Lögberg - 24.06.1948, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. JÚNI, 1948
7
Endurminningar Grace Moore
Söngkonan Grace Moore, sem
fórst í flugslysinu mikla í Kast-
rup í hittifyrra, hafði lagt síð-
ustu hönd á endurminningabók
nokkru áður en hún dó. “Maður
lifir aðeins einu sinni”, heitir
bókin og hefir dönsk þýðing á
henni komið út hjá “Samleren”
í Khöfn. Hér eru nokkrir kaflar
úr endurminningunum.
Neysa McMein sagði einu sinni
við mig: “Hvað hugsar þú eigin-
iega mest um, annað en söng?”
“Ást”, sagði ég.
“Og hver hugsar ekki um ást-
ir? Lífið er ekki fullkomið án
þeirra. Almannarómurinn ýkir
oftast um ástamál primadonn-
unnar, bæði fjölda þeirra og al-
vöru, en það er ekki láandi því
að primadonnan gerir þetta sjálf.
ímyndunarlífið á leiksviðinu
heldur áfram í raunverunni. En
ófegraði sannleikurinn um ásta-
iíf mitt er sá, að það hefir jafnan
verið alveg eðlilegt, hamingju-
samt og heppilegt.
Allir búast við að lesa heila
romsu af ástasögum í endurminn
ingum eins og þessum. En ég
held nú, að því lengri sögur sem
maður spinnur út af ástarævin-
týrum sínum því leiðinlegri
verði þær. Eitt er víst. Öll mín
mvintýri, hversu stutt sem þau
voru, hafa gefið ævi minni svip
að verulegu leyti. Eftir því sem
maður eldist fölnar ástin, sem
maður hefir haft á hinum eða
þessum í gamla daga, og eftir
verður aðeins veikur eftirómur
i þroskuðum huga.
Eg hefi verið svo heppin að ég
held ég hafi aldrei elskað mann
sem ég ekki jafnframt hafði
samúð með og bar virðingu fyr
ir. Þessvegna hefir hjáliðin ást
jafnan orðið að vináttu. Gagn-
staett því sem gerist um margar
konur þá felli ég mig verulega
vel við karlmenn. Eg get ekki séð
að þeir séu dónar, og ég er ekki
sammála ýmsum grátkonum
um, að konan sé flón þó hún
treysti þeim. En karlmennirnir
hafa líka farið vel með mig og
verið góðir vinir. Ef til vill er
það vegna þess að ég er svo hepp
io að þekkja aðeins alúðlegustu
menn. Það stafar vafalaust af
innri þrá minni til hetjudýrkun-
ar. Eg hefi mikinn áhuga fyrir
atburðum í lífi annarra og finnst
þeir miklu merkilegri en það,
sem ber fyrir mig. Þegar ég
hlusta verð ég hrifin. Og þegar
oinhver hefir áhrif á mig þá fyll
ist ég samhijg, og áður en nokk-
ur veit er ég orðin bálskotin, því
að ég er óbetranlega rómantísk.
Töfrandi Frakki sagði einu
sinni við mig: “Það erfiðasta í
ústum er að geta þagað fallega”.
^að minnir mig á dálítið, sem
gerðist við Rivierann. Nokkrar
konur á sólsvölunum á Ethel
Osborne fóru að tala um ást. —
■^ræg Ijóshærð leikkona, sem
ekki var sérlega lagið að halda
1 karlmennina, kvartaði hrein-
skilnislega og blátt áfram yfir
þessu: “Hvernig getur staðið á
því?” spurði hún. “Eg er aðlað-
audi, falleg í vexti og glaðvær”.
% gat ekki stillt mig um að
svara: “Kannske ertu fyndin í
ótl'ma, góða mín”.
^að hefir alltaf verið mín
^uikla heppni, að mennirnir sem
ég hefi orðið ástfangin af hafa
allir verið svo lifandi og auðug-
að atburðum og reynslu, að
Pað var hrein nautn að hlusta á
þá segja frá. Áðurnefndur Frakki
Sem stráði um sig spakmælum
^m ást eins og Rochefoucauld,
kenndi mér annað boðorð
franskrar heimspeki: “Franskar
konur”, sagði hann, “eru fúsar
að fyrirgefa manni sínum ó-
tryggð, meðan þær vita að hann
er með hjartað hjá þeim, því að
a meðan geta þær verið vissar
um að maðurinn kemur alltaf til
þeirra aftur”.
