Lögberg - 25.12.1947, Blaðsíða 3

Lögberg - 25.12.1947, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. DESEMBER, 1947 3 \ (Ensk saga) HVER VAR ERFINGINN? G. E. EYFORD, þýddi “Þetta er hræðilegt!” sagði Fred, er Georg, sem hélt sér í Simpson, stóð við dyrnar og vildi sem fyrst komast út úr stofunni. “George!” sagði Fred og þurk- aði svitann af enni sér. George sneri sér við og leit á Fred haturs -og heiftaraugum. Svo læddust þeir félagar, George og Simpson út úr stofunni. Veturinn var liðinn og vorið hafði skrýtt jörðina grænu grasi og skraut- legum blómum. Úti á fagurri, grænni grund fyrir framan Wood Castle, undir stórum Álmtrjám, eru nokkrir menn og konur saman komin. Meðal þeirra var Miss Edith Rusley, sem sérstaklega bar mest á, sökum fegurðar hennar og glað- værðar, og hljómfögru hlátra. — Hjá henni var hún, sem verið hafði Gladys Holcomb, en var nú Mrs. Gladys New- ton. Þar skamt frá Edward Newton, en nú var hann ekki eins og vanalega, með penna í hendinni. Lengra í burtu sátu þau saman, Mrs. Lamonte og Mr. Nat- han Nichols. Allt kvennfólkið, nema Mrs. Lamonte var í ljósleitum, skrautlegum búningum, og það var eitthvað við búninga og glað- værð kvennfólksins sem benti til þess, að þær voru komnar til þess að vera við giftingu. Klukkunum á Wood Castle var hringt. Þjónar og þjónustufólk var á fleygiferð fram og til baka, já, það var gifting. Gestirnir, sem voru á grundinni fyrir framan herragarðinn, stóðu þar og biðu þess, að sjá ungu nýgiftu hjónin koma út úr brúðarhúsinu, og fagna þeim, og kveðja þau, og óska þeim góðrar ferðar og heillrar heimkomu. — Squire Fred Hamilton og laföi Dora Hamilton, ætluðu nú strax eftir gifting- una í langt ferðalag til ýmsra staða á meginlandinu. Það var ekkert undarlegt að Edward Newton og Gla^ys konan hans, og Miss Edith Rusley, voru við- stödd við þessa hátíðlegu athöfn, en hvernig stóð á því, að Nathan Nichols skyldi gefa eftir, að vera viðstaddur giftingu fósturdóttir sinnar, sem giftist inn í hina marghötuðu Lamonte-fjöl- skyldu? Þegar ástæðu fyrir hatri er rutt úr vegi, þá á hatrið sér ekki lengur stað í hjarta heiðarlegs manns. Daginn sem hann fékk að vita, að Squire Arthur hafði ekki svívirt og tál- dregið hans gömlu kærustu, en gifst henni, hvarf samstundis allt hatur til ættarinnar úr huga hans, og honum fanst það vera skylda sín að sýna það í verkinu; og bezti vegurinn til þess var, að samþykkja að Dora giftist þeim manni, sem hún hafði kosið sér. Þann- ig hugsaði hann, og þess vegna stóð hann nú þegjandi, og beið eftir dóttur sinni — sem nú var orðin sameinuð manninum sem hún elskaði, af öllum mætti síns hreina og göfuga hjarta. Nú var allt á fleygiferð í hinni stóru byggingu; hurðirnar voru opnaðar upp á gátt, og nýgiftu hjónin, Squire Fred og hans indæla brúðir við hlið hans, komu út. Nú var hún ekki föl, hún var sem ný útsprungin rós, sæl og fögur. Hún stóð þar í allri sinni fegurð, og hall- aði sér að armlegg síns glæsilega eigin- manns. Var þetta draumur, það kom eins og móða fyrir augu hennar, og þau fylt- ust þakklætistárum — tárum sem voru knúin fram af hinni miklu og óvæntu hamingju, sem henni hafði nú fallið í skaut. Gat það verið mögulegt, að Fred væri nú hennar — að þessir góðu