Lögberg - 04.09.1947, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. SEPTEMBER, 1947
Sérstætt og hugðnæmt ritgerðasafn
Eftir prðfessor Richard Beck
Sigurður Guðmundsson:
Heiðnar hugvek j ur og
mannaminni. Útgefandi
Tónlistarfélag Akureyr-
ar, 1946.
Það er alkunna, að sumir rit-
höfundar minka við það að kom
ast í bók, en aðrir stækka. Sig-
urður Guðmundsson, skólameist
ari, er tvímælalaust í seinni
flokknum. Ritgerðir hans, sem
birtst hafa undanfama áratugi
í blöðum og tímaritum, hafa ver
ið þannig vaxnar um frumleik
í hugsun og þróttmikinn persónu
legan stíl, að eigi gat hjá því
garið, að þær drægju að sér at-
hygli bókmenntahneigðra les-
enda og færðu þeim heim sann-
inn um það, að þar væri á ferð
snjall og sérkennilegur rithöf-
ur. Þetta verður enn augljósara
hverjum þeim, sem les með verð-
ugri gaumgæfni hið gagnmerka
ritgerðasafn Sigurðar skólameist-
ara, Heiðnar hugvekjur og
mannaminni, sem Tónlistarfélag
Akureyrar gaf út síðastliðið
haust. Hafi félagið heilt að svo
þörfu verki verið, og fagnaðar-
efni má það vera unnendum
góðra rita og sanngöfgandi, að
Tónlistarfélagið mun hafa i
hyggju að gefa út framhald af
ritgerðum og ræðum skólameist-
ara, en þar eru, meðal annars,
nær allar hinar efnismiklu og
tímabæru hugvekjur, sem hann
hefir flutt vi ðskólaslit Mennta-
skólans á Akureyri, og eiga sam-
merkt um djúpskyggni og víð-
áttu í efnismeðferð, samfara
kjarnmiklu og auðugu málfari.
Ritgerðasafnið, sem út er kom-
ið, er mikil bók, nærri því 350
blaðsíður, í stóru broti, og hafa
allar ritgerðirnar, nema ein ver-
ið prentaðar áður, en þær eru rit
aðar á árunum 1911—1945. Bók-
inni er skipt í fimm kafla, eftir
efni.
Fyrst er “Bókmenntabálkur”
og eru þar ritgerðir um mörg ís-
lenzk öndvegisskáld: Bjarna
Thorarensen, Jón Thorarensen,
Steingrím Thorsteinsson, Step-
han G. Stephansson, Matthías
Jochumsson, Þorstein Erlingsson,
Einar Benediktsson og Davíð
Stefánsson.
Ritgerðir þessar eru misjafn-
lega ítarlegar, en .',Har bera þær
órækt vitni gjörhyggi. höfundar-
ins, skilningsríkri túlkun hans
á viðfangsefninu, verkum, ævi
og lífshorfi skálda þeirra, sem
um er að ræða. Sérstöku ástfóstri
hefir hann tekið við Bjarna Thor
arensen, því að auk hinnar prýði
legu ritgerðar í þessu safni, hef-
ir hann samið tvær aðrar um-
fangsmiklar og djúpúðugar rit-
gerðir um þann stórbrotna and-
ans mann, þaj sem eru erindi
þau “Læknakviður Bjarna Thor-
arensens” og “Líðan og ljóðagerð
Bjarna Thorarensens á Möðru-
völlum”, er höfundur flutti í Há-
skóla íslands og birt voru í erinda
safninu Samlíð og saga. — Mun
það eigi mælt út í bláinn, að
nokkur andlegur skyldleiki sé
með þeim Sigurði skólameistara
og Bjarna Thorarensen, um skap
gerð, innsýn og listkennd, og um
lífsskoðanir.
