Lögberg - 10.07.1947, Síða 1
Þúsundir gesta sœkja landnámshátíðina að Lundar
3,000 manns sóttu Lundarhátiðina
samkvæmt útvarps og blaðafregnum
Steikjandi sólskin allan daginn
Það fór að vonum, að gest-
kvæmt yrði að Lundar á sunnu-
daginn var, því svo var það
sögulegur atburður, sem þar
var minnst, því þá hélt Álfta-
vatnsbyggðin svonefnda de-
mantsafmæli sitt, en þar lögðu
íslenzkir frumhérjar grundvöll
að farsælum og vaxandi byggð-
arlögum árið 1887; var þá að
vísu nokkuð umliðið frá þeim
tíma, er íslendingar stofnuðu
nýt>yggðir sínar við Winnipeg-
vatn, en þaðan breiddi land-
námið lim sitt um Manitoba og
North Dakota.
Bróðurhluti þeirra áræðnu
og traustu manna og kvenna, er
fyrstir lögðu hönd á plóginn í
áminnstsi byggð eða byggðar-
lögum, hefir nú safnast til
feðra sinna; þó standa enn ofar
moldu nokkrir veðurbarðir
Birkibeinar með sigg í lófum
on sigurbros á vör, sem nú eru
að skila drengilega ávöxtuðu
pundi niðjum sínum í hendur.
Það var óneitanlega glæsileg
ur hópur manna og kvenna á
öllum aldri, er samankominn
var á Lundar áminnstan sunnu-
dag; fólkið bar þess glögg merki,
að hin ströngu átök frumherj
anna höfðu borgað sig, borið til-
ætlaðan árangur, leitt til mikils-
vægs og varanlegs lífssigurs.
Demantshátíðin á Lundar var
haldin á bersvæði í steikjandi
sólarhita, þar sem hvergi varð í
forsælu flúið; skemtiskráin var
löng, langt of löng fyrir úti
skemmtun þessarar tegundar á
þessum tíma árs; framkvæmd
binnar formbundnu skemmti-
skrár varð óþarflega síðbúin,
hófst ekki fyrr en röskum
tveimur klukkustundum á eftir
áætlun, og verður þar naumast
Öðrum umkennt en samkomu
stjóranum, séra Halldóri E.
Johnson, er sýndist eiga furðu-
lega örðugt með að ná tökum á
viðfangsefni sínu, þótt hann á
hinn bóginn léki þarna ærið
kveðjur, Grettir L. Jóhannsson,
ræðismaður, flutti prýðilegt
ávarp fyrir hönd íslenzku ríkis-
stjórnarinnar, en séra Valdimar
J. Eylands forseti þjóðræknisfé-
lagsins, skilaði drengilegri
kveðju af hálfu þess félagsskap-
ar.
Söngflokkur undir forustu V.
J. Guttormssonar, skemmti með
mörgum og velæfðum söngvum
öllum viðstöddum til óblandinn-
ar ánægju; standa byggðarbúar
í mikilli þakkarskuld við söng-
flokkinn og hinn ágæta söng-
stjóra hans; hið sama má segja
um stúlknasöngflokkinn, sem
frá ýmsum tímabilum, klætt
viðeigandi búningum; fjölskylda
hjá tjaldi sínu í skóginum; að
lokum komu margjr bílar, fyrst
Fordbíll og síðast bíll af nýjustu
gerð . Sýningin var áhrifamikil
og fór vel fram.
Mörgum varð reikað inn í
frumbyggja bjálkakofa, sem
þarna var á staðnum; hafði
Skúli Sigfússon, fyrrverandi
þingmaður, byggt hann; var
Jhann g^rður úr bjálkum m'eð
torfþaki; safnað hafði verjð í
kofann mörgum munum er ís-
lenzkt landnámsfólk hafði flutt
með sér frá íslandi; þarna var
koffort og kistill frá 1836;
strokkur, grútarlampar, kaffi-
kvörn, pjáturskattlar; prjóna-
stokkur, ristur rúnum; kambar,
snældur og margt fleira. — Gam
an hafði fólk af að skoða hinar
gömlu bækur, er landnámsmönn
um voru svo dýrmætar: tvö
hundruð ára gamalt handrit;
Njálssaga, prentuð í Viðeyjar-
klaustri 1844; Vídalíns postilla.
Kvæði og kviðlingar Bólu-
Hjálmars 1888. Annálar 1848.
