Lögberg - 24.06.1948, Síða 5

Lögberg - 24.06.1948, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. JÚNÍ, 1948 5 VIKVHAI l\L"NN\ Ritstjóri: ENGIBJÖRG JÓNSSON Fjallkonan ávarpar börn sín Flutt af Mrs. S. W. Sigurgeirson, Hnausa, Man., 19. júní, 1948. Börnin mín góð! Þó ég sé komin í heimsókn til ykkar um óravegu, er það ekki einungis vegna þess að mig langaði til að kynnast högum ykkar og háttum, því í rauninni hefi ég ávalt verið í andlegri nálægð við ykkur og fylgst með þroskaferli ykkar, áhugamálum og athöfn- um. Þetta er í sjálfu sér hvorki nýtt né öðru fremur markvert, því sinna allar mæður láta hugann dvelja við börn sín, er í fjarlægð búa. Metnaður minn er mikill yfir því áliti, er þið hafið unnið ykkur í hinu nýja kjör- og fæðingarlandi; ég finn til þess hve ég er rík og börnin mín heima, fyrir það að eiga þessa glæsilegu fylkingu afkomenda, starfsglaðra 'manna og kvenna í þessu fagra landi, Canada. Eg hefi fagnað yfir því hve sömu sérkennin, er frá land- námstíð hafa svipmerkt börn mín heima, hafa skotið djúpum rót- um í vitundarlífi ykkar hér vestra, og á ég þar einkum við hina djúpu og óbifanlegu frelsisást, sem hugsjónir lýðfrjálsra þjóða grundvallast á. Eg veit að þið hafiðjnt af hendi margar fórnir og það hefi ég líka gert í þágu mannréttinda á þessari fögru jörð. Með íslenzkri hugást ég horfi í dag á hópinn minn glæsifríða. Við hlustir mér ómar ljúflings lag frá landnámi fyrri tíða. Hvert norrænt orð og hvert æðaslag skal ódreymdra sigra bíða. Island biður að heilsa Eftir prófessor vararæðismann ur-Dakota. — íslendingadegi. Richard Beck, íslands í Norð- Ávarp flutt á að Mountain, N.-Dakota, 17. júní 1948. Þótt himininn sökkvi í hljóðan mar og hrynji hver borg tíl grunna, ég fylgi ykkur út yfir aldirnar að upptökum lífsins brunna. I uppsprettum ljóðs ég lauguð var og lærði þar fyrst — að unna. Börnin mín! Heill og hamingja fylgi ykkur á ókomnum árum og öldum! — the address of miss CANADA Island biður að heilsa. — Já, ættjörðin biður hjartanlega að heilsa öllum bömum sínum og þeirra börnum, sem hér eru sam an komin víðsvegar að, til þess að minnast hennar og hylla hana á sigurbjörtum frelsisdegi henn- ar. Af eigin reynd veit ég, að heimaþjóðinni liggur þannig hugur til okkar þjóðsystkina vestan hafsins. Og þeim ummælum til staðfestingar tel ég mér sérstaka sæmd að því að flytja hér eftirfarandi sím- kveðju frá forsætisráðherra ís- lands, í nafni ríkisstjórnar og þjóðar: "Vinsamlega færið íslendinga deginum þessa kveðju: — Fyrir hönd ríkissf jórnar íslands og íslenzku þjóðarinnar sendi ég öllum íslendingum vestan hafs kærustu kveðjur heimaþjóðar innar á þjóðhátíðardeginum og þakka forna og nýja tryggð og vináltu. Megi íslenzk menning lifa og blómgast beggja megin hafsins. — Stefán Jóhann Stef- ánsson forsætisráðherra". Þessi hlýja og drengilega kveðja forsætisráðherrans túlk- ar fagurlega djúpstæðan góðhug og ræktarhug heimaþjóðar okk- ar, sem lýst hefir sér eftirminni lega í verki í margskonar vin- áttumerkjum’og virðingar okkur til handa Islendingum í Vestur- heimi. Eg er þess einnig fullviss, að by Miss Borga Sigurdson at Hnausa. June 19, 1948. Mr. Chairman, Maid of the Mountains, Ladies and Gentlemen: My nationhood has just begun. As a young country, I hold the ancient wisdom of the Fjallkona ln high respect. She has been a champion of democracy for ages past, and she has won renown a m o n g the nations of the old 'vorld. I bow to her this day and would that I could become more like her. The Icelandic p e o p 1 e have caught the teníper of their land and symbolized it satisfactorily in the Maid of the Mountains. They treat her as a spirit with slmost human loves and ambi- tions, and genuine interest in her children. The spirit blesses them with her flowers and speaks to them in the language °f her birds. No poets sing their country’s praises