Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 3

Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER, 1947 11 Sonur minn blíðasti! sofðu nú rótt; Sofa vil ég líka þá skelfingar nótt; sofðu! ég hjúkra og hlífi þér vel; hjúkrar þér móðir, svo grimmasta él má ekki fjörinu farga”. Fýkur yfir hæðir og frostkalda leið, fannburðinn eykur um miðnætur skeið; snjóskýja bólstrunum blásvörtu frá beljandi vindur um hauður og lá í dimmunni þunglega þýtur. Svo, þegar dagur úr dökkvanum rís, dauð er hún fundin á kolbláum ís; snjóhvíta fannblæju lagði yfir lík líknandi vetur — en miskunarrík sól móti sveininum lítur. Því að hann lifir og brosir og býr bjargandi móður í skjólinu hlýr, Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1888 - 1948 / William B. Migie DRUGGIST Portage at Beverley WINNIPEG Hamingju Óskir til Lögbergs . . . I TILENFI AF SEXTlU ÁRA AFMÆLl ÞESS Frá Almennu verzlunar búðinni á Edinburg, North Dakota. Sem hefir nægð af eftirfarandi vörum til boða. FAIRWAY MATVÖRU, ÁLNAVÖRU, LEE HLÍFÐARFÖT, STAR BRAND SHOES, NÝTT KJÖT OG FROSNAR MATAR TEGUNDIR C. E. PETERSON EIGANDI. EDINBURG NORTH DAKOTA The Complete Food Market reifaður klæðnaði brúðar — sem bjó barninu værðir, og lágt undir snjó fölnuð í frostinu sefur. Neisti guðs líknsemdar ljómandi skær, lífinu bestan er unaðinn fær, Móðurást blíðasta, börnunum háð! blessi þig jafnan og efli þitt ráð guð, sem að ávöxtinn gefur. Spyrji maður náungann á götunni að því, fyrir hvað Jónas Hallgrímsson sé best þektur sem skáld, verða svörin oftast: fyrir minnin og náttúruljóðin. Fæstir sjá fleiri hliðar skáldsins. Hannes Hafstein setur honum fyrst og fremst stað sem náttúruskáldi, og farast honum svo fagurlega orð um það, að freisting væri að endurprenta þau hér; en því miður mundi það lengja mál mitt um of. Það eitt, að sum minni Jónasar eru sungin enn í dag, jafnvel þótt önnur af líku tæi séu ort nálega fyrir hverja samkomu, sýnir betur en nokkuð annað sígildi þeirra. Samkomukvæði eru vana- lega ort með litlum fyrirvara og engum undirbúningi; enda er iíka verkið á þeim all-flestum eftir því. Þetta verður ekki sagt um minni Jónasar í heild, enda þótt einstöku vísur beri á sér flýtisbrag. Tökum sem dæmi “Nú er vetur úr bæ”, þó að innan um glóandi gullkorn fegursta skáldskapar bregði fyrir mein- leysis hvötum um herferð á flöskurnar. Sama er að segja um “Hvað er svo glatt?”, sem allir kunna og allir syngja. Það er nálega óslitið listaverk. Sumum kann ef til vill að finnast hann leggja helst til mikla áherslu á víndrykkju sem einn aðalþátt veislugleðinnar. En það er eftirtektarvert, að saman við gleðina og glasaglauminn blandast hinn þunglyndislegi alvöru undirtónn, sem samofin hinni óviðjafnanlégu málfegurð hefir gjört flest ljóðin hans að dýrustu perlum íslenzkra bókmenta. Til dæmis er honum ekki nóg að geta þess, að brennivínið hleypi í mann hitanum, heldur þarf hann að sýna, að þrúgurnar — vínberin — hafi grátið gullnum tárum í veigar guðanna, svo mannkyninu gæti endrum og eins hlýnað um hjartaræturnar. Og svo þegar þetta er fengið, þá er það vort, að leita uppi sólskinsblettina sem ávalt eru einhversstaðar til undir hinum skýbólstraða himni mannlífsins, og gleðjast þar eftir föngum. Þetta kemur einmitt svo átakanlega vel heim við ljósþrána, sóldýrkunina, sem geng- ur eins og gullinn þráður í gegnum öll hans fegurstu kvæði. Eitt