Lögberg - 24.06.1948, Side 6

Lögberg - 24.06.1948, Side 6
6 LÖGBERG, FBÆTUDAGINN 24. JÚNÍ, 1948 / Ættmaðurinn Eftir THOMAS DIXON, Jr. “Heyrðu mig”, sagði Stonemann ön- ugur. “Velferð stjórnmálaflokksins okk ar er undir því komin, að Negrunum sé veittur atkvæðisréttur, og að þeim sé veitt fullt ráð, og framkvæmdarvald í Suðurríkjunum. Og það verður aðeins gjört með því, að eyðileggja land eig- endanna og valdhafanna, svo að mæð- urnar geti ekki fætt annan stofn land- ráðamanna. í því er engin hefnd inni- falin, það er réttlæti, þjóðhollusta, manndygð og vísdómur á æðsta stigi. Náttúruöflin þurka stundum út heila Þjóðflokk, sem eru til trafala á vegi framþróunarinnar. En svo er stjórn- málaleg kænska þessa fólks rík, að nema því aðeins að Negrum verði feng- ið valdið í hendur, þá rísa Sunnanmenn upp aftur og brjóta Norðurríkin undir sig og eyðileggja öll áhrif stríðsins”. “Ef að fólk Suðurríkjanna getur gjört þetta í fátækt sinni og með land sitt eyöilagt, þá eigum við ekki betra skilið en að vera undirlægjur þess. Norður- ríkin eru auðug og voldug — Suðurríkin í rústum og alsett gröfum fallinna manna. Eg hlusta á slíkt fyrirlitlegt æðrutal með undrun, fyrirlitningu og skömm. Þjóðin getur ekki gróið sára sinna fyrri en að sár Suðurríkjanna eru grædd. Látum sundinu vera lokað og í því grafið þrælahaldið, flokkaóvild, stríð og hatur. Almenningsálit flokks vors leyfir aldrei þínu brjálæðis-hefndar áformi fram að ganga”. “Almenningur — fólkið hefir ekkert vit á þessu. Nýr heimskingi bætist við í hópinn, aðra hverja sekúndu. Fólkið lætur stjórnast af stundarhrifning og almúga æði”. “Eg hefi treyst fólkinu og það hefir ekki brugðist mér. Daginn, sem ég fór frá Gettysburg til þess að vigja stríðs- akurinn, þá varst þú viss um að ég mundi ekki ná endurútnefningu fyrir forseta á flokksþinginu sem í hönd fór, að þú kallaðir yfir götuna til mín og sagðir: Látum þá dauðu grafa sína dauðu! Eg skal viðurke/ina að þetta var hikandi snjallyrði. Eg brosti ofurlít- ið í kampinn. En samt varð það nú svo að ég var í einu hljóði kvaddur til að leiða þjóðina til sigurs”. “Já, að undanförnu hefir þú verið sigursæll”, sagði Stoneman beisklega, en trúðu mér, að frá þessum degi fer birta dagstjörnu þinnar að fölna. Eldar haturs sem legið hafa niðri verða end- urkyntir. í stríði því sem að hefst á milli okkar í dag skal ég brjóta þig á bak aft- ur og snúa úr hálslið hverja raggeit, þénara sem flaðrar þér við fætur. Forsetinn skellihló, sem auðvitað espaði Stoneman. , “Eg nlótmæli móðgun þeirri sem þú sýnir mér með þessum skrípalátum!” hreytti Stoneman úr sér. “Fyrirgefðu, Stoneman; ég verð að hlæja, eða hniga undir þunga byrðar þeirra sem ég ber, að þurfa að treysta á slíka fylgismenn!” “Taktu eftir, að frá þeim degi sem þú birtir yfirlýsingu þína um Norður- Carolina, er vegur þinn og virðing í þinginu þrotinn”. “Það er til æðra vald”. “Þú þarft á því að halda”. “Eg stend ekki hjálparlaus”, svaraði forsetinn rólega og yfir andlit hans var draumkend ró. “Eg væri meiri heimsk- inginn, ef að ég léti mér til hugar koma að ég gæti gegnt þessu virðulega emb- ætti, einn einasta dag, án hjálpar og aðstoðar þess sem er