Lögberg - 18.09.1947, Side 2

Lögberg - 18.09.1947, Side 2
2 LöGBERG, FIMTUDAGINN 18. SEPTEMBER, 1947 íslenzkir sálmar á ensku máli í Gamla Testamentinu er sagt frá því, að ónotalegur andi kom yfir Sál konung og þjáði hann nokkuð. Var þá fenginn hinn ungi Davíð til að flytja konunginum fagra hljóma með hörpu sinni, og leið Sál þá mikið betur. Á síðasta kirkjuþingi voru, var eins og sumum bræðr- um vorum liði eitthvað illa þeg ar talað var um að snúa íslenzk- um sálmum á enskt mál. — Mér virðist að þetta sé nokkur hluti af þeirri andúð sem til er meðal Vestur-Islendinga að snúa nokkrum íslenzkum Ijóðum á enskt mál eða nokkurt annað mál. Eg hefi séð það staðhæft í vestur-íslenzku blaði, að ís- lenzk ljóð ætti alls ekki að þýða á nokkurt annað mál, því það væri ekki unt nema með því að skemma þau. Ef þetta skyldi vera rétt, eru þá ekki allar þýðingar skaðleg- ar? Ætti ekki að banna þær all- ar? Hvar væri þá Biblía vor, sem fyrir þýðingar, er auðlesin fólki margra þjóða á fleiri hundruð tungumálum? Næst henni kemur, ef til vill Pílgríms Progress, í íslenzkri þýðingu, Pílagrímsförin. Hugsum oss, að Jesús Kristur hefði sagt við lærisveina sína, að þeir mættu ekki þýða neitt af dæmisögum sínum né öðrum orðum á önnur tungumál. Þau orð yrðu öll að geymast óskemd, óbrjáluð á aramiska tungumálinu, sem þá var talað í Gyðningalandi. Þér sjáið það hvergi og hafið aldrei heyrt þess getið, að hann hafi nokkumtíma, með einu einasta orði, int í þá átt, að ekki mætti þýða orð hans á aðrar tungur, enda voru þau orð fljótt þýdd á önnur tungumál. Heimildar- ritin um kristindóminn, guðs- spjöllin, eru á annari tungu en aramísku. Til er sögn um það, að Mattheus hafi fyrst samið guðspjall sitt á hebresku, en það er fyrir löngu glatað, ef það hefir nokkurntíma verið til, en guðspjall hans ásamt öllum hin- um bókum Nýja Testamentisins höfum vér á hinu gríska tungu- máli. Þar eru hin guðdómlegu orð Frelsarans þýdd á grísku. Já, segir einhver, þetta var alt gott og blessað í óbundnu máli; en alt öðru máli að gegna með ljóð. Við skulum nú sjá. íslend- ingum þykir mikið varið í sálma sína, frumsamda með þjóð vorri. Margir staðhæfa, að engin önn- ur þjóð eigi eins dýrðlega sálma eins og vér. Eg fór að líta yfir sálmabækurnar vorar: sálmabók íslands og sálmabók Kirkjufé- lags vors. í hinni fyrri fann ég, af 650 sálmum, 234 þýdda, og í Kirkjufélagssálmabókinni, af 372 sálmum, 123 þýdda. — Það lítur svo svo út, að sálmabæk- ur vorar væru all-mikið fátækari ef þar væru engir þýddir sálm- ar, og ennfremur, að þjóðkirkja íslands og hið vestur-íslenzka Kirkjufélag vort hafi ekki haft neitt á móti þýddum sálmum. Ef til vill hefir enginn Vestur íslendingur verið íslenzkari en séra Jón Bjamason; samt fékk hann Jón heitinn Runólfsson til að þýða suma fegurstu sálmana ensku á íslenzkt mál. Réttmæti góðra sálmaþýðinga á íslenzkt mál er því tvímæla- laust viðurkent af kirkju Islend inga bæði heima á ættjörðinni og í Vesturheimi. Er þá nokkr- um manni unt að hafa á móti því að nákvæmlega hið sama gildi með þýðingar íslenzkra sálma á önnur tungumáli. — Að spyrja er að svara. Með þessu er á engan hátt sagt, að vér íslendingar í Vest- urheimi höfum þau skilyrði, sem nauðsynleg eru til þess að vinna það verk að snúa íslenzkum sálmum á ensku. Til athugunar því eru nokkur