Eiríkssaga Rauða og fleira. —
Á veggjum kofans héngu mynd-
ir af merkum, íslenzkum frum-
herjum þessarar byggðar. ,
Gnótt góðra matfanga var á
takteinum allan daginn, er seld
voru við frámunalegu lágu
verði, og afgreiðsla hin besta.
Þótt eitt og annað mætti með
fullum rétti að einu og öðru
finna verður ekki annað sagt en
hátíðin í heild sinni væri svip-
mikil og byggðarbúum til
hinnar ipestu sæmdar.
Drekahöfuð Vík-
ingaskipsins &
Lundar, til hægri
að ofan.
Hin mikla mann-
þyrping á Lund-
arhátlC, myndin í
miðju.
Gamall hestvagn
af 1890 gerð, til
vinstri að neðan.
Sjálkakofi að
að Lundar, til
hægri’ að neðan.
vandasamt hlutverk.
Oddviti Coldwellsveitar, Kári
Byron, bauð gesti velkomna
wieð hlýjum og viðeigandi orð-
um; aðalræðumenn voru Paul
Reykdal, Skúli Sigfússon fyrr-
þingmaður St. George kjör-
dæmis, séra Albert E. Kristjáns-
son frá Blaine og Dr. Richard
Beck prófessor við ríkisháskól-
^nn í North Dakota; ræða Mr.
Reykdals var samanþjöppuð af
miklum fróðleik, en óhóflega
löng fyrir útisamkomu; erindi
Skúla Sigfússonar var nokkru
styttra, en var um allt hið fróð-
legasta; þeir séra Albert og
Br. Richard Beck, sem báðir eru
nafnkunnir mælskumenn, urðu
að búta sundur ræður sínar, eða
stytta þær um helming vegna
þess hve áliðið var orðið dags;
þetta þótti ýmsum viðstöddum
miður farið, ekki sízt með hlið-
sjón af því, að þessir menn voru
langt að komnir og höfðu vita-
skuld lagt í það mikið verk, að
undirbúa ræður sínar. — Menta
naalaráðherra fylkisstjórnarinn-
ar> Hon. J. C. Dryden, flutti
Byggðarbúum faguryrtar heilla-
Mrs. H. E. Johnson hafði æft og
stýrði. — Kvæði fluttu Dr. Sig-
urður Júlíus Jóhannesson, Ragn
ar Stefánsson, B. E. Johnson
V. J. Guttormsson og Hallur
E. Magnússon frá Seattle.
Mikla athyggli vakti söguleg
og táknræn skrúðför er sýndi
farartæki og ýmsar hliðar í lífi
landnámsmanna í þessari álfu
frá fyrstu tíð. í broddi fylkingar
var víkingaskip með mikilauðug
um drekahaus; táknaði það skip
fyrsta landnámsmannsins, Þor-
finns Karlsefnis, er nam land á
austurströnd álfunnar árið 1003.
Þorfinnur Karlsefni og kona
h a n s Guðríður stóðu í stafni
klædd viðeigandi búningum, auk
þeirra voru tveir hásetar. Mr. og
Mrs. J. S. Sigurdson komu fram
sem hin fyrstu landnámshjón en
hásetarnir voru þeir Lorne
Eyjólfsson og Freddy Hofteig.
Skipið var útbúið eftir fyrirsögn
Mrs. Sigurðsson og hún hafði
málað það og tekist hið besta.
Næst kom Indíánahöfðingi á
gæðingi sínum; tvíhjólaður
flutningavagn, einn af þeim er
notaðir voru í Rauðárdalnum á
landnámstíð; gripahjarðmenn á
hestum sínum; landnámsfjöl-
skylda í tjölduðum vagni með
uxapar; fólk akandi í kerrum
Ávarp flutt fyrir hönd íslenzku ríkisstjórnarinnar
6. júlí að Lundar, Manitoba af
Grettir Jóhannssyni raeðismanni
Herra forseti!
Háttvirtu hátíðargestir'
Forsætisráðherra íslands, hr.
