Lögberg - 30.10.1947, Blaðsíða 3

Lögberg - 30.10.1947, Blaðsíða 3
LOGBERG. FIMTUDAGINN 30. OKTÓBER, 1947 3 Mislitir iagðar Á meðan ég þóttist sjálfur fær um að stjórna kjörum mínum, gekk alt illa. En eftir að ég lagði stjórnina í hendur þeirrar for- sjónar, sem ég hvorki þekki eða skil, og veit ekki einu sinni hvort er til, hefir alt gengið vel. Ameríka varð voldug fyrir einstaklingsframtakið. Það eru undarlegir menn, sem halda að hægt sé að lifa undir sömu skilyrðum á vélaöldinni, og meðan menn unnu með hönd- unum tómum. Breytingar mannlífs eru svo miklar nú á dögum, að það veitti ekki af að semja nýja stjórnar- skrá um hver áramót. Svo kemur tíð — að þeir menn, sem þá lifa, undrast, hvað fyrri partur 20. aldarinnar sigldi með mörg lík í lestinni. Orðhvössustu menn, sem ég hefi lesið um, eru Kristur og Skarphéðinn. Það er gott að fá viðurkenn- ingu í lifanda lífi, en það er þýð- armeira að fá hana eftir dauð- ann, því að það sýnir að maður hefir verið á undan sinni sam- tíð. Það er skrítið, að sjá ekki Jóns Runólfssonar minst, þegar öðr- um íslenzkum skáldum er hamp- að; hann fór þó fram úr Stefáni G. á sumum sviðum, hvað þá hinum. Hefðu prestarnir rétta þekk- ingu á dulmáli Gamla-testa- mentisins, gætu þeir frelsað vestræna menning frá glötun. Sé aldur jarðarinnar 200 millj- ónir ára, hljóta að hafa byggt hann menn, sem voru miklu vitr ari en við erum. Ef hnettir himingeimsins eru eins óteljandi margir og okkur er kennt, er einkennilegt, að í- búar þeirra skuli ekki hafa heim sótt þessa jörð. Það hafa heimsótt mig menn, sem segjast hafa komið til þess að heyra mig tala. En þegar þeir fóru, var ég þess fullviss, að þeir komu til þess að heyra sjálfa sig tala. Þeir halda að Vishinsky sé haldinn af illum anda, síðan hann nefndi nöfn “þessara herra” og kallaði þá “warmon- gers”. Það sama héldu Gyðing- ar um Krist, þegar hann rak kaupsýslumennina út úr muster- inu. J. J. Bildfell er orðinn of gam- all til þess að skilja kommúnis- mann. Dr. Pálsson þarf ekki einu sinni kvarnir í hauskúpurnar. Heimskringla virtist vera að fara út af laginu í Rússlands- kenningunni. En í 61 ára afmælis blaði sínu, náði hún sér á strik aftur. Heimskringla ræðir um beina löggjöf, ýmist upp í skýjunum, eða undir jörðinni, og þar við situr. Þegar rætt er um ágæti lýð- ræðisins, eru þeir fáu, sem á því græða, taldir öll þjóðin. Á meðan þeir rífast á alþjóða- þinginu, er öllu óhætt, en þegar þeir hætta því, er ekki gott að segja, hvað verður. Menn rífast vanalega áður en þeir fljúgast á. Eg man ekki eftir að nokkur stjórnmálamaður hafi verið nefndur “faðir” hjá sinni þjóð, nema Stalin. Stærsta átak mannsandans er það talið, þegar honum hug- kvæmdist, að guð væri einn og stjórnaði öllu. — Þó heldur Heimskringla að syndugt mann- kyn, sem ekki getur stjórnað sjálfu sér, geti stjórnað heimin- um með beinni löggjöf. Þjóðræknin horfir vanalega meira aftur en fram. Ættlerarnir stæra sig mest af ættgöfgi. Sumum mönnum er illa við dulspekina, af því að þeir eru hræddir um að hún komi því upp um þá, hvað þeir eru þröng- sýnir. Hinn gamli draumur mann- anna um himnaríki, er opinber- un þess, að á sínum tíma stofna þeir himnaríki á jörðu hér og verða ódauðlegir, án þess að þurfa að deyja fyrst. Þegar sumt af uppáhalds- skáldum okkar fer að fölna, held ur Steingrímur Thorsteinsson sér sígildum. Vonirnar eru eins og árstíðirn- ar, þær hverfa, og koma aftur. Ef þú átt bágt, er bezt