Lögberg - 26.02.1948, Page 1

Lögberg - 26.02.1948, Page 1
PHONE 21 374 ÍovA rc a^( d Clcttf *-*^dcreTS baU Y'O'E'' \ Compleie Cleaning Institulion 61. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 26. FEBRÚAR, 1948 NÚMER 9 Stjórnarskifti Þegar þingið í Eire kom sam- an í Dublin þann 18. þ. m., gerð ust þau tíðindi, að Eamon De Valera, sem verið hefir forsætis- ráðherra í hinu svonefnda írska fríríki síðastliðinn sextán ár, lét af völdum, en við af honum tók John A. Costello lögfræðingur í Dublin 56 ára að aldri. Er til þess kom að kanna liðstyrk þingflokk anna kom það í Ijós, að De Valera skorti sex atkvæði til þess að njóta meiri hluta í þinginu; allir andstöðuflokkar De Valera ’gengu í bandalag og fylktu liði um Mr;" Costello; engu skal um það spáð, hve áminstur stjórn- málabræðingur verði langlífur, þó meiri líkur sé á, að áður en langt um líði verði þing rofið og nýjar kosningar fyrirskipaðar. Hinn nýi forsætisráðhe;rra er talinn að vera sérfræðingur í stjórnskipulegri alþjóðalöggjöf, þótt hann á hinn bóginn hafi fram að þessu tiltölulega lítið gefið sig opinberlega að stjórn- málum. Eamon De Valera er 65 ára að aldri; hann er laginn flokksfor- ingi, en harður í horn að taka ef því er að skipta, með óbifandi traust á forustuhæfileikum sín- um. Vinnur aukakosningu Nýverið fór fram aukakosning til brezka þingsins í Paisley kjör dæminu, sem nær að útjöðrum Glasgowborgar; aðeins tveir frambjóðendur voru í kjöri, Douglas H. Johnston, er sótti undir merkjum Attlee-stjórnar- innar og John MacCormick, sem íhaldsmenn og Liberalar fylktu sér um. Mr. Johnston gekk sigr- andi af hólmi með hátt á sjöunda þúsund atkvæða um fram gagn- sækjanda sinn. Síðan að Attlee-stjórnin kom til valda á Bretlandi 1945, hefir hún aðeins tapað einni aukakosn ingu af þrjátíu og sjö. Nýjasta nýtt Altaf er eitthvað nýtt að koma upp úr kafinu á vettvangi heims- málanna, en hið allra nýjasta er það, að rússnesk stjórnarvöld á- saka nú Breta og Frakka um það að hafa ýtt undir Hitler með að ráðast á Rússland í síðasta ver- aldarstríði; ekki hefir þó erin verið vitnað í heimildir, er á- minst ásökun fái stuðst við; sennilega heldur ekki auðhlaup- ið að því. Mr. Bevin, utanríkisráðherra Breta, taldi áminsta ásökun hel- beran heilaspund, og munu frönsk stjórnarvöld vafalaust taka í sama streng. Geisilegur ágóði Á fimtudaginn var lagði dóms naálaráðherrann, Mr. Mc Lenag- hen, fram í Manitobaþinginu rekstrarskýrslu stjórnarvínsöl- unnar yfir ellefu mánuði síðasta fjárhagsár; umsetningin á þessu tímabili nam $21,291,254, og hafa yínkaup því numið 30 dollurum ú hvert mannsbarn innan vé- banda fylkisins, er það kemur í ijós að hreinn ágóði áminstrar verzlunar hljóp upp á $6,500,000. Aldrei áður hefir stjórnarvín- salan gefið af sér slíkan feikna arð. Photo by Björnson Þessi mynd er af skírnarathöfn í Fyrstu lútersku kirkju og frá var sagt í Lögbergi þann 5. þ. m., er séra Eiríkur Brynjólfsson skírði son þeirra hjóna frammi fyrir altari; skírnarvottar voru systir séra Eiríks, systir frúarinnar, A. S. Bardal, Elín Sig- urðardóttir, Doleres Eylands, Dr. W. Wengel og Lincoln John- son, forseti Fyrsta lúterska safnaðar. Mikið gos í Heklu Húsfreyjan að Ásólfsstöðum skýrði Morgunblaðinu frá því í gær í viðtali, að þrjú ur.danfar- in kvöld hafi verið óvenjulega miklir eldar í Heklu, og hafi þeir verið einna mestir í fyrra- kvöld. Mest virðist gosið nú vera í suð-vestur öxl fjallsins. — Mikla gufumekki leggur nú upp af gígunum, sem gosin