Lögberg - 26.08.1948, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. ÁGÚST, 1948
---------Hogbers---------------------
6tefi8 út hvem fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskriít ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG
59S Sargent Ave., Winnipeg, Man.
Rítstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The "Lögberg'’ ls printed and published by
The Columbia Prees, Limited, 695 Sargent
Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as.Socond Class Mail,
Post Office Dept., Ottawa.
PHONE 21 804 I
Atökin ríða mönnum
sjaldnast að fullu
Því mun nú jafnaðarlegast þannig
farið, að átökin fremur styrki en veiki
þróunarviðleitni mannanna og auki
á manngildið fremur en rýri það; þess
vegna stendur það í rauninni nær mann
legu eðli, að leita á brattans fjöll, en
hlaupa af hólmi þó leið liggi í fangið;
og sé út af þessu brotið, má þess vænta,
að hnignun og afturför bíði við næsta
fótmál.
Mjög skiptir í tvö horn um þá menn,
er þreyta vilja fangbrögð við örðugleik
ana og hina, er sætta sig við þann kost,
að lognast út af í værðarvoðum afskipta
leysisins og sætta sig við lítinn og ó-
verulegan hlut.
Fyrir nokkrum árum var gefið út í
Árborg í Nýja Íslandi, vélritað sveitar-
blað, er gekk undir nafninu “Stormur”.
Hvort það svaraði að öllu leyti til nafns,
skal ósagt látið; eijgu að síður flutti það
eitt og annað, sem gott var og gagn-
legt að lesa, þar á meðal greinina um
dollarsþjóðrækni eftir B. J. Lifman fyrr-
um sveitaroddvita; ritstjóri þessa blaðs
var þeirrar skoðunar þá, og er að vissu
leyti enn, að dollars-þjóðrækni sé þó
vitund skárri en engin þjóðrækni; — á
hinn bóginn hafa aðstæður svo breyzt
upp á síðkastið, að ekki er til nokkurs
skapaðs hlutar, að berja lengur höfð-
inu við steininn; útgáfukostnaður ís-
lenzku vikublaðanna hér vestra, hefir
meir en tvöfaldast á nokkrum undan-
gengnum árum, og enn má hækkunar
vænta fremur en hins; það sýnist því
Uggja alveg í augum uppi, að við svo
búið megi ekki lengur standa, að áskrift
argjöld blaðanna verði að hækka, því
tvísýnt mun verða um aðrar leiðir til
úrbóta; allra hluta vegna þurfa blöðin
að koma út í sinni reglubundnu stærð;
þau þurfa að gera það vegna sjálfsagðs
þjóðernislegs og menningarlegs metn-
aðar íslendinga vestan hafs, sambands-
ins við stofnþfóðina, og vegna þeirra
mörgu baráttumála okkar sjálfra, sem
hrinda verður í framkvæmd, svo sem
stofnun kennaraembættis í íslenzkum
fræðum við Manitoba háskólann.
Áskriftargjöld blaðanna verða að
hækka að minsta kosti upp í fimm
dollara um árið og hið sama er að segja
um félagsgjöld Þjóðræknisfélagsins; í
þessu felst að minsta kosti dálítil til-
raun til bjargráða, sem vitaskuld hefði
átt að hafa verið gerð langtum fyr, þó
betra sé seint en aldrei.
Dr. Björn B. Jónsson var oft manna
markvissastur í stuttum og gagnorðum
ritgerðum sínum um vestur-íslenzk
metnaðarmál, í einni slíkri grein komst
hann þannig að orði:
“Guð gefi, að vér verðum aldrei lítil-
menni”. —
Hvort sem okkur fellur betur eða ver,
verður sú staðreynd eigi umflúin, að
við Vestur-íslendingar séum staddir á
krossgötum í þjóðernislegum skilningi;
að aldrei hafi okkur riðið meir á skap-
festu og samstiltum átökum en einmitt
nú. —
Hvort sæmir okkur betur, að berj-
ast vasklega til þrautar fyrir þeim mál-
efnum, sem við unnum, eða veslast
upp og horfa hjarandi fram á opna,
þjóðernislegga gröf? — Svarið ætti
ekki að verða nema á einn veg. —
♦ ♦ ♦
Orð í tíma talað
Á laugardaginn var gerði dagblaðið
Winnipeg Free Press það réttilega að
umtalsefni, hve skiptar væri um það
skoðanir innan vébanda Liberalflokks-
ins, að Mr. King hefði enn eigi látið neitt
ákveðið uppi um það, hvenær hann
mundi rýma sæti fyrir Mr. St. Laurent,
sem næsta forsætisráðherra í Canada;
þeir ,sem fylgja Mr. King fastast að
málum, telja þetta atriði ekki miklu
skipta; þó munu hinir fleiri, sem þannig
líta á, að vegna persónulegrar afstöðu
t
Mr. St. Laurents, geti það að minsta
kosti orkað tvímælis, að hann þurfi að
bíða í óvissu von úr viti þess tíma, er
hann af óumflýjanlegum ástæðum
verði til þess kvaddur að mynda nýtt
ráðuneyti í landinu; að því er frekast
verður séð, virðist það liggja nokkurn
veginn í augum uppi, að því fyr, sem
hann taki ábyrgðina að fullu á herðar
sínar, þess betra; nú er mjög tekið að
síga á seinni hluta sumars, og að sama
skapi fer að líða nær þingtíma.
