Lögberg - 04.09.1947, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. SEPTEMBER, 1947
3
Hliðstæð örlög frœndþjóða
Ræða reklors Háskóla íslands,
dr. Ólafs Lárussonar prófessors.
Á mánudaginn var hafði
Háskóli íslands hátíðlega
móttöku fyrir hina
norsku gesti. Meðal þeirra
var Olav ríkisarfi. Við
virðulega athöfn í hátíða-
sal háskólans flutti rektor
dr. Ólafur Lárusson pró-
fessor, ræðu þá sem hér er
birt í ísl. þöðingu.
1 nafni háskóla Islands býð ég
yður alla hjartanlega velkomna.
Það er ótíður viðburður, meira
að segja einstæður viðburður,
ekki einungis í sögu háskóla
vors, heldur þori ég að fullyrða
einnig í sögu flestra annarra há-
skóla, að fá í heimsókn jafn virðu
legan flokk fulltrúa frá öðru
landi og þann, sem oss hlotnast
að taka á móti hér. Hér eru full-
trúar norsku þjóðarinnar allrar,
allar stéttir þjóðfélagsins eiga
hér fulltrúa, en í broddi fylking-
ar er konungsefni Noregs. Og
það er oss sérstök ánægja, að
það skulu einmitt vera fulltrúar
norsku þjóðarinnar, sem hér eru
saman komnir. Því að enginn
getur neitað því, að íslendingar
og Norðmenn standa hvorir öðr-
um nær en nokkurri annarri
þjóð.
Forfeður -vorir, sem fyrir
meira en þúsund árum síðan
tóku sér bólfestu á hinu stórá
óbyggða eylandi, sem þá var ný-
fundið í Norður-Atlantshafi,
komu flestir frá Noregi, og marg
ir þeirra sem frá öðrum löndum
komu, voru af norskum ættum.
En hið mikilvægasta var þó, að
mennirnir, sem öðrum fremur
höfðu áhrif á menningu hins
nýja þjóðfélags, voru norskrar
menningar. Grundvöllurinn, sem
hin unga þjóð bygði menningar-
líf sitt á var þar af leiðandi
norskur, ekki síst á andlega svið
inu. Norsk tunga, norskur rétt-
ur og norsk trú urðu ríkjandi í
landinu. Það var þessi arfur,
sem forfeður vorir tóku með sér
frá Noregi, og fyrir þann arf
erum vér þakklátir enn í dag.
Þess vegna verður íslending-
um einkennilega innanbrjósts,
er þeir koma til Noregs. Það er
eins og vér mætum þar forfeðr-
um vorum. Oss verður hugsað
til þeirra. Oss kemur í hug, að
ef til vill hafi einhver þeirra
búið í bænum þarna uppi í hlíð-
inni eða þarna niðri við sjóinn,
leikið sér þar í bemsku, unnið
þar fulltíða og hlotið þar hinstu
hvíld að loknu æviskeiði. Og
þessar hugsanir vekja með oss
sérkennilegar tilfinningar.
Það er löng leið á milli fslands
og Noregs, eða leiðin var að
minnsta kosti löng milli land-
anna. Yfir víðáttumikil og
stormasöm höf er að fara. ____
Margt skipið, sem ætluð var för
yfir hið úfna haf, komst aldrei
á áfangastað. Hafið hefir ein-
angrað oss hér á íslandi. Vér
bjuggum lengi við þau kröppu
kjör að byggja eyland án þess að
eiga nokkur skip. Þessi mikla
einangrun hefir haft sína þýð-
ingu fyrir menningarlega þróun
íslenzku þjóðarinnar. Hin sér-
kennilega náttúra íslands, setti
einnig fljótt sinn svip á landsins
börn. Lífskjörin, blóðblöndunin
við Keltana, er hingað komu á
landnámsöldinni og ýmislegt
fleira olli því, að brátt skapaðist
sérstakt íslenzkt þjóðerni, ís-
lenzka þjóðirf eignaðist sína
þjóðlegu menningu.