more spontan- eously than do the “skálds” of Iceland. You Canadians are not ^nite so conscious of the spirit of Your land. I cannot blame you although you do not lave me as Icelanders love the Fjallkona. You do not know me. I am no more the Maid of Mountains than of Prairies or Fórests. My character, like the character of Oty people, has never been de- fined. — The red men, the true Lanadians, play a small part in the life of our nation. Our des- tiny is now in the hands of my foster children and of their chil- úren who have been born here. Many different nationalities are represented among my people, and they came for many differ- ent reasons. Some came in search °f a strong young country which coyld give them abundant food and ready shelter. Some came in Search of freedom that they ^night think, and speak, and wor- ship as they chose. In general, you have not been disappointed, slthough you faced many diffi- culties in the early years. As you have learned to care for more and more, I have been kinder to you. remember how þessi faguryrta kveðja heiman um haf vekur bergmál í hugum okkar allra, sem íslenzkt blóð rennur í æðum, og hitar okkur um hjartarætur. Hún hefir fært ísland nær okkur og okkur nær íslandi. En fleira lætur okkur, um annað fram, finna til návist- ar hugumkærs ættlandsins á þessum feginsdegi þess, ekki síst það, að hér er staddur í hópi okkar ágætur fulltrúi heimaþjóð arinnar, séra Eiríkur Brynjólfs- son, sem hefir það sonarlega hlut verk með höndum að flytja minni ættjarðarinnar. Hann er okkur öllum mikill aufúsugestur. Þeim tilfinningum ræktarsemi og heimhugar, er bærast í brjóst um okkar á þessum þjóðhátíðar- degi, hefir Davíð skáld Stefáns- son fundið sannan og snjallan orðabúning í meðfylgjandi erind um úr Alþingishátíðarljóðum sínum. Þau hrifningarorð og heitu bænarorð veit ég vera bergmál huga okkar við kveðjunni bróð- urlegu heiman yfir hafið. Og eins og skáldið segir í kvæði sínu, þá ættu hugir okkar ís- landsbarna hvergi fremur að sameinast, heldur en að Lög- bergi, á helgistað hinnar íslenzku þjóðar, þar sem gerst hafa þeir atburðir, sem örlagaríkastir hafa orðið í sögu hennar. Enginn ís- lendingur, sem nokkuð verulega þekkir til þeirrar sögu, fær stað- ið að Lögbergi og horft yfir Þingvelli við Öxará, svo að hann finni eigi þyt sögunnar strjúka sér um vanga, og verði glögg- skyggnari á það, hve frábærilega merkileg saga hinnar íslenzku þjóðar er og jafn merkileg hin íslenzka menningararfleifð, sem við eigum að bakhjalli. Minnugur er ég þess einnig, að nú í sumar á þessi blómlega og söguríka íslendingabyggð hér í Norður-Dakota 70 ára landnáms afmæli. Ljúft og skylt er það vissulega að minnast þeirra manna og kvenna af íslenzkum stofni, sem hér háðu harða og sigursæla brautryðjendabaráttu sína. I nafni heimaþjóðarinnar þakka ég þeim öllum, bæði þeim, er búa mjúka sæng fóstur moldarinnar, og hinum, sem enn eru ofan moldar, fyrir það, hve vel þeir báru merki íslenzks manndóms fram til sigurs á þess- um slóðum, trúir Islendingseðli sínu og dyggir þegnar kjörlands síns. Hve vel þeim tókst að sam- eina þetta tvent, ræktarsemina við uppruna sinn og erfðir og þegnhollustuna við fósturlandið, var, eins og réttilega hefir sagt verið, styrkur þeirra og sómi. — Think back and the fields have grown, and how your h o m e s have improved. Because of all the differences in custom and creed it is hard for you to think as one nation. There are many problems which you cannot solve because you have no com- mon ground for discussion. Take courage, Canadians! You can be like a family whose members have very different tastes, but who broaden and develop each other in the “give-and-take” of their life together. I have given you what you most needed, and you have brought me great wealth in return. You have brought with you the learning and the beliefs of