Lögberg - 03.07.1947, Page 4

Lögberg - 03.07.1947, Page 4
4 LÖGBERG, FIMTLJDAGINN 3. JÚLÍ, 1947 --------ilogfacrg-------------------- GeflS út hvern flmtuda« af TH£ COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 i '.argent Ave., Winnipeg, Manitoba Utan&skrift ritstjórans: KDITOR LÖGBERG Í96 Sargent Ave., Winnipeg, Man. fLtstjóri: EINAR P. JÓNSSON Ver6 $3.00 um árið—Borgist fyriríram Th« “Lögrber^” ia printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargetit Arwue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as-Sx.ond Class Mail, Post Office Dept,, Ottawa. PHONE 21 »04 Lœrdómsrík þjóðeining Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið, boðorðið, hvar, sem pér í fylking Ktandið^ hvernig sem strlðið þá og píi er blandið, pað er: Að elska, byggja og treysta á landið. Þótt skiptar séu vitaskuld skoðauir hér sem annars staðar, og eitt og ann- að mismunandi mikilvægt beri á milli, munu þó réttsýnir menn verða nokk- urn veginn á eitt sáttir um það, að í þessu landi ríki þjóðeining, er margar þjóðir, þar á meðal íslenzka þjóðin, mætti vel taka sér til fyrirmyndar; að minsta kosti er víst um það, að þegar mikið er í húfi, og máttarstoðir miklu fjölmennari þjóða leika á reiðiskjálfi, stendur hin unga, canadiska þjóð sem klettur úr hafinu með styrka, sam- ræmda sál. Einar skáld Benediktsson, er jafnan dáði mjög brezku þjóðina, karlmensku hennar og þol, lýsir henni svo í fagur- meitluðum Ijóðlínum sínum: „Þegar býður þjóðarsómi þá á Bretinn eina sál.“ Þessar ljóðlínur eiga engu síður við um canadisku þjóðina, en þá brezku, þegar mikinn vanda ber að höndum, eins og átök þjóðarinnar í heimsstyrj- öldunum tveimur bera svo glögg merki um; og þetta verður þeim mun mark- verðara, er það er hugleitt, hve ólíkir og fjarskyldir þeir þjóðernislegu tígul- steinar eru, sem prýða hina canadisku þjóðfélagshöll og setja á hana sérstæð- an svip. — Canadiska þjóðin varð áttræð síðast- liðinn þ^iðjudag; að aldri til er hún enn á bernskuskeiði; fylkjasambandið var stofnað 1. júlí 1867. í þessu landi eru enn á lífi íslendingar, sem af íslandi komu, og eru áratug eða jafnvel meira en það, eldri en canadiska þjóðin; þó hefir þessi unga þjóð lyft slíkum Grett- istökum, að aðdáun hefir óumflýjan- lega vakið vítt um heim; hún hefir háð ströng frelsisstríð, og int af hendi þungar fórnir; hún sér ekki eftir neinu, og þarf heldur ekki að naga sig í hand- arbökin yfir neinu, því hún hefir jafn- an gengið hreint og óhikað til verks með vakandi sjálfsvitund um réttmæti þess málstaðar, sem hún hefir barist og beitt sér fyrir, og mun slíkt jafnan verða talið höfuðeinkenni forustu- þjóða. Vonandi er, að ekkert það hendi, er truflað fái innbyrðis einingu þjóðar- innar og veikt hana í nýsköpunarstarf- semi sinni heima fyrir; hún vill leysa verkefni sín sjálf og hún er þess flest- um þjóðum fremur umkomin; hún bæði vill, og á heimting á, að búa í friði við það stjórnarfar, er hún sjálf hefir kos- ið sér, án þess þó að loka augum fyrir nytsömum nýjungum í háttum og við- skiptum annara þjóða; en hún vísar jafnframt á bug hverri þeirri viðleitni utanaðkomandi áróðurs, er leiða myndi til sundrungar og óhjákvæmilega hlyti að veikja framsóknarbaráttu hennar; hún trúir á lýðræði; ekki vegna nafns- ins eins, heldur þeirra eðliskosta, er