Mr. St. Laurent verður forsætisráð-
herra, er þing kemur saman, og því
ætti honum þá ekki að vinnast svig-
rúm til að skipuleggja hið fyrsta ráðu-
neyti sitt í ró og næði og undirbúa
st jórnarf rumvörpin ?
Það er haft eftir Mr. King, að afsögn
hans fari nokkuð eftir því, hvern-
ig til hagi á vettvangi heimsmálanna,
er fram á haustið líður; að honum sé
hugarhaldið um að mæta persónulega
fyrir hönd Canada á næsta þingi sam-
einuðu þjóðanna í París og sitja seinna
í haust forsætisráðherrafund brezku
samveldisþjóðanna í London; óneitan-
lega myndi Mr. King hafa gaman af
þessu hvorutveggja; en hins ber þó eigi
síður að gæta, að hann hefir afsalað sér
forustu Liberalflokksins í hendur nýj-
um manni, sem bera verður, áður en
mjög langt um líður, ábyrgð á stjórnar-
fari landsins, og á því í rauninni heimt-
ingu á að taka við stjórnarforustunni
umsvifalaust.
+ -f
Leikhúsmál
Lögberg hefir fengið til umsagnar
marz-júní heftið 1948 af tímarití Har-
aldar Björnssonar, Leikhúsmál, en
hann er, sem kunnugt er hinn mesti
frömuður leikmentarinnar á íslandi; í
áminstu hefti er merkileg og fagurlega
samin grein eftir ritstjórann um norsku
leikkonuna frú Gerd Grieg, er dvalið hef
ir langtímum saman á íslandi og unnið
íslenzkri leikment ómteanlegt gagn, en
inngangur greinarinnar er á þessa leið
í bók, sem gefin var út í Kaupmanna-
höfn árið 1939, um hinn kunna norska
kristniboða, prestinn Hans Egede, hefst
lífssaga hans með eftirfarandi orðum
höfundarins:
“Kristilegt líferni lýsir sér fegurst í
því, að lifa fyrir mikla hugsjón, að helga
henni allt sitt starfsþrek, og bera með
hugarró og þolinmæði allar þær þrautir
sem óhjákvæmilega eru því samfara, að
framkvæma hana”.
Eftirtektarverð orð, sem vissulega
geta átt við lífssögu margra manna og
kvenna á öllum öldum.
Á athyglisverðan hátt hafa margir af
afkomendum Hans Egede, lifað lífi
sínu þannig, að þessi ummæli geta einn-
ig átt við þá.
Þegar ég skrifa þessar línur, um
norsku listakonuna Gerd Grieg, sem
einn af afkomendum Hans Egede, er
ekki hægt að ganga á snið við, að nefna
nokkra af forfeðrum þessarar mikil-
hæfu konu, því þaðan munu þau rök
runnin, sem mest ber á í skaplyndi
hennar, og sem eiga mikinn þátt í því,
að hún hefir orðið leiklist lands síns,
og raunar norsku þjóðinni allri, til þess
gagns og þess sóma, sem raun hefir á
orðið. Það virðist óslitið samhengi milli
ættareiginleika þeirra frændsystkin-
anna, Nordahls Grieg og hennar, og eig
inleika langa-langa-langafans, Hans
Egede langafans, biskupsins Jóhanns
Nordahls Brun, sem var skáld og hljóð-
færaleikari, og sem m. a. samdi þjóð-
söng Bergensbúa ásamt laginu: “Jeg
tok min nystemte Citar i hand”. Eftir
að Óli Bull hafði §tofnað leikhúsið í
Bergen, var biskupinn einn af mestu
áhugamönnum bæjarins í leikhúsmál-
inu. Sést áhugi hans fyrir þessu máli
einna bezt á því, að til að draga fólk að
leiksýningunum lét hanri sig hafa það
að sitja í biskupshempunni í miðasöl-
unni, og selja miða að sýningunum.
