Lögberg - 03.07.1947, Síða 5

Lögberg - 03.07.1947, Síða 5
LÖGBERG, FIMTJDAGINN 3. JÚLÍ, 1947 5 Ál IJ4 tUÁI IWENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Félagsleg starfsemi Ársþing kvennfélaganna Víðtækustu samtök íslenzkra kvenna vestan hafs hafa jafnan verið innan vébanda kirkju- Jegrar starfsemi; kvennfélögin hafa verið og eru enn hraust- ustu stoðir kirkjudeildanna tveggja, er flestir vestur Islend- ingar aðhyllast, — Lúterska kirkjufélagsins og Úrítara kirkju félagsins. Kvennfélögin hafa einnig með höndum ýmiskonar liknarstarfsemi. Um þetta leyti ár hvert halda þau hin árlegu þing, sem venjulega standa í tvo til þrjá daga; sækja þau kon ur frá hinum dreyfðu íslend- ingabyggðum víðsvegar um Norður-Ameríku. Þessir dagar eru hátíðardagar fyrir konurn- ar; þarna mætast vinkonur, sem e. t. v. eiga aðeins kost á að sjást í Þetta eina skipti á ári; þarna styrkjast ný vináttubönd; þaina ræða þær áhugamál sín. I sambandi við þing sín efna konurnar til skemtana, sem þær bjóða almenningi að sækja; er vandað til þeirra sem best með því að fá þekta ræðumenn og konur og hina bestu söngkrafta sem völ er á, til þess að fræða samkomugesti og skemta þeim. Bandalag Lúterskra kvenna I síðasta blaði var skýrt að nokkru frá fyrsta deginum á tuttugasta og þriðja ársþingi Bandalags Lúterskra Kvenna, er haldið var í hinum nýju, glæsi- legu sumarbúðum þeirra í Kjal- vík við Winnipegvatn, dagana 22., 23. og 24. júní. Eins og þing- boð þeirra bar með sér, fóru einnig fram vandaðar kveld- samkomur fyrir almenning hina tvo dagana; og þar að auki hann yrðasýning. Því miður var ég þar ekki viðstödd nema þriðja úaginn og get því ekki frá þeim sagt. Samband Uníiara Kvennfélaga Dagana 27. *til 30. júní háði Samband Únítara kvennfélaga tuttugasta og fyrsta ársþing sitt 1 Sambandskirkjunni í Winni- Peg; buðu þær almenningi á tvær samkomur þingsins: hann- yrðasýningu kl. 3 e. h. á laugar- úaginn og skemtisamkomu að kveldi sama dags. Wrs, R. I. McWilliams Mrs. R. I. McWilliams, kona fylkisstjórans í Manitoba, opn- aði hannyrðasýninguna. — Mrs. McWilliams gegnir ekki aðeins ahyrgðarmikilli stöðu sem kona ^eðsta manns fylkisins, hún tek- Ur sjálf mikinn og margbreytt- an þátt í mannfélagsmálum. — ®itt af hennar áhugamálum er sagnfræði; hún hefir ritað bók Urn sögu þessa fylkis, Manitoba Mileston.es; hún hefir og haldið uPpi fyrirlestranámskeiðum fyr lr konur um sögulega atburði nútímans, Current events. Hin sagnfræðilega þekking hennar k°m greinilega í ljós í ræðunni, ey hún hélt við þetta tækifæri; iýsti hún aðdáun sinni fyrir norrænni menningu, er náði há stigi á eyjunni norður við heim- skaut; hvað hún íslendinga hafa ástæðu til að bera höfuðið hátt, Vegna þess stóra skerfs er hin fámenna, íslenzka þjóð hefir agt til heimsmenningarinnar á sviði bókmennta og stjórnvís- lnúa; lagði hún ríkt á við afkom °ndur söguþjóðarinnar, sem ^Sgja þetta land, að gleyma e 1 nppruna sínum og !sögu. ð lokinni ráeðunni skemmti Thora Ásgeirsson með píanóleik og nokkrar stúlkur, er hún hefir æft, sungu nokkur lög og var gerður besti rómur að hvorutveggja. Hannyrðasýningin 1 neðri sal kirkjunnar var til sýnis feikilega mikið af hand- unnum munum, sem safnað hafði verið frá konum víðsveg- ar frá. Miss Lilja Johnson, sem er útskrifuð frá Manitoba há- skóla og mikinn áhuga hefir fyr ir allskonar handavinnu, flutti fróðlegt erindi og útskýrði vefn- aðar aðferðir, tilbúning ýmissa muna úr leðri og margt fleira. Mrs. Halldóra Thorsteinsson, klædd peysubúningi, sat við rokk og spann. Aðrar konur og stúlkur, klæddar íslenzkum búningum voru Miss Ida Svein- son í skautbúningi, Mrs. Petrea Pétursson í peysubúningi og Miss