reynslan sjálf hefir sannað, að það búi yfir, þar sem það fær sjálfrátt og ótrufl að að njóta sín, og hvorki í þeim efn- um né öðrum lætur hún segja sér fyrir verkum; og boðorð barna hennar ætti jafnan að vera það: Að elska, byggja og treysta á landið! Margir íslendingar, er frá íslandi komu, eiga tvískiptar minningar og tvískipta ævi; þeir eiga nokkuð af hamingjufögnuði sínum og sorgarham- ingju sinni, bæði heima og hér; fólkið, sem hér er fætt, á þetta vitaskuld hvorttveeggja óskipt á canadiskum vettvangi; um þjóðhollustuna má þó ekki í millum sjá, því hollari canadisk- * ir borgarar, en landnemarnir af Fróni, hafa eigi fæti stigið á þetta fagra og frjósama land; og víst er um það, að meðan niðjarnir leggja rækt við minn- ingu þeirra og hafa nafn þeirra í heiðri, vex þeim styrkur í lífsbaráttunni. Fyrsti stjórnarformaður hins cana- diska fylkjasambands, Sir John A. Macdonald, komst þannig að orði á fimm áræ afmæli þess: „Það var í rauninni ekki vel spáð fyr- ir fylkjasambandinu, er það fyrst hóf göngu sína; með varúð og fe’stu hefir það þó lifað af frumbýlingsárin fimm, án þess að skaðlegrar ágjafar hafi orðið vart, og með hliðstæðum stjórn- háttum mun þjóðin ekki þurfa að bera neinn sérstakan kvíðboga fyrir fram- tíðinni.“ • Varúð og festa ættu að vera kjörorð canadisku þjóðarinnar í aldir fram, og mun þá jafnan trygt verða um hag hennar og þjóðeiningu. Tuttugu og fimm ára afmæli Þjóð- ræknisdeildarinnar „ísland“ Tuttugu og fimm ára afmælis þjóð- ræknisdeildarinnar „ísland“ í Brown, Manitoba, var minst með fjölmennu hátíðahaldi þ. 18. júní síðastliðinn. — í rauninni var þar þó um að ræða tutt- ugu og sex ára aímæli deildarinnar, og freklega það, því að hún var stofnuð 12. febrúar 1921; var það og hugmyndin, að afmælisins yrði minst í fyrra, en af ýmsum ástæðum komst það eigi í framkvæmd. En nú hefir verið úr því bætt, eins og ágætlega sæmdi, því að hér er eigi aðeins um að tala eina af elstu deildum Þjóðræknisfélagsins, heldur jafnframt eina þeirra deilda þess, sem verið hefir óvenjulgea vel vakandi og starfandi, ekki síst þegar litið ér á allar aðstæður, fámenni byggð arinnar og fjarlægð frá meginstöðv- um íslendinga. Er byggðarbúum þessi félagslega viðleitni þeirra í þjóðræknis- og menningaráttina að því skapi til aukinnar sæmdar, og sést hér hverju orka má, þegar áhugi og góður félags- andi ráða ríkjum. Afmælisfagnaðurinn hófst með því, að forseti deildarinnar, Vilhjálmur Ólafsson, setti hátíðina og bauð menn velkomna með nokkrum velvöldum orðum. Kvaddi hann síðan Þorstein J. Gíslason til samkomustjórnar, en hann hefir jafnan verið einn af helstu stuðn- ings og forvígismönnum deildarinnar, fyrsti ritari hennar og enn í stjórnar- nefndinni. í gagnorðu forsetaávarpi lýsti Þor- steinn stofnun deildarinnar og starfi; gat hann þess, meðal annars, að af 17 stofnendum hennar væru 9 látnir. — Minntust samkomugestir látinna fé- lagssystkina með því að rísa á fætur. Verðugt er að minnast þess, að fyrstu embættismenn deildarinnar voru eftirfarandi: Jón S. Gillies, forseti; Þor- steinn J. Gíslason, ritari og Sigurjón Bergvinsson, féhirðir. Fyrstu fulltrúar hennar á þjóðræknisþingi voru þeir Jón J. Húnfjörð og Tryggvi Ólafsson. Núverandi embættismenn eru: Vil- hjálmur Ólafsson, forseti; Mrs. Guðrún Tómasson, ritari; Þorsteinn