Lögberg


Lögberg - 24.06.1948, Qupperneq 4

Lögberg - 24.06.1948, Qupperneq 4
# * --------Hogberg--------------------- SrefiS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG 695 Sargent Ave.. Winnipeg, Man. Rttstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 nm árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” ls printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue'' Winnipeg, Manitoba, Canada. • Authorized as.Socond Class Mail, Post Ofíice Dept., Ottawa. PHONE 21804 Minni landnemanna Flutt á lýðveldishátíð á Iðavöllum við Hnausa, Manitoba, 19. júní 1948, af Mrs. Ingibjörgu J. Ólafsson Háttvirti forseti og íslendingar! Þetta er lýðveldishátíð. íslendingar í Vesturbeimi koma hér saman til að hylla ísland — ættlandið sem kvatt var þegar leitin var hafin eftir nýju land- námi. Þeir koma hér saman til að minn- ast Canada, landsins sem breiddi faðm sinn á móti innflytjendunum íslenzku og gaf þeim auðæfi sín og gæði. — Á þessum degi minnast þeir þess á sér- stakan hátt að þeir eru afkomendur hinna íslenzku landnema í þessari álfu. Þeir minnast þess að á þessu sumri eru liðin sjötíu og fimm ár síðan hinn fyrsti stóri hópur flutti frá íslandi til Ameríku. Tel ég það mikinn heiður að mega á þessum tímamótum minnast á landnem ana. Þeir eru verðugir fyrir virðingu, þakklæti og aðdáun okkar. Til þess finn ég einnig að við stöndum hér á helgum stað, í íslandi hinu nýja, þar sem hið fyrsta varanlega landnám hófst; þar sem feður okkar og mæður — afar og ömmur báru hina þungu byrði landnem- ans. Það fennir í þau spor sem hér voru stigin, en yfir því er gott að vaka að þau glatist aldrei til fulls. Mikið hefir verið ritað og rætt um það hver ástæðan hafi verið fyrir því að burtflutningur frá íslandi átti sér stað í svo stórum stíl. Var það fátæktin sem þetta fólk horfðist í augu við? — Var orsökina að finna í atvinnuleysi, harð- indum og kúgun erlends verslunar- valds? Kom þar til greina æfintýralöng- un og útþrá Íslendingsins? Eða var ferð in hafin með það efst í huga að tryggja framtíð niðjanna? Það gerir minst til hver ástæðan var. Eitt er víst , að það var ekki af ræktarleysi við ísland því líklegt er að engir hafi elskað það heitar en sumir þeirra sem yfirgáfu það. Það er engin þörf á að færa neinar af- sakanir fyrir burtflutningnum. Þeir, ♦ sem fóru, höfðu fullan rétt til að fara. Ekki er ólíklegt að þeir hafi farið að heiman með hina sömu von í brjósti og allir útflytjendur frá öllum löndum á öllum tímum: Vonina að finna gróður- sælli grundir, vonina að finna ný tæki- færi til framsóknar í nýju landi. Þeir fóru út í óvissuna, treystandi Drottni. Honum fólu þeir framtíð sína og sinna. Hann báðu þeir að blessa landið sem þeir elskuðu og kvöddu. Hverfum um augnablik í anda að ströndum íslands, 25. ágúst sumarið 1873. Skipið Queen lyftir atkerum og ieggur til hafs frá Akureyri. Innanborðs eru yfir 150 íslendingar. Ferð þeirra er heitið til Ameríku. Þaðan höfðu borist ýmsar góðar fréttir frá nokkrum menta mönnum íslenzkum, er þangað höfðu farið árin áður. Fundarhöld höfðu farið fram og árangurinn var þessi. Hópur- inn fyrsti leggur frá landi þessa sumar- nótt — út í náttmyrkrið, en skömmu síðar birti af degi. Á meðal þeirra er æskumaður um tvítugt, sem þannig yrkir fyrir hönd aldraðs föður sem einn- ig var í hópnum: Skjótt líður stundinn í síðasta sinni Sváslega fósturjörð kveðja ég hlýt En hún skal mér ætíð í eldheitu minni Aldreigi framar því hana ég lít. Ættlandið forna, þér óhöppum varni Alföður himneska stjórnandi mund. Meðan að Iogar á íslenzkum arni Eldurinn norrænn á feðranna grund. Mörgum árum síðar orkti þessi sami maður: “Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót. Bera hugur og hjarta þíns heimalands mót”. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. JÚNÍ, 1948 Hann var skrásettur í þessum far- þegahóp sem Stefán Guðmundsson. — Við þekkjum hann sem Stefán G. Stef- ánsson fjallaskáldið. Árin 1873—’75 eru íslendingar að leita fyrir sér í smáhópum í hinu nýja landi: — í Milwaukee — Shawano County og víðar í Bandaríkjunum, einn- ig á ýmsum stöðum í Ontariofylki og víðar í Canadn- Útflutningurinn hefir haldið áfram. Leit er hafin eftir æski- legu svæði fyrir íslenzka nýlendu. Þess- ir íslendingar þráðu það að mega búa nálægt hver öðrum, í íslenzkri nýlendu þar sem þeir hefðu sem minst að gera við annara þjóða fólk. Þá dreymdi um nýlendu þar sem allir íslendingar í Ameríku gætu orðið eitt, nýlendu sem ætti alla aðalkosti íslands og enga þess ókosti. Það birti til í hugum þeirra við þá von að þessi dráumur mundi ræt- ast. — Leit er hafin að þessu nýlendu svæði; farið er til Nebraska, Alaska og Mani- toba. Árið 1875 er staðurinn valinn á vesturströnd Winnipeg vatns. Okkur er kunnug frásagan um, hvernig fólkið safnaðist saman til að verða samferða inn í þetta fyrirheitna land. Við sjáum í anda hinn þjakaða hóp sem ferðaðist á flatbátum ofan Rauðará út á Winni- pegvatn. Okkur er sagt að það hafi viljað þeim til lífs að það var logn á vatni. Okkur finst að sá hafi verið í för með þeim sem stilti öldurnar forðum. Við sjáum þá lenda fyrir sunnan Gimli því ókleift virtist að halda lengra. — Tilfæri ég hér hinar spámannlegu setn- ingar úr bók Þorsteins Þ. Þorsteins- sonar: “íslendingar voru lentir með heilu og höldnu á eyðiströnd síns nýja landnáms. En fyrsti vetrardagur var að morgni”. — Vetur hins nýja landnáms varði lengi, og var kaldur og óvæginn. — Eg dirfist ekki að rifja upp sögu áranna sem fylgdu, enda eru aðaldrættir henn- ar kunnir flestum þeim, sem hér eru staddir. Við sjáum í anda hina lágu bjálkakofa, þar sem fólkið dvaldist við alsleysi. Við sjáum mæðurnar hlynna að sjúkum, við sjáum að það nístir hjarta þeirra að vera ekki megnugar að seðja hungur barna sinna. Sjáum feð- ur strita með vonleysissvip, úttaugaða af þreytu. Við sjáum feður og mæður hlúa að gröfum barna sinna, sem þau lögðu í þessa erlendu mold. Við sjáum þau leita styrks í bænum og í lestri ís- lenzkra sálma, Biblíunnar og Passíu- sálmanna sem var eini fjársjóðurinn sem þau komu mezð að lieiman. Bygðin stækkar, færist norður með ströndinni og vestur á bóginn, leiðtogar taka að sér leiðsögn, brennandi áhugi kemur í ljós fyrir að leggja grundvöll framtíðarinnar. Menn semja hina merki legu stjórnarskrá. í Nýja-íslandi mynda þeir hið íslenzka lýðveldi sem þá hafði dreymt um heima á ættjörðinni. — Trú- málafundir eru haldnir þar sem kristin- dómsmál eru rædd með áhuga; í als- leysinu er talað um að byggja bænahús. íslenzkt blað er gefið út. Barnakensla er hafin. — “Sjaldan verður ósinn eins og uppsprettuna dreymir” Það var of mikil bjartsýni að dirfast að láta sig dreyma um að allir íslend- ingar í Ameríku gætu lifað saman í einingu. Þó á dögum, sem þessum, sé þeim hrósað fyrir flest, væri það barna- skapur að reyna að telja nokkrum trú um að einingarandi hefði ávalt ríkt á meðal þeirra. Eg vildi heldur segja að þeim hafi fylgt þessi hressandi blær sem gerir vart við sig þegar ýmsir mynda sér sérstæðar skoðanir og gera tilraun til að standa við þær — þegar margir eru gæddir leiðtogahæfilegleikum en sýnist sitt hverjum í hvaða átt skuli halda. — Eölilegt finnst manni að hópurinn hefði staðið þétt saman, svo mikið hafði þetta fólk liðið þessi fyrstu hörmungaárin. -— En sagan endurtekur sig að því leyti, að burtflutningur hefst frá íslandi hinu nýja; aftur er hafin hin sama leit að gróðursælli grundum, að nýjum tæki- færum í nýju umhverfi. Hópurinn sem þráð hafði að setjast að í hinni íslenzku nýlendu, tvístrast; margir trúa á fram- tíðarmöguleika nýlendunnar og fara hvergi. — Nýtt landnám er hafið í Da- kota og víðar. Hér vil ég staðnæmast og athuga í augnablik