Lögberg - 22.04.1948, Síða 1

Lögberg - 22.04.1948, Síða 1
PHONE 21 374 ^CicatveTS tíáS* -*• LttU^^^^ S^'-' A Complele Cleaning Inslilulion PHONE 21374 A \>"U>A ^CUtttv* A Complele Cleaning Inslilulion 61. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 22. APRÍL, 1948 NÚMER 17 Lögberg árnar ísienzka mannféiaginu beggja vegna hafs góðs og gleðilegs sumars Hinn kristilegi Demokrataflokkur vinnur frœgan kosningasigur á italíu S)ðastliðinn sunnudag f óru fram kosningar til beggja deilda ítalska t þjóðþingsins, og lauk þeim með glæsilegum sigri fyrir hinn kristilega Demokrataflokk undir forustu Gasb'eri forsætis- ráðherra; kosningar þessar, þær fyrstu eftir að lýðræðisstjórn var sett á fót á ítalíu, voru sótt- ar af svo miklu kappi, að um 90 af hundraði kjósenda greiddu at- kvæði; stjórnarflokkurinn fékk nálega 70 af hundraði allra greiddra atkvæða. Kosningar þessar snerust upp í tilfinnanlegan ósigur fyrir Kommúnista, er um eitt skeið töldu sér sigurinn alveg vísan. Yfir höfuð verður ekki annað sagt, en áminstar kosningar færi friðsamlega fram. Harður í horn að taka General Lucius Clay, umboðs maður amerískra hernámsvalda í Þýzkalandi, segist láta sig hót- anir af hálfu Rússa litlu skipta, og í þessu sambandi komst hann svo að orði í Frankfurt þann 14. þ. m.: “Eg tel víst að Rússar geri alt, er í valdi þeirra stendur, til þess að flæma okkur, umboðsmenn Vesturveldanna, burt úr Berlín; en ég get fullvissað þá um það, að þeim verður ekki kápan úr því klæðinu; við höfum alvarleg um skyldum að gegna í Berlín og hverfum eigi þaðan fyr en þeim hefir verið fullnægt.” General Clay var spurður um það, hvort nokkuð væri hæft í því, að Rússar og bandaþjóðir þeirra hefðu flutt út úr Þýzka- landi kynstrin öll af þýzkum vopnabúrum; þessu svaraði hann neitandi. Afnám dauðadóms Um miðja vikuna, sem leið, samþykti neðri málstofa brezka þingsins tillögu um afnám dauða dóms um fimm ára tímabil til reynslu; verkamannaflokkurinn, er nú situr að völdum á Bret- landi, hefir til margra ára haft þetta á stefnuskrá sinni; langar og heitar umræður urðu í þing- inu um málið, er orsökuðu tals- verðan klofning innan flokk- anna. Þeir Attlee forsætisráð- herra og Winston Churchill for- ingi stjórnarandstöðunnar, greiddu báðir atkvæði gegn til- lögunni. Flugslys Síðastliðinn fimtudag fórst amerísk farþegaflugvél, er hún var að freista lendingar á Shannon-flugvellinum á írlandi; eldur kom upp í flugvélinni og örann hún á skömmum tíma til kaldra kola; þrír tugir manna biðu bana, en einn farþegi komst lífs af. Plugvél þessi var á leið frá London til New York. Frumvarp talað í hel Á miðvikudaginn í fyrri viku kom til umræðu í sambandsþing inu frumvarp, er Willard Lacr- oix, Liberal-þingmaður frá Quebec hafði komið á dagskrá, og að því laut, að útiloka með lögum kommúnistaflokkinn í Canada; var flutningsmaður næsta orðhvass og kvað lýðfrels inu í þessu landi hættu búna, ef kommúnistum lánaðist framveg is að halda uppi látlausum á- róðri; það væri synd að segja að frumvarp þetta hefði verið þag- að í hel, því það ,var hvorki meira né minna en talað í hel; ýmsir þingmenn úr Liberal- og C.C.F.