J. Gísla- son, féhirðir; og Jónatan Tómasson, fjármálaritari. Að loknu ávarpi samkomustjóra, og síðar á samkomunni, var almennur söngur undir stjórn Mrs. Lrovísu Gísla- son, sem lagt hefir mikinn og merki- legan skerf til félagslífs í byggðinni með söngstarfi sínu og söngstjórn. — Karlakór söng einnig á samkomunni undir stjórn hennar. Voru sungin gam- alkunn, íslenzk ættjarðarljóð, og önn- ur íslenzk kvæði, kunn og kær, og var söngurinn f jörugur og hressandi á hann að hlýða, og eftirtektarvert, hve marg- ir tóku þátt í honum. „Þar sem sönglist dvín, er dauðans ríki“, segir skáldið Ekki eru nein dauðamerki á íslending- unum í Brown-byggðinni í þeim efnum. Þá sungu tvær litlar stúlkur, Anna og Salome 4)lafsson, tvísöng á íslenzku, svo unun var á að hlusta; en Lárus Gíslason lék fagurt lag á fiðlu, og fórst það vel úr hendi. Ungir og gamlir tóku því höndum saman um að gera sam- komuna minnisstæða og skemtilega. Jóhannes H. Húnfjörð, sem dvalið hefir langvistum í byggðinni og starfað mikið í þjóðræknisdeildinni, hafði ort kvæði í tilefni af aldarfjórðungsafmæli hennar. Las Mrs. Gíslason það, og hitti það vel í mark. Karl Thorkelsson, skólastjóri í Mor- den, mintist Sérstaklega frumherja byggðarinnar, hugsjónaástar þeirra, þrautseigju og framsóknaranda; mælti hann á íslenzku og tókst hið besta. 3! Dr. Beck var aðalræðu- maður samkomunnar. Hóf hann mál sitt með því að flytja deildinni kveðjur séra Valdimars J. Elylahds, forseta Þjóðræknisfélags- ins, og stjórnarnefndar þess, og þakkir fyrir vel unnin störf í þágu þjóð- ræknismálanna. Annars fjallaði ræðan um endur- reisn lýðveldis á íslandi, framfarir þjóðarinnar á síðari árum og framtíðar- horfur hennar. Var ánægju legt að veita þv, eftirtekt, hve næman hljómgrunn frásögnin um ættjörðina og ættþjóðina fann í hug- um samkomugesta, sem nálega allir eru þó fæddir hér vestra og hafa ísland aldrei augum litið. Kunna þeir auðsjáanlega góð skil á máli feðra sinna og mæðra, og er svo ennþá, góðu heilli, víðar í byggð- um vorum. John B. Johnsón, sveit- arráðsmaður, þakkaði ræðumönnum komu þeirra með skörulegum orðum og smekklegum. Yfir samkomunni hvíldi ósvikinn íslenzkur blær, og lauk henni með því, að rausnarlegar veitingar voru fram bornar, en síðan var dans stiginn. Um 70 til 80 manns sóttu afmælishátíðina, eða allur þorri byggðabúa, og bar það fagurt vitni félagsanda þeirra. Deildin „Ísland“ á einnig sérstöðu meðal þjóðræknisdeilda vorra, vegna þess, að öll byggð- in hefir í reyndinni árum saman verið í þjóðræknis- félaginu, í þeim skilningi, að einn eða fleiri af hverju heimili hafa verið í félag- inu, og mun svo enn. Er það bæði þakkarvert og til fyrirmyndar. Fór því að vonum, að meðan ég dvaldi á þeim slóðum að þessu sinni, sungu mér í huga orð skáldsins: „Og lengi mun lifa í þeim glæðum, sem landarnir fluttu um sæ.