fólkið sjálft. Hvernig er sú mynd sem við geimum í huga af þessum íslenzku landnemum? Elinar Jónsson frá Galtafelli hefir höggvið í stein lista- verk sem hann kallar Brautryðjandinn: Ofurmennið með stælta vöðva er að opna veg í gegnum bjargið. Hann ber í fangi sér þann hluta bjargsins sem hann hefir losað svo vegurinn verði greiðfær þeim sem á eftir fylgja — hin- um mikla múg sem sækir fram að baki hans. — Að ytra útliti áttu brautryðj- endurnir íslenzku ekkert sammerkt með þessu ofurmenni. Margir þeirra báru þess merki að þeir höfðu ekki not- ið alsnægta í æsku. Útlit þeirra var oft alt annað en hraustlegt, flestir voru þeir fremur litlir vexti. Margir þeirra voru gáfaðir, draumkendir, fíngerðir hugsjónamenn. Án efa hafa einnig fundist í hópnum menn með mikið lík- amsþrek. Konurnar voru margar hverj ar smáar vexti, tilfinninganæmar og fín gerðar með takmörkuðu líkamsþreki. — Það hefir enginn hávaði verið gerður um gáfur þeirra. Þær byrgðu flest inni hjá sér, huldu sárin og fórnuðu hljóðar kröftum sínum fyrir ástvinina. Okkur hefir oft sollið í geði þegar hent hefir gaman að framtaksleysi þessa fólks, sér í lagi þeirra sem börðust landnámsbar- áttunni á þessum stöðvum þar sem fram farir voru ekki eins hraðfara og í öðr- um bygðum á fyrri árum. Erfiðleikarnir voru margir, hin fyrstu ár höfðu lamað kraftana. Þetta fólk var ekki með neina háreysti uní það sem næst þeim gekk. Það var í ætt við Þormóð Kolbrúna skáld: “En það hafa í útlöndum íslenzkir menn af afdrifum Þormóðs að segja, að staddir í mannraun þeir minnast þess enn um meiðslin sín kunna að þegja. Að örina úr undinni dró hann og orti — og brosandi dó hann”. Þó margt blési á móti, var þó margt yndislegt sem vert e'r að muna eftir hin fyrstu ár voru liðin hjá. Heimilislífið var skemtilegt, heimilishringurinn stóð þétt saman og vann saman á sínu tak- markaða verksviði. Fólk var hjálpsamt hvert öðru. Fátæktin gerði þá ríka eins og oft á sér stað. Það er hlýr blær sem leikur um margar minningar þeirra sem ólust upp á þessum árum. — Eg endur- tek það að brautryðjendurnir íslenzku voru ekki nein ofurmenni að líkamlegu þreki. En í dag viljum við þakka þeim fyrir sálarþrek þeirra og sálargöfgi, fyrir veganestið sem það varð börnum þeirra. Brautryðjendunum íslenzku tókst að opna veginn gegnum klettinn. Leiðin var opin fyrir þá sem á eftir fylgdu þó mörg þung átök féllu þeim í skaut sen; næstir stóðu. Þessir frum-landnámsmenn og kon- ur eru nú genginn grafar veg. Hin grasú grónu leiði þeirra eru dreifð í ýmsum bygðum. Maðurinn sem var fyrirliði þeirrar nefndar sem nýlendusvæðið valdi á strönd þessa vatns, er einn af þeirri þögulu fylkingu. Leiði hans er í þessu umhverfi. Það mun enn vera nafnlaust. Sáðmaðurinn gleymist þeim sem erf auppskeruna. Það sýnist sem þar væri hlutverk fyrir þá sem um þjóð- rækni tala að heiðra á einhvern hátt minningu eða að minsta kosti að merkja leiði Sigtryggs Jónassonar. Árin hafa liðið, íslenzkar bygðir hafa myndast á ýmsum stöðum. Afkomend- ur landnemanna sækja fram á öllum þessum svæðum. Þar sem fyr voru forardýki og kargaskógur, eru nú blóm- legar bygðir. Þar Sem landnámsmaður- inn hafði vaðið í vegleysum með byrði á baki, eru nú rennisléttir vegir. — Um alt þetta víðáttumikla land eru íslend- ingar dreifðir, þeir hafa notið auðæfa Þenna fagra frelsisdag Frónið lætur skarta; heyrist íslenzkt æðaslag út frá hverju hjarta. Þetta aldna ættarband, - sem enginn getur slitið, tengir menn við móðurland meðan endist vitið. Álit bindur út um heim, eldinn kyndir braga; vekur yndi í álfum tveim íslands mynd og saga. Kynsins valda andans oft auðlegð faldar prýði; það mun halda heiðri á loft hér þótt aldir líði. þess og margir hverjir orðið stór-auð- ugir. Þeir hafa tekið þátt í að bera byrði þess í tveimur heimsstríðum á karlmann legan hátt. Þeir hafa sýnt það