atriði sem liggja til grundvallar réttum skilningi á því máli. Enginn hörgull er á mönnum hér vestra sem fara prýðisvel með bæði tungumálin, íslenzku og ensku; en með því eru ekki allar ráðgátur leystar. Ekki verður sagt, að það sé mik- ið að vöxtum, sem þýtt hefir verið af Vestur-íslendingum úr íslenzku á ensku. Nokkur íslenzk ljóð hafa verið færð í enskan búning, og sumt af því verki hef ir verið unnið afbragðs vel; en hér erum vér aðeins að athuga sálma. Fyrst er þá að gjöra sér grein fyrir eðli og einkennum sálma. Hvað er sálmur? Engin tilraun skal hér gjörð til að skýra það með löngu máli. Lík- legast verður svar mitt . mjög hversdagslegt. Eg gjöri greinar- mun á ljóði og sálmi, eða ég segi: sálmur er sérstakur flokkur ljóða. I sem allra fæstum orðum: sálmur er tvennt: söngljóð og guði-vígt ljóð. Hann er samtal við Guð. Þar kemur fram þakk- læti, lofgjörð, tilbeiðsla, löngun til Guðs. Að sumu leyti lýtúr sálmurinn vanalegu ljóðforms- lögmáli, en tilgangurinn er sérstæður, sá, að nálgast Guð. Heilagur einfaldleiki fer sálmi vel. Iburðarmikið skraut, sem gæti farið vel í annari tegund Ijóða, á ekki heima í sálmi. Hinu má heldur ekki gleyma, að sálm ur er ætlaður til söngs. Það verð ur að vera samræmi lags og orða, “music married to immortal verse”, eins og enskur snilling- ur segir. Lagið verður að hjálpa orðunum til að syngjast inn í hug og hjarta. Oft hefir lag bjargað sálmi frá gleymsku. Og sálmarnir í sálmabókunum er ekki einungis ætlaðir einstakl- ingum, heldur einnig söfnuðun- um. Safnaðar-söngur er það að- altakmarkið. Best væri einnig, að sem flestir sálmar í sálma- bókum vorum væru ekki lengri en það, að það mætti nokkurn- veginn syngja þá alla. — Það er slitið samhengið þegar prestar, í hálf partinn vandræðum, hlaupa yfir nokkur vers og biðja söfnuðinn að syngja seinasta versið. Ekki nema alveg sérstak ar ástæður réttlæta það að hafa sálma i sálmabókum vorum með 15—20 versum. Þegar því að talað er um að þýða íslenzka sálma á enskt mál, verður tak- markið það að skapa enskan sálm, sem söfnuðir vilja syngja og syngja sér til ánægju og sál- arheilla. Hver er því verki vaxinn? — Enginn nema skáld, og ég vildi segja, ekki eru líkindi til að nokkur annar en kristinn mað- ur, sem er skáld, geti orkt eða þýtt kristinn sálm. Að vísu eru sum skáld gædd þeirri gáfu að geta skapað og skilið margvís- legt hugarástand og vil ég ekki loka neinum dyrum þar; enn- fremur er það tilfellið, að marg- ir sálmar vorir nefna ekki Krist sérstaklega en falla samt í faðm guðdómsins. Hvernig fer þá skáldið að sem á að þýða sálm? Hann verður innblásinn af anda og efni sálmsins, og skap- ar svo nýtt listaverk á nýja mál- inu. Nokkum veginn allir íslend ingar mundu segja, að stærsta atriðið í þessu verki væri það að þýða nákvæmlega rétt allt efni frumsálmsins; en ég tel mest um það vert að skapa góð- an sálm á nýja málinu. Segjum að nú sé verið,að syngja í enskri kirkju einn af þessum þýddu sálmum, hvað gjörir það þeim sem syngur til, hvort hann hef- ir verið rétt þýddur af frum- málinu. Alt sem hann hugsar um er það sálargagn sem hann finnur þar og sú blessun sem streymir til hans frá þeim dá- samlegu, kristilegu orðum, sem hann er að syngja. Eitt dæmi af þessu kemur mér í hug. I bók- inni sem við nú köllum gömlu sálmabókina, þá frá