Lögberg - 03.07.1947, Blaðsíða 8

Lögberg - 03.07.1947, Blaðsíða 8
 3 LÖGBERG, FDViTUDAGINN 3. JÚLÍ, 1947 / Or borg og bygð íslenzkir sjúklingar, sem liggja á sjúkrahúsum hér í borginni, eða aðstandendur þeirra, eru vinsamlega beðnir að síma Mrs. George Jóhannesson, 89 208, ef æskt er eftir heimsókn eða ís- lenzku blöðunum. Birt'að tilstuðlan Djákna- nefndar Fyrsta lút. safn. 4 ÞAKKARORÐ Innilega þakka eg öllum ís- lenzkum vinum mínum h é r n a m e g i n hafsins, er sendu mér hlýjar kveðjur í tillefni af fimmtugsafmæli mínu; eiga þar hlut að máli fjöldi einstaklinga, mörg félög og vestur-íslenzku vikublöðin. Stjórn þjóðræknisfélagsins er eg mjög þakklátur fyrir fagurvrt, skrautritað afmælis-ávarp. Þ á þakka eg vinum mínum og sveit- ungum í Norður-Dakota sérstak- lega góðhug þeirra og rausnar- lega afmælisgiöf. Verð eg langminnugur alls streymt frá íslenzku samferða- þess hlýhuga. sem til mín hefir sveitinni á þessum tímamótum æfi minnar, og bið hinum mörgu vinum mínum blessunar og vel- farnaðar. Grand Forks, N. Dakota, þ. 27, júní 1947. . Richard Beck. Mrs. E. Haralds, frá Van- couver B. C., lagði af stað aftur heimleiðis s. 1. viku, eftir að hafa dvalið hér um þriggja vikna tíma í heimsókn til kunn ingjanna. ♦ Mr. og Mrs. Valdi Jóhannes- son frá Árborg voru í borginni seinnipart fyrri viku. , Samskot í útvarpssjóð Fyrstu lútersku kirkju: H. B. Grímsson, Mountain, N. D., 1.00, Björn Stefánsson, Akra, N. D., 1.00. — Kærar þakkir. V. J. E. -f Mr. George Jóhannesson frá Edmonton, er nýlega komin hingað til borgar ásamt frú sinni og ungum syni. — Mr. George Jóhannesson er flug- kapteinn í þjónustu Canadian Pacific Airlines, er nú hafa ný- lega stofnað til reglubundinna flugferða miili Winnipeg, The Pas og Flin Flon; hann er sonur frú Laugu Jóhannesson, 737 Alverstone Street hér í borg- inni. -♦ ,Þeir blaðamennirnir Jón Helga son og Árni Bjarnarson, sem fyrir skömmu eru hingað komn- ir frá íslandi, hafa dvalið norð- ur í Nýja Íslandí frá því í lok fyrri viku. -♦■ Þær frú Ingibjörg Jónsson og ungfrú Margrét Indriðadóttir úr Reykjavík, brugðu sér norður að Gimli á þriðjudaginn og dvöldu þar fram á miðvikudagskvöld. •♦■ ÞAKKARÁVARP Hjartanlegar þakkir viljum við færa öllum þeim, er sýndu okkur hlýhug og heiður á 70 ára giftingarafmæl.i okkar. Við þökkum börnum okkar og tengdabörnum fyrir alt, sem þau lögðu á sig til að gera okkur daginn sem ánægjuríkastan. Við Þökkum Þjóðræknisdeildinni „Báran!‘ fyrir þann heiður og velvild, er hún sýndi okkur og einnig gjafirnar og kveðjurnar frá ,*Austra“ og kvenfélögunum. Og síðast en ekki síst viljum við þakka öllum þeim fjær og nær, sem á einhvern hátt sýndu okkur vinarþel, með heimsókn- um, kveðjum og skeytum. Þið veittuð okkur varanlega gleði og gerðuð minningu dags- ins ógleymanlega. Guð blessi ykkur öll. Svanfríður og Kristján Kristjánsson MESSUBOÐ Fyrsta Luterska Kirkja Guðsþjónustur hefjast að loknu sumarfríi, súnnudags- kvöldið 10. ágúst kl. 7. -♦ Sunnudaginn 20. júlí verður messað í Guðbrandssöfnuði við Morden, fer þá fram ferming ungmenna og altarisganga. — Messa hefst kl. 2 síðdegis — Standard Time. — , Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson, Arborg-Riverton prestakall 6. júlí: Geysir, messa kl. 2 e.h. Arborg, íslenzk messa kl. 8 e.h. — 13. júlí: Víðir, messa kl. 2. e.h. Hnausa, messa kl. 8.30 e.h. B. A. Bjarnason Gefið í minningarsjóð Banda- lags Lúterskra Kvenna: Gunnlaugur Freeman $10.00, í minningu um Elínu Jónsdóttir frá Dagverðareyri, Eyjafirði og Jóhönnu Jóhannsson, Selkirk; Kvennfélagið Undína Hecla, 10.00, í minningu um Pétur Hallgrímsson. Mr. og Mrs. G. Thorleifsson, Langruth, 5.00. Gefið til Sunrice Lutheran Camp young Pioples organiza- tion of First Luth Church, — Winnipeg, $25.00. — Með inni- legu þakklæti. ; Anna Magnússon Box 296 Selkirk, Man. GIFTING Þau Raymond Andert og Donna Hope voru gefin