almost every European nation and s o m e others. The time has come when you will have to decide whether your differences will harden into prejudices, or whether they will serve as stimulation in your thinking. You have been in much doubt about your g o a 1 s as a nation. Your love of country and your hopes for the future are some- thing which you have in com- mon. They will help. Then let me tell you that the finest goal which you can strive for at pres- ent is just to understand each other. If your can do that fully then you will have solved prob- lems of race and religion which have never been solved before. Then you will have realized the m o s t wonderful opportunity which I have to offer. Then you will have given genuine service to the world. Jón Sigurðsson forseii: Um skyldur alþingismanna Ef minna þarf en einn bolla af smjöri eða annari feiti í bakstur er erfitt að mæla það nákvæm- lega. Hér er gott ráð: Til að mæla tvo þriðju bolla af feiti, láttu einn þriðja af vatni í bollana og bættu svo feiti í hann þar til hann er fullur. Heltu vatninu burt og nú hefirðu feitina ná- kvæmlega mælda. Ætla má að ýmsir nútíðar- menn hafi gaman af að lesa hverjar kröfur Jón Sigurðs- son gerði til þingmanna Is- lendinga. Birtum vér því eft- irfarandi orð hans um það efni, og eru þau tekin upp úr ritinu: Jón Sigurðsson í ræðu og riii. Akurevri 1944, bls. 63 og 65—6. — Ritstj. Það, sem mest á ríður fyrir þann, sem fulltrúi á að vera, er, að hann hafi sanna, brennandi, óhvikula föðurlandsást. — Eg meina ekki þá föðurlandsást, sem ekkert vill sjá eða við kann- ast annað en það, sem við gengst á landinu á þeirri tíð, sem hann er á, sem þykir allt fara bezt, sem er, og allar breytingar að öllu óþarfar eðá ómögulegar, en ef breytingar eru gjörðar, sem eru móti hans geði, dregur sig óðar aftur úr og spáir, að-allt muni kollsteypast; ég meina ekki heldur þá föðurlandsást, sem vill gjöra föðurlandi sínu gott eins og ölmusumanni, sem einskis eigi úrkosti, vill láta um- hverfa öllu og taka upp eitthvað það, sem liggur fyrir utan eðli landsins og landsmanna, eða sem hann hefir þótzt sjá annars staðar, vegna þess hann sér ekki dýpra en í það, sem fyrir augun ber. Eg meina þá föðurlandsást, sem elskar land sitt eins og það er, kannast við annmarka þess og kosti, og vill ekki spara sig til að styrkja framför þess, hagnýta kostina, en bægja annmörkun- um; þá föðurlandsást, sem ekki lætur gagn landsins eða þjóðar- innar hverfa sér við neinar freistingar, fortölur né hótanir, skimp né skútyrði; þá föðurlands ást, sem heimfærir allt það, sem hann sér gott og illt, nytsamt og óþarft, til samanburðar við þjóð sína, og sér allt eins og í gegn- um skuggsjá hennar, heimfærir allt henni til eftirdæmis eða við- vörunar. Þetta er að lifa þjóð- lífi, og það er augljóst og óbrigð- ult, að sá, sem þannig lifir, hann mun ekki spara neitt ómak til að útvega sér hinn annan kost, Dæmi þeirra má verða okkur hinum, sem göngum þeim í spor, til íhugunar og fyrirmyndar. Heiður og þökk' landnemunum íslenzku! Bjart er og verður um minningu þeirra, því að þeir hafa með lífi sínu og starfi greitt veg óbornum kynslóðum. Eg hóf mál mitt með því að lesa fagra og hjarthlýja kveðju ís- lenzku ríkisstjórnarinnar og heimaþjóðarinnar. Að málslok- um vík ég aftur að þeirri kær- komnu kveðju. Hún er útrétt bróðurhönd ættþjóðar okkar vestur yfir álana breiðu og djúpu. Eg veit, að við réttum fram heita hönd á móti. Sé ég hendur manna mynda meginþráð yfir höfin bráðu. sagði séra Matthías Jochumsson í ódauðlegum snilldarljóðum sínum til Vestur-íslendinga. Við viljum láta þann draum skálds- ins halda áfram að rætast í sam- skiptum Islendinga austan hafs og vestan. En þeirri brú ræktar- semi og góðhuga skola háar hol- skeflur hafsins aldrei í sæ. I þeim anda flyt ég ykkur kveðjur ríkisstjórnar íslands og íslenzku þjóðarinnar og bið