Lögberg


Lögberg - 24.06.1948, Qupperneq 2

Lögberg - 24.06.1948, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. JÚNÍ, 1948 Farsæll framfaramaður í Svarfaðardal 1 heimsókn hjá Gísla á Hofi Á síðastliðnu sumri veitti Búnaðarfélag Islands búnaðar- frömuðinum Gísla Jónssyni Hofi í Svarfaðardal heiðursverð laun fyrir forgöngu hans um ýms merkileg framfaramál . sveit sinni. I tilefni þessa heim sótti ég Gísla eitt sinn síðastliðið haust til þess að spyrja hann nán ar um hið merkilega ævistarf hans. Af ýmsum ástæðum hefir dregist að færa það í letur þar til nú, en það er í fullu gildi og getur verið mörgum hollur lær- dómur. * Svarfaðardalur er fögur sveit, enda er þar meira þéttbýli en ég hefi séð annars staðar á landi hér. í>að er ánægjuleg sjón að líta yfir dalinn á björtum sól- skinsdegi, enda er víðast vel byggt og gróðurlendi mikið. — Það eykur trú manna á gildi ís- lenzks landbúnaðar og framtíð- ar hans að horfa yfir svo blóm- lega sveit. Það er ánægjulegt að koma heim að Hofi. Þar er hinn mesti myndarbragur á öllu, bæði utan húss og innan. Það er strax auð- fundið, að þar hefir atorka og framfarahugur verið að verki. Þeir nafnarnir Gísli eldri og sonarsonur hans og alnafni, Gísli Jónsson, stud. mag., taka á móti mér og félaga minum og bjóða til stofu. Þótt ellin sé nú tekin að færast yfir Gísla bónda, er hann enn myndarlegur á velli og höfðinglegur með hið mikla og hvíta skegg sitt. Maður finnur fljótt, að hér er enginn meðal- maður á ferð. Eg tek þegar að spyrja hann spjörunum úr, og leysir hann vel og greiðlega úr spurningum mínum. Svarfdælingur í húð og hár Ertu ættaður héðan úr daln um? Já, ég er Svarfdælingur í húð og hár. Eg fæddist 11. okt. 1869 á Syðra-Hvarfi, sem er ysti bær í Skíðdal hér fremra. Voru foreldrar mínir þau Jón Kristj- ánsson, bóndi þar, og Dagbjört Gunnlaugsdóttir. — Hvenær byrjaðir þú búskap sjálfur? — 1896 á Syðra-Hvarfi. Bjó ég þar í sex ár eftir föður minn, en flutti síðan að Hofi 1904 og hefi nu samtals verið við búskap í 49 ár. Annars hefir kona mín oft haft meir með búsýsluna að geraenég, því að ég hefi oft þurft að sinna svo mörgum störf um utan heimilisins, að búskap- urinn varð á hakanum. Eg var svo heppinn að eignast góða konu og duglega, Ingibjörgu Þórðardóttur frá Hnjúki, föður- systur Sveinbjarnar Jónssonar, byggingarmeistara, og systur þeirra Snorra á Bægisá, Sigurð- ar á Egg og Rögnvaldar í Dæli í Eyjafirði, sem allir eru hinir mestu atorkumenn. Hún er tólf dögum eldri en ég, og giftum við okkur árið 1891. nefnd í nokkur ár. Þá hafði ég með höndum reikningshald og stjórn þegnskylduvegagerðarinn ar. — Þegnskylduvinnan — Já, þarna komstu einmitt að því, sem mig langaði einna mest til að fræðast um. Þú munt hafa verið forgöngumaður um það mál? — Ekki tel ég nú rétt að færa mér það einum til tekna, því að margir góðir menn unnu þar að, en ég hafði umsjón með vinn- unni allt tímabilið, eða um 20 ár. Málinu var fyrst hreyftt á al- mennum sveitarfundi árið 1909 og stungið