K°na, sem hefir helgað líf sitt
skemmtistarfseminni, veit aldrei
hvort hún er elskuð sem kona,
eða vegna listarinnar. — Lengi
vel var mér ómögulegt að hugsa
mér að hjúskapur gæti samrýmst
starfi(mínu, því að þeir sem elsk
uðu mig vildu að ég drægi mig
í hlé undir eins og syngi ekki
fyrir aðra en þá sjálfa. I aðeins
fáum tilfellum þar sem biðlarn-
ir voru ríkir menn — meðal
þeirra voru ríkustu menn heims
ins — hefðu þetta þótt aðgengi-
legir skilmálar. En þó að ég meti
mikils að eiga góða daga er ríki-
dæmið þó tæplega hyggilegur
grundvöllur fyrir hjónabandinu.
Skartgripir og gimsteinar hafa
aldrei verið mikils virði í mínum
augum.
Mér hefir jafnan fundist hjú-
skapargæfa mín að miklu leyti
að þakka þeirri reynslu, sem ég
hefi fengið af vinum mínum. Frá
einum kom áhuginn fyrir list,
frá öðrum skynbragð á bókmennt
um, sem ég annars hefði ekki
fengið, og frá þeim þriðja nokk-
ur þekking á stjórnmálum. Þeg-
ar ég giftist Valentin Parera fann
ég mann, sem engan veginn var
hægt að kalla ríkan, en sem gat
notið sömu áhugamálanna og ég
hafði og aukið á þau.
Alec Woollcott hélt því jafn-
an fram að hjónaband gæti ekki
orðið farsælt nema báðir aðilar
væru glaðlyndir — eða báðir ger
sneyddir gamansemi. Val og ég
gátum bæði hlegið og grátið að
sama hlutnum og við sluppum
við þá ógæfu, sem oft hendir leik
húsfólk í hjónabandinu, af því
að við hittumst ekki fyrr en lífs-
starf okkar beggja var komið í
fastan farveg. Val var uppruna-
lega bankamaður, en yfirgaf þá
stöðu til að verða spánskur
Valentino, einn af stjörnuleik-
urunum hjá UFA og leikstjóri
sem skapaði sér nafn. Hann hafði
farið til Hollywood til að stjórna
og leika _í spönskum filmum.
örlögin virðast hafa látið sér
annt um Val og mig. Þegar ég
sigldi frá New York í maí 1931
var ég svo uppgefin eftir hljóm-
leika, óperur og Hollywood, að
læknirinn minn hafði skipað mér
að fá mér hvíld. En það var ekki
eingöngu stritið, sem hafði tæmt
mig að þrótti og lífsgleði. Eg var
blátt áfram eins og skar, var illa
á mig komin og setti allt fyrir
mig.
Eg gekk upp á efra þilfarið til
að setjast þar og hvíla mig. —
Constance Hope var hjá mér og
við' fórum að leika okkur að
barnalegu skemmtispili, sem ég
hafði fengið að skilnaðargjöf. —
Allt í einu datt þetta leikfang
niður á þilfarið og tvístraðist í ail
ar áttir. Hár, dökkur og falleg-
ur maður, sem hafði staðið og
hallað sér út á borðstokkinn,
hrökk við og sneri sér að okkur
og bauðst til að hjálpa. Constance
heyrði undir eins málblæinn og
svaraði honum á spönsku. — Eg
skildi ekki eitt orð í því máli
og glápti bara á hann þegar
hann leit á mig. Hann tók sam-
an spilið og fór svo frá okkur. Eg
sneri mér að Constance og sagði:
“Það er þessi maður sem ég gift-
ist”. Eg fann að þetta voru for-
lög mín, eins og spádómur hjá
sigaunakerlingu: “— í ferðalag,
yfir stórt vatn, hittir háan, dökk
an mann”, — og síðan hefi ég
fundið að enginn má sköpum
renna.
Eg get leyft mér að vera ang-
urblíð er ég minnist á þetta eina
tilfelli af rómantík í ævi minni.
Maður er venjulega boðinn og
búinn til að verða angurblíður
og kreysta tár úr augunum ef
endirinn er sorglegur. En verði
fólk hamingjusamt og njóti gæfu
daga ár eftir ár segir tískan því
að verða kaldhæðið. Hvað sem
líður tísku eða ótísku ætla ég að
halda áfram að verða bljúg í
huga að því er snertir Val og
mig, af því að tilfinningar mín-
ar eru þannig, og hafa verið það
frá því fyrsta.
