Lögberg - 10.07.1947, Qupperneq 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. JÚLÍ, 1947
Hverjir rjúfa griðin
EFTIR CHAS BIESICK
Lauslega þýtt úr „Manitoba Commonvealth“, af
. Jónbirni Gíslasyni.
Höfundur þessarar greinar, sem er svo hjáróma við þann póli-
tíska samsöng sem nú er msst iðkaður og hæst móðins, er ætt-
aður frá Ukraniu. Hann var um eilt skeið ritstjóri blaðsins Mani-
toba Commonvelth, en innritaðist í herinn þegar stríðið skall á,
að því loknu var hann í kjöri frá C. C. P. ,sem einn þeirra þriggja
viðbótarþingmanna er taka skyldu áhugamál heimkominna her-
manna, en tapaði kosningu með fárra atkvæða mismun. Hann er
útsrifaður frá háskóla Manitobafylkis. J. G.
Engir Canada- eða Bandaríkja
borgarar voru rændir eignum,
heimili eða lífi af rússnesk-
um hermönnum, eftir hina fyrri
heimsstyrjöld.
Engir Canada- eða Bandaríkja
hermenn hafa nokkru sinni lát-
ið líf sitt í nokkurri styrjöld,
hafinni af Rússlandi gegn áður-
nefndum þjóðum, en allmargir
Candada- og Bandaríkjaher-
menn féllu í hinni árangurs-
lausu innrásarstyrjöld er þessi
ríki tóku þátt í ásamt öðrum
þjóðqm gegn Rússlandi.
Stalin gat aldrei hælt sér af
því að rússneskir hermenn
hefðu skotið Canadamenn,
Bandaríkjamenn og Breta fyrir-
varalaust, en Winston Churchill
— einn forvígismanna þeirrar
innrásar — sagði í bók sinni
„The World Crisis“: „Þeir —
Canadamenn, Bandaríkjamenn,
Bretar og aðrir — skutu rúss-
neska borgara fyrirvaralaust.
Þeir voru árásarmenn á rúss-
neskri grund. Þeir vopnuðu
fjandmenn Sovét stjórnarinnar.
Þeir þráðu og lögðu ráð á um
hrun hins nýja þjóðskipulags“.
Voru þjóðir Canada og Banda-
ríkjanna spurðar ráða, hvort
þær óskuðu að senda syni sína
til víga gegn Rússlandi, þegar
lýðveldisstjórnir vorar ákváðu
að hefja hina sorglegu innrásar-
styrjöld, Nei, þvert á móti.
1 þessu mikilsvarðandi máli
er reið á svo mörgum mannslíf-
um, höfðu þjóðirnar sjálfar jafn
lítið að segja um málið, og borg
arar einvaldsríkis.
Var vilja hermannanna, sem
börðust, þjáðust og létu lífið,
leitað í þessu máli? Voru þeir
spurðir, hvort þeir vildu fara og
berjast gegn Rússlandi? Buðu
þeir sig fram með gleði og góð-
um vilja í þessa krossferð gegn
kommúnismanum? Þvert á
móti.
Samkvæmt öllum skýrslum er
vér höfum frá því tímabili,
munu menn aldrei hafa hafið
neina æfitýraför með
tregðu og nauðung en einmitt
þá.
Vér höfðum lokið fjögurra ára
blóðugri styrjöld, er kostaði 10
milljónir raannslífa, þar með
talin 60.000 frá Canada. Her-
menn vorir höfðu fengið sig
fullsadda. Auk þess hafði Rúss-
land verið bandamaður vor gegn
Þýzkalandi og hermennimir
gátu ekki áttað sig á þessum
snöggu veðrabrygðum og árás á
fyrrverandi bandamann. Þeir
álitu einnig að það væri einka-
og sérmál Rússa sjálfra, hvaða
tegund af stjómarfyrirkomulagi
þeir kysu. Þeir gátu ekki skilið
hvers vegna þeir voru sendir
til Síberíu, þegar þeir kusu
heldur að vera kyrrir heima hjá
vandamönnum og ástvinum.
Eins atviks frá þeim tíma er
vert að minnast í þessu sam-
bandi. Þegar liðsafli sá, er fór
frá Victoria B. C. og ætlaður var
til sóknar í Síberíu, átti að flytj-
ast á skip út síðast á árinu 1918,
reyndist mjög torvelt að koma
hermönnunum „um borð“.