vinir virkilega söfnuðust saman um haná til að óska henni lukkulegrar ferðar, en, sem á sama tíma vildu ekki missa hana frá sér? Kaannske hún gæti ekki fylli- lega áttað sig á þessu, fyrr en hún væri ein með honum, sem hún hélt að væri sér tapaður fyrir alla tíma. “Guð blessi þig, elsku Dora mín! Guð blessi þig og haldi sinni verndarhendi ávalt yfir þér!” sagði Mrs. Lamonte í klökkum róm. Loksins eftir margar ástðúlegar kveðj ur og kossa stigu nýgiftu hjónin inn í vagninn, og eftir mánuð ætluðu þau að vera komin til baka, og vera fagnað af hinum sömu vinum, sem nú voru að kveðja þau. “Þú skalt ekki koma að tómu og mannlausu húsi, þegar þú kemur aftur heim, vilti fuglinn minn!” sagði Fred; þessir vinir okkar, og allir nágrannarn- ir, verða hér til að taka á móti okkur með opnum örmum, þegar við komum heim; ég vildi óska að allur heimurinn hefði tækifæri til að sjá þig og fagna þér, elsku konan mín”. Það er ekki til í landinu sælli maður en Fred, hann átti trygga og trúfasta vini, mikinn auð, en umfram allt hina elskulegustu konu, sem ekki átti sinn líka, og Fred þreyttist aldrei á, að segja henni, að hún er honurn kærari en allt annað í heiminum. En hvað varð um George? Hann hélt sig í London, og eins og áður lét bera mikið á sér á mannfundum, með ræðu- höldum. Það mátti ávalt sjá hann á öll- um fundum og samkomum líknar- og mannúðarfélaga. Allir könnuðust við háa, grannvaxna herramanninn, með föla andlitið. í hvert skifti er hann kom fram til að tala, var honum fagnað með dynjandi fögnuði, og með sinni mildu mælsku og hjartnæmu orðum, kom hann mörgum tilheyrenda sinna til að gráta. Að samkomunum loknum, sér maður við innganginn, annan háan og grannvaxinn mann í svörtum fötum; hann er eins og eftirmynd af George, hann tekur um handlegg hans og leiðir hann að vagni se mbíður úti fyrir. — Á öllum slíkum opinberum samkomum kemur George fram, sem maður sem hafi orðið fyrir miklum rangindum, og segir fólki frá, hvernig þeir, sem hann treysti bezt, hafi rænt sig öllum sínum réttmætu eignum, ásamt konunni sinni, og öllu sem sér tilheyrði, og gert sig að vergangsmanni. Það er bara einn maður fyrir utan George sjálfan, sem veit, að í lok hverra þriggja mánuði kemur peningaávísun frá lögmanni Freds, sem er nægur líf- eyrir fyrir majininn, sem endurgeldur fyrirgefningu og göfugmennsku, með hatri og rógi. George Lamonte, er álittinn sá mað- ur, sem hafi orðið fyrir miskunarlausu óréttlæti, og þegar hann kemur fram á ræðupalli, og fólk hlustar á hans milda, sorgmædda málróm, þá sjást ávalt vasaklútar á lofti hjá tilheyrendunum til að þurka meðaumkunartárin úr aug- um sér. Fred og Dora erú sæl og ánægð, og með hverjum líðandi degi, verða þau meir sem ein sál, en tvær. í hvert sinn sem nafn George er nefnt, er það meir með vorkunsemi en kala. í hjörtum þeirra var ekki rúm fyrir neitt annað en kærleika til alls og allra. ENDIR Fréttabréf úr Borgarfirði hinum meiri um sumarlok 1947 Minningarorð Þann 4. nóvember s. 1., andað- ist að heimili sínu í Argyle- bygð, merkisbóndinn Stefán Sigmar. Hann dó um aldur fram. Hann var tæplega sextug- ur. Hann hafði verið lengi bilað ur á heilsu. Stefán var fæddur í Argyle bygð 21. jan. 1888. Hann ólst upp á búgarði föður síns, og