íslenzku þjóðkirkjunni, er sálmur einn, sem er þýðing af enska sálmin- um, “Jesus lover of my soul”. Upphaf hans er þetta: “Sanni vinur sálar minnar”. Hann er í öðrum bragarhætti en frumsálm urinn, og er að minsta kosti ekki nákvæm þýðing hans. En þessi íslenzki sálmur er aðdáanlegur, eins og hann hefði verið frum- orktur á íslenzku, gallalaust trúarljóð, mundi ég segja. Fyrir einhverja sérvizku, mér liggur við að segja athugunarskort prestanna fyrir sálmabók vora, komst hann ekki inn í hana. — Eru þá nokkrir meðal vor til að vinna verk þetta? I því sam- bandi vil ég, að þessu sinni, eng- in nöfn nefna. Lítilsháttar hafa íslendingar gjört tilraun í þá átt. Það hefir líklega verið um meiri framkvæmdir að ræða í þessu efni meðal manna, sem ekki eru íslenzkir. Svo má vera að ís- lendingar vilji ekki láta snúa sálmum sínum á enskt mál, og ekki vil ég angra nokkurn með því að leitast við að telja hann af þeirri skoðun. Eg vildi aðeins skýra málið svo, að það yrði rétt skilið. Eg trúi lítið á hraðpressu aðferðir í sannfæringarmálum. Við ættum að geta talað saman í bróðerni þó við séum sinn á hverri skoðun. Hvernig það atvikaðist, að ég fór að blása svolitlum yl í þá hugmynd, að það gæti verið til góðs að þýða á ensku nokkra vora fegurstu íslenzku sálma, hefi ég áður sagt. Þegar ég rit- aði um síðasta þing United Lut- heran Church, sem haldið var í borginni Cleveland í síðastliðn- um októbermánuði. Mér þykir stórlega fyrir, að þurfa að endur taka nokkuð af þvr hér sem ég þá sagði, en get þó ekki með öllu varist því. Áður en ég fór á þingið fékk ég prentaða skýrslu frá nefnd- inni„ sem hafði það verk með höndum að undirbúa nýja út- gáfu af Common Service Book, sem er sálmabók og helgisiðabók kirkjufélagsins, sem vér tilheyr- um, United Lutheran Church in America. Henni var einnig falið það verk að hjálpa, með öðrum lúterskum kirkjufélögum, að undirbúa sameiginlega sálmabók fyrir alla þá lúterska menn í Ameríku sem þá bók vildu nota. Mér féll skýrslan einstak- lega vel í geð, fanst hugmyndir nefndarinnar um sálmaval og sálmanotkun heilbrigðar og fal- legar. Eg sá þar, að Danir og Svíar, og líklega Norðmenn voru með í þessari hreyfingu. Mér fanst hugmyndin fögur, fanst hún benda í samkomulagsátt meðal bræðra, sem allir ættu að vinna saman. En aumingja litla íslenzka kirkjufélagið, átti það nokkum kost á að vera þar með? Enginn hafði beðið íslendinga um neitt innlegg í þessa sameig- inlegu bók, eða áttum vér ekk- ert í sálmaforða vorum sem verðskuldaði að eignast þar húsaskjól með sálmaauðæfum annara lúterskra þjóða. Niður- staðan hjá mér varð sú að mig langaði til að þjóð vor fengi þar einhverja viðurkenningu, og að vér fengjum þar eitthvert tæki- færi til að vitna, í sálmbúnu orði, um Jesúm Krist, Frelsara vorn. Við fjórir íslenzku erindrekarn- ir vorum sammála um þetta og þess fýsandi, að láta þetta verða meira en orðin tóm. Eg talaði við formann sálmabókanefndarinn- ar meðan á þinginu stóð og hann sagðist fúslega taka á móti til athugunar, þeim sálmaþýð- ingum og lögum sem við vildum senda honum. Séra Guttormur Guttormsson varð fyrstur til að senda honum nokkrar sálmaþýð ingar. Seinna sendum við í við- bót nokkuð frá /Winnipeg. Við fengum ágæt bréf og góðar um- sagnir um suma sálmana frá Dr. Reed, formanni nefndarinn- ar, í