saman í hjónaband, í Lútersku kirkjunni að Arnesi, 28. júní s. 1. Brúð- guminn ar ef þýzkum ættum og á heima í Winnipeg, en brúður- in er dóttir Mr. og Mrs. Hope að Arnesi. Donna er vel þekt söngkona, hún söng um skeið yfir „CKRC“. — Svaramenn voru Harry Guðbjartsson, Riverton og Emily Thorláksson, Arnes. — Við hljóðfærið var Mrs. L. Peterson. Mrs. Sigríður Sigurgeirsson söng „ITl walk beside you“. Séra Skúli Sigur- geirsson gifti. / Að giftingunni afstaðinni var setið fjölment samsæti í skemti húsi bygðarinnar. Fyrir minni brúðarinnar mælti Metta Thor- kelsson og Jónas Einarson fyrir minni brúðgumans; einnig var skemt með söng. Mrs. Th. Kar- dal hafði veislustjórn með höndum og afhenti ungu hjón- unum peningagjöf frá bygðar- búum. — Heimili þeirra mun fyrst um sinn verða í Winnipeg. Gefið í Minningarsjóð íslenzkra Landnema í Norður Nýja ís- landi: Sigurður Victor Sigurðsson $200.00, í minningu um ástríkan föður, Stefán Sigurðsson, kaup- manns að Hnausum í Nýja Is landi, og í þakklætisskuld til elskaðrar móðir, frú Valgerðar Sigurðsson, sem nú er komin yfir nírætt, ber ellina vel og sver sig í ætt til íslenzku vík inganna. Frá Kvennfélaginu „Freyja“ í Geysir bygð $10.00, í minningu um ÓÍínu Erlendson og Maríu Sigurðson, látnar félagssystur. Með innilegu þakklæti. Guðrún A. Erlendson. Arborg, Man. -♦ Inlerlake Bus Line fer sérstaka ferð til Lundar á laugardaginn kemur vegna há- tíðahaldanna, sem þar fara fram á sunnudaginn. Langferða bíll staðnæmist að Sargent og Victor kl. 2 e. h. Standard Time á laugardaginn, og tveim- ur mínútum seinna að Sargent og Banning. — Fargjald fram og til baka $2.45 fyrir manninn; komið verður til Winnipeg á sunnudagskvöld. Semjið um far við-B. E. John- son, H. Danielsson og Heimir Thorgrímsson. — Símanúmer þeirra eru birt á öðrum stað hér í blaðinu. -♦ Á sunnudaginn kemur verður séra Eric H. Sigmar settur inn í embætti í Grundarkirkju í Argyle, kl. 3 e. h. í athöfninni taka þátt forseti kirkjufélagsins, séræ E. H. Fáfnis, Dr. Haraldur Sigmar, fyrrveranadi forseti, og séra Eiríkur Brynjólfsson frá Útskálum. -♦ Þann 30. júní s. 1., áttu hin mætu og vinsælu prestshjón í Selkirk, þau séra Sigurður Ól- afsson og frú Ingibjörg, 25 ára giftingarafmæli; var mann- margt á heimili þeirra, og þau að makleikum hylt af hinum mikla mannfjölda; voru þau í til efni af þessum merka áfanga í lífi þeirra, sæmd mörgum verð- mætum minjagjöfum. Lögberg flytur þeim séra Sigurði og frú innilegar árnaðar óskir og þakkar þeim gott og giftudrjúgt samstarf. ♦ Nefndin, sem annast um und- irbúning landnámshátíðarinnar að Lundar á sunnudaginn kem- ur, biður þess getið,, að aðgang- ur að hátíðinni sé ókeypis. Ameríski utanríkisráðherrann Marshall fer oft í smá göngu- ferðir á milli þess, sem hann vinnur að skyldustörfum sínum. Það er engin smáathygli sem það vekur í Moskva, þegar hann kemur þrammandi með fylgdar- lið sitt á hælunum. Næst hon- um gengur rússneskur vörður, sem fylgir honum hvert sem hann fer á meðan hann dvelur á ráðstefnunni. Næst koma nokkrir Ameríkanar, þá enn nokkrir Rússar, og þar á eftir stór hópur rússneskra barna. -♦ — Ef þú ert í vafa um, hvað þú átt að segja, segðu þá bara sannleikann. — Mark Tvain. -♦ Varðveitir kj arnorkuleyndarmál. Jean Marley O'Leary er engin venjuleg kona, þ. e. a. s. hún hafði alvegsérstakt tækifæri til þess að fylgjast vei með kjarn- orkurannsóknum Bandaríkja- manna, sem kostuðu þá tvo milljarða dollara. Hún var einka ritari vísindamannsins, sem stjórnaði rannssóknunum frá því í september 1942 til ágúst- mánaðar 1945. O’Leary er vel kunnug þessari vísindagrein og vitneskja hennar í kjarnorku- fræðum orðin mjög mikil, en hún varðveitir leyndarmálið. 