eru í. Undanfarið hefir lítið borið á hraunrensli, þegar horft er til fjallsins frá Ásólfsstöðum. En í þessum síðustu gosum sér nú aft- ur á glóandi hraun. Engar drun- ur hafa heyrst til Ásólfsstaða frá fjallinu. Milli jóla og nýárs urðu heima menn á Ásólfsstöðum stundum varir við smávegis jarðhræring- ar. — Mbl., 7. jan. Róstur í Jerúsalem hafa ný- lega orðið þar nokkuð á annað hundrað manns að bana af völd- um sprenginga; voru það eink- um Gyðingar, er harðastri út- reið sættu, og er Aröbum um kent. Fer sínu fram Aðalritari sameinuðu þjóð- anna, Trygve Lie, lýsti yfir því nýverið í New York, að hann væri staðráðinn í því, að láta ekki sinn hlut eftir liggja með það fyrir augum, að knýja fram skiptingu Palestínu, og kvaðst mundu fara þangað sjálfur með Palestínu-nefndinni, ef svo byði við að horfa, málinu til fulltingis. Mr. Lie er nýkominn til New York úr mánaðar ferðalagi um Norðurálfuna, þar sem hann var að svipast um eftir stað fyrir næsta ársþing hinna sameinuðu þjóða; víðasthvar á ferð sinni kvaðst Mr. Lie hafa orðið var nokkurs uggs um hugsanlegt stríð í náinni framtíð. Biðál lausnar Japanska ráðuneytið, er Tetsu Katayama hefir veitt forustu í nokkra undarifarna mánuði, baðst nýlega lausnar og bar því við, að það hefði aldrei séð til sólar sakir pólitískra sviftibylja síðan það tók við völdum; keisar inn varð við lausnarbeiðninni með fullu samþykki Gen. Mac- Arthurs, hins ameríska hernáms stjóra. Góður búskapur Samkvæmt yfirlýsingu Gar- sons forsætisráðherra, sem jafn- framt hefir með höndum emb- ætti fylkisféhirðis, nemur tekju- afgangur fylkisins yfir síðastlið- ið fjárhagsár rúmlega fjórum miljónum dollara. Alvarlegar horfur Dagblaðið Winnipeg Tribune flutti þá fregn síðastliðinn laug- ardag, að samkvæmt upplýsing- um frá vistráðningaskrifstofum Sléttu-fylkjanna, næmi tala at- vinnulausra manna og kvenna á þéssum stöðvum, 32.268, en stöð- ur til boða væri aðeins 4.154. Verkfalli lokið Kolanámumanna verkfallinu í Alberta og British Columbia, sem staðið hefir yfir í hálfa sjöttu viku og 10 þús. manns tóku þátt í, er nú lokið með þeim hætti, að námumenn fengu tveggja dollara kauphækkun á dag, einum dollar minna, en þeir höfðu í fyrstu krafist. BEZTA FÓRNIN Fluli á Frónsmóli 24. febrúar 1948 Um heimsmál fæst við tölum — en við hugsum sjálfsagt öll — þó hugsun okkar trufli kannske nokkur lykkjuföll, er börnin leika vitringa og vitringarnir börn, og veit ei meira þorskur hafs en síli’ í heimatjörn. Eg var -að lesa blöðin — þessi feikna fúndahöld: þar flestir sýnast keppast við að hrifsa meiri völd. Eg las þar — fanst mér — aftur þetta sama sem í gær, það sama’ og daginn þar á undan. — Eg var engu nær. Eg sofnaði’ eins og venjulega; var í sveit með þeim, sem vita hvorki’ í þennan eða nokkurn annan heim. En alt í einu sá ég — mig það sjálfsagt hefir dreymt — þá sýn, er lífið hafði í minni undirvitund geymt. Mér fanst ég svífa’ á vængjum yfir vegleysur og höf, og vera loksins staddur rétt hjá alveg nýrri gröf. Eg horfði í gegnum moldina og sá hvar einhver svaf í sæluríkri friðarró, sem strit og þreyta gaf. Eg horfði’ í gegn um moldina; mér fanst ég þekkja þann, sem þarna svaf og hvíldist, og ég starði lengi’ á hann. Og þó hann lægi’ í gröfinni, ég sá hann bara svaf í sæluríkri friðarró, sem strit og þreyta gaf. Er allra sízt mig varði, hann þar upp á fætur stóð, og augun skinu líkt og væru friðsæl vermiglóð. I öllum svip og dráttum birtist eitt um þennan mann: Að íslendingur var ei til, ef