Lögberg - 03.07.1947, Page 7

Lögberg - 03.07.1947, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. JÚLÍ, 1947 7 Monaco og Spilavítið í Monte Carlo Við strönd Miðjarðarhafsins milli frönsku bæjanna Nizza og Mentone rísa tveir höfðar við sjó fram, ásamt mjórri strandræmu, 3% kílómetra langri mynda þeir furstadæmið Monaco. Þetta litla ríki er.1% ferkm. að stærð og hefir nálægt 26.000 íbúa. — Höf- uðstaðurinn Monaco, sem líka er biskupssetur, hefir 2100 íbúa og hinir tveir bæirnir í furstadæm- inu, La Condamine og Monte Carlo hafa 11.800 og 11.000 íbúa. Höfuðstaðurinn Monaco ligg- ur á fallegum stað, á 65 metra háu felli með bröttum ásum og ríkum gróðri. Þar stendur hin mikla furstahöll, dómkirkjan, stjórnarráðshúsið og fremst á fellinu haffræðisafnið, sem var vígt 1910 og inniheldur m. a. afarstórt bókasafn og fullkom- in söfn lifandi fiska í glerkist- um — akvaria. — Höfnin er í á- gætu skjóli bak við Monaco- fellið, en fyrir innan hana er bærinn La Gondamine með ríkulegum versslunum, skraut- legum einkaíbúðum og ágætum baðstöðum. En á fellinu fyrir norðan er Monte Garlo, hinn frægi skemti ferðabær og dvalarstaður auð- kýfinga og ævintýramanna — lúxusbærinn alræmdi. Miðdep- ill bæjarins er spilavítið, eða Gasinóið, listasafnshúsið mikla uieð tilheyrandi hljómleikasal bin íburðarmiklu baðhús með alskonar heitum böðum og mörg stór lúxushótel. Hvergi er náttúrufegurð við Rivierann meiri en í Monte Carlo. — Og 200 þúsund gestir. Hreiht loftið, blátt hafið, fal- legu fellin og hið frjósama jurta bf hjálpast að því að gera þenn- an stað saannkallaða Paradís. í*arna vaxa appelsínur, sítrónur °g olífur; ilmvatnaframleiðsla °g líkjöragerð eru einnig iðja, sem margir stunda. Monegassarnir, en svo eru í- búarnir í Monaco nefndir, eru fallegt fólk, vel limað og með brafnsvart hár. Það er að segja Þeir upprunalegu. Þeir eru bæði af frönskum og ítölskum upp- ^una og tala bæði frönsku og úölsku. Þeir borga enga skatta °g hafa flestir atvinnu við spila- bankann eða gistihúsið og lifa á makkaróni, kálfsgörnum, æti- sveppum, fiski og víni. Kven- fólkið er bráðþroska og verður snemma gildvaxið, en augun í stúlkunum eru falleg og flauel- svört. Börnin eru oft bláeygð og Ijóshærð. Vilji maður sjá hina sönnu Monegassa í réttri mynd er best að fara til Beausolei, en þar er sá bæjarhluti Monte Carlo, sem bggur innan Frakklands. Þar situr fólkið þjappað saman í btlum kaffihúsum, sem eru við abar götur. í aðalgötunni í beausolei eru að meðaltali 7 kaffihús á hverjum 50 metrum Sótunnar. Þar sitja Monegass- arnir yfir vín- eða ölglasi og rmða um lífið og Monte Carlo b"á alt öðru sjónarmiði en gest- bmir í spilavítinu. En í bæjar- lutanum Monaco-Ville er ekki ®itt einasta gistihús eða matsölu bús heldur aðeins eitt lítið kaffi bús, við Bue de l’Eglise. Hinir j>hreinu“ Monegassar, þ.e.a.s. Pmr, Sem eru óblandaðir, halda ast við siði feðra sinna og tala ekki blendingsmál. Þessi bæjar- luti hefir haldið sínum upp- runalega svip og það er eins °g allur gestagangurinn í Monte arlo hafi