-flokkunum tóku*til máls og lýstu andúð sinni á starfsemi kommúnista, þó þeir á hinn bóg- inn lýstu því yfir, að þeir sæi sér ekki fært að greiða atkvæði með frumvarpinu. Joseph Bradette, Liberalþing- maður fyrir Cochrane kjördæm- ið, komst þannig að orði: “Ef tilfinningar rpínar hefðu yfirhöndina, myndi ég mæla með framgangi frumvarpsins, en vegna þess að ég er kristinn Canadaþegn, verð ég fremur að hlíta rökum en tilfinningunum einum”. Angus Maclnnis, C.C.F., Van- couver East, mælti á þessa leið: “Eg fyrirlít allt það, sem kom múnistar halda fram og berjast fyrir, en ég er mótfallinn frum- varpinu vegna þess, að það er grundvallað á heimspeki kom- múnista sjálfra, að allt, sem manni fellur ekki skuli kæft og kveðið niður”. Sérstæður stjórnmálaferill Síðastliðinn þriðjudag hafði forsætisráðherrann í Canada, Mr. King, gengt lengur stjórn- arforustu, en nokkur annar mað ur í þingsögu brezka stórveldis- ins, og komist fram úr Sir Ro- bert Walpole, er uppi var fyrir 200 árum, og gegndi forsætisráð herraembætti á Bretlandi í meir en 20 ár. I tilefni af þessum söguríka atburði, bárust Mr. King heilla- óskaskeyti frá fjölda þjóða, auk þess sem ráðuneyti hans, Liber- alflokkurinn og forustumenn hinna annara þingflokka, hyltu hann með ræðum og ávörpum. Nokkra í^ndanfarna daga tók • Mr. King ekki þátt í þingstörf- um vegna lasleika, en nú er hann að sögn, kominn til fullrar heilsu aftur. Heklugosið á frímerkjum Póstsstjórnin hefir ákveðið, að gefa út ný frímerki og eiga þau að bera mynd af Heklugosinu. Stefán Jónsson teiknari hefir verið fenginn til þess að gera myndirnar, og mun hann gera mismunandi myndir af eldgos- inu. Mál þetta er ennþá í undir- búningi og þess vegna ekki hægt að segja um, hvenær frímerki þessi verða gefin út. Verðgildi frímerkjanna verður 12 aura, 25, 35, 50 og 60 aura. — Auk þess einnar krónu og tíu krónu. — Boðin til Islands | Rétt þegar blaðið var | að verða fullbúið til prentunar, barst rit- stjóra þess sú góða frétt, að þeim Dr. Sig- urði Júlíusi Jóhannes- syni og frú, væri boðið í heimsóskn til íslands í sumar. — Að heim- boðinu standa ríkis- stjórn íslands og Stór- stúka Goodtemplara. Enn í fararbroddi Við nýafstaðnar prófkosning- ar Republicana í Nebraska-rík- inu vegna næsta forsetaefnis þeirra, varð Harold E. Stassen lang hlutskarpastur; næstur honum kom Thomas Dewney, en þar næst Robert A. Taft. Samvinna óhugsanleg Dr. J. N. Haldeman, leiðtogi Social Crediflokksins í Saskatc- hewan, telur það ekki koma til mála, að veita Liberöllum frem- uf en C.C.F.-sinnum lið í næstu fylkiskosningum, því Liberalar séu grímuklæddir sósíalistar; telur Dr. Haldeman það fyrstu skyldu Social Credit-stefnunnar að berjast á móti sósíalisma hvar, sem hans verði vart. Vatnavextir og tjón Undanfarna daga hefir Ohio- fljótið flætt yfir bakka sína og orsakað geisitjón í eftirgreind- um ríkjum: Kentucky, Penn- sylvania, West Virginia, Indiana og Ohio; um þúsundir fjöl- skyldna standa uppi heimilis- lausar í áminstum ríkjum. Tekinn af lífi Árla morguns síðastliðins föstudags, var Lawrence