Lögberg - 17.07.1947, Blaðsíða 3

Lögberg - 17.07.1947, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. JÚLl, 1947 3 Silfurbrúðkaup í Selkirk Múnudaginn 30. júní var haldið veglegt silfurbrauk þeirra hjónanna, séra Sigurðar og Ingi- bjargar ólafsson. Var efnt til þessa hófs af söfnuðinum, ís- lanzka og lúterska í Selkirk, sem hann þjónar. — Þau voru gefin saman í hjónaband af séra Jóhanni heitnum Bjarnasyni, á Gimli, 29. júní 1922. Séra Sig- urður var vígður til prests 14. dag febrúarmánaðar árið 1915 og þjónaði fyrst um sinn söfnuð- um Kirkjufélags vors í Blaine °g á Point Roberts í Washington úki í Bandaríkjunum. Hann hef- ir því verið þjónandi prestur uneðal vor meir en 32 ár. Meðan hann þjónaði söfnuðunum á Kyrrahafsströndinni, misti h«nn konu sína, Halldóru Ingibjörgu 9 fædd Hallson. — Samkvæmt kÖllun frá söfnuðunum í suður- hluta Nýja íslands, kom hann hingað austur, ekkjumaður, með þrjár ungar, efnilegar dætur. — Heimili hans var á Gimli. Auk þessara prestakalla hefir hann þjónað í Norður-hluta Nýja ís- lands, með heimili í Arborg, og riú síðast í Selkirk. Séra Sigurður hefir áunnið sér feikna vinsældir í jjrestskap sínum. Sömuleiðis hefir hjóna- band silfurbrúðhjónanna verið með afbrigðum farsælt. — Þau hafa náð því hámarki hjóna- bandsins, sem táknað er, í brúðkaupssálminum, með orð- unum: „blítt hver annan á sam- leið styður”. Þau hafa fagurlega aðstoðað hvort annað á heimil- inu. Dætrum hans hefir hún reynst hin sannasta móðir. Hún hefir og verið manninum sínum dýrmæt aðstoð í kirkjustarfinu og hann engu síður henni í hinu mikla verki, sem hún hefir unn- ið fyrir æskuna í sumarbúðum. Þau hafa verið samtaka í því að vinna gott verk vel. Þau leystu af hendi meðal annars dásamlegt verk fyrir gamla fólkið á Betel meðan Þau áttu heima á Gimli. Voru forstöðu- konurnar ásamt heimilisfólkinu öllu, hjónum þessum, af hjarta þakklátar fyrir hin miklu gæði þeirra. Nefnd mann og kvenna úr söfnuðinum undirbjó gleðimót þetta og annaðist það, en mik- ill hluti starfsins hygg ég, að hafi fallið kvenfólkinu á herðar. Aðalumsjón höfðu þar Mrs. Anna Magnússon og Mrs. B. Bjömsson og var það alt sannar- lega vel af hendi leyst. — Með mikilli ljúfmennsku tóku þær konur, sem nú skal nefna, móti gestum: Mrs. A. Brydges, Mrs. B. Kelly, Mrs. B. Björnsson og Mrs. O. B. Christianson. Auglýst hafði verið að fólk mætti koma á staðinn, heimili presthjónanna kl. 2e. h., áðurnefndan dag. — Fólkið var smátt og smátt að fjölga og áætlað er, að hálft þriðja hundrað manns eða meir, hafa sótt þetta mót. Um kl. 4 hófst aðal skemtiskráin fyr- ir eftirmiðdagssamkomuna. — Henni stýrði séra Valdimar Ey- lands og flutti hann silfurbrúð- hjónunum vinarorð fjölda manna út um byggðir og bæi. Þá flutti séra Rúnólfur Marteins son ræðu um silfurbrúðhjónin, starf þeirra á ýmsum sviðum fyr ir málefni kristindómsins og hið fagra samstarf þeirra til hjálp- ar og nytsemdar landi og lýð. Séra Eiríkur Brynjólfsson, frá Útskálum á. íslandi, sem hingað er kominn til að þjóna presta- kalli séra Valdimars meðan hann þjónar að Útskálum, flutti einstaklega skemtilega ræðu; bar fram hlýjar kveðjur frá ís- landi og talaði fagurlega til silfurbrúðhjónanna. Tveir ensk ir prestar frá Selkirk voru þar viðstaddir og fluttu vinsamleg- ar heillaóskir. Þeir séra R. S. Montgomery og séra B. Thack- eray, sem er forseti prestafé- lagsins í Selkirk. Mrs. B. Kelly flutti þakkarávarp og blóm. frá djáknum safnaðarins. — Sungin voru nokkur íslenzk ljóð. Mælti þá séra Sigurður fögur þakkar fyrir gjafir og gæði, hugheilar blessunaróskir, margvíslegar kveðjur víðsvegar að, hrað- skeyti, meðal annars frá Is- landi og Suður-Afríku. Einnig minntist hann skemtilega á ým islegt