Lögberg - 18.09.1947, Side 7
LÖGBERG, EIM’rUDAGINN 18. SEPTEMBER, 1947
7
Frá kvöldvökufélaginu “Nemó” á Gimli.
Tœpasta vaðið
Decorah Posten, Erlendur Guðmundson þýddi.
Norrœnu útvarpsmennirnir œtla að lýsa
íslandi nútímans fyrir hlustendum sínum
Þeir eru ánægðir með íslands-
ferðina og hafa safnað miklu
úivarpsefni
\
Norrænu útvarpsmennirnir,
sem hér hafa dvalið frá því í
byrjun júlí eru nú að ljúka
ferðalagi sínu til íslands. Þeir
Olov Forsen aðalritstjóri við
sænska útvarpið og Vilhelm
Zilliacus lektor frá finnska út-
varpinu fara héðan í dag, en
hinir eru farnir fyrir nokkrum
dögum. Morgunblaðið hitti þá
Forsén og Zilliacus sem snöggv-
ast í gær og spurði þá hvort þeir
væru ánægðir með ferðina og
hvort þeir hafi fengið hér það
útvarpsefni, sem þeir bjuggust
við.
‘ Ánægðir er ekki rétta orð-
ið”, sagði Forsén, sem varð fyr-
ir svörum. “Við erum stórhrifn
ir og ferðalagið hefir gengið
framar öllum vonum, og vel
það sem við gerðum okkur fyr-
irfram og voru þær þó alls ekki
svo litlar”.
Vildu kynnasf íslandi
nútímans
Þeir félagar segja, að þeir hafi
fyrst og fremst farið í þessa ferð
til íslands til að safna upplýsing-
um og fréttaefni frá íslandi eins
og það sé í dag. í Svíþjóð þekki
menn ísland nær eingöngu af
fornsögunum, en hitt viti al-
menningur í Svíþjóða og Finn-
laandi minna um, hvernig nú-
tíma íslendingar lifi og starfi.
Þeir hafi því lagt megin áherslu
á að kynnast atvinnulífi okkar
Islendinga og talað við sjómenn
og b æ n d u r , iðnaðarmenn og
fleiri fulltrúa atvinnuveganna.
Sambandið milli
fortíðar og nútíðar.
Forsén ritstjóri segir, að það
hafi undrað sig mest hve íslend-
ingar séu t e n g d i r fortíðunni,
þrátt fyrir allt hið nýja, sem
þeir hafi tileinkað sér í nútíma
framförum. “I Mývatnssveitinni
hittum við aldraða konu, sem
rakti ættir sínar langt aftur í
gráa forneskju. Jón biskup Arna-
son var ættfaðir hennar í aðra
ættina og hún talaði um atburði,
sem skeðu á 17. öld, eins og það
væri eitt hvað, sem skeð hefði
í hennar tíð, svo vel var hún
kunnug sögu þjóðar sinnar. Þetta
samband milli fortíðarinnar og
nú tímans er einstakt meðal
Norðurlandaþjóða. Þið getið
skýrt þetta, eins og flestir gera
með því að þjóðin hafi verið svo
fámenn og einangruð, en það eru
einhverjar dýpri menningarleg-
ar rætur, sem að því standa.”
“Já, eða þá bændaöldungur-
inn, sem við hittum fyrir norð-
an”, bætir Zilliacus lektor við.
“Hann var samnefnari í öllu
fasi og framgöngu fyrir því
’besta, sem norrænt er. Andlits
svipur hans tignarlegur og stór-
brotinn, er það fallegasta, sem
ég hefi séð á íslandi, að fjöllun-
um undanskildum. í bókasafni
hans voru ekki aðeins íslenzk
ar bækur frá öllum öldum held
ur og það besta, sem til er í nor-
rænum bókmenntum. Og hrifn
ir urðum við þegar hann las
fyrir okkur kafla úr Njálu, uppá
haldskaflann sinn.
Þ a ð h r e sti okkur að hitta
hreinræktaða norræna menn,
eins og þenna bændaöldung og
fleiri.