sterkari og vitr- ari en allir aðrir”. “Þú þarft á hjálp á guðs almáttugs að halda við stefnuáform það, sem þú hefir ákveðið að taka”. “Það eru sum skip, sem koma inn á I hafnir án þess að þeim sé stýrt”, hélt forsetinn áfram í í draumkendum róm. “Segjum að Pickett hefði gjört áhlaup- ið við Gettysburg, einni klukkustund áð- ur, en hann gerði. Segjum að Monitor- inn hefði komið einni klukkustund síð- ar, en hann gerði til Hampton Roads? • Mig dreymdi nokkuð í nótt, það er ávalt fyrirboði mikilla tíðinda. Eg sá hvítt skip sigla fram hjá með miklum hraða und- ir fullum seglum. Eg hefi oft séð það skip áður. Eg veit ekki á hvaða hafnir það hefir komið, né heldur í hvaða höfn það hefir lent. En ég hefi alltaf þekt stýrimanninn á því skipi”. Stoneman stóð upp og tók spor í átt- ina til dyranna, studdist svo fram á staf sinn. “Þú neitar að taka vilja þjóðþingsins til greina?” stundi hann upp. “Já, ef sá vilji er í samræmi við það sem þú hefir sagt. Ef að þú neyðir hefnd aráætlanir þínar upp á Suðurríkin, þá sáir þú vindi, til að uppskera hvirfilbyl”. “Er það svo? Úr hvaða átt ætti sá hvirfilbylur að koma?” “Örvænting voldugs þjóðflokks heims sigurvegara, er jafnvel í ósigri, afl, sem stjórnmálamennirnir verða að taka til greina og meta”. “Komi þeir þá”, urraði í Stoneman. Það færðist aftur draumkend ró yfir andlit Lincolns og hann sagði, eins og að hann væri boðberi undraboðskapar, sem sál hans hafði sameinast á vængj- um skýjanna: “En ég treysti á drengskap Lees og hans fólks. Hið undursamlega band endurminninganna, sem knýtir saman vígvellina og grafir ættlandsvinanna við arinelda, heimili og hjörtu manna, frá einum enda þessa lands, til annars, eigi eftir að vekja hljómgrunn hins sam eigilega ríkis, þegar að hann er snertur af limum betri og saannari innra manni vorum sem hann áreiðanlega á eftir að verða”. “Þú ert heppinn, ef þú lifir til að heyra og sjá það”. “Að dreyma það nægir mér. Ef að ég fell fyrir hendi morðingjans nú, þá verð- ur sá morðingi ekki úr Suðurríkjunum. Eg var óhultari í Richmond í vikunni sem leið, heldur en að ég er í Washing- ton nú”. Það urraði í Stoneman og hann tók annað spor í áttina til dyranna. Forsetinn gekk nær Stoneman. “Heyrðu mér, Stoneman; hefir þú einhverja róttæka persónulega ástæðu fyrir þessum hefndarhug þínum til Suðurríkjanna? Segðu mér það. Eg hefi aldrei um mína daga vitað þig segja ósatt”. — Stoneman þagði, og gretti sig í framan. “Er tilgáta mín sönn?” “Já, og nei. Eg hata Suðurríkin, af því ég hata þrælahaldið og þrælahalds- fyrirkomulag, af öllu hjarta. Það hefir fyrir löngu eyðilagt allt bezta innræti Suðurríkja-fólksins. Menskir menn geta ekki þrifist í slíku andrúmslofti og börn in eru dæmd áður en þau fæðast. Hvort að persónuleg móðgun við mig, hefir hvatt mi gtil að vinna stórvirki, kemur hér ekki til greina. Eg er aðeins kjörinn boðberi réttlætisins”. Aftur blikaði birtan undursamlega í augum forsetans og lýsti upp ásjónu hans alla, er hann með voldugri ró og órjúfanlegri festu endurtók: “Með óvildarhug til einskis manns, — kærleik til allra, ákveðinn í að fram- kvæma það, sem rétt er, eins og guð gefur mér náð til að sjá það og