í blaðinu „The Toronto Tele-
grama“ birtist á þeim tíma bréf
frá einum yfirmanni í hernum,
er lýsir glögglega, hve alvarlegar
ráðstafanir varð að gera, þegar
„sumir hermannanna neituðu
þverlega að hlýða og fara út í
skipin, þegar merki var gefið“.
Hann heldur áfram svofeldum
orðum: „Þegar sveitarforinginn
tók skammbyssu sína og skaut
viðvörunarskoti yfir höfuð
þeirra, hlýddu nokkrir skipun-
inni, en all-margir og mikið
fleiri virtu þetta að vetttugi. —
Tveimur herdeildum frá Tor-
onto var þá skipað að spretta
beltum sínum og hýða „hina
djöflana“ inn í fylkingaraðirnar.
Þetta gerðist á aðalstræti Vict-
oríubocgar“.
Hann lýsjr ennfremur nokkru
nánar þeim aðferðum er notað-
ar voru við þessa svokölluðu
„sjálfboðaliða“ og segir að þessi
mótþróafulli herflokkur hafi að
lokum hlýtt valdi dreginna
byssustingja og verið vendilega
vaktaðir en nokkur fl. þýzkra
herfanga, en hann hafði séð, því
vopnaðir verðir stóðu yfir þeim
þar til komið var á haf út.
Þannig sendi „lýðlæðis“ Cana
da hermenn sína til þess að rot-
slá „einræðis“ Rússland, fyrir
meiri tuttugu og níu árum.
Það er nauðsynlegt að endur-
taka þennan sauruga kapitula
sögunnar í þeim tilgangi að
vinna gegn hinum yfirstandandi
ofsafulla og djöfullega —
diabolical — ófriðar áróðri gegn
Rússlandi sem nú fer fram í
Bandaríkjunum og einnig í
Canada, þó á lægri nótum sé.
Þessi sömu afturhaldsöfl æptu
1918, að Rússland væri hættu-
legt fyrir alheimsfriðinn, en ein-
mitt 'þeir sjálfir voru hinir
sönnu og raunverulegu friðrof-
ar. Þeir voru ábyrgðarfullir fyr-
ir drápi þúsunda rússneskra
borgara og bandamanna her-
manna, án«•þess að f æra til
reiknings allar þær þjáningar
og hungursneyð er rússneska
þjóðin varð að þola.
Nú í dag kosta hin sömu öfl
kapps um að láta þessa atburði
sögunnar endurtaka sig; þau
benda enn á Rússland, enn er
oss talið að þaðsé friðnum hættu
legt. En enginn rússneskur emb-
ættismaður hefir enn mælt með
ófriði gegn Canada eða Banda-
ríkjunum. Ekkert rússneskt
blað eða tímarit hefir nokkru
sinni birt nokkurt orð í ófriðar
átt gegn oss. En í Canada og
Bandaríkjunum líður tæpast
nokkur dagur svo til enda að
ekki komi embættisleg eða rit-
stjórnarleg eggjun til ófriðar
gegn Rússlandi.
Sumir þessir spiltu féndur
— depraved fiends — hika ekki
við að mæla með tafarlausu
atomspdengjuregni yfir þjóð, er
telur 180 miljónir einstaklinga
— menn, konur og börn.
Þessir stríðseggjunarmenn
verðleggja sína eigin hagsmuni
hærra en fjöldans. Þeir meta
varðveislu síns eigin fjáröflunar
fyrirkomulags meira en varð-
veislu varanlegs heimsfriðar. —
Þeir hrópa hástöfum að Rúss-
land sé í þeim efnum hættulegt,
en einmitt af þeim sjálfum staf-
ar sú mesta hætta sem mann-
kynið horfist í'augu við nú í
dag.
Andstaða vor gegn kommún-
ismanum innan og utan Rúss-
lands, þarf ekki nauðsynlega að
meina samþykki vort með hinni
hættulegu stríðseggjunar starf-
semi, sem stefnt er gegn Rúss-
um og heimsfriðnum í heild.
Það er mörgum sinnum sagt
að hin eina sigurvænlega aðferð
gegn kommúnismanum sé sú, að
tefla fram gegn honum, hinni
sönnu lýðræðishugsjón, í þess
orðs dýpstu, fylstu og bestu
merkingu.
