Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 7

Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER, 1947 15 Eilífðareðli mannssálarinnar verður ekki fjötrað né drepið í dróma Á öllum öldum hefir verið unnið á móti kirkju og kristin- dómi, þeim meginsamtökum, sem reynt hafa að glæða hið guðlega eðli mannsins. — Mis- jafnlega langt hefir verið geng- ið í þessu niðurrifi, og oft hefir virzt líta vel út með árangur af þessu starfi. Þótt mikið hafi ver ið lagt á sig í þessu efni, t. d. í Þýzkalandi og Rússlandi, sanna hin síðustu ár þó í báðum þess- um löndum óumdeilanlega yf- irskrift þessa greinarkorns. Þjóðverjar hugðust hafa sigr- azt á þessari veilu og vanmætti í eðli mannanna. Þar er nú allt í rúst. Um nokkurt skeið, — fram á allra síðustu ár, — hefir ræki- lega verið unnið að því sama með hinni rússnesku þjóð. Að hún í hinum andlegu efnum horfði ekki fram hjá hinum dauðlega stjórnanda sínum. Þrátt fyrir boð og bann í þess- um efnum hefir enn sannazt með hinni rússnesku þjóð, að eilífðareðli mannsins og trú hans á Guð verður ekki fjötrað. Maðurinn og heimurinn í heild getur ekki lifað heilbrigðu lífi, í samræmi við fullkomna þróun og þroska, án þess að hafa sam- band við eilífðaruppsprettu sjálfs lífsins. Stálvilji hinnar rússnesku þjóðar horfir nú algerlega fram hjá Stalin, hversu góður og gagnlegur^ sem hann kann að vera sem stjórnandi þjóðar sinnar. Það er mikilsvert tím- anna tákn, og enn ein sönnun um mátt og mikilleik þeirra eilífu sanninda, sem aldrei gangá úr gildi, að “maðurinn Besta árnaðar óskir til Lögbergs * t Þar stendur til boða allt það nýasta og bezta, sem til húsbúnaðar heyrir. Einnig önnumst við um útfarir, og seljum það sem til þeirra hluta þénar. PICO'S FURNITURE H0USE < • < • < < < • < < < < CAVALIER. NORTH DAKOTA < < • HAMINGJU ÓSKIR TIL VIKUBLAÐSINS LÖGBERG ASEXTUGAZTA AFMŒLISDEGI ÞESS Með þökk til Islendinga fyrir góða viðkynningu og viðskifti í liðinni tíð og óskir vorar um framtíð og gengi blaðsins og þeirra á komandi árum. , Farmers Union Oil Company EDINBURG - NORTH DAKOTA lifir ekki af brauði einu sam- an”. Þessi þjóð — þ. e. Rússarnir, — sem reynt hefir verið að kúga frá trú og kristindómi, hefir slitið af sér öll bönd, og hefir nú trúariðkanir um hönd, án þess að vera lengur varnað það á sama hátt og áður. En við, sem lifum í þessum efnum sem öðrum eftir geðþótta sem frjáls ir menn, höfum á síðustu árum verið í vaxandi mæli að loka kirkjunum, meðan Rússar eru að brjóta upp þá slagbranda, sem fyrir þær voru settar. Sennilega væri okkur hollt og heillavænlegt í ýmsum efn- um “að sjá hvað fara gerir” hjá öðrum þjóðum. Við getum sjálfsagt ekki, — og er ekki hollt þó við gætum —, á öll- um sviðum lifað sem óhófs- menn og angurgapar. Svo bezt öðlumst við virðingu voldugra menningarþjóða, að heima fyrir og á heimsþingum sjái staðina að hér búi traust og trúuð menningarþj óð. Akranes. Perlurnar Það eru aðeins tvær aðferðir til þess að finna hvort perla sé ósvikin: að setja hana milli tann anna eða bera hana upp við ljós — skyggna hana. Ósviknar perl- ur eru altaf dáltið hrjúfar en gerviperlumar eru sléttari. Og ósviknar perlur eru gagnsæjar í útjöðrunum en gerviperlur al- veg ógagnsæjar. Fallegasta perlan, sem komið hefir á markaðinn í síðustu hundrað ár, náðist í Persaflóa af indverskum kafara í október 1929. Hún var metinn á milljón krónur. Einn maðurinn á bátn- um varð vitskertur af að hugsa til allra peninganna, sem hann fengi í sinn hlut. Eftirsóttustu perlurnar eru svartgrænar á litinn. Þær eru mjög sjaldgæfar. Brúnar perlur eru ekki sérlega verðmætar og rauðár perlur að heita má verð- lausar. Gullnar perlur komast í geypiverð ef liturinn er ekta. Við ljósrauðar perlur er það einkennilegt að þær eru flestar óreglulegar í laginu. Það var Eugenía drottning Napoleons II., sem kom svörtu perlunum í verð. Hún safnaði