Lögberg - 26.02.1948, Page 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. FEBRÚAR, 1948
20. febrúar, I 948:
Frá VANCOUVER, B.C.
Nú hefir verið vetur í bæ hér
vesturströndiimi undanfarið
í byrjun febrúar fór að verða
stormasamt samt, og kom tals-
verður snjór, sem gjörði alla um-
ferð á sjó og landi og loftleiðis
erfiða. Nokkrir skipsskaðar urðu
víðsvegar á ströndinni, og nokkr
ir mistu lífið í þeim ógangi. Líka
urðu mörg slys hér í borginni,
sem æfinlega eiga sér stað, þegar
snjór og ís er á götunum. Nokkr-
ir mistu lífið og margir urðu fyr
ir meiri og minni meiðslum. Sjö
presónur hafa dáið af slysförum
hér í borginni síðan fyrsta janú-
ar. Þegar þetta er ritað, er alt að
komast aftur í gott lag. Heiður
himinn og glaða sólskin á hverj-
um degi og allur snjór horfinn.
Nú megum við eiga vor» á, úr
þessu, að blómin, þessi yndislegu
börn sólguðsins og moldarinnar”
fari að prýða alt umhverfið hér,
með hinum marglitu krónum sín
um, og þá gleymast fljótt allir
erfiðleikar, sem þetta kuldakast
hefir haft í för með sér.
Það hefir gengið hér illkynjað
kvef, sem fjöldi af fólki hefir
fengið. Læknar segja að það sé
ekki neitt hættulegt. Bezt sé
samt fyrir þá sem verði vesælir,
að halda sig heima og láta fara
vel um sig og forðast að láta sér
verða kalt.
Félagslífið hefir verið fjörugt
nú um tíma, margar skemtisam-
komur sem oftast eru vel sóttar.
Þann fjórða febrúar hafði ís-
lenzka lút. kvenfélagið skemti
samkomu í Dönsku kirkjunni. —
Skemt var með ræðuhöldum og
söng. Aðal ræðuna hélt Mrs. Jón
Sigurdson, sem er forseti kven-
félagsins og stýrði samkomunni.
Þetta er, held ég, í fyrsta sinn
sem Mrs. Sigurdson hefir komið
fram á ræðupallinum, tókst henni
það svo vel, að hún hefir fengið
mikið hrós fyrir það. Það er al-
veg óhætt að skipa Mrs. Sigurd-
son á bekk með hinum velþektu
ræðuskörungum sem kvenfólkið
á hér í Vancouver. Aðrir, sem
héldu ræður voru S. M. Sumar-
liðason forseti safnaðarins, L. H.
Thorlákson varaforseti safnaðar
ins og Rev. Solheim prestur
norsku Lút. kirkjunnar, sem var
þar til staðar. Séra Sigmar flutti
bæn í byrjun samkomunnar.
Söngflokkuriim skemti með
söng, Miss Margrét L. Sigmar
söng eina sóló. Var því öllu góð-
ur rómur gerður. Stefán Sölva-
son aðstoðaði við hljóðfærið, sem
var hið nýja orgel, sem safnaðar
konurnar hafa keypt fyrir kirkj-
una. Þegar skemtiskránni var lok
ið, þá var öllum boðið ofan í
veizlusal kirkjunnar, þar sem
konumar höfðu til sölu kaffi og
veitingar. Líka voru þar til sölu
margar sortir af íslenzkum mat
og annað sælgæti, flaug það alt
út, og náðu í það mikið færri en
vildu.
Þann, 29. janúar, hafði kvenfé-
lagið “Sólskin” ársfund sinn, og
var öll stjórnarnefndin endurkos
in. Þessar konur gegna þar emb-
ættum fyrir þetta ár:
Mrs. Thora Orr, forseti, Mrs.
L. H. Messvrier varaforseti; Mrs.
Carl Frederickson skrifari; Mrs.
V. Davie gjaldkeri. — Mánaðar-
legir fundir félagsins eru haldn-
ir seinasta fimtudag í hverjum
mánuði.
íslenzka yngra kvennafélagið
“Ljómalind”, er aftur tekið til
starfa. Höfðu þær skemtisam-
komu og dans í “Peter Pan”, sam
komusalnum 10. febrúar. Var
þar góð aðsókn þó það væri á
þeim tíma, sem veðrið var svo
óhagstættt. Var ákveðið að allur
ágóði af samkomunni yrði lát-
inn ganga í sjóð Gamalmenna-
heimilisins.