í verki, að þeir skilja þá ábyrgð, sem því fylgir, að vera borgari landsins. Það eru aðeins 75 ár síðan íslending- ar settust að í þessari álfu. Ekki ætla ég að benda á neina sérstaka menn eða nein sérstök grettistök sem lyft hafa verið á þessum árum. Sigurður Nordal getur þess að íslendingar hafi oft gert sig hlægilega með því að gefa ávísanir á gömul afrek. Hitt vildi ég leiða athygli að, að landnemarnir íslenzku völdu þetta land sem framtíðarland niðja sinna. Þeir hafa afhent þeim blysið sem þeir báru fram til sigurs. Þetta fagra vonanna land er arfleifðin, sem þeir hafa þeim eftir skilið. En er þá engin önnur arfleifð sem ber að meta og vernda? Jú, sannarlega. — Mikið áhyggjuefni virðist það mörgum á þessum tímum að hin “íslenzka þjóð- arsál” muni glatast, áð Íslendingar í þessari álfu munu “glata sjálfum sér-’. Hin íslenzka þjóðarsál getur aldrei glat- ast. Slíkt er fjarstæða. Það getur eng- inn eyðilagt hana. Umhverfið getur breyzt. Þjóðarbrotið íslenzka í vestur- heimi hefir fest rætur í jarðveg síns nýja lands, en ætt, þjóðareinkennin, upplag og sérkenni, haldast. “Kynslóð- ir fara og kynslóðir koma, allar sömu æfigöng”, þeir kostir og ókostir, sem fylgt hafa hinni íslenzku þjóð, ganga í erfðir frá einni kynslóð til annarar. — Hugdirfð og sálarþrek landnemanna og aðrir eiginleikar þeirra verða ættfylgja afkomenda þeirra. Þó íslendingar í þessari álfu blandi blóði við fólk af öðr- um þjóðstofnum — þó sá tími komi að “ástkæra ylhíra málið” verði ekki not- að í þessari álfu, lifir þó þjóðarsálin. — Alt það bezta sem býr í þeirri þjóðarsál verður oft til blessunar í þessu landi og öllum löndum sem bygð eru að einhverju leyti af afkomendum landnemanna. Afl, sem hjálpar til að þar verði “Gróandi þjóðlíf með þverrandi tár sem þroskast á guðsríkis braut”. Á það hefir verið minst að 'það var draumur hinna fyrstu landnema að all- ir íslendingar í Vesturheimi gætu lifað saman og starfað í einum hóp. Strax á hinum fyrstu árum skildist þeim það þó að einangrunarstefnan var ómöguleg. En í víðtækari merkingu getur þessi draumur þeirra rætst. Hvar sem íslend- ingar í Vesturheimi eru búsettir geta þeir þó haldið hópinn og orðið eitt. — Eitt í því að sækja fram til sigurs, sækja fram til þess að verða því þjóðfélagi sem þeir tilheyra til sem mestrar blessunar. Eitt í því að hagnýta sér á sem fullkomn astan hátt öll gæði þess lands sem þeir búa í. Þeir geta orðið eitt í því að leggja rækt við hina íslenzku arfleifð sem til- heyrir þeim einum og auðga þannig hið hérlenda þjóðlíf. Síðast, en ekki sízt: íslendingar í Vesturheimi geta allir orðið eitt í því að heiðra minningu þeirra sem veginn völdu og brautina ruddu. Á þessum áningastað, þar sem við höfum litið til baka yfir sjötíu og fimm ára tímabil, á lýðveldishátíð sem hald- in er á þessum söguríku stöðum, þökk- um við hugrekki og kjark þeirra sem leitina hófu að hinu nýja landnámi í vestri. Þökkum átökin, skapfestuna og þrautsegjuna; þökkum sálargöfgi þeirra og trúfesti og biðjum Guð að blessa minningu þeirra, landnemanna íslenzku Dagana frá 18. til 22. þ. m., hélt íslenzka lúterska kirkjufé- lagið ársþing sitt á. Gimli við mikla aðsókn og mikinn starfs- áhuga; var þingið sett af forseta félagsins, séra Agli H. Fáfnis. — Lögberg væntir þess að geta flutt lesendum sínum upphaf kirkjuþingsfrétta í næstu viku. Rússar gera upptæki Samkvæmt fyrirskipun rúss- nesku hernámsyfirvaldanna í Þýzkalandi hafa þrjár amerískar bækur verið gerðar upptækar á rússneska svæðinu. Þær voru: “Frankly Spoken” eftir James Byrnes, “Hvernig Rússar stálu stjórn minni” eftir ungverska forsætisráðherrann Fernec Nagy og safn af greinum úr New York Herald, undir nafninu “Bak við H. E. Magnússon. járntjaldið”. SEYTJÁNDI JÚNl, 1948 Flutt á samkomu í Seattle. Kirkjuþing

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.