Lögberg - 26.02.1948, Blaðsíða 7

Lögberg - 26.02.1948, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. FEBRÚAR, 1948 • 7 Minningar- og kveÖjuorð Frá því var sagt í blöðunum 28. f. m. að Ingiríður kona Jóns Eliasar Jóhannssonar Straum- fjörð, hafi dáið 21. jan. 1948 að heimili sönar síns, Dr. Jón V. Straumfjörd Astoria, Oregon, Bandaríkjum, var hún lögð til hinstu hvíldar 24. s.m. í Forest Lawn grafreit, Vancouver B.C. Flutti síra Albert Kristjánsson við það tækifæri eina af sínum hjartnæmu, hughreystandi ræð- um eptir bréfum að dæma og var fjöldi fólks við jarðarförina, hafa þau hjón Jón og Ingiríður eign- ast fjölmarga vini á Kyrrahafs- strönd, eins og allstaðar þar sem þau hafa átt heimili. Ingiríður Straumfjörd var fædd 27. júní 1878, foreldrar hennar: Jón Bjarnason og Þuríð- ur Helgadóttir, áttu síðast heim- ili á íslandi að Beigalda í Mýra- sýslu, fluttu vestur um haf árið 1888, námu land í Mikley, Hekla F. O. Man. Önnur börn þeirra hjóna voru: Arnfríður, síðar Mrs. Anderson, fædd 1876, dáin 1905. Sezelja, fædd 1884, dáin 1907, Bjarni, heimkominn hermaður, heimili í Bandaríkjum, og sem fyr segir, Ingiríður hefir verið 10 ára er hún kom með foreldr- um sínum til Mikleyjar, þar sem hún síðar fékk barnaskóla- kenslu. 24. október 1895 giftist hún eptirlifandi manni sínum Jóni Eliasi, er var sonur Jó- hanns Straumfjörd, hins vel- þekta, fjölhæfa atprkumanns, er þá var búandi í Engey. Jón og Ingiríður byrjuðu sinn búskap vestan á Mikley að Fagratúni, í nágrenni við for- aldra hennar, er bjuggu að Víði- mýri, þaðan fluttu þau Jón og Ingiríður árið 1942 til Grunna- vatnsbygðar, tóku heimilisréttar land á Sct. 18-19-3 W. í nánd við föður Jóns, er á sama tíma nam þar land. Eptir að hafa búið þar nálega 18 ár, fluttu þau nær Lundar, og dvöldu nokkur ár á Sec. 25-19-5 W. svo eignuðust þau gott heim- ili í Lundar bæ, árið 1938 fluttu þau vestur á Kyrrahafs strönd, °g bygðu sér vandað og gott hús í Vancouver B. C. þar hefir Jón unnið við smíðar, er hann snild- arlega listfengur trésmiður. Börn þeirra Jóns og Ingiríðar: Jóhann Helgi Straumfjörd Seattle Wash. hefir stundað gull smíði, lengi. Dr. Jón Vidalin Straumfjörd velmetinn læknir í Astoria Qregon. Halldór G. Straumfjörd, og Júlíus D. Straumfjörd, fiskikaupmenn í Vancouver B.C. Hafa þessir fjór- mikinn arf, hinar þróttmiklu ir drengir allir hlotið stóran og einkunnir og hæfileika foreldra sinna. Sá er þessar línur skrifar, var vel kunnur þeim hjónum getur því með sanni sagt að Ingiríður Straumfjörd var flestum konum fremri í mörgum greinum, hafði góðar gáfur og beitti þeim ávalt • il góðs, var manni sínum góð og ástrík kona, og börnum þeirra sönn ög góð móðir, leiðbeindi þeim og vísaði á hinar farsæl- ustu og beztu manndóms braut- ir, sem föng voru til. Þeir bræður eru allir giftir og farnast vel. Sjálf hafði hún borið hita og þunga dagsins með sterku þrek: og viljakrafti, staðið sem sterkast við hlið manns síns þegar þörf- •n var mest, höfðu því hennar hvetjandi orð til dáða, mikið gildi, hún var vinavönd og trygg lynd, tók ásamt manni sínum góðan þátt í almennum velferðar málum. Þau fylgdu stefnu, og störfuðu bæði í félagsskap frjáls trúarmanna, en gátu óhikað hlust að á annara skoðanir. Heimili þeirra var ætíð greiða- og griða- staður fyrir gesti, alúð og velvild höfðu þar æðstu völd, öllu var þar stjórnað með íslenzkri gest- risni, og hvar sem augað leit, var allt hreint og fágað og sýndi staka reglusemi bæði úti og