Lögberg - 18.09.1947, Side 6

Lögberg - 18.09.1947, Side 6
n LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. SEPTEMBER, 1947 (Ensk saga) HVER VAR ERFINGINN? G. E. EYFORD, þýddi “Undir þinni umsjón?” sagði Fred snögt. George kinkaði kolli. “Það er ofur einfalt mál, Fred; það er ekkert leyndarmál á bak við það. — Sannleikurinn er sá, að ég hefi þekkt föður hennar í mörg ár. Hann er allra besti karl, en líka sérlundaður”. “Já, ég veit það”, sagði Fred; “ég hefi mætt honum” George hnykti við, en duldi fátið sem kom á hann, með því að seilast með hendinni eftir glasi á borðinu. “Ó, svo; þá hefir þú vafalaust tekið eftir því, að útlit hans og framkoma er ekki í samræmi við stöðu hans”. “Já, ég gerði það”, svaraði Fred. “Já, auðvitað. Þú sérð, að vesalings vinur minn, Nichols, hefir verið óhepp- inn og orðið að lifa utan við heiminn — peningamál líklega, sem ég hefi aldrei fengið að vita um. Svo hann, eins og svo margir aðrir, hefir fundið það eina ráð- ið að hýrast í skúmaskoti — eins og maður segir. En það er annað, að draga sjálfan sig út úr heiminum, en að grafa börnin sín í afkima, svo þau sjái aldrei heiminn. Nichols vinur minn fann til þessa, þegar dóttir hans var vaxin upp til að vera fulltíða stúlka. Sem skyn- samur maður leitaði hann þá til manns sem þekti heiminn, til þess sem hann bar fullt traust til — til mín”. Fred veitti hinu hvíta, rólega andliti eftirtekt. Hið innra með sjálfum sér var George allt annað en rólegur; hann brann af reiði og æsing. “Hann leitaði heldur ekki árangurs- laust til gamals vinar. Eg tókst á hend- ur umsjón með henni, með skilyrði af minni hendi, og ég má segja með skil- yrði frá hennar hendi. Skilyrðið frá hennar hendi var, að hún skyldi búa hjá móður hinni, undir hennar vernd og umsjá; skilyrðið af minni hendi var, að ég skyldi vera algjörður forráðamaður hennar, sem var fengin mér til umsjár og varðveislu”. Fred horfði á hann. “Ert þú forráðamaður hennar?” sagði Fred, stór undrandi, og honum flugu í hug bölbænir. Nathas Nichols yfir Lamonte-ættinni. George brosti. “Þú undrar þig yfir því, minn kæri Fred; en hugsaðu! Það er ósköp eðlilegt. Þar sem mér var falið að hafa alla um- sjón með ungu stúlkunni, hvernig gat ég þá gert það, og forsvarað að vel færi um hana? Hvernig átti ég að gæta hennar fyrir auðnu-veiðurum?” Fred þaut upp. “Auðnuveiðurum!” sagði hann. — “Meinar þú að segja með því, að Dora sé ríkur erfingi?” George brá lit Hann hafði verið að hugsa um Dora Lamonte, meðan hann var að tala um Dora Nichols. “Þú heyrðir ekki allt sem ég ætlaði að segja, Fred”, sagði hann ísmeygi- lega, eftir að hann hafði áttað sig. “Eg var rétt búinn að segja, gæta hennar fyrir auðnuveiðurum, sem gætu safnast í kringum hana í þeirri von, að þar sem hún er undir minni hendi og til sjá, að hún muni vera rík, en eins og þú veist er hún bláfátæk”. Fred kinkaði kolli. “Eg var að minsta kosti ekki einn meðal þeirra, sem stóð í þeirri meiningu”, sagði hann; “ég var ekki narraður af neinni auðæfa von”. “Heldurðu að ég viti það ekki, minn kæri Fred! Þú, sem ert ráðvendnin og heiðarlegheitin sjálf, enginn mundi láta sér til hugar koma, að þú værir auðnuveiðari, í þeirri merkingu, allra síst ég, sem þekki þig svo vel og þykir svo vænt um þig”. Fred leið ekki vel undir þessari ræðu; Miss Edith brá og fyrir í huga hans. “Haltu áfram með söguna”, sagði hann óþolinmóðlega. “Nú, jæja þá, kæri Fred”, sagði Ge- orge brosandi, “ert það ekki fremur þú sem þarft eitthvað að segja? Eg er for- ráðamaður stúlkunnar, en þú ert bið- illinn hennar”. “Eg skil það”, sagði Fred; hann stóð upp og gekk um gólf. “Þú óskar að ég biðji þig urn samþykki