tók við búinu að honum látnum og höfðu þeir félagsbú, hann og Friðrik. bróðir hans. Stefán var einn af hinum alkunnu Sig- mars systkinum, sem voru 11 og sá fyrsti af þeim að svara kalli dauðans. Foreldrar hans voru hin al- kunnu merkishjón, Sigmar Sig- urjónsson frá Einarsstöðum Reykjadal. — Hér á landi gekk fjölskyldan undir nafninu Sig- mar, — og kona hans Guðrún Kristjánsdóttir. Þau námu land rúmar 3 míl- ur fyrir sunnan Glenboro-bæ, en keyptu síðan jörð skammt fyrir norð-austan kirkju Frelsis- safnaðar, og þar bjó Stefán allan sinn búskap með miklum mynd- arskap. Á yngri árum stundaði hann nám um skeið við búnað arskóla Manitoba-fylkis. Hann var nokkur ár í sveitarstjórn Argyle-sveitar. En varð að hætta vegna heilsubilunar. Hann var afar lengi fulltrúi Frelsissafnað- ar og öðrum störfum gegndi hann. Heimili hans var mesta rausnar og myndar heimili. — Hann var gestrisinn og frábæri- lega góður heim að sækja. Skemmtilegur í samræðum, fjör ugur og fyndinn; ætíð glaður og gunnreyfur, og ferðaðist jafnan sólarmegin lífsins. Hann bar sjúkleik sinn um níu ára skeið með stakri hugprýði. Hann heyrðist aldrei kvarta. Árið 1926 giftist hann Emily Björnson úr Brúarbygðinni, sem nú lifir mann sinn. — Er hún dóttir þeirra Mr. og Mrs. Gísli Steíán Sigmar 1888—1947 Björnsson sem nú búa nálægt Glenboro. — Börn þeirra eru 3 á lífi: Sigrún, Lloyd og Murray, efnileg börn. Ein stúlka dó fyrir nokkrum árum síðan. Systkini Stefáns eru sem hér segir: Mrs. Jón Ólafson og Sigrún, ógift. Kristján, George og Alex, öll í Winnipeg. S. J. og Dr. H. Sig mar, Vancouver B. C., Albert, Björn og Friðrik, bændur hér í bygðinni. Jarðarförin fór fram þann 8. frá heimilinu og Kirkju Frels- issafnaðar að viðstöddu miklu fjölmenni. Bróðir hans Dr. Sig- mar og frændi, séra E. H. Sig- mar, stjórnuðu útfararathöfn- inni; aðstoðaði þá séra Eiríkur Brynjólfsson frá Útskálum á ís- landi, nú þjónandi Fyrsta Lút- erska söfnuði í Winnipeg og flutti hugljúfa ræðu. Fagurt blómskrúð prýddi kistuna og at- höfnin öll var fögur og hátíðleg. Stór söngflokkur þjónaði við at- höfnina. Ekkju og börnum og ættfólki öllu tjáum vér samhygð vora í sorg þerrra og missi. G. J. Oleson. In Memory of Uncle Steve By HAROLD S. SIGMAR His life was lived upon the fertile land; His spirit ever looked to the skies. His work was of the heart as well as hand, And spoke of aspirations that arise. His home was cozy as a glowing hearth, That kindled with the warmth of friendships fire; And like a burning log crackling with mirth, His wit and humor would all friends inspire. The shadows lengthened soon upon his life; A heavy cross was his to carry long. But with a faithfull, kind and loving wife All sorrows were transformed into a song. It was a song of faith and constant love Thaf comes to those in harmony with God; And still that life does sing in realms above, As well it did when on this earth he trod. með orðum lýst harmi þeim er þau hjón biðu við missir þess- Norðurlandi; þar var hana líka að finna. ^ (Frh. af bls. 2) er níutíu og eins árs, býr með syni sínum, Jóni og tveim systr- um sínum og eru þau systkin öll ógift. — Þorsteinn Snorrason frá Lax- fossi býr á Hvassafelli í Norður- árdal, kona hans er Sigurlaug