skilja, ætla ég að leitast við að ljúka því verki sem við erum að vinna, — að binda um og græða þjóðarsárin”. “Eg hefi aðvarað þig”, sagði Stone- man reiður, og staulaðist til dyranna, “og ég get sagt þér að stjórn þín er dauðadæmd. “Stoneman”, sagði Lincoln vingjarn- lega, “ég get ekki komið orðum að, hve mikla fyrirlitningu að ég ber fyrir þess- um illgirnislega mannkærleika þínum. Þú hefir misskilið mig og vanvirt mig við hvert einasta tækifæri á síðastliðn- um fjórum árum. Eg ber enga gremju í brjósti til þín. Ef að ég hefi meitt þig með orðum mínum í dag, þá bið ég þig að fyrirgefa það. Þátttaka þín í stríð- inu var mér ósegjanlega mikil hjálp og þjóðinni allri. Eg vildi mikið fremur vinna í sameiningu með þér, en berjast á móti þér. En nú, þar sem stríð á milli okkar er óumflýjanlegt, þá má ég eins vel segja þér, að ég óttast þig alls ekki. Þið skuluð þurfa að sneiða af mér hægri handiegginn, áður en ég skrifa undir eina einustu andstyggðar hefndar-lög- gjöf á hendur hraustum og yfirunnum mótstöðumönnum, og ég skal halda þeirri mótstöðu áfram, þar til að ég vinn sigur, dey, eða að þjóðin snýr baki við mér”. “Eg hefi altaf vitað, að þú undir niðri dáðir Suðurríkin”, svaraði Stoneman illgirnislega. Eg elska fólkið í Suðurríkjunum. Það er partur af Bandaríkjaþjóðinni. Eg ann hverju feti af grænni grund í Suðurríkj- unum, hæðum þeirra og dölum, fjöllum, vötnum og sjónum, hverri konu, manni og barni, sem andan draga undir blá- tjaldi himinsins þar. Eg er Bandaríkja- maður”. Á meðan að þessi brennandi orð flutu frá vörum forsetans, var eins og að hann yxi allur, herðarnar risu, og frá andliti hans stafaði vald sigurvissu mikilmennisins. “Mig furðar á að þú skyldir nokkurn tíma leggja út í stríð við þessi óskabörn þín-’, hreytti Stoneman úr sér. “Við fórum í stríð við Suðurríkjamenn af því að okkur þótti vænt um þá, og vildum ekki að aðskilnaður yrði á milli þeirra og okkar, og nú, þegar þeir liggja sárír og yfirunnir við fætur okk- ar, þá skal þér aldrei haldast uppi, að hefja ofsókn á hendur þeim, særðum, deyjandi, eða dauðum”. Og aftur lék leiftur hugrekki ljónsins í augum forsetans. V. KAPÍTULI Stríð ástarinnar Elsie var á leiðinni á sjúkrahúsið, með sakaruppgjafabréf Ben. Camerons í hendinni, þar sem móðir hans og systir biðu óþreyjufullar, og hugur sjálfrar hennar var í uppnámi. Hún leit aftur og aftur á nafnið á bréfinu, og það hafði undarlegt seiðmagn á huga hennar og hjarta hennar fylltist persónulegri gleði yfir því, að hafa getað frelsað líf þessa manns. Hún hafði hafið þessa sjúkrahúss starfsemi sína sem ákveðinn stuðnings maður stefnu föður síns, og því með þeirri rótgrónu sannfæringu að allir þessir Suðurríkjamenn væru. eins og ótamin villidýr. En svo þegar að hún sá þessa drengi frá Suðurríkjunum innan um Norðanmennina bláklæddu, þá hvarf sú hugsun smátt og smátt úr huga hennar. Þeir voru svo ungir, drengirnir frá Dexi — svo ósköp ungir, sumir þeirra hreint ekki meira en sextán. í einu af þessum sjúkrahúsrúmum sá hún fjórtán ára gamlan ungling, svo raunamæddan á svip, að hún laut ofan að honum og kysti hann. Þátttaka föðursins í sorgarleik þeim, sem fram fór í sambandi við Ben