “lofaðu
henni að sitja þarna eina mínútu enn.
Sjáðu, hve indæla mynd hún gerir! Ný
í London! Veistu hvað skeður, er
London verður þess vör, að þessi ynd-
islega stúlka er í borginni?”
Gamla konan leit vandræðalega út.
Hún leit líka út eins og fugl — eins og
hrædd dúfa í Valsklóm