Frá upphafi hefir hann aldrei
hugsað um sjálfan sig öðruvísi en
þátt í því að gera mig gæfusama.
Hefði hann verið ríkur mundi
hann hafa ausið yfir mig gjöf
um. En af því að hann var vel
gefinn andlega og skilningsnæm-
ur gaf hann mér aðrar gjafir: —
Lífsgleðina, — eigi aðeins sjálf
um sér til handa heldur og öðr-
um. Möguleikann á að skipta öll
um fallega og gera lífið fegurra.
Sameiginlegir atburðir í lífi okk
ar — þegar við höfum skemmt
okkur, horft á fallegt útsýni,
verið á ferðalagi saman — hafa
orðið stoðir imdir félagsskap,
sem um aldur og ævi hefir bund-
ið enda á þann leiða vana að vera
sjálfum sér nógur.
í Osló tók ameríski sendiherr-
ann, Anthony Drexel-Biddle í
móti okkur. Hann sagði að þús
undir manna biðu fyrir utan
brautarstöðina og gistihúsið. Við
olnboguðum okkur áfram gegn-
um þéttan hóp út að vagninum
okkar og ókum til gistihússins
Eg gekk út á svalirnar og veifaði
til fólksins, þangað til lögregl-
unni fannst þessi athöfn hefði
staðið nógu lengi fyrir báða
parta.
Hljómleikarnir áttu að verða
kvöldið eftir og nú rak hver við
burðurinn annan. Mér þótti vænt
um hyllingu hins fagnandi fjölda
fyrir neðan svalirnar og lófa
klapp óperuáheyrendanna, en
var þreytt og óvær. Á hljómleik
unum tóku blaðaljósmyndarar af
mér myndir í hverju einasta lagi
og loks hætti ég í miðju lagi eft
ir Debussy og bað um að mega
syngja ótruflað, en á eftir mættu
þeir taka eins mikið af myndum
af mér og þeir vildu. Áheyrend-
urnir klöppuðu en ég er ekki viss
um að ljósmyndararnir hafi ver-
ið jafn ánægðir.
Mörg hundruð manns hafði
verið neitað um aðgöngumiða og
varð því úr að nýir hljómleikar
voru ákveðnir nokkrum dögum
síðar. Því miður varð ég að af-
lýsa þeim vegna þreytu. Tony
og Margaret Biddle buðu okkur
heim til sín í ameríska sendiráð-
ið. Tony var ungur í starfinu þá,
en hann og hin gáfaða kona hans
höfðu eignast marga vini í Nor-
egi og voru í miklu afhaldi. Val
og mér var líka boðið til kon-
ungsins, sem vegna hirðsorgar-
innar fyrir bróður drottningar-
innar, George V., sem þá var ný-
látinn, hafði ekki getað komið á
hljómleikana til mín. Daginn
eftir hljómleikana fékk ég bréf
frá Biddle með skilaboðum um
að konungshjónin byðu mér 1
te í sumarbústað þeirra á Bygdö.
Þetta var ekki höll nema að
nafninu til. Eiginlega var það
ekki annað en stórt og þægilegt
hús án alls hins ytra skrauts,
sem maður býst við að sjá í kon-
ungsbústað. Konungurinn, drottn
ingin, krónprinsinn og Martha
krónprinsessa, Réne Askin —
undirleikarinn minn — Val og ég
vorum þau einu, sem þarna voru
viðstödd. Þarna var allt svo létt
og þægilegt. Við töluðum um tón
list og stjórnmál og þau spurðu
mig um Hollywood og hvað væri
að segja um Kristen Flagstad í
Ameríku, sem þau virtust draga
í efa. Þau viídu vita, hvort hún
hefði unnið slíkan sigur, sem
blöðin vildu vera láta. I þeirra
augum var Flagstad söngkona,
sem átti heima í Bohéme og öðr
um léttum óperum, og þau gátu
ekki skilið að hún skyldi allt
einu vera orðin ein mesta Wagn
ersöngkona veraldarinnar.