Philadelphíu. Frá þessari hreyfingu var skýrt á fundi framkvæmdarnefndar Kirkjufé lagsins seint að vetrinum, og var nefndin hvetjandi í þessu máli. Svo var skýrt frá þessu á síðasta kirkjuþingi og lítið við það gjört annað en helst að hall- mæla því, en samt var kosin nefnd til að halda því áfram. Næðingurinn sem komst inn á kirkjuþingið, kemur aftur fram í hinni skrautlegu og að mörgu leyti skemtilegu ritgjörð hr. Jóns J. Bildfells, í Lögbergi fyrir skömmu, og vil ég nú at- huga þær aðfinnslur að nokkru. Þar er talað um forgangs- menn þessa máls og sagt um þá, að þeir hafi verið “að reyna að troða” 6 íslenzkum sálmum í “stóru sálmabókina”. Með “stóru sálmabókinni” er átt við þessa tilraun að láta Lútersku kirkj- una í Ameríku eignast sameigin- lega enska sálmabók. Ekki er þetta alveg rétt hjá Mr. Bildfell. Eftir því sem ég bezt veit, er ekki flugufótur fyrir því, að nokkur maður hafi verið að troða nokkrum íslenzkum sálmi þessa bók. Það voru ekki nema tveir menn sem nokkuð fengust við það að senda U.L.C.-nefnd- inni enskar þýðingar af íslenzk- um sálmum, séra Guttormur Guttormsson og sá sem þessar línur ritar. Ekki hygg ég, að nokkur maður, sem þekkir séra Guttorm, hugsi hann sekan um þessháttar starfsaðferð. Hvað fólk hugsar um mig veit ég ekki, en hitt veit ég að þessi ummæli eru ekki rétt. Við báðir lögðum það algjörlega þrýsting arlaust í hendur Dr. Reeds og meðnefndarmanna hans, hvað þeir gjörðu við það, þá sálma, sem við sendum þeim. I bréfi, sem ég fékk frá Dr. Reed, gat hann þess, að sumir þjóðflokk- arnir væru að breita nokkuð sterkum áhrifum til þess að fá sálma sína samþykkta. Eg svar- aði honum um hæl því, að frá okkur væri um ekkert slíkt að ræða. Eg hygg, að við séra Guttormur séum svo algjörlega saklausir af því að vera að troða nokkru í bókina, að við höfum ekki einu sinni gefið nokkrum sálminum meðmæli. Við létum nefndina með öllu frjálsa að því að velja eða hafna. Svo kemur orðatiltækið, “stóra sálmabókin”. Það sem í rit- gjörðinni er nefnt þessu nafni er, frá mínu sjónarmiði lofsverð hugmynd, tilraun til kærleiks- ríkrar samvinnu meðal trú- bræðra. Eitt félagið sem að þess ari hugmynd vinnur er United Lutheran Church in America, félagasambandið sem vér sjálf- ir tilheyrum. Þar erum vér meðlimir, þar eigum vér heima. Er það ekki ofurlítið kuldalegt að nefna þessa fögru tilraun “stóru bókina”. Með því orði sýnist þessi viðleitni vera flutt svo undur langt í burtu. f>á eygi ég þetta merjandi orð, að “limlesta”. Mr. Bildfell finst það óskaplegt, að ekki komist nema 2 vers úr ”Alt er sem blómstrið eina” inn í “þessa nýju stóru sálmabók”. Það kall- ar hann að limlesta sálminn. — Það eru nú 48 ár síðan ég vígðist til prests. Þó ég hafi ekki altaf haft söfnuð og verið fasta prest- ur, hefi ég þjónað all-mörgum útförum. I eitt einasta sinn, í þessi 48 ár, var allur sálmurinn þessi sunginn við gröf, þar sem ég var að jarðsyngja. Nú á seinni árum hefi ég oftast látið -syngja tvö vers: fyrsta og tíunda. Þá hefi ég verið að limlesta sálminn. Það er nú ef til vill skiljanlegt með mig; en hið ein- kennilega er, að svipað mun vera ástatt með alla aðra íslenzka presta bæði í Vesturheimi og á Islandi, nema þar sem prestar eru algjörlega hættir að nota sálminn. Eftir þessu er öll ís- lenzka þjóðin að limlesta sálm- inn. Og ekki nóg með það, svona er farið með fleiri sálma og það jafnvel passíusálmana sjálfa. 