Rúbína Kristjánson og Miss Goodman í upphlut; gáfu þessir búningar samkomunni íslenzkan svip. Tvö málverk vöktu sérstaka athygli mína á sýningu þessari, bæði vegna þess, hve vel þau eru gerð, og hve sjaldgæft er að íslendingar hér gefi sig að þeirri list. Þau málaði Mrs. Sig- ríður Árnason, þegar hún var ung stúlka í Cambridge á Eng- landi. listrænir hæfileikar henn ar hafa auðsjáanlega gengið í arf, því þarna voru einnig þrjú prýðilegt málverk gjörð af dótt- ur hennar, Mrs. Helgu Miller. Margt var þarna af ofnum og útsaumuðum dúkum, útskornum trémunum, og ýmsu öðru, er hér verður ekki reynt að lýsa. Öllum sýningargestum voru veittar góðgerðir. Skemtisamkoman Eins og auglýsing samkom- unnar gaf til kynna, hafði verið sérstaklega vel vandað til henn- ar, enda urðu gestir ekki fyrir vonbrigðum: skemtunfn stóð yf- ir í hálfan þriðja klukkutíma, og er það of löng skemtiskrá í flestum tilfellum, en í þetta skifti bar á engri þreytu hjá á- heyrendum. — Samkomustjóm annaðist Mrs. S. e. Björnson, forseti Sambands kvennfélag- anna, og fórst hið besta. Söng- flokkur Sambandssafnaðar, und ir stjórn Gunnars Erlingssonar, söng mörg lög á íslenzku: var sérstaklega eftirtektarvert, hve sönggleðin skein af hverju and- liti í flokknum, enda fundu á- heyrendur líka nautn í söngn- um og sum lögin varð flokkur- inn að endurtaka. Hin ágæta söngkona, Mrs. Elma Gíslason, söng einsöngva og voru þrír þeirra eftir hinn þekta, íslenzka sönglagahöfund, Mrs. Louise Ottenson Guðmunds; Var gerð- ur góður rómur að þessum söngvum og einnig einsöngvum Elmer Nordals. Mrs. Matthildur Frederickson frá Vancouver, flutti vandað er- indi um afstöðu kirkjunnar gagnvart konum á umliðnum öldum og nú; er vonandi að þetta ágæta og fróðlega erindi birtist á prenti. Ragnar Stefáns- son las söguna Fýkur í sporin, eftir hina merku skáldkonu Vestur-íslendinga, Guðrúnu H. Finnsdóttur; sagan er bókmenta perla og var lesin prýðilega eins og vænta mátti. Agnes Sigurdson Þó Agnes Sigurdson sé enn ung, er þó langt umliðið frá því hún fyrst hreif áheyrendur sína með píanóleik; flestir munu TILLS AND SEEDS 2,500 ACRES IN NINE DAYS Here is an outstanding example of mechanized farming on a mass production scale. Eight Cockshutt “Tiller Combines” are being used simultaneously to seed 2,500 acres of 60-day barley on the big farm of O. B. Lassiter at Chin, near Lethbridge, Alta. Hitched behind a powerful tractor moving at three miles per hour, these tillers turn 88 furrows, seeding a strip of 48 feet wide as the outfit moves down the field. Because the Cockshutt “TiUer Combine” seeds as it tills, the ambitious project was completed in only nine days. Mr. Lassiter is a strong advocate of trash cover or the practice of leaving stubble on.the land. “It feeds the soil and prevents soil drifting,” he says. He has a reputation for doing things in a big way. A few years ago he planted the British Empire’s largest cornfield on his farm. This year he is clearing a large area of land in the Peace River district for soldier settlement. KVÆÐI Flutt í silfurbrúðkaupi Mr. og Mrs. Jón Magnússon, 11. Maí 1947, Seattle, Washington. Sé ég silfurvængi svífur loftfar yfir blikar vors í bláma bjart sem fögur minning Ljúf sem maí morgun minning brúðkaups dagsins svífur silfurvænguð sálir unað fyllir. Sé ég silfurvængi svífur loftfar yfir hlaðið hugar blíðum heilla óskum dagsins. Valin kunnu vinir vorblíðan hér ríki jafnt í sál og sinni sumar jafnt og vetur. Jakobína Johnson. Hafist handa um bygg- mgu Varmahlíðarskólans vor Frá sýslufundi Skagfirðinga. Sýslufundur Skagfirðinga var haldinn á Sauðárkróki dagana 14.