að æfa sig í að hætta að hugsa. Fjarlægðin er eins og brigðul ástmey, hún bregst, þegar maður kemur of nærri henni. Ástin er móðir hverfleikans, en hún er líka móðir skyldunn- ar. — Þegar hætt var að mestu við að svelta skáldhneigðina á íslandi, slóst hungurfylgja henn- ar í för með Þorgeirs-bola vestur yfir haf, sem talið er víst að hing að hafi komið. Henni hefir tölu- vert orðið ágengt. Þó hefir hún ekki svelt neinn Sigurð Breið- fjörð hér, af því að hann var ekki til. — Bókmentir kapitalismans eru að verða máttlausar eins og lauf- in, sem detta af trjánum, af því að komið er haust. Að líta upp til manna, verður til þess, að maður fer að líta nið- ur á sjálfan sig. Loftkastalar eru betri en von leysi. Að hafa eilífðar trú er betra en efnishyggja, því að hún getur lyft huganum á flug og látið mann dreyma, en efnishyggjan gerir hvorugt. Ýmislegt hefi ég séð í þessu landi, en tvennt hefi ég ekki kom ið auga á: gull og vini. Eg hélt að bókmenntagáfa Vestur-íslendinga mundi verða tvöföld við áhrif enskra bók- mennta; en í þess stað —sbr. austur-íslenzkar bókmenntir — hefir henni hnignað svo, að hún er ekki einu sinni einföld. Ástin heldur því eðli, sem guð gaf henni, þangað til að pening- arnir koma til skjalanna, þá er henni allri lokið. Það svalar hégómagirninni, að lofa sig sjálfur, þegar enginn annar vill gera það. Eg hefi mætt ungum, fallegum stúlkum á háum hælum. Þær pikka niður fótunum eins og fótaveika hryssan, sem ég smal- aði á forðum, og datt svo oft, að það var mildi að hún háls- braut sig ekki. Að vera sinnar lukku smiður, breytir í engu forlagakenning- unni. Forlögin gera suma menn svo úr garði, að þeir geta unnið fyrir lukku sinni, en aðra skort- ir alt til að geta það, — og þeir eru fleiri. Mennirnir fóru öfugt að, þeg- ar þeir tóku upp á því að vilja skilja guð, áður en þeir skildu sjálfa sig. Menningararfur íslendinga, sem þjóðirnar dá, er aftan úr heiðni. Úr kristnum sið höfum við ekkert að bjóða, nema Passíu sálmana og Vidolinspostillu, en hvorugt nær heimsfrægð; til þess er í Passíusálmunum of mik il auðmýkt og Vídalínspostillu of miklar formælingar. Það verður gaman að lifa, þeg- ar allir eru orðnir alheimsborg- arar. Þá verður enginn þjóðar- rembingur, og enginn útlending- ur. Eg var hrifinn af Kristjáni Jónssyni, þegar ég var ungur, en svo komust ýmsir upp á milli okkar. En nú held ég mest upp hann fyrir þennan vísupart: Um langa stund ég leitað hefi að friði og loksins fundið hann í þessum skóg”. Eg held að Lögberg og Heims- kringla hefðu gott af því að birta kafla við og við úr Ganglera og Morgni og jafnvel kommúnista- blaðinu. Þó að Englendingar séu á eft- ir með að hafa ofan í sig, eru þeir á undan í draugatrú, sem opnar veginn í annan heim. Þó að það sé ánægjulegt hjá Helga Péturs, að fslendingar eigi að frelsa heiminn, fylgir sá bögg ull skammrifi, að hætt er við að þeir ofmetnist af því, svo-að ekk ert verði af endurlausnarstarf - inu. Það verður torsótt fyrir J. J. B. ’ að verjast þessum tveimur, sem sækja að honum í síðasta Lögbergi. Hann ætti að fá rit- stjóra Heimskringlu til þess að tukta annan þeirra til. Fréttaritarar segja, að alþjóða þingið sé eins og skemmtisam- koma, þar sé kjaftað út í bláinn eins og á öðrum samkomum, án þess að komast að niðurstöðu. — Þar er svo fínt, að alþjóð sem borgar, fær ekki alla sína lífs- tíð að líta slíka vegsemd augum. Þar eru svo fagrar konur, að meira að segja Vishinsky