engin áhrif haft á ° kið í Monaco-Ville. Monegassarinn er löghlýðinn ,,<j’r£arí. en að því levti er hann 1 ur ítölum og Frökkum, að ann Þ°br eigi neina íhlutun um Persónulegt frelsi sitt. Búðirnar ru að jafnaði lokaðar um mat- ^ríimann^ þv{ ag fjölskyldan j1 matast öll samtímis og hafa matarblé. En svo opna þær . Ur á kvöldin. Og það er eng- nn Sreinarmunur gerður á virk um dögum og sunnudögum hvað búðarlokun snertir. Monaco á sér fræga sögu. Þó að íbúar Monaco hafi aldrei verið nema nokkur þúsund, hef ir þessi dvergþjóð hvað eítir annað getað hrist af sér ok voldugra nágranna og her og floti Monaco sigrast á ofurefli liðs. Og voldugir þjóðhöfðingj- ar í Evrópu hafa hvað eftir annað notið hjálpar furstanna á klettinum í Monaco, sem hafa haft úrslitaorðið í viðureign- inni. Þjóðhöfðinginn í Monaco er fursti, sem kominn er af hinni ævagömlu aðalsætt Grimaldi, er fékk Monaco að léni á 14. öld. eftir að ættin hafði lengi gegnt þýðingarmiklum embættum í Monaco. En fullvalda varð furstadæmið árið 1500. Þegar Honoré II. var fursti árið 1641 lenti Monaco undir yfirráðum Frakka. — Og 1791 sameinaðist Monaco Frakklandi, en Grim- aldi-ættin fékk það aftur 1817. Meðal hinna kunnari fursta í Monaco var Albert I., sem tók við af föður sínum Carl III., og sem dó 1922. Hann varð frægur meðal vís- indamanna fyrir rannsóknir sín ar á jurtalífi hafsins og fyrir að koma upp hafrannsóknar stofnuninni miklu, sem er mið- stöð hafrannsóknarmaanna úr öllum löndum Evrópu. — Hann stjórnaði bæði hafrannsókna stöðinni í París og hafrann- sóknasafninu í Monaco. Eftir- maður hans var Lúðvík II. sem áður hafði verið hershöfðingi í her Frakka. En erfingi hans að furstadæminu er Charlotte kjördóttir hans, hertogaynja af Valentinois, sem er gift Pierre de Polignac greifa, prinsi af Monaco. Spilabankinn. Eftir að bæirnir Mentone og Rouquebrune urðu franskir varð ríki hins þáverandi fursta, Carls III. sem ríkti í Monaco 1856-’89 ekki nema einn og hálfur fer- kílómetri, nefnilega gamli bærinn Monac® og nokk- ur hús með görðum Gonda- mine og svolítil hagbeit á „le Spelugues". Til þess að rétta við fjárhag furstadæmisins, sem var mjög bágur, seldi hann Aubert nokkrum, fyrrverandi rit- stjóra blaðsins „Charivari“ einkaleyfi til að reka spila- banka í Villa Bellevue, ofur- litlu húsi í Condamine. — En spilabankinn bar sig ekki og nú urðu eigendaskipti að honum. Nýi eigandinn, Dubal nokkur, flutti bankann í stærra hús, sem nú er setuliðsskáli í Monaco-Ville. Eftir að þessi eig- andi var farinn á hausinn fékk M. Lefebvre sérleyfið. Hann setti upp spilavíti í Villa Gar- borini, rétt við stjórnarráðs- húsið. Carl III. sá þegar í öndverðu að ef spilabankinn ætti að geta orðið gróðalind, yrði að flytja hann á fallegan stað, þar sem rúm væri fyrir lúxusgistihús, fallega garða og annað sem aug- að girntist. Var því afráðið að reisa glæsilega höll. fyrir spila- vítið og var Albert erfðaprins, sem þá var barn að aldri, látinn leggja hornsteininn að henni. — Höllin kostaði vitanlega offjár, og sjóður bankans var