Föðurafi frú Grieg var læknir í
Tromsö. Hann fór alla leið þaðan til
Rómaborgar, og gekk sem sjálfboðaliði
í ítalska herinn, til að berjast gegn Þjóð
verjum Garibaldastyrjöldinni. Afabróð-
irinn var einnig sem sjálfboðaliði í Dana
hernum móti Þjóðverjum árið 1864, og
í liði Frakka 1870.
Það liggur í augum uppi, að þessir for
feður frú Grieg hafa verið menn, sem
hafa hatað ofbeldi og yfirgang, en elsk
að frelsishugsjónina um fram allt, og
viljað fórna henni öllu.
Móðir frú Grieg, var gædd miklum
sönghæfileikum, og var- snillingur á
fiðlu, enda var hún nemandi Edvards
Grieg og Joseph Joachim.
4HUGAMAL
IWEINNA
RiUtjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Ljósmæður
1 Lesbók Morgunblaðsins í
Reykjavík er hundrað ára minn-
ing Matthildar Þorkelsdóttur frá
Ásum , Skaptártungu. — Hún
var dóttir séra Þorkels Eyjólfs-
sonar og konu hans Ragnheiðar
Pálsdóttur prófasts. Hún fluttist
með foreldrum sínum að Borg á
Mýrum; dvaldi þar fram á tví-
tugs aldur, en bjó mestan hluta
æfi sinnar við Breiðafjörð.
Matthildur nam ljósmóður-
fræði af Jóni Hjaltalín land
lækni og fékk brátt á sig mikið
orð fyrir frábæra nærgætni og
handlægni við fæðingarhjálp, en
vegna þess hve áminst minning-
argrein grípur inn 1 margt og
leiðir í ljós afstöðu ijósmóður-
innar, fyrir þúsundum ára og
vegna þess, hve starf þessarar
konu er hliðstætt við átök ís-
lenzkra ljósmæðra í hinni
ströngu landnámsbaráttu hér
vestra, þykir mér viðeigandi að
birta hér eftirfarandi kafla rit-
gerðarinnar”.
“Matthildur naut góðrar ment
unar á uppvaxtarárum sínum,
bæði til munns og handa. Nattii
hennar og hlýleiki gagnvart öllu,
sem minni máttar var, kom
snemma í ljós. Hún var því orðin
ýmsu vön, er hún hóf nám í ljós-
móðurfræði hjá Jóni Hjaltalín
landlækni.
Þar til fyrir skömmu var ljós-
mæðraskólinn sá eini skóli hér-
lendis, sem konur gátu numið
nokkra kunnáttu til líknar-
starfa. Hafa margar þeirra orðið
þjóðinni til ómetanlegs gagns og
blessunar. Kjör íslenzkra ljós-
eru áþekk kjörum útigangs-
hrossins, þær hafa einatt lagt
nótt við dag án brauðs og
launa. Þetta er minkun þjóðfé-
laginu, því eins og klárinn, eru
þær enn og verða alltaf, þarfasti
þjónninn.
Matthildur Þorkelsdóttir bjó
flest sín starfsár á Sandi. En oft
var hennar vitjað til nærliggj-
andi hreppa. Athyglisgáfu henn-
ar og stillingu var viðbrugðið
og handlægnin við læknisaðgerð
ir var framúrskarandi.
Minnist ég þess er ég var nem-
andi fyrir mörgum árum síðan
og gekk ásamt mínum ágæta
kennara, til ungrar sængur-
konu hér í bænum, að athygli
mín beindist að stóru öri, sem
maður þessarar konu hafði ný-
lega hlotið og var alt frá hárs-
rótum og niður á vanga. Hann
hafði orðið fyrir slysi um borð í
skipi, og var farið í land með
hann á Sandi. Læknir var ekki
til staðar og gerði Matthildur að
meiðsli þessu eins og við átti, og
var ekki talið að það bæri með
sér neinn viðvaningshátt.