minni langar mig til að nefna enn, en það er veislukvæðið: “Þú stóðst á tindi Heklu hám”. Það er næsta sjaldgæft, að sjá í sex vísum samanþjappaða jarðmyndunarsögu heils lands, og auk þess sé dálítið rúm afgangs um sögu þjóðarinnar, heimspekilegar hugleiðingar um vísindin, auk árnaðaróska til heiðursgestsins — alt klætt hinum yndislegasta skrautbúningi máls og hrynjanda. Við það að líta betur í gegn um minnin og erfiljóðin, sem í rauninni eru líka minni, þá sé nú betur og betur hve, mig langar til að segja, heilagt hlutverk Jónas hefir álitið sér falið á hendur, er hann tók að sér að yrkja þau. í svo að segja hverju einasta þeirra notar hann tækifærið til þess, að ræða eitthvað það, sem honum var mesta hjartans áhugamál; og oftast er það þá föður- landið, vegur þess og hagur. Ættjarðarástin hefir aldrei eignast hljómfegurri né betur sitlta strengi en einmitt í þessum flokki kvæða hans, sem allflest eru óbeinlínis að meira eða Þarf aðeins a ðminna á: Kveðju til Thorvaldsens, Magnúsar- kviðu um Viðeyjar-Magnús, sem þó var að flestu leyti brautryðj- andi annarar og eldri stefnu en þeirrar, er Jónas fylgdi, og svo erfiljóðin eftir Tómas Sæmunds son, séra Þorst. Helgason og Hulduljóð, hið unaðsfagra kvæði í minningu um Eggert Ólafsson, sem í rauninni var fyrirrennari Jónasar, en því miður leirskáld, a. m. k. borinnn saman við hann. Hin svonefndu náttúrukvæði geta verið af ýmsum tegundum eða gerð. Þau geta verið bein lýs ing þess, sem augu og eyru ber úti á guðs grænni jörðinni. Það er sú tegund náttúrukvæða, sem algengust eru hjá íslenzkum skáldum. Til þeirra má telja “Dalavísur”, “Vorkvæði” og ef til vill “Sláttuvísur”, og síðast en ekki síst sum brotin, sem eftir hann lágu ófullgjörð, svo sem: “Ó, þú jörð, sem er yndi þúsunda, blessuð jörð, sem ber blómstafi grund ar, sárt er að . . .” já, sárt var að honum entist ekki aldur til áframhaldsins. Sama má segja um: ”Þar sem háir hólar, hálfan dalinn fylla”, er gaf Hannesi Hafstein tilefni til hinna yndis- fögru minningarljóða um Jónas, þegar hann ferðaðist um átt- haga hans ári síðar en bókin var prentuð. Þá er önnur tegund náttúruljóða, sem bæði ljóðskáld og tónskáld hafa tíðum spreytt sig á, þess eðlis, að höfundurinn leitast við að finna eitt alsherjar samræmi í hinum ólíku röddum (Framhald á bls. 12) Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1888 - 1948 \ Keewatin Lumber Co. Limited G. L. FRASER, Manager Phone 201 196 Norwood. Man. Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1888 1948 Barneys Barber Shop WINNIPEG 264 Hargrave St. MANITOBA Anderson Bros ... óska Lögbergi til hamingju á Sextíu ára afmæli þess og ' / farsællrar framtíðar, og minna íslendinga á að þeir eru ávalt til staðar að gjöra við alt sem úr lagi fer hjá þeim, hvort heldur það er stórt eða smátt, úr tré eða járni. Þeir selja og Chrysler og Plymoulh Bifreiðar og Fargo flulninga Bifreiðar. ANDERSON BROS. BALDUR, MANITOBA PHONE 8 AFMÆLIS KVEOJUR Til ILogfaergð Það er oss mikið ánægjuefni, að eiga þess kost, að samfagna Lögbergi á hinu sextugasta árs afmæli þess, vér metum mikils margháttaða þátttöku blaðsins í canadiskum menningarmál- um og stuðning þess við íslenzkt þjóð- erni. Vér óskum blaðinu langra og giftu- ríkra lífdaga. Fyrir hönd COLDWELL SVEITAR og SVEITARSTJÓRNARINNAR KARI BYRON, ODDVITI

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.