Rev. E. H. Sigmar og föður-
bróðir hans Benedikt Sigmar frá
Glenboro, Man., hafa verið að
heimsækja skyldfólk sitt hér. —
Rev. Erik Sigmar prédikaði á
ensku við messuna þann 14 febr.
Mr. og Mrs. Hallur Hallsson
frá Selkirk, Man., eru flutt hing-
að vestur á strönd, og búast við
að taka sér bólfestu hér í Van-
couver.
Mr. Kristján Siverz sem hefir
verið til heimilis í Victoria um
fjölda mörg ár er hér í vetur hjá
einum af sonum sínum, sem hér
býr. Hann er 83 ára gamall, en er
samt frískur og fjörugur, og virð
ist skemta sér vel.
Þjóðræknisdeildin “Ströndin”
hélt ársfund sinn 16. janúar. Var
öll stjórnarnefndin endurkosin
nema skrifarinn. Var Mr. Gunn-
björn Stefánsson kosin skrifari.
í stjórnarnefndinni fýrir þetta ár
eru:
Odin Thoxnton forseti; Sam
Samson varaforseti; Gunnbjörn
Stefánsson skrifari; Mrs. E. F.
Hall vara skrifari, og Óskar Há-
vardson féhirðir. Mr. Magnús
Eliasson var kosin erindreki á
næsta Þjóðræknisþing.
íslenzku Lút. kvenfélags kon-
urnar höfðu “Court Whist
Party”, á íslenzka gamalmenna-
heimilinu þann 17. janúar. Komu
þar saman um 125 manns. Var
Mrs. S J. Sigmar forstöðukonan
fyrir því. Var spilað Court Whist
þar til klukkan hálf tíu um
kvöldið, og allir höfðu skemt sér
vel við það. Framreiddu þá kon-
umar kaffi og veitingar eins og
hvern lýsti. Samskot vorit tekin
og kom inn talsverð upphæð sem
jþær láta ganga í Gamalmenna
heimilissjóðinn. Á kvenfélagið
þakklæti skilið fyrir þessa fram-
takssemi og velvild sem þær
sýndu heimilinu með þessari sam
komu sinni.
Á sunnudagskvöldið, 2. janúar
heimsóttu Gamalmenna-heimilið
Mr. og Mrs. S. J. Sigmar og dótt
ir þeirra söngmærin Margaret L.
Sigmar og nokkrir fleiri sem
voru í för með þeim. Var þetta
fólk á heimleið frá söngsam
komu, þar sem Margaret var
fengin til að syngja íslenzka
söngva og koma fram í íslenzka
búningnum. Var henni tekið þar
eins og ætíð þar sem hún kemur
fram, með fögnuði og fjörugu
lófaklappi. Söng Miss Sigmar
nokkrar íslenzka söngva fyrir
gamla fólkið, og svo nokkur flein
lög sem aðrir tóku þátt í. Heim-
ilisfólkið vottaði þeim öllum inni
legasta þakklæti sitt, fyrir heim
sóknina.
Það hefir verið mikið um ferða
fólk hér í seinni tíð. Þetta fólk
hefi ég orðið var við.
Mr. Sigurdur Sveinson og son-
ur hans Sveinbjörn frá Yorkton
Sask., hafa verið í heimsókn til
sonar síns og fleiri kunningja
sem þeir eiga hér og ættingja.
Mr. og Mrs. S. A. Loptson frá
Bredenbury Sask. voru hér um
tíma að heimsækja skyldfólk
sitt ihér. Mrs. John Christoferson
er systir Mr. Loptsonar og svo á
hann margt fleira skyldfólk sem
er búsett hér í borginni.
Mr. og Mrs. Guðmundur Guð-
mundsson og Mrs. V. Thorfinson
frá Mountain N.-Dakota, og Mr.
og Mrs. V. G. Guðmundson frá
Seattle Wash., komu hingað
snöggva ferð, til að sjá ættingja
og vinafólk sitt hér. Mr. G. Guð-
mundson er bróðursonur S. Guð-
mundssonar sem hér á heima, og
Mrs. V. G. Guðmundsson frá Se
attle er líka bróðurdóttir hans.
Var þarna nokkurskonar “Fami-
ly reunion”, er þetta fólk kom
þarna alt saman Þetta fólk er nú
alt horfið til baka heim til sín.