Hafa víða farið
Útvarpsmennirnir hafa víða
ferðast hér á landi á þeim
mánuði, sem þeir hafa dvalið
hér og viðað að sér miklu út-
varpsefni. Þeir ferðuðust um
Suðurland, skoðuðu m. a. Sám-
staðabúið, hverarannsóknir og
tilraunir í Hveragerði, þeir skoð
uðu Gullfoss, Geysi og Heklu.
Þeir tóku upp á plötur lýsingu
á Snorrahátíðinni og sendu lýs-
ingarnar á stuttbylgjum til
Norðurlanda. Þeir lýstu fund-
um norræna þingmannasam-
bandsins hér. Hefir Jón Magnús
son fréttastjóri útvarpsins ver-
ið þeim til aðstoðar og ferðast
með þeim víða.
Útvarpsmennirnir fóru til
Siglufjarðar og kyntu sér síld-
veiðar og töluðu við íslenzka
norska og sænska síldveiði-
menn og forystumenn í síldar-
iðnaðinum. Dvöldu þeir á Ak-
ureyri og ferðuðust til Mývatns
og víðar um Norðurland.
Norræn úfvarpssamvinna
Koma hinna norrænu útvarps
manna til íslands að þessu
sinni er einnig þáttur í norrænni
útvarpssamvinnu, sem hófst ár-
ið 1936 að undirlagi Thorstein
Diesen við norska útvarpið. Það
ár ár ferðuðust norrænir útvarps
menn um Noreg næstu ár um
Danmörk, Svíþjóð og Finnland
og síðan átti að efna til ferðar
til Islands 1940, en fórst þá fyr-
ir vegna styrjaldarinnar.
Nokkrir dagskrárliðir hafa
þegar verið sendi rtil norryna
útvarpsstöðva. Einn var 15
mínútna þáttuir, sem útvarps-
menn frá öllum Norðurlöndun-
um fimm tóku þátt í: Carl
Luche frá Noregi, Forsén frá
Svíþjóð, Zilliacus frá Finnlandi,
Aksel Dahlerup frá Danmörku
og Jón Magnússon frá íslandi.
Að þessu sinni var það sænska
útvarpið, sem lagði til útvarps-
bíl með öllum tækjum til upp-
töku í þessa ferð hinna norrænu
útvarpsmanna. Forsén sagðist
vonast til að áframhald gæti
orðið á þessari útvarpssamvinnu
milli Norðurlanda og að Jón
Magnússon fengi tækifæri til að
koma til Svíþjóðar á næsta ári
og ferðast um með sænskum út-
varpsmönnum.
Rímnakveðskapur á
íslandi og í Finnlandi
Norrænu Útvarpsmennirnir
taka með sér talsvert af ís-
lenzkri tónlist á plötum og
hljóðfilmum og vonast til að
fá meira héðan af íslenzkri
hljómlist er tímar líða.
Zilliacus telur að sérstaklega
muni ísle'nzkur rímnakveðskap-
ur vekja athygli í Finnlandi, því
ekki ólíkur finskum kveðskap
að mörgu leyti.
Útvarpsmennirnir hafa tekið
nokkur viðtöl við íslenzka menn
á plötur og er ég spurði þá,
hvort málið hafi ekki valdið erf
iðleikum, kváðu þeir það ekki
vera. Höfðu þeir búist við að
það yrði meira vandamál en
raun varð á. Allir, sem þeir töl-
uðu við mæltu á eitthvert Norð-
urlandamál eða “skandinav-
isku”, sem er vel skiljanleg nor-
sænum útvarpshlustendum.
Forsén ritstjóri býst við að
flytja að minsta kosti 10 dag-
skrárþætti í sænska útvarpinu
um ferð sína á Islandi og
Zilliacus annað eins. Þættir
þeirra munu ekki verða fram-
haldsþættir, heldur sérstök og
sjálfstæð erindi um margvíslegt
efni.