Bráðskemmtileg og enn í góðu
gildi er ritgerðin um Jón Thor-
oddsen, og sama máli gegnir um
greinina “Matthías áttræður”. —
Ritgerðin um Davíð Stefánsson
fimmtugan er fyrsta ítarleg grein
argerð, sem um skáldið var sam-
in, og snjöll að sama skapi, enda
mun lengi til hennar vitnað.
í bókmenntaritgerðum þessum,
sem annarsstaðar í ritinu, bregð-
ur víða fyrir björtum leiftrum
skáldlegs stíls og mælsku, t. d. í
upphafsmálsgreinum hinnar
glöggu og samúðarríku ritgerðar
“Þorsteinn Erlingsson og Eiður-
inn”:
“1 ljóðagerð hans má líta tvo
strauma, annan grettan sem úfið
jökulvatn, hinn blíðan sem blátt
og brosandi bergvatn. í skáld-
skap hans skiptast á heiftþrung-
in andófskvæði og unaðslegustu
vorsöngvar og ástaljóð. í andófs-
kvæðum sínum spýr hann eftir
megni eldi og eitri að guðum og
þjóðfélagsskipun vorra tíma'og
myndi glaður sprengja í loft upp
örkina, eins og Ibsen kveður. —
Hann getur varla kallast einham
ur í kveðskapnum. Þá er honum
rennur reiðin og móðurinn, og
hann fer að syngja um vor og ást
ir, getur ekki elskulegra og yndis
legra ljóðaskáld. Vorið í náttúr-
unni og vorið í mannssálinni eru
ódáinsefni hans. Þar nær hann
sér bezt niðri, þau lögin leikur
hann af mestri list og unun. Og
svo undarlegt sem það er, yrkir
hann ekki um byltingar vorsins,
þegar það fer með f ;di og æði um
ríki vetrarins og veltir honum úr
völdum með hlákum og leysing-
um, brauki og bramli, heldur
syngur hann um hið glaða vor,
vorið um Jónsmessuleytið, þeg-
ar öll skepnan nýtur hita þess og
gróanda.
“Vinur bezti var þar þó
vorið þitt í grænum skóg”.
Ljóðdís hans á sér ekki betri
vin en vorið — nema ef vera
skyldi ástir og ástar-ævintýri. En
það vill svo til, að vor og ástir
eru sem samvaxnir tvíburar í
ljóðum hans. Ástarævintýr
kvæða hans gerast flest á vorin.
Yfir þeim ljómar og blikar heið-
ur himinn. Hann er eitt hið bezta
vor- og ástaskáld, er ort hefir á
íslenzka tungu”.
Annar kafli bókarir^.^r nefnist
“Mannaminni”, og eru þarlýsing
ar á mörgum þjóðkunnum for-
ystumönnum á ýmsum sviðum:
Benedikt Sveinssyni sýslumanni,
dr. Valtý Guðmundssyni, Her-
manni Jónassyni skólastjóra,
Þórarni Jónssyni á Hjaltabakka,
Gesti Einarssyni á Hæli, Jóni
Ófeigssyni yfirkennara, Ólafi
Björnssyni ritstjóra og Jóni Jóns
syni í Stóradal. Einnig er þar
minnst tveggja annara manna, er
eigi voru eins víðkunnir, en eigi
að síður jafn frásagnarverðir,
þeirra Guðjóns Baldvinssonar
kennara og Þorsteins Arnljóts-
sonar.