Mannalát
Ingiríður Straumfjörd lézt að
heimili sonar síns í Astoria, Ori-
gon, 21. janúar 1948, 69 ára. Hana
lifa ekkjumaðurinn J. E. Straum
fjödr og fjórir synir, Jóhann í Se-
attle, Wash., Jón læknir í Astoria
•
í Origon og Halldór og Júlíus í
Vancouver B. C. Jarðarförin fór
fram frá útfararstofu Nunn and
Thompson í Vancouver 24. janú.
ar. — Séra A. E. Krsitjánson frá
Blaine þjónustaði við útförina,
kom þar saman fjölmenni, og var
þessi jarðarför hin virðuglegasta
Var hin látna kona sérstaklega
vel kynnt af öllum sem þektu
hana. Eg tel eflaust að einhverjir
af þeim mörgu vinum hennar,
láti þessarar mætu konu verða
nánar getið.
Þann 19. janúar andaðist
Ladysmith B. C. Mrs. Katrín
Stephanson, 57 ára. Hana lifa
tveir synir Fred og John og ein
dóttir Margaret og einn bróðir
S. S. Oddson, öll í Vancouver.
Tvær systur Mrs. C. Christinsen
og C. Melsted, báðar í Seattle
Wash. Jarðarförin fór fram í Van
couver. Dr. H. Sigmar flutti
kveðjuorðin við útförina.
Albert Paulson lézt hér í Van-
couver 10. febrúar 1948, 70 ára
Hann lifir einn bróðir Christian
í Saskatchewan. Jarðarförin fór
fram þann 13. febrúar 1948. Dr.
H. Sigmar þjónustaði við útför
ina.
Sigurdur Eyfjörd lézt á Al-
menna sjúkrahúsinu í Vancou
ver, þann 10. febrúar 1948, 77 ára
gamall. Hann lifa ekkjan og fjór
ir synir, Thorhallur í Ashern
Man. Fred, Christian og Her-
mann í Vancouver, tvær dætur
Mrs. L. H. Olsen of Winnipeg,
Man, og Miss Anna í heimahús-
um. Hann lifa einnig bróðir og
systir á íslandi. Jarðarförin fór
fram þann 13. febrúar frá “The
Roselawn Funeral Chapel”, Dr.
H. Sigmar þjónustaði við útför-
ina.
Nú eru dagblöðin að flytja þær
fréttir að nokkrar líkur séu til
þess að samningar komist á með
kolanámu eigendunum og verka-
manna í Alberta, svo byrjað
verði á vinnu þar aftur. 1 British
Columbia hefir engin samningur
komist á, Mörg þúsund verka-
manna eru daglega atvinnulaus-
ir, og kolaforðinn óðum að ganga
til þurðar. Stjórnin virðist vera
ráðalaus með að geta ráðið bót
á þessu. Hún er að fara bónarveg
til að reyna til að miðla málum
og koma á samkomulagi, en báð-
ir málsaðilar bjóða henni byrgin
og heimta að fá sínar kröfur upp
fyltar, áður en nokkuð samkomu
lag geti verið um að ræða. Þarna
hefir þjóðin ágætt sýnishorn af
“Free Enterprise in action”. —
Þessi verkföll eru hér á öllum
sviðum, svo það stendur öllum
hugsandi mönnum stuggur af
því. Hér er skríllinn að taka
stjórnartaumana úr höndum
stjórnarinnar. S. Guðmundsson.
Rödd Ameríku
Til íslendinga í Argyle og Glenboro
Eg tel það víst að meðal eldri
íslendinga í Argyle og Glenboro
séu ekki all-fáir sem hefðu löng
un til þess að heiðra minningu
þeirra Jóhanns Magnúsar Bjarna
sonar og konu hans með því að
leggja ofurlítið í Minnisvarða-
sjóðinn sem nú er verið að safna
í, og tilkynni ég hér með að ég
væri fús að veita slíkum tillög-
um móttöku og koma á fram-
færi. Eg hefi ekki tíma eða ástæð
ur til að ganga fyrir hvers manns
dyr og ég treysti að margir telji
ekki eftir sér að koma tillaginu
til mín eða þá féhirðir sjóðsins
beint. — Það hefir lítið eða ekk-
ert komið í þennan sjóð frá Ar:
gyle og við megum ekki sitja hjá.