Vér verðum að uppræta
bölvun fátæktarinnar, útrýma
öryggisleysinu, atvinnuskortin-
um og kreppunum úr þjóðfélags
fyrirkomulagi voru. Vér verð-
um að innleiða fyrirkomulag er
veiti alþýðunni fult frelsi,
fulla tryggingu og nægilega
kaupgetu.
í stuttu máli: vér verðum að
stofnsetja lýðræðislegan sósíal-
isma, sem keppinaut gegn kom-
múnismanum.
Þeir, sem eru andstæðir slíkri
hugmynd, eru nú í dag og alla
daga, allra manna hættulegastir
fullum og varanlegum friði.
Þakkarávarp og
Það var á fimmtugs afmæli
kóngsins þann 9. iúní T947, sem
verður mér minnisstæður, ekki
sem hátíðisdagur, heldur sem
skaða- og skapraunadagur, því
eins og margir hér í Manitoba
muna, var allan daginn afspyrnu
norðan-rok og Winniuegvatn
braut jafnt og stöðugt af vestur-
bökkum þess. — Þar stóð mitt
hús og heimili undan farinn
fimm ár hefir vatnið altaf verið
að nálgast það, svo ekki voru
eftir nema fá tfet sem fóru, að-
faranótt 10. júní ásamt skúr sem
var við húsið.
Reyndist þá ei til setu boðið,
því ekki þykir rétt að fljóta sof-
andi að feigðar-ósi, en útlitið
var ekki gott, þar sem nálega
allir verkfæramenn voru komn-
ir norður á vatn og ég sjálfur
þoldi nálega ekkert að taka
nærri mér, og var það sérstök
tilviljun að ég gat fengið Gunn-
ar Johnsson á Gimli til að koma
hingað norður ti lað lyfta hús-
rabb
inu og búa það undir flutning
og mátti það hepni heita, þar
sem hann er eini maðurinn
sem hefir útbúnað til þess, auk
útsjónar og óeigingirni sem
hann er alþekktur fyrir.
Og leysti hann þetta verk
vel af hendi ásamt þeim mönn-
um sem hér voru, og allir
gerðu sitt*besta til að bjarga
öllu á þurrt land þó þeir færu
frá eigin störfum. — Þessir
menn voru Guðmundur Magn-
ússon með tvo sína verkamenn
og Joe Danielsson. — öllum
þessum mönnum þakka ég
kæríega þeirra fljótu og óeig-
ingjörnu hjálp.
Þó er ótalinn sá maður sem
mesta þakklætið ber, sem er
Steini Sigmundsson, sem altaf
er sterkasti hlekkurinn í hverri
þeirri viðburðarkeðju, sem hann
er viðriðinn og ekki væri að
furða þó honum væri farið að
leiðast þettað flutningafargan,
því síðastliðið haust færði hann
fyrir mig geymsluhús og það á
þeim tíma, sem hann sjálfur var
önnum kafinn. — 'Þetta, auk
margs annars greiða hefir hann
gert án als endurgjalds, nema
h'tilfjörlegs og gáskafulls þakk-
lætis, sem hann metur lítils, því
Steini er enginn loftunga. — Og
ef hann einhvern tíma sér þess-
ar línur, á ég von á að hann segi
að þetta rugl líkist mest æfi-
minningu eða jafnvel sé nálykt
af því, en mér finnst ekki mega
minna vera en þess sé getið sem
gert er vel, svo- aðrir fái hug
mynd um, að hér á Hnausum er
eins hjálpfúst fólk og best gerist
þó ég nefni ekki fleiri nöfn.
Þó þessar h'nur séu aðallega
helgaðar karlmönnum, verð ég
þó í sambandi við ofanskráðan
atburð að geta þeirra göfugu og
gjafmildu systra, Mrs. S. S.
Magnússon og Mrs. E. K. Magn-
ússon, sem báðar gerðu sitt besta
svo hægt væri að taka á móti
þeim mönnum sem áður eru
nefndir.
Kærar þakkir frá Daníeli og
Sigríði.
Á fornum slóðum
Niðurlag.
Eg man eftir mörgu frá Nýja
íslandi, en ekki man ég eftir
neinu betur en uppþotinu sem
varð um trúarafstöðu séra
Magnúsar J. Skaftasonar, eftir
ræðuna frægu, sem hann flutti,
sem orsakaði klofninginn sem
varð í kirkjumálunum út af því.