upp á því, að menn legðu fram vinnu til vegagerðar í sveitinni, því að vegalítið var þá. Var síðan samið umburðar- bréf, og skuldbundu þá þegar 100 manns í hreppnum sig til að leggja fram 3 dagsverk endur- gjaldslaust árlega í 10 ár. Að því tímabili loknu endumýjuðu svo margir vinnuloforð sín um 5 eða 10 ár. Jafnvel kvenfólk vann þarna. Vinna þessi f«11 niður árið 1929, þegar hið opinbera tók vega málin fyrir alvöru í sínar hend- ur. Annars var strax á öðru ári sýnd sú viðurkenning á þessu starfi okkar, að vegamálastjóri beitti sér fyrir því, að við fengj- um einn þriðja úr ríkissjóði móti framlagi að heiman. Þótti þetta sérstök fyrirmynd, enda ekki þekkt annarsstaðar á landinu. — Um styrk frá sýslunni var aldrei beðið, en sýslan bauð að kosta sérfróðan mann til að stjórna verkinu. Aðal vegalagningin var vestan megin í dalnum og rétt byrjað austan megin, en þar hafði litla þýðingu að leggja veg, fyrr en brú kom á ána. — Lengi höfðum við sem verk- stjóra Jón Siggeirsson, nú á Hólum í Eyjafirði, mesta prýðis- mann. - Kom aldrei til neins ágrein- smum ings? — Tiltölulega lítils, enda hef- ir alltaf verið góður félagsandi hér í hreppnum, og öllum ljós nauðsyn vegagerðarinnar. — Þó lenti í nokkru þjarki, því að sum staðar þurfti að leggja veginn í gegnum tún og vildu sumir fá skaðabætur. Boðaði ég þá til fundar um málið og kvaðst hætta öllum framkvæmdum, ef ætti að fara að eyða gjafafé til skaðabóta, því að vafasamt væri hvort menn vildu þá lengur leggja fram ókeypis vinnu. — Var þá fallið frá öllum bótakröf- um. þess. Beitti ég mér fyrir því að fá hingað plóg árið 1903, og fyrsta diskherfið fékkst árið 1904 Búnaðarfélagið tók til starfa hér í hreppnum árið 1885. Vann það fyrst einkum að skurðagerð. — Störfuðu á vegum félagsins þeir búfræðingamir' Guðmundur frá Þúfnavöllum og Þorgils Þor- gilsson frá Skökku. Síðan var tekið að vinna að jarðrækt ög jafnan ráðnir menn bændum til aðstoðar. — — Hvernig var með jarðabæt- ur áður en plógur og herfi komu? — Þær voru erfiðar. Rist var ofan af með skóflum, áður en spaðar komu 1888 vestan úr Ól- afsdal. Stungið var síðan upp með skóflum og kögglarnir muldir. Fljótlega komu þá tinda- herfi, sem tættu sundur köggl- ana, eftir að stungið hafði verið upp. Þau héldust mikið þar til um 1920. Hagur smiður — Já, þú hefir fengist mikið við smíðar? — Ó-já. Eg hefi unnið að brú- arsmiði og húsagerð, smíðað sex a eða sjö brýr með yfirbyggingu og nokkrar smærri. Byggt nokk ur íbúðarhús og eina kirkju. Eg hefi líka fengist nokkuð við við- gerð vinnuvéla allt til þessa, en hendurnar eru nú farnar að kreppast, svo að erfitt er að eiga við smíðar. Því má bæta hér við, að Gísli er hinn mesti völundur, þótt hann láti ekki mikið yfir því. Mörg írúnaðarsiörf — Þú hefir sennilega ekki sloppið við opinberu störfin? — Nei, ég varð strax oddviti fyrsta búskaparár mitt og var það í sex ár. í skattanefnd hefi ég setið síðan 1921, var 12 ár í sýslunefnd og seinna í hrepps- Forganga um vélakaup — En mér skilst