“ Gestrisnin íslenzka, með al annara góðra erfða, sit- ur áreiðanlega í tignarsæti hjá löndunum í Brown- byggðinni, eða svo reynd- ist okkur hjónunum. Vil ég að málslokum, fyrir okkar hönd þakka byggðarbúum skemtilegar samverustund ir og frábærar viðtökur. — Lifið heil! Richard Beck. Ávarp til Islendinga í vesturheimi Islendingar hafa löngum lagt mikla rækt við sögulegar minj- ar, flestum þjóðum fremur. — Þeim er í blóð borið þrá og þörf á því að kunna skil á lífi og hátt um, störfum og stríði sem flestra þeirra einstaklinga, er þjóðin hefir alið. Á undanfömum árum hefir kappsamlega verið unnið að því, beggja megin hafsins, að forða frá gleymsku margs konar sögu legum verðmætum. Samt sem áður er margt óskráð enn, og með hverju ári; sem líður, fer mikið forgörðum af því, er vert hefði verið að geyma og varð- veita, Jcomandi kynslóðum til þekkingarauka á lífi forfeðra sinna. Hér er því enn óunnið mikið verk og íperkilegt. Það er með þetta í huga, sem ég undirritaður er nú kominn í annað sinn hingað til Vestur- heims. Mér hefir orðið ljóst, hversu mikill menningararfur hér fer í súginn, þrátt fyrir hið góða starf, er Vestur-íslending ar hafa unnið og eru að vinna, ef ekki verður enn meira gert til þess að bjarga því, sem bjarg að verður, undan tönn tímans. Eg hefi því einsett mér að safna öllum fáanlegum heimildum að sögu íslendinga í Vesturheimi, jafnt prentuðum sem ópirent- uðum, og ég vænti þess, að sem flestir hér vestra reynist fúsir til þess að rétta mér hjálparhönd og stuðla að því, að ég geti gert þessu áhugamáli mínu þau skil, er það verðskuldar, svo að það geti haft varanlegt gildi á kom- andi tímum. Mér væri mjög mikilsverð að- stoð við söfnun og skráningu hvers konar heimilda og frá- sagna, bæði um líf íslendinga í þessari álfu og það, sem á daga forfeðra þeirra dreif heima í gamla landinu. Héðan að vest- an væri mér sérstaklega kært að fá sem mest af ferðaminning- um vesturfara, æfisöguþætti, þætti um merka menn og sér- kennilega, lýsingar á lífsbar- áttunni hér, frásagnir um ein staka atburði og viðskipti ís- lendinga við aðra þjóðflokka, heilsteyptar greinar um bóka- og blaðaútgáfu íslendinga hér og hvaðeina annað, er sögulega og menningarlega þýðingu hefir. Einnig væri mér kærkomið, ef menn héldu til haga og sendu mér gömul bréf, er enn kunna að vera til, kvæði og lausvísur og myndir af mönnum, mann- virkjum og bústöðum Islendinga hér vestra. Loks þætti mér mikils um vert að fá í mínar hendur sem mest af minningum heiman af íslandi, er hér kunna að vera til, þjóðsögum, sagnaþáttum og öðru slíku. Eg þykist þess fullviss, að fjölmargir Islendingar hér vestra séu fúsir til þess að rétta mér hjálparhönd í þessu starfi með því að skrásetja það, er þeir eða aðrir kunna að geyma í minni sér,‘ af ýmiskonar fróð- leik er við kemur þessari söfn- un, og sendi mér sem fyrst. Árni Bjarnarson frá Akureyri Iceland. Noregsför Ungmennafélaganna undirbúin Ungmennafélögin vinna nú af kappi að undirbúningi Noregs- fararinnar, sem skýrt var frá hér í blaðinu fyrir nokkru síðan. — Eins og þá var skýrt frá, fer flokkur íslenzkra glímumanna í sýningarför til Noregs í næsta mánuði. Förin er farin að til- hlutun Ungmennafélags Reykja víkur en Ungmennasamband Is- lands tekur einnig þátt í henni og annast fræðslu- og, fyrir- lestrastarfsemi í sambandi við sýningarnar. Stefán Runólfsson formaður Ungmennafélags Reykjavíkur fer til Noregs í dag, meðal ann- ars til að undirbúa förina. Nýgift hjón höfðu notið hinna langþráðu hveitibrauðsdaga. Nú voru þeir senn á enda. — Þau höfðu ferðast víða og skoðað alla fegurstu staði, sem þau höfðu getað leitað uppi. Allra hugsanlegra kræsinga höfðu þau neytt. Satt að segja voru þau orðin hálfvegis leið hvort á öðru, en vildu ekki við það kannast. Að lokum mælti unga konan óvart í dutlungakasti: — Væri nú ekki annars gam- an að hitta, þó ekki væri nema einn einasta vin, — Jú, sannarlega, ansaði mað- urinn og andvarpaði þungt, — jafnvel þó það væri svarinn óvinur. Árni Jóhannesson F. 1874 — D. 1947. „Sem elding með ljóshraða um hnauður og höf. Vér hverfum frá lífsbraut til hvíldar í gröf“. Mánudagsmorguninn 28. apríl s. 1. andaðist snögglega að heim ili sínu. 5 mílur S.