fylgir þeim með augunum, um endi- langan salinn, þó að gamall sé Auðvald Bandaríkjanna veit, hvernig það á að haga hlutun- um, svo að skuld skyggi fyrir sjón. Að drepa Bakkus er templur- um og bindindismönnum ofvax- ið, því að hann er ódauðlegur. Forngrikkir vissu hvað þeir voru að gera, þegar þeir hófu hann í guða tölu, því að þeir voru menn vitrir. Fjall þekkingarinnar er svo hátt, að það hlýtur að liggja í gegnum marga himna. Það er sorglegt að deyja út, án þess að hafa kynst tilverunni meira en það sem skllningavitin fimm ná til. J. S. frá Kaldbaki. Business and Professional Cards Mrs. Hallfríður Stephenson Oft leggja menn blóm á kistur hinna framliðnu. Þau tákna kærleika gagnvart þeim, sem kvatt hafa. Það var mikið af blómum þegar Mrs. Hallfríður Stephenson var kvödd hinzta sinn, í Fyrstu lútersku kirkju, laugardaginn, 16. ágúst síðast- liðinn. Hér er gjörð tilraun til að leggja fram örlítið minninga- blóm. Hún var fædd á Islandi fyrir 66 árum, dóttir þeirra hjónanna Ólafs og Guðrúnar Freeman. — Með þeim og systkinum sínum, kom hún til Winnipeg, barn að aldri, og hér dvaldi hún lang- mestan hluta æfinnar. Hún dafn aði í skauti kristinna foreldra og þroskaðist til nytsemda og lífern isfegurðar. Fyrir 45 árum giftist hún Guð Laugi L. Stephenson og áttu þau heima í Winnipeg. Með samein- uðum kröftum lögðu þau rækt við heimili sitt. Hann veitti því örlátlega það sem það þarfnaðist og hún annaðist það með ráð- deild og snild. Þar var mikið af gestrisni og hjálpsemi. Þau voru meðlimir í Fyrsta lúterska söfnuði og studdu hann drengi- lega. Hún var meðlimur í kven- félagi safnaðarins og hjálpaði því með velviljuðum höfðings- skap. Þeim fæddust synir og dætur og heimilið lagði þeim í té þroska til nytsams æfistarfs. Hún var ástvinum sínum öll- um einstaklega góð. Þegar móð- ir hennar varð fyrir slysi, tók Mrs. Stephenson h&na að sér og veitti henni dásamlega umönn- un. í kyrþey og kærleika annað- ist hún heimilisfólk sitt og mörg um utan heimilisins rétti hún kærleiksríka hjálparhönd. Síðastliðin 2 eða 3 ár voru þau hjónin á vetrum hjá tengdasyni og dóttur þeirra, Mr. og Mrs. Ferguson, í Vancouver, í British Columbia. Hún var þá farin að kenna sjúkdóms þess er leiddi hana til bana. Hún andaðist þar 11. dag ágúst mánaðar. — Líkið var flutt til Winnipeg og kveðjumálin flutt þar í heima' kirkju hennar og grafreit. Fólksfjöldi mikill var við kveðjuathöfnina í kirkjunni. Organisti og söngflokkur leiddu sönginn, séra Eiríkur Brynjólfs- son las Biblíukafla, og sá sem þessar línur ritar, flutti kveðju- málin. Fjöldi fólks fylgdi með út í grafreitinn. Alt bar vott um vinsældir hinnar burtkölluðu og víðtækarin samhygð með henn ar nánustu í djúpri sorg þeirra. Jesús sagði: “Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver ann- an”. Sú sem vér kveðjum hélt sér fast við þetta boðorð alla æfi. — Blessuð sé minning hennar. Rúnólfur Maríeinsson. Náltúran jafnar í Wien er miklu fleira af kon- um en körlum, en hagfræðing- arnir segja, að þetta muni breyt- ast á næsta mannsaldri. íbúar Wien voru á síðasta ári 1,61-,177 en þar af voru 938,501 kvenkyns og aðeins 663,736 karlkyns, eða hálfönnur kona á mann. En á síðastliðnu ári hafa suma mán- uðina fæðst um fjórðungi fleiri sveinbörn en meybörn, svo að ef því heldur áfram jafnast mun urinn. ♦ Og svo er hér smá dægradvöl. Margfaldaðu aldur þinn með tveimur og bættu fimm við út komuna. Margfaldaðu það