á heiðurs- skjalinu, að þú hafir haft for- göngu um margar aðrar búnað- arumbætur hér í sveitinni? — Eg hefi aðallega. reynt að vinna að því að fá ýmsar búvél- ar hingað, því að mér varð það strax ljóst, að landbúnaðurinn yrði að taka tæknina í þjónustu sína. Hér var engin búvél til, en 1914 keypti ég-sláttuvél, og tveim ur árum seinna náði ég kaupum 4 rakstrarvélum, sem allar komu hingað í dalinn. Síðan fóru vélarnar að smátínast að Eg lánaði sláttuvél mína víða um dalinn. Þótti hún í fyrstu ekki sló vel, en mér tókst að lagfæra hana. 1911 setti ég hér upp sund- baðker fyrir sauðfé, en það var þá óþekkt, að minnsta kosti hér um slóðir. Var ker þetta með viðbyggðum “sundpalli”, sem tekur um 40 kindur, og rennur baðvatnið þar úr þeim ofan í kerið aftur. Komast kindurnar sjálfar upp úr, þegar þeim er sleppt. í þessu keri er alltaf bað- að fé af 8—10 bæjum. — Þú hefir auðvitað starfað í Búnaðarfélaginu? — Eg var um skeið formaður Hefir mikið bæfi jörð sína — Jörð þín hefir auðvitað ekki farið varhluta af þessum umbót- um? — Nei, sem betur fer. Túnið var mest allt þýft, er ég tók við jörðinni, en nú allt slétt. — Það gaf þá af sér um 150 hestburði, en nú í ár samtals 850 hestburði. Jón, sonur minn, tók við allri jörðinni árið 1926, að undan- skildu smáhorni, óræktuðu, sem ég hefi síðan ræktað. Eru það rúmir tveir hektarar, og fékk ég 165 hestburði af þeim bletti í sumar, 1947. Árið 1916 hóf ég hér undir- búning að koma hér upp þriggja bursta íbúðarhúsi. En skömmu síðar tók ég að finna til lasleika. Komst því aldrei nema ein álm- an upp. í jarðskjálftunum 1934 skemmdist húsið svo, að ég varð að byggja aftur 1935. Var húsið svo skemmt, að naumast var líft að búa í því veturinn eftir jarð- skjálftana. Alllaf verið heima í dalnum — Hefirðu aldrei verið fjar- verandi um lengri tíma? — Nei, ég hefi alið allan minn aldur hér, svo að það er ekki að undra þótt mér þyki vænt um dalinn minn. — Hvað eigið þið hjón af börn- um? — Jón býr hér, svo er Soffía, sem einnig er hér heima og sér nú aðallega um okkur, Gunnlaug ur býr á Skökku og Dagbjört er gift Áskatli Sigurjónssyni á Laugafelli í Reykjadal. — Margt hefir þú nú lifað, sem frásagnarvert væri? — Það kann að vera, ef rifjað væri upp. Annars er mér sérstak lega minnisstæð ferð til Akur- eyrar haustið 1904. Fórum við 10 saman með mikinn fjölda fjár. Á leiðinni veiktist ég allt í einu svo mjög, að ég gat naum- ast hangið á hestinum. Þegar við komum inn undir Möðruvelli, var komin hvínandi stórhríð. — Leituðum við þar heim og hitt- um Stefán skólameistara. Hefi ég aldrei vitað rausnarlegri mót- tökur. Hann hýsti allt fé okkar •en lét sitt vera.