—23. maí. Á fundinum var rætt um fjárhagsmál sýslufélags ins og fjárhagsáætlun afgreidd og ennfremur samþykktar til- lögur um héraðsskólabyggingu í Varmahlíð, héraðsskjalasafns og áskorun til Alþingis um að samþykkja lög um héraðshæli. Sýslufund Skagfirðinga sátu samtals 14 fulltrúar úr öllum hreppum sýslunnar, auk sýslu- manns, sem er sjálfkjörinn odd- viti fundarins. Á fundinum var rætt um ýms velferðarmál sýslunnar og sam- þykt fjárhagsáætlun fyrir yfir- standandi ár. Samkvæmt henni er ákveðið að verja til vegagerða samtals 153 þús. krónum, og skal öllu því fé varið til vegalagninga og viðhalds, og ennfremur til véla- kaupa til notkunar við vega- gerðir. Tekjur sýslusjóðsins eru áætl- aðar 144 þús. kr. Af því nema niðurjöfnuð sýslusjóðsgjöld 73 þús. krónum. Ákveðið er að verja úr sýslu- sjóði til mentamála 175000 kr., til heilbrigðismála 21 þús. kr., hafa haft það ó vitund er á hana höfðu hlýtt, að hún væri meira en algengt efni í frábæi an píanóleikara; engri söngnæmri sál duldist að hún byggi yfir óvanalegum eldi, er til tóntúlk- unnar kom; hitt var einnig jafn ljóst, hve vel henni lét skil- greining og hárnæm túlkun viðkvæmustu tónsmíða; dáendur hennar undruðust mótt hennar og mýkt í senn og spáðu því að orðstýr hennar bærist víða. Agnes Sigurdson hefir um tveggja ára skeið stundað nám í list sinni hjá víðfrægum kenn- ara í New York, og þeim, sem hlustuðu á píanóleik hennar á þessari samkomu, duldist ekki, hvílíkum risaframförum hún hefir tekið. Hún er norræn í skapgerð, norræn í fasi og með- ferð hennar í tjáning tóna minnir glógglega á norrænan þrótt. — Hún hefir enn eigi fulllokið námi, er víst má telja að innan tiltölul. skamms tíma hasli hún sér völl á meðal þeirra, sem standa í fylkingar brjósti þrosk- aðrar og göfgandi listar. Píanóleikur Agnesar þetta kvöld vakti geisilega hrifningu og varð hún að leika tvö mikil tónverk auk þeirra, er á skemti skránni stóðu. Heiðursfélagar ; í lok samkomunnar voru Guðrún Apderson og Mrs. Thora Finnbogason gerðar að heiðurs- félögum í Sambandi Únitara kvennfélaganna. Mrs. Hólmfríð ur Pétursson mælti nokkur við- urkenningar orð um störf þess- ara kvenna í þágu félagsins Mrs. Sigríður Árnason var og gerður lífstíðar meðlimur Womens Unitarian Alliance. til sjúkrahússins á Hofsós 25 þús. kr., til endurbyggingarsjóðs sjúkrahússins á Sauðárkróki 20 þús. og til ýmissa útgjalda eru áætlaðar um 17 þús. krónur. Eignir sýslunnar námu í árs- byrjun 305 þúsund krónum, en skuldir sýslufélagsins voru á sama tíma 165 þúsund. Auk fjárhagsáætlunarinnar voru á fundinum rædd ýms mál, er varða velferð og hag sýslu- búa, og þá einkum bygging hér- aðsskóla í Varmahlíð, en mikill áhugi ríkir fyrir því máli í sýsl- unni. Samþykkti fundurinn að á- byrgjast alt að hólfrar miiljón kr. lán til byggingar héraðsskól- ans í Varmahlíð. Er áformað, að bygging skólans hefjist þegar á þessu vori. Þá er og mikill áhugi fyrir því í héraðinu, að Alþingi samþykki frumvarp það um héraðshæli, er nú liggur fyrir Alþingi frá þingmönnum sýslunnar, þeim Steingrími Steinþórssyni og Jóni Sigurðssyni. Samþykkti fundurinn ein- dregna óskorun til Alþingis um að samþykkja frumvarpið eins og það liggur fyrir. En eins og áður er sagt ríkir mikill áhugi fyrir því meðal Skagfirðinga, að héraðsshæli komi upp í hérað- inu, sem verði í senn elliheimili og sjúkrahús. Þá samþykkti sýslufundurinn ennfremur að stofna til héraðs- skjalasafns fyrir sýsluna, og skal safnið verða varðveitt í húsnæði bókasafns sýslunnar og undir stjórn þess. Á fundinum var í fyrsta sinn kosið í fræðsluráð fyrir sýsluna, og einnig fjórir menn í skóla- nefnd fyrir Varmahlíðarskólann. Tíminn, 24. maí 1947. Amerískur rithöfundur, sem nýlega hafði sent frá sér fyrstu bók sína, fékk bréf frá kvik myndatökufélagi. Ofsakátur tók hann að lesa bréfið, því að hann bjóst við, að nú væri félagið að fara þess á leit að fá að kvik- mynda söguna. En bréfið var á þessa leið: „Höfum séð mynd af yður aftan á kápunni á bókinni yðar. Munduð þér vilja reyna að leika smáhlutverk í kvikmynd, sem við höfum í smíðum?