Lögberg - 26.08.1948, Blaðsíða 3

Lögberg - 26.08.1948, Blaðsíða 3
LÖGBERG FIMMTUDAGINN, 26. ÁGÚST, 1948 3 Œttmaðurinn Eftir THOMAS DIXON Jr. VI. KAPÍTULI Met stríðsins Fyrsti dagur þjóðþingsins eftir stríð- ið var eftirminnanlegur. Hvert sæti á áhorfenda pöllunum var skipað. Elsie og Ben voru þar, og voru með öndina í hálsinum út af ótta fyrir því að harm- leikurinn mikli sem þar fór fram mundi varpa skugga á lífsvonir þeirra. Hún hafði ekki augun af föður sínum eftir að hann kom inn í þingsalinn og haltr- aði til sætis síns, þar sem allra augu störðu á hann. Forsetinn hafði fylgt stefnu Lincolns djarflega fram með að endurreisa ríkis- heildina, og spursmálið var, hvort þing- ið mundi fylgja forsetanum í þeim mál- um, eða virða boð hans og fyrirskipanir að engu og segja honum uppihaldslaust stríð á hendur. Stjórnir höfðu verið settar á stofn í öllum Suðurríkjunum og í þær valdir hæfustu mennirnir sem völ var á. Þing þeirra höfðu einróma samþykt þrett- ánda viðaukann við stjórnarskrána sem aftók alt þrælahald og þrælasölu og þeir höfðu kosið Senitora og ríkisþing- menn til að mæta á þjóðþinginu fyrir ríkjanna hönd og hr. Seward ríkisrit- arinn hafði lýst yfir, að þessi nýi við- auki væri óaðskiljanlegur partur grund vallarlaga þjóðarinnar samkvæmt yfir- lýstum vilja ríkjanna sem í hlut áttu. Hershöfðingi Grant hafði farið til Suðurríkjanna til þess að kynna sér vilja og aðstöðu fólksins og þegar að hann kom til baka, sagði hann: “Eg er sannfærður um að allur meiri hluti af hugsandi fólki í Suðurríkjun- um sættir sig við aðstöðuna eins og hún er, í allri einlægni. Þrælaspursmálinu og fráhvarfi Suðurríkjanna frá sam- bandinu álýtur það, að hafi verið ráðið til lykta, af því æðsta úrskurðarvaldi sem til sé, og sem líka sé þjóðinni fyrir beztu”. “Skyldi þingmönnum Sunnanríkj- anna verða leyfð þingseta?” í þögn, svo djúpri að það hefði mátt heyra flugu anda, reis þingritarinn úr sæti sínu til þess að kalla nöfn hinna nýkomnu þingmanna. Fólkið lagði hlustirnar við, til þess að heyra nafn fyrsta þingmannsins frá Suðurríkjun- um kallað fram. Ekki einn einasti af Suðurríkja-þingmönnunum var nefnd- ur á nafn. Fyrirliðinn mikli hafði skipað fyrir og þingritarinn var auðmjúkur þegn hans. Næsta verkefni þingsins var að veita boðskap forsetans mót- töku. Boðskapurinn kom, en hann var ekki frá forsetanum — æðsta valds- manni þjóðarinnar, heldur frá Austin Stoneman. í fyrstu varð fólkið undrandi yfir þess ari uppreisn gegn forsetanum, en smátt og smátt hjaðnaði sú undrun. Stoneman stóð á fætur, með staurfótinn út í miðj- um ganginum, og flutti boðskap hins nýja herra þingsins. Það var í fyrsta sinnið sem Ben sá þennan mann, sem hugur hans var festur við meira en nokkurn annan mann. Nú blasti hann við honum frá sætinu þar sem Ben sat. Stoneman byrjaði að tala dauft og gáleysislega. Honum lág hátt rómur, en í honum var þó enginn glymjandi, hann talaði fyrst, hryssingslega og í kerknisfullum hálfkæringsham, sefn festi athhygli allra á honum tafarlaust. Mál hans til að byrja með var hrotta- hnippingar, sem menn biðu óþreyju- fullir eftir. Sumir af þingmönnunum hlógu að þessu í von um, að eitthvert snjallyrðið flyti þar með. Hann var meira en meðalmaður á hæð, dálítið boginn í herðum, og bar persóna hans með sér andlegt þor, og algjört virðingarleysi fyrir öðrum. Menn fundu ásjólfrátt til þess, að á bak við hin bitrustu orð seni hann sagði, voru önnur enn beturri og áhrifameiri, ef að hann þyrfti