tæmdur þegar Lefebrve fékk heimsókn manns. sem kynti sig og sagðist heita Francois Blanc, og vera eigandi hins fræga spilvaítis í Homburg í Hessen-Nassau. — Eg býð yður 1.700.000 franka fyrir sérleyfi yðar,“ sagði þessi litli gestur, — en þér verð- ið að hafa svarað af eða á áður en skipið fer til Nizza síðdegis í dag “ Lefebvre hugsaði málið um stund og afréð að ganga að boð- inu. Svo fóru þeir báðir tveir á fund furstans, sem vissi deili á Blanc og að hann var mikill aflakló. Og hann samþykti eig- endaskiptin strax. Blanc hafði ekki gert tilboð sitt af því að hann vissi að Le- febvre væri í kreppu, heldur hafði hann séð að þarna var hægt að græðá peninga, og hins- vegar hafði það lagst í hann, að innan skamms yrði hann að leggja niður spilabankann í Homburg, enda kom það á dag- inn. Daginn eftir stofnaði hann svo nýtt hlutafélag með löngu nafni, nfl. „Le Sosiété Anonyme des Bains de Mer et du Cercle des Etrangers á Monaco“. — Einn af fyrstu hluthöfunum var maður er nokkru síðar varð páfi undir nafninu Leo XIII. En hann var þá kardináli. Nú tók Francois Blanc til ó- spiltra málanna með dæmafárri framsýni og ■dugnaði. Spilabanki Lefebvre var rifinn til grunna og í staðinn reist bygging, sem þótti gimsteinn á þeim tímum, og sem stendur enn, þó að bæði hafi verið bætt við hana og henni breytt að ýmsu leyti. Um- hverfis höllina var gerður ljóm- andi fallegur skrúðgarður og kringum þessa stofnun risu nú upp minni skrauthýsi, gistihús og einbýlishús. Og á hagbeitar- klettinum „les Spelugues“ reis nú upp nýtísku bær, Monte Carlo. — Karls-fjall. Blanc dó árið 1877, en Camille sonur hans varð þá forstjóri fyrirtækisins og sat í þeirri stöðu í 45 ár. Síð- an hefir sérstök nefnd stjórnað spilabankanum. Starfslið spilabankans er um 3000 manns. Þar eru forstjórar, undirforstjórra, fulltrúar, ritarar umsjónarmenn, einkennisbúnir varðstjórar og leynilögreglu- menn — en þá síðastnefndu þekkja ekki nema fáir útvaldir. Þegar maður kemur sem gestur í þessa stofnun er manni vísað á „kommissariatið“. Þar sýnir maður vegabréfið sitt, fær — oftast nær — aðgöngumiða og borgar gjaldið, og eftir það get- ur maður farið sinna ferða um spilabankann. Og hvar sem mað ur fer á þessum slóðum verður maður þess ásskynja, að það er haft gát á manni. Lögreglan verður nefnilega að hafa vak- andi auga á öllum þeim, sem hafast þarna við, og ekki síst á vissri tegund kvenna, sem eigi fá að leika of lausum hala. Starfsmenn spilabankanna sjálfra, fyrst og fremst croupier- arnir, eru undir eftirliti leyni- lögreglumanna, sem þeir vita ekkert hverjir eru. Annars er það mjög sjaldgæft að croupier sé staðinn að nokkru refsiverðu, þó að hann taki á hverjum degi við upphæðum, sem nemi hundr uðum þúsunda, og borgi að heita má jafnmikið út. Ef einhver spilarinn, sem ekki virðist vera vel fjáður, er í ó- heppni lengi, fær hann vinsam- lega áminningu um að steypa sér ekki í voða. Og ef hann gegnir ekki þessari aðvörun þá er aðgöngumiði hans tekinn af honum. Lögreglan hefir nefni- lega þá skyldu, að neita þeim