Camer on, var henni óskiljanleg. Var hann leyniaflið sem stóð á bak við Stanton? Hún vissi að hann var valdríkur á meðal manna, og það var og farið að kvisast að forsetinn og hann stæðu á öndverð- um meið. Hún hafði ótakmarkað traust á þegn hollustu föður síns og aðdáun á yfir burða hæfileikum hans. Hún vissi að hann var konungur á meðal manna, sök um hinna dásamlegu, meðfæddu hæfi- leika sinna og hún þekti líka viðkvæmu tilfinningarnar hans sem hann faldi hryggur í huga, ásamt fötlun sinni, á bak við grímu kulda og kerskni frá heiminum, en einstaka sinnum, þegar enginn sá nema Guð og hún, hafði henni tekist að brjótast í gegnum grímuna. Elsie unni föður sínum heitt og vissi, að hún hafði komist nær hjarta hans, en nokkur önnur manneskja. Nær því, en móðir hennar hafði komist, sem hafði dáið þegar hún var enn barn að aldri.. Föðursystir hennar, sem hún og Phil bróðir hennar voru hjá, hafði sagt henni að móðir hennar hefði ekki notið mik- illar gæfu, eða gleði á meðan að hún hafði lifað — að samfarir föður hennar og hennar, -hefðu ekki verið ánægju- legar, og að hún hefði dáið úr sorg í litla húsinu þeirra í Pennsylvania. En það var stundum að faðir Elsie var eins og framandi maður í hennar garð, og eins og eitthvað leyndardómsfullt, kalt og dimmt aðskildi þau. Hún hafði einu sinni minst á þetta við hann og spurt hann að, hvað það væri. Hann aðeins þrýsti hendi hennar, brosti og sagði: “Ekkert, kæra mín, þeir bláklæddu eru aðeins að elta mig aftur”. Stoneman hafði alltaf, þegar að hann var í Washington, búið í litlu húsi með svörtum glugga-hlerum, sem stóð ná- lægt þinghúsinu, en börnin hans höfðu átt heima hjá systir hans, sem bjó í húsi nálægt Hvíta Húsinu frá því að þau mistu móður sína. Eitt af því einkennilega við heimili Stonemans var, að þar réði húsum kona sem Lydia Brown hét, forkunnar fögur á að líta, þó hún væri kynblendingur — að hálfu hvít, en að hálfu dökk, og skap- vargur með afbrigðum. Elsie heimsótti hana einu sinni og fékk þær viðtökur, að hún ásetti sér að gjöra það aldrei aft- ur. Um þessa konu gengu miklar reifara sögur í Washington, um gullstáss henn- ar, klæðnaði, hár og drottnunarvald það sem hún átti að hafa yfir valdsmönn um þjóðþingsins, og þá ekki sízt yfir Stoneman gamla og stefnum hans. — Þetta gekk svo langt að það komst í dagblöðin og tímaritin, en Stoneman lét það allt eins og vind um eyru þjóta. Elsie bað föður sinn að loka litla hús- inu sem hann bjó í og flytja sig til þeirra í hús systur sinnar. — Svar hans var stutt og afgerandi. “Ómögulegt, barnið mitt. Staurfótur- inn verður að vera í næsta húsi við þing- húsið. Hús mitt er aðeins framkvæmd- arstofa sem ég sef í. Helming allra framkvæmda þjóðarinnar er ráðið til lyktar í þessu litla húsi. Nefndu það ekki framar”. Elsie rann kuldahrollurinn sem lýsti sér í svari föður hennar, til rifja, og mintist aldrei á það mál við hann fram- ar. Þetta var eina bónin sem hann hafði neitað henni um, og hún gat áttað sig á hvernig á því stæði, og jók það henni bæði umhugsunar, og áhyggju. Eftir því sem hún nálgaðist meir sjúkrahús- ið, því skýrara stóð fólkið, sem hún ætl- aði að finna, fyrir hugskotsjónum