“ — Nei, nei, ungi maður. Það voru bara tvíburar, sem konan yðar fæddi. Hjúkrunarkonan sagði fjögur, vegna þess að henni heyrðist þér spyrja um, hvað klukkan væri. -♦ — Það er alveg rétt hjá þér, ég geri ekki mikið að því að reyna að útvega mér atvinnu Og sannast að segja er það að- eins eitt, sem ég gæti hugsað mér að gera að framtíðarstarfi mínu, það er að tilreykja pípur. -f Áður hermenn — nú ferðamenn Ibúar Cherbourg-skagans eru nú að koma þar upp miklum gistihúsum, sem ætluð eru ferða mönnum. Verður þar ár hvert haldin mikil minningarhátíð um innrásina. Er gert ráð fyrir að marga muni fýsa að sjá landið og kynnast staðháttum, þar sem lið bandamanna gekk á land innrásardaginn 1944. SKOPSÖGUR Dr. Eaton, fyrrum rektor Madisonsháskólans, var elskað- ur og virtur af nemendum sín- um, enda hógvær maður og af hjarta lítillátur. Eitt sinn hafði stúdent nokkur tekið þátt í kappræðu í návist rektors. Að sennunni aflokinni mælti piltur inn við dr. Eaton: — Segið mér, kæri, rektor, hvernig fannst yður mér takast? Dr. Eaton leit góðlátlega á piltinn og svaraði: — Jón minn, ef þér reyttuð nokkrar fjaðrir úr vængjum ímyndunarafls yðar og bættuð þeim í stélið á rökvísi yðar, er ég ekki frá því, að þér gætuð flutt skárri cæðu.“ 1867 . . . DOMINION of CANADA . .. 1947 EATON'S og the DOMINION hafa vaxið upp saman Hið veikbyggða fylkja- samband, er orðið meðal sterkustu þjóða heims. Hinn litli vísir að búð- inni er byrjaði 1869 hef- ir vaxið upp í birgða- og afgreiðslukeðju um alla Canada. EATON'S samfagnar Canada vegna þess frið- ar og þeirrar hagsældar sem nú ríkir í þessu ágæta landi. ' T. EATON C WINNIPEQ CANAOA EATON’S — Drottinn minn dýri, hvað þessi kerlingarfjandi er ægileg- ur! Er hún ekki alveg stórbiluð? sagði lagleg stúlka við yfir- lækni á geðveikrahæli. — Ekki er nú laust við það, ansaði læknirinn mæðulegur á svipinn. — En er hún ekki sjúklingur hér og undir yðar umsjá? — Nei, hún er hvorki sjúkling ur né undir minni stjórn. Þetta er nefnilega — konan mín. • • « Innköllunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man. B. G. Kjartanson 1 Akra, N. Dak Backoo, N. Dakota. Árborg, Man K. N. S. Fridfinnson Árnes. Man. M. Einarsson Baldur, Man. O. Anderson Bellingham, Wash Árni Símonarson Blaine, Wash. Ámi Símonarson Boston, Mass Palmi Sigurdson 384 Newbury St. Cavalier, N. Dak Cypress River, Man O. Anderson Churchbridge, Sask S. S. Christopherson Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson Elfros, Sask. Mrs J. H. Goodmundson Garðar, N. Dak Páll B. Olafson Gerald, Sask C. Paulson Geysir, Man K. N. S. Friðfinnson Gimli. Man. O. N. Kárdal Glenboro, Man O. Anderson Hallson, N. Dak. Páll B. Olafson Hnausa, Man * K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man. O. N. Kárdal Langruth, Man. John Valdimarson Leslie, Sask Jón ólafsson Lundar, Man. Dan. Lindal Mountain, N. Dak. Páll B. Olafson Point Roberts, Wash S. J. Mýrdal Riverton, Man. K. N. S. Friðfinnson Seattle, Wash. J. J. Middal 6522 Dibble N.W., Seattle, 7, Wash. Selkirk, Man. Mrs. V. Johnson Tantallon. Sask J. Kr. Johnson Vancouver, B.C. F. O. Lyngdal 5975 Sherbrooke St., Vancouver, B.C. Víðir, Man. K. N. S. Friðfinnson Westbourne, Man. Jón Valdimarson Winnipeg Beach, Man. — O. N. Kárdal

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.