Er við höfðum drukkið te geng
um við um garðinn, sem drottn-
ingin sjálf hirti um. Gangstíg-
arnir voru úr þjappaðri mold og
mynduðu töfrandi munstur um
blómabeðin með rauðu, hvítu og
bláu blómunum. Svo báðu þau
mig um að syngja af því að þau
höfðu ekki verið á hljómleikun-
um. Eg söng aríu úr “Madame
Butterfly” og tvö—þrjú smálög.
Drottningin sagði mér frá því er
Melba söng allt hlutverk sitt í
“Rigoletto” í ægilegu þrumu-
veðri. Loks fór drottningin með
mig inn í dyngju sína og sýndi
mér ljósmyndir og vatnslita-
myndir, sem hún hafði málað
sjálf, sér til gamans. Meðan við
vorum að tala saman gekk kon-
ungurinn gegnum stofuna og inn
í herbergi sitt, sem var við hlið-
ina, og kom út aftur með dálitla
öskju. Hann opnaði hana, tók
upp gullnál með konungskórón-
unni alsettri demöntum og festi
nálina á brjóstið á mér. Eg varð
CHARLES DE GAULLE
Valdavonir hans eru bundnar við
það, að fylgi kommúnisia aukisí.
Meðal þeirra manna, sem nú
eru einna mest umdeildir, má
hiklaust nefna franska hershöfð-
ingjann Charles de Gaulle. Hann
er ekki sízt umdeildur meðal
þjóðar sinnar. Stór hluti henn-
ar dýrkar hann sem mikinn og
þjóðhollan leiðtoga og bindur við
hann megintraust sitt í barátt-
unni gegn yfirgangi og einræðis-
hyggju kommúnismans. Aðrir
telja hann valdasjúkan eiginhags
munamann, er dreymi stóra
drauma um að verða einræðis-
herra þjóðar sinnar í stíl við
Napoleon. Margir þeirra, sem
hlutlausir eru, telja óþarflega
mikið stáss gert að de Gaulle, því
að ‘hann hafi ekki sýnt neina
óvenjulega forustuhæfileika,
heldur sé hann einn þeirra
manna, sem atvikin hafi verið
hliðholl og lyft til áhrifa, án sér
stakra verðleika sjálfs hans.
Skj ólslæðingur Peiains og
Weygands
Charles André Joseph Marie
de Gaulle er fæddur í Lille í
Norður-Frakklandi haustið 1890.
Faðir hans var kennari í heim-
speki og félagsfræði. Hann lét
hinsvegar son sinn ganga hernað
arbrautina. De Gaulle innritað-
ist tiltölulega ungur í herforingja
skólann í St. Cyr. Hann fékk lága
einkunn við inngönguprófið, en
háa. einkunn, þegar hann. braut-
skráðist. Þau hlunnindi fylgdu
hinni góðu einkunn hans, að
hann mátti velja um herfylki, til
að starfa í, kaus hann að fara í
herfylki það, sem Petain stjórn-
aði. Allnáin vinátta tókst á milli
þeirra Petains, t. d. varð Petain
guðfaðir fyrsta barns de Gaulle.
hrærð yfir því að taka við þess-1 De Gaulle gat sér gott orð á
ari gjöf, sem mér var afhent með
svo látlausu móti og svoddan al-
úð. Mér fannst það táknrænt
fyrir hinn demokratiska, anda
sem er bakhjarl norska konung-
dæmisins.
Lífið hefir verið yndislegt. Eg
hefi ekki hingað til haft ástæðu
til að kvarta. Eg hefi lifað líf-
inu og enn er lífið framundan.
Eitt er víst: Það endar aldrei á
blaðsíðu 272, þó að bókin endi
þar. Þegar ég skrifa þetta er ég
enn að syngja, starfa og gera
nýjar áætlanir, og þessvegna er
erfitt að segja hvenær síðasti
punkturinn verður settur. — Ef
ég hefði dregið mig í hlé núna,
þá gæti ég að vísu sagt söngsögu
mína á enda og ég gæti -notað
sem undirfyrirsögn á bókina: —
Ævi hennar og athafnir. Upphaf
og endir. En það get ég ekki gert
núna.
Þetta er saga mín þangað til í
dag. Hvað dagurinn á morgun og
hinn dagurinn færir mér — það
veit enginn.
Fálkinn.
Dæmisaga
Bankastjóri nokkur í Banda-
ríkjunum varð frægur fyrir það
hvernig honum tókst að rétta við
ýmis fyrirtæki á kreppuárunum.