Óhapp
Það óhapp vildi útvarpsmönn-
unum til, að er verið var að
hefja útvarpsbílinn um borð í
“Dr. Alexanandrine” hér í höfn
inni s.l. þriðjudag, slitnuðu
böndin, sem héldu bílnum og
hann féll niður á bryggjuna. —
Laskaðist bíllinn talsvert við
fallið og hætta er á að eitthvað
af því efni, sem í honum var
hafi eyðilagst. Verður ekki til
fulls gengið úr skugga um tjón-
ið fyr en skipið kemur til Kaup-
mannahafnar og rannsókn getur
þar farið fram. Það voru skips-
menn “Drottningarinnar”, sem
unnu við að setja bílinn um
borð.
Hinir norrænu útvarpsmenn
Reykandi leikaraflokkar verða
fyrir margs konar atburðum á
ferðum sýnum millum bæja
þeirra er þeir sýna leikina. Slík
atvik geta verið óþægileg, eink-
um vegna þess að þeir gera strik
í þann reikning sem leiksýning-
arnar eru byggðar á, en þeir
gera einnig breytingar á lífi
leikaranna sem hafa mjög þreyt
andi verk að inna af höndum
yfir allan sýningartímann. Á
járnbrautinni geta komið fyrir
smá-óhöpp og tafir t. d. þvinguð
sóttkví vegna einhverrar um-
gangs veiki, eður snjóbylur lík-
ur þeim sem við hreptum á
Kyrrahafsströndinni í fyrra vet
ur, segir George Morehead leik-
ari.
Við komum með járnbrautinni
frá Spokane til Seattle, og vor-
um meira en hálfnaðir leiðar.
Það hafði snjóað viðstöðulaust í
þrjú dægur og kom okkur því
ekki að óvörum er ketillinn eft-
ir margar tilraunir að brjótast
áfram, sat fastur, til gufuplóg-
urinn kom til sögunnar, lestar-
stjórinn bætti því svo við að við
yrðum að taka á þolinmæðinni
í einn eður tvo daga.
En það leið til þess að við
kæmumst alla'Teið. Þrjá fyrstu
dagana gekk hvorki né rak, og
okkur var sagt að vera kyrr í
vagninum og drepa tímann eftir
bestu föngum.- Á daginn spiluð-
um við “Pinockle” og á kveldin
losuðu leikararnir um málbein-
in, og rak hver sagan aðra, að
mestu frá eigin reynslu, jafnvel
flokksforinginn, sem vanalega
var fálátur, miðað við okkur
hina gaf sig að okkur frekar
venju, og gerðist málhreifur
og sagði margar sögur, köstuðu
sögurnar meira ljósi yfir æfifer
il manna en okkur hafði getað
grunað, þegar svo ísinn er brot-
inn réðist einhver í hópnum að
segja:
“Og nú verðið þér, Mr. Brooks
að segja okkur söguna af fiðrild
inu. Um daginn er þér voruð
að skoða í ferðakistuna yðar,
mintust þér á að eftirtektarverð
saga væri tengd við þennan
hlut”.
“Svo er það einnig”, sagði
Brooks, án þess að teygja svarið
“en það er raunasaga”.
“Þeim mun betra”, var svar-
að, “okkur hefir verið skemmt
í kvöld með gamansögum, og nú
viljum við að skemmtuninni sé
lokið með raunasögu“.
“Svo skal vera”, svaraði
Brooks og lagðist um . leið
skuggi af endurminningum á
enni hans. Hafi samkvæmið for-
vitni á sögunni; þá get ég fyrir
mitt leyti gert eina undantekn-
ingu og létt ástasögu af hjarta
mínu, sem hefir jafnan verið
uppspretta til angurs og iðrun-
ar”.
“Leifarnar af ofurlitlu fiðrildi,
sem ég hefi geymt í lítilli öskju
á meðal annara muna í ferðakist
unni minni, færa endurminning
arnar mig 15 árum aftur í æfi
mína, þegar ég var staddur á
gufuskipi á leið sinni frá San
Franscisco til Ástralíu.