í hestaréttinni um nóttina. Eg fékk hina beztu að- hlynningu, og allir fengum við rúm. Tækni í þágu landbúnaðarins — Hvað segir þú um framtíð landbúnaðarins? — Framtíð hans er undir því komin að nota sem mest vélar og auka svo -jarðrækt, að allan heyfeng megi fá af ræktuðu landi. Mér lýst sérstaklega vel á Farmall-dráttarvélarnar og held að þær séu mjög hagkvæmar til notkunar hér á landi. Margt fleira bar á góma, sem ekki eru tök á að greina hér frá. Menn eins og Gísli á Hofi eru sannir “nýsköpunarmenn” í ís- lenzku þjóðlífi. Það er stórhuga hugsjónarmenn, sem allar fram- farar í landinu byggjast á. Það er lærdómsríkt fyrir æskulýðinn að kynnast starfi slíkra brautryðj enda. í þeim birtist hin sanna sjálfstæðishugsjón, þar sem sam an fer trú á einstaklingsframtak- ið og skilningur á gildi félags- legra samtaka. — Mætti þjóð vorri auðnast að eiga sem flesta slíka menn. Magnús Jónsson. Steinunn Guðbrandson látin Þriðjudaginn 6. apríl, síðastlið inn lést á sjúkrahúsi í Minne- apolis, konan Steinunn Guð- brandson. Hafði hún átt í veik- indastríði síðastliðinn vetur, og legið á spítala um hríð. — Hún virtist vera á góðum batavegi og var fyrir nokkru komin heim til tengdasonar síns og dóttur, þeirra Mr. og Mrs. J. A. Thomp- son. Snögglega veiktist hún á ný af botnlangabólgu, og gekk und- ir uppskurð, sem virtist vera eina ráðið til að bjarga lífi hennar. Á fimmta degi eftir uppskurð- inn, andaðist hún. Steinunn Þórðardóttir frá Berufirði í Reykhólasveit fædd- ist 5. september 1861. Hún kom til Ameríku árið 1882. Skömmu síðar giftist hún Sigurði Saka- ríassyni Sigurðson. Þau reistu bú í Garðarbygð í Norður-Da- kota. Þau eignuðust fjögur börn, þrjár dætur og einn son. — Ein stúlkan dó á barnsaldri. Sigurð- misti heilsuna skömmu síðar, en lifði þangað til árið 1892. — Á þessu skeiði æfinnar má geta nærri að mjög hafi reynt á dugn að og hetjulund Steinunnar. En af báðum þeim mannkostum átti hún mikið. Árið 1895 giftist Steinunn seinni manni sínum, Hafliða Guðbrandsyni frá Hvítadal í Dalasýslu. Fór vel á með þeim, og vegnaði þeim vel í öllu. Þau bjuggu allan sinn búskap í Garðarbygð, við búsæld dg mestu rausn, og nutu trausts og virðingar bygðarbúa. — Þau eignuðust eina dóttur, Sigur- rósu. Hafliði dó árið 1935. Eftir það hélt Mrs. Guðbrandson á- fram búskap með aðstoð Sigurð ar, sonar síns af fyrsta hjóna- bandi. En þegar Sigurður misti heilsuna, á líkan hátt og faðir hans, brugðu þau búi, og settust að í Garðarbæ. Þar dó Sigurður árið 1944. Þá fór Mrs. Guðbrand Sleinunn Guðbrandson. son til Sigurrósu dóttur sinnar og dvaldi hjá henni til dauða- dags, oftast í Minneapolis. Mrs. Guðbrandson var frábær dugnaðar -og myndarkona, rögg- samleg og rausnarleg. Hún var hjálpsöm, en hafði aldrei hátt um góðverk sín. Hún hafði á- kveðnar skoðanir, og lét þær í ljós með einurð, og var einskis manns jábróðir. Hún var dul, sér staklega í sambandi við tilfinn- ingamál sín. Trúarsamfæring hennar var sterk og einlæg, enda var hún dyggur meðlimur kirkju sinnar. í kvenfélaginu starfaði hún af alúð. Ekki var hún sér- lega fljót til vináttu, en þeim mun tryggari þeim, sem hún á annað borð gaf vináttu sína. — Það veit sú, er þetta ritar, af eigin reynslu, og mun ætíð minn ast hinnar látnu með þakklæti fyrir trygglyndið. Steinunn var jörðuð í grafreit Garðarsafnaðar, sunnudaginn 