Stefán Jóhann Stefánsson, hefir
með símskeyti falið mér að
vera hér viðstaddur í dag og
flytja þessum mikla mannfjölda
sem hér er saman kominn, hug-
'heilar árnaðaróskir ríkisstjórn-
arinnar og hinnar íslenzku þjóð-
ar, vegna 60 ára landnámsaf-
mælis byggðarlaganna umhverf
is Lundarbæ; mér var ljúft að
verða við þessari ósk íslenzku
rjkisstjórnarinnar, og ég veit að
ég mæli fyrir munn hennar, er
ég samfagna yður sem hér er-
uð staddir og minnist frumherj-
anna sem grundvöllinn lögðu að
þessum farsælu byggðum, með
hjartfólginni þökk fyrir göfugt
og nytsamt ævistarf; íslenzka
þjóðin finnur til þess með
fögnuði, hve landnám íslands
hefir stækkað vegna hins mikla
brautryðjendastarfs, sem menn
og konur af íslenzkum stofni
hafa innt af hendi í þessum
byggðarlögum eins og svo víða
annars staðar í þessari víðáttu
miklu álfu; íslenzka þjóðin
fagnar yfir hinum miklu lífs-
sigrum yðar í strangri baráttu
og samkeppnf og blessar hverja
þá starfsemi, er að því miðar,
að treysta bræðraböndin milli
stofnþjóðarinnar og afkomenda
hennar í vestri.
Að svo mæltu endörtek ég
kveðjur ríkisstjórnar íslands
og íslenzku þjóðarinnar til yð-
ar allra og bið byggðum yðar
blessunar guðs.
Icelandic Canadian Club
Arsfundur Icelandic Canadian
club var haldinn í Free Press
Board room 23. júní s.l. Forseti
Carl A. Hallson stýrði fundi og
gaf yfirlit yfir starf félagsins á
árinu.
Skýrslur voru einnig lesnar
frá hinum ýmsu starfsnefndum
sem fylgir: Scholarship Fund;
Paul Bardal, sem sýndi að nú er
í sjóði $190.00. Travelling
scholarship hafði verið veitt
Miss Snjólaugu Sigurðsson að
hæð $1200.
Social commiilee: Miss Stein-
un Bjarnason, og skýrði hún frá
hinum ýmsu skemtifundum sem
félagjð hefir haldið á árinu.
Save ihe Children Fund: Mrs.
Holmfríður Daníelson; Com-
muniiy Hall: Paul Bardal; Ice-
landic Chair in ihe University
of Maniioba: Carl Hallson. Ice-
lanndic Can. Evening School:
Holmfríður Daníelson, sem
sýndi að sex erindi voru flutt
á árinu um ísL frumbyggjana í
Manitoba, en 30 fróðleg erindi
hafa verið flutt á síðastliðnum
þremur árum. Hafa 20 af þeim
verið prentuð, þrettán í bókinni,
Iceland’s Thousand Years en
hin í ritinu Icelandic Canadian,
og verður haldið áfram að prenta
það sem eftir er í ritinu. Um
1400 eintök af bókinni hafa
selzt, sumar til Svíþjóðar, Ástra
líu og Suður-Ameríku. Einnig
hafa ísl. leskaflarnir sem notað-
ir eru á kvöldskólanum verið
sendir eftir beiðni víða um þetta
meginland og til útlanda. — í
sjóði eru $400.00.
Icelandic Canadian Magazine:
skýrslur voru lesnar af Mrs.
Grace Thorsteinson, H. F. Dan-
ielson, S. Eydal, Mattie Hall-
dórson og W. J. Lindal, dómara.
Og sýndu þær að útgáfa ritsins
gengur ágætlega og um $1500.00
eru í sjóði.
Tvö ný mál voru sett á stofn
á fundinum. 1. Nefnd var sett
til að vinna að því að semja skrá
yfir sögustaði í ísl. nýlendunum
í Manitoba og víðar ef hægt yrði
að koma því við. Hana skipa
Mr. J. J. Bildfell, W. Kristjáns-
son og Mrs. O. Stephensen. —
2. Nefnd til að safna tónlistar-
verkum vestur íslendinga, í
henni starfa Mrs. Louise Guð-
munds, Mrs. George Palmer og
Mrs. L. Richardson.
Kosningar fóru fram sem
fylgir:
Fyrrverandi forseti, Karl
Hallson; forseti Axel Vopnfjörð;
varaforseti Mrs. G. S. — Ena —
Anderson; Skrif., Lilja Guttorm-
son; féh. Steinunn Bjarnason;
meðráðanefnd, P. Bardal, W.
Kristjánsson, H. J. Lindal, Mrs.
B. S. Benson og Dr. L. A. Sig-
urðsson.
Social committee: Ena Ander-
son Helga Eggertson, Lena Ric-
hardson, Grace Ruppel, Gunnar
Thorlákson.
Membership: S. Eydal, Steina
Johnson og Jonas Jonasson.
(Frh. af bls. 5)