Á skipinu kyntist ég mörgu
samferðafólki, og þar á meðal
Mr. Merides nokkrum og konu
hans — þau áttu heima í Sidney
og þangað var einnig ferð minni
heitið. Eg hafði sem sé bundist
leiksamningi í borginni í 5
hafa verið hér góðir gestir. Rík-
isútvarpið hefir á ýmsan hátt
greitt götu þeirra og er það vel
að slíkum mönnum, sem vinna
að því að auka kynni milli
frændþjóðanna, sé veittur sá
stuðningur, sem hægt er. Það er
viðurkendur sannleikur nú orð-
ið, að aukin kynni landa á milli
og skilningur á högum og lifnað-
arháttum eykur góða og vin-
samlega sambúð þjóðanna.
Mbl., 3. ágúst.
mánuði, þar næst skyldi ég fara
til Melbourne.
Á leiðinni naut ég margrá á-
nægjustunda í 'samtali við Mr.
Merides og konu hans, en lagði
enga áherslu á sækjast eftir
sérstakri vináttu, því að ég gerði
ráð fyrir að málvinátta þessi
endaði við landgönguna, en svo
fór, að þegar við komum til
Sidney og ég kvaddi þau með
þökkum fyrir ánægjulega við-
kynningu á leiðinni, báðu þau
mig að heimsækja þau svo oft
sem kringumstæður mínar
leyfðu. Heimboðið var af báð-
um svo innilegt, að þar komst
að enginn misskilningur, og
varð ég ekki eingöngu að lofa
því, heldur einnig að standa við
það.
Eg heimsótti þau oft. Mér leið
ágætlega í návist þessara ein-
stæðings hjóna. Þau voru ekki
einasta mentuð, heldur höfðu
áhuga fyrir leiklist ásamt öðr-
um í^róttum. Svo næstum því
ósjálfrátt fór ég að virða fyrir
mér upplag þeirra og lífsvenjur.
Mér virtist þau njóta æfinnar í
kyrrlátu en fögru samræmi,
þrátt fyrir áberandi mun á
aldri, því Mrs. Merides var á-
reiðanlega tuttugu árum yngri
en hinn virðingarverði maður
hennar. Þrátt fyrir þetta var það
deginum ljósara að einlæg vin-
átta var á millum þeirra. Það
var aðeins stöku sinnum að
auðið var að fleygja huganum
inn undir yíirborðið og verða
þar var við ósamræmi í upplag-
inu, og tilfinningum, er í kyrr-
þey gæti grafið þann góða
hjónabandsskilning á milli
þeirra.
Eðli Mr. Merides var alvara
og óframfærni, alvaran var næst
um hörð, þó var hann ætíð þægi
legur og þýður í umgengni með
an hans eigin séreiginleikar
voru virtir, og hans reglubundnu
venjur ekki brotnar. Hann var
vel efnaður, og ekki neyddur til
að taka nokkra sérstaka at-
vinnu. Hann stundaði skordýra-
fræði og varði til hennar mikl-
um tíma, en sérstaklega safnáði
hann fiðrildum. Fyrirhöfn hans
við að raða þeim liafði gert
hann afar nákvæman og vandlát
ann, ef aðrir áttu í hlut, og það
særði Mrs. Merides.
Hún var um þrítugsaldur,
meðallagi há vexti og sívöl í
vexti, með dökkt hár o gaugu.
vexti, með dökkt hár og augu,
eru frádregin, var helst ekkert
sem gerði hana aðlaðandi. And-
litsdrættirnir voru óreglulegir
apdlitslitinn vantaði og svo var
að sjá sem hún hefði ekki veitt
framgangshætti sínum eður
vexti eftirtekt. Jafnframt þessu
var hún gáfuð með fjörugu
ímyndunarafli og tilfinninga-
næmleik. Það fór ekki framhjá
mér, að kona þessi bjó yfir til-
finningum sem ekki hafði verið
hreyft við af manni hennar, með
svo takmarkaðan innileik.