mönnum aðgang að spilasölun- um, sem ekki mega spila eða hafa ekki efni á að spila. í fyrr-v nefnda flokknum eru allir Mone- gassar og útlendingar sem eiga fast heimili í Monaco og allir embættismenn og starfsmenn í franska amtinu Alpes Mariti- mes, sem liggur næst spilavít- inu, allir umboðsmenn, sem hætta er á að freistist til að nota fé er þeir hafa undir höndum frá öðrum, til þess að reyna gæf- una, og allir fátækir menn. Það kemur ósjaldan fyrir að spilari verður „decove“ — rú- inn — og þá fær hann „viatikue“ eða rentulaust lán, en þó ekki í peningum heldur farmiða heim til sín og ávísun fyrir gistihúsi og mat á leiðinni. En ekki er hirt um að innheimta þetta lán nema því aðeins að sami maður vilji fá aðgang að spilabankan- um síðar. Gestirnir í Monte Carlo eru af öllum kynþáttum, þjóðum, trú- málaflokkum, atvinnustéttum — frá indverskum furstum til mið- evrópeiskra hótelsvindlara. Spilasalirnir eru í tveimur byggingum, nefnilega í Casino- inu sjálfu og í Sporting Club, en þar hafa ekki aðgang nema þeir, sem eru meðlimir þektra klúbba. En í sjálfu Casino-spila- vítinu — er líka sérstakur stað- ur, „Cercle privé“, sem borga verður aðgangseyri að sérstak- lega. Þessi spil eru spiluð: „Tren te et Kuarante“, sem líka er kall að „Svart og rautt“, „Roulette“ og „Baccara". „Baccara“ er spil- að á vetrum í Sporting Club og er það spil, sem auðmennirnir hafa mestar mætur á. Spilamennirnir spila eins og ástfanginn maður elskar og alkó holisti drekkur — af nauðsyn, blint og undir yfirráðum óstjórn legrar fíknar. Og hvað er spilið annað en það að hrúga saman í einu vet- vangi því, sem maður hefir þráð lengi, segir Anatole France. — Spilið er einvígi við örlögin. — Það er Jakob, sem berst við eng- ilinn, það er samningur Faust við djöfulinn. Það er spilað um peninga. Kanske gefur spilið, sem slegið er upp, eða kúlan, sem endasendist á kringlunni, spilaranum það, sem hann þráir. Spilið gefur og tekur. Það er þögult og blint. Spilið getur alt. Það er goð. Það á sína dýrkend- ur, sem elska það sjálfs þess vegna. Ekki fyrir það sem það lofar. Ef það gerir spilarann öreiga þá kennir hann sjálfum sér um en ekki spilinu. Eg spil- aði vitlaust, segir hann og sakar sjálfan sig um alt.... Lífi svallarans má oft skifta í þrjá kafla. Á þeim fyrsta tign- ar hann Venus, öðrum Bakkus og þriðja slembilukkuna. Spilið er fyrst og fremst ástríða þeirra fullorðnu — ekki síst fullorð- inna kvenna. Sá, sem í fyrsta sinn sér ve- sæla, kengbogna menn og konur, sem staulast við staf eða hækju, eða eru leiddir af hjálpsömu fólki inn í spilavítið, heldur að að hann sé kominn á sjúkrahæli. Maður sér einkennilega sjón, ef maður kemur inn í spilavítið nokkrum mínútum fyrir klukk- an tíu. Við hverjar dyr að spila- salnum stendur löng kös af körl- um og konum, sem bíður þeirr- ar mínútu að geta fengið sér stað við spilaborðið. Tíminn er dýrmætur, því að salurinn er ekki opinn nema-------4 tíma! í þessum þungbúnu, sljóvu and- litum er ómögulegt að sjá neina tilhlökkun eftir aífintýrinu, sem framundan