Það stendur fyrir sjónum mér
sem klettur úr minninganna
djúpi. Eg var í kirkjunni við
Willow-ána þegar hann flutti
þessa sérstæðu ræðu, og ég man
all-vel eftir deginum og veðrinu,
en ræðan fór langt fyrir ofan
höfuðið á mér. Eg var þá ekki
farinn að skilja — og í rauninni
hefi ég aldrei skilið til hlítar —
hina flóknu trúarlærdóma, en
mér er svo í fersku minni stæl-
urnar og umræðurnar sem fólk-
ið háði um þessa afstöðu séra
Magnúsar. í heimahúsum, á
gatnamótum og hvar sem var,
ræddu menn um þetta og eilífð-
armálin frá öllum mögulegum
hliðum af alvöru og sannfæring-
ar hita. Það var eins og eldur í
sinu um alla bygðina og ekki
var laust við það að fjandskapur
ýrði milli vina og nágranna í
stöku tilfelli, en þó held ég í
flestum tilfellum að menn hafi
látið skynsemi ráða og stilt öllu
í hóf. En ekki mun það fjarri
sanni að þessi deila muni hafa
átt sinn þátt í því að nokkru
leyti, að fjöldi fólks flutti burt
úr Viðinesbyggðinni um þessar
mundir, hún eyddist á árunum
1891—92, nær því að hálfu leyti.
Burtu fluttu Friðfinnur í Skóg-
um, Gottskálk Pálsson á Sval-
barði. Foreldrar mínir og Guð-
mundur, bróðir minn, Magnús
Jónsson frá Hjarðarholti og
Þorbergur bróðir hans, og það
fólk alt. Jakob Jónsson, er síð-
ar flutti í Big Point byggðina,
alt Abrahamssons-fólkið og voru
það margar fjölskyldur, og
margt fleira. Það var stór blóð-
taka fyrir ekki stærri byggð,
og hefir hún sem íslenzk byggð,
vart beðið þess bætur. Ekki felli
ég neinn dóm um það, sem hér
gjörðist í kirkjumálunum. Séra
Magnús var vinsæll og alþýð-
legur, mildur í kröfum við fólk-
ið og átti marga formælendur.
Hefði ég nú á seinni árum haft
gaman af að sjá ræðuna sem
skapaði svo mikið öldurót. Hefi
ég spurt eftir henni, og hefir
mér verið sagt að hún væri enn
til, en aldrei hefi ég getað feng-
ið að sjá hana. En hvað sem því
líður þá klofnuðu íslendingar
þarna í tvo flokka, og hafa síð-
an staðið í andvígum fylking-
um o gtvískipt kröftunum. Óef-
að hefir það verið klaufaskapur
leiðtoganna að svona fór, og svo
oft hefir farið illa í félagsstarf-
semi Vestur-íslendinga. Menn
eiga svo bágt með að sjá í gegn-
um fingur, og valdafýknin og
hégóminn á og hefir altaf átt
svo sterk ítök í hjörtum manna.
En í sambandi við þessa deilu
og svo margt úr frumherjalífinu
er eitt sem brent hefir sig inn í
huga minn. Það var áhuginn og
eldhitinn sem menn sýndu á
svo marga vegu fyrir trúmálum
og öðrum andlegum menningar-
málum, er stingur mjög í stúf
við deyfð og áhugaleysi, já, og
kæruleysi sem nú virðist all-
mikið ráða ríkjum í félags- og
kirkjustarfsemi víða meðal ís-
lenzks almennings, og eru þó
ástæður fólks als ekki samber-
andi við það, sem var fyrir 40—
50 árum síðan.
Eg man all-vel eftir fleiri
heimilum þarna í Viðinesbyggð-
inni, en ég hefi getð hér að
framan, en fjær æskustöðvum
mx'num. Eg kom stundum að
Framnesi. Sá bær var á flæðun-
um niður undir vatninu fyrir
norðan Kjalvík. Þar bjó Sveinn
Kristjánsson, kona hans er hét
Veronika, Sveinn var eftirtekt-
arverður maður, mun hafa verið
greindur, tíminn var búinn að
rista rúnir á andlit hans, var
hann þá nokkuð við aldur. Son-
ur hans, Helgi, var vélfræðing-
ur og fór hann snemma á árum
vítt um heim í þjónustu Ameri-
can Adance Þreskivélafélags-
ins, þar á meðal til Spánar og
S.-Ameríku. Sveinn átti mörg
börn. Man ég eftir Rögnvaldi,
Óttari og Sólveigu, er mér voru
samtíða í litla skólanum við
Willow-ána. Sveinn flutti síðar
burtu frá N.-íslandi, og mun
ættleggur hans dreyfður vítt
um þetta land.