á þeim að halda. Limir hans voru langir og seinir til hreyfinga, en þeir voru altaf á iði, eins og í þeim byggi einhver takmarkalaus orka. Hendur hans voru stórar og ó- nettar, og á sífeldu ógeðslegu fíttli við eitthvað, eins og í þeim byggi sérstök lífæð. Hann hafði hrokkið og hármikið parrak á höfðinu sem var jarpt á lit og gaf hinu svipmikla andliti hans ein- kennilegan svip. Á arnarnefinu í andlit- inu á honum voru þrjár áberandi hrukk- ur. Kinnarnar voru miklar og augna- brýrnar, eins og hellisskútar yfir þeim. Hann var víðmyntur, og munnurinn mikill, þegar hann var opinn, en þegar aftur, stóð neðri vör hans nokkuð út. Af öllum andlitssvip hans voru aug- un eftirtektarverðust, og þau töfruðu Ben. Þau gátu hrifið, þegar inn í þau var litið, en þau glóðu ekki. Þau gátu valdbundið, ógnað og skelft, en lit- og eldlaus virtust þau vera. Ben sá þau glöggt hinum megin í salnum. Þó voru þau ekki stór. Tveir litlausir sverðs- oddar sem lýsti af, virtust þau vera. — Þegar að eiganda þeirra var mikið í huga, þá dökknuðu þeir rétt eins og þegar skýdimmir stjörnu úti í himin- geimnum. Með einu merki sem hann gaf með hendinni, og ófimlegu látbragði, féll keksnis- og kæruleysislátbragðið af honum eins og flík. Hann var að reka smiðshöggin á boð skap sinn, en í sínu illvígasta orðakasti virtist hann aldrei skeika, eða vera orðlaus, eða umsagnafátt. í áherzlum sínum var hann kærulítill, eins og að hann fyndi hjá sér yfirburða magn og ávalt var hann kærulaus um endalokin, eins og spilamaður sem hefir hætt öll- um eigum sínum og tapað þeim, en er sér þess meðvitandi, að eiga allskostar við þá sem hafa yfirunnið hann. Hann reyndi aldrei til að laða aðra, eða sannfæra. Hans aðferð var að yfir- ganga menn, gjöra þá orðlausa, og hon- um tókst það. Því hann sló vopnin úr höndum mótstöðumanna sinna, með því að opinbera huldar fyrirætlanir sem sem þeir höfðu kvisað og ætluðu sér að nota sem keyri á hann. “Hleypið þið umboðsmönnum Suður ríkjanna inn á þingið”, þrumaði Stone- man, þá ráða þeir, með demokrötum sem Norðurríkin kjósa innan eins þing- tímabils lofum og lögum á þinginu og í kosningaskálanum — Electoral Colloge. — Líf og vald okkar eigin stjórnmála- flokks er í veði. Hver sá sem dirfist að flangra við slíka hættu, er uppreisnar- maður og svikari við flokk sinn og fólkið”. Fagnaðar-hróp gullu frá flokksmönn- um Stoneman, um allan salinn, er hann lauk ræðu sinni, en mótstöðumenn hans sátu þögulir, því dyrfska manns- ins gekk fram af þeim. Stoneman stakk upp á, að þingið skipaði nefnd til að athuga Endurreisn Suðurríkjanna. Að sú nefnd sæi um all- ar stjórnarframkvæmdir í þeim ríkjum og að kjörbréf hinna ný kosnu erindreka Suðurríkjanna séu afhent. Stoneman settist niður, en þingfor- setinn bar uppástunguna til atkvæða og tilkynti þinginu að hún væri samþykt. Nefndin var tafarlaust skipuð og var hinn háttvirti Austin Stoneman forseti hennar. Að því búnu leyfði Stoneman að boð- skapur forsetans yrði lesinn. “Svei mér, ef hann er ekki allt heila úthaldið”, sagði Ben, dró þungt andann og leit til Elsie. Elsie brost af aðdáuni. “Já, hann er hreinasti snillingur. — Hann er fæddur leiðtogi, en hann þolir ekki að heyra barn gráta, né heldur hlustað á kveinstafi kvenna. Hann hat- ar, en hatur hans er bundið við hugsjón- ir og fyrirkomulög. Hann hefir hótanir í frami, en þegar að hann er augliti til auglitis við fulltingismenn haturs mál- anna, þá vaknar hjá honum velvild og virðing til fjandmanna