Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 6

Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 6
14 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER, 1947 i sveitamál án þess að verða þunnur eða húsgangslegur. Hann er aldrei tyrfinn eða torskilinn; aldrei þó vellinn eða sætvæminn. Hann er bituryrtur og hæðinn, þó aldrei grófur eða klúr. Eg skal aðeins taka lausar hendingar héðan og handan; erfiðast verður að takmarka þær. Eg opna þá bókina af handahófi og kem niður á kliðkviðu eða sónhátt; og ef ég man rétt, var Jónas fyrstur til að yrkja þann hátt á íslenzku. Svo rís um aldir árið hvert um sig, eilífðar lítið blóm, í skini hreinu . . . Þrjátíu árum síðar hagnýtir séra Matthías sér þessar undur- fögru, yfirlætislausu línur í þúsund ára lofkvæði sitt; og þótt enginn neiti því kvæði um tignarbrag, þá verður þó ekki með sanni sagt, að eftirmyndin: íslands þúsund ár, eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár sem tilbiður guð sinn og deyr taki frummyndinni fram að fegurð og látleysi. Það eru til margir Jjómandi fallegir málshættir í íslenzkri tungu, ýmist hálfkveðnir eða í óbundnum stíl, og vitum vér um uppruna fæstra þeirra. Skáldin taka þá oft upp í kvæði sín, og við það versna þeir alla- jafna. Jónas gerir þetta líka, en ferst það s^vo höndulega, að manni finst þar vera komin ný spakmæli; til dæmis: Margur lækur smár gjörir stórar ár”, verður hjá honum “Margur dropi verður móða fögur og brunar að flæði fram”. — Hugheilar Árnaðar óskir til Lögbergs . . . í tilefni af sextíu ára afmœli þess BYRON MOTOR CO. LOUIS BYRON, Eigandi og forstjóri. sem gjörir við og selur: DODGE OG PLYMOUTH BILA I MOUNTAIN - NORTH DAKOTA “Bera bý bagga skoplítinn hvert að húsi heim; en þaðan koma ljós hin logaskæru á altari hins göfga guðs. minnir dálítið á annan svipaðan málshátt: “Margt smátt gjörir eitt stórt”. En eigi þarf því um að dreifa, hve miklum mun feg- urri þessar línur séu. Annars er allur fyrri hluti þess kvæðis tóm spakmæli og gullkorn. Fleiri orðtök, en vér í fljótu bragði gjör- um oss grein fyrir, hafa komist inn í daglegt mál, svo sem “Það er svo bágt að standa í stað”, og hefir hann með því aukið tung- unni tilbreytni og fegurð, ekki aðeins í bókmentum heldur og í manna munni og, eins og Hannes Hafstein komst svo fagurlega að orði, “Spunnið nýja strengi á hörpu þjóðar sinnar”. Flest íslenzk skáld geta lýst býsna vel fjallalandi, og þvi sem þeim fylgir, en þar við strandar vanalega. Hún er skýr og tignarleg þessi mynd í Gunnarshólma: Við norður rísa Heklutindar háu. Svell er á gnípu, eldur geysar undir í ógnadjúpi, hörðum vafin dróma skelfing Og dauði dvelja langar stundir. En spegilskygnd í háu lofti ljóma hrafntinnuþökin yfir svörtum sal. eða þá þessi í kvæðinu til Thorvaldsens: “Tign býr í tindum, traust í björgum, fegurð í fjalldölum, en í fossum afl”. Svona myndir gat vinur hans Bjarni Thorarensen skilið, því fyrir handan pollinn, úti í Danmörku, sá hann ekkert nema neflausa og augnalausa ásýnd. En Jónas sá þar líka fegurð, þó fjöllin vantaði. Á einum stað segir hann: “Þegar lauf skrýðir björk, þegar ljósgul um mörk rennur lifandi kornstanga móða —” Þessi líking af fullsprotnum akri, sem bylgjast í blænum, er víst eins dæmi í íslenzkum bókmentum, og þó víðar sé leitað — en hún er líka eins dæmi að fegurð. Þó þetta sé orðið lengra en ætlast var til í fyrstu, má ekki ganga framhjá þýðingunum. 1 rauninni eru þýðingar Jónasar ekki miklar að vöxtunum; voru þær þó strax í fyrstu þýðingar- mikil viðbót við bókmentirnar. Hann mun t. d. hafa fyrstur kynt þjóðinni Heine og Schiller, ásamt fleiri óþektum höfundum. Og þýðingamar eru þess eðlis, að engum dettur til hugar, að þær séu ekki frumsamdar. Að því leyti er hann ónákvæmur, að hann ekki aðeins breytir bragarháttum, heldur og staðháttum. Hvérj- um mundi t. d. detta til hugar að þetta brot eftir Heine sé þýtt: Hlustar hinn dimmi Dalaskógur, öll eru lauf hans eyru grænlituð Sefur nú Selfjall og svarta teygir skuggafingur af Skeiðum fram. Ekki veit ég hvor á meira í þessu, Jónas eða Heine, en ekki er ólíklegt, að sumir nútíðar höfundar hefðu sett annaðhvort “Sam- anber” eða “á borð við”.