Að öllum þessum ritgerðum er
mikill fengur, svo heilsteyptar
eru þær myndir, sem þar er
brugðið upp, grafið djúpt til
kjarnans í lunderni þeirra manna
sem greinarnar fjalla um, örlaga
þræðir og skapþættir raktir af
mikilli glöggskyggni. Sérstaklega
ríkar í huga munu þó mörgum
verða hinar ítarlegu, hispurs-
lausu en þó hjartahlýju lýsingar
höfundar á Hermanni skóla-
stjóra, miklum hæfileikamanni,
sem er þó átakanlegt dæmi þess,
að gæfa og gervileiki eiga hreint
ekki ávalt samleið, og á Þorsteini
Arnljótssyni — “Ivar beinlausi
endurborinn” — öðrum fágætum
hæfileikamanni, sem örlögin léku
grátt, en hóf sig með miklum
hetjuskap og andans orku yfir
hinar örðugustu aðstæður, svo
bæði er til lærdóms og fyrir-
myndar; um það fer höfundur
þessum fögru og markvissu orð-
um í greinarlok:
“Saga Þorsteins Arnljótsson-
ar er örlagasaga, einstök í árbók-
um þjóðar vorrar. Hún geymir
stórmerkilegan fróðleik um
mannlegt líf. Því hefi ég sagt eins
rækilega frá henni og mér var
unnt. Hún sýnir, að lífið á
margra kosta völ. Þótt þetta eða
hitt bregðist, má í staðinn fá ann-
að, er gagna má. Hér veltur
mest á sjálfum þér, á “innra
manninum”, á elju þinni og fund
vísi, að þú veljir þér verkefni'eft
ir kröftum og allri aðstöðu. Harð-
úð lífsins sviptir þig heilsu og
líkamsmætti, bindur þig við rúm-
ið langa ævi. Hún hrífur að
mestu frá þér bækumar, þótt
þær séu sætasta ljós og yndi lífs
þíns. Hún bannar þér miskunnar-
laust það, sem sárast er alls, að
lifa eftir köllun þinni og æðsta
eðli. Þótt allt þetta sé harðri
hendi frá þér tekið, getur líf þitt
orðið sjálfum þér, vandamönn-
um, grönnum og þjóðfélagi mik-
ils virði, betur lifað en ólifað. —
Þótt sitthvað verði Þorsteini
Arnljótssyni, sem oss öllum, til
foráttu fundið, er það hróður
hans, að vanheill flytur hann í
raun og verki svo heilsusamlega
kenning. Er það mikill ógæfu-
maður, sem lifað hefir slíku lífi?
Og mörgum er þörf á að kynnast
lífssögu hans og fagnaðarboð-
skap þeim, er hún, að sumu
leyti, flytur hverjum þeim, sem
hugsa vill.
Þorsteinn Arnljótsson á marga
raunabræður, þótt ekki beri eins
á böli þeirxa og harmi hans. Við
heiðavötn lífsins getur margan
svan, er una verður ævi við
brotna vængi og bilaða sundfæt-
ur”.
Góðu heilli, verða konurnar
eigi heldur út undan í hinum
gjörhugulu og faguryrtu mann-
lýsingum höfundar. 1 kaflanum
“Manrúnir” minnist hann eftir-
farandi merkis- og ágætiskvenna:
Frú Önnu Claessen, frú Margrét
ar Magnúsdóttur Ólsen, frú Ást-
hildar Thorsteinsson og frú Þór-
unnar ólafsdóttur. Á állum grein
um þessum er handbragð djúp-
sæis- og frásagnarsnilldar. Á um-
ræddum greinaflokki er einnig
erindi það um Rúnu í Barði —
frk. Kristrúnu Júlíusdóttur —
hina dyggu og hollu ræstinga-
konu Menntaskólans á Akureyri,
er höfundur flutti við skólaslit
vorið 1937 í tilefni af 25 ára
starfsafmæli hennar. Er erindið
-hugsun hlaðið og eggjandi til
umhugsunar.
Djúp hlýja og klökkvi svip-
merkir ræður þær og greinar
sem Sigurður skólameistari helg
ar minningu nemenda sinna og
birtar eru í kaflanum “Á nem-
enda moldum“. Fer honum þar
einnig, sem mörgum skáldum og
spekimönnum, að honum opnast
útsýn og innsýn víða vegu um
völundarhús mannlífsins og til-
verunnar, er hann svipast um af
sjónarhól grafarinnar.