Komum mínum smá fjölgaði,
og með því að ég á uppvaxtar
árum mínum hafði sint fiðrilda
veiðum, var mér skemmtun að
fiðrildasafni Mr. Merides og með
því var vináttuband knýtt á
milli okkar, en það leiddi aftur
til persónulegrar vináttu og
stöðugra heimboða frá þeim
báðum að borða hjá þeim mið-
degisverð. Framreiðslan var
jafnan ágæt. Mrs. Merides var
ætíð með gleðibragði er ég
kom og bauð mig innilega vel-
kominn. Hún sýndist hreint og
beint hafa skemtun af komu
minni! Það hlaut einnig svo að
vera því ég kom stöðugt með
einhverjar nýjar fréttir utan úr
umheiminum, og færði meira
fjör í þetta einhliða heimilislíf
þeirra.
Eg tók eftir því að hún gladd
ist komur mínar, svo sem ég gat
um áður, og þá daga er hún átti
von á mér hafði hún búist betur,
en þá daga er ég kom óvæntur.
Þessi meðvitund sló æsku-
metnaðinum gullhamra, og ég
fór frekar en áður að gera mér
far um að vekja eftirtekt hennar
á mér. Það leyndi sér ekki held-
ur, að það var vinátta í grunn-
tóninum í samtalinu. Eg gat tal-
að við hana með meiri skilning
en aðra, en að ég fengi ást á
henni var ekki að ræða, og ég
hefði hlegið að hverjum sem
hefði haldið því fram, að ég
væri að heilla hana að mér. Samt
fór það svo að eftir því sem vin-
áttan þróaðist, misti ég sjónar á
því er mér áður hafði fundist um
fegurð hennar, svo ég fór smám
saman að verða va^ við eitthvað
aðdráttarafl, er ég áður ekki
hafði orðið var við. Loksins
fanst mér hún vera yndisleg.
Hún varð daglegur gestur í leik
húsinu á kvöldin og ég held ég
hafi leikið með meira fjöri, er
ég sá hana á sama stað á milli
áhorfendanna. Þegar ég tók í
hönd hennar, borgaði hún það
með innilegu og þéttu handtaki.
Svo var það sunnudag einn,
þegar við öll þrjú, svo sem oft
áður, vorum að borða miðdegis
verðinn, og svo um kvöldið færð
um okkur inn í samkvæmisstof-
una, var þá orðið fulldimt, en
Merides kveikti tafarlaust, og
hafði orð á því að ljósið drægi
að skordýr og fiðrildi, og honum
yrði þeim mun léttara að veiða
þau. Það hafði einhvern veginn
atvikast svo, að Mrs. Merides og
ég sátum hvert hjá öðru við op-
inn gluggann sem sneri út að
garðinum. Andvarinn fanst enn
þýðari en vanalega, og við vor-
um umkringd frá töfrandi ilm
er lagði frá Jasminunum og rós-
unum í garðinum. Mr. Merides
stóð fyrir aftan okkur. Öll horfð
um við út um gluggann, hvort
með sínar hugsanir, en eftirtekt
Mr. Merides snerist öll að blóma
runnunum þar sem skordýrin
og fiðrildin flögruðu til og frá í
daufri ljósglætunni. Enginn
mælti orð. Þá var rökkurkyrðin
rofin af þyt silkimjúkra vængja
fiðrildis, er fyrst hafði flögrað
í kringum höfuð okkar og sveifl
aði sér svo út um gluggann.
“Ó,” sagði Mr. Merides í upp-
námi. “Þetta er mjög fágæt teg-
und og falleg, svo ég verð að
veiða það, hvað sem það kostar.
Veiðinetið hékk fast við glugg
ann. Á næsta augnabliki hafði
hann þrifið það og kominn út í
garðinn. Við heyrðym skóhljóð-
ið, sem í veiðiáhuganum barst
í ýmsar áttir eftir sanddrifnum
gang stígnum, sem þó stöðugt
fjarlægðist gluggann og hvarf.
“Hann kemur ekki aftur
bráðlega frá þessari veiði”, sagði
Mrs. Merides í lágum róm með
ánægjuhreim, “þegar hann er
tekinn að eltast við fiðrildin á
annað borð, gleymir hann öllu
öðru — jafnvel því að koma
heim.