Ef nokkur Vestur-lslendingur á
skilið minnisvarða, þá er það Jó-
hann Magnús Bjarnason og þau
hjón. Sem maður og hugljúfur
rithöfundur var Magnús sérstæð
ur og konan hans bar með hon-
um byrði lífsins fram til hinstu
stundar. Enginn hefir lesið
Magnús og þekt hann, sem ekki
finnur til þess að hann sé í skuld
við hann. — Góðir vinir í Argyle
eigum við ekki að vera eitthvað
með í þessu. Vil ég sérstaklega
draga athygli kvennfélaganna og
annara félagadeilda sem og ein-
staklinga, að þessu máli.
Vinsamlegast, G. J. Oleson.
Síðan ég fyrst man eftir mér
hefir 'það ávalt klingt í eyra, að
almenningur hér í álfu, og þó sér
staklega í Bandaríkjunum, ætti
við betri kjör að búa en fólk í öðr
um löndum heimsins. Állar fræði
stofnanir þjóðarinnar og öll hin
meiriháttar málgögn voru, og
eru enn, sammála um það atriði.
Og lengi vel trúði ég þeirri stað-
hæfingu eins og nýju neti, jafn-
vel á meðan svo stóð á að bæði
ég og aðrir í nágrenninu sultu
heilu hungri dögum saman vegna
þess að enginn eyrir var til fyrir
nauðsynjarnar.
Á þeim dögum var siðmenning
in ekki komin á það stig að geta
samþykt framfærslu-styrk fyrir
hina nauðstöddu; enda voru þeir
tiltölulega færri en nú,' síðan at-
vinnuvegirnir breyttust svo rót-
tækilega, af afleiðingum véla-
menningarinnar. Nú er svo kom-
ið að fjöldi mikill er á “relief” á
einn veg eður annan, og um það
séð að hann ekki horfalli með
öllu ; en við báða jaðra hans eru
enn hópur manna, sem svelta og
tærast upp á ýmsan hátt í ráða-
leysi sínu. Utanvið til beggja
enda eru svo auðmennirnir með
margfaldar alsnægtir og atvinnu
stéttin, með nokkum veginn nóg
fyrir sig, síðan hún lærði að taka
höndum saman og heimta það
sem hún þarfnast til að geta
þjónað herrunum með krapti og
ending.
Þar sem svona er misskift er
erfitt að gera neina heildar-áætl
un um líðan manna. Þó jafnaðar
kaupgjald þeirra, sem að stað-
aldri vinna, sé sæmilegt, skýrir
það að mjög litlu leyti afstöðu
heildarinnar. En á þeim grund-
velli eru skýrslurnar bygðar og
hafðar til samanburðar þegar
nauðsyn krefur.
Þegar nafnverði rúblunnar
rússnesku var breytt fyrir nokkr-
um vikum síðan fór “Rödd
Ameríku” — útvarpið til útlanda
— á stúfana með langvinnan á-
róður um það, hve margsamlega
betri afkoma amerískra verka-
manna væri en fyrirmanna á
Rússlandi. Grein um þau efni
hafði þá nýverið birzt í N. Y.
Times og voru staðhæfingar þær
er þar voru taldar fram, notaðar
sem ívaf fyrir áróðurinn.
Nú hefir því lengi verið trúað
að þegnum Rússlands sé bannað
að hlusta á vestrænt útvarp; en
Rússi sem hlustað hefir á ásamt
meðverkamönnum sínum, sendir
N. Y. Times mótmælagrein þá er
fylgir:
“Eg, Dimitry Shisehyey, er for
maður vélaverksmiðju þeirrar í
Moskvu, er Ordjonikidye nefnist.
Eg átti heima í Bandaríkjunum
í nokkur ár og er því mörgum á-
stæðum þar all-vel kunnur. Og
einmitt vegna þess kom þetta út-
varp mér svo kynlega fyrir sjón-
ir. Eg fór því að gagnrýna og
sundurliða tölurnar og sá fljótt
að ef útvarpið var að fara rétt
með, er grein þín í mesta máta
afvegaleiðandi.
“Þú segir að meðal kaupgjald
við iðnaðinn í Rússlandi sé 2
rúblur og 40 kopekar á tímann.
Það er mjög nærri sanni ef miðað
er aðeins við grundvallarkaup.
an hér er öll bundin við áætlun;
En þess ber að gæta að framleiðsl
og fari verkamaðurinn fram úr
henni, vaxa launin að því skapi.
að jafnaði 80% fram yfir áætlun,
I verkstæði mínu er framleiðslan
og ég veit til þess að hún er víða
tvöfölduð, og meira. I staðinn fyr
ir 480 rúblur á mánuði verður
því útkoman oftar 900—100 rúbl-
ur, og raskar það strax saman-
burðinum rækilega.