Hinir íslenzku afkomendur
norsku landnámsmannanna og
afkomendur bræðra þeirra og
systra, sem heima sátu, fóru
þannig hvorir sína leið. Hvorir
um sig hlíttu örlögum sínum. En
þó eru einkennilega margar og
einkennilega miklar hliðstæður í
sögu norsku og íslenzku þjóðar-
innar. Báðar hafa lifað sín blóma
skeið, glæsta tíma, að vísu hvor
á sinn hátt. Báðar urðu þjóðirn-
ar að þrauka tímabil niðurlæg-
ingar og þrenginga, en báðum
hefir þeim hlotnast sú hamnigja
að lifa sína viðreisn. Báðar hafa
þeir verið stjórnskipulega ósjálf
stæðar, en tekist að afla sér
sjálfstæðis, og báðar háðu þær
þá baráttu á sama grundvelli.
Fredrik Paasche hefir sagt um
baráttu Norðmanna fyrir jafn-
ræði við Svía á sambandstím-
anum, að innst inni hafi það ver
ið jafnræði við sjálfa sig, sem
menn vildu: Þjóðin vildi jafn-
ræði við land konungs sagnanna.
Þannig hefir oss einnig farið.
í sjálfstæðisbaráttu vorri, í öllu
viðreisnarstarfi voru, vildum
vér innst inni jafnræði við sjálfa
oss: Jafnræði við land ættasagn-
anna.
Forfeðrum vorum auðnaðist
að skapa sígildar bókmenntir,
en meðal þeirra skipa ættasög-
urnar og konungasögurnar önd-
vegissess. Þessar bókmenntir eru
nú sjö til átta alda gamlar, og
enn halda þær gildi sínu. Ekki
aðeins listrænu eða vísinda
legu gildi, eins og mörg önnur
andleg afrek fyrri alda verða að
láta sér nægja. Þær hafa sitt líf-
ræna gildi, hafa haft það öldum
saman, halda því enn og munu
halda því enn um langan ald-
ur. Þess vegna hafa þær einatt
verið taldar eitt hinna þriggja
skæru Ijósa í andlegu lífi mann-
kynsins. Þeim hefir verið skip-
að við hlið biblíunnar og hinna
klassisku bókmennta Grikkja og
Rómverja. Af nægtabrunni
þeirra hefir þjóð vor, ættlið eftir
ættlið, teygað andlega næringu.
Þær hafa haldið við þjóðerni
voru. Land ættasagnanna hefir
verið vort fyrirheitna land, fag-
urt og dýrðlegt land, sem vér
höfum litið til, er að oss þrengdi,
og þangað höfum vér sátt styrk,
kjark og von. Ættasögumar
sýndu oss, hvernig Qsland var
endur fyrir löngu. Vér höfum
hugsað sem svo, að það sem það
eitt sinn var, gæti það aftur orð-
ið. Það varð aflgjafi í viðreisnar
starfi voru, vilji okkar og tak-
mark, jafnræðið við sjálfa oss,
við land ættasagnanna.
Norska þjóðin vildi einnig
jafnræði við sjálfa sig, við land
konungasagnanna. örlög vor
hafa því orðið svipuð. Vér höf-
um sótt styrk vom til sömu
orkulindar. Þetta ætti að tengja
okkur enn traustari böndum og
auka gagnkvæman skilning. Og
þess vegna ættum vér saman að
hylla mennina, sem sköpuðu
þau andans verk, sem veittu oss
kraft. í hópi þeirra ber Snorra
Sturluson einna hæst. — Það
hefir komið í ljós, að verk hans
hafa búið yfir slíkum lífskrafti,
að nú, 705 árum eftir dauða
hans, kemur til föðurlands hans
fjölmennur flokkur fulltrúa frá
öðru landi til þess að heiðra
minningu hans í nafni allrar
þjóðar sinnar í þakklætisskyni
fyrir styrk þann, sem hún hefir
sótt til verka hans. Það eru ekki
margir sagnaritarar, sem hafa
hlotið slíkan virðingarvott og
unnið til hans. Snorri var höfð-
ingi, stórmenni, sem á sínum
tíma hafði mikil pólitísk völd í
landi sínu. Hann var einnig auð
ugur maður, einn hinn auðug-
asti, sem á íslandi hefir lifað. —
Völd hans og auðæfi eru fyrir
löngu liðin undir lok. Þeirra
finnast engin merki lengur. En
Snorri var einnig andans stór-
menni, og andleg afrek hans lifa
og munu lifa. Þegar vér hyllum
minningu hans, þá viðurkennum
vér, að það er máttum andans
sem sterkastur er, og það eru af-
rek andans, sem lengst standa.