Um leið stóð hún upp úr sæt-
inu við gluggann og gekk yfir
gólfið. Eg fylgdi dæmi hennar,
og svo án þess að segja eitt orð,
tók ég hönd hennar, hún galt
mér það eftir venju, og hallaði
höfðinu að öxl minni. Eg fann
að ég varð gagntekinn af ákafri
ástríðu er lág við að fengi yfir-
ráðin, er hún lagði kinnar okk-
ar saman. — Nú mun ykkur
detta í hug að ég hafi látið eftir
tilhneigingu minni og kyst konu
gestgjafa mins, en svo var ekki,
er það mér huggun á margri á-
hyggjustund minni, það var
komið nægilega langt samt. — I
sama bili heyrðist átakanlegt
neyðáróp berast inn um opna
gluggann eins og einhver hefði
orðið okkar var. Við hrukkum
við af hræðslu, æddum að glugg
anum, en sáum engan mann, en
í þess stað heyrðum við rétt hjá
okkur vængjablak fiðrildis, sá-
um þá ofurlitla öskju í glugga-
kistunni, og í henni rautt og
grænt fiðrildi, var það lagt í
gegn með títuprjón; nam oddur-
inn í korkplötu og stóð þar fast.
Fiðrildið var lifandi, en veifaði
vængjunum í síðustu vörn sinni
gegn dauðanum.
Hvorugt okkar kom upp orði,
og bæði höfðum við hugboð um
hvað fyrir hefði komið. Eftir að
Mr. Meridas gat veitt fiðrildið,
hafi þann komið heim í sigur-
gleði sinni, með fiðrildið vel
geymt í öskjunni, gengið þá að
glugganum, og orðið þess var er
fór fram inni í lampaljósinu,
sem allar siðferðisreglur strang-
lega banna, því höfðum við
hrokkið hvort frá öðru sem
eldi,ng eri þó um seinan — því í
augum Mr. Meridas hefir þetta
verið ákveðin skilnaðarsök, og
þá hefir hann rekið upp þetta
ógurlega örvæntingar-kvein.
Við stóðum við opinn glugg-
ann, magnlaus af hræðslu og
blygðunartilfinning; heyrðum
við þá skvamp í tjörninni hin-
um meginn við grasbalann, þá
hrukkum við upp.
Æ! Heyrðist lýða frá vörum
konunnar, — í' sárkvöldum til-
finningum, þar sem hún stóð við
hliðina á mér. ”Hann hefir steypt
sér í tjörnina og drukknað”.
Því miður reyndist það svo,
við flýttum okkur þangað sem
við heyrðum skvampið. Þegar
þangað kom, sáust engin merki
hans; það sem tók af öll tvímæli
var það, að í tunglsbirtunni
fundum við hattinn og treyjuna
í fjöruborðinu, sem hann hvort-
tveggja hafði fleygt af sér.
Morguninn eftir fanst líkið.
Orsökina fyrir slysinu vissu
menn aldrei, en þess var getið
til, að Mr. Merides hefði í veiði-
hug sínum fallið fram af bakk-
anum.
Tveim dögum eftir jarðarför-
ina, fékk ég sendan böggul frá
ekkjunni, í bögglinum var ofur-
lítil askja með gegnstungnu
fiðrildi af títuprjón, er stóð fast-
ur í korkplötu. Á miða sem
fylgdi, stóðu þessi kveðjuorð:
Við sjáumst aldrei framar.
Vertu sæll.
Kvikmyndahús eitt í París hef
ir fundið ágætt ráð til þess að
fá kvenfólk til þess að taka of-
an hattana á meðan á sýningu
stendur. Áður en sýning hefst
kemur eftirfarandi auglýsing á
sýningartjaldið: “Til þess að
valda eldri konum ekki óþæg-
indi, leyfa eigendur kvikmynda
hússins að þær setji með hatt-
ana á höfðinu”. Nokkrum
sekúndum síðar bregst það ekki
að allir hattar eru horfnir.
Lýsið upp
hin löngu
vetrarkvöld !
Pantið pakka af Westinghouse lampaglösum hjá inn-
heimtumanni eða þeim, sem mælir ljósanotkun, eða:
Simið
CITY HYDRO
848131
Kaupið pakka. Senda má C.O.D., eða leggja við
1 j ósareikninginn