“Á þessu ári hefir verksmiðja
okkar sjö sinnum fengið launa-
uppbót er nemur als 1.000.000 r.,
og verða launin því til jafnaðar
4 r. og 50 k á tímann.
“Þú fullyrðir hinsvegar að með
al kaupgjald slíkra verkamanna
í Bandaríkjunum sé $1.24 á tím-
ann, eða nærfelt $3100 á ári. Eg
leyfi mér að efa þann framburð,
því eftir skýrslum frá Calif. Um
versity fyrir 1944 — þegar kaup-
gjald var við hápunkta — fengu
80% amerískra verkamanna fjöl-
skyldna minna en $3000.00 í órs-
laun, þó oft væru fleiri en einn í
fjölskyldu á launum. Og sam-
kvæmt Monthly Labor Review
No 6 fyrir árið 1947 fékk önnur
hvor verkamanna fjölskylda í
Bandaríkjunum minna en $2500,
í árslaun.
“í ljósi þessara gagna kemur
það fram að þú hefir stíft rússn-
esku launin í tvent en bætt 25—
30% við hin amerísku. Og hvers
vegna? Varla hefir þú búist við
að lesendur og hlustendur
gleyptu við þannig fréttaburði
umhugsunarlaust. og vissulega
hækkar ekki matið á amerískri
blaðamensku í hugum okkar,
Rússa, fyrir vikið. Það veit ég á
því, hvernig áhrif það hefir á þá
samverkamenn mína sem á út-
varpið hlusta.
“Ennþá furðulegri er þó saman
burðurinn á framfærslu kostnaði
beggja aðila. Þú talar um verð á
brauði, mjólk og karlmannafatn-
aði, en minnist ekkert á húsa-
leigu, heilbrigðismál, mentun,
vátrygging, orlofsdaga o. s. frv.
Því viltu ekki samanburð á þann
ig útgjöldum? Þú segir að karl-
mannaföt í Rússlandi kosti 1400
R., en ekki nema $30 í Bandaríkj
unum. Því segirðu það.
“Það er satt að allra vönduð-
ustu föt hér kosta upp að 1400
R., en hin algengari ekki nema
430 R. Eg hefi keypt $30 fatnað
í Ameríku — og það áður en stríð
ið og verðbólgan kom til — og
get sagt með góðri samvizku að
svo léleg föt eru ekki búin til hér
í landi. En hvað kostar vandað-
asti alfatnaður í Bandaríkjun-
um? Viltu segja mér það? — Og
hvers vegna þarft þú að þrefalda
verð þessarar vöru hjá okkur, en
þrykkja þinni niður á neðstu
gráðu? Og hvers vegna þarftu
sömuleiðis að hækka verð brauðs
ins okkar um þriðjung? — Vill
ekki reiknings-aðferðin standa
heima án þess?
“Monthly Labor Review” og
önnur ábyggileg rit skýra frá því
að lægsta leiga á viðunanlegri
íbúð sé $50.00 um mánuðinn. —
Það útheimtir um 50 klukku-
stunda atvinnu. Hér kostar svip
uð íbúð 100—110 R. á mánuði,
eða það sem samsvarar 25 stunda
vinnu. En til jafnaðar er húsa-
leiga hér í landi aðeins 3 til 4
prósent af inntektum hverrar
fjölskyldu.
“Samanburð af þessu tagi fæst
þú ekki við; og þú minnist held-
ur ekki á útgjöldin í sambandi
við heilsufarið, sem nema að
minsta kosti $15.00 á hvert heim
ili mánaðarlega. Hér eru öll lyf
og læknishjálp ókeypis.
“Ekki heldur minnist þú neitt
á kostnaðinn við mentun ungl-
inganna, sjálfsagt’vegna þess að
hann kemur hvergi til mála. —
Amerískir verkamenn hafa ekk-
ert tækifæri til að kosta börn
sín á æðri skóla. Á Rússlandi,
hinsvegar, borgar stjórnin ungl-
ingunum kaup við þá iðju.
“Hagstofu Bandaríkjanna
reiknast til að fjölskylda, sem
sem hefir $84 inntektir á viku —
sem er tvöfalt hærra en jafnað-
artalan, — geti ekki staðist við
að senda börn sön á byrjenda-
skóla — Kindergarten. — Hér
telst til að uppeldi barna, með
því tilheyrandi, kosti 50—60 R.
á mánuði, eða 15 klukkustunda
kaup verkamannsins.