inni. Ingiríður Straumfjörd í bréfum að vestan hefir verið greinilega sagt frá því að þettað langa og stranga veikindastríð hafi Ingiríður borið með miklu ustu stunda, hafi beðið að sitt þakklæti og kveðja bærist til vandafólks og vina, og hugsanir þeirra, munu nú fylgja henni út yfir gröf og dauða, með þakklæti fyrir góða samfylgd hér um lang an tíma, og fullvissu um það að nú hafi hún fengið laun verka sinna, eilífan frið. Það er stór hugfrá fyrir alla aðstandendur, sérstaklega fyrir hennar særða ástvin, að vita að i allt var gjört sem þekking og kraftar leyfðu, til að létta þraut ir, og hún fann og þakkaði, að á þessum neyðartímum, var hún umvafin ástvina höndum, og al- föðurs vernd, sem hún ætíð treysti til að leiða sig heim, hversu dimmt sem hér kynni að verða. Það traust geyma líka allir hennar mörgu vinir. A. M. þreki og fullum skilningi til síð- Eg held að ástvinir hinnar látnu hafi hugsað þessu líkt: Dáin? nei, vil ekki framar um vonleysi dreyma það væri að lála guðs eðlið tapa horfin? nei, farin iil friðsælli heima framtíðar eining mun lífsgleði skapa. Syrgi? já, því ekki að sakna samveru stunda og sólbjartra daga um æfinnar leiðir vona? já. treysti á tíma samfunda trúin úr eilífðar spurningum greiðir. Síðuslu spor þín svo svíðandi nöpur sárl var að gela ekki líknað í þrautum raun sú var kvíðafull kveljandi döpur krossberans ganga á helfarar brautum. Eg spurði og svaraði, mér sýndist allt myrkur saknandi eíi blindaði huga en þá var mér gefinn guðlegur styrkur í griðlausu mótlæti sorgina að buga. För þin til blíðheima forðaði grandi framlíðin gefa mun sólfegri tíð hvílist og unir þinn alfrjálsi andi endað og sigrað er nútíðar stríð. Áfir hafið okkur nú sem skilur innan skamms ég beiti mínum knör sigli djarft því hvorki brim né bylur breytir stefnu, eða hindrar för. Ber ég von, þú bíðir mín á sandi björt hvar sólin gyllir höf og lönd bát minn þegcir ber að íriðar landi brosandi mér réttir þína hönd. A. M. — J. E. J. S. MIN NING Ingiríðar Jónsdóttir Straumfjörd, fædd 27. júní 1 878, dáin 2 I. janúar, 1 948 Eflir langa lífsins göngu, um ljósum stráða braut. — Samt voru margir dagar daprir og dimmt í sorg og þraut. Því landsnáms spor í vesturvegi; vóru mörgum fyrmeir þúng, en fram að lífsins flæðarmáli, vóru fætur og sál þín úng. Og enginn veit — þegar kallið kemur að kveðja, — um æfi haust, en þá er gott, að vera viss um vina sinna ást og traust. Og trúa því um allar aldir; — að eilíft líf sé til. Þar sem ástbönd, aldrei slitna, og eingin lífs og dauða skil. \ Eginmanni og úngum sonum; — eginkona og móðir, jafnt. Þú varst ljós, á þeirra vegferð, þér varð móður eðlið tamt, tignarleg með hreinu hjarta, hugðarmálum þínum trú, — fjölhæf unnir fögrum listum, frjáls í skoðun, trygg við bú. Þú ert kvödd með þökk og virðing, þar til fundum saman ber, hinumegin í himnariki — héðan sál þín farin er, í eilífleikans anda heimi alfrjáls sál þín, laus við hold. Fósturlands míns, frónska drottning; — Fósiurlands þíns, lögð í mold. Þórður Kr. Kristjánsson. Minningarorð Olíumagn Fyrir rúmu ári, eða þann 13. febrúar 1947, komust jarðfræð- ingar niður á olíunámur í Heduc héraðinu í Alberta; var þá ekki vitað um það mikla olíumagn, er þar kynni að vera falið í jörðu, og enn eru þessi námasvæði ekki nema að tiltölulega litlu leyti rannsökuð; en að því er Imperial olíufélaginu nú segist frá, mun olíumagnið á þeim stöðvum, sem búið er að rannsaka, nema að minsta kosti 100 miljón tunnum. Hörmulegt