Deacon tekinn af lífi í Headingly fanga- húsinu, eftir ftrekaðar tilraunir af hálfu verjenda hans, fjölda einstaklinga og mannfélagssam- taka, til að koma í veg fyrir af- tökuna; voru þá.liðin tvö ár frá þeim tíma, er Deacon var ákærð ur um að hafa myrt íslenzka bíl- stjórann, Jóhann Johnson. Tvenn réttarhöld voru haldin yfir Deacon vegna morðkær- unnar, og var hann í báðum til- fellum fundinn sekur af kvið- dómi. Á laugardagsmorguninn birti morgunblaðið Winnipeg Citizen Deacons síðasta bréf , þar sem hann þakkaði alla aðstoð sér veitta og lýsti enn á ný yfir sak- leysi sínu. Almennar heilsutryggingar Nú er talið nokkurn veginn víst, að sambandsstjórn leggi fram í yfirstandandi þingi frum- varp til laga um almennar heilsu tryggingar í Canada. Mun King forsætisráðherra beita sér fyrir um framgang þessarar mikil- vægu löggjafar. Þirigrof og nýjar kosningar Rétt áður en Ontarioþingið lauk fundum í fyrri viku, gerði Drew forsætisráðherra það lýð- um ljóst, að þing yrði rofið á næstunni og nýjar kosningar færi fram þann 7. júní næstkom- andi. — Deyr af slysförum Sá atburður gerðist á miðviku dagskvöldið í fyrri viku, er þrír C.C.F.-þingmenn í fylkisþinginu í Ontorio, voru á leið frá kvöld- verði til þingfundar í Toronto, að bíll, sem ekið var, að sögn, næáta ógætilega, rakst á tvo þeirra og stórskaddaði báða; — menn þessir voru þeir William Robertson þingmaður frá Hamil ton og Garfield Anderson þing- maður fyrir Fort William; þeir vorú þegar fluttir á sjúkrahús og uppskurður gerður á Mr. Ro- bertson vegna áverka á höfði; hann lézt nokkru síðar; talið er að Mr. Anderson sé á sæmileg- um batavegi. Þriðji C.C.F.-þingmaðurinn, William Docker frá Kenora, vai spölkorn á undan hinum og slapp ómeiddur. — Ungur guðfræði- nemandi ók bílnum, er orsakaði slysið. Frægur drengjakór vill heimsækja Ísland “Wiener Sangerknaben”, — drengjakórinn heimsfrægi, hefir boðist til þess að koma hingað til lands í sumar. í júlí í sumar verður kórinn á ferð um Norðurlönd og hefir stjórn hans boðið Tónlistarfléag- inu að hann komi hingað til Reykjavíkur og syngi á vegum þess hér. — Drengjakór þessi er einn frægasti í heimi, var stofn- aður á dögum tónskáldsins Bachs Tónlistarfélagið mun gera allt sem í þess valdi er, til þess að kórinn geti komið hingað. Vísir, 12. marz. Bögglapóstur flugleiðis frá Bandaríkjunum Aðstoðar póstmálastjóri Banda ríkjanna, Paul Aiken, tilkynnti fyrir skömmu, að hann hefði sent skeyti til póststjórna 32 þjóða — þar á meðal til íslands — og farið fram á að þær að opnuð yrði bögglapóstþjónusta frá Bandaríkjunum til viðkomandi landa. “Um leið og við höfum fengið samþykki einhvers þessara landa um að það vilji taka á móti bögglapósti flugleiðis sagði Aiken, “erum við tilbúnir að hefja slíka þjónustu. Það er mik il þörf fyrir slíka póstþjónustu og ég er sannfærður um, að und ir eins og hún er fyrir hendi munu Bandaríkjaþegnar not- færa sér hana og senda böggla í flugpósti til útlanda”. Mr. Aiken sagði, að tekið yrði við bögglum í flugpóst í öllum pósthúsum Bandaríkjanna. Mbl., 28. marz. Kominn til ára sinna Maður að nafni