er — það er eins og fólkið ætli að fara að gegna leið- inlegu skyldustarfi, sem ómögu- legt sé að komast hjá. Það tekur talsverðan tíma að gera sér ljóst hverskonar fólk þetta sé, sem situr þarna kring- um borðið. Allir eru svo alvar- legir og hátíðlegir en þykjast vera glaðlegir. Enginn opnar munninn.. Allir eru að skrifa eitthvað hjá sér. Þarna situi; kona á sjötugs- aldri, virðuleg og skrautbúin. Hún talar aldrei við neinn, hvorki í spilasalnum né á gisti- húsinu. Hún spilar ofur rólega, talsvert hátt, vinnur og tapar án þess að breyta svip. Henni virð- ist standa alveg á sama um allt. Hverju er hún að reyna að gleyma? Við annað borð sitja margar konur, sem teljast til „gömlu fylkingarinnar“. Þær eiga heima í Mentone eða Nizza og koma að morgni en fara heim aftur að kvöldi. Þetta hafa þær gert í mörg ár. Spilið er eina áhuga- mál þeirra í veröldinni og eina tekjugrein þeirra flestra. Þær spila mjög varlega, leggja máske 5 franka á rautt þegar svart hefir gefið vinning 5—6 sinnum. Falleg, prúðbúin dama, leggur mikið undir og tapar nærri því altaf. Maðurinn hennar fölgrár og órór, situr við hliðina á henni og reykir hvern vindlinginn eftir annan. Hann reynir að fá hana til að hætta. Hún lítur fyrirlit- lega til hans, stendur upp og flytur sig að öðru spilaborði. Sköllóttur og kafrjóður mað- ur á sextugsaldri er frámuna- lega heppinn. Hver þúsund- franka seðillinn eftir annan hverfur ofan í vasabókina hans. Hamingjudísin er honum holl. Daginn eftir situr hann á sama stað, önnum kafinn. En nú hefir lukkan skilið við hann. í dag tínast þúsundfranka seðlarnir úr vasabókinni enn hraðar en þeir komu í hana í gær. Andlit hans hefir breytt lit og svip. — Brosið er dautt. Heraðabreiður Ameríkumaður með digran vindil í munninum spilar hátt og vinnur nærri alt- af. Alt í einu fer hann að öðru borði, tekur upp hnefafylli af seðlum og heldur þeim á rautt. Svart kemur upp með vinning- inn. Ameríkumaðurinn brosir og fer að nýju borði. Groudierinn hrópar: „Faites vous jeux, messieurs!“ — leggið undir, herrar mínir. Og þegar kúlan hefir hringsnúist nokkr- um sinnum, hrópar hann: „Rien ne va plus!“ — nú má enginn leggja undir'- Og svo veltist kúlan áfram og ræður örlögum margra og ævi margra, því að það ber stundum við að spilarinn sem missir al- eigu sína gengur út, sest á bekk- í garðinum fagra of fitlar við skammbyssuna áður en hann miðar henni að gagnauganu. — Enginn fær að vita um „slysið“ nema forstjóri spilabankans. — Blöðin minnast aldrei á slíkt. Reglur bankans eru prentaðar á bakhliðina á aðgöngumiðan- um. En það ætti að standa eftir- farandi ráð handa gestunum: Spilið aldrei! En ef þér spilið þá græðið! Og ef þér græðið þá hættið spilinu sem fljótast, því annars missið þér alt! Fálkinn. Um 400 listaverk voru á norrœnu listsýningunni í Stokkhólmi Viðtal við Gunnfríði Jónsdótt- ur myndhöggvara, sem er ný- komin heim. Norrænu listsýningunni í Stokkhólmi lauk eftir miðjan þennan mánuð. Als voru 460 listaverk á sýningunni, bæði málverk og höggmyndir. Á sýn- ingunni