11. apríl. Fjöldi vina fylgdi henni til grafar. Séra Egill H. Fáfnis, prestur safnaðarins flutti kveðjumálin. K. H. Ó. Nýskipan í Afríku I Lesbók hefir áður verið sagt frá því að brezka stjórnin hefir hafið stórkostlegar nýskipunar framkvæmdir í Austur-Afríku, með ræktun jarðhneta í stærri stíl en dæmi þekkjast til. — Úr þessum jarðhnetum er unnin olía, og það er tilgangurinn með ræktuninni að fullnægja feit- metisþörf heimsins. En fyrir- tækið sjálft mun valda gjörbreyt ingu á högum Svertingjanna, sem heima eiga í Norður-Rho- desíu, Kenya og Tangansjika. — Verður nokkuð ýtarlegar sagt frá því hér. Brezka stjórnin hefir ákveðið að verja 24 milljónum sterlings- punda — um 625 miljónum króna — til ræktunarinnar á næstu sex árum. Þar verður brotið land, sem nú er að mestu ónotað og óbyggilegt. Það er allt vaxið kjarri, svo að Svertingjar geta ekki ræktað landið með þeim lélegu áhöldum, sem þeir hafa. Þarna hefir líka verið mik- ið af “tsetse” flugunni illræmdu, sem ber svefnsýki meðal manna og banvænan sjúkdóm fyrir nautgripi. Til þess að ryðja þetta land og brjóta það, verða not- aðar hinar fullkomnustu og stór virkustu vélar, sem ekki hafa þekst áður í Afríku. Svertingjar, sem áður hafa átt heima á þessum slóðum, hafa lifað eymdarlífi, ef þeir hafa ekki fengið atvinnu í námum, eða við hamræktun. Jörðin er sem sagt erfið til ræktunar fyrir þá og þeir eiga við margskonar erfiðleika að stríða, svo sem vefkindi og farsóttir. Og stund- um koma engispretturnar og éta upp allan jarðargróða þeirra, rétt áður en komið er að upp- skeru. Þá er hungursneyð í land- inu. — Nú geta þeir fengið vinnu við þessa nýrækt, og margir dugleg- ir Svertingjar hafa tekið sig upp með allt sitt fólk og farið gangandi mörg hundruð mílur vegar til þess að setjast þarna að. Fyrsta landspildan var brot- in í fyrra og sáð í hana, og fyrsta uppskeran er því væntanleg innan skemms. En það er ótrú- legt, að þeir, sem að þessuunnu, séu enn farnir að gera sér nokkra hugmynd um það hvílíkri bylt- ingu þetta fyrirtæki veldur í öll- um lifnaðarháttum þeirra, þegar fram í sækir. Þessi fyrsta spilda, sem tekin var til ræktunar, er 30.000 ekrur að flatarmáli. En ætlunin er, að brjóta þarna 3.250.000 ekrur áð- ur en lýkur, og verður því land svæði skift niður í 107 spildur, og fyrir hverja spildu verður reist þorp handa verkamönnun- um. Áður hefir það verið venja £• búanna að flytja sig stað úr stað eftir því sem afkomuskilyrði breytast. Þeir hafa því aldrei hugsað um að byggja sér sæmi- leg hús. Þeir hafa hrófað upp lélegum kofum til bráðabirgða, því að aldrei var að vita hve lengi þeir mundu geta hafst við á hverjum stað. Nú verður gjör- breyting á þessu. Nú fá þeir góð íbúðarhús, sem verða til fram- búðar, og þarna geta þeir ræktað landið ár eftir ár. Svo er jarð- ræktarvísindum fyrir að þakka, að nú geta þeir fegið uppskeru á hverju ári af þeim bletti, sem ekki gaf þeim áður uppskeru nema eitt eða tvö ár. Áður þóttust þeir góðir ef þeir gátu ræktað nægilegt í