Gísladóttir, síðast prests í Staf- holti, Einarssonar. Sverrir Gísla- son býr í Hvammi í Norðurdal, þar sem faðir hans var prestur um eitt skeið; kona hans er Sig- urlaug Guðmundsdóttir frá Grundum í Stafholtstungum. — Hann hefir flest sveitamál Norð dælinga í höndum sínum. — Björn Bíslason, bróðir Sverris á Hvammi býr á Sveinatungu, kona hans er Auðrún Kristleifs- dóttir frá Stóra-Kroppi. Báðir þeir bræður eru búfræðingar frá Hvanneyri. Brynjólfur Ljarnason frá Skarðshömrum býr í Króki, búfræðingur. Þar er landsímastöð. Þessi upptalning mín á búend um og bæjum er svo mikið hálf- verk, að ég endist ekki til þess að halda lengur áfram með það efni. — Til samanburðar við menntun bænda á 19. öld, hefi ég drepið hér á skólafræðslu þá sem bændur hafa hlotið. Af því má ráða, hvað miklu munar nú frá því sem áður var í þeim efnum se mað lærdómi lýtur. — Þess vil ég þó geta að meiru munar þó á honum í þeim efnum því mikill hluti þeirra hafa not- ið skólafræðslu til viðbótar því námi sem nú er krafist af ferm- ingarbörnum sem er ekki lítið saman borið við fræðslu 19. ald- ar, þó ekki sé litið lengra aftur í tímann. Það er bændalýðurinn sem nú byggir þetta fagra hérað sem ég hefi sérstaklega í huga við samning þessa bréfs. Og þá er ekki síður ástæða að minnast þeirra sem helguðu þessu héraði allt sitt æfistarf, en hafa nú gengið til hinstu hvílu. Síðastliðinn vetur dó á Eolls- læk í Hálsasveit, Jón Erlings- son, kominn hátt á níræðisaldur; kona hans var Þórunn Hannes- dóttir, uppeldis- og bróðurdóttir Stefáns Ólafssonar bónda á Kal- maannstungu. Þau hjón bjuggu nær fimmtíu ár á Kollslæk. — Foreldrar Jóns bjuggu á Kirkju- bóli í Hvítársíðu, Erlingur Árna son og Þórunn Magnúsdóttir. Erlingur var albróðir Þórðar föður Hjartar raffræðings víð- fræga í Ameríku. í marsmánuði dó Sigurður Jónsson bóndi á Þaravöllum á Akranesi; Hálssveitungur að uppruna, sonur Jóns Þorvalds- sonar bónda á Úlfsstöðum og konu hans Helgu Jónsdóttur frá Deildartungu. Hálfbróðir Sig- urðar er Páll Reykdal í Ameríku Sigurður var frækinn maður á yngri árum, glíminn vel og refa- skytta svo af bar. Lýsti ég hon- um nánar í grein, sem ég ritaði um hann í Tímanum. Sigurður var fæddur 1866 og því orðinn 81 árs að aldri; hann var jarð- aður í Reykholti. Eggert G. Waage bóndi á Litla-Kroppi lézt í vor, áttræður að aldri, hann bjó á Litla-Kroppi nær því hálfa öld og lagði sína miklu orku í það að auka býli sitt. — Jón Guðmundsson, lengi bóndi í Efra-Nesi, dó í sumar hjá syni sínum, Guðmundi bónda á Þorgautsstöðum. Jón var kom- inn hátt á níræðisaldur, orðlagð- ur snyrtimaður. — Helgi Þor- bergsson, lengi bóndi í Hægindi í Reykholtsdal, lézt þar nú í haust, 88 ára að aldri. Hann var Árnesingur að uppruna, en flutt ist að Reykholti í tíð séra Guð- mundar Helgasonar, og stjórnaði þar verkum nokkur ár. — Helgi var greindur hóglætismaður sem lítið lét á sér bera. Þá lést í vor af slysi, Tryggvi Jónsson frá Húsafelli, 78 ára að aldri. Dvaldi hann helming æfi sinnar vestan hafs og átti að baki langa og sorgum blandna æfisögu, sem hefir verið gefin út og nefnist Árblik og Aftanskin. Bók þessi hefir vakið á sér mikið athygli og er einstæð í sinni röð. Það hefir aldrei skeð fyrr á síðast- liðnum 80 árum, að átta bræður