með 50. Bættu við smáaurunum, sem þú ert með í vasanum, en þeir mega þó ekki vera meira en króna. Dragðu frá dagana í árinu — 365. Bættu 115 við upp á grín. Tveir fyrstu tölustafirnir í töl- unni, sem þá kemur út, sýna ald- ur þinn, tveir öftustu smápen- ingaupphæðina, sem þú ert með í vasanum. Hún: “Guð minn góður Ge- org, þetta er ekki okkar barn Þú ert með vitlausan barna vagn.” Hann: “Uss, þegiðu. Það eru Brookside- 'gúmmíhjól undir þessum”. H. J. STEFANSSON Life, Accident and Health lnsurance Representing THB GRBAT-WEST LIFB ASSURANCE COMPANY Winnipeg, Man Phone 96)144 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMBRSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Talsfmi 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfrœöinyur i augna, eyrna, nef og kverka sjúkdómum. 215 Medical Arts Bldg. Stofutími: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK SérfrœOingur í augna, eyma, nef og hálssjútcdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 93 851 Heimasími 403 794 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK islenzkur lyfsali Fölk getur pantaö meðul annað með pöstl. Fljöt afgreiðsla. og A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina. Skrifstofu talsíml 27 324 Heimilis talsími 26 444 Geo. R. Waldren, M. D. Physician and Surgeon Cavalier, N. D. Office Phone 95. House 108. PEINCt/f MESSENGHR SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri íbúðum, og húsmuni af öllu tæl. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Slml 25 888 C. A. Johnson, Mgr. TELEPHONE 94 358 M. J. PALMASON and Company Chartered Accountants 1101 McARTHUR BUILDING Winnlpeg, Canada Phone 49 469 Radio Service Specialists ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 1311 f'SBORNE ST., WINNIPEG G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 4114 SCOTT BLOCK SlMI 95 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla I heildsölu með nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA STREET Skrifst.stmi 25 356 Helma 56 462 Hhagborg u FUEL CO. n Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 7 VINBORG APTS. 594 Agnes St. Viðtalstlmi 3—5 eftir hádegl DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office hrs. 2 30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 526 MEDICAL ARTS BLDG. Offire Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H, R„ and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TRUSTS TORONTO GEN. BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG Dr. Charles R. Oke Tannlœknir For Appointments Phone 94 908 Office Hours 9—6 404 TORONTO GEN, TRUSTS BUILDING 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 34 655 For Quick Reliable Service J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð bifreiðaábyrgð, o. s. frv. PHONE 97 538 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfræOlngar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG Portage og Garry St. Slml 98 291 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 60 VICTORIA ST., WINNIPF.G Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDSON Tour patronage will be appreclated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. .1 H. PAOE, Managing Director Wholesale Distributors of Frjsh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Offtce Ph. 26 328 Rea. Ph. 73 917 Dial 21 331 (C.F.L. No. 11) 21 331 /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.