Þá var Melstaður. — Þar bjó
Josep Sigurðsson og Arnbjörg
Jónsdóttir, mestu myndar- og
ágætis hjón og vel metin. Þekti
ég Jón son þeirra einna best.
Hann var jafnaldri minn, og var
mér samtíða á skóla. Hann býr
nú á Gimli. Á Bólstað bjó Jó-
hann seem var einn af fyrstu
frumherjunum, þekti ég það
fólk vel. Jóhann og Sigríður
kona hans voru valin hjón. Þau
lifðu við Þjóðbraut og þar var
gestrisni. Skálabrekka var fyrir
vestan Bólstað. Sigurgeir hét
bóndinn þar. Guðmundur bróðir
minn var þar eitthvað fyrst eftir
að hann giftist. Á Skálabreekku
sá ég Nýársnóttina leikna. Man
ég vel eftir álfunum. Það þótti
mér aðdáanlega skemtilegt, •—
ég held það hafi verið fyrsti
leikurinn sem ég sá.
Þá man ég eftir Grænmörk,
bóndinn þar hét Jónas. Man ég
lítið eftir honum, en ég man eft-
ir dóttur hans, Guðrúnu, hún var
stundum hjá okkur. Við kölluð-
um hana ætíð Gunnu á Græn-
mörk. Hún giftist síðar séra
Jóhanni P. Sólmundssyni. Hygg
ég hún sé enn á h'fi. Hún var
góð og greind kona og ávalt
glaðvær.
Þó ekki væri lífsþægindi mikil
hjá fólki í þá tíð þar um slóðir,
þá var lífsgleðin eins mikil þá
eins og nú, ef ekki meiri, og er
það eftirtektarvert. — Fólkið
barðist fyrir sinni tilveru með
drengskap og hugrekki, og naut
lífsins á heilbrigðann hátt, eftir
því sem kostur var á. Ekki man
ég eftir því að áfengisnautn ætti
sér stað, og víst er það, að ekki
var það að neinu ráði. Að vísu
voru ekki efni til þeess, en yfir-
leitt fanst mér andi fólksins
andvígur vínnautn og taldi það
skaðlegt, og aldrei var vín um
hönd haft hjá okkur, og ekki
lærði ég að drekka heima, þó
heimurinn gæti kent mér það
seinna. I þeirri grein var ég ekki
svo tornæmur.
Einna hugljúfastar endur-
minningar frá Nýja íslandi eru
vetrarpartarnir sem ég gekk á
skólann við Willow-ána, þó ég
gleymdi aftur flestu sem ég
lærði þar, þá hefir samt altaf
ofurlítið lifað í þeim kolum sem
þar -voru brend. Sigurður gamli
Thorarinson var merkilegur
karl og góður kennari. Mér féll
vel við hann, og ég held hann
hafi staðið vel í stöðu sinni. Mrs.
Þórdís Eldon var frábær, öllum
þótti vænt um hana, og hún
hafði aga sem best getur. Hún
var vel gefin, sjálfsagt all-vel
mentuð. Söngelsk og skáldmælt.
Það gat ekki farið hjá því að
hún hefði góð áhrif á þá sem hún
umgekkst.
Viðinesbyggðin í Nýja íslandi
er ein af frumbyggðum íslend-
inga hér 'vestra og ein hin allra
elsta, og hún á merkilega sögu
Þar var baráttan háð upp á líf
og dauða, og þar sannast máske
eins vel og nokkurs staðar orð
skáldsins:
„Þar sem hel og líf barðist —
harðast í landi.
Hæstur, mestur reis ‘norrænn
andi.“
Þarf að vísu ekki skáld eða
speking til að segja manni þenn-
an sannleika, þar sem baráttan
er hörðust fyrir tilverunni nær
maðurinn hæsta marki, hvort
sem hann er af noxrrænu bergi
brotinn eða hvaða þjóðar eða
kynflokks sem hann er, reynsla
og heilbrigð skynsemi sannar
það. Margir okkar ágæstustu
frumherjar annara byggða áttu
fyrst heima í Viðinesbyggðinni,
svo sem Skafti Arason, Sigurð-
ur Christophersson, Kristján
Jónsson frá Héðinshöfða, Hall-
dór og Skúli Ámasyni, Árni
Sveinsson, Jón Jónsson frá
Gilsárstekk, Magnús frá Fjalli,
og ótal margir fleiri. Þar lærðu
þeir undirstöðuatriði lífsbarátt-
unnar á Vestrænni Storð.
