Lögberg


Lögberg - 18.09.1947, Qupperneq 5

Lögberg - 18.09.1947, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. SEPTEMBER, 1947 5 /UHJe4AUL rVENN/4 \ ^ \ / Ritstjári: INGIBJÖRG JÓNSSON List-ullarvinnan hennar ömmu Manstu eftir litlu telpunni, sem þú þektir fyrir löngu síðan, hve hún undi sér vel hjá ömmu sinni, þegar amma var að vinna úr ullinni sinni? — Ef til vill varst þú þessi litla telpa. — Stundum lofaði amma henni að hjálpa til að tæta ullina en kembdi sjálf og eftir lítinn tíma var kominn stór hlaði af snjóhvítum, dúnléttum kemb- um, þá tók amma rokkinn sinn og spann og spann og suðan í rokknum lék litlu telpunni svo undur þægilega í eyrum, ekki síst ef amma raul- aði um leið vísur eða fór með þulur fyrir hana. En skemtileg- ast þótti henni þegar amma tók prjónana sína, því þá sagði hún henni oft sögur, sem hún hlust- aði á, eins og hún væri heilluð. Ef að amma þagnaði augnablik til þess að telja lykkjur, þá beið telpan óþolinmóð — “og so, og so?” sagði hún, jafnvel þótt hún hefði heyrt söguna margoft áð- ur og vissi upp á hár, hvernig hún myndi enda. Ekki var held ur lítill fögnuðurinn þegar amma svo gaf henni mjúku, rós- óttu vettlingana, litfögru ilepp- ana eða hlýju sokkana; henni leið svo dæmalaust vel í þessu, ekki síst vegna þess að amma hafði sjálf búið þetta til; það var mjúkt og hlýtt eins og vangi ömmu. Hver okkar á ekki einhvérjar minningar líkar þessum? Marg- ar í slenzkar landnámskonur fluttu með sér kambana og rakkana sína að heiman; þær bjuggust við að tóvinna þeirra yrði liði í hinu nýja landi engu síður en í föðurlandi þeirra, enda mún margur hafa blessað hinu hlýja íslenzka ull- arfatnað, þegar hann komst í tæri við frosthörkur Canadiska vetrarins. Og hver man ekki eftir hinu hlýlega og rósama andrúmslofti er ríkti í kringum gömlu konur- nar, þegar þær voru seztar við rokkinn sinn eða tóku sér prjón- ana í hönd? þá var eins og leið- indi, áhyggjur og sorgir leystust upp og hyrfu um stund; þarna voru þær í sátt við umhverfið og lífið. — Þessa vinnu höfðu formæður þeirra stundað í þús- und ár. Úr ullinni, þessu eina hráefni landsins, höfðu þær prjónað og ofið klæðnað þjóðar- innar í margar aldir. Þær höfðu líka fengið útrás fyrir listhneigð sína með því að vinna allskon- ar listmuni úr ullinni. Þær sóttu jurtir úr ríki náttúrunnar og lærðu “línharðan lagð lita á margan hátt” og prjónuðu, saumuðu eða ófu margskonar skrautmuni fyrir heimili sitt og fólk. Þessi listiðn hafði veitt þeim ósegjanlegan unað í myrkri fátæktar og tilbreyting- arleysis margra alda. Já, ullar- vinnan var íslenzkum konum í blóð borin, og Dýrt við skyldum meta það, er móðir okkar spann. , Muna töfradúkinn, er þreytt hún okkur vann. Nú hefir þessi heimilisiðnað- ur þokað fyrir vélaframleiðsl- unni. Kambarnir, sem amma flutti með sér, eru týndir eða liggja rykugir upp á hillu; rokk urinn er brotinn eða kominn upp á hanabjálkaloft. Listullar- iðnaður íslenzkra kvenna fell- ur smám saman í gleymsku sé ekkert viðnám veitt. Nú munu sumir mæla að slíkt hafi ekkert að þýða; vélarnar framleiði alt. En vélarnar fram- leiða ekki alt; þær skapa ekki ljóð skáldsins; þær mála ekki myndir listmálarans; þær semja ekki lag tónsmiðsins og þær framleiða ekki heldur muni eins og þá er listrænn hugur og hagar kvennahendur hafa skap að úr ullarefninu. Hinn forni, íslenzki listullariðnaður má ekki falla í gleymsku fremur en annar menningararfur þjóðar- innar. — Fröken Halldóra Bjarnadótt- ir, sem Vestur-íslendingum