þitt Já, ég geri það”. George brosti, eins og það væri hlægilegt spaug. “Hvað þú ert tortrygginn,- minn kæri Fred!” sagði George góðlátlega. “Þú spyrð mig um mitt samþykki eins og þú héldir að það væri nokkur vafi á því, að þú fengir það. Þú hefir það, og mínar bestu, allra bestu óskir að auki. En Fred, skilurðu ekki hvers vegna ég er svo ánægður? Það er vegna þess, að nú ertu neyddur til að gera mér þá þén- ustu, að byggja hluta af peningum föð- urbróður míns!” Fred hrökk við eins og eitthvað hefði stungið hann. “Þú sérð, kæri vinur, þú getur ekki gift þig og hafa ekkert — geturðu það? Það þarf þó að minsta kosti kofa fyrir ástina, og — en ég bið fyrirgefningar, kæri Fred! Eg segi kanske of mikið. — Mér til mikillar sorgar hefir þú aldrei borið það traust til mín, sem ég vildi hafa óskað, og kanske — ég vona, að það sé tilfellið — hefirðu nokkra pen- inga —”. Fred gekk órólegur um gólf með djúpan áhyggjusvip á andlitinu. Þessa fáu tíma sem hann hafði verið með Dora, hafði hann verið svo algjör- lega heillaður áf ástarsælu, að hann hafði alveg gleymt fátækt sinni, já, einnig að hann var í skuldum; hann hafði ekki heldur hina minstu von um að geta bætt kjör sín né kringum- stæður. Nú stóð þetta alt nakið fyrir honum, og hvert orð sem George sagði voru eins og kaldir ísdropar féllu á hörund hans — hann vaknaði upp af draumn- um sínum til að horfast í augu við hinn kalda virkilegleika Hvað átti hann að gera? Ó, skal hann verða neyddur til að þyggja pen- ingana frá George? Það fór hrollur um hann. Hugsa sér að lifa á kostnað George! Nei, það var alveg ómögulegt. Fölur og óstyrkur sneri hann sér að George. “Nei”, sagði hann, “það sem þú ferð fram á er ómögulegt. Eg hvorki get né vil þiggja tilboð þitt; ég vil heldur betla!” George brosti. Hann óttaðist kring- umstæðurnar og vlidi gjarnan tefja tímann. “Kæri Fred! Hvað mundi Mr. Nichols segja, ef ég gæfi betlara dóttur hans? Það er sem þú hefir sagt. Það væri hlægilegt. Komdu og setstu niður. Eg er hryggur yfir því, sem ég get ekki annað en kallað heimskulegan þráa; mér finst það særa mig Þú hefir altaf verið einrænn og þrár, kæri Fred. Það var stífni þín sem olli því að þú gast ekki komið þér við föðurbróðir minn, og — “Eg vil ekki heyra meira um þetta”, sagði Fred hörkulega. George bandaði með hendinni. “Þessi stífni og einræni þitt, mundi, ef við annan mann væri að eiga en mig, svifta þig kærustunni; en það kemur ekki fyrir. Eg er ákveðinn, kæri Fred, að sannfæra þig um, að ég vil vera vinur þinn. Það er hreinskilnis- lega sagt. Lofaðu mér að hugsa mig ofurlítið um. Það er kanske einhver veiklun í stærilæti þínu,„ og ég get kanske fundið hana”. Fred settist aftur, og kveikti, sér í öðrum sfgar. George sat og hugsaði, eða það leit svo út; en það sem hann var að gera var, að horfa á Fred milli fingra sér, sem hann hélt fyrir andlit- inu. Hann fagnaði yfir þeim efa og van- trausti, sem auðséð var á andliti Freds. “Já, nú hefi ég fundið nokkuð nýtt fyrir þig, Fred. Þú mundir ekki neita góðu tilboði sem kæmi frá stjórnar- völdunum? Þú mundir ekki neita að taka embætti í stjórnarráðinu. “Stjórnarembætti”, sagði Fred eins og í óvissu. George kinkaði kolli. “Já, fyrir sérstakt tilfelli hefi ég kom- ist að því, að hafa dálítil áhrif á núver- andi stjórn. Eigandi Wood Castle hefir dálítið að segja, viðvíkjandi vali stjórn- ar-embættismanna, í því héraði, sem en Squire Arthur notfærði sér það aldrei; en ég ætla að gera það. Þú skil- ur, kæri Fred. Eg hugsa mér hátt emb- ætti, sem er auðvelt og lítið að gera, en sem gæfi 1000 pund sterling um árið, eða þar um bil! Það er ekki svo * mikið, en Dora hefir ekki vanist