Lögberg - 04.09.1947, Blaðsíða 1

Lögberg - 04.09.1947, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 t0,A A Complele Cleaning Inslilulion 60. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 4. SEPTEMBER, 1947 NÚMER 35 Stórkostlegasta járnbrautarslys í samgöngusögu Vestur-Canada Á myndinni hér að ofan sést álitlegur hópur stúdenta frá íslandi, er nám stunduðu við ríkisháskólann í Wisconsin og luku þar fullnaðarprófi. Roskni maðurinn á myndinni er Sigurður C. Emerson, hinn mesti öðlingur, er gerði sér allt far um að greiða götu hinna íslenzku stúdenta; hann hefir lengi verið búsettur í Madison, Wis. — Efri röð: Dr. Gissur Brynjólfsson, Dr. Guðmundur Björnsson, Sigurður Jónsson, Unnsteinn Stefánsson, Ásgeir Bjarnason, frá Reykjum í Mosfellssveit. — Neðri röð: Jón Ragnar Guðjónsson, Mrs. Jón Ragnar Guðjónsson, Sigurður C. Emerson, Mrs. Þóra Halldórsson, Þórhallur Halldórsson. Aðfaranótt síðastliðins mánu- dags vildi það hörmulega slys til að skemtiferðalest Þjóðeigna- brautanna, er var á leið frá Min- aki, að loknum hátíðahöldum verkamannadagsins, rakst á transcontinental farþegalest, er stóð á teinum við smáþorpið Dugald um 14 mílur austan við Winnipeg, og hlautst af þessu hið stórfenglegasta slys, sem um getur í samgöngusögu Vest- ur-Canada; í skjótri svipan Meiri háttar rán Á fimmtudaginn í vikunni, sem leið, veittust bófar að Mr. Kingston, forstjóra Winnipeghó- telsins í þessari borg, er hann var að koma frá bankaútibúi með því nær þrjátíu þúsund dollara í peningum, gáfu hon- um rösólega utan undir og náðu af honum öllum peningunum, sem hann ætlaði að nota til þess að skipta ávísunum fyrir ýmissa starfsmenn Canadian National járnbrautanna, er vitjuðu hótels ins; hafði Mr. Kingston gert þetta árum saman. — Bófarnir komust undan í bíl, og hefir það enn eigi lánast, að hafa hendur í hári þeirra. Námuverkfall Eitthvað um 16 þúsundir brezkra kolanámumanna hafa gert verkfall til að mótmæla þeirri ráðstöfun Attlee-stjórnar innar, að lengja vinnutíma þeirra með stjórnarráðssam- þykkt. Vara-framsögumaður íhalds- flokksins, Anthony Eden, hefir skorað á stjórnina að leggja nið ur völd með að nú sé að fullu sýnt, hve öldungis óstarfhæf stjórnin sé og úrræðalaus. Hörmulegt flugslys Um miðja viku vildi það hörmulega slys til, að norsk far- þegaflugvél fórst í fjöllunum við Lofoten; áhöfn og farþegar voru þrjátíu og fimm að tölu, er allir týndu lífi; flugvélin brann til kaldra kola; flest voru það Norðmenn, er fórust með flug- vélinni, en þess getiá að einn danskur maður og tveir Hollend ingar hafi verið innanborðs; rannsóknir í málinu hafa enn eigi leitt í ljós þær orsakir, er til slyssins leiddu; veður var sæmilegt, þótt nokkurs þoku- slæðings yrði vart öðru hvoru. Friðarsamningar afgreiddir Þær fréttir bárust um heim frá Moskvu um síðustu helgi, að rússnesk stjórnarvöld hefðu undirskrifað friðarsamninga við ítalíu, Rúmeníu, Búlgaríu, Ung- verjaland og Finnland; áður höfðu