í starfinu, sem þau hjón- in hafa með höndum. Mrs. Ól- afsson mælti einnig nokkur geðfeld orð. Kveðjan frá Suður-Afríku var frá Freyju, dóttur hans af fyrra hjónabandi, og manninum hennar. Þau eru Mr. og Mrs. E.C. Thomas, og eiga heima í Jóhannesburgh í Suður-Afríku. Heillaóskir komu einnig frá fyrrverandi söfnuðum séra Sig- urðar og fjölda annara vina. — Bréf frá séra Kristni K. Ólafs- syni verður prentað með þess- um línum. Á þessu stigi máls voru menn vel búnir undir hressingu fyrir líkamann, enda var þar enginn hallærisvottur. — Lengi hafa ís- lenzkar konur verið frægur fyr- ir það að búa til gott kaffi, þ. e. að segja þegar kaffibætirinn hefir hvergi verið nálægur, en hann hefir nú fyrir löngu verið 'útlægur gjör úr þessari heims- álfu. íslenzkar konur hafa einn ig yndi af því að láta líförfandi kaffidrykkinn streyma í boll- ana. Vil ég nú nefna konur þær, sem að þessu sinni drotnuðu yf- ir kaffibollunum: Mrs. S. Sæ- mundsson, Mrs. J. E. Erickson, Mrs. J. Ingjaldsson, frá Selkirk, Mrs. M. Jónasson frá Árborg; Mrs. E. Johnson, Mrs. J. Peter- son, Mrs. B. Walterson og Mrs. S. O. Bjerring frá Winnipeg. — Þær veittu vel. Veislufagnaður- inn var hressandi og gleðjandi, bæði eftirmiðdaginn og um kvöldið. Um kvöldið var samkoman úti í garðinum. Þar er fagur gras- flötur, að mestu leyti umkringd ur af trjám. Samkomunni þar stýrði fyrst séra Egill H. Fáfnis, forseti Kirkjufélagsins og síðar Jón Ingjaldsson, skólastjóri sunnudagaskólans. Rómaði séra Egill vinsemd þá sem séra Sig- urður auðsýnir og þar af leið- andi nýtur. Sr. Haraldur Sig- mar flutti einnig falleg kveðju- orð. Voru í þeirri ræðu einstak- leg hugljúf dæmi. Friðrik P. Sigurðsson flutti frumsamið kvæði, sem með þessum línum verður prentað. Alimikill söng- ur fór fram þetta kvöld. — Mrs. Ólöf Corrigal söng einsöng, sömuleiðis Miss Olive Olson. — Miss Olive Eyman og Miss Emily Guðmundsson sungu saman. — Séra Egill söng einsöng. Aðalatriði þessarar kvöld- samkomu var gjöf sem fram- var borin, með laglegu ávarpi, af forseta safnaðarins, Jóhanni Peterson. Var það silfurdiskur með viðeigandi áletran og sjóði nokkrum í silfri og seðlum. — Þessi gjöf var frá vinum, safn- aðarmönnum og öðrum. Tvær gjafir hafa þegar verið nefndar. Eg vil þá nefna aðrar gjafir. Fyrst vil ég nefna gjöf frá börnum þeirra. Þau eiga tvo syni, Jón og Karl, en hvor- ugur þeirra gat verið viðstaddur, því báðir eru þeir að vinna langt norður í landi. Dóttir hans, Jósephina, er heima, kenn- ir í Selkirk. Dóttirin í Afríku hefir þegar verið nefnd. Þessi börn gáfu þeim fagran gólfdúk fyrir stofuna. Svo nefni ég þá, sem gáfu sjóði, stærri eða minni: sunnudagaskólinn, borið fram af Jóni Ingjaldssyni; Eldra kvenfélagið, Mrs. S. Sæ- mundsson; yngra kvenfélagið, Mrs. E. Johnson; Lutheran Soldiers’ Welfare Club, Mrs. Oliver; Þjóðræknisfélagsdeild- in; Einar Magnússon. Unga fólkið í söfnuðinum gaf skraut- lampa, og Victor Erickson hafði orð fyrir þann hóp. Trúboðsfé- lagið gaf blóm og var erindreki þess Mrs. J. E. Erickson. — Allar deildir safnaðarstarfsins og í raun og veru alls íslenzka mann- félagsins í Selkirk og víðar, tóku þátt í þessari heiðurs-viðurkenn ingu. Silfurbrúðurin fékk sérstaka gjöf frá Bandalagi lúterskra kvenna. Var það lindarpenni með viðeigandi áletrun. Hún er forseti þéssa félagsskapar nú og hefir oft verið. Bæði þökkuðu hjónin öllum fyrir velvild þá sem þau höfðu orðið aðnjótandi. Guð blessi þessi vinsælu hjón og alla ástvini þeirra. Rúnólfur Marleinsson Business and Professional Cards Minni Landnemans Blutt að Lundar, Man., á 60 ára afmæli byggðarinnar 6. júlí ’47. í’eir týnast úr lestinni einn eftir einn, því óðar, sem líður á daginn, það skiptir ei málum hvort maður