ykk- ur og byggðum ykkar blessunar. Verið þið blessuð og lifið heil! sem verður að vera þessum fyrsttalda samfara, ef hann ekki að verða tómt skrum og grundvallarlaus og ávaxtalaus hégómi, sem þýtur út í loftið við minnsta vindblæ mótmælanna eða slitnar við minnstu áreynslu; En ekki ríður hvað minnst á, að fujltrúinn sé svo skapi farinn sem hann á að vera. Að hann sé ráðvandur og fölskvalaus, for- sjáll án undirferlis, einarður og hugrakkur án frekju, staðfastur án þrályndis og sérvizku og að öllu óvilhallur mönnum, stéttum eða héruðum. Sannleikann á hann að meta umfram állt og láta sig af hans röddu ldiða, hann verður því jafnframt að yfirvega mótmæli annarra og meiningar sjálfs sín, og það því grandgæfi- legar sem hann finnur með sjálf- um sér, að hann vantar meira til þekkingarinnar, en hann verður að varast að taka hverja mein- ingu sem góða vöru og gilda, hvert hún kemur frá æðri eða lægri, meðan hann hefir ekki aðrar ástæður fyrir henni en nafn þess, sem sagði, eða vilja hans. Ekki ríður minna á, eink- um þegar maður er geðmikill og þykkinn, eins og vér erum í raun inni, Islendingar, að setja sér að reiðast ekki mótmælum og allra sízt að færa þau til illvilja og úlfúðar, nema til þess sé ljósar ástæður, en sé þær, þá mun ill- mennskan skjótt bregðast þeim, sem henni beitir, án þess menn gjöri sig reiða á móti, því sjaldan veldur einn, þegar tveir deila. Að fulltrúinn þurfi að hafa ó- spjallað mannorð og fullkomið traust kosningarmanna er svo sjálfsagt, að þar um þarf ekki að orðlengja. Samtíðin. Kvenréttindakonan: — Þegar maðurinn hafði verið skapaður, var undir eins skapaður handa honum kvenmaður! Nú eru 20.000 karlmannslausar konur bara hér á íslandi! Við böm þín, ísland, blessum þig í dag. Með bæn og söngvum hjörtum eiða vinna. Hver minning andar lífi í okkar lag. Við Lögberg mætast hugir barna þinna. Frá brjóstum þínum leggur ylinn enn, sem aldrei brást, þó vetur réði lögum, og enn á þjóðin vitra og vaska menn, sem verður lýst í nýjum hetjusögum. Við tignum þann, sem tryggðar vörður hlóð. Við tignum þann, sem ryður nýja vegi. Þó fámenn sé hin frjálsa og unga þjóð, þá finnur hún sinn mátt á þessum degi. Við börn þín, ísland, biðjum fyrir þér. Við blessum þig í nafni alls, sem lifir. Við erum þjóð, sem eld í brjósti ber, og börn, sem drottinn sjálfur vakir yfir. MINNl hinna íslenzku landnema í Nýja íslandi Eftir Lárus B. Nordal Stigu á land við lágar strendur Lúnir menn úr feröasennu; Hönd var létt af fjárhlut fluttum, Fátt af gæðum um að ræða; Bæði von í brjósti’ og kvíði Blandað trega margvíslegum, Þó í svip var þeirra grópað Þrek, er feykir erfiðleikum. Við þeim blasti fold í frosti, Fölvir skógar athygl drógu; Sjón var næm í nýjum heimi, Náttúran þar ríkti máttug Ósnert böndum manna munda, Mörkuð dráttum nýrra hátta; Byrgði húmið hauður, rúmið; — Haustnótt köld var sigruð eldi/ , Við þann eld á foldar-feldi — Fyrsta kvöld í lágum tjöldum — Strengdi heitin hugprúð sveithi: Hvergi víkja, aldrei svíkja Það, sem bezt var þeirra’ í nesti: Þjóðar-arf frá feðrum djörfum, Hetju-lund og heilar mundir, Hreysti-orð um lög og storðu. Strengdi heitin hugprúð sveitin: Að höggva braútir gegnum þrautir, Þó að leiðin lægi um neyðar— Langadal og sárar kvalir, Hika ei, að hinsta degi Halda fram, þó virtist ramir Erfiðleika ygli-reykir, Æfa dáð í verki og ráðum. Efndi heitin hugprúð sveitin, Hart þó stríðið væri tíðum, Margkyns neyð og máttar-eyðing Mæli fyltist, bjargráð spiltust, Þegar bólan byrgði sólu I^lýi þyngra sorgar-skýi, Lagði að velli æsku og elli, — Aldrei nóttin dimmri þótti. Efndi heitin hugprúð sveitin: Hæga vöggu niðjum bygði, . Kynslóð nýrri kosti stærri Keypti — en þá, er fyrir lágu, — Ruddi vegi, bygði bæi, Bjó í hendur nánum frændum, Gaf í sjóð, er girnist þjóðin, Greiddi skyldur framtíð huldri.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.