þetta var ei hann. Eg ávarpaði’ hann feimnislega, en andspænis þó stóð: “Hvort ert þú vinur, — má ég spyrja? — brot af minni þjóð?”: “Eg hnúta leysti’ á Þingvöllum, mitt heiti Þorgeir var, og hér er”, sagði hann: “Vandi’ á ferðum, engu minni’ en þar: Nú hendir alla veröld sama’ og Þingvöll henti þá: að þar er eina hugsjónin að slást og fljúgast á. Og fulltrúar á þingum sitja fyrir hverja þjóð; sem friðinn eiga’ að skapa — en þeir heimta meira blóð. Og þjóðin okkar, sem var löngum snjöll að byggja brýr. á beztu menn á þingunum — ég held þeir séu þrír. Eg með þeim sæki þingin öll, og fer þeim aldrei frá, þó finnist ei né sjáist þar, ég sit á bak við þá. Eg hef það með mér bólið mitt, ég flyt það stað úr stað — Ef stundarhvíld mér leyfist, get ég hallað mér í það. Þú manst að undir feldinum ég forðum þreyttur lá, en friðarandinn jafnvel sýnist vanháttugri’ en þá. Þó fulltrúarnir okkar geymi vilja’ og vizku brunn, ég vildi’ ég gæti stundum talað fyrir þeirra munn. Þá stórþjóðunum segði’ ég alla sögu litla Fróns: Um sigurinn á Þingvöllum og friðar vinning “Jóns”. Að landinn hefði barist miklu meira’ en hundrað ár; — Já, minsta þjóð á jarðríki, er aldrei hlotið sár: Hún aldrei þekti manndrápsbyssu, aldrei sverði hjó. — Hún aðeins beitti penna’ og tungu. — En sigri fagnar þó. Eg þetta mundi segja þeim — Og sagan vitni ber; ég síðan mundi leggja til að allra þjóða her sé lagður niður lafarlaust og drápsvélunum drekt. — Það drotni mundi bezta fórn, er mannkyn hefir þekt”. Sig. Júl. Jóhannesson. Arsþing Þjóðrœknisfélagsins skemtilegt og fjölsóttara en áður Þjóðræknisfélagið leggur tvö þúsund dollara í stofnsjóS prófessorsembæliis í íslenzku og íslenzkum fræSum við Manitoba háskólann. Síðastliðinn mánudagsmorgun var 29. Ársþing Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi sett í Goodtemplarahúsinu við góða aðsókn, af varaforseta þess, séra Philip M. Péturssyni, með því að forseti félagsins, séra Valdimar J. Eylands dvelur um þessar mundir á íslandi; eftir að séra Rúnólfur Marteinsson hafði flutt bæn og þingheimur sungið sálm- inn “Faðir andanna”, lýsti vara- forseti þingið sett og flutti þá, vandaða og skipulega skýrslu um starfsferil félagsins á árinu; var honum þökkuð skýrslan sam- kvæmt uppástungu frá Dr. Ric- hard Beck. Eftir að vara-forseti hafði lok- ið skýrslu sinni, skipaði hann í hinar föstu nefndir, en því næst lögðu embættismenn félagsins fram skýrslur sínar, er allar voru samþyktar og tekið með dynj - andi lófaklappi. Um kvöldið hélt Icelandic Canadian Club fjölsótt og fjöl- breytt skemtimót í Fyrstu lút- ersku kirkju. Á þriðjudaginn gerðist það merkast á þingi, að Þjóðræknis- félagið veitti í einu hljóði $2,000 fjárhæð til hins fyrirhugaða kenslustóls í íslenzku og íslenzk- um fræðum við Manitoba há- skólann; lagði Dr. P. H. T. Thor- lákson, formaður þeirrar nefnd- ar, sem að fjörsöfnuninni vinn- ur, málið fyrir þing með skipu- legri og íturhugsaðri ræðu, þar sem hann skýrði gang og viðhorf málsins eins og nú væri komið, og lagði rika áherzlu á hið menn- ingarlega gildi þess fyrir íslenzka þjóðarbrotið vestan hafs og ís- lenzka þjóðstofninn í heild; var ræðunni fagnað hið bezta; þá flutti og W. J. Lindal dómari snjalla ræðu um málið og lýsti við það fylgi sínu; var það þing- heimi öllum mikið fagnaðarefni hversu ágætar undirtektir þetta mál málanna fékk. Að kvöldi hins sama dags hélt deildin Frón hið árlega íslend- ingamót sitt í Fyrstu lútersku kirkju við geisimikla aðsókn fagnandi