Vítt um byggðir íslendinga
hér vestan hafs, eru margir nyt-
ir menn og konur sem eiga rót
sína að rekja til Viðinessbyggð-
ar í Nýja íslandi.
Eg hefi lesið all-nákvæmlega
Landnámssögu Þjóðræknisfé-
lagsins um Nýja ísland — Þ.Þ.Þ.
III bindi — Þar eru gjörð all-
góð skil sumra frumherjanna,
en aðrir eru ekki nefndir á
nafn. Finst mér þar meir af
handahófi gengið að verki, en
góðri dómgreind, þrátt fyrir
hrós og fagurgala Dr. Sigurðar
Júlíusar. Mér finst það galli á
bókinni,,að öllu Nýja íslandi er
hrært saman í einn graut, hvað
landnemana snertir. Mikið bet-
ur hefði farið, ef hvert byggðar-
lag hefði átt sinn sérstæða
kafla, sérstaklega hvað land-
nema-tal snertir. Þó sameigin-
lega hefði verið sagt frá menn-
ingarmálum, en það eru nú að-
eins mínar hugmyndir. Eg veit
ekki, hve nákvæm sagan er með
frumbyggjana í öðrum byggð-
um Nýja íslands, en er ég lít yf-
ir Viðinesbyggðina eins og hún
var til forna, þá sakna ég í sög-
unni nafna landnámsmanna sem
átt hefði að vera minst. Eins og
til dæmis Magnús frá Fjalli og
þeirra bræðra Elías í Laufási,
Gottskálk á Svalbarði, Frið-
finns í Skógum og máske fleiri,
því aðrir eru nefndir sem ekkert
meira tilkall áttu til að vera þar.
Og þó hægt sé máske að segja,
að. engin sérstök afreksverk
liggi eftir þessa menn, en það má
um marga fleiri segja, en þá,
samt sem áður, háðu þeir sína
baráttu og áttu sinn þátt í að
leggja grundvöllinn að íslenzku
menningarlífi hér vestra. Eg hefi
miklar mætur á Þ. Þ. Þ. sem
söguritara, og sérstaklega er
hann stálsleginn og óþreytandi
með ættfræðina, og hefir það
mikið gildi, ef nákvæmt er, sem
ég tel sjálfsagt, — hann hefir
unnið þarft verk og á óefað mik
ið eftir enn. Af ritum hans hefir
einna mest hrifið mig „Æfintýr-
ið frá Islandi til Brazilíu“.
Viðinesbyggðin, þar sem ég
eyddi æskuárunum, snertir enn
viðkvæman streeng í brjósti
mér, og byggðin og fólkið, óhefl
að en drenglundað, hreinskilið
og ákveðið í baráttunni, stendur
mér fyrir hugskotssjónum eins
og það var, skírt og greinilega,
og ég er þakklátur fyrir minn-
ingarnar.
Byggðina kveð ég með bless-
unaróskum, hvern bæ, því sér-
hver bær á sína sögu. Sigurljóð
og raunabögu. „Tíminn langa
dregur drögu, dauða og lífs sem
enginn veit“. — Söguna, menn-
inguna, og megi hún lengi enn
þróast sem íslenzk byggð, og
verða síðasta vígi íslenzkrar
menningar vestan hafs, eins og
hún var frumstæðum og fátæk-
um Vestur-förum fyrsta skjól
og skjöldur hér í Vestur-Canada,
besta og fatsælasta landsins í
veröldinni og höfuð-griðastaður
þeirra, sem að frelsi og farsæld
leita en þann dag í dag.
G. J• Oleson.
Frú Violette N. Anderson frá
Chicago, sem hafði embættispróf
í lögfræði, var eina negrakonan,
sem fékk leyfi til að flytja mál
fyrir hæstarétti Bandaríkjanna.
Hún fékk rétt til inngöngu í lög-
fræðingafélagið þar árið 1926.
Söfnun í hið fræga Roosevelt
frímerkjasafn, sem að líkindum
mun verða selt, hóf Sara Delano
Roosevelt, móðir F r a n k li n D-
Roosevelts heitins forspta. Síðan
var safnið stöðugt aukið alla ævi
forsetans.