1 sálmabók kirkjufélags vors — 1938 — er skrá yfir 37 “vers eða sálmaparta, úr Passíusálm- unum, er áður hafa staðið í sálmabókum vorum”, þ. e. segja sálmabókum íslenzku kirkjunn- ar. I engu tilfelli er þar um heil an sálm að ræða. Úr 11. passíu- sálminum eru t. d. tekin tvö vers: Sigurdson Piano Pecital Wins Wide Acclaim Snjolaug Sigurdson, pianist, offered refreshing and un- hackneyed performances at her recital Wednesday night in First Lutheran Church. — The Icelandic Canadian Scholarship fund which had providöd her with a $1,250 scholarship last year, sponsored the concert. Miss Sigurdson will leave Saturday to start her third year study with the eminent pianist— Ernest Hutcheson in New York. Miss Sigurdson has exhibited considerable talent in her pre- vious recitals in Winnipeg. Upon this occasion she revealed that this talent has been further developed and matured in the meantime and that, with the continuance of this process, much can be expected from this artist within the next few years. Her technical facility met most of the demands of the program, and she employed vigor and momentum with general discretion, achieving notable sonority in her climaxes without sacrificing the music- ality of her tone or the pre- vailing clarity of her playing. The first movement of the Bee thoven Sonata, Op. 110, might have profited by a more lyric treatment but the the playing told of temperament and revealed much, if not all, of the sonata’s eloquence. The final The Brahms’ Rhapsody Op. tual feeling, with much of the triumphal majesty of the closing pages conveyed with ease. The Brahm’s Rhapsody Op. 79, No. 1, which followed in a Brahms group, had a sensitive performance, with distorted rhythms, but was set forth with technical bravura. Memorable playing came in the Intermezzo, Op. 116, No. 6, where an in- creased warmth and depth of tone in mezzo-forte and piano passages was notably impressive The Capriccio, Op. 116, No. 7, brought further delight and Miss Sigudrson’s sympathy to- ward these particular pieces is so evident as to discourage argument. Hindemith’s sonatas are being heard more frequently of late and Miss Sigurdson offered the second sonata at her recital. Of its three movements, this reviewer found the second the most arresting and rewarding although the third, suggesting detached contemplation, and the fourth—a rondo—were not without interest. Jeux d’Eau, by Ravel, proved a highlight of the program. We were shown a new way of realizing the sparkling play of water. Here was none of the usual display of virtuosity but a luminous picture of the myriad lights and shadows in Ravels impression of a fountain, with control of dynamics a primary feature. Chopin’s Scherzo in B flat minor, added final colorful touch to the recital. It was played at a more rapid tempo than is orthodox, perhaps, but well sustained, and played with fire and dramatic feeling and ar- resting contrast between the serene, and contemplative pass- ages and the almost violent sequences making of it not only a duet but a demonstration quite unconsciously of a “split-per- sonality” composition, and in doing so at times, achieving or- chestral grandeur of tone. A