“Eg gæti haldið áfram að telja
upp margt fleira, svo sem frídaga
með kaupi, ýmsar heilsu- og
hvíldarstofnanir fyrir verka-
manninn og börn hans, vátrygg-
ing á kostnað hins opinbera, til-
lög til mæðra o. s. frv., en það er
ekki tilgangur minn að þessu
sinni.
“Samandregið er efni greinar
þinnar það, að þú minkar heild-
arinntektir hins rússneska verka
manns um tvo þriðju og hækkar
útgjöldin margfaldlega; en hins-
vegar gerir þú meira úr inntekt-
um hins ameríska en raun ber
vitni, og varast að geta um fram
færslukostnað hans. Og þú kallar
þetta róttækan og sanngjaman
samanburð. Hverskonar meðferð
yrði þá það, sem þú myndir kalla
samvizkulausa röskun heimilda?
“Þú minnist hvergi á svo “þýð
ingarlaust atriði” sem hið nýaf-
staðna stríð — stríðið sem auðg-
aði Bandaríkin að mun en lagði
mikið af landi voru í rúst. En án
þess að hafa alt það í huga er ó-
mögulegt að gera gagnkvæman
og sanngjarnan samanburð á af-
i:omu og ástandi þjóða vorra.
Við höfum borið saman inn-
tektir amerískra fjölskyldna og
Framh. á bls. 3.
Hvað er að frétta frá Gimli ?
Þær spurningar dynja á manni
þegar komið er til borgarinnar,
og er slíkt eðlilegt, því það er
fyrsti og frægasti bærinn, sem
íslendingar bygðu í þessu mikla
meginlandi, og hefir mörg þau
skilyrði sem amerískir bæir
krefjast til vegs og gengis, enda
er hér nú alt í uppgangi síðan
Bennetts harðærinu létti 1930—
’36. Bærinn liggur við suðvestur
horn hins stóra Winnipegsvatns,
með góða skipahöfn sem nú er
verið að stækka um helming, og
mun ekki veita af, því bráðum
verður stórfljótið, kent við Nel-
son, sem fellur til sjávar úr
Winnipegvatni, gjört fært stór-
skipum frá öllum höfum hnatt-
arins, til að sækja afurðir megin
landsins Norður-Ameríku.
Þar er ótæmandi auður ofan-
jarðar, og niðri í iðrum hennar,
sem lítillega er þekt enn; næstu
þúsund ár munu leiða það í ljós.
“Vek mig, sýn mér, herra hár
heiminn eftir þúsund ár.
Vek mig, þetta land að lofa,
lengur vil ég ekki sofa”.
M. J.
Flugstöðin fagra og góða ligg-
ur 2 mílur vestur af bænum og
mun hann eflaust byggjast vest-
ur þangað á fám árum, því land-
ið umhverfis bæinn er afar frjó-
samt, og afrensli gott til vatns-
ins, enda er blómlegur búskapur
í nágrenni við bæinn.
Ströndin öll vestan fram með
vatninu 40 mílur, er öll þakin
sumarbústöðum, en landið ekki
nærri alt plægt upp enn, til ak-
uryrkju, sem kemur til af því, að
það var alt þakið þykkum skógi,
en nú er farið að brjóta hann
niður með hinum stórvirku vél-
um “Bulldóser”, sem sópa trján-
um niður eins og hrísi, og í kjöl-
far þeirra siglir dráttarvélin og
plægir landið til akuryrkju, en
mikið verk er að hreinsa og
brenna upp allar rætur, og rusl
af landinu, og það verður manns
höndin að gjöra, þó mesta erfið-
inu sé aflétt. “En höndin gjörir
garðinn frægan”, enn sem fyrri,
og á Gimli þrífast ekki nema góð
ir menn, hinir gjöra betur í borg-
unum.
S. Baldvinson.
ngmngunm
— Þetta er meira syndaflóðið.
— Hvað segirðu?
— Syndaflóð.
— Hvað er nú það?
— Hefirðu ekki lesið um
syndaflóðið og örkina hans Nóa?
— Nei, ég hefi ekki séð blað í
þrjá daga.
Prófessorsfrúin: — Veistu það,
vinur minn, að þú hefir ekki kyst
mig í heilan mánuð?
Prófessorinn: — Hamingjan
góða, hver er það þá, sem ég er
altaf að kyssa.
Kennarinn: — Ógurlegt mál-
æði er í þér, Pétur. Eg verð víst
að spyrja þig að einhverju svo
að þú þagnir.