-----Sama mætti segja um Álfareiðina, sem allir syngja. Annars hefir mér altaf fundist of mikið gjört úr áhrifum Heines á Jónas. Bestu kvæði Jónasar renna hvergi í kjölfar Heines. Þau eru fyrst og fremst grundvölluð á tvennu — fyrirmynd fornkvæðanna og íslenzkri náttúru, eins og hún kom náttúrufræðingunum og fagurfræðingunum fyrir sjónir. Fleiri kvæði mætti nefna, sem ekki bera á sér mikinn þýðingarbrag, svo sem “Bíum, bíum”, eftir Ochleuschlager, "Kossavísur”, “Illur lækur” og fleiri. Um þýðingar alment talað, langar mig til að bæta við þeirri persónulegri skoðun minni, að enginn þýðandi hafi rétt til að breyta hætti og hrynjanda, að minsta kosti ef um sönghæf kvæði er að ræða. Gerir vitanlega minna til um þau kvæði, sem í eðli sínu éru þannig, að þau verða aldrei sungin. Þannig getur maður lesið Paradísarmissi Jóns Þorlákssonar í fomyrðislagi með meiri ánægju en frumkvæði Miltons á hinum óljóðræna fimm-sam- stöfuhætti; og hver kærir sig um, hvort Hómer er lesinn í stutt- um eða löngum Ijóðlínum? Ekki væri það rétt að skilja svo við þetta mál, að ekki sé minst kýmniskvæða og rita Jónasar. Nú er það segin saga, að skop, háð og gletni breytist meira en nokkuð annað eftir aldar- anda og hugsunarhætti fólksins. Margt það, sem talin var góð fyndni fyrir einum mannsaldri, er lítt skiljanlegt nú og vekur naumast bros á vör. Flest af því tæi hjá Jónasi er enn gjaldgeng vara. Til dæmis gæti þessi vísa átt við nærri hvaða málafærslu- mann sem er nú á dögum: Feikna þvaður fram hann bar — fallega þó hann vefur! Lagamaður víst hann var, varði tóu refur. Græskulausari eru “Borðsálmur” og “Skrælingjagrátur” og vel skiljanleg enn. Mörg af Jónasar smáskrítnustu og fyndnustu orðatiltækjum eru til og frá innan um alvörukvæðin og því ógjörningur að tína það alt saman; auk þess missir flest þess- Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1888 - 1948 Perth’s CLEANERS — LAUNDERERS — FURRIERS 482 Poriage Ave. Winnipeg, Manitoba háttar gildi við að vera slitið út úr samhengi. En fyndni Jónasar og skop nýtur sín enn betur í smásögunum og bréfunum svo- nefndu. Tökum til dæmis “Úr gamanbréfi”, sem enn er bráð- skemmtilegt og gaf auk þess Gröndal fyrirmyndina að “Heljar- slóðarorustu”, “Góður snjór” og “Klauflaxinn” snerta löngu lið- inn hugsunarhátt og siðvenjur, en þó á a. m. k. hin síðari sér enn stað í lífinu. Það gjörði svo sem minst til, þó Hallur stæli kjötinu á föstunni eins lengi og það var ekki nefnt kjöt. En langt fram úr þessu skarar samt Bréfið af Þingvelli. Þær fáu línur verða sígildar og eru það. Fólkið heldur dauðahaldi um klafa, hlekki og asnakjálka andlegs og líkamslegs ófrelsis og heimsku til þess að sleppa við ábyrgðina, sem andlegu viðsýni og þroska og sjálfstæði fylgir. Því mætti bæta við. þeim til skýringar, sem alist hafa upp á vísindunum eingöngu, að sú var þjóðtrúin í þá daga, að kvarnirnar í höfði þorsksins táknuðu heimsku. “Að tyggja upp á dönsku” skilja víst fæstir nú á dögum nema þá að því leyti, sem það ýtir við tískufargani allra tíma. Þó ótrúlegt sé, vaY sannur fótur fyrir því sögubroti. Það hét að tyggJa UPP á dönsku, og þótti fínt, ef tuggið var með framtönn- unum einum. Fyrir tilstilli tannlæknislistarinnar tyggja nú víst fæstir upp á dönsku, og ef þeir fátækustu gjöra það, þá þykir það ekki lengur fínt. En tískutildrið heldur áfram, kemur og fer, í gegnum ár og aldir. Við sjáum álíka fyrirbrigði alt í kring um okkur og hirði ég síst að telja nokkuð af því upp, en tek í þess stað undir með skáldinu og segi: Mér finst ég stundum skiftings augun þekkja. Nú getur hver einn skygnst um sína sveit. Gísli Jónsson. Við árnum vikublaðinu Lögberg til heilla og hamingju á sextugasta afmæli þess 1 9 4 5 SIMI 55 j E D I N B U R G CREAMERY W. A. BARCHINGER, forstjóri SMJÖR, ÍSAÐUR RJÓMI OG MJÓLK Á REIÐUM HÖNDUM í SMÁ EÐA STÓRSÖLU. Edinburg North Dakota 1888 to 1948 Við verzlum með, og höfum á reiðum höndum allar tegundir af fersku kjöti og ferskum fiski. Frystum og geimum matvöru í nýtizku frysti skápum. Matvörur Kálmeti ÁvexiL SELJUM MINNESOTA MAL VÖRUR. BURT'S MARKET - i CAVALIER NORTH DAKOTA Sextíu ár er heil mannsæfi. Margs er eð minnast frá þvi tíma skeiði. Eitt á meðal annars, er kynning, samvinna og samúð Islendinga í Norður Dakota byggðinni. Oss er sagt að viku blað þeirra Lögberg, sem haldið hefir uppi merki manndóms og menningar meðal þeirra eigi sextíu ára afmæli nú í ár, og tökum við tækifærið til þess að óska blaðinu og þeim til heilla. BURT'S MARKET

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.