Bretar, Bandaríkjamenn og Frakkar, undirskrifað á- minsta friðarsamninga; — allar tapa áminstar fimm þjóðir tals- verðum landspildum, auk þess þær verða að greiða háar stríðs- skaðabætur. kviknaði í fremstu vögnum skemmtiferðalestarinnar, eitt- hvað um fjörutíu mann brunnu til dauðs, átján sættu mismun- andi meiðslum, en um fjórtán er enn eigi vitað; flest voru þau lík, sem fundist hafa, óþekkjan- leg með öllu; flest var fólk þetta frá Winnipeg, og hefir djúp sorg “lagst eins og leiði” á borgina; síðasta skemmtiferðin til sumar bústaðanna, hafði snúist upp í ógleymanlegan harmleik. Hvalurinn verður skorinn á þaki bræðsluhússins Það verður tilbúið að vori. 1 Hvalfirði stendur nú yfir bygging hvalveiðistöðvar og á hún að verða tilbúin til notkun- ar að vori. Eins og kunnugt er og skýrt hefir verið frá í Vísi, var í vet- ur stofnað hér hvalveiðifélag, sem heitir Hvalur h.f. — Félag- ið hefir fest kaup á skipi, sem nú liggur í Noregi, en mun væntanlega hefja hvalveiðar, þegar bræðslustöðin í Hvalfirði er tilbúin. Sama fyrirkomulag og í hvalveiðiskipum Bræðslustöð sú sem verið er að reisa í Hvalfirði er útbúin á sama hátt og hvalveiðimóður- skip eins og þau gerast fullkomn ust. Hvalurinn er dreginn upp á þak hússins, skorinn þar, og hvalspikið látið í sérstakar renn ur, sem flytur það beint í bræðslupottana. Byggð hefir ver ið sárstök renna fyrir þeim gafli hússins sem veit að sjó og verð- ur hvalurinn dreginn upp eftir henni. Sérstaklega öflugri vindu verður komið fyrir í sambandi við rennuna og mun hún draga hvalinn upp. 4 geymar fyrir lýsi Hvalur h.f. hefir keypt fjóra af olíugeymum þeim, sem í Hvalfirði eru frá tímum setuliðs ins og verða þeir notaðir til lýsis geymslu. Ef nauðsyn krefur og þessir fjórir geymar reynast ekki nógir fyrir stöðjna, mun hún festa kaup á fleiri geym- um, sem eru í Hvalfirði og falir. Fullkomnar vélar Vélarnar, sem notaðar verða við bræðsluna eru af fullkomn- ustu gerð. Segja má, að þær vinni úr öllum hvalnum, þannig að ekkert verður eftir, ef þess er óskað. Fullgerð getur stöðin brætt 5 til 6 hvali á hverjum 12 klukkustundum. Vísir, 24 júlí. Skipting Palestínu Nefnd sú af hálfu sameinuðu þjóðanna, sem setið hefir all- lengi á rökstólum með það fyr- ir augum, að reyna að leysa Palestínudeiluna, hefir nú lagt fram álitsskjal sitt, og mælir með því, að stofnuð verði í land inu helga tvö sjálfstæð ríki, ann að fyrir Araba, en hitt fyrir Gyðinga; enn er eigi vitað, hvernig þessari uppástungu verði tekið, að öðru leyti en því, að Arabar mótmæla stranglega skiptingu landsins. Gjaldeyrisvandræði íslend inga að verða dönskum verzlunarfyrirtækjum að falli? Kaupmannahafnarblaðið “In- formation” skýrir svo frá í dag, þriðjudag, að gjaldeyriserfið- leikar Islands hafi sett mörg dönsk verzlunarfyrirtæki í hinn mesta vanda. Blaðið segir að mörg verzlun- arfyrirtæki, sem stofnuð voru eftir stríðið, hafi selt mestan hluta af vörum sínum, þar á meðal ýmsan munaðarvarning, til Islands. Hins