sinna. “Það er þá ekki vonlaust fyrir mig?” “Nei, en ég verð að vera dómarinn um það, hvenær við tölum við hann”. Ef að hann þá horfir á mig, eins og að hann gerði í dag, þá kæmi mér ekki á óvart þó þú yrðir að vera dómarinn og tals- maðurinn líka. “Þér fellur hann í geð þegar þú kynn- ist honum. Hann er einn af mikilhæf- ustu mönnunum í Ameríku”. “Hann er að minsta kosti faðir yndæl ustu stúlkunnar í heiminum, sem er óendanlega þýöingarmeira”. Guðni Thorsteinsson (Frh. af bls. 1) sem flestum sviðum, en hann var fátækur maður og varð að vinna alla æfi fyrir daglegu brauði, æfistarf hans var póstaf- greiðslustaðan. Hann var póst- meistari á Gimli í 56 ár. Það er langur tími, launin voru lág en mikið að gjöra. Þetta starf rækti hann með hinni mestu trú- mensku og var öll embættis- færsla hans í bezta lagi. Á hátíð 'þeirri, er haldin var í tilefni af 25 ára ríkisstjórn George V. Bretakonungs, var Guðni sæmd- ur silfurmedalíu fyrir langt og trúlega unnið starf. Eftir því sem Gimli bærinn óx. jókst starfið við Pósthús bæjarins. Guðni tók að gerast aldurhniginn og hefði eigi getað afkastað öllum þeim störfum sem biðu hans nema fyrir hjálp konu sinnar og dætra, einkum Mrs. Kardal, sem tók við starfi hans og mun verða við þá stöðu framvegis. Kona hans og dætur hafa unn- iðið með honum, létt störf hans og sýnt honum frábæra umönn- un og samúð, og hjúkrað 'honum er heilsan bilaði og seinasti áfanginn var fyrir höndum. Guðni var hraustur maður með miklu starfsþreki enda varð starfsdagur hans langur. Hann var í eðli sínu þýðlyndur og til- finninga maður og varð það stundum á fyrri árum æfi hans, að þær réðu meira en dómgreind in, en mentalöngun hans og lærdómur bar ætíð fegri ávexti eftir því sem árin liðu. — Hann reyndi ætíð að miðla málum og koma fram til góðs, og sú var reynsla mín af honum. — Hann var glaðlyndur og ætíð góður og alúðlegur í viðræðum, birtist þar ætíð hinn mikli fróðleikur hans og lífsþekking. Sagan var hans uppáhalds fræðigrein, og þegar hann talaði á mannamót- um vitnaði hann oft til hennar og dró þaðan dæmi. Trúmál og leit á þeim sviðum var honum og ljúft íhugunarefni. Hann átti stórt og gott bókasafn íslenzkra og enskra bóka, og var sí-lesandi til að finna sannleikann. Hann átti marga góða vini og kunn- ingja, sem heimsóttu hann og leituðu til hans, enda voru fáir ‘honum fróðari um sögn bygð- arinnar og hana hefir hann ritað, eða kafla úr henni. Þegar hann er horfinn, þá er snauðara í fylkingu fróðleiksmanna héraðs- ins en áður. Hann var einn þeirra manna, sem unnið hefir til þakklætis fyrir starf sitt í þágu fróðleiks og þekkingar, við hann á það sem skáldið kvað: Tífaldar þakkir því ber færa þeim, sem að Guðdóms eldinn skæra vakið og glætt og verndað fá viskunnar helga fjalli á. Hann klifraði fjallið og vermdi sig við eldinn, geislarhir lýstu honum og veittu honum marga glaða stund ,og þeir sendu bjarma sinn út í myrkrið og leið beindu honum á leið hans út yfir landamæri þessa lífs til betri og bjartari heima. Hann var jarðaður frá heimili sínu og Sambandskirkjunni á Gimli 9. júní og lagður til hvílda^ í Grafreit Gimli bæjar. Yfir honum mæltu kveðjuorðin séra Sigurður Ólafsson og sá er þetta ritar. E. J. Melan Minnist BETEL í erfðaskrám yöar Phone 21101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asplialt Roofs ancl Insulatod Slding — Rcpoirs S32 SIMOOE ST. Winnipeg, Man. Business and Professional Cards SELKIRK METAL PRODUCTS LTD. Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeining, ný uppfynding, sparar eldivið, heldur hita. lil'U.V SVEINSSON Simi 54 358. 187 Sutherland Ave., Winnipeg. S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Sl. Winnipeg Office Ph. 95 668 Res. 404 319 NORMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B. Barrister, Solidtor, etc. 617 Mclntyre Block WINNIPEG CANADA Also 123 TENTH ST. jl JEWELLERS BRANDON 447 Porlage Ave. Winnipeg JOHN A. HILLSMAN. M.D.. Ch. M. 627 Medical Arts. Bldg. Office-99 349 Home-403 233 PHONE 87493 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 7 VINBORG APTS. 594 Agnes St. VlCtalstimi 3—6 eftlr hádegl DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Offlce hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 280 Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDQ. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.ati. Verzla I heildsölu meB nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA STREET Skrifst.sími 25 355 Helma 55 462 DR. A. V. JOHNSON Denttat 606 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Taislmi 95 826 HeJmilis 63 893 DR. K. J. AUSTMANN SérfrœOingur i augna, eyma, nef og kverka sjúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutimi: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK SérfrœOingur i augna, eyma, nef og hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BDDG Graham and Kennedy St. Skrifstofusimi 93 851 Heimasimi 403 794 EYOLFSON'S DRUG PARK RTVER, N. DAK. islenzkur Xyfsali Fölk getur pantaB meSul og annaB meS pósti. Fljöt afgreiSsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur lfkklstur og annast um Qt- farir. Allur útbúnaSur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarSa og legsteina. Skrifstofu talsimi 27 324 Heimills talsiml 26 444 Geo. R. Waldren, M. D. Physician and Burgeon Cavalier, N. D. Office Phone 95. House 108. PHONE 94 981 H. J. H. PALMASON and Company Chartered Accountanta 219 McXNTYRE BLOCK Winnlpeg", Canada Phone 49 469 Radio Service Specialists ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most' up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUST8 BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 962 WXNNIPEO Dr. Charles R. Oke Tannlœknir For Appointmenta Phone 94 908 Offiee Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRUST8 BUILDING 283 PORTAGE AVE. Winnlpeg, Man. SARGENT TAXI Phone 76 001 FOR QUICK RELIABLE SERVICE J. J. SWANSON & CO. LIMITED 808 AVENUE BLDO WPQ. Fastelgnaaalar. Lelgja hús. Út- vega penlngalán og eldsábyrgS. blfreiSaábyrgS, o. s. frv. PHONE 97 638 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœOingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BQ. Portage og Qarry St. Simi 98 291 GUNDRY PYMORE Limited British Qualitg Fish Netting 58 VICTORIA ST„ WINNIPEQ Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDBON ?our patronage will be appreclated C A N A D I A N FISH PRODUCERS, LTD. J. b. PAOE, Managing Director Wholesale Distributors of Frssh and Frozen Flsh. 811 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 G. F. Jonasson, Pres. 4 Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SÍMI 95 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH Bus. Phone 27 989 Kes. Phone 36 151 Rovalzos Flower Shop Our Speclalties WEDDING CORSAGES COLONIAL BOU QUETS FUNERAL DESIGNS Mrs. S. J. Rovatzos, Proprietress Formerly Robinson & Co. 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.