large audience acclaimed Miss Sigurdson with fervent applause and she was presented with a beautiful floral tribute. S.R.M. Winnipeg Tribune, sept. llth. “Krossferli að fylgja þínum” og “I veraldar vonsku solli”. Þrjú vers úr 25. sálminum hafa mjög víða verið notuð sem sérstakur sálmur til að syngja um leið og lík hefir verið borið út úr kirkju. Úr 44. sálminum út af 7. orði Krists á krossinum, hafa verið skapaðir tveir sjálf- stæðir sálmar: “Láttu Guðs hönd þig leiða hér”, og “Hönd- in þín, Drottinn hlífi mér”, ann ar með þremur, hinn með fjór- um versum. I þrettán tilfellum er aðeins eitt vers tekið úr sálmi. Þetta hefir þjóðkirkja Islands gjört við passíusálm- ana. Er nokkurt viðlit að segja, að með þessu sé verið að limlesta sálmana? Kannast má vel við það, að tvö vers úr sálminum, “Allt eins og blómstrið eina” gefur ekki hugmynd um hvernig all- ur sálmurinn er, engu að síður er sálmurinn óskaddaður í sálmabókum vorum, og enn- fremur er það sannleikur, að eitt sálmavers getur unnið mörgu fólki dýrmætt sálargagn. Það hafa verið til menn sem lærðu ljóð með því að sjá það einu sinni. Það> var tilfellið með Mecardy lávarð. Eg þekki einn Islending, Pál Reykdal, sem í ungdæmi sínu kunni utanbókar sumar íslenzku ljóðabækurnar, spjaldanna á milli, en þetta er ekki almennt. Vér kunnum ef til vill eitt vers úr sálmi, eða eitt vers úr kapitula í Biblíunni, og þessi einstöku vers koma aft- ur og aftur í hugann og færa oss styrk af og blessun. Hvað lítið brot úr íslenzkum sálmi, hvort heldur það væri á islenzku eða einhverju öðru tungumáli, sem vísaði einhverjum veg til Guðs og gæfu, til andlegrar og eilífð- ar blessunar, væri ég af öllu hjarta þakklátur fyrir. Dýrðlegustu íslenzku sálmarn ir eru ekki skurðgoð til að dýrka heldur andlegur lífs- straumur til þess að gefa sem flestum. Frá móti sunnudagaskólakenn ara vorra, sem haldið var í Sunrise Camp í sumar, kom umkvörtun, að ekki væri nóg af auðveldum sálmum við hæfi smábarna í ensku sunnudaga- skólabókinni, sem United Lut- heran Church hefir gefið út. — Menn söknuðu indælu, auð- veldu, íslenzku barnasálmanna, sem vér notuðum hér áður. Væri það ekki æskilegt, ef þess er nokkur kostur, að færa þau ljóð í fagran enskan búning? Eru ekki einhverjir ungir Vestur- íslendingar, sem eru því vaxnir, bæði að heila og hjarta, að yrkja þau ljóð að nýju til, á þróttmiklu, hjartnæmu ensku máli. Um það sem hefir verið fram- kvæmt meðal vor, ætla ég ekki að þessu sinni að ræða. Það er mjög lítið, sem Vestur-íslend- ingar hafa gjört á þessu sviði, en þó sumt vel. Eg vil mælast til, að vér allir hugsum um þetta og þeir leggi lið sem til þess hafa andann og máttinn. Vel færi á því, að ’ sungnar væru við hinar ensku guðsþjón ustur vorar, enskar þýðingar af íslenzkum sálmum, þær sem nú eru til, og þær sem smátt og smátt komast í framkvæmd. Vel getur verið að tök séu á því að finna alíslenzk sálmalög, sem unt væri að koma á fram- færi bæði við íslenzka og enska texta. Ekkert er á móti því, að vér hugsum til að eignast ofurlítið safn af sálmum á ensku máli, sem fengnir hafa verið úr hinni dýrmætu gullnámu íslenzkrar sálmagjörðar, með sem flestum alíslenzkum lögum. Þetta væri svo prentað og notað á þann hátt sem best gegndi. Rúnólfur Marieinsson.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.