-vestur frá Leslie, Sask., stórbóndinn Árni Jóhannesson 73 ára gamall. — Hann var fæddur í Skagafirðin- um á jóladaginn 1874. Foreldr ar: Jóhannes Jónsson Tómasson ar frá Einhamri í Hörgárdal en lengié til heimilis á Hól- um í Hjaltadal og Bjarn arstöðum í Kolbeinsdal í Skagafirði og kona hans Sólveig Illugadóttir, um ætt hennar, veit ég ekki frekar. — Árni kom með foreldrum sínum til Vesturheims 1833. I N. Dak. yar hann til 1906. Þá giftist hann eftirlifandi konu sinni Jóhönnu Bjarnason. Nam hann þá land í Vatnabyggðunum, sem þá voru að byggjast, — flutti þangað og bjó þar æ síðan. Hann var mikill athafnamaður og hagsýnn, rak búskapinn með dugnaði og starfaði í sínum verkahring með kostgæfni. Er sagt að um skeið hafi hann átt tuttugu lönd — 3.200 ekrur. — Seldi hann á seinni árum nokk- uð af landareign sinni, en mun þó hafa átt 9—11 lönd, er hann féll frá. Að minnsta kosti s. 1. 10 ár stóð heilsa hans á veikum fæti. Eg þekkti Árna ekki per- sónulega, en kona mín og hann voru bræðrabörn, og ég hafði spurn af honum í 35 ár, en fund- um okkar bar ekki saman. Eg kom á heimili hans 1938, en hann var þá ekki heima, en hin ágæta kona hans tók mér með iriikilli rausn. Árni var talinn ágætur dreng- ur, vinfastur og hjálpsamur, án þess að auglýsa það fyrir al- heimi. Enda átti hann kyn til þess að vera mannkostamaður eftir því sem ég þekki ættfólk hans. Hr. J. J. Henry sál., er lengi bjó að Petersfield, Man., var föðurbróðir Árna en Mrs. H. J. Hallgrímsson, Mountain N.- Dak., var systir hans. Önnur systir Mrs. Stefán Tómasson og bróðir jJón, eru bæði dáin. Þeim hjónum, Árna og Jó- hönnu, varð ekki barna auðið. Western Revieu, Foam Lake minnist Yrna með svofeldum orðum: „Skömrnu eftir að hann gift- ist, kom hann hingað með konu sína og nam land fyrir suðvest- an Leslie. Hann helgaði alt sitt líf sínu starfi, og hafði því lít- inn tíma til að sinna almennum félagsmálum síns umhverfis, en hann brást aldrei með rífleg fjárframlög er til hans var leit- að með nauðsynjamál. Hann var þaullesinn varðandi héraðs- og landsmál og alheimsmál. — Margt af okkar fólki er í þakk- lætisskuld við hann fyrir drengi lega hjálp, er til hans var leitað með vandamál, því hann var æ reiðubúinn að hjálpa og greiða úr vandamálum. Hans er því sárt saknað af öllum þeim, sem hann með ljúfu geði rétti hjálparhönd“. Samkomusalurinn í Leslie var þéttskipaður við jarðarförina 1. maí. Fólk kom úr öllum áttum til að heiðra minningu frum- herjans í síðasta sinn og kistan var alþakin blómum. — Séra W. P. Ewing frá Foam Lake þjónaði við útförina. Mrs. A. Thorfinnson lék á hljóðfærið, en Mrs. K. Miller, einnig frá Wyn- gards, heiðraði minningu hins framliðna með einsöng af hrifn- ingu og fegurð“. Vér samhryggjumst með ekkjunni einstæðu, sem svo mikið hefir mist, og ættingjum hans og vinum. G. J. Olson.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.