Hann var spurður að því hvernig
hann hefði farið að þessu og þá
kvaðst hann hafa gert það með
dæmisögu.
— Þegar forstjóramir komu
til mín í öngum sínum og ég
sagði þeim hvað þeir yrði að
gera, þá var vana viðkvæðið að
það væri ekki hægt. Þá sagði ég
þeim þessa sögu:
Maður var að áegja syni sín-
um sögur, og meðal annars sagði
hann honum sögu um viðureign
krókódíls og skjaldböku. Krókó-
díllinn læddist að skjaldbökunni
með gapandi gin og ætlaði að
gleypa hana. En þegar hann ætl-
aði að skella skoltunúm utan um
hana, tók skjaldbakan viðbragð
og hljóp upp í tré, svo að krókó-
díllinn missti af henni.
— Pabbi, sagði drengurinn,
hvernig gat skjaldbakan hlaupið
upp í tré?
— Hún varð að gera það til að
bjarga sér, svaraði faðirinn.
Lögleg afsökun
— Konur eru brellnar, sagði
prófessorinn. Þarna stend ég á
eldhúsgólfinu í morgun og horfi
á mjólkurmanninn kyssa kon-
una mína. —
— Kyssa konuna þína? endur-
tók vinur hans. Hvað gerðir þú?
Molaðir þú ekki hausinn á hon-
um? —
— Hvernig átti ég að fara að
því? Hann lét mig halda á
mj ólkurflöskunum.
♦
Hann: Elskan mín, þú hefir nú
haldið í höndina á mér stöðugt
í tvær klukkustundir. Er það ást
eða vantraust?
■f
Faðirinn: — Jæja, Palli minn,
hvort viltu heldur eignast lítinn
bróðir eða systur?
Palli: — Ef þér væri sama,
pabbi, þá vildi ég helst fá tindáta.
fyrstu árum heimsstyrjaldarinn-
ar fyrri. Árið 1916 særðist hann
í bardögunum hjá Verdun og
tóku Þjóðverjar hann til fanga.
Hann var síðan fangi hjá þeim
til stríðsloka og gerði fimm til-
raunir til að strjúka, en þær mis-
tókust allar. Eftir styrjöldina
gekk hann strax í þjónustu hers
ins aftur. Árið 1920—’21 var
hann með Weygand í Póllandi,
en hann stjórnaði þá vörn Pól-
verja gegn ásókn Rússa og sókst
að snúa henni í sókn. — Síðár
gegndi de Gaulle ýmsum þýðing
armiklum embættum í hernum,
bæði heima og erlendis. Hann
stjórnaði nokkrum herdeildum í
Norður-Frakklandi, þegar Þjóð-
verjar hófu vorsóknina 1940 og
þótti reynast þar allvel. — Þann
6. júní var hann kallaður til
Parísar og gerður aðstoðarher-
málaráðherra í stjórn Reynauds.
Hann gegndi þeirri stöðu þang-
að til Frakkar gáfust upp.
Á árunum milli styrjaldanna
ritaði de Gaulle nokkrar bækut
um hernaðarmál, en hann er
mjög vel ritfær. í einni þeirra,
sem síðar hefir orðið mjög fræg,
deildi hann á byggingu Maginot
línunnar og taldi eflingu véla
hersveita þýðingarmestu her-
væðinguna. Þetta þótti síðar
rétt metið hjá honum. Á þessum
árum var hann sagður íhalds-
samur í stjómmálaskoðunum og
nálgast það að vera einræðis-
sinni.
Foringi frjálsra Frakka
Á fundi, sem Churchill sat
með frönsku stjórninni í júní
1940, var de Gaulle einn þeirra
fáu, sem var andvígur uppgjöf.
Það mun hafa verið í samráði
við Churchill, að de Gaulle kom
sér undan til Bretlands og stofn-
aði þar hreyfingu frjálsra
Frakka, sem mótmælti uppgjöf
Frakka og lýsti yfir áframhald-
andi baráttu gegn Þjóðverjum.