henn- ar. Hún hugsaði óttaslegin til friðslit- anna sem auðsæ voru orðin á milli föð- ur síns og forsetans — annar krafðist gjöreyðingar á landi Sunnanmanna, sem þegar var meira en að hálfu leyti í auðn, og Sunnanmanna sjálfra varnar og vopnlausra. Forsetinn hinsvegar á- kveðinn í að fylgja fram mannúðar- stefnu sinni, og halda hlífiskyldi yfir landinu og lýð þess, vernda það og græða. — Faðir hennar var berorður, og högg- ormstunga hans, hvest af eldi Satans, gat kveikt það bál, sem leiftraði um alla þjóðina og sérstaklega skyti skelk í bringu, fólki því, sem í Suðurríkjunum byggi. Við þessa hugsun varð hún ótta- slegin. Henni fanst hún vera röng og stefna föður síns ranglát og grimm. Henni hafði aldrei fyr þótt mikið til forsetans koma, enda var það algengt í Washington um þær mundir, að um hann var talað með fyrirlitning. Fylgi hans í þinginu var lítið. Níundi hver maður á meðal stjórnmálamannanna voru annað hvort hræddur við hann, eða þá að þeir hötuðu hann, og hún vissi að faðir sinn hafði verið lífið og sálin í samsæri gegn honum í höfuðborginni til þess að hann næði ekki forsetaút- nefningunni í annað sinn, svo að hann gæti ríkt sem einræðisherra og fram- kvæmt hinar járnköldu fyrirætlanir sínar í sambandi við endurreisn Suður- ríkjanna. Hún gat ekki varist þeirrar meðvitundar, að hyllast stefnu forset- ans. — Hún fyrirvarð sig fyrir þessa aðstöðu sína, því hún bar í sér uppreisnaranda gegn föður sínum, og hún fylltist andúð gegn Ben Cameron og hans fólki, sem henni fanst í bili, að hefði komið upp á milli sín og föður síns, en svo áttaði hún sig fljótt á hve heimskulegt það var, a ðásaka saklaust fólk, sem flækt hafði verið inn í þennan sorgarleik og hratt þeirri hugsun frá sér. En henni var ljóst, að hún yrði að slíta öllu sambandi við það fólk, áður en skaðviðrið skylli yfir. Það væri bezt fyrir það, og hana líka, og því skyldi líka öllu lokið, þegar að hún hefði afhent þeimlausnarbréfið, sem hún hugsaði sér að senda til þeirra með einhverjum af þjónunum. Og svo hugsaði hún með dálitlum hjartaslætti um, að þegar tímar liðu, þá máske titruðu tár í augunum á Ben, þegar að hann fengi að vita, að það var hún sem hafði verið lífgjafi hans. En um það vissi hann ekkert nú. Hún þorði ekki að rannsaka þá dularhneigð hjarta síns að gleðjast í hvert sinn sem hún hugs- aði til þessa sérstaka fanga frá Suður- ríkjunum. Hún leit aftur á nafnið á bréf- inu, sem hún var með, og brosti. Hún hafði hlegið að þeim, sem rent höfðu hru auga til hennar og dreymt um víðtækari lífsferil, háleitari köllun og þróttmeira lífsstarf, en að henni gat veist að verða eiginkona einhvers þeirra og henpi fanst að hún vera að ná því lífstakmarki með því að bera umhyggju fyrir þeim sem enga áttu að, og vina- fáir voru. Voru þeir ekki sálufélagar hennar á hinu æðra og víðtækara starfs sviði sem hana hafði dreymt um. — Hví skyldi hún snúa baki við þeim nú, til þess að gefa sig á vald miskunarlausu stjórnmálabralli? Hún hafði tekið þátt í sorg þeirra o ghún ætlaði sér að taka þátt í gleðinni með þeim líka. Hún ásetti sér að afhenda þeim lausnarbréfið sjálf, og kveðja.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.