er að góðu kunn, síðan hún ferðað- ist um íslenzku byggðirnar vest an hafs, hefir manna mest bar- ist fyrir því á Islandi að vekja áhuga fólks fyrir því að varð- veita þennan stórmerka menn- ingararf íslenzkra kvenna frá glötun. Tóvinnu- og vefnaðar- skóli hefir nú verið stofnaður á Svalbarði við Eyjafjörð og hef- ir hún umsjón með skólanum og útvegi. Frk. Halldóra hefir jafnan borið hlýjan velvildar- hug í garð Vestur-íslendinga og hefir þráfaldlega sýnt það í orð- um og gjörðum og nú síðast með námstilboði, sem birtist í síðustu blöðum, þar sem einnri vestur- íslenzkri stúlku er boðið til náms við skólann á Svaíbarði í vetur. Nám, vist og allur kostn aður er greiddur af skólanum, en fargjald heim og til baka verð ur nemandi að greiða. Tóvinnuskólinn á Svalbarði mun vera eini skólinn á land- inu sem kennir íslenzkan iðnað og að vinna úr íslenzku efni. Hér fer á eftir grein er frk. Halldóra skrifaði um skólann í síðasta hefti ársritsins Hlín. Tóvinnu- og vefnaðarskólinn á Svalbarði við Eyjafjörð Sá stutti tími, sem skólinn starfaði s. 1. vetur, — frá því í jan. þar til í apríl, — færði mér heim sanninn um það, sem mér hefir jafnan verið ljóst, að ung- ar, stúlkur una sér vel við ullar- vinnu. — Enda væri það næsta einkennilegt fyrirbrigði, ef þessi vinna, sem formæður okkar hafa stundað með prýði í þúsund ár og unnað sem lífinu í brjósti sér, væri okkur, afkomendum þeirra, ekki svo í blóð borin, að hún hlyti einnig að hæfa nútíma konum, ef þær ættu hennar kost. — Meðferð hinnar hárfínu ullar með öllum hinum nýju lit- brigðum, hlýtur að vekja og glæða listasmekk hvers manns, og raun ber vitni um, hve margt fagurt og nytsamlegt má úr blessaðri ullinni gera. Það sýndi fádæma óræktar- semi við hinn stórmerka menn- ingararf íslenzkra kvenna, ef við virtum að vettugi þúsund ára list þeirra í ullarmeðferð. í daglegri önn sveitalífsins, eins og þá birtist nú, er ekki tími til að stunda listtóskap. — Ullin er send í verksmiðjur, oft ast óofanaftekin, og þar unnin í plögg og nærföt, sem heimilin eru enn að reyna að viðhalda. Fataefni flest keypt í verksmiðj unni í skiftum fyrir ull. — Hin fínni ullarvinna týnist smám saman og hverfur með miðaldra fólkinu og því eldra, ef ekkert er aðgert. Eigum við að láta hinn merka menningararf glatast? — Nei, það þá með engu móti verða. Látum ekki útlendingana vera eina um að dást að íslenzku list ullar-vinnu íslenzkra kvenna. — Hvar sem íslenzk ullarvinna hef ir verið til sýnis erlendis, hefir hún hlotið hina mestu aðdáun. Enda er það sannast að segja, að hún ber stórum af ullariðn- aði nágrannaþjóða okkar. Þó þessi vandaða ullarvinna verði ekki almenn, meðan svo standa sakir, að fólkinu fækkar stöðugt i sveitum landsins og mikil atvinna er allstaðar í boði, þá má okkur ekki henda það að láta hana týnast, en jafnan sjá um að nokkrir kunni þar skil á af hinni yngri kynslóð. — Og spá mín er sú, að þess verði ekki langt að bíða, að kvennaskólar landsins taki ullarvinnu upp á stefnuskrá sína. — Hví skyldu þeir líka ekki gera það, en halda hátt á lofti útlendum hannyrð- um, sem taka feikna tíma, bæði í skólunum og utan þeirra hjá þjóðinni, að maður nú ekki tali um kostnaðinn, en líti ekki við þeirri list, sem er rétt við bæjar- vegginn hjá þeim, er rámmís- lenzk og efnið nær það eina, sem við eigum og getum lagt til — og sem' við þurfum líka að ’gera arðbætt fyrir þjóðarbúið. Tóvinnuskólinn á Svalbarði fann náð fyrir augum Nýbygg- ingarráðs og háttvirts Alþingis, sem