sér úrvals svörtum perlum í hálsfesti. Perlan í lásnum á þess ari festi var seld í London fyrir 21.000 krónur. í einni ostru hafa fundist 150 perlur. Ein einkennilegasta perlan, sem nokkurn tíma hefir fundist, var hvít öðrumegin og svört hinumegin. Vísindamenn hafa ekki getað gefið neina skýringu á þessu fyrirbæri. Það var tíska hjá rómversk- um konum að nota ostruskeljar sem farðadósir. En í þessum skeljum varð að vera perla og helst sem fallegust, áföst við skelina. Perluveiðarar á Kyrrahafs- eyjum geta kafað í meira en 35 metra dýpi. Þar er þrýstingur- inn fimmfalt meiri en á þurru landi. Perluveiðararnir geta ver ið í kafi allt að þrjár mínútur. Sú var tíðin að Bretlandseyj- ar voru frægar fyrir perluskelj- ar, og var þetta ein ástæðan til þess að Julius Cæsar réðst inn ( England. Ein perlan í brezku konungskórónunni fannst í kræklingaskel við England. Columbus kynntist ýmsum perluveiðurum af Indíánakyni þegar hann kom í eyjarnar í Mexicoflóa. Indiánarnir notuðu perlurnar í hálsfestar og höfðu þá skoðun ó uppruna þeirra, að þær væru daggardropar, sem lent hefðu í skeljum. Sama þjóð trúin var og í Evrópu. Þegar Maria af Medici, kona Hinriks IV. Frakkakonungs, hélt syni sínum undir skírn árið 1601, var hún í kjól, sem var settur 23.000 perlum. Kleópatra Egyptadrottning hefir drukkið einn dýrasta drykk inn, sem nokkurn tíma hefir komið í nokkurn maga. Hún skopaðist, að hinum dýru veisl- um, sem Antonius hélt henni til heiðurs og sagðist skyldu halda veislu fyrir hann, sem væri þús undfalt dýrari. Veislan var hald in og Antoniusi þótti skítur til koma, því að maturinn var ofur óbrotinn. En undir veislulokin tók Kleópatra eina dýrustu perluna, sem hún var með, leysti hana upp í ediki og sötraði svo í botn. Kolkrabbar og hákarlar eru hættulegaáttr perluveiðurimum og svo sandskelin svonefnda, sem verður svo stór og hún veg ur stundum fast að því smálest. Ef kafara verður stigið á svona skel er úti um hann. Skelin held ur honum eins og dýrabogi. í austurlöndum voru perlur oft notaðar til að greiða hernað- arskaðabætur. í Kína voru skattar greiddir með perlum tvö þúsund árum f. Kr. Persar töldu perlur meira virði en gull. Sir Thomas Gresham, enskur auðkýfingur, sem uppi var á tímum Elísabetar Englands- drottningar, lét mala eina af dýrustu perlum sínum, sem var virt á 300.000 krónur, og át svo sallann. Þannig vildi hann vekja athygli á hve ríkur hann væri, en sýndi um leið hvílíkt flón hann var. Frumstæðar þjóðir líkja tunglinu oft við perlu. Á sum- um tungumálum heitir tunglið “perla himinsins”. í “Inferno” Dantes er tunglið kallað “hin eih'fa perla”. Enda var það einu sinni trú manna, að undir viss- um kringumstæðum gætu perl- urnar lýst á nóttunni. Móðirin: — kemur inn í barnaherbergið: Hvaða læti eru þetta í þér, Ella, sér er nú hver ólmandinn og hávaðinn. Sérðu ekki hvað Valdi bróðir þinn sit- ur rólegur og drýpur ekki af hon- um? Ella: Hann á líka að gera það í leiknum, mamma. Móðirin: Hverskonar leikur er það, þar sem stúlkurnar eiga að Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1888 - 1948 Pefler D. Curry & (o. Lld. CURRY BUILDING -Phone 98 431 Winnipeg. Manitoba hrópa og ólmast, en drengirnir að sitja steinþegjandi? Ella: Við leikum pabba og mömmu. Eg er þú, en Valdi er pabbi, og þess vegna á hann bara að steinþegja. Hamingjuóskir til LÖGBERGS á sextíu ára afmælinu 1 888 - 1 948 Dr. K. J. Austman 209 Medical Arts Bldg. Winnipeg. Manitoba Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1888 - 1948 Sherbrook F'lorists 618 PORTAGE AVENUE Phone 36 809 Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1888 - 1948 BROWN'S BREAD LTD. SELKIRK MANITOBA BEZTU ÁRNAÐAR ÓSKIR VORAR TIL LÖGBERCS I TILEFNI AF SEXTÍU ÁRA AFMÆLI ÞESS. \ N. C. ADAMS Eigandi MRRSHALL WELLS STDRES CAVALIER NORTH DAKOTA I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.