slys Þann 10. þ. m., kom upp eldur á elliheimili í Newfoundland, er varð þess valdandi, að þrjátíu og fjögur gamalmenni brunnu inni; byggingin var eign hjóna, Mr. og Mrs. A. Hull, er stjórnin hafði samið við að annast um gamal- menni og sjúklinga þar til þeim yrði komið á stofnunum, er um- boðsstjórn Newfoundlands sjálf starfrækti; er þetta hörmuleg- asta slysið af völdum eldsvoða, sem um getur í sögu landsins. Þann 10. des. 1947, kvaddi okk ar sýnilega heim ein af hinum góðu landnámskonum, íslenzku, — ekkjan Ingibjörg Josephson, næstum 84 ára gömul. Hún hafði lengst ævi sinnar notið sæmilega góðrar heilsu og hún dó snögg- lega af slagi. Séra H. Sigmar jarðsöng hana 13. des., að viðstöddu fjölmenni. Fjölskyldan hefir verið búsett hér um það bil 50 ár og átt vin- sældum að fagna frá upphafi vega. Ingibjörg sál. var fædd 23. des. 1864, á Búastöðum í Vopnafirði í N.-Múlas. á Islandi. Foreldrar hennar hétu Arngrímur Jónsson og María ólafsdóttir. Þessi hjón dóu bæði með fárra ára millibili, rúmlega fertug að aldri. Börnin höfðu verið 9, en 3 dóu ung. Sex eftirlifandi systkynin fluttu til Ameríku árið 1878, og settust að í Minnesota ríkinu, þar sem ís- lenzkt landnám var þegar hafið. Þau urðu öll vel þekkt í nýlend- unni, undir ættarnafninu Ander- son. Þeir bræðurnir þrír — E. M. — O. G. og J. G. — gerðust verzl unarmenn. Systurnar voru Stef- ania, giftist Bjarna Jones, Sigur- björg sem giftist Frank Johnson, og Ingibjörg sem giftist Jóni Josephsyni, 9. des. 1881 í Mars- hall, Minn. Jón andaðist hér í Seattle árið 1916. Hann var ætt- aður úr Vopnafirði eins og kona hans. Hér eru engar ættartölur fyrir hendi, en engum sem sá og kynntist fjölskyldu þessari, duld- ist að þetta fólk myndi eiga til góðra að telja. Fyrst áttu þau Jón og Ingi- björg heima í Minneota — síðan bjuggu þau út á landi í 4 ár. Þau eignuðust 5 börn. Af þeim eru 4 á lífi — og 2 barnabörn — Þor- steinn, búsettur í Minnesota, en Marvin Ó. — Josephine og Sal- ina — Lóa — Crawford búsett í Seattle. Einn son, Emil að nafni misstu þau úr tæringu, þegar hann var um tvítugt. Hann var hið bezta manrisefni og að honum mikil eftirsjá. — Börnin nutu öll góðrar skólamenntunar og sáu snemma vel fyrir sér. — Heima fyrir lásu þau mikið og lærðu að tala og lesa íslenzku. Þau önn uðust móður sína af mestu alúð til þess síðasta. Tvær dætur hennar bjuggu hjá henni síðustu árin, og gamla heimilið hélt ætíð þeim hlýja og vinlega svip sem nágrennið man svo vel.. Ingibjörg sál. var mjög elsku- verð sem eiginkona og móðir — og hún var líka lánsöm í þeirri stöðu. Hún var 15 ára gömul þegar hún kom til Ameríku. Strax var hún ötul að vinna fyrir sér og “læra málið” — tvær fyrstu kröf urnar í nýju landi — sem ung húsmóðir gerði hún hvorttveggja að annast heimilið með prýði og taka sinn þátt í félagsmálum byggðarinnar. Hún var ein af stofnendum kvenfélags Sankti Páls safnaðar — og þær systurn ar allar — í tíð séra Stgr. Thor- lákssonar. Árið 1898 fluttu þau Jón og Ingibjörg með börn sín hingað “vestur að hafi”. Jón sál. lagði fyrir sig múrara-iðn. Hann sá mjög vel fyrir fjölskyldu sinni °g byggði hér gott heimili. Gest- risni og glaðværð einkenndi bæði hjónin og börn þeiira — enda var þar á tímabili gestkvæmt svo áberandi þótti. Það var þá óðum að fjölga Islendingum í Seattle-borg — og vinum þessara hjóna og heimilisins fjölgaði að sama skapi. Ingibjörg Josephson var fríð kona sýnum og nettvaxin. í allri framkomu var hún gætin vel — og í samræðum