skildi, hve mikils virði það var að viðhalda þessari þjóðlegu list, svo henni er, sem stendur, tryggð tilvera og framþróun með Guðs og góðra manna aðstoð. Tóvinnuskólinn var svo hepp- inn að njóta starfskrafta ágætra kvenna við skólann. — Tókona Fyrir 60 árum lók ferðin til Winnipteg margar vikur, en 18 klsi. nú. — Viðial við frú Odd- nýju Johnson I dag fara héðan tveir Vestur- Islendingar, er dvalið hafa hér síðan 15. júní. Það eru þær mæðg urnar frú Oddý og Lára Johnson fráWinnipeg í Manitoba. — Frú Oddný fluttist vestur um haf 1888, þá 23 ára og hefir aldrei komið til Islands síðan, fyrr en nú, eða samtals í 60 ár. Tíminn átti viðtal við frú Oddnýju í gær að heimili tengdasonar hennar, Ragnars Ólafssonar lögfræðings. Hún er fædd að Lundum í Stafholts- tungum 19. júlí 1865. Foreldrar hennar voru hjónin Ásgeir Finn bogason og Ragnhildur Ólafs- dót^ir. Erfiðleikar landnámsáranna Frú Oddný giftist skömmu eftir að hún kom vestur, Hinriki Johnson. Hann var einnig fædd ur hér heima ef fluttist vestur á unga aldri. Hann var fæddur í Önundarfirði árið 1855. Reistu þau hjón fyrst bú í Lundar- byggðinni en fluttu sig seinna lengra vestur, eða 200 mílur vestur af Winnipeg og reistu sér þar bú á ónumdu landi. — Þar bjuggu þau samfleytt í 40 ár eða þangað til að maður frú Oddnýjar andaðist á síðastliðnu ári. Þá fluttist hún til Winnipeg. Frú Oddný kvað einna mestu erfiðleika fyrstu landnámsár- anna hafa verið þá að geta staðið í skilum, því að allt varð að reisa upp frá grunni. All- margir íslendingar höfðu fengið land hjá stjórninni á sömu slóð- um og þau hjónin og urðu þeir að greiða 10 dollara fyrir landið. Var svæði það sem land þetta var á, skammt frá, þar sem nú er íslendingabyggðin Baldur Heitir það svæði Pipestonehér- að. — Er Islendingar komu á þessar slóðir var þar algerlega ónumið land. Var það síður en svo nokkuð glæsilegt og langt frá því að vera eins og stjórnar- völdin höfðu sagt að það væri. Meðal annars var land þetta mjög grýtt. Áður en langur tími leið, fór líka svo, að flestir land- anna undu þar ekki hag sínum og hurfu þaðan flestir nema Oddný og maður hennar. Fyrstu byggingarnar Á þessu svæði var erfitt um trjávið, þar sem landið var að mestu trjálaust sléttlendi. Tóku gaf kost á sér úr Þingeyjar- þingi, frá heimili, sem jafnan hefir viðhaldið vandaðri ullar- iðju og skilur gildi hennar. — Og ráðskona og forstöðukona valdist einnig sérstaklega vel, Rannveig H. Líndal, öllum að góðu kunn. —' Undirrituð hafði umsjón með skólanum og út- vegi. Það sem kennt var: Allskonar meðferð ullarinnar frá því fyrsta og notkun hennar á ýmsa vegu, þelið, togið og hærurnar. — Það var hært kembt og spunnið, prjónað, heklað og ofið úr því, sem spunnið var. — Einnig þjóðlegar hannyrðir úr og í ís- lenzkt efni. Nemendur voru úr öllum sýsl um Norðlendingafjórðungs, og stunduðu þær námið með af- brigðum vel og voru ágætlega heimilisræknar. — Er það von mín, að þær hafi kennslunnar nokkur not, þó stuttur væri tíminn. Að athuguðu máli starfar skól inn nú allan komandi vetur og byrjar um veturnætur. Heima- vist er í skólanum, og verður fæðiskostnaður svipaður og á öðrum kvennaskólum landsins. Efni verður fáanlegt á staðnum og öll áhöld eru þar til staðins. Halldóra Bjarnadóltir því flestir er námu þarna land það ráð að byggja fyrstu bæi sína úr torfi. Ytri veggir voru hlaðnir úr torfi, en þekjan var úr trjáviði og tyrft yfir. Að inn- an voru þessi hús þyljuð í hólf- og gólf í flestum tilfellum. Voru þau