“Heiðnar hugvekjur” nefnist
lokaþáttur ritsins, og eru þær
þessar: /
“Falleg nöfn”, “Gömul bréf”,
“Skólar í hugsjón og fram-
kvæmd” og “Fyrir minni ís-
lands”. Sverja þær sig í ætt um
frumleik og djarfar hugsanir og
um kjarnmikið mál.
f fróðlegu lokaspjalli gerir
Sigurður skólameistari, meðal
annars, nokkura grein fyrir því,
hverri aðferð hann hafi beitt
í mannlýsingum sínum, og far-
ast þannig orð:
“Eg hefi farið þar að, eins og
ég kveðst hafa farið í grein minni
um Ólaf Björnsson, tekið fram
eftirtektarverðan þátt og merki-
legan í fari þeirra og skaphöfn,
eftir því sem ég kom auga á slíkt.
Slíkt lag verður og að litlu
leyti að hafa í lýsingum á
konum eða mönnum, miðmagna
frásögn, auðkenning og skýring
kringum drottnandi eiginleika
söguhetjunnar, sýna ríkasta meg
in hennar eða sjálfsmegin, eftir
því sem höfundi er framast
unnt”.
Óneitanlega hefir höfundi
orðið þessi aðferð ávaxtadrjúg,
því að honum hefir tekist að
gera mannlýsingar sínar bæði
lifandi og minnisstæðar, og ein-
mitt vegna þess, að hann bregð-
ur björtu ljósi á andstæðurnar í
persónuleika þeirra mann og
kvenna, sem hann lýsir, kosti
þeirra og galla, þó að hitt leyni
sér eigi, að honum er ljúfara að
dvelja við kostina. Hefir hann
einnig, eins og hann segir sjálf-
ur í lokaspjalli sínu, aðeins lýst
þeim, sem gæddir voru “verð-
mætum megin-eigindum” í rík-
um mæli, voru kjarnmenn og
konur að manndómi. Og gróði er
það að kynnast slíkum mönnum
og konum í skilnings- og samúð-
Á slóðum Vesíur-Íslendinga II.
Ingólfsbærinn á Nýja-íslandi
Niðurlag.
Það eru nú liðin nær 72
síðan íslendingar reistu fyrstu
bjálkakofana á Gimli. Nú búa
þar um 1500 manns, og enn er
talsverður meiri hluti íbúanna
íslenzkur. En fólki af öðrum
þjóðum fer þar fjölgandi eins
og víðar á Nýja-íslandi, einkum
fólki ættuðu úr Austur- og Mið-
Evrópu. Kannske fer svo, þegar
fram líða stundir, að það taki
þann sess, er íslendingar hafa
þar skipað fram að þessu.
Borgarstjórinn á Gimli er ís-
lenzkur, eins og raunar allt
bæjarráðið. Hann heitir Bjarni
Egilsson, ættaður . úr Ölfusinu,
og er faðir hans, Egill Egilsson
enn á lífi á Gimli. Móðir hans
var Guðveig Jónsdóttir úr Mýr-
arsýslu. Eg var svo heppinn að
njóta leiðsagnar Bjarna og konu
hans, Guðrúnar, dóttur Odds
Árnasonar frá Hringdal á Látra
strönd, um bæinn og umhverfi
hans á fögrum sólskinsdegi.
Þó að Gimli sé inn á miðju
meginlandi Ameríku, er hann
þó fyrst og fremst útgerðarbær.
Hann stendur á strönd hins
mikla Winnipegsvatns, og það-
an leita fiskimenn með bátana
sína og veiðarfæri um vertíðir
allt norður í vatnsbotn. Fiskur
sá, sem einkum veiðist í vatn-
inu, er hvítfiskur, pikkur og
pækur — fiskitegundir er við
þekkjum ekki heima. Áður veidd
ist þar líka gullauga, lítill, lit-
fagur fiskur, sem nú er að mestu
horfinn.