Jakob Peter- sen, finskur að uppruna, búsett- ur að Rocky Mountain House í Albertafylkinu, varð 103 ára þann 16. þ. m., og kennir sér hvergi meins; mestan hluta starfs æfi sinnar hefir Mr. Petersen unnið að timburtekju og í nám- úm, og þakkar það stritvinnu hve góðrar heilsu hann nýtur enn. Sektaðir vegna lítilsvirðingar John L. Lewis forseti linkola- námumanna í Bandaríkjunum, hefir verið fundinn sekur fyrir litilsvirðingu gagnvart réttinum, og dæmdur til að greiða því op- inbera $20.000 dala sekt; námu- mannasamtök hans þurfa að gieiða $1,400,000. Dómi þessum verður áfrýjað. Forsendur dómsins eru bygðar á því, að Mr. Lewis hafi þver- skallast við að hlíta úrskurði dómstólanna um að afturkalla verkfallið samkvæmt fyrirmæl- um Taft- Hartley-laganna. 0r borg og bygð Dr. Richard Beck, vara-ræðis- maður Islands í Norður-Dakota, flytur ávarp á samkomu íslend- ingafélagsins í Fargo og Moor- head, miðvikudagskvöldið 28. apríl. — ♦ Mr. Pétur Thorsteinsson frá Waynyard var staddur í borg- inni í byrjun yfirstandandi viku. “t- Gefið til Sunrise Lutheran Camp Mr. og Mrs. John Jonasson, Winnipeg, $25.00; Mr. og Mrs. Oli Stephanson, Vancouver, $20.00, gefið í minningu um Dr. August Blondal. — Með innilegu þakklæti. Anna Magnússon, Box 296, Selkirk, Man. •f Frú Elínborg Lárusdóttir rit- höfundur, kom til borgarinnar síðastliðinn mánudag, og er til heimilis hjá Mr. og Mrs. Ólafur Pétursson, 123 Home Street. — Eins og áður var skýrt frá, mun frú Elínborg dvelja hér um slóð- ir nálægt sex vikna tíma, og verður hún Vestur-íslendingum aufúsu gestur. ♦ Til ritstjóra Lögbergs Af því að afmælið mitt ber upp á sumardaginn fyrsta í ár eftir mánaðardegi 22. apríl, en eftir vikudegi er ég fæddur fyrsta sunnudag í sumri, sem var mikill uppáhaldsdagur hjá mörgu af gamla fólkinu, setti ég að gamni mínu saman þessa vísu: í Fjósholti ég fæddur var, fátækleg var stofan þar. 1 Svartárkoti á sunnudag söng ég mitt hið fyrsta lag. Gleðilegt sumar! A. S. Bardal. A. S. Bardal Lögþerg óskar afmælisbarninu gleðilegs sumars og framtíðar- heilla. Atvika vísur Prestur dómfellir Söng þó hvessi’ um syndug grey, sjaldan blessast hrokinn: Dóms-orð þessi endast ei yfir messu-lokin. Rím Stundum vandast heimleið hug — hundruð grandast vona. Bundin andans eru flug undra-landsins sona. Til Dr. Helga Péturssonar Veröld börn sín víða ber — villu-gjörn, að hirta; þeim er vörnin — ef þá er aðeins stjörnu-birta. Um leik-loddara Lífs þó slíni list þín skamt, leik þú sýnir glaður. Yfir vini áttu samt elda þína maður! Pálmi. Sumar Lát sólstrauma flæða um svell vorra hjartna, breyt sálnanna auðnum í gróðursæl lönd; strjúk huluna af augum, sem himin oss felur, og hylur oss sýn inn á framtíðarströnd. Brjót hlekkina þungu, er huga vorn fjötra, lát heimskuna rýma úr öndvegisstól; gef vegmæddum andanum vængjaþrótt nýjan, að vorglaður fagni hann morgunsins sól. Bræð hatursins klaka úr hjörtum og sálum, glæð himinsins vermandi kærleikans bál. Kveik sjóndöprum heimsbörnum sýnir í huga, að sjáandi skilji þau friðarins mál. Richard Beck.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.