4- — Þér megið ekki fara með Minnist BETEL í erfðaskrám yðar hundinn í bíóið, sagði dyra- vörðurinn byrstur. — O, hvað haldið þér að það geti verið skaðlegt, þótt hann sjái myndina hún er ekki einu sinni bönnuð fyrir börn. 4- Engisprettuplága. Um þessar mundir er hin mesta engisprettaplága í Algier. Eru vágestir þessir þegar komn- ir norður að Miðjarðarhafi. — Álitið er eð faraldur þessi eigi PLAY SAFE! Store Your Fur and Cloth Coats in Perth's SCIENTIFIC STORAGE VAULTS • SAFE from MOTHS • SAFE from FIRE • SAFE from THEFT • SAFE from HEAT For Bonded Driver Phone 37261 Perth’s 888 SARGENT AVE. Hafið þér \ skrásetts í I Alþjóðar Byggkepni Auka- framlengin frá 15. júní til wwwvwwwyvwyyyww MMMMAAMWA aamaam Fáið eyðublað hjá korn- hlöðustjóra eða búnaðar- fulltrúa. BREGÐIST VIÐ' Sponsored by the' Brewing & Malting Industries of Canada SPECIAL BIJS TO LIJNDAR Lundar Diutnand Subilec July 6 A chartered bus will leave the Bus Depot at 9 o’clock Sunday morning and leave Lundar about 10 o’clock in the evening. The return fare is $2.00 and can be paid to the driver. Phone the following for reservations: H. F. Danielson Phone 38 528 B. E. Johnson Phone 87 987 H. Thorgrimson Phone 29 649 rót sína að rekja til óvenjulega mikilla hita í Norður-Afríku. 4- Hún hefir sama áhuga á karl- mönnum og skattstjórinn. Það eru fyrst og fremst tekjur þeirra, sem hún hefir áhuga á að krækja í. -♦ Minning um Narvík. Bretakonungur hefir ákveðið r að gefa Hákoni Noregskonungi stýrishjólið af breska herskip- inu „Warspite", sem átti giftu- ríkan þátt í sigri bandamanna yfir Þjóðverjum í sjóorustunni við Narvík 13. apríl 1940. Borgið Lögberg • 4 -♦4-444-4-4.4-4-4-44-4-4 TIL KAUPENDA LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein- dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði. Fyrir samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn. Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur. THE COLUMBIA PRESS LIMITED THE VIKING PRESS LIMITED 444444444444444 KAUPENDUR LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyTst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaLdið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, enu vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐM UNDSSON HOLTSGATA 9, REYKJAVÍK SEXTÍU ÁRA LANDNAMSHATÍÐ Haldin að Lundar, Man. 6. júlí, 1947 SKEMTISKRÁ Fyrsli partur — Fyrir hádegi 10.30 Skrúðför — söguleg 11.15 Heiðursgestirnir taka sæti 11.30 Hátíðifi sett 1. O. Canada 2. Ávarp forsetans 3. Kveðjur og ávörp 4. Karlakórinn syngur 5. Kvæði Bergthor Emil Johnson 6. Álftavatnsbygð, ræða á ensku Paul Reykdal 7. Einsöngur Miss Ingibjörg Biarnason 8. Junior Choir syngur 9. Austurbygðin, ræða á íslénzku Skúli Sigfússon 10. Kvæði V. J. Guttormsson 11. Karlakórinn syngur Annar partur — Eftir hádegi Frá kl. 1—3 — Matarhlé. Á meðan verða íslenzkar glímur og þjóðdansar sýndir. Kl. 3 verður aftur tekið til við dagskrána. 1. Minni landnemanna, ræða Séra A. E. Kristjánsson 2. Einsöngur Miss Ingibjörg Bjarnason 3. Kvæði Dr. Sig. Júl. Jóhannesson 4. Karlakórinn syngur 5. Einsöngur ......... O. Hjartarson 6. Kvæði Ragnar Stefánsson 7. Islenzkar menningarerfðir, ræða Dr. R. Beck 8. Junior Choir syngur ’ 9. Ávarp gesta 10. Junior Choir syngur 11. Þakkarávarp forsetans 12. Karlakórinn syngur Hornleikaraflokkur frá Morden verður allan daginn á staðn- um og leikur við og við. Heiðursgestir, sem heima eiga á Lundar verða sóilir heim til sín, hinir beðnir að gefa sig fram við einhvern úr nefnd- inni, en áríðandi að allir séu til að taka sitt sæti á iil- settum tíma. Þar sem ekki var hægt að vita um alla sem aðstoða við sönginn, hefir nöfnum þeirra verið slept úr prógraminu, en n úer hægt að geta þeirra. — Karlakórinn er undir stjórn V. J. Guitormssonéir, en Miss Guilormsson aðstoðar vjð hljóðfærið. — Unglingasöngflokkurinn er undir stjórn Mrs. H. E. Johnson en Mrs. VictOr Boulanger aðstoðar við hljóð- færið. — Gunnar Erlendsson leikur undir fyrir báða ein- söngvarana.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.