, Aðal-hvítfiskvertíðin hefst 9.
júní og stendur til 15. ágúst. —
Fiskimenn hafast þá við í bæki-
stöðvum sínum langt norður frá,
en senda fiskinn með flutninga-
skipum suður á bóginn. Haust-
vertíð hefst 1. sept. og stendur
þar til vatnið tekur að leggja.
Þá er veiddur pækur og pikkur,
en hvítfiskveiði er bönnuð. —
Loks kemur svo vetrarvertíðin.
Hún hefst, þegar ís er orðinn
traustur og endar 15. marz. Þá
er veitt í net, sem skotið er und
ir ísinn.
Bátarnir, sem notaðir eru við
arríkiun lýsingum höfundar, en
það er höfuðeinkenni hans, að
hann brýtur viðfangsefnin til
mergjar; jafnvel verða honum
mannlýsingarnar tilefni margvís
legra athugana um mannlífið og
mennina, sem glöggva oss sýn
og auka samúð vora með sam-
ferðamönnunum á lífsleiðinni.
Einhverjum kann að koma
heiti bókarinnar kynlega fyrir
sjónir, en um það hefir höfund-
urinn þetta að segja í lokaspjalli
sínu: “ Það er ekki af kala til
kristinnar trúar né kenningar
kristinnar kirkju, að ég kalla
hugvekjur mínar heiðnar, held-
ur af hinu, að ég vildi ekki villa
á mér mark né einkenni. Eg get
hvorki í lífsskoðun minni né líf-
erni kallað mig kristinn mann.
Eg hefi og fáum kynnzt á lífs-
leiðinni, er mér virðast verð-
skulda þvílíkt nafn”.
Mesta ber hreinskilni höfund-
ar og hispursleysi í þessum efn-
um. En hvað sem því líður, þá
er hin hetjulega og drengilega
lífsskoðun, sem ber uppi þessar
ritgerðir hans, áreiðanlega góðr
ar og göfugrar ættar, af sama
stofni sem siðrænn og lífrænn
boðskapur sá, er höfundur kristn
innar flutti. Manndómi og mann
gildi er hér skipað í öndvegi,
og samúð. Það er hátt til lofts
og vítt til veggja í musteri lífs-
speki höfundar, heiðríkja og
hreinviðri. Því eru þessar rit-
gerðir hans vekjandi lestur og
göfgandi.
Ytri búningur bókarinnar er
góður; prýðir kápuna teikning
eftir Örlyg listmálara, son Sig-
urðar skólameistara. Fengur er
að mannanafnaskránni aftan við
bókina, en ljóður á svo merku
riti, að efnisyfirlit vantar.
ár I veiðarnar, eru vélbátar, 35—40
feta langir.. Alls munu um 60
slíkir bátar gerðir út frá Gimli.
Mjög margir þeirra eru eign ís-
lendinga, sem vinna þá oft sjálf-
ir að veiðinni og langoftast eru
skipstjórarnir íslenzkir.
Þegar vel fiskast og fiskiverð
er þolanlegt, geta fiskveiðarnar
gefið góðan arð. En síðustu ver-
tíðir á Winnipegvatni hafa ver-
ið lélegar. Ekki ber mönnum
saman um það, hvort fiskur sé
að ganga til þurrðar. Sumir
segja, að fiskigangan þverrist
og aukist til skiptis. En aðra
uggir, að fiskur sé orðinn minni
í vatninu en áður. Ýmsar höml-
ur eru á veiðiskapnum, og sér-
stakt leyfi þarf til þess að gera
þar út bát. Áður fyrr var tals-
vert klakið út í vatnið, en það
féll niður fyrir röskum áratug,
og hefir ekki verið tekið upp
síðan, hvort sem það kann ein-
hverju að valda um léleg afla-
brögð síðustu vertíðir.
Þótt útgerðin sé höfuð-at-
vinnuvegurinn, eru ýmsar at-
vinnugreinar aðrar þýðingar-
miklar fyrir bæinn. Þar eru t.d.
myndarlegar verzlanir, margar
þeirra helztu eign íslendinga,
og þar er nokkur iðnaður í sam-
bandi við fiskinn, er berst þar
á land. Þar er einnig stórt og
myndarlegt gistihús, er sonur
og tveir bræður Stefáns heitins
Sigurðssonar Hnausakaupmanns
reistu, en seldu nýlega mönnum
af Austur-Evrópuættum.
Loks má geta þess, að skammt
frá Gimli er bezti flugvöllurinn
í Manitoba, svo til nýgerður, og
hefir fjann sjálfsagt verið eigi
lítil fjárhagsleg lyftistöng fyrir
grannbyggðirnar, enda hefir
fólkið á Gimli fjölgað stórum
síðustu ár.
Þó að Gimli sé að jafnaði
kyrrlátur og friðsamur bær, er
þar þó mikið um að vera vissa
tíma árs, einkum þegar aðkomu
fólk flykkist þangað í sumarbú-
staðahverfin, sem þar eru og
baðströndin morar af fólki og
fiskimennirnir koma heim norð-
an úr vatnsbotni að vertíðmni
lokinni. Þá lyftir fólk sér upp
eins og gengur og gerist, blótar
kannske Bakkus eitthvað dáht-
ið og varpar frá sér önn og á-
hyggjum. Og þá er jafnvel ekki
útilokað, að kjarnyrt staka fjúki
manna á milli að íslenzkum
hætti yfir glasi af góðu öli. —
Kannske verður seinna tækifæri
til þess að kynna lesendum Tím-
anns eitthvert af þessum kjarn-
yrtu og hljómmiklu vísum Ný-
íslendinga.
Þessi grein gefur ókunnugum
vissulega litla hugmynd um
Gimli, en vera má að í henni
séu einhver atriði, er fólk hafi
dálitla ánægju af. En áður en ég
lýk þessum þætti, verð ég að
minnast tveggja stofnana á
Gimli. Önnur þeirra er hinn
myndarlegi skóli Gimlisbúa, er
Jón Laxdal, sonur Gríms Lax-
dal faktors frá Vopnafirði og
Akureyri, einn af hinum mörgu
og glæsilegu Laxárdalssystkin-
um í Vesturheimi, hefir stjórn-
að síðustu ár og margir íslenzk-
ir kennarar starfa við.
Hitt er elliheimilið Betel, þar
sem svo margt gamalla íslend-
inga er á og hefir haft athvarf
að loknum starfsdegi sínum. —
Betel var upphaflega byggt 1915,
en nýlega var reist stór viðbygg
ing fyrir gjafir frá Hirti Þórðar-
syni í Chicago, hinum víðkunna
landa, er var allt í senn iðju-
höldur og uppfinningarmaður,
bókamaður og aðdáandi fornra
mehningarerfða. Forstöðukona
heimilisins er Margrét Sveins-
son, og á heimilinu eru um 60
aldraðir íslendingar.
Úti á flötinni blakti íslenzki
fáninn á stöng. Gesturinn kann
að halda að þetta sé aðeins ytra
tákn. En þegar inn er komið
mun hann fljótt finna, að ís-
lenzki fáninn blakti líka efst á
stöng í huga hvers manns er
þarna býr. Það rifjast upp fyrir
mér saga er ég hefi einhvern-
tíma heyrt. Menn voru að taia
um gamla íslenzka konu í á-
heyrn Gunnars Björnssonar rit-
stjóra í Minneapolis. Einhvern
hafði orð á því, að þessi kona
hefði aldrei komið til íslands
síðan hún hvarf þaðan á æsku-
aldri. En þá svaraði Gunnar:
“Hún er heima á íslandi á
hverri nóttu”.
Þetta grunar mig að segja
megi um flest aldraða fólkið í
Betel. Það er heima á íslandi í
öllum sínum draumum, bæði í
vöku og svefni.
Það yrði of langt mál að geta
að þessu sinni allra þeirra, sem
ég hefi talað við í Betel. En ég
get ekki stillt mig að minnast
að síðustu komu minnar í fáein
herbergi þar. Eg gleymi því til
dæmis aldrei, er ég kom inn til
Ásdísar Hinriksson, fyrstu for-
stöðukonu elliheimilisins, og
vixti fyrir mér myndirnar á
veggjunum í herbergi hennar —
myndir af föður hennar, Sigur-
geir í Svartárkoti í Bárðardal,
myndir af bænum hennar og
æskuheimili. Eg gleymi ekki
heldur komu minni til Víglundar
Vigfússonar frú Úthlíð og konu
hans, Jónínu Sigríðar Jónsdótt-
ur frá Breiðabólsstað í Reyk-
holtsdal, — hún var að lesa
þjóðsögur Jóns Árnasonar, þeg-
ar ég kom. Mér kæmi það ekki
á óvart, þótt einhver hefði verið
að lesa Vídalínspostillu í því
húsi, þótt ég sæi það ekki. Eg
gleymi ekki heldur handtaki
Júlíusar Davíðssonar frá Jódís-
arstöðum og konu hans, Soffíu
Jakobsdóttur frá Seyðisfirði. Og
mér verður lengi sem ég sjái þau
fyrir mér Sigvalda Nordal, spil-
andi á harmoniku, og Elínu,
þriðju konu hans, Kjartansdótt-
ur frá Holti undir Eyjafjöllum.
“Hún er svo andskoti ung”,
sagði Sigvaldi. “Hún er ekki
nema sextug. Hún getur farið
heim, þegar ég fell frá”.
Og þannig gæti ég þulið nöfn
manna, er vekja í huga mér ó-
gleymanlegar myndir af lang-
ferðafólki, er lifir heima á æsku
stöðvum sínum, þótt það sé í
fjarlægri heimsálfu — Jóns Sig-
urðssonar frá Borg í Hornafirði,
er naut þeirrar ánægju að koma
heim ’37, Guðna Brynjólfssonar,
Grímsnesingsins gráskeggjaða,
sem nú er kominn á tíunda tug-
inn, Árna Þórðarson, hins hæg-
láta og athugula Austfirðings,
frænda Eysteins Jónssonar ráð-
herra, Kristjönu Bjarnason,
dóttur Sigurðar Skagfirðings
Jóhannessonar, sem hugljúfast
er að minnast veru sinnar í
Höfða hjá “séra Gunnari”, Árna
Gottskálkssonar úr Kelduhverfi,
er kom tíu ára til Ameríku, og
Margrétar Árnadóttur frá
Brunnastöðum á Vatnnsleysu-
strönd.
Þannig mætti lengi telja, en
það tjáir ekki að þylja þá nafna
runu alla. Og því slæ ég botn-
inn í þennan þátt, með þeirri ósk
að fólkið heima gæti látið sig -
óra fyrir því, hvaða andi ríkir
meðal gamla fólksins í Betel.
Tíminn, 18. júlí. J. H. — Framh.
“Eg ætla að láta þig vita”,
sagði ungur eyðsluseggur, „að
ég hefi eignazt peninga mína
með miklu erfiði”.
“Og ég, sem hélt að þú hefðir
erft þá eftir hann frænda þinn
sáluga”.
“Það er líka rétt; en ég varð
að leggja hart að mér til þess að
ná þeim úr höndum lögfræðing-
anna”.
-f
Meðal hinna mörgu orða, sem
haldið er fram að orðið “cock-
tail” sé dregið af, telja menn
“cockale” — „hanaöl“ — líkleg-
ast. Það er heiti á blöndu af vín-
anda og bitter, sem eitt sinn
var gefin hönum, sem verið var
að æsa undir hanaat.