Háskóli íslands hefir sett sér
það mark að vera aðdlhæli rann
sóknanna á fornbókmenntum
vorum. Einnig oss er skylt að
minnast Snorra Sturlusonar. —
Vér minnumst hans sem eins
mesta mikilsmennis þjóðar vorr
ar, og vér minnumst hans með
þakklæti, því að einnig vér
stöndum í mikilli þakkarskuld
við hann. Við þetta tækifæri er
oss auðvitað sérstaklega skylt
að minnast hans. Meðal starfs-
manna háskóla vors er maður,
sem ég þori að segja, að sé öllum
núlifandi mönnum fróðastur um
líf Snorra og starf. Þessi maður
er Sigurður Nordal prófessor, og
áður en vér skiljum, mun hann
minnast Snorra í ræðu.
Frá því er hinir norsku útflytj
endur skildust við föðurland
sitt og tóku sér bólfestu á Is-
landi, hafa meira en 30 ættliðir
afkomenda þeirra búið í þessu
landi. Þetta er langur tími, og
Jakobína Johnson:
Bænum Millburn, í New Jer-
sey-ríkinu, er leikhús, sem nefnt
er Paper Mill Playhouse. — Það
stendur í fögru umhverfi og á
sér fyrir góðar leiksýningar, —
eldri og yngri sjónleiki og
óperettur. Til þeirra er vandað
af mestu nákvæmni í öllum út-
búnaði, jafnt 1 leiklist eða söng.
“Staff Tecknician” við Paper
Mill Playhouse er íslendingur
að ætt og uppruna, en eðlilega
amerískur borgari. Hann nýtur
mikilla vinsælda í stöðu sinni.
Það stafar ekki aðeins af fjöl-
hæfni hans og hugkvæmni í öllu
sem lýtur að því að undirbúa
leiksviðið og hafa hönd í bagga
um búninga og gerfi. — Nei, það
er einnig persónan sjálf, með
svo sérstaka prúðmensku og
jafnvægi í skapgerð.
Tökum svo til að ákveðið hafi
verið að næst skuli sýna Gilbert
Sullivan óperuna The Mikado,
og eitthvað um 80 búninga þurfi
að teikna, sníða og sauma í bili;
þá er kallað á Yngva Thorkel-
son. — Hann gengur óðar til
verks. Hann er í og með við inn-
kaup efnis — teiknar, sníður og
segir fyrir verkum. Sama með
hvað annað, sem þarf á sviðið.
Hann smíðar, málar, gerir högg-
myndir, grímur eða gerfi. Sama
með tækni við ljósin á leiksvið-
inu. — Þegar Yngvi er að undir-
búa leiksýningu, er hugurinn
allur og óskiptur þar — og helst
aldrei litið á klukkuna.
Yngvi á líka sína sögu að baki.
Hann er fæddur í Reykjavík, en
alinn upp í Vestmannaeyjum.
Foreldrar hans — bæði dáin —
hótu Þorkell Ólafsson og Jó-
hanna Guðmundsdóttir. — Hann
kom vestur til Seattle á Kyrra-
hafsströndinni, vorið 1926 — þá
eitthvað um tvítugt. — Hafði
dvalið nokkra mánuði í Canada
og byrjað strax á enskunámi. —
Já, fyrst var að vinna fyrir sér
og læra enskuna. Hann vann við
hvað sem gafst og varði öllum
frístundum til skólagöngu. Árið
1928 fékk hann einkakennslu í
framsögn og leiklist, og gekk
síðan í amerískan leikflokk —
The Sandall Players. Fyrsta
hlutverkið á amerísku leiksviði
var í “The Passinng of the Third
Floor Back” — annað í “The
Judge’s Husband”, 1929.