De Gaulle var þá tiltölulega lítið
þekktur í Frakklandi, en ræður
hans í brezka útvarpinu unnu
honum strax mikið fylgi, enda
studdu Brétar hann vel í áróðr-
inum. —
Þegar fram liðu stundir kóln-
aði vinátta de Gaulle og Churc-
hills, því að Churchill fannst
hann of einráður og ósamvinnu-
þýður. Roosevelt geðjaðist einn-
ig illa að honum. Minnstu mun-
aði líka, aá de Gaulle missti for-
ustu frjálsra Frakka, þegar
Bandaríkjamenn sömdu við Dar-
lan, er þeir gerðu innrásina í
Norður-Afríku. Morð Darlans
losaði de Gaulle við þann keppi-
naut. Þá gerðu Bandaríkjamenn
sér dátt við Giraud hershöfð-
ingja og hugðust að gera hann
að foringja Frakka, en hann '
reyndist vera oflítill stjórnn^ála-
maður til þess að vera vandan-
um vaxinn. De Gaulle átti líka
hauk í horni, þar sem Eden utan-
ríkisráðherra Breta var, því að
hann taldi Breta skuldbundna
til að styðja de ^aulle. Niður-
staðan varð því sú að lokum, að
de Gaulle varð oddviti frönsku
bráðabirgðastjórnarinnar í Algi-
er og síðan formaður fyrstu
bráðabirgðastjórnarinnar í
Frakklandi eftir að hernáminu
lauk.
Leiðiogi
þj óðhreyf ingar innar
Fyrst eftir að hernáminu lauk,
voru vinsældir de Gaulle svo
miklar, að hann þótti sjálfsagð-
ur til að veita ríkisstjórninni for-
stöðu. Hann gætti þess þá að
halda sér utan við flokkadeilur,
eins og hann hafði gert á stríðs-
árunum. M. a. fór hann til fund-
ar við Stalin haustið 1944 og
vakti það ánægju kommúnista.
Stjórnarskrármálið varð hinsveg
ar ágreiningsefni milli hans og
vinstri flokkanna, þar sem hann
vildi hafa forsetann valdamik-
inn. Ágreiningur þessi leiddi til
þess, að hann afsalaði sér völd-
um veturinn 1946 og dróg sig al-
gerlega í hlé. Þó beitti hann sér
gegn stjórnarskránni, sem var
samþykkt þá um haustið og mun-
aði minnstu, að hún félli við þjóð
aratkvæðagreiðslu. Þótti það
sýna, að de Gaulle hafði mikið
fylgi, þar sem þrír stærstu flokk
arnir studdu stjórnarskrána.
í fyrravor kom de Gaulle svo
fram á sjónarsviðið aftur og
stofnaði þjóðhreyfingu sína, er
hefur baráttu gegn kommúnism-
anum fyrir aðaltakmark sitt. —
Annars er stefna hennar mjög
óljós og sjáanlegt takmark henn
ar ekki annað en það að koma
de Gaulle til valda. I bæjar- og
sveitarstjórnarkosningunum síð-
astliðið haust vann þjóðhreyfing
in mikinn kosningasigur. I vetur
var talið, að fylgi hennar hefði
farið vaxandi, en nú þykir lík-
legt að heldur hafi dregið úr
henni aftur, þar sem árferði fer
batnandi í Frakklandi.
í ræðum þeim, sem de Gaulle
hefir haldið undanfarið, talar
hann mjög óljóst um stefnu sína
en það er víst, að hann þráir
völdin. Hann er talinn hafa
sagt af sér vorið 1946 í trausti
þess, að hann reyndist ómissandi
og því yrði leitað til hans aftur.
Þegar það var ekki gert, stofnaði
hann þjóðhreyfinguna. Framtíð
hans fer mjög eftir því, hvert
gengi kommúnista verður. Tapi
þeir, tapar de Gaulle líka. Því
aðeins þykir líklegt að Frakkar
velji hann til forustu, að þeir
telji sig ekki hafa um nema
hann eða kommúnigta að velja.
De Gaulle er góður rithöfund-
ur og ræðumaður. Hann er þurr
og kaldur í viðmóti og minnir lít
ið á hina blóðheitu Frakka. Hann
er sagður einráður og ósamvinnu
þýður, en þrautseigur og vilja-
fastur. Hann er hinn myndar-
legasti að vallarsýn, 6 fet og
fjórir þumlungar á hæð og sam-
svarar sér vel. Þegar hann er
ekki í fundaferðum, dvelur hann
oftast í sveitasetri sínu, því að
þar segist hann hafa næði til að
hugsa málin og taka ákvarðanir
sínar. — Tíminn, 7. maí.