ríki- dæmi, svo það yrði alveg nóg fyrir ykkur”. Fred stóð upp og fór að ganga um gólf. Var hann að dreyma, eða var þessi George alt annar en hann þekkti og gat ekki liðið? Hann hafði heyrt það sagt, er maður yrði alt í einu eigandi stórra auðæfa, að það breytti eðlisfari hans. Hafði George af þeim ástæðum breytt um eðlisfar? Hann efaðist og tortryggði, en hér var þó ljós sönnnunarvottur. Hvaða hag gat George haft af því þó hann gæti útvegað honum gott embætti? — Engan — alls engan. Það var sjáanlega alveg ágætt; en því hafði hann ekki heldur valið einhvern annan mann, sem hann vildi sýna eðallyndi sitt, sem hann sá sér meiri hagnað ö?” Fred, sem var að reyna að stríða á móti tortryggni sinni og óhug á George, gekk til hans og rétti honum hendina. “George — ég hefi líklega gert þér rahgt til. Þú hlýtur að vera góður mað- ur, úr því þú breytir þannig, og ég — ég verðskuda ekki a ðþú sýnir mér slíkan velvilja”. George tók alúðlega í hendina á honum. “Ekki eitt orð meira um það, kæri Fred; ekki eitt einasta orð”, sagði hann; “það hefir svo sterk áhrif á mig, að þú talar svo vingjarnlega til mín”, og hann bar vasaklútinn upp að sínum þurru augum. En brátt kom upp í huga Freds hin gamla tortrygni; hann lét ekki á því bera og settist. “Nei, ekki eitt orð meira”, sagði Ge- orge, og lét sem grátekki væri í kverk- um sér. “Eg hefi um lengri tíma’fundið að þú barst kala til mín, kæri Fred, en ég hafði ásett mér að ég skyldi burt- rýma honum og sýna þér, að þú gerðir mér rangt til. Trúðu mér — mín stóra óvænta hamingja, hefir hrygt mig, því ég var hræddur um, að þú, sökum þess, mundir álíta mig hjartalausan og sjálfs elskufullan. Fred sat og reykti vindilinn, en leit ekki sem ánægjulegast út. George veitti því eftirtekt og skildi að hann var að missa hald á honum, og flýtti sér að koma í veg fyrir það. “En nú, kæri Fred, nú skulum við skilja hvor annan. Þú trúir mér, er ég segi, að mér er hjartanlega ant um vel- ferð þína; hver annar stendur mér nær — a.ð undantekinni minni kæru móður? Við getum nú skoðað þessi litlu skipti á milli okkar, þu sem biðill, og ég sem forráðamaður, til enda kljáð. Er ekki svo, Fred? Þú skalt fá embætti, og það skal vera mér, eins og Dora, hin mesta ánægja”. Fred kinkaði kolli. Það, að George nefndi Dora, vakti nýjar hugsanir í huga hans; Það var þá George sem hann átti að þakka fyrir hana — hann hafði sem forráðamaöur gefið honum hana, og nú hafði hann tekist á hendur að útvega honum embætti, sem gerði honu mmögulegt að giftast henni. “Þú ert góður maður, George, og þú verðskuldar hamingju þína”, sagöi Fred. “Þú verður að minsta kosti betri herra á Wood Castle en ég hefði orðið. Þú lítur áreiðanlega betur eftir herra- garðinum”. George blés mæðilega. “Eg veit ekki, Fred; ég vil reyna að uppfylla skyldur mínar. Það er einn feikna auður, Fred”. “Það gleður mig, ég öfunda þig ekki; en það er ekki langt síðan að ég gerði það. En ég met Dora langt fram yfir Wood Castle-herragarðinn, með öllum sínum tilheyrandi landeignum og gæð- um, og þar eð ég fæ hana nú, þá er þér, mín vegna, svo velkomið að fá Wood Castle”. George efaðist þó um, að Fred meinti alt sem hann sagði í einlægni; hann gaut augunum til hans; hann vildi reyna að finna út, hvort Fred meinti nokkuð með því sem hann sagði; en Fred var eins og vanalega, einlægur og opinskár. “Látum alt vera eins og við höfum nú gert”, sagði George, og hló. Fred hugsaði sig um sem snöggvast “En hvernig er það með tilliti til Mr. Nichols?” spurði hann efablandinn. “Láttu mig sjá fyrir því”, sagði Ge- orge vingjarnlega. ”Eg skal jafna sak- irnar við hann. Eg held samt, að best sé fyrst í stað að halda