Á þessu tímabili tók Yngvi
þátt í ísl. félagslífinu hér. Hann
undirbjó sjónleiki og lék í þeim
sjálfur. — T. d. “Tengdamamma”
— “Sagt upp vistinni” — “Apa-
kötturinn” o. fl. Einnig “Nýárs-
nótt” í enskri þýðingu, Yngvi
lék Svart, sem vakti hér tals-
verða eftirtekt. Leikur Yngva
og gerfi báru ætíð af því sem
almennt gerðist í “amatör”-leik-
flokk.
Yngvi stundaði nám í fjögur
ár við listaskólann The Cornich
School í Seattle, sem þá var tal-
inn með þeim bestu í Ameríku.
Þaðan útskrifaðist hann í júní
1933 — og var nefndur fjöl-
hæfasti nemandi skólans — “The
most versatile student”. Náms-
styrk — Scholarship — skólans
margt getur fallið í gleymsku á
skemmri tíma. En það er oft sagt
um oss Islendinga, að vér séum
minnugir á söguna, og enn er-
um vér vel minnugir þess, að
vér erum af Norðmönnum
komnir. Vér finnum skyldleika
vorn við norsku þjóðina. Sam-
bandi tveggja persóna er oft
lýst þannig í fornsögunum, að
milli þeirra hafi verið “vinátta
með frændsemi”. Það tvennt
fylgist, svo sem kunnugt er, eigi
ætíð að. Vér skulum vona, að
með þjóðum vorum megi ætíð
haldast slíkt samband: Vinátta
með frændsemi, og minning
Snorra Sturlusonar og starf ætti
að styrkja þau vináttubönd milli
þjóða vorra.
Mbl. 24. júlí.
Fellowship-styrk tvisvar; einnig
hlaut hann þrisvar sinnum og
hwstu einkunn í leiklist árið
1932. Sérstaklega lagði hann fyr-
ir sig alt, sem lýtur að búning-
um, lýsingu og útbúnaði á leik-
sviði. Jafnframt þessu leiklist —
lék í leikflokki skólans öll árin
og ferðaðist með honum árið
eftir að hann útskrifaðist. Q eft-
irfylgjandi hlutverkum fékk
hann lofsamlega blaðadóma —
en hér er nefnt aðeins örfátt af
leikum þeim, sem hannn tók
þátt í:
Caps í leiknum “The Good
Hope” — H. Heijerman, — The
Cardinal í leiknum “The Claws”
— Manuel L. Rivas, — Dr. Rank
í “Doll’s House” — H. Ibsen, —
tvenn hlutverk í “As You Like
It” — Shakespeare, — The
Heroine's Father í “Lady Be-
ware” — E. Shambrough. — “As
You Like It” var undir stjórn
hins nafnkenda Shakespeare-sér
fræðings B. Iden Payne. — Yngvi
fékk mikið hrós fyrir að smíða
skrautgripina handa hirðfólkinu.
Sumarið 1933 bauðst Yngva
staða við Repertory Playhouse
í Seattle. — Þar lék hann hlut-
verk í “Víkingar á Hálogalandi”
— Ibsen, — “Living Corpse” —
Tolstoi — og- fleiri sjónleikjum,
jafnframt því sem hann undir-
bjó sviðið og“búninga. Sérstaka
aðdáun vöktu hertygin sem
hann smíðaði handa konungin-
um Richard III. — Shakespeare,
og brynjan og hjálmurinn handa
Hjördísi í Víkinngarnir. — Með-
mæli hans frá leikstjóra voru
líka sérstök.
Þá bauðst honum að starfa
með Repertory Players Associa-
tion of New York City. Þar bæði
lék hann ýms hlutverk og vann
að undirbúningi sjónleika í hálft
annað ár.
Sumarið 1936 ferðaðist hann
heim og dvaldi um tíma í
Reykjavík.
Veturinn 1936—’37 lék hann í
Theatre Union á Brodway N. Y.
C. — Árin 1937—’38 tók hann
þátt í útvarpsleiknum “Gang-
busters” — national-hook-up. —
Á sumrin var hann með ýmsum
leikflokkum. — Þetta er annað
starfsár hans við Papers Mill
leikhúsið.
Hvort hefir þá allur náms- og
starfsferill Yngva Thorkelsson-
ar runnið áfram tálmanalaust?