hafi verið jarðsettir á rúmu ári í Reykholtssóknum, því til við- bótar þeim sem hér eru taldir, létust í fyrra sumar Jón á Úlfs- stöðum og Þorsteinn á Auðsstöð- um. — Gat ég þeirra í mínu síð- asta Lögbergsbréfi. Allir voru þeir á líkum aldri frá 78—88 ára gamlir og allir dugandi menn, þótt á þeim væri að ýmsu leyti nokkur munur; en eitt var sam- eiginlegt um þá alla, að enginn þeirra hafði grafið pund sitt 'í jörðu. Herdís Sigurðardóttir á Varma læk, lézt í vor 92 ára að aldri; fágæt kona að manngildi, dugn- aði og bústjórn. — Benoní Helga son bóndi í Háafelli í Skorradal lézt í sumar, aldraður dugnaðar maður. Vestan Hvítár fylgdist ég lítið með því sem þar er að ger- ast. Þrír menn, mér kunnir, hafa þó látist í Borgarnesi: Sveinn Sveinbjörnsson frá Geirs- hlíðarhóli, bílstjóri, , Halldór Hallgrímsson, klæðskeri og Þór- arinn Ólafsson frá Einifelli, tré- smiður. — $ Síðastliðinn vetur gekk hér lömunarveiki sem kom harðast niður á skólafólki í Reykholti; láu þar oft samtímis milli tutt- ugu og þrjátíu nemendur, flestir sluppu þó að lokum án ólækn- andi lömunar. En veikin varð einum pilti að bana, Jóni Blöndal, Pálssyni frá Stafholts- ey, mikið efnilegum pilti; var hann þriðja barnið sem þau hjón misstu, en áttu þó tvo eftir, eina dóttur og son á þrettánda ári, sem talinn var frábær að gáfum. Þetta óskabarn þeirra hjóna drukknaði í sumar; hann var ekki búinn að nema sund, en var með fleiri börnum að svamla í tjörn skammt frá bæn- um Ey, en tjörnin reyndist að dýpri en hann hugði og beið hann þar bana áður björgun varð komið við. — Ekki verður ara tveggja sona. Eg byrjaði þetta bréf með því að lýsa hinu sólarlausa sumri, sem rýrði mjög heyfeng bænda um allt suðurland. Og að lokn- um slætti tóku við stormar með stórrigningum. En nú í vetrar- byrjun er sem loftið sé með öllu búið að kasta af sér þessum vetraham. Sólin gyllir fjöllin sem næstum því heilt misseri hafa ýmist falist þokuúð eða hríðarmekki. Hlýr austanvindur sópar nú öllu slíku burt og skína Borgarfjarðarfjöllin nú í sínum forna ljóma. Mikill sægur af gæsum tyllir sér á tún og sáð- sléttur; eru þessar gæsir að halda til suðurs eftir sumardvöl á ör- æfum og svanir eru ennþá á báð um áttum með það að kveðja Heiðavötnin, en spóar og lóur eru með öllu horfin. Þeir kæru vinir sungu þessu sumri lítið lof hér um Borgarfjörð. — Þeir hafa leitað til sumarsælunnar í Siðastliðnar 4—5 vikur hefir staðið óslitin skothríð við slát- urshúsin í Borgarnesi og við Kláffoss hjá Hvítárbrú. Það má teljast nýlunda hér um slóðir, að nú eru hestar á aldrinum 2—7 vetra, skotnir niður svo hundruð skiftir, kjöti þeirra er svo jafn- harðan ekið í sölubúðir í Reykja vík og öðrum nærliggjandi kaup stöðum. Er það, að margra dómi, herramannsmatur, tilreitt af smekkvísi. Nú eru það aðeins fá- ein kredduföst gamalmenni sem væmir við þessari hollu fæðu, hestakjötinu. Hestarnir, sem voru öllum þeim er í sveitum bjuggu, bæði til gagns og gleði, eru nú meir og meir að tapa sínu gamla gildi. Ungir menn vilja nú fremur dansa á hjólatíkum af ýmsum gerðum, heldur en temja gæðinga. Þykja það mörgum eldri mönnum skítaskifti og ó- þjóðlegt í mesta máta. Því kvað (Framh. á bls. 4)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.