er einn, eða mar^r á ferð eða vegurinn beinn, ♦ eða góður og grösugur haginn :;: Menn draga hvert einasta andartak, frá alföður mildum til gjafar, svo hníga þeir flestir með bogið bak, sem barátta lífsins í nauðir rak, á vegi frá vöggu til grafar :;: En svo tekur þögnin og þokan við °g þaðan kom enginn til baka. Við heyrum í söngvunum sorgar nið, og söknuður truflar vorn hjarta frið, :;: og allir þar undir taka :;: Ein kynslóðin fæðist, ein kynslóðin deyr, og kraftaverk mannanna hrynja, og hvort þú ert prófessor, páfi, — eða meir, þeir prédika að maður sé skapaður af leir, og yfir hann dauðinn skal dynja Hér litu menn sólskin í sextíu ár, og svalkaldan Canada vetur, og sigurinn vanst gegnum gleði og tár og gott er að hylla þann maanndóm í ár, :;: er svipinn á umhverfið setur :;: Nú hvíla hér landnema bændanna bein, um byggðina frjósama og víða, þeir ruddu hér skógana grein fyrir grein, og gullkorni sáðu, í akursins rein, :;:fyrir kynslóðir komandi tíða:;: Við sjáum í verkunum drengskap og dug sú dáð á sér norrænar rætur Þeir komu hér allir með einbeittan hug og öllu, sem hindraði vísuðu á bug :;:ólu sjálfstæða syni og dætur:; Svo nú hvílir ábyrgð á æskunnar lýð sem arftöku frumbyggjans njóta Eg veit hún er dáðrík, ég veit hún er fríð og viljug að heyja það framsóknarstríð :*: sem byggðinni verður til bóta:; GuSríður Anderson Minningarorð um Guðríði Anderson Mrs. Guðríður Anderson and- aðist 27. apríl s.l. að heimili dóttur sinnar Mrs. Theodóru Cruickshink Blaine Wash.. — Jarðarförin fór fram að Point Roberts 30 s. m. Séra A. E. Kristjánsson flutti hinstu kveðjuorð í kirkju íslend inga þar. Jarðsett var í grafreit Point Roberts. Nálega all-flestir Point Roberts-búar og ennfrem ur fólk annarsstaðar að fylgdi hinni látnu til hinstu hvíldar. Blóm huldu kistuna frá vinum og velunnurum sem bar vott um samúð og hluttekningu til nán- ustu skyldmennfólks hinnar látnu. Guðríður var fædd 6. okt. 1869 að Stóra-Skógskoti í Miðdölum, Dalasýslu. Foreldrar hennar sem þar bjuggu voru hjónin Jón Jónsson og Helga Jónasdóttir. Um fermingaraldur misti hún foreldra sína og eftir það varð hún að sjá sjálfri sér farborða. Til Vesturheims flutti hún ár- ið 1887 ásamt tveimur systkin um sínum, Jóni og Margréti, var Margrét systir hennar þá aðeins 8 ára gömul, sem hún veitti umsjá til fullorðins ára. Guðríður dvaldi um hríð Winnipeg og N.-Dakota, en flutti þaðan til Victoria B.C. og var þar um nokkra ára skeið, til Point Roberts flutti hún laust J'yrir aldamótin og kynntist þar eftirlifandi manni sínum, Eirrki Árnasyni — 'Anderson ætt- uðum frá Sigríðarstöðum í Þverárhreppi, V.-Húnavatns- sýslu, og giftist honum 26. okt. 1898. Þeim varð fjögurra barna auðið, tvö dóu í æsku en tvær dætur lifa, sem eru: Mrs. Theo- dóra Cruickshink, búsett um mílur frá Blaine og Mrs. Sophia Guðmundsson í Belling- íam. Þar að auki lifa hana þrjú oarnabörn og einn bróðir, Jón- as J. Middal í Seattle. Þau hjónin Eiríkur og Guð- ríður voru búsett á Point Ro berts um 50 ára skeið, settust þar að á órudduðu landi eins og fleiri landar um það tímabil, en störfuðu að því af fremsta megni sameiningu að verða sjálfstæð og tókst það. Höfðu ávalt snot- urt bú og velum gengið. Guðríður sál. var kona vel gefin, sístarfandi að heill heim- ilisins, var ástrík móðir og eig- inkona, mjög trygglynd og vin- föst og vildi öllum gott gera Hún var geðprúð og orðvör, en gat þó sagt meiningu sína, ef því var að skipta. Hún var mjög ljóðelsk og las afbragðs vel og skilmerkilega. Frjálslynd í trú- málum. Trúarskoðun hennar er best sögð í ljóðlínum skáldsins “Trúðu á tvennt í heimi tign sem æðsta ber. Guð í alheims geimi Guð í sjálfum þér.” Svo blessist og frjóvgist þín grösuga grund og glatt skíni sólin í heiði, og daggskúrir vökvi’ þinn laufgræna lund og lífsstraumi veiti inn í sérhverja unc :;:og blómin á landnemans leiði: H. E. Magnússon Kæra systir. Við þínir nán ustu geimum minningu þína heiðri, og þökkum þér af hjarta fyrir hinar ógleymanlegu, ást ríku samverustundir. — Megi hinn góði alheimsstjórnari leyfa samfundi okkar í landinu ókunna, þar sem skiltiaður ást vinanna á sér ekki stað. J. J. M. Thule Ship Agency l"«- 11 Broadway, New York, N.Y. umboðsmenn fyrir h.f. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS (The Icelandic Steamship Oo. Ltd.) FLUGFÉLAG ISLANDS (The Icelandic Airways Ltd.) Vöru- og farþegaflutningur frá New York og Halifax til íslands. H. J. STEFANSSON Ijife, Accident anð Health Insurance Representing THE GREAT-WEST LIFE ASSURANCE COMPANY Winnipeg, Man. Phone 96)144 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Talsími 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfrœðingur í augna, eyrna, nef og kverka sjúkdómum. 215 Medical Arts Bldg. Stofutími: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingur í augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 416 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 93 851 Heimasími 42 154 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. islenzkur lyfsali Fólk getur pantaC meðul og .annað með póstl. Fljðt afgreiðsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur llkkistur og annast um flt- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími 27 324 Heimilis talslmi 26 444 Geo. R. Waldern, M. D. Physiciah and Surgeon Cavalier, N. D. Office Phone 95. House 108. TELEPHONE 94 358 H. J. PALMASON and Company Chartered Accountants 1101 McARTHUR BUILDING Winnlpeg, Canada PCINCC/Í MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri Ibúðum, og húsmuni af öllu tæi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Sími 25 888 C. A. Johnson, Mgr. Phone 49 469 Radio Service Specialists ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 PSBORNE ST., WINNIPEG G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCIC SÍMI 95 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla I heildsöiu með nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA STREET Skrifst.slmi 25 355 Heima 65 462 RUDY’S PHARMACY COR. SHERBROOK & ELLICE We Deliver Anywhere _ Phone 34 403 Your Prescriptions called for and delivered. A complete line of baby needs. Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) Talslmi 30 877 Viðtalstími 3—5 eftir hádegi DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, M^.n. Office hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 526 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TRUSTS TORONTO GEN. BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 96 952 WINNIPEG DR. J. A. HILLSMAN Surgeon 308 MEDICAL ARTS BLDG Phone 97 329 Dr. Charles R. Oke Tannlœknir For Appointments Phone 94 908 Offlce Hours 3—6 404 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 34 555 For Qtuick Relia'ble Service J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. PHONE 97 638 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfræðingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG, Portage og Garry St. Slmi 98 291 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Nettlng 60 VICTORIA ST., WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDSON your patronage will be appreciated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Dlrector Wholesaie Distributors of Fr-ish and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 Hhagborg u FUEL CO. n Dial 21 331 (C.F.L. No. 11) 21 331

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.