vegar hafi ýms íslenzk verzlunarfyrirtæki flutt vörurnar inn frá Danmörku án þess að hafa innflutningsleyfi; og afleiðingin sé sú, að vörurn- ar liggi nú, á kostnað hinna dönsku fyrirtækja, við Reykja- víkurhöfn. Blaðið fullyrðir, að mörg dönsk fyrirtæki hafi þegar orð- ið fyrir svo miklu tjóni af þessu og markaðstapinu á íslandi, að þau muni ekki standast það. Hjuler. Alþbl., 23. júlí. Merkur íslendingur Um síðustu helgi kom hingað til borgarinnar merkur, íslenzk- ur mentamaður, Dr. Jónas Aðal- steinn Jónasson, prófessor í sagnfræði við Linfield College, Oregon. Dr. Jónas er fæddur í Svoldarbyggðinni 1 North Da- kota; hann er sonur Jóns Ed- walds Jónassonar frá Torfu- mýri í Skagafirði og Guðrúnar Thorsteinsdóttur frá Bakka í Öxnadal; þau eru nú búsett í Burlington í Washingtonríki. Dr. Jónas lauk meistaraprófi við ríkisháskólann í Washing- ton; en hlaut doktorsnafnbót í heimspeki við Stanfield háskól- ann í Californíu; hann er sagn- fræðingur að sérmenntun; hann var fimm ár í þjónustu ameríska flughersins og öðlaðist þar majórs-tign; hann er gæddur á- gætum rithöfundarhæfileikum og hefir um undanfarin ár, að tilhlutan Bandaríkjastjórnar, verið að skrásetja sögu ameríska flughersins. Dr. Jónas er þjóðrækinn mað- ur sem þá, er bezt gerist; hann hefir langvistum dvalið fjarri íslenzka mannfélaginu, er fróð- ur um íslenzk menningarmál og mælir ágætlega á íslenzka tungu. Svona eiga sýslumenn að vera! Það eru slíkir menn, sem gera garðinn frægan. Guðrún, móðir Dr. Jónasar og Friðrik Kristjánsson fésýslumað ur í þessari borg, eru systkina- börn, en þau frú Anna, kona Tryggva Thorsteinssonar vél- setjara hjá Columbia Press Ltd., og Dr. Jónas, eru systkinabörn. Danir krefjast algerrar brottfarar Bandaríkjahers frá Grænlandi Talið að málið verði lagi fyrir S Þ ef Bandaríkjasljórn þverskallast Danska blaðið “Köbenhavn”, málgagn dönsku stjórnarinnar, segir í grein um Grænlandsmál- in, að Danir haldi fast við þá kröfu sína, að samningurinn, sem heimilar Bandaríkjaher dvöl á Grænlandi verði þegar felldur úr gildi. Þýðir það algera neitun á til- mælum Marshalls utanríkisráð- herra Bandaríkjanna um að Bandaríkin og Danmörk geri nýjan samning um sameiginleg- ar varnir Grænlands. “Köbenhavn” segir, að eini aðilinn, sem til mála komi að Danir heimili herstöðvar á Grænlandi, séu SÞ. Fréttaritari Ríkisútvarpsins í Kaupmannahöfn skýrði nýlega frá því, að talið sé að danska stjórnin muni kæra það fyrir SÞ, ef Bandaríkjamenn fari ekki á brott með allan herafla sinn frá Grænlandi, nú er Dan- ir hafa sagt upp hervarnarsamn ingnum. Danir útbúa nú mikinn rann- sóknarleiðangur til Pearylands. sem er ókortlagt svæði á norð vestur Grænlandi. Mun hann kosta 2—3 millj. kr. og standa í 2 ár. Fá leiðangursmenn til um- ráða sex flugvélar til rannsókn- anna. Er leiðangur þessi m. a. farinn til að sanna umheiminum, að Danir hafi bæði vilja og getu til að fara með stjórn Grænlands svo vel sé. Þjóðviljin, 29. júlí Maður