munn og maga handa sér og sínum. Nú verður líka gjörbreyting á þessu. Nú fá þeir uppskeru, sem er seljanleg á heimsmarkaði og fyrir hana fá þeir peninga, svo að þeir geta keypt aðrar nauð- þurftir og lifað lífi siðmenntaðra manna. Þá mun og þetta fyrirtæki hafa í för með sér gagngera breytingu á heilsufari þeirra og menn- ingu. Sjúkrahús rísa þar upp og læknar og hjúkrunarkonur munu kenna mæðrum meðferð ungbarna. Skóli verður í hverju þorpi, og þar fá öll Svertingja- börn ókeypis kennslu. Sem stendur er unnið að fram kvæmdum þarna í tvennu lagi. 4500 Svertingjar vinna að því að ryðja landið, en 5000 vinna að ræktun þess. En árið 1950, eða eftir tvö ár, er gert ráð fyrir því, að 25 þúsundir manna vinni að f landruðningi og 32.100 að jarð- ræktun. Árið 1953 á allt hið mikla landssvæði að vera rutt og upp frá því verður einungis unnið að ræktun með vélum. Þá er ræktuni nkomin á það stig, sem henni er ætlað að ná með áætlun stjómarinnar. — En nýskipunarfyrirætluninni er þó hvergi nærri lokið. Hún nær lengra en til þess eins að rækta jörðina. Hún á að rækta mann- fólkið líka. Hún á að gera menn úr Svertingjum. Brezka stjórnin hefir lýst yfir því, að hún muni gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að vekja áhuga Svertingja fyrir þátttöku í þessu mikla fyrirtæki. Fyrst í stað verður þeim falið eftirlit og umsjá í hverju þorpi. Það á að kenna þeim að stjórna sér sjálfir. Og eftir því sem þroski þeirra vex, á að gefa þeim hlutdeild í stjóm og rekstri fyr- irtækisins. Það á að kenna þeim að hafa með höndum fram- kvæmdastjórn á öllum sviðum: fjárhagssviði, jarðræktarsviði og iðnaðarsviði. Og þegar svo langt er komið, að þeim er sjálfum treystandi, á að afhenda þeim alt hið mikla fyrirtæki og láta þá reka það á sameignargrund- velli. Með því móti hyggst stjórn in bezt tryggja framtíð þeirra og starfsemi þeirra í þágu fram- leiðslunnar. Á þennan hátt hyggst brezka stjórnin að gera menn úr Svert- ingjum. Fyrirtækið, sem stofnað er til þess að bæta úr aðkallandi feitmetisþörf heimsins, á að verða lyftistöng fyrir menningu Afríkubúa. Það er ekki of djúpt tekið í árinni þegar “Times” seg- - ir um þetta, að það sé hin stór- kostlegasta og víðfeðmasta til- raun sem sögur fara af til þess að reisa við vanrækt land og van- rækta þjóð. Lesb. Mbl. Gamall maður hélt því fram, að drengirnir nú á dögum væru ekki eins hugsandi um framtíð- ina og þeir hefðu verið í sínu ungdæmi. Einn daginn stað- næmdist hann hjá litlu ibarni og spurði: — Heyrðu, væni minn, hvernig líður þér? — Agætlega, svaraði barnið feimnislega. — Hugsarðu nokkurn tíma um hvað þú ætlar að verða, þeg- ar þú ert orðina stór og sterkur maður? — Nei, aldrei. — Vissi ég ekki. Og hvers- vegna gerir þú það ekki? — Vegna þess að ég er bara svolítil telpa. Ríkisskuldir Svía voru 11 milljard 288 milljón krónur um síðustu áramót. Það verðum um 1700 krónur á hvern íbúa. Fjárlög þessa árs nema 4.769 milljón krónum. I

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.