áttu 14 íslenzkir málar- ar myndir og þrjár málar^ höggvarar höggmyndir. í sænsk um blöðum, sem borist hafa hingað, er farið mjög hlýlegum orðum um íslenzku deild sýn- ingarinnar, en einna mest virð- ist blöðunum koma til verka finnsku listamannanna. Gunnfríður Jónsdóttir var ein af þeim íslenzku listamönn- um, sem dvöldust í Stokkhólmi um tíma, meðan sýningin stóð yfir. Er hún nú nýkomin heim og hefir blaðið hitt hana að máli. Lætur ,hún mjög vel af förinni og rómar viðtökurnar í Stokk- hólmi. Hún átti tvær höggmyndir á sýningunni, „Á heimleið“ og mynd af móður sinni, og vöktu myndir hennar mikla athygli. I sænskum blaðaúrklippum er þessara verka getið, og finnski myndhggvarinn W. Aaltonen, sem talinn er vera einn af mestu myndhöggvurum álfunnar, lét þessi ummæli falla í einu lista- mannasamkvæminu: „Gunnfríður Jónsdóttir vinn- ur með stórum plönum. Formið er sterkt — þar er ekkert smátt“. Af myndhöggvaraverk- um á sýningunni dáðist hann sérstaklega að verkum Gunn- fríðar og sænska myndhöggvar- ans Stig Blunberg. Á meðan Gunnfríður dvaldi í Stokkhólmi bjó hún hjá einum þekktasta málara Svía, sem er einnig myndhöggvari, Gunnari Torhann og frú hans Ingigerð, sem einnig er myndhöggvari. — Kvaðst hún hafa kynst þar fjöl- mörgum norrænum listamönn- um. Ennfremur var hún mikið í veisluhöldum í sambandi við sýninguna. Sýningin var opnuð 18. apríl í listahöllinni í Líkjevalchs af krónprins Svía og var þar fjöldi gesta viðstaddir auk‘ listamann- anna sjálfra. Fyrsta veislan hófst þar eftir opnun sýningar- innar, en veisluhöldin enduðu með hófi hjá prins Eugen. Kvað Gunnfríður þessa ferð verða sér ógleymanlega, enda hefðu viðtökurnar, sem hún fékk verið hinar glæsilegustu. Hún var eina íslenzka konan, sem þarna var stödd, og ein af þeim fáu norrænu konum, sem sýndu þarna höggmyndir. Að sjálfsögðu voru málverkin í meirihluta á sýningunni, sagði hún. Hvert land hafði sérstaka sýningardeild fyrir sig. Og voru höggmyndirnar í aðalsýningar- sölunum með málverkunum hjá öllum Norðurlandaþjóðunum nema Islendingum, en þeirra höggmyndir voru í sérstöku herbergi við íslenzku deildina. Auk þessa var svo stór salur fyr- ir særstu höggmyndaverkin.. Eins og áður hefir verið getið, var í ráði að úrval úr þessari sýningu yrði sent til íslands í ágúst í sumar og sýnt hér, en Gunnfríður telur vafamál hvort úr því getur orðið. Nú hefir komið til orða að sýningin verði flutt til Gautaborgar og verður hún þá væntanlega opnuð þar á næstunni. Gunnfríður dvaldi ekki í Stokkhólmi nema nokkurn hluta af tfmanum meðan sýn- íngin stóð þar yfir, eða í hálfan mánuð. En þá fór hún til Oslo vegna myndar sinnar ..Land- sýn“, sem þangað var send í apríl í vetur, en þar á að höggva myndina í granít. Hefir kirkju- málaráðuneytið keypt myndina, samkvæmt tilmælum Selvogs- manna og er ætlunin að reisa hana við Strandakirkju. Alþbl., 24. maí You Can Whip Our Cream Bui You Can'i Beai Our Milk \ Phone 201 101 Modem Dairies Limited Milk Cream Butter lce Cream

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.