samkomugesta; nánari umsögn bíður næsta blaðs. Bréf frá séra Valdimar J. Eylands forseta þjóðrœknisfélagsins Úskálum, Garði, 4. febrúar 1948 Séra P. M. Pétursson, Winnipeg, Man., Kæri séra Philip: Nú líður óðum að þingi Þjóð- ræknisfélagsins. Er nokkuð erfitt fyrir mig að átta mig á því að svo sé„ vegna tíðarinnar hér sem er líkari því sem við áttum von á í sumar, en fengum ekki. Hér er snjólaust með öllu, og hitinn daglega um 40 F. Skammdegið, sem okkur fanst svo ömurlegt um jólaleytið er nú að d v í n a , og fagrir dagar framundan. Það er mér fremur óþægileg tilhugsun að eg get ekki verið með ykkur á þessu þingi, og því fremur þar sem félagið hafði trúað mér fyrir forseta embætti. Er það vafa- laust einsdæmi í sögu félagsins, að forseti þess hafi verið f jarver- andi í annari heimsálfu um þing- tímann. En alt verður einusinni fyrst. Vil eg biðja þig að biðja þingið afsökunar á þessu hátta- lagi mínu, ásamt kærri kveðju og ósk um að þingið megi v e r ð a ánægjulegt og uppbyggilegt. Eg veit að þingið skilur afstöðu mína í þessu máli. Eg hefi aldrei haft tilhneiginu til þess að bregðast skyldum mínum, eða skella þeim yfir á aðra, eins og nú er tilfellið hvað þig snertir. En það var ekki um annað að gera fyrir mig en að taka þ e s s u tækifæri til ís- landsferðar eins og það lá fyrir og þegar það kom. Eg finn það að eg hefi auðgast á ýmsan hátt að skilningi og áhuga fyrir mál- um okkar, einmitt við þessa dvöl hér, og eg hefi þá trú að mér muni auðnast að vinna félaginu meira gagn en áður, eftir að eg kem aftur v e s t u r. Og eg hefi ásett mér að vinna að áhugamál- um félagsins eftir heimkomuna, beint og óbeint, án tillits til þess hvort eg skipa nokkurt embætti í því, eða á sæti í stjórnarnefnd þess, að afstöðnu þessu þingi. Er þú nú semur forsetaskýrslu þína, væri gott fyrir þig að glögg- va þig á rás viðburðanna af fundabókum skrifarans Aðal- starf mitt, áður en eg fór, var það, ásamt öðrum samnefndar- mönnum sem til þess voru vald- ir, að ráða frú Hólmríði Daniels- son til þess fræðslu og útbreið- slustarfs er hún hefir rækt með þeim dugnaði sem henni er eigin- legur. Síðan er kom hingað hefi e g h a f t mörg tækifæri til að flytja opinber erindi um okkur Vestur-lslendinga, og þjóðrækn- isstörf okkar, utan og innan fé- lagsins. Þessu hefir allstaðar verið vel tekið, og áhugi virðist mikill hjá fólki hér fyrir högum okkar og vandamálum. Nú stend- ur til að eg flytji tvö erindi í Ríkisútvarpið. V e r ð u r annað þeirra flutt um líkt leyti og þing y k k a r verður haldið, og á að fjalla um félagið, þingið og störf þess. Hitt verður meira allmenns eðlis, en verður að nokkru leyti helgað þjóðræknisstarfsemi yng- ra fólksins á meðal okkar, og þá sérstaklega Icelandic Canadian Club, og útgáfufyrirtæki þeirra, The Icelandic Canadian. Vona eg að þessi kynningarstarfsemi geti orðið einhvers virði fyrir félag okkar. Síðan eg kom hingað hefi eg séð nokkrar nýteknar hreyfi- myndir af landi og þjóð, sem eg tel að okkur væri mikill fengur í að eignast, og sýna í bygðum okkar. Væri ekki mögulegt fyrir félagið að verja dálitlu fé til að kaupa “copíur” af slíkum mynd- um? Ef til vill geturðu hreyft þessu við nefndina. Ef það er eitthvað sérstakt sem eg get gert fyrir félagið á meðan ég er hér, vona ég að þið látið mig vita. Með kærri kveðju til sam- verkamanna okkar í Stjórnar- nefndinni, og til þingsins í heild, er eg, Þinn einlægur, Valdimar J. Eylands

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.