hlý og entust allvel. Munu þau hafa verið mun hlýrri en bjálkahúsin, er víðast voru bú- staðir fyrstu landnemanna, þar sem auðvelt var að afla efni- viðs til þeirra. Þau hjónin Odd- ný og Hinrik byggðu sinn fyrsta bæ þar vestra á þennan hátt. Einnig byggðu þau gripahús úr sama efni. Bjuggu þau í þessum húsakynnum um 10 ára skeið. Þar fæddust hin fyrstu börn þeirra hjóna, en alls eignuðust þau 11 börn og eru 10 þeirra á lífi. Ræktunin hefst Land það, er íslendingarnir fengu fyrir 10 dollara, var 160 ekrur að flatarmáli. Þau hjón hófu þegar ræktun þess lands, er þeim var úthlutað, strax er þau höfðu flutzt á staðinn. En jafnframt keyptu þau land til viðbótar og áttu alls um 640 ekrur, er þau brutu og ræktuðu. Ennfremur leigðu þau talsverða landspildu og afgirtu hana sem beitiland. Gripaeign þeirra hjóna, er þau fluttust vestur á hjóna, er þau fluttust vestur á sléttuna var 3 kýr og tveir ux- ar, sem notaðir voru sem drátt- ardýr fyrir plóga og vagna. Eins og áður er sagt var land þetta mjög grýtt og var því mjög mikið og erfitt verk að ryðja það. En Hinrik bóndi var ungur hraustur og áhugasamur maður, sem hafði einsett sér að festa þarna byggð sína og gafst því ekki upp þótt erfiðlega blési í fyrstu. Með höndunum einum og járnkarli reif hann grjótið upp úr sléttunni og ók því í hrúgur í vagni, er hann beitti uxunum fyrir. Sáði hann síðan ýmsum korntegundum í hið ný rudda og plægða land. Eftir því sem árin liðu stækkaði hið ræktaða svæði meir og meir. En erfiðleikarnir voru þó langt frá að vera yfirstignir þrátt fyrir það. Tíu fyrstu árin, er þau hjón' bjuggu þar vestur frá, var hart í ári. Stofnkostnaðurinn við landnámið var gífurlegur því að strax og sjálf ræktunin hófst varð að leggja ærið fé í kaup á vélum, sem þurfti til kornræktarinnar. Allmargir bændur urðu jafnvel að veðsetja jarðeignir sínar og mannvirki til að geta staðið í skilum, þrátt fyrir það að þeir fengú vélar og efni með afborgunum, og dugði það engan veginn til í mörgum tilfellum. Á þessum árum fluttust margir Islendinganna af þessum slóðum til annarra staða. En Oddný og maður henn ar urðu samt kyrr. Félagslíf Frú Oddný kvað félagslíf hafa verið fábreytt meðal Islendinga í Pipestone-héraði. Aðallega vegna þess, hversu þeir voru fáir og dreifðir. Samt sem áður byggðu þeir sér þarna samkomu hús og var það bækistöð þeirrar félagsstarfsemi, er þarna átti sér stað. íslenzkur prestur var enginn í þessu héraði, en stund- um komu þar prestar frá nær- liggjandi íslendingabyggðum og fluttu þá messur í samkomuhúsi landanna. Dálítið þorp er í miðri þessari byggð. Kom það fyrir að þorpskirkjan var feng- in að láni til að flytja messur fyrir Islendinga. Ekki var unnt að koma neinni íslenzkri skóla- starfsemi við þarna vegna fá- mennis. Börn þeirra hjóna fóru því í enska skóla eingöngu er þau uxu upp. Á Iieimilinu var þeim kennt móðurmálið. Geta þau öll talað og lésið íslenzku. Langt var til næsta verzlunar- staðar. Var það að minnsta kosti 80 km. leið. Þangað þurfti að sækja allar nauðsynjar og þar var afurðum búsins komið á markaðinn. Voru vörurnar flutt- ar á vögnum, sem uxum var beitt fyrir, lengi framan af bú- skaparárum þeirra hjóna. Betri ár. nýjar byggingar Skömmu eftir aldamótin fór að batna í ári. Ræktunarland þeirra hjóna var þá einnig orðið allmikið og búskapurinn farinn að standa nokkuð föstum fót- um þrátt fyrir erfiðleikana, sem þau höfðu átt við að stríða ár- um saman. Frá því fyrsta höfðu þau einsett sér að endurbyggja bæinn