Oft hefi ég hitt fyrir fólk að
vestan, sem samskipti hafði átt
við Matthildi, og hnigu orð þess
á einn veg, “hún var nærfærin og
örugg”. Eg veit, að ef hver sá, sem
kynni hafði af starfi Matthildar,
segði sína sögu, yrðu það fróð-
legir kaflar, sem betur en nokk-
uð annað lýstu einstaklingsein-
kennum þessarar gagnmerku
konu.— /
Mér standa fyrir hugskots-
sjónum nokkrar ljósmæður for-
tíðarinnar sem lýst hafa fram á
þennan dag. Sæti Matthildur
vel á bekk með þeirn og ætla ég
í stuttu máli að rifja upp sögu
þeirra. Fyrir fjögur þúsund ár-
um, bauð Farao konungur í
Egyptalandi ljósmæðrum þar,
að þær skyldu láta sveinbörn
deyja, en stúlkur mættu lifa
meðal hebreskra. En ljósmæð-
urnar, sem hlýddu rödd guðs,
gengu á fund Faraos og sögðu
við hann “þær hebresku konur
eru svo hraustar, hraustari en
þær egyptsku, að þær hafa alið
börn sín þegar við komum til
þeirra”. Þetta var menning
hjartans. Frá sama tíma sjáum
við læknisaðgerð hina sömu og
kend er þann dag í dag og sýnir
hve framarlega egyptskar ljós-
mæður stóðu í sinni ment. —
„Tamar tók joðsótt og þá kom
í ljós a ðhún gekk með tvíbura,
og í fæðingu kom fram höndin á
öðru baminu, og ljósmóðirin
batt um hann rauðum þræði og
sagði: “Þessi fæddist fyr”. . . .
En svo fór að barnið tók að sér
höndina og í því fæddist bróðir-
inn og hún mælti: “Því beitir þú
ofbeldi, ofbeldið bitni á þér, og
hann var kallaður Víkingur, þar
á eftir fæddist bróðirinn, um
hvers hönd rauði þráðurinn var.
Hann var nefndur “Upphaf”.
Fyrir um það bil þrjú þúsund
árum voru það lög í Grikklandi,
að konur máttu ekki stunda þar
ljósmóðurstörf. Jóðsjúkar konur
veigruðu sér við að sækja karl-
menn til hjálpar á svo viðkvæm-
um augnablikum, og dóu því
margar konur af barnsförum. Þá
var það að ung kona í Aþenu fór
i karlmannsklæðnað og nam
fæðingarhjálp. Stundaði hún síð-
an ljósmóðurstörf í Aþenu og
var brátt svo mikið sótt, að það
vakti athygli yfirvaldanna, og
var henni því stefnt fyrir dóm-
arann. En Agonodisa, en svo
hét þessi kona, lét hvergi bugast
og kastaði grímunni, en upp
frá því var numið úr lögum, að
konur mættu ékk'i stunda fæð-
ingarhjálp. Varð fordæmi henn-
ar til mikillar farsældar fyrir
alla menn síðan”.
Kveðja frá Víðdœlingum í Húnavatnssýslu
Flutt í samsæti, sem sveitungar séra Valdimars J. Eylands, héldu
honum 4. júlí s. 1., eftir séra Sigurð J. Norland, Hindisvík.
Vér, sem byggjum út við íshafs ægilegu strönd
þekkjum engin yndislegri eða fegri lönd
heldur en okkar ættarbygðir, aldna Húnaþing
meðan Eigló aldrei hverfur út við sjónarhring.
Ættarbyggðin okkar hefir átt sér margan son,
þann sem eigin braut sér brautir, brást ei hennar von
flutti hennar hróður víða, hvar sem vegur lá,
kom svo heim með frægð og frama, fósturland að sjá.
Einn af þessum óskabörnum ert þú Valdimar.
Einn af þeim sem okkar hróður út um heiminn bar.
Húnvetningur, hvergi smeikur, hvar um lönd þú fer.
Hvorki vér né Vínlendingar viljum missa af þér.
Þú ert valinn vinur beggja, vinur báðum trúr —
Lízt þér ekki landið fagurt losað fjötrum úr?
Heill þú farir héðan vestur, heim með börn og frú.
Kom svo aftur öðru sinni, úr því með oss bú.
Sr. Sigurður Norland, Hindisvík.
N.M.PATERSON CO.LIMITED
Own and Operate
TERMINAL ELEVATORS IN FORT WILLIAM
109 COUNTRY ELEVATORS
Total Storage Capacity 12,000,000 bushels
31 VESSELS ON THE GREAT LAKES
Total Carrying Capacity 4,500,000 bushels per trip
Head Office: FORT WILLIAM, ONT.
609 GRAIN EXCHANGE
WINNIPEG
SAMSTARFIÐ
GERIR ÞAÐ
Vinnið að góðri af-
greiðslu:
• Með vemdun tækja
• Engar málalenging-
ar —
• Símið þegar minst
er ös.
Er þér símið, skuluð þér
gefa símaþjóni númer í
stað nafn þess, er þér
viljið tala við. Símaþjón-
ar eru æfðir í því að finna
númerin. Þér flýtið fyrir
sambandi og greiðið fyr-
ir símaþjónum með því
að fara eftir þessum ein-
földu ráðleggingum.
Sparið orð. Sýnið nærgætni. Sýnið umburðarlyndi
4—48
MANITOBA TELEPHONE SYSTEM