drukknar í fyrradag vildi það slys til, að maður féll fyrir borð á vb. “Valþór” frá Seyðisfirði og sökk þegar í stað. Maður, sem kastaði sér til sunds, náði taki á honum, en missti þess, og ítrekaðar tilraunir hans til að finna hann aftur, reyndust á- rangurslausar. Maðurinn, se mdrukknaði, hafði verið að vinna í nóta- báti vélbátsins, en féll aftur yf- ir sig og útbyrðis. Annar mað- ur, sem var að vinnu í bátnum gerði þegar tilraun til björg- unar, en tókst ekki. Blíðskaparveður var og gott í sjó, þegar slys þetta skeði. 15 þús. smálesta skip flyt- ur olíu til íslands Nýlega kom 15 þús. smálesta olíuskip til Olíufélagsins, sem hefir bækistöð sína í Hvalfirði. Skip þetta flytur hingað 14.800 smálestir af olíu og er hið stáersta, sem hingað hefir kom- ið með olíu fyrir Islendinga. Af farmi skipsins munu Síldarverk smiðjur ríkisins fá 4000 smá- lestir. Horfur eru á, að olían verði ódýrari þegar hún er flutt hing að í eins stórum stíl og hér er um að ræða. Vísir, 29. júlí. Snjolaug Sigurdson Hljómleika kvöld Miss Snjólaug Sigurðson held ur hljómleika miðvikudags- kvöldið, 10. september, í Fyrstu Lútersku kirkju. Miss Sigurdson hefir verið tvö undanfarin ár í New York að fullkomna list sina og hefir vak- ið eftirtekt meðal þeirra sem dómbærir eru á sviði tónlistar- innar. Hún hefir margoft leik- ið í útvarpið og nú í sumar var hún ráðin til að miðla af list sinni ellefu sinnum yfir hið víð- tæka kerfi er nefnist Canadian Broadcasting Corporation, í hinu svonefnda Canadian Art- ists series. sex sinnum í samspili með Pearl Palmason, hinum góðkunna fiðlusnillingi og fimm sinnum sem soloisti. Auk þess hefir hún nokkrum sinnum ver- ið meðleikari söngmanna fyrir CBC. Það mun áreiðanlega eins- dæmi að nokkur píanóleikari hér hafi náð slíku hámarki og er því óhætt að fullyrða að Snjó- laug er með þeim allra fremstu í sinni list. Það mun því verða almenn- ingi gleðiefni að hafa tækifæri til þess að hlýða á þessa ungu listakonu áður en hún á ný legg ur leið sína til New York. Sam- koman er undir umsjón Ice- landic Canadian Club og er til arðs fyrir Scholarship sjóð fé- lagsins. F. D. Tvö ljóð Eftir Kristján Einarsson frá Djúpalæk í ÞAGNARSKÓG Eg þekki djúpan, dimman skóg, svo dimman skóg ég þekki, í svörtu gljúfri svartan skóg, að sólar nýtur ekki. Eg þekki myrkan þagnarskóg, og þar má enginn tala. Eg þrái svo hinn þétta skóg, hinn þögla skóg og svala. Já, húm hans seiðir huga minn hans hljóða nótt og dökkva. Eg hvarf í dulardjúp hans inn, hans djúpu þögn og rökkva. VIN Fátækur flóttamaður fór ég um eyðimörk, forsælu megin fjalla fann ég þig græna björk. Höfðingjar eiga hallir, hirðingjar reisa tjöld; í þínu laufga limi leið ég í svefn það kvöld. Sæng þín og svæfill voru sárfættum manni góð. Regnskúrir rak yfir himin rauðar sem mannablóð. \ Og er ég vaknaði aftur í þínu limi, björk, varstu orðin skrúðgrænn skógur, skógur í eyðimörk. / Stígandi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.