og gripahúsin svo fljótt sem auðið væri. Réðust þau í þær framkvæmdir nokkru eftir aldamótin, en þá höfðu þau búið um tíu ára skeið í torfbænum. Endurbyggðu þau bæ sinn úr timbri en gripahús og og geymsl ur úr steini. Var það að sjálf- sögðu mjög mikið átak, en góð- ærið hélst svo að allt fór vel. Bústofninn óx alltaf nokkuð og eins hafði Hinrik maður Odd- nýjar nú ráð á að halda vinnu- menn sér til aðstoðar við bú- störfin, auk þess sem synir hans uxu upp og urðu æ lið- tækari starfsmenn við hlið föð- ur síns. Áóur en langt um leið var allt land þeirra komið í rækt. Bústofninn var hin síðari ár um 70 nautgripir, nálega 30 hestar og auk þess höfðu þau hjón mikla svína- og hænsna- rækt. Auk þessa ræktuðu þau hveiti og aðrar korntegundir á hinum stóru ökrum sínum. Héldu þau hjón tryggð við þessa landnámsjörð sína meðan heilsa og kraftar leifðu, eða alls í 40 ár. Dugnaður landnemanna Þótt hér sé aðeins stiklað á stóru í þessari frásögn, sýnir hún þó glöggt hvers konar helj ar átak fyrstu landnemarnir urðu að gera til að skapa sér og sínum lífsskilyrði í hinu nýja landi. Fákunnandi á hina fram- andi tungu, venjulega félitlir og dreifðir innan um landnema annarra þjóða urðu þeir að heyja baráttu sína við miskunn- arlausa erfiðleika án nokkurs stuðnings frá öðrum. Frú Oddný Johnson er nú komin yfir áttrætt. Hún er hvít fyrir hærum en mjög em, og létt í spori þótt hún hafi orðið að þola alla erfiðleika landnáms áranna, átt 11 börn sjálf og alið þau upp. Ennfremur er hún amma nær 30 barna og og lang- amma þriggja. Hún segir að fátt hafi glatt sig meira en að hafa tækifæri til að sjá land sitt og þjóð og dvelja meðal ætt- ingja og vina hér heima í sum- ar, en margt finnst henni vera æfintýri líkt um hagi íslenzku þjóðarinnar miðað við það, sem hún þekkti áður fyrr. I dag kveð ur hún ísland, að líkindum í síðasta sinn^ Hún mun halda til þess lands, er verið hefir heimaland hennar svo óralengi. Fyrir 60 árum tók það hana margar vikur að komast vestur um hafið til fyrirheitna lands- ins, en í dag lifir hún upp það ævintýri að fara þessa sömu leið á 18 klukkustundum. Tíminn, 21. ágúst. Innköllunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man. B. G. Kjartanson Akra, N. Dak Backoo, N. Dakota. Árborg, Man .. K. N. S. Fridfinnson Árnes, Man. M. Einarsson Baldur, Man O. Anderson Bellingham, Wash. Árni Símonarson Blaine, Wash Árni Símonarson Boston, Mass Palmi Sigurdson 384 Newbury St. Cavalier, N. Dak Cypress River, Man. O. Anderson Churchbridge, Sask S. S. Christopherson Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson Elfros, Sask. Mrs. J. H. Goodmundson Garðar, N. Dak. Páll B. Olafson Gerald, Sask C. Paulson Geysir. Man K. N. S. Friðfinnson • Gimli, Man. O. N. Kárdal Glenboro, Man O. Anderson Hallson, N. Dak. Páll B. Olafson Hnausa, Man. ... K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man O. N. Kárdal Langruth. Man. John Valdimarson Leslie, Sask. Jón ólafsson Lundar, Man Dan. Lindal Mountain, N. Dak Páll B. Olafson Point Roberts, Wash. .... S. J. Mýrdal Riverton, Man K. N. S. Friðfinnson Seattle, Wash. J. J. Middal 6522 Dibble N.W., Seattle, 7, Waah. Selkirk, Man. Mrs. V. Johnson Tantallon. Sask J. Kr. Johnson Vancouver, B.C. F. O. Lyngdal 5975 Sherbrooke St., Vancouver, B.C. Víðir, Man K. N. S. Friðfinnson Westbourne, Man. Jón Valdimarson Winnipeg Beach, Man. O. N. Kárdal Mesta þrekraun landnámsáranna var að standa í skilum

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.