trúlofuninni leyndri, og ég verði fyrstur til að segja honum frá því. Þú skilur það, Fred, er ekkisvo?” En Fred skildi þetta ekki til hlýtar. Hann vildi fara til Mr. Nichols og fá þetta útkljáð — en nú var hann svo að segja í höndum George. “Jæja, látum þá svo vera”, sagði hann dræmt. “Fáðu þér annan vindil, kæri Fred; þú ert nærri því búinn að tyggja þenn- an upp, sem þú ert með”. Fred vildi nú fara. Hann vildi vera einn til að hugsa nánar um þennan einkennilega fund, og að Dora tilheyrði honum. “Nú, jæja, ef þú vilt fara”, sagði George með mótþróa, “þá verður það svo að vera; en ég vona að þú gerir mína íbúð að öðru heimili þínu”. Fred leit efablandinn í kringum sig. “Og auðvitað sjáumst við hjá móð- ur minni?” Fred tók því boði með hlýhug, og þrýsti hendi George. “Góða nótt, minn kæri Fred”, sagði George og tók ljósastjaka í hendi sér til að lýsa honum ofan tröppurnar. Þeg- ar Fred var kominn út, gekk George inn í stofuna, lokaði hurðinni og settist í stól; þar sat hann hreyfingarlaus, með krosslagðar hendur og náfölt andlit. Já, já”, sagði hann við sjálfan sig; “ég hefi spilað gott spil — ég hefi kom- ið honum í skuggann. Flestir aðrir hefðu neitað að gefa slík loforð sem ég gerði, og svo hefði orðið uppistand. — Mín aðferð er hyggilegri. Að hugsa sér, að forlögin skyldu gera mér slíkan hrekk! Og ég sem hélt að hún væri í svo öruggri geymslu hjá móður minni!” Hann þurkaði svitadropana af enni sér. “Hvaða bjáni ég gat verið! Það hefði verið betra að láta hana vera þarna inni í skóginum; og samt — og samt sem áður —”, sagði hann, “er það ekki svo slæmt. Það gat hafa verið einhver voldugri og hyggnari en þessi bjáni, sem ég get haft í hendi minni eins og ég vil. Fari þessi Fred til —!” Eg sé hann aldrei, og hans tortrygnis- lega andlit, svo ég fari ekki að skjálfa. Eg hata hann!” og hann sló í borðið með kreftum hnefa. Hann þreif glasið sem Fred hafði drukkið úr, og henti því í ofninn. Það var sem honum fyndist sér létta í skapi við það, og hann jLáði sér brátt aftur, stóð upp og hringdi klukkunni. — Simpson kom inn eins og vofa, og stað- næmdist við borðið. Hann hafði tekið eftir glasinu sem brotið var. “Eg hefi — ég hefi brotið glas, Simp- son”, sagði George, kæruleysislega. “En hugsaðu ekki um það; láttu það vera þangað til á morgun. Nú, hvað hefirðu frétt?” Simpson ræksti sig fyrst og sagði, án þess að hægt væri að sjá að hann opn- aði munninn: “Heilmikið, herra. Þessi unga stúlka hjá Mrs. Lamonte —”. “Eg veit alt um hana”, sagði George, og lét óþolinmæði í ljós við þjóninn. “En hvað veistu um Mr. Hamilton?” Simpson lét sér ekki bregða; hann þurkaði sér um munninn með vasa- klútnum sínum og sagði: “Það er eins og þú bjóst við, herra; Mr. Hamilton er í slæmum peninga- kröggum”. “Ha, ha!” sagði George ánægjulega. “Hefir hann spilað og gefið víxil fyr- ir skuldinni. Það eru líka gamlir reikn- ingar óborgaðir, sem kalla að honum, sem gamall okurkarl heldur”. George kinkaði kolli og neri saman höndunum. \ “Já, ég þekki hann og veit hvar hann býr, hvort hann heitir Shylock eða ekki; ég veit líka, að hann hlýfir eng- um”. “Það er og sagt”, sagði Simpson og leit framan í herra sinn, “að Mr. Hamil- ton geti borgað allar skuldir sínar með hjálp afar ríkrar giftingar.” George brosti og hallaði sér aftur í stólinn. “Er það þannig”, sagði hann. “Hver er þá sú hamingjusama stúlka?” “Miss Edith Rusley”. George varð alveg steinhissa. “Hvað!” “Miss Rusley”, endurtók Simpson, án nokkurrar breytingar í málrómi né andliti. “Nei — það getur ekki verið satt!” sagði George og hló kuldahlátur. “Hvar fréttirðu það?”

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.