var hún bæði skýr og glaðvær. Alla ævi hafði hún yndi af bókum — og vildi að lesið væri það sem “eitthvað væri varið í”. Heimilisbragur hjá henni bar vott um fegurðarsmekk og vand- virkni. Það var eitthvað fínt og fágað við alt sem hún leysti af hendi. í nágrenni sínu var hún öllum hjálpsöm og góð. Hún tók þátt í góðgerðastarfsemi ísl. kv.fél. Einnig frá því það var stofnað, og lagði gott til allra þeirra mála. Hinir mörgu vinir hcnnar munu lengi minnast henn ar. — Börn hennar geyma dýr- mætar og ógleymanlegar minn- ingar um hana ævilangt. Jakobína Johnson. Seattle, Wash. — Læknir góður, ég veit ekk- ert hvað ég á að gera. Þér eruð þriðji læknirinn, sem ég sný m^r til. — Svo, hvað gengur að yður? — Eg er altof feitur. — Hvað hafa hinir læknarnir ráðlagt yður? — Annar ráðlagði mér að hlaupa mikið, en hinn sagði að ég skyldi fara austur að Laugar- vatni til hressingar. Hvað ráð- leggið þér mér? — Að hlaupa austur að Laug- arvatni. Ingiríður Straumfjörd i. Eg kom í hús þitt aðeins einu sinni. í önnum dagsins stóðslu glöð og fríð. Sú heimsókn varir lengi mér í minni. Sem morgunssálskin varstu fersk og blíð, og hússins sál í hærra stigin veldi, sem hug minn vermdi líkl og blys af eldi. í Fagratúni fyrsta hús þú reistir með förunaut, sem heilast unnir þú. Á Guð og hann og gæfuna þú treystir að gæti þróast ykkar fyrsta bú. Hve glöð var lundin á þeim fornu árum er Engey hilti á silfurhvítum bárum. Úr Fagratúni forlögin þig báru því fegurð einni ekki treysta má. — Það veldur jafnan trega og sinni sáru og sviða, að hverfa æskulandi frá, svo Fagratún þú fluttir með í hjarla er framtíð tryggði heillaríka og bjarta. Og hvar sem bú í baráttu þú feslir þú byggðir aftur æsku Fagratún, svo af því hjá þér engir voru gestir; þín ástúð var sem skráð á hyggjubrún. Með yndi í fasi og innileika sönnum þú alla gerðir brátt að heimamönnum. II. Nú ertu dáin. Þín var of stutt æfi, sem allra þeirra er bæta þessa jörð. Ef fleiri slíkar forsjón okkur gæfi. sem fórnuðu öllu og héldu um dyggðir vörð. Þá rættist brátt hinn gamli, glaði draumur um guðsríki í þessum spilta heim, og máttarvalda meginorku straumur á morgunroðans vængjum svifi um geim. Eg þögull gekk hjá þinni fögru kistu, sem þýð í smíðum minti á Fagratún. En mér var bægt við merkjalínu ystu að mega sjá þig yfir dauðans brún. Þitt lík var föll, en frítt í dauðans blundi sem frostrósir um kaldan vetrar dag. Er fólkið alt dró andann þungt og stundi þú eins svafst vært, sem barn við vöggulag. Þinn aldni vinur, ástúð svifiur þinni að enni þínu þrýsti heilum koss. Svo slóð hann beinn, sem björk, með trega í sinni, það beygði hann ekki sorgarinnar kross. En fölari en þú í kislu þinni hann þyngstu sporin fylgdi þér að gröf. Og óstuddur með ást þína í minni, hann aleinn þráði að sigla á dauðans höf. Eg enga sonu séð hef móður trega með sannari ásl, en þig, í hinsta sinn, svo þungt og sárt, en þó svo karlmannlega að þeirra harmur einnig gerðisl minn. Það sýnir bert að mikil varstu móðir, sem menn á þroskaaldri unnu heitt — það virðist líkt og æðri andar góðir þig ælíð hafi verndað, stult og leitt. En þegar syrtir, þá er ljúft að dreyma í þögn og kyrð um glaðan endurfund, og láta um sig orkumagnið slreyma frá allífs mætti, gegnum lokuð sund. Og eitt er víst, að indælt er að vona að andinn sigri í baráttu við hel og guð þig blessi göfuglynda kona, sem græddir kærleik. — Farðu vel. J. S. frá Kaldbak.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.