Nei, því fer fjarri. En hér er að
ræða um ástundun og einbeittni
fram yfir það, sem almennt
gerist — og þetta farsæla þrek,
að bogna en bresta þó ekki. —
Á veginum hafa orðið alvar-
leg veikindi og alvarlegar
“kreppur”. En það er ánægju-
legra aflestrar, ef sagt er frá
sigrum frekar enn “kreppum” —
og meira í samræmi við allan
hugsunarhátt Yngva og per-
sónu. Og enn mun fagur og far-
sæll þáttur óskráður, að áliti
hinna mörgu aðdáenda hans og
vina.
11. júní 1947.
Jakobína Johnson.
Lesb. Mbl.
íslenzkur listamaður Vestanhafs
Business and Professional Cards
Thule Ship Agency l"«-
11 Hroadway, New York, N.Y.
umboösmenn fyrir
h.f. EIMSKIPAFÉLAG lSLANDS
(The Icelandic Steamship Co. Ltd.)
FLUGFÉLAG ISLANDS
(The Icelandic Airways Ltd.)
Vöru- og farþegaflutningur frá
New York og Halifax til Islands.
H. J. STEFANSSON
Life, Accident and Health
Insurance
Representing
THE GREAT-WEST LIFE
ASSURANCE COMPANY
Winnipeg, Man.
Phone 96)144
RUDY’S PHARMACY
COR. SHERBROOK & ELLICE
We Deliver Anywhere
Phone 34 403
Your Prescriptions called for
and delivered.
A complete line of baby needs.
Dr. S. J. Jóhannesson
SUITE 7 VINBORG APTS.
594 Agnes St.
ViCtalstlmi 3—5 eftir hádegl
DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDINQ Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230
Talsími 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfrœöingur í augnd, eyma, nef og kverka sjúkdómtim. 215 Medical Arts Bldg. Stofutími: 2.00 til 5.00 e. h. Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 526 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment
DR. ROBERT BLACK Bérfrœöingur i augna, eyma, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 93 851 Heimaslmi 403 794 Drs. H. R. and H. W. TWEED Tanniæknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 96 952 WINNIPEG
EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. Islenzkur lyfsali Fólk getur pantaö me8ul og annað me8 póstl. Fljót afgrei8sla.
A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur líkkistur og annast um út- farir. AJlur útbúnaSur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnlsvarSa og legsteina. Skrifstofu talslmi 27 324 Heimllis talslmi 26 444 Dr. Charles R. Oke Tannlœknir For Appointments Phone 94 908 Office Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING 283 PORTAGE AVE, Winnipeg, Man.
Geo. R. Waldren, M. D. Physician and Surgeon Cavalier, N. D. Office Phone 95. House 108. SARGENT TAXI • PHONE 34 555 For Quick Reliable Service
PRiNCtrr J. J. SWANSON & CO.
MESSENGER SERVICE LIMITED
ViS flytjum kistur og töskur. 308 AVENUE BLDG WPG.
húsgögn úr smærri IbúSum, Fasteignasalar. Leigja húa Ot-
og húsmuni af öllu tæi. vega peningalán og eldsábyrgö.
58 ALBERT ST. — WINNIPEG bifreiðaábyrgS, o. s. frv.
Slmi 25 888 PHONE 97 638
C. A. Johnson, Mgr.
TELEPHONE 94 358 Andrews, Andrews,
H. J. PALMASON Thorvaldson and
and Company Eggertson
Chartered Accountants Lögfrœöbigar
209BANK OF NOVA SCOTIA BG.
1101 McARTHUR BUILDING Portage og Garry St.
Winnipeg, Canada Siml 98 291
Phone 49 469 Radio Service Specialiste ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Ecjuipment System. 130 OSBORNE ST„ WINNIPEG GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 60 VICTORIA ST., WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreclated
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SÍMI 95 227 Wholesaie Distributors of FRESH AND FROZEN FISH C A N A D 1 A N FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Direotor Wholesale Distributors of Frish and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917
Manitoba Fisheries
WINNIPEG, MAN.
T. Bercovttch, framkv.stf.
Verzla í heildsölu meC nýjan og